Tíminn - 09.05.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.05.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUEÚSI, Llndargötu 9 A. Síirar 2353 og 437C AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKE:r~-10FA: EDDUEUSI, "Lindargötu 9A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 9. maí 1944 48. hlað Þjóðaratkvæðagreiðslan: Ávarp írá landsnefnd lýð- veldískosnínganna Landsnefnd kosninganna um niðurfall sambandslaga-samn- ingsins frá 1918 og samþykkt lýðveldisstjórnarskrár íslands, finnur sér skylt að beina til yðar, íslenzki kjósandi, þessari orð- sendingu: Á þessum dögum eru komin yfir þjóð vora hin merkilegustu og afdrifaríkustu tímamót, sem henni hafa nokkru sinni að hönd- um borið. Aldrei hefir þjóðinni verið jafnbrýn nauðsyn á, að sér- hver fullveðja maður, karl og kona, ungur sem gamall, leggist á eitt að gera skyldu sína, til þess að hún fái nú endurheimt að fullu frelsi sitt og fullræði að nýju, eftir margra alda þjökun er- lends valds, sem þjóðin hefir jafnan þráð að fá af sér hrundið. Alkunnugt er, hversu allur hagur þjóðarinnar hefir smám sam- an snúizt í áttina til hagsældar síðan á fyrri hluta 19. aldar, er forvígismenn vorir tóku að losa um helgreipar hins erlenda valds, og hversu loks hafðist fram viðurkenning í lok fyrri heimsstyrj- aldar um rétt vorn til fullveldis, svo að oss var í sjálfsvald sett að losna úr öllnm böndum eftir 25 ár, eða þegar úr árslokum 1943. Allir flokkar á Alþingi hafa síðan marglýst yfir, að þeir ætli að nota uppsagnarréttinn, og hefir síðasta Alþingi afgreitt það mál af sinni hálfu til þjóðarinnar. Nær því öll bæjarfélög, sýslufélög og fjölmörg félagasambönd víðsvegar um land, svo og smá og stór félög og stofnanir hvar'- vetna, hafa lýst einróma fylgi við málið. Atkvæðagreiðsla skal fram fara á öllum kjörstöðum á land- inu dagana 20.—23. þessa mánaðar, og er þegar hafin fyrir þá, sem fjarverandi kunna að verða kjörstöðum sínum þessa daga, veikir eða forfallaðir á annan hátt. Nú eru úrslit málsins lögð undir atkvæði alþjóðar. Nú eru úr- slitin um frelsi þjóðarinnar komin yður í hendur, íslenzki kjós- andi, hverjum yðar um sig og öllum saman. Aldrei hefir jafn mikilvægt og þjóðheilagt mál verið lagt undir yðar atkvæði eða nokkurs íslenzks kjósanda síðan land byggð- ist. Nú býðst yður það háleita tækifæri, sem aldrei hefir áður boðizt og mun aldrei bjóðast framar, að þér sjálfir fáið lagt yð- ar mikilvæga hlut í vogarskálina til þess að ná samstundis því takmarki, sem þjóðin hefir þráð um aldir, en saknað og farið á mis við, illu heilli, um nær því sjö alda skeið. Ef þessi óskastund þjóðarinnar væri vanrækt nú, þá er ólík- legt að hún komi nokkru sinni aftur. Höldum því saman rakleitt að settu marki. Allir eitt. íslenzki kjósandi! í samræmi við það, sem hér er á drepið, viljum við eindregið beina því til yðar, að þér látið einskis ófreistað til þess að neyta atkvæðisréttar yðar í tíma, og tryggja þar með og treysta, að þjóð- arþráin rætist nú á þessu vori undir hækkandi sól, með stofnun hins íslenzka lýðveldis. Hvetjið aðra kjósendur og veitið þeim atbeina til sömu dáða. Þá mun þjóð vor mega líta með fögrum vonum og vaxandi sjálfstrausti til ókomins tíma. Munið, að stofnun lýðveldis verður að fylgja niðurfellingu sam- bandslaganna. — Gætið þess, að kjósandi verður að sýna sam- þykki sitt með því að merkja kross á tveim stöðum á atkvæða- seðlinum, annan til jákvæðis niðurfellingu sambandslagasamn- ingsins, hinn til jákvæðis stofnun lýðveldisins. Er þá kross fyrir íraman hvort já. Landsnefnd lýðveldiskosninganna. Vestur-Islendingur skipaður dómarí í hæstarétti Manitoba Hinum þekkta vestur-íslenzka I Dakota, vann. sér mikið traust lögfræðingi, Hjálmari A. Berg- vestan hafs og var fyrsti ísl mann, hefir nýlega hlotnazt sú mikla sæmd að vera skipaður dómari í hæstarétti Manitoba- fylkis í Kanada. Hjálmar A. Bergmann er fæddur á Garðar í Norður- Dakota 1881. Hann laUk lög- fræðiprófi við háskólann í Grand Forks 1903. Þremur ár- um síðar lauk hann einnig lög- fræðiprófi við Manitobaháskóla, og hafði þannig öðlazt lögf ræði- réttindi bæði í Bandarikjunum og Kanada. Að náminu loknu hóf hann lögmannsstarf í Winnipeg og gat sér strax mik- ið frægðarorð. Hann varð fyrsti íslenzki lögfræðingurinn, er flutti mál fyrir hæstarétti Kan- ada. Álit Hjálmars má m. a. marka á því, að hann hefur í mörg ár verið formaður i lög- fræðingafélagi Manitobafylkis og um skeið átt sæti í háskóla- ráði Manitobaháskóla. Mun óhætt að segja, að Hjálmar sé með kunnustu íslendingum vestan hafs. Paðir Hjálmars var Eiríkur Hjálmarsson, ættaður úr Þing- eyjarsýslu. Hann var einn fyrsti íslenzki landneminn í Norður- Bískupínti komínn heím úr Vesturheímsíör sínní Fjölmargir Vestur-ísleiidíngar ætla ad heímsækja ættarlandið að stríðinu loknu Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, er nú kominn heim úr Vesturheimsför sinni. Sat hann, sem kunnugt er, afmælisþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturhéimi, í boði félagsins, og ferðaðist síðan víða um Kanada og Bandaríkin, allt til Kyrrahafsstrandar. Messaði hann mjög víða, flutti ræður og erindi í útvarp, á fundum <og í samkvæmum, átti tal við ýmsa hina ráðamcstu menn vestra og gerði jafnvel prestsverk meðal íslendinga, — skírði, fermdi og gifti. I gær áttu blaðamenn hér í Reykjavík tal við herra bisk- upinn. Skýrði hann þeim frá ýmsu, er við hafði borið á ferð- um hans. Eins og áður er kunn- ugt af blaða- og útvarpsfrétt- um, hlaut hann hinar ágætustu viðtökur vestan hafs. Mátti heita, að menn bæru hann á höndum sér, og margvíslegar sæmdir voru honum veittar. Á nær hverri járnbrautarstöð biðu íslendingar komu hans og fögn- uðu honum eins og nákomnum og langþráðum vini. Sagði biskupinn, að ekki hefðu dulizt þær heitu tilfinningar, sem Vestur-íslendingar bera í brjósti til heimaþjóðarinnar. Hvar- vetna kom i ljós sterk löngun til þess að halda sem nánustum tengslum við ísland. Áhuginn á þjóðræknisstarfinu er vaxandi, og kemur það meðal annars í ljós í því, að deildum Þjóðrækn- isfélagsins fer fjölgandi. Þá er það ekki síður aðdá- unarvert, hve margir Vestur- íslendingar tala hreina og fall- ega íslenzku, þrátt fyrir þá alla erfiðleika, sem við er að etja. Mjög margir sögðust ætla að heimsækja ísland, þegar stríð- inu linnti. Gerðu allir ráð fyrir ¦ að þá yrðu samgöngur mjög góðar austur yfir hafið: greiðar og öruggar flugferðir. Alis staðar þar sem biskupinn fór, varð hann var mikillar vin- semdar í garð islenzku þjóðar- innar. Bandaríkjahermennirn- ir, sem hér hafa dvalið, virðast yfirleitt hafa borið landi og þjóð hlýlega söguna, og íslenzkir námsmenn njóta mikils álits. Loks eru Vestur-íslendingarnir, eins og alkunnugt er, taldir í röð hinna ágætustu þegna, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Hvarvetna var til staðar næmur skilningur á sjálfstæðisþrá þjóðarinnar, og óblandin samúð með hinni fyrirhuguðu lýðveld- isstofnun. Þess varð biskupinn og var, að Bandaríkjaþjóðin muni, þrátt fyrir auð, vald og fjölmenni, ekki telja sig yfir það hafna að þiggja vináttu smá- þjóðanna, jafnvel hinna allra- minnstu þeirra. Eins og gefur að skilja kynnti herra biskupinn sér eftir föng- um kristni- og kirkjulíf vestra. Átti hann tal við mjög marga klerka og kirkjuhöfðingja, raun- ar flesta lútherska. Eitt það, er vakti hvað mest athygli hans á þessu sviði, var hið mikla og Herra oiskup Sigurgeir Sigurðsson. þrotlausa starf, sem leikmenn inna þar af höndum í þágu kirkju sinnar. Að endingu bað herra biskup- inn blöðin að flytja Þjóðrækn- isfélaginu, ríkisstjórninni og hernaðaryfirvöldunum þakkir fyrir margvíslega fyrirgreiðslu, og sömuleiðis þeim af hinum mörgu, sem tóku honum tveim höndum vestan hafs, er íslenzk blöð kunna að sjá. Vcgaviimiiverkf allið; Kommúnistar vílja útiloka bændur frá vegavínnu Hjálmar A. Bergmann. þingmaðurinn þar. Móðir Hjálmars, Ingibjörg Pétursdótt- ir Thorlacius, var ættuð úr Eyja- firði. Hjálmar hefir tekið góðan þátt í ýmsum félagsmálum ís- lendinga vestra og verið þjóð- ræknisstarfi þeirr-a haukur í horni. Hann talar og skrifar ís- lenzku. Eins og kunnugt er, ligg'ur það nú fyrir Pélagsdómi að úr- skurða, hvort vegavinnuverk- fall Alþýðusambandsins sé lög- legt. Telur ríkisstjórnin vafa á því, að Alþýðusambandið hafi mátt fyrirskipa verkfallið, án undangenginna samþykkta í verkalýðsfélögunum, eins og vinnulöggjöfin gerir ráð fyrir. Búizt er við úrskurði Félags- dóms seint í þessari viku, en þangað til munu engar samn- ingaumleitanir milli rikis- stjórnarinnar og Alþýðusam- bandsins eiga sér stað. Deiluatriðin milli stjórnar- innar og Alþýðusambandsins eru aðallega þrjú: 1. Alþýðusambandið krefst þess, að meðlimir þess gangi fyrir vegavftinu, en það gæti þýtt, að bændum og öðrum sveitamönnum yrði meinað um slíka vinnu í byggðarlögum þeirra, en aðkomumenn teknir í þeirra stað. Vitanle'ga vill stjórnin ekki fallast á slíka úti- lokun á bændum og vanda- mönnum þeirra frá þessari vinnu. 2. Alþýðusambandið krefst, að verkamenn geti, ef þeir óska þess, unnið í 10 klst. á dag fimm daga vikunnar, án eftirvinnu- kaups, ef þeir fá frí á laugar- dögum. Ríkisstjórnin býðst til að Lifrarverð í Vestmannaeyjum: fallast á þetta, ef framkvæmd vinnunnar leyfir það og unnið sé nálægt heimilum verka- mannanna, en æskir þess í stað- inn, að verkamenn, sem eru fjarri heimilum sínum og eigi geta notað sér laugardagsfrí, megi, ef þeir óska þess sjálfir, vinna 10 klst. einnig á laugar- dögum , án eftirvinnukaups. Margir vinnuflokkar óskuðu þessa í fyrra. Á þetta vill Al- þýðusambandsstjórnin ekki fall- ast. 3. Ríkisstjórnin býðst til að fylgja þeim breytingum, er orð- ið hafa á töxtum verkalýðsfé- laganna síðan 1 fyrra, á félags- svæðum þeirra, en utan félags- svæðanna sé greitt sama kaup dg í fyrra. Alþýðusambandið heimtar kauphækkun á ýmsum stöðum utan félagssvæðanna. Það má segja, að fyrsta krafa Alþýðusambandsins sýni vel hug kommúnista til bænda. Þeir vilja útiloka þá ,frá vegavinn- unni. Hefir fjandskaparhugur þeirra í garð bænda aldrei kom- ið betur í ljós. Munu þessi mál betur rædd í næstu blöðum, en þess verður straxað krefjast af ríkisstjórninni, að hún láti eigi ofbeldismenn kommúnista þrengja neitt kosti bænda, jafnvel þótt það kostaði verkfall sumarlangt. Tjón útgerðarmanna og sjómanna aí dýrtíðínni Lifrarsamlag Vestmannaeyja hefir nýlega ákveðið endanlegt lifrarverð ársins 1943. Var verð- ið ákveðið kr. 1.47 kg., en var kr. 1.90 árið 1942. Þetta svarar til þess, að sjó- menn og útgerðarmenn fái sam- tals y2 milj. kr. minna fyrir lýs- ið 1943 en 1942. Lækkun þessi stafar eingöngu af auknum vinnslukostnaði, vegna dýrtíð- arinnar. Er þetta fróðlegt dæmi þess, hvernig dýrtíðin bitnar á hlutasjómönnum og smáútvegs- mönnum. RaíveítaAusturlands f seinasta blaði varð sú mein- lega prentvilla, að sagt var að Rafveitu Austurlands væri í framtíðinni ætlað að ná til 12— 13 þús. manns, en átti að vera 7800 manns, eins og fram kom í skýrslu raforkumálanefndar. Ennfremur var það missögn, að um 7800 manns væri í þorp- um og sveitum þeim, er rafveit- an ætti að ná til. Fólksf joldi er þar nokkru meiri, en eigi er ætl- azt til, að allir íbúarnir fái orku frá rafveitunni, því að sumir bæir eru þannig settir, að betra er að útvega þeim raforku með öðrum hætti. Áðalíundur S. L B. S. Samband ísl. berklasjúklinga hélt þing sitt að Vífilsstöðum s. 1. laugardag og sunnudag. Mættir voru 40 fulltrúar víðs- vegar að af landinu. Ákveðið var að byrja á byggingu Vinnu- hælisins að Reykjum 'í næsta (Framh. á 4. síSu) V A víSavangi „KLÓKINDI", SEM ERU MBL. A» SKAPI. Árni Pálsson próf essor er mað- ur orðheppinn. Eftir honum eru höfð þau ummæli, að Morgun- * blaðið væri „málgagn héimsk- unnar". Þessum glögga og greinda íhaldsmanni fannstxall- ur málflutningur blaðsins miða að því að gera fólk vanfróðara og heimskara. Honum fannst því réttasta lýsingin á blaðinu, að það ynni í þjónustu heimsk- unnar, væri málgagn hennar. Þeir, sem lásu síðasta sunnu- dagsblað Morgunblaðsins, fengu nýja sönnun fyrir þessu. f for- ustugrein blaðsins reynir Jón Kjartansson að afsaka það, að Sjálfstæðisflokkurinn sé stefnu- laus í dýrtíðarmálunum. Jón segir: „Það er áreiðanlega minnstur vandi að setja fram hin sér- stæðu flokkslegu sjónarmið varðandi dýrtíðarmálin. Hitt er allur vandinn að sameina og samræma sjónarmið flokkanna til sameiginlegra átaka, og þar talar reynslan sínu máli. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir litið svo á, að líkurnar til sameiningar væru því meiri, sem minna kapp væri á það lagt að flagga með sérsj ónarmiðunum." Finnst mönnum þetta ekki gáfuleg réttlæting á margra ára hringli og stefnuleysi Sjálf- stæðisflokksins í dýrtíðarmál- unum, sem er frumorsök þeirr- ar ógæfu, sem þar hefir átt sér stað? Það stafar allt af einskær- um klókindum f lokksf oringj - anna, því að þannig geta þeir betur samræmt hin ólíku sjón- armið! Og hvað hefir svo þjóðin grætt á þessum klókindum? Stórkostlegustu dýrtíð og ekkert samkomulag. Hvað á þjóðin eftir að græða á þessúm klókindum, ef þessu fer^ fram? Meiri dýr- tíð, algert fjárhagslegt hrun og öngþveiti, sem ríða mun sjálf- stæði þjóðarinnar að fullu. Þeir, sem reyna að fá menn til að trúa á slík klókindi, vinna vissulega í þjónustu heimsk- unnar. Það, sem þjóðin þarf, er * markviss stefna í dýrtíð- armálunum og örugg fram- kvæmd hennar. Allur dráttur, sem veitir dýrtíðinni tækifæri til að aukast, skerðir möguleik- ana fyrir samstarfi, sem getur einhverju áorkað. Það eru ekki hugsanleg meiri óklókindi og heimska en áframhaldandi hringl og stefnuleysi 1 þessum málum, er Sjálfstæðisflokkur- inn hefir verið fulltrúi fyrir hingað til. Vissulega spáir það engu ,góðu, að aðalblað flokks- ins skuli enn lofa það, sem óklókast og vitlausast er. „HEFNDARPÓLITÍK". „Málgagn heimskunnar" reyn- ir ekki aðeins að gylla fyrir mönnum vitleysuna, heldur falsar það lika staðreyndir. Það þarf líka að gera menn heimsk- ari með því að láta þá fá ranga vitneskju um málin. Þannig segir Jón Kjartansson í umræddri grein sinni, áð Fram- sóknarflokkurinn hafi rekið hefndarpólitík í dýrtíðarmálun- um, er „m. a. hafi lýst sér í því, að standa öndvert gegn alls- herjar samtökum og auka þann- ig festuleysið í stjórnmálunum". Ennfremur kallar hann þá stefnu, sem Framsóknarflokk- urinn berst fyrir í dýrtíðarmál- unum, „hefndarpólitík". Það er hér með skorað á Jón Kjartansson að nefna eitt ein- asta dæmi þess, að Framsóknar- flokkurinn hafi barizt gegn „allsherjar samtökum" um lausn vandamálanna. Framsóknar- menn hafa alltaf lýst sig reiðu- búna til slíkrar samvinnu og það er ekki sízt fyrir þeirra tilstilli, sem bændur hafa lýst sig fylgj- andi hlutfallslega jafnri niður- færslu kaupgjalds og verðlags, sem er stærsta skrefið, er enn (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.