Tíminn - 06.05.1944, Side 4

Tíminn - 06.05.1944, Side 4
184 TÍMIM, langardagiim G. maí 1944 47. blað tin BÆIVUM Minningarsjóður Aðalsteins Sigmundssonar kennara. Þessar gjafir hafa borizt sjóðnum síðustu mánuðina: Björgvin Kristó- fersson, Reykjavík, kr. 50. Helgi Krist- ófersson, Reykjavík, kr. 50,00, Krist- inn A. Sæmundsson, Rvík, kr. 50,00, Pétur frá Grafarholti kr. 50,00, Ung- mennasamband Skagafjarðar, kr. 200,00 og frá þessum Ungmennafélögum: Drengur í Kjós, kr.' 400,00 Einingin, Báröardal, kr. 50,00, Geisli, Aðaldal, kr. 200,00, Hrunamanna, Hrunamanna- hreppi, kr. 355,00, Huginn, Fellum, N,- Múl.. kr. 100,00, Hvöt, Grímsnesi, kr. 300,00, Ingólfur, Holtum, kr. 90,00, Isa- fold, Snæfjallaströnd, kr. 155,00, Kjart- an Ólafsson, Mýrdal, kr. 200,00, Morg- unn, Arnarfirði, kr. 100,00, Reynir, Ár- skógsströnd, kr. 100,00, Reynir, Mýrdal, kr. 80,00, Trausti, Breiðuvík, kr. 100,00, Tjörnesinga, Tjörnesi, kr. 70,00, Von, Klofningshreppi, kr. 90,00, Von, Rauða- sandshreppi, kr. 60,00, Vestri, Kollsvik, Rauöasandshreppi, kr. 160,00, Þorsteinn Svörfuður, Svarfaðardal, kr. 100,00. Stjórn Ungmennafélags íslands og af- greiðsla Tímans í Reykjavík taka fram- vegis á móti gjöfum í minningarsjóð- inn. t Hljómleikar. „Hljómsveit félags ísl. hljóðfæraleik- ara“ efnir til hljómleika í Tjarnarbíó n. k. sunnudag kl. 1,15 e. h. Er þetta nýstofnað félag meðal hljóðfæraleik- ara, er efnir til þessara hljómleika. Formaður þess er hinn góðkunni hlóm- listarmaður, Hallgrímur Helgason, en meðstjórnendur Eiríkur Magnússon, Fritz Weisshappel, Viggó Jónsson og Þórir Jónsson. Hljóðfæraleikararnir eru þrjátíu og sex og þar á mðal ýmsir þekktustu hljómlistarmenn landsins. Rauði krossinn. Aðalfundur Rauða kross íslands var haldinn um s. 1. helgi. Þar var lögð fram skýrsla yfir störf síðasta 'árs, er vitnaði um ýmis kbnar starfsemi fél- agsins. Félagið hafði átt mikinn þátt í sumardvöl fjölda Reykjavíkurbarna i sveitum, starfrækt sjúkraskýli í Sand- gerði yfir vetrarvertíðina, annast sjúkraflutninga í stórum stíl, komið á þrfcm námsskeiðum i „Hjálp í viðlög- um“ o. s. frv. Úr stjórn áttu að ganga Guðmundur Karl Pétursson, Gunn- laugur Classen, Hallgrímur Benedikts- son og Sigurður Thorlacius. En þeir voru allir endurkosnir. Ölvun. ,Talsvert mikil ölvun mun hafa verið í bænum 1. maí í tilefni af hátíðahöld- unum þann dag. Segir „Þjóðviljinn" frá að m. a. hafi hestur verið teymdur upp tvo stiga í húsi einu við Laugaveg- inn af ölvuðum manni, sem hafi ætlað að „kynna hestinum kristilegt mann- líf!“ í gamla daga var mesti ölvunar- dagur ársins 11. maí, lokadagurinn. Þá var nú ekki óalgengt, að „menn kæmu heim frá kirkju sinni með blátt auga og brotið nef.“ Árni frá Múla. Árni frá Múla hefir nú sagt sig úr bæjarstjórn Reykjavíkur. Var hann kosinn í bæjarstjórnina af Sjálfstæðis- mönnum, en varð svo óánægður með framferði þeirra, að hann sagði sig úr flokk þeirra og nú alveg úr bæjar- stjórninni. Þjóðleikhúsið. Vinna er nú hafin við Þjóðleikhúsið og mun í ráði að ljúka við það. Er ráðgert, að við það vinni um 20 menn og stjórnar Kornelíus Sigmundsson verkinu. Talsvert er húsið skemmt eftir notkun þess í þágu hersins, en þó ekki meira en búist var við. Skíðaferðir. Tíminn átti örstutt viðtal við Krist- ján Skagfjörð nú í vikunni. Kvað hann þá vera hið allra bezta skíðafæri uppi á Hellisheiði, einkum í Innsta,-Dal, Hengli og Bláf jöllum. Væri snjór mjúk- ur og góður og rynnu skíðin sérstak- lega vel í honum. Fáir hefðu þó verið á skíðum um s. 1. helgi. En Kristján kvað skíðaferðir ráðgerðar um næstu helgi og bjóst þá við meiri þátttöku því að sjaldan væri eins skemmtilegt á skíðum eins og á vorin, þegar færi væri gott. Flokkaglíma. Flokkaglíma Ármanns s. 1. sunnudag lauk svo, að Guðm. Ágústsson (Á) varð hlutskarpastur í 1. fl„ Guðm. Guð- mundsson (Trausta) í 2. fl„ en Sig- urður Hallbjörnsson (Á) í 3. fl. Að glímunni var gerður góður rómur. Viðskiptaskráin. Viðskiptaskrá íslands 1944 er ný- komin út. Er hún þykk og mikil bók að þessu sinni, eða nær 1000 blaðsiður að stærð. Engínn hörgull . . . (Framh. aj 1. síöu) því, að bæði fánar og fána- stengur komi hingað innan skamms og munu Samband íslenzkra samvinnufélaga, Har- aldur Árnason og veiðarfæra- verzlanirnar hafa fánana til sölu, Flosi Sigurðsson fána- stengurnar. Ilafvciía Austurlancls / (Framh. af 1. síðu) Reiknað með núverandi verðlagi kostar árskílówattið 458 krón- ur, en kílówattstundin 9.2—11.5 aura. Sé reiknað meö helmingi lægra efniskostnaði en einum fjórða minni vinnukostnaði, er áætlað að árskílówattið muni kosta 280 krónur, en kílówatt- stundin 5.5—7 aura. Háspennu- línan liggur frá virkjuninni við Egilsstaði út Fljótsdal yfir Lag- arfljót (Jökulsá) á móts við Skriðuklaustur, út með Legin- um austanverðum út undir Mjóanes. Þar greinist línan. Önnur greinin liggur suður Skriðdal, Þórudal og Þórdals- heiði til Reyðarfjarðar, grein- ist hún þar í suöurálmu, sem liggur um Stuðlaheiði til Búða í Fáskrúðsfirði, en norðurálman liggur út með Reyðarfirði norð- anverðum fyrir Eskifjarðarbotn til Eskifjarðar og þaðan um Oddsskarð til Neskaupstaðar í Norðfiröi. Frá Búðum í Fá- skrúðsfirði liggur línan út með Fáskrúðsfirði að sunnan, um Hafnarnes til Stöðvarfjarðar. Frá Stöðvarfirði meðfram ströndinni til Breiðdalsvíkur. Þaðan út með Breiðdalsvík að sunnánverðu, inn með Berufirði að norðan, yfir Berufjörö í sæ- streng(neðan við Fagrahvamm) að Teigatanga og loftlína þaðan til Djúpavogs. Frá Mjóanesi liggur önnur aðalgreinin norður með Lagarfljóti að Egilsstöðum á Völlum. Þaðan liggur álma yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarð- ar, en önnur lína liggur frá Eg- ilsstöðum beina leið út að Eið- um. Frá Eiðum liggur lína út að Hreinsstöðum. Hliðarlína þaðan um Sandadal og Sandaskarð til Borgarfjarðar og Bakkagerðis. Frá Hreinsstöðum liggur lína út að Lagarfljóti, þvert yfir Hró- arstungu, yfir Jökulsá innan við Sleðbrjót út Jökulsárhlíð, yfir Hellisheiði, vestur með Vopna- firði a.ð sunnan til Vopnafjarð- arkauptúns. Frá Vopnafirði liggur línan um Sandvíkurheiði til Bakkafjarðar. Þaðan innan við botna Miðfjarðar og Finna- fjarðar um Brekknaheiði til Þórshafnar. Það skal tekið fram, að hér er aðeins um lauslega ágizkun að ræða hvað snertir kostnað- inn við sjálfa virkjunina (Gils- árvötn) og virkjunin sjálf að- eins verið lauslega athuguð, þótt margt bendi til, að þarna sé um mjög hagstæða virkjun að ræða. Ef virkja þarf Lagarfoss, verður raforka frá þeirri virkjun all- miklu dýrari. Sama er að segja um Fjarðará í Seyðisfirði og þar er auk þess takmarkað afl. Sé miðað við stærstu virkjun, sem að framan getur (12400 hestöfl), er áætlað að árskílówattið kosti, ef virkjað er í Lagarfljóti, mið- að við núverandi verðlag 559 krónur, en kílówattstundin 11.2 —14 aura, en sé reiknað meö lægra stofnkostnaðinum, verður árskílówattið 339 krónur, en kílówattstundin með sömu not- kun á ári, 6.8—8.5 aurar. Árleg- ur reksturskostnaður er reikn- aður 9% þar sem um er að ræða 1000 wött á mann, en 9(4% ef um 500 wött á mann er að ræða. I álögum. (Framh. af 2. síðu) Sveinsdóttir leikur. Leysa þau hvort í sínu lagi hlutverkin vel af hendi, en samleikur þeirra er afburðagóður, og munu eigi önnur einstök atriði leiksins betur af hendi leyst, þótt oft sé prýðilega á haldið. Var það ósvikin ánægja að horfa á sam- leik þeirra, og munu leikhús- gestir lengi minnast hans. Loks má geta lítils hlutverks kaupmanns í álfahöllinni, er Klemens Jónsson fer með og léysir prýðisvel af hendi. Hljómsveitar- ogvsöngstjóri er dr. Victor Urbantschitsch, sem lengi hefir verið hinn mikils- verðásti maður í íslenzku hljóm- listarlífi. Leiktjöld málaði Lárus Ing- óifsson, en ljósameistari er Hallgrímur Bachmann, er sem svo oft áður á skilið hrós fyrir sitt starf. Heill sé svo þeim, er sýndu fyrstu íslenzku óperettuna, settu hana á svið og leika, og veiti hún byggingarsjóði Tónlistar- hallarinnar'sem drýgstar tekjur. Smá*„laiíður“. Hrossaræktarráðunauturinn er öðru hvoru að senda mér smá- „lagða“, kalla mig trénaðan njóla, flokksofstækismann, líkja mér við J. Pá. (og sé ég þó að mun lakari) og ýmislegt svona smágaman. Síðast telur hann upp nokkra mæta menn og býr til að ég kalli þá landráðamenn. Tilefni þess síðasta er líklega, að ég veik spurningu til G. B,, sem hann hefir víst'tekið sem sneið til sín. Og eins og aðrir „Birn- ir“ hleypur hann strax að baki sér meiri mönunm. Væri óskandi að þessi ungi maður vendi sig á minni rang- færslur og reyndi að segja satt. Nenni ég svo ekki að vera að eyða rúmi Tímans til að fást við þennan hestskónagla meira. Bezt að hann blundi með ,sam- herja“ sínum J. Pá., sem hann auðsjáanlega langar til að hjálpa. — Hvíl í friði! V. G. Erlent yfirlit. (Framh. af 1. síðu) að hinum unga saksóknara yrði veitt athygli, enda kom svo að lokum, að hann varð brátt einn allra þekktasti maður Banda- ríkjanna. Þegar til þess kom, að repu- blikarnir veldu sér frambjóð- anda í ríkisstjórakosningunum í New York ríki 1938 beittust margir fyrir því, að hann yrði valinn. En þá kom í ljós, að starfsemi hans hafði ekki ein- göngu unnið honum vinsældir, heldur aflað honum andúðar ýmsra áhrifamikilla iðjuhölda og fjármálamanna, sem ekki var of vel við lögirx Þeir felldu hann frá kjöri og sama sagan gerðist aftur 1940, þegar hann var tal- inn vinsælasta forsetaefni repu- blikana, en Willkie, sem var al- veg óreyndur stjórnmálamaður, var valinn í hans stað. En 1942 tókst ekki að stöðva hann leng- ur. Hann var þá valinn fram- bjóðandi republikana i ríkis- stjóra kosningunum í New York ríki og vann glæsilegan sigur, þótt New York ríki hefði verið talið hið sterka vígi Roosevelts forseta. Síðan hefir sú hreyfing vaxið jafnt og þétt, að hann yrði forsetaefni republikana í kosn- ingum í haust og er nú talið svo komið, að hann muni viss um þá útnefningu á kjörþingi re- publikana, sem haldið verður í júní, þar sem Willkie hefir nú dregið sig til baka vegna þess, hve lítið fylgi hann hefir meðal kjörþingmanna republikana. Thomas E. Dewey, en hann er maður sá, sem hér hefir verið sagt frá, er fullkomin andstæða Willkies keppinauts síns í fram- göngu. Willkie er fjörugur, al- þýðlegur og opinskár. Dewey er kaldur og kurteis og heldur sér jafnan innan ramma ströngustu umgengisvenja. Þaö er eins og hver hreifing hans og hvert orð hans sé vandlega hugsað fyrir- fram. Hann talar ekki af sér og tranar sér ekki fram. Hann hef- ir enn ekki sagt neitt um það, hvort hann gæfi kost á sér sem forsetaefni. Hann talar gætilega um stefnumál. Hann hefir þó nýlega lýst sig fylgjandi náinni samvinnu Breta og Bandaríkja- manna og sagt að sér fyndist stefna Cordell Hull í utanríkis- málum vera rétt. í innanlands- málum þykir hann íhaldssamur. Margt manna trúir því, að Dewey sé hinn rétti maður í forsetasæti Bandaríkjanna. Hann muni „hreinsa til“, því að margt hafi miður farið í 12 ára stjórnartíð Roosevelts, þótt margt hafi hann vel gert. í Bandaríkjunum og Bretlandi er sterk tilfinning fyrir því, að gott sé að skipta um stjórnir með hæfilegu millibili vegna þess að slík „hreinsun“ sé nauðsynleg. Ýmsir telja þó, að Dewey muni eigi reynast Roosevelt eins hættulegur í kosningunum og Willkie, þótt hann hafi meira fylgi meðal flokksbundinna re- publikana, þar sem Willkie hefði unnið fyigi ýmsra frjálslyndra manna, sem Dewey fær ekki. Þótt söngnámið yki ekki frama Deweys, telur hann það hafa orðið sér heillaríkt. Þar kynnt- ist hann konu sinni, er vann um skeið sem söngkona. Hjónaband þeirra hefir verið gott. Þau eiga tvo syni. \ —»—TJARNARBÍÓ o. Vér munum koma aitur (We will come back) Rússnesk mynd úr ófriðnum. Aðalhlutverk: MARINA LADYNINA. I. VANIN. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. -GAMLA BÍÓ« ÆSiiitýri í herskóla (The Major and the Minor) Amerísk gamanmynd. GINGER ROGERS, RAY MILLAND. Sýnd kl. 7 og 9. TVÆR VIKUR ÓLIFAÐAR (Two Weeks To Live) LUM og ABNER. Sýnd kl. 5. ► nýja r:ó. Arabískar næfur (Arabian Nights) JÓN HALL MARIA MONTES LEIF ERIKSON SABU. Sýnd kl. 5, 7 og 9, Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Barnasýning kl. 3: KÁTÍR VORU KARLAR með BUD ABBOTT og LOU COSTELLO. „Staldrið við44 (Framh. af 2. síðu) haustiö 1941, þegar auðvelt hefð; verið að koma festingunni á. Það er kunnugt hvernig gerðar- dómsmálinu lyktaði. En víst er það, að hver hugsandi maður harmar það nú og mun þó eiga eftir að harma það enn meira, að festingarstefna Framsóknar- manna skyldi ekki sigra í tæka um þessa stefnu, hvar sem þið Enn berst Framsóknarflokk- urinn fyrir ákveðinni, hageýnni og réttlátri stefnu í þessum málum. Flokksþingið mótaði hana ákveðið og samhljóða. Það er hófleg niðurfærsla verðlags og kaupgjalds og hliðstæður skattur á eignaauka stórgróða- manna á stríðsárunum, svo að niðurfærslan geri ekki þá ríku ríkari á kostnað bænda og verkafólks. Þetta er sú eina stefna, sem er réttlát og vitur- leg og líkleg til að ná settu marki: Bjarga atvinnuvegunum og tryggja notkun stríðsgróðans tll endurnýjunar og aukning- ar atvinnutækjunum. Við alla þá, sem vilja viðreisn en ekki hrun í þessum efnum, er nú fyllsta ástæða til að segja: Staldrið við! Látið ekki æsinga- skvaldur kommúnista eða al- vörulaust dýrtíðarhjal hinna úr- ræðalausu forkólfa Sjálfstæðis- flokksins villa ykkur sýn! Hugs- ið málin! Kynnið ykkur við- reisnarstefnu Framsóknar- flokksins í dýrtíðar- og atvinnu- málum, eins og flokksþingið gekk frá henni! Takið höndum saman við Framsóknarflokkinn um þessa stefnu, hvar sem þið hafið verið áður í flokki eða standið í stétt, og hjálpið til að láta hana sigra. Þá mun dýr- tíðarélið líða hjá og heiðríkir tímar velmegunar og framfara hefjast á íslandi. Þ. Þ. z 3 „S Ú Ð I N“ Tekið á móti flutningi til Sands, Ólafsvíkur og Flateyjar, árdegis á mánudag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á mánudag. „Æ G I R“ fer til ísafjarðar kl. 8 í fyrra- málið (sunnudag). Vegna þrengsla á „Súðinni“ er ætlazt til, að fólk, sem pant- að hefir far með henni og „Esju“, noti nefnda ferð „Ægis“ og tilkynni skrifstofu vorri það fyrir kl. 3 í dag. Skipið kemur við á Þingeyri á suðurleið. Mikíl eitírspum eftir ríkisskuldabréium Tilbúinft áburður Mestur hluti áburðarins er kominn til landsins og er verð á honum ákveðið þannig: Breimist.súrÉ Ammoníak ÍOO lbs. (tt) kr. 32,00 Ammophos 16:20..... ÍOO — — — 37,00 Ammophos 11:48 .... 112 — 52,00 Tröllamjöl......... 112 - - - 40,00 Verð þetta er miðað við áburðinn kominn á hafnir kringum land, þar sem skip Eimskipafélags íslands og Skipaútgerðar rík- isins hafa viðkomu. Uppskipun og vörugjald í Reykjavík er kr. 1,50 fyrir 100 Ibs. Kalí hefir reynzt ófáanlegt til notkunar í vor. Aðflutningur á Brennisteinssúru Ammoniaki er takmarkað- ur, og verða þuí allar pantanir á því afgreiddar með nærri 30% frádrætti, hins vegar mun pöntunum á Ammophos og Trölla- mjöli, sem komið hafa fyrir ákveðinn tíma, verða fullnægt. Áburðarsala ríkisins Góð.jörð til sölu Vel hýst jörð nálægt Reykjavík (1 klst. akstur frá Reykjavík) er til sölu, ásamt öllum búpeningi og nýtízku landbúnaðarvélum. Jörðinni fylgja mikil véltæk slægjulönd og laxveiði. Skifti á húseign í Hafnarfirði eða Reykjavík geta komið til greina. VAGA E. JÓNSSOIV, HDL. Símar: 4400 og 5147. Hism mar« eftirspuröi Blómaáburður llyponex, komiiin afíur. Blómabúdín Gardur GarðastræÉi 2. — Sími 1809. Aðalfundur Sölusamband ísleu/.kra fiskframleiðeiula Ríkissjóði bauðst sjö sinnum verður lialdinii í Reykjavík föstiidaginu 19. meira fé að lána við áskriftir •'jj___ fyrir ríkisskuldabréfalánum, en m. Dag’skrá samkvæillt félagslögum. beðið hafði verið um. Landsbankinn auglýsti útboð- ið fyrir ríkissjóð og tók hann og Búnaðarbankinn og Útvegs- bankinn við áskriftum í þrjá daga. Lánið er að upphæð fjórar milljónir króna — tekið til sjö ára — en menn skrifuðu sig fyr- ir alls tæplega 28 millj. króna. Vegna þess hve mikið fé bauðst, verður áskriftarupphæð hvers áskrifanda lækkuð hiður í einn sjöunda. Þeir, sem hafa Sölusamband íslenzkra iískframleíðenda NtAGDítiS SIGUttÐSSON, formaður. ekki boðið fram svo mikið fé, að sjöundi hlutinn nái einu þús- undi, koma ekki til greina við skiptingu lánsins. Afhending skuldabréfa fram næstu daga. fer

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.