Tíminn - 06.05.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.05.1944, Blaðsíða 3
47. blað TÍMIfVrV, laugardagimn 6. mai 1944 183 Islenzk merkiskona vestanhais sextug Sólveíg Jónsdóttír fra Múla Guðmundur prófessor Hann- esson mun hafa látið orð falla um það, að þegar hann var ungur maður, hafi aðeins verið ein ung kona falleg í Reykjavík, og vildi hann með þessu vekja eftirtekt á framförunum, sem orðið hefðu, einnig á þessu sviði, en nú er Reykjavík ekki sízt fræg fyrir sínar mörgu fögru, ungu konur. Öðru vísi var þessu háttað um Seyðisfjörð á að gizka 20 árum síðar, þegar ég var ungur mað- ur. Þá var þar hlutfallslega eins margt af tiltakanlega fallegum ungum konum, eins og nú í Reykjavík. Og mundi ég ekki einn til vitnis, ef í móti væri mælt. Enda var Seyðisfjörður þá éitt hið mesta framfara byggðarlag. Af þessum umræddu ungu seyðfirzku konum, hefir ein orð- ið mér hugstæðari eftir því sem ár liðu. Hún fluttist í aðra heimsálfú eftir að tók fyrir hóp- ferðir burt af landinu. Hún hafði notið þess trausts, að vera kjör- in í bæjarstjórn fyrst allra kvehna á landinu, og vísast yngri en nokkur kona, sem til þessa vanda hefir valizt hér á landi. Hún giftist mikilhæfum manni, Jóni Stefánssyni, sem hlotið hafði áður viðurnefnið Filippseyjakappi, fyrir þátttöku í styrjöld á samnefndum eyjum, í liði Bandaríkjamanna. Og til Bandaríkjanna fluttust þau. Nokkru eftir heimkomu Jóns, fór æðimargt ungt fólk af Seyð- isfirði skemmtiför í Hallorms- staðaskóg. Fjlippseyjakappinn hafði eignazt kunnan fjörhest, sem Geysir nefndist, og útlægur hafði orðið í Reykjavík, sakir fjörofsa. Þegar komið var upp á Fjarðarheiðarbrún á heimleið, bar svo við, að söðull Solveigar var lagður á þennan hest. Ekki vissi samferðafólkið um sam- drátt milli Solveigar og Jóns. En hið djarfa tiltæki mun hafa komið nokkru róti á ímyndun- araflið. Hvernig Solveig sat hinn tryllta fjörgamm, greiptist þá einnig eins og glæsimynd í hug- ann. Efalaust er það nokkur þrek- raun að flytjast fulltíða til framandi þjóðar. Þykir manni því gott til að vita, að þessari glæsilegu konú hefir farnazt vel, og m. a. komið þar mörgum börnum til manns, þótt hún yrði fyrir þvi mótlæti að missa mann sinn, áður en því verki lauk. Og nú, þegar fregn berst um, að Solveig frá Múla sé orðin sex- tug, þá berast henni hlýjar ósk- ir, eins konar endurvarp frá æskuárunum, ekki aðeins frá frændum og vinum, heldur einn- ig frá þeim, sem virtu hana fyr- ir sér álengdar, og kynntust henni að afspurn. Þegar Þórhallur biskup hafði séð leikrit Jóhanns Sigurjóns- sonar, Bóndann á Hrauni, taldi hann að lífið væri að sjá fyrir sjáifu sér, þegar það léki svo hart, að skotmaður hyrfi á braut með einkadótturina. Kynni því ekki að vera eins farið, þegar framandi lönd seiða til. sín mæta einstaklinga jafnvel hinna minnstu þjóða? — Ef til vill eru örlögin ekki jafn blind og ætlað er. G. M. Sextugur: Hrólhir Krístbjörnss. á Hallbjarnarstöðum Þann 8. marz s. 1. varð Hrólf- ur Kristbjörnsson bóndi á Hall- bjarnarstöðum i Skriðdal sex- tugur. Hann er fæddur í Gaul- verjabæjarhreppi í Árnessýslu, en þar bjuggu foreldrar hans, Kristbjörn Guðvarðsson, er var Norðlendingur að ætt, og Mál- fríður Sveinsdóttir, sem var ætt- uð úr V.-Skaftafellssýslu. Hrólfur kvæntist 5. maí 1912, Guðríði Árnadóttur, ættaðri af Héraði. Átti hún fimmtugsaf- mæli í marz s. 1. Guðríður er hin ipesta þrekkona og myndar- leg húsfreyja í hvívetna. Þau hafa eignazt átta börn, fjóra syni og fjórar dætur, sem öll eru uppkomin og hin mannvænleg- ustu. Eru synirnir allir orðnir bændur í Skriðdalnum og þrír þeirra eru búfræðingar- að menntun. Hrólfur hefir búið í 33 ár, lengst af á Hallbjarnarstöðum, og við þann stað er nafn hans jafnan tengt. Hann hefir stór- bætt jörðina og sléttað allt túnið og aukið það. Hefir töðufallið fjórfaldazt á Hallbjarnarstöð- um frá því hann kom þangað. Byggt hefir hann vandað íbúð- arhús, gripahús og heyhlöður. Mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína hefir Hrólfur gegnt: Átt sæti í hreppsnefnd, skóla- nefnd, sóknarnefnd o. fl. Hann hefir jafnan og þau hjón bæði verið ötulir stuðningsmenn Framsóknarflokksins og sam- vinnustefnunnar. Þau hafa jafnan átt miklum vinsældum að fagna í sveit sinni og það að verðleikum, enda voru þau sótt heim af mörgum við þessi merku tímamót í ævi þeirra. Hjónin á Hallbjarnarstöðum líta nú yfir farsæla og gifturíka ævi. Að vísu hafa erfiðu dag- arnir verið margir, en þeir hverfa í endurminningunum fyrir þeim árangri, sem lífsbar- áttan hefir gefið — barátta, sem var háð af trúmennsku og mik- illi kostgæfni. Því láta þau þjóðfélaginu eftir dagsverk, sem aldrei verður með tölum talið, en verður dýrmætasta eignin: Góðir þegnar og betra land. Og þrátt fyrir það, sem að baki er, vona sveitungar þeirra og aðrir vinir, að enn sé langur starfs- dagur eftir. Vinur. Vélbátur sekkur Síðastl. mánudagskvöld, þegar vél- báturinn „Árni Árnason" var að fara í róður suður undir Krísuvíkurbjarg, rakst hann á sker og kom við það gat á bátinn og sökk hann nærri strax. Annar vélbátur var þarna nærstaddur og bjargaði hann allri bátshöfninni. „Árni" var rúml. 40 smálestir að stærð, og hefir oft verið fengsæll á góðan afla. Hann hefir jafnan átt heima í Garðinum og þaðan var öll áhöfn hans, fimm menn að tölu. f&Jósenclur! Munið að greiða atkvæði í lýðveldiskosningunum. Gætið að því að draga ekki of lengi að kjósa, ef senda þarf atkvæði ykkar langa vegu, því ferðir eru strjálar á ýmsa staði landsins. Hvaða íslendingur er það, sem ekki vill gera skyldu sína til þess að landið hans verði frjálst og fullvalda? Dragið ekki lengi þaff, sem þið getið gert í dag! Minaið að greiða atkvæði nógu snemma við lýðveldiskosning- arnar, svo að atkvæðin komist á ákvörðunarstað í tæka tíð! Látið ekki tómlætið og gleymskuna aftra ykkur frá að greiða atkvæði í lýðveldiskosningunum! Aðsendar greinar berast mjög margar til Tím- ans. En vegna þess hve rúm blaðsins er takmarkað, en marg- ar greinarnar langar, þá eru það vinsamleg tilmæli til þeirra, sem senda Tímanum greinar, að hafa þær eins stuttar og gagnorðar eins og menn sjá sér fært. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Ef rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í sima 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn tU að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. Auglýsið í Tímanum! Knúts saga Rasmussens FRAMHALD Hann bað móður sina að gefa sér þessi bein, og var það auð- sótt mál. Fáum dögum síðar seldi hann beinin í Kaupmannahöfn iyrir 100 krónur. Bjó hann síðan ferð sína til Þýzkalands, og var hinn ánægðasti með þessi býti. Honum hafði reiknazt svo til, að 70 krónur væri nægur farareyrir. En þegar hann var kominn til Berlínar, barst honum peningasending frá Kaupmannahöfn. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Sá, sem keypti hval- beinin, hafði þá bætt 70 krónum við umsamið kaupverð. Beinin höfðu reynzt verðmætari en þeir bjuggust við, vegna þess hve ?jaldgæf þau voru. Knútur átti •dýrðlega daga í Berlín og eignaðist fjölda vina. Þegar heim kom úr þessari Þýzkalandsför, hafði hann fastráðið að gerast rithöfundur. En bak við þá ákvörðun sem allt annað, i-em byltist í huga hans þessi ár, lá auðvitaö Grænland, sem hann þráði alltaf í leyndum. Hann ætlaði að ferðast víða um lönd og skrifa um það, sem fyrir augun bar, og þá átti Grænland vísan sinn bróðurpart. Móðurfrændur hans, þeir hinir danskættuðu, höfðu mann fram af manni mótazt í svaðilförum á norðurslóðum. Langa-langafi hans, Jóhanns Seckmann Fleischer, hafði verið sjóliðsforingi á Grænlandsförum á dögum Hans Egede og tók þátt í nafntoguð- um leiðangri langt norður með ströndum. Á þeim tímum voru Grænlandsferðir hinar mestu svaðilfarir, er ekki þóttu við ann- arra hæfi en vöskustu manna. Afi hans hafði verið Kort Adeler, kunnur flotaforingi, en hinn raunverulegi forfaðir ættar- innar, sem Knútur og móðurbræður hans sögðu sögur af, þegar sllra bezt lá á þeim, var þýzkur riddari, sem hlaut aðalstign fyrir#að smygla þýðingarmiklu bréfi, er falið var í geitarlæri, úr bækistöðvum óvinahers. Af því afreksverki hlaut hann nafn sitt. - Árið 1900 efndi danska stúdentafélagið til íslandsferðar, sem mjög varð umtöluð. Tilgangur þessarar ferðar átti að vera sá, að tengja bönd vináttu og gagnkvæms skilnings á morgni hinnar nýju aldar. Mylíus-Erichsen var valinn fararstjóri, og Knútur var ejnn í hópi ferðalanganna, sem fréttaritari „Kristilegs dag- blaðs" í Kaupmannahöfn. Faðir hans kom þvi svo fyrir, að hon- um var gefinn kostur á þessu, því að Knút fýsti mjög að fara til íslands, en hafði ekki ráð á að kosta förina sjálfur. Rifjaði Knút- ur oft upp ýmislegt, er við bar í þessari íslandsferð, og meðal ann- ars þreyttist hann aldrei á því að lýsa hestamennsku sinni. Ann- ars lá við, að hann yrði til hálfgerðrar óþurftar i þessari ferð, því að hann lýsti dásemdum Grænlands svo fagurlega, að það varð almenn krafa stúdentanna, að ferðinni yrði haldið áfram þang- að, úr því að þeir voru komnir langleiðina hvort eð var. En það þurfti sérstakt stjórnarleyfi til Grænlandsferðar og ferðapening- arnir voru allt of naumir til þess, að hægt væri að leggja þá lykkju á leiðina, og seinast varð Mylius-Erichsen að biðja Knút að hætta gyllingum sínum. Veturinn1 eftir voru íþróttamót mikil haldin í Stokkhólmi. Þangað söfnuðust íþróttamenn, blaðamenn og áhorfendur frá öllum löndum Norðurálfu. Knútur Rasmussen var þar sem frétta- rítari „Illustreret Tidende" í Kaupmannahöfn. Ekki lagði blað- ið honum þó til neinn farareyri, en far til Stokkhólms fékk hann ókeypis sem blaðamanni bar. Ofurlítið af peningum hafði hann þó handa á milli, en þá notaði hann mest til að kaupa myndir frá íþróttastefnunni handa blaði sínu. Hann skrifaði einnig af kappi og sendi hverja greinina af annarri heim. Það leið ekki-á löngu, unz Knútur var kominn í þrot með pen- inga, og hann hafði þó lifað eins sparlega og frekast var unnt. Hann skrifaði þá blaði sínu og bað þess, að sér yrðu sendir pen- ¦ngar. Hann beið svars með mikilli eftirvæntingu, og þegar bréf- ið frá blaðinu kom loksins, hafði hann soltið í heilan sólarhring. Hann reif það upp í flýti. í því voru fjörutíu krónur. Hann hafði begar keypt myndir fyrir nokkur-hundruð króna og þar við bætt- ust önnur útgjöld, er Stokkhólmsdvölin hafði haft í för með sér, — og svo voru honum sendar fjörutíu krónur. í neyð hans voru fjörutíu krónur eins og dropi í sjóinn. Þær voru einskis virði. Hann lét þær því aftur í umslagið og skrifaði utan á það stórum bókstöfum: „AF SVONA FÁTÆKU BLAÐI GET ÉG EKKI OG VIL EKKI ÞIGGJA RITLAUN". Þar með var hann skilinn að skiptum við „Illustreret Tidende". En nú var Knútur illa setur. Þetta sama kvöld var efnt til veizlu mikillar í Stokkhólmi, og var til hennar boðið blaðamönnum, en þó aðeins þeim, sem mest- ur slægur þótti í. Knútur var ekki i þeim hópi. En hann var orð- inn dauðsvangur og gerði statt við sjálfan sig, að Stokkhólms- borg skyldi samt seðja hungur sitt þetta kvöld, hvað sem tautaði. Hann kom til veizlunnar í flokki annarra blaðamanna, en þegar hann kom inn í anddyrið stöðvuðu umsjónarmenn hann og báðu hann að sýna sér boðskortið. En Knútur Rasmussen lét sér ekki bregða. Slíku hafði hann búizt við. - „Ég er útlendur blaðamaður", «agði hann og hnyklaði brún- irnar. Umsjónarmenn sögðu, að allir veizlugestir væru sam- kvæmisbúnir. Út af þessu spunnust langar samræður. Knútur spurði umsjónarmennina, hvort Svíar vildu yfirleitt ekki sýna þeim blaðamöhnum, sem ætluðu að ferðast um landið að i- þróttamótunum loknum og hefðu þess vegna eins lítið af farangri meðferðis og frekast væri unnt, sömu kurteisi og hinum, sem ætluðu beina leið heim og hefðu stærri ferðatöskur. Slik skil- greining myndi koma fólki annarlega fyrir sjónir í öðrum lönd- um. Auðvitað þyrptust þarna að ýmsir sænskir ráðamenn, sem af venjulegri kurteisi sinni flýttu sér að biðja afsökunar á styrfni dyravarðanna. Um boðskort v,ar ekki meira talað. Allir lögðu sig fram um að gera þessum manni, sem sætt hafði óviðurkyæmi- legri móðgun, hvað eina til hæfis. Knútur var leiddur til sætis meðal helztu fyrirmanna sam- kvæmisins. Annar sessunautur hans var forstjóri sænsku ríkis- járnbrautanna. Hann hreifst þegar af mælsku og gáfum Knúts, og þegar hann'tjáði honum, að hann yrði sökum fjárskorts að hætta við fyrirhugaða ferð ti.l Lapplands, bauð forstjórinn hon- um undir eins ókeypis far með járnbrautum ríkisins. í veizlu þessari voru margar skálaræður haldnar eins og að líkum lætur. En þær voru allar hver annarri líkar, hátíðlegar og háfleygar. Knúti leiddust þessar ræður, og hann yeitti því at- hygli, að mörgum öðrum leiddust þær líka. Og hann var ekki á því að láta úthýsa gleðinni úr þessari veizlu, sem hann hafði ver- íð svo heppinn að komast í. En mælendaskráin var samin löngu íyrirfram, svo að hann gat ekki komizt að með fáein upplífgandi orð. Það var ekki nema um eitt að velja: hann varð sjálfur að taka sér vald til þess að tala. Og svo reis hann úr sæti sínu, Sumband ísl. sumvinnufélafja. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að liöndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. f Tónlistarféluttið on Leikfélag Reyhjavíhur Pétnr €rautnr66 99- Leikstjóri: frú GERD GRIEG. Sýriiu'j* aunað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 1 dag. TÓNLISTARFÉLAGIÐ. 991 álögiim66 Óperetta í 4 þáttum. Sýning þriðjudagskvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á mánudag kl. 4—7. FATAGERÐIIV er flutt af Leifsgötu 13 í Miðtíiu 14 Sími 3246. I éskilum ¦ eru hjá rannsóknarlögreglunni reiðhjól og ýmsir aðrir munir. Það, sem ekki gengur út, verður selt á opinberu upp- boði bráðlega. Upplýsingar daglega kl. 3—7 e. h. Kanpnm tnskur allar tegundir, hœsta verði. Húsgagnavinnustoian Baldursg. 30 Sími 2292. # og svo vimfram allt aS senda mér 1 stykki SAVON DE PARIS, hún er svo Ijómandi góð. — Ja, með ánægju, kæra frö- ken, enda seljum við lángmest af þeirri handsápu. yngsti og fátækasti maðurinn í hinum þéttskipaða veizlusal, klæddur ferðafötum mitt í hópi prúðbúinna stórmenna. Þeir, sem samkvæminu stýrðu, ókyrrðust í sætum sínum, en þó hlýddu allir fúslega á mál hins útlenda uppivöðslumanns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.