Tíminn - 09.05.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.05.1944, Blaðsíða 3
48. hlað ■ fyt* BBÉF TIL TÍMAMSi Hugleíðingar bónda í Dalasýslu * Herra ritstjóri! Eftirfarandi hugleiðingar vil ég biðja yður að taka til birt- ingar í heiðrað blað yðar. Það er furðu sjaldan, sem maður sér greinar í blöðum úr Dalasýslu, nema ef dauðsfalla er getið. Með sanni má segja, að frekar sé dauft yfir öllu athafnalífi hér í sýslu, en tæpast þó stórum daufara en víða annars staðar á landinu. Að minnsta kosti er hér áreiðanlega margt hugs- andi karla og kvenna, sem fylg- ist með því, sem fram fer, bæði í ræðu og riti, og þá ekki sízt því, sem útvarpið flytur, bæði góðu og lélegu. Nú er veturinn bráðum á enda, svo að vonir fara að vakna um betri og bjartari tíma, þó að heyjabirgðir séu of víða að ganga til þurrðar sem vonlegt er, því að tíðarfar hefir verið þannig víðast í sýslunni síðan á jólum, að hagi hefir illa not- azt, og sumsstaðar verið hag- leysur, þar til síðustu daga í marz. Heyjabirgðir voru með minnsta móti síðastliðið haust, töður litlar, en góðar, úthey, mestöll hrakin og lítil, svo að fóðurbætiskaup hafa verið mjög mikil miðað við bústofn, sem mun vera með minnsta móti, meðal annars af framansögðu. Fólksleysið og hið háa kaup er þess valdandi, að þetta búskap- arlag er að komast á. Nú vilja fæstir, sem von er, vinna nema fyrir verkalýðstaxta og jafnvel sama vinnutíma. Það er annars undra vert, hversu vinnuveitendur eru und- anlátssamir í vinnudeilum eins og kröfur verkalýðsins eru farn- ar að verða öfgakenndar, svó að þjóðarvoði hlýtur af að stafa, ef ekki er staðar numið og farið til baka. Það er ekki tekið til athuguh- ar, að þjóðin er frumbýlingur, sem þarf að leggja harðar á sig en þær þjóðir, sem þegar hafa ræktað land sitt. Hvernig ætli færi fyrir þeim bónda, sem gerði sér það að fastri reglu að vinna aðeins ör- stuttan tíma á sólarhring að heimilisstörfum fyrstu árin? Eða einyrkjanum? Ég held, að framfarirnar yrðu litlar. Bónd- inn kæmist á vonarvöl og yrði sennilegast kommúnisti. Það var mikið óhappaverk hjá Sjálf- stæðisflokknum, þegar hann við síðustu kosningar stuðlaði að íslenzkur jarðvegur er einkum ræktaður til heyframleiðslu, heyið er fóður búsmalans, en meginhluti hans er sauðfé. Einn- ig eru ræktuð jarðepli og aðr- ar matjurtir. Á síðustu árum hafa verið gerðar tilraunir með kornyrkju, einkum bygg og hafra, og uppskeran notuð sem fóður. Tómatar, agúrkur, salat og fleira er ræktað í gróðurhús- um, sem hituð eru upp með hverahita," en hverir eru víðs vegar um eyna. Flest þessara gróðurhúsa eru í einkaeigu, en í sumum héröðum eru þau rek- in af samvinnufélögum. Svo að segja öll vinna við ís- lenzkan landbúnað var fram- kvæmd með handverkfærum í byrjun þessarar aldar, en við ræktunina eru nú notaðar drátt- arvélar eða áhöld, sem hestum er beitt fyrir. Árangur þessa er sá, að hið ræktaða land hefir tvöfaldazt að flatarmáli síðan á aldamótum, og nokkur hlu.ti aukningarinnar eru áveituengi. Þó mönnum þeim, er að land- búnaði vinna, hafi fækkað um helming á 40 árum, hefir íslenzk landbúnaðarframleiðsla vaxið, bæði að gæðum og magni. Aðal-bústofninn er sauðfé. Sauðfjárrækt hefir öldum sam- an verið aðal-tekjulind land- búnaðarins. Á heiðum og há- sléttum íslands er gott beiti- land. Nú eru á íslandi 6000 býli og sauðfjárstofninn um 650000. Nokkur mjólkurbúskapur er einnig rekinn og nautgripir ennfremur aldir upp til slátrun- fjölgun kommúnista á þingi, eiginlega ótrúleg skammsýni. Mikið hefir verið þjarkið í þingsölunum nú í seinni tíð um bændur og framleiðslu þeirra. Við getum sagt eins og kerl- ingin, sem hleraði eftir að verið var að lasta hana: „Hvað er blessað fólkið að þakka, allir þakka Vilborgu sinni á Bakka.“ Það er fengist um allt, sem bændur snertir. Það er talað um offramleiðslu. Það er bölsótast yfir verðuppbótum. Það er rifizt út af mjólkurskorti og smjör- leysi í Reykjavík, en talin óæt vara og of hátt verð á flestu, sem bændur framleiða og jafn- vel á þeirri vöru, sem veittur er neytendastyrkur á. Nú er það svo orðið með allar vörur, sem bændur selja, að þær eru undir lögskipaðri vöruflokkun, svo að vörusvik ættu ekki að koma til greina. Verðlagið er einnig sam- kvæmt fyrirskipuðum reglum, sem eiga að vera miðaðar við framleiðslukostnað, þó án þess að vinnustundafjöldi sé tekinn til greina. Þá eru það verðuppbæturnar, sem eftir eru, og mest er jagazt út af. Hvers vegna skyldi bænd- um vera betra að fá hið endan- lega verð fyrir vörur sínar í mörgum liðum eftir dúk og disk heldur en að fá það í einu lagi frá neytanda? Nei, síður en svo. Enda eru nú vinnulaun það há orðin, að neytendur hljóta að geta keypt þarfir sínar styrk- laust. Svo er offramleiðslan. Það er nærri hlægilegt, þegar verið er að fárazt yfir henni, þó að jafn- vel ekki sé glæsilegt útlit sem stendur með sölu út úr landinu. Það sýnir þrautseigju bænda og dugnað, að framleiða alltaf meira, eftir því sem meira þrengir að með vinnuafl og eft- ir því sem sveitirnar ala fleira fólk upp fyrir aðra atvinnuvegi. Þetta er aldrei tekið til greina af þeim, sem gera lítið úr sveita- lífinu. Það væri gaman að sjá það í tölum, hvað háan skatt sveit- irnar borga í barnauppeldi fyrir aðra atvinnuvegi. Það væri eins fróðlegt af Halldóri Kiljan að leggja sig niður við þær athug- anir eins og að senda frá sér ritsmíðar um bændur. Það er nærri hneykslanlegt, þegar menn, sem aldrei hafa unnið handarvik í sveit, fara að rita um framleiðslu og búnað, jafn- vel þótt þeir hafi auga til að ar. Á íslandi eru um 40000 naut- gripir og 58000 hross. 1941 voru mjólkurkýrnar 28758 og mjólk- urframleiðslan alls 70 milj. kg. Sum samvinnufélaganna reka blómleg mjólkurbú. Á íslenzkum bújörðum er og ræktað nokkuð af alifuglum, svínum og geitum, og hin síðari ár hefir ræktun loðdýra mjög farið í vöxt, eink- um silfurrefa og minka. Sala svo að segja allra land- búnaðarafurða, bæði á innlend- um og erlendum markaði, er í höndum samvinnufélaga bænda og Sambands ísl. samvinnufé- laga. í meðalári flytur ísland út 2500 smálestir dilkakjöts, 600 smálestir ullar og hálfa miljón órakaðra sauðargæra. Fyrir stríð voru íslenzkar landbún- aðarvörur einkum seldar til Norðurlanda, Mið-Evrópu og Stóra-Bretlands. Vegna stríðs- ins og hafnbannsins á megin- land Evrópu hefir ísland misst markaðinn þar. í fyrstu bætti Stóra-Bretland íslandi upp þetta markaðstap, með því að kaupa nokkuð af útflutningsvörunum. Bandaríkin hafa keypt ýmsar ís- lenzkar framleiðsluvörur síðan haustið 1941, og hafa þær að mestu verið afhentar Stóra- Bretlandi og öðrum löndum, samkvæmt láns- og leigulög- unum. Stærsta fyrirtæki á fslanði. Samband íslenzkra samvinnu- félaga er langstærsta verzlun- arfyrirtæki á íslandi. 1941 nam vörusala samvinnufélaganna samtals 71 miljón króna, eða M, þriðjndagfim 9. maí 1944 187 sjá ágalla, sem eru, og vonandi lagast, ef framþróunin verður eins og 30—40 síðustu árin. Það er ekki neitt smáræðis átak, sem bændur hafa gert á þessu ára- bili. En það er satt, að betur má, ef duga skal. Það er vonum mikil hrifning hjá þjóðinni nú, vegna skilnað- arins við Danmörku og stofnun væntanlegs lýðveldis. En þá má þjóðin ekki láta það verða skrípaleik, með því að grafa undan hornsteinum þjóðskipu- lagsins, með ótakmörkuðum kaupkröfum og ónytjungshætti. Annars finnst okkur bændum talsmenn okkar í landbúnaðar- málum vera linir í sóknum um mál landbúnaðarins, ef þeir geta ekki kæft í fæðingunni hverja árás, sem landbúnaðurinn verð- ur fyrir frá öðrum atvinnuveg- um, þar sem þróun annara at- vinnuvega hefir til þessa dafn- að mest fyrir tillegg frá sveit- unum. Eins er það, ef litið er á hag þjóðarinnar í heild, að öll framþróun þjóðlífsins, hagur hvers einstaklings, sömuleiðis gengi hverrar einstakrar at- vinnugreinar, er í rauninni beinn og óbeinn hagur hinnar. Er því þetta „pólitíska“ jag til- gangslaust, nema til að skapa nokkrum einstaklingum betri lífsafstöðu, þennan stutta tíma hérna megin. Hér í sýslunni eru fram- kvæmdir æði litlar eins og áður er sagt. Stafar það mest af efn- isskorti til bygginga og vöntun smiða og annara starfandi manna. Menn eru einnig ófáan- legir til jarðabótavinnu, en vélar of fáar, svo að útkoman verður kyrrstaða og meira en það. Bændur hafa því snúið sér að því að grynna á skuldunum með aurum þeim, sem annars hefðu farið til framkvæmda, því að sem betur fer, þá eyða bændur ekki aurum sínum, ef einhver afgangur er, í kaffihúsum eða á knæpum. Þeim peningum, sem hrjóta til sveitanna, er því sízt ver varið, heldur en peningum kaupstaðarbúa. Það er því á- stæðulaust, frá hvaða hlið sem það er skoðað, að öfundast yfir, þótt bændur fengju svipað fyrir verk sín og aðrir atvinnurek- endur. Enda kominn tími til, að þeir sem landbúnað stunda, séu ekki lengur einskonar fórnar- dýr þjóðfélagsins. • Áður en ég lík þessum hug- leiðingum, vil ég frá minum bæjardyrum, þakka öllum þeim, sem í ræðu og riti, taka eða verja málstað sveitalifsins, því ég held að þjóðin sé fljótt búin að vera sem þjóð, ef sveitirnar leggjast í auðn eins og sumir vilja og allt stefnir að. Þrátt fyrir allar góðar leið- beiningar og tækni, sem inn- (Framh. á 4. sídu) um 12 milj. dollara. Veltan jókst um því nær 25,6 milj, 1941, en þessi aukning stafaði að mestu af hækkuðu vöruverði. 1940 flutti Sambandið inn 55% alls innflutnings hinna sex helztu matvörutegunda, en þær eru rúgmjöl, hveiti, hafrar, hrís- grjón, kaffi og sykur. Sambandið hefir með höndum allan útflutning frosins kinda- kjöts og um 90% alls kjötút- flutnings. Það flytur og út 80% af ullarútflutningnum og milli 80 og 90% alls útflutnings land- búnaðarframleiðslunnar. í heild annast það um 25% alls inn- flutningsins. Sambandið flytur inn svo að segja allar landbúnaðarvélar, og hefir, með leiðsögn sinni í þeim efnum og vali þeirra véla, sem bezt hentuðu, át.t sinn stóra þátt í að koma landbúnaðinum ís- lenzka í nýtízku horf. í samráði við Búnaðarfélag fslands hafa samvinnufélögin séð bændum landsins fyrir áburði og kennt þeim að nýta hann til að auka frjósemi jarðvegsins. Auk verzlunarinnar rekur Sambandið nýtízku ullarverk- smiðju, dúkagerð, sútun, skó- gerð og sápugerð. 1941 áttu og ráku hin ýmsu samvinnufélög 53 sláturhús, 26 frystihús, 15 fiskverzlunar- og sölustöðvar og 6 mjólkurbú. Ennfremur áttu félögin 30 gróðurhús, — þar sem ræktað er grænmeti, — fiski- mjölsverksmiðju og lýsishreins- unarstöð. íbúar íslands eru 120 þúsund og þar af býr nú um einn þriðji Ný bók um Evrópustjórnmál Áratugurinn, sem fór á undan heimsstyrjöld þeirri, sem geisar, mun verða tal- inn með hryggilegustu, en um leið lærdómsríkustu tímabilum sögunnar. Til þess að skilja gang styrjaldarinnar og vandamál þau, er rísa að styrjaldar- lokum, er óhjákvæmilegt að þekkja þróun mála Evrópu á þessum áratug. í bók sinni Evrópa á glapstigum lýsir franski blaðamaðurinn og rithöfundurinn André Simone áhrifamönnum og at- burðum í Evrópu á þessu tímabili á afburða skýran og skemmtilegan hátt. Frá- sögnin er djörf og hrífandi og ber öll merki þess, að það er glöggskyggn sjónar- sjónarvottur sem segir frá. Bókin vakti mjög mikla athygli í Englandi, þegar hún kom út þar fyrir stuttu. Sverrir Kristjánsson hefir íslenzkað bókina og nýtur sín þar vel hinn dramatíski vottur sem segir frá. Enginn, sem lætur slg nokkru skipta alþjóðastjórnmál, má vera án þess að lesa Evrópn á giapstigiiiii í bókinni eru 16 myndir af mönnum og atburðum. Fæst í öllum bókaverzlunum. ÚTGEFANDI Ei rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Síml 4160. í höfuðborginni, Reykjavík. Nokkru meira en helmingur landsmanna býr nú í bæjum og kauptúnum. Hin mikla fjölgun í bæjum og kaupstöðum hefir svo að segja öll orðið á síðustu áratugum, og stafar einkum af auknum fiskiðnaði. Við vestur- og suðvesturströnd íslands eru nokkur auðugustu fiskimið heims, og þar er gnægð þorsks, ýsu, lúðu og löngu. Við norður- og norðvestur-ströndina veiðist mjög mikið af feitri síld. í með- alári veiðast á íslandi um 6 þús- und pund fisks á hvert manns- barn á landinu. Fyrir stríð var megnið af þessum fiski flutt út saltað og þurrkað. Nú er meginhluti afl- ans seldur til Englands sem nýr fiskur og framleiðsla freðfisks er óðum að koma í stað salt- fiskframleiðslunnar gömlu. Síld- in, sem veiðist við norðurströnd landsins, er einkum flutt út sem síldarlýsi og síldarmjöl, enda er meira en tylft síldárverk- verksmiðja starfrækt í landinu. Framleiðsla meðalalýsis úr þorsklifur hefir vaxið upp á síð- ustu fjörutíu árum og blómgazt vel. Fram úr miðalda myrkrinu. Fyrir rúmri öld var í raun og veru miðaldaástand á íslandi, en nú er ísland nútíma ríki. Hafnarbætur eru miklar, um landið liggur kerfi bættra vega, ritsímajcerfi og talsímakerfi, fólks- og vöruflutningar með bifreiðum eru kerfisbundnir, landið á sinn eigin verzlunar- flota og inhlendum flugsam- göngum er haldið uppi. Fram- farir síðustu 60 ára á íslandi eru mikið að þakka ötulleik þjóðar- innar og upplýsingu hinnar op- inberu leiðsagnar, — en öllum ber saman um, að samvinnufé- lagsskapurinn hafi verið sterk- asti þátturinn í sköpun nútíma íslands. Á því leikur enginn efi, að samvinnuhreyfingin muni hafa megin áhrif á gang mála á íslandi framtíðarinnar. Saltkjöt Ákveðlð liefir verið að selja innanlauds úonanvi: ca nokkuð aí stórhöggnu dilkakjöti iyrír aðeíns 462 krónur heiltunnuna Það af kjötinn, sem ekki selst fljoílega, verður flutt út, og verða því þeir, sem ætla að kaupa kjöt til sumarsins, að jí'era pantanlr sem fyrst hjá KAUPFÉ- ^ LÖGUM eða SAMBANDINU, og verður kjötið |iá SiMit á Iivaða höfn sem óskað er með fyrstn ferð er fellur. R.áðningarstoia 1 andbúnaðaríns er tekin til starfa í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10, í sambandi við Vinnumiðlunarskrifstofuna og undir forstöðu Metúsalems Stefánssonar. Skrif.stofutími verður fyrst um sinn kl. 9 til 12 og 1—5. Sími 1327. Pósthólf 45. Vinnuka upendur og vinnuseljendur, er óska aðstoð- I ar skrifsi wfunnar um ráðningar og snúa sér til henn- ar í því sikyni skriflega, gefi sem greinilegastar upp- lýsingar r im allt er máli skiptir í sambandi við vænt- anlega rá iSninu. Þeir, sem geta sjálfir gengið frá ráðningarsamningi, verða að Téla einhverjum öðrum umboð til þess. Bmaðarfélag íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.