Tíminn - 09.05.1944, Qupperneq 4

Tíminn - 09.05.1944, Qupperneq 4
188 W TÓIEVN, þrigjndagiim 9. maí 1944 48. blað ÚR BÆIVUM Kennaraskólinn. Sú breyting verður á Kennaraskól- anum, að hann verður hér eftir fjög- urra vetra skóli. Sá „árgangur", sem tók próf nú er sá síðasti, sem aðeins er þrjá vetur í skólanum. Útskrifast þvl engir kennarar næsta ár. — 27 manns lauk kennaraprófi í vor, þar af einn stúdent. Voru það 12 stúlkur og 15 piltar. Hæsta einkunn (8,53) fékk Sigrún Aðalbjarnardóttir úr Hafnar- firði, en næst hæsta (8,50) Óskar Hall- dórsson frá Kóreksstöðum og 3. hæsti (8,41) varð Magnús Árnason frá Svína- felli, N.-Múl. — Umsóknir eru margar komnar fyrir næsta vetur. S. 1. vetur var skólinn ekki fullskipaður, en víða vantar kennara með kennaraprófi. Hafa ýmsir kennarar sótt til annarrar atvinnu, sem betur hefir verið launuð heldur en kennslan. Iðnskólinn. Iðnskólanum er nýlega lokið þetta skólaárið. Luku þar námi í þetta sinn 104 nemendur í ýmsum iðngreinum. En 553 nemendur stunduðu þar nám s. 1. vetur. Á förum héðan. Vestur-íslendingurinn Hjörvarður Árnason, sonur Sveinbjarnar Árnason- ar frá Oddsstöðum í Limdarreykjadal, er á förum af landi burt. Héldu lista- menn honum kveðjusamsæti í fyrra- dag. — Hefir Hjörvarður getið sér hinn bezta hróður hér á landi, bæði með góðri viðkynningu og með listfræðslu þeirri, sem hann hefir veitt íslending- um meðan hann dvaldi hér. Hjónabönd. Nýlega hafa verið gefin saman 1 hjónaband þau ungfrú Sigríður Sveins- dóttir frá Fossi í Mýrdal og Guðmundur Hjaltason (skipstjóra Jónssonar). — Einnig ungfrú Anna Jónsdóttir (prests Guðnasonar) og Sveinbjörn Markússon kennari. Trúlofanir. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðrún Björnsdóttir kennari frá Sveinatungu og Magnús Guð- mundsson kennari. — Einnig ungfrú Unnur Jóhannesdóttir, Iðu og Þor- steinn Þórðarson, Reykjum á Skeiðum. Ný vinnubrögð. Sagt er frá því í elnu bæjarblaðinu, að ráðgert sé að Almenna bygginga- félagið h.f. taki að sér að gera eina vissa götu í bænum og malbika hana. Eru hér ný vinnubrögð á ferðinni, sem ekki er ósennilegt að eigi framtíð, þ. e. að bæjarfélög, ríkið og aðrir borgi fyrir unnin verk. Svo eru verktakar sjálfráðir hvenær þeir láta vinna þau og hvernig, aðeins séu þau leyst af hendi eins og tilskilið er. Verktakar ráða því hvort þeir vinna á miðviku- dögum eða laugardögum, að morgni eða um miðjan dag, eða hvenær sem þeim sýnist. Útsvör. Niðurjöfnun útsvara í Reykjavík hvað nú vera um það bil lokið og sé von á útsvarsskránni þegar líður á mánuðinn. Er almannarómur um að útsvörin hækki stórkostlega. En þó er verst, að bæjarfélagið safnar vist stór- skuldum nú á þessum veltiárum, sem erfitt getur orðið að borga þegar versn- ar i ári. Það getur orðið hættulegt fyrir einstaklinga og aðra að hleypa sér í skuldir nú á þessum tímum, sem borgast eiga seinna. Nokkuð annað mál er þó að varið sé peningum, sem til eru, í einhverjar framkvæmdir. Misprentun. í afmælisgrein um Guðmund í Núpstúni, sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkru, átti nafn á hesti Guð- mundar að vera Skotti, en ekki Skolli eins og misprentast hafði. Happdrættið. Dregið verður í 3. flokki á morgun. Athygli skal vakin á því, að engir mið- ar verða afgreiddir á morgun, og eru því síðustu forvöð í dag að endurnýja og kaupa miða. Sextugur. Sextugsafmæli átti s. 1. sunnudag Sigurjón Sigurðsson, sem lengi hefir unnlð í Búnaðarbankanum og er mörg- um að góðu kunnur. Stúlkur vantar 1 eldhús Landsspítalans. Húsnæði getur fylgt. Upplýsingar hjá matráðs- konunni. Á víðavangi. (Framh. uf 1. síðu) hefir verið stigið til að skapa „allsherjar samtök" um þessi mál. Hvað er það líka í‘ stefnu Framsóknarflokksins, sem Jón Kjartansson kallar „hefnda'rpól- itík“? Er það niðurfærsla kaup- gjalds og verðlags? Er það til- svarandi eignaaukaskattur á stríðsgróðann, er Sjálfstæðis- flokkurinn hefir lýst sig með- mæltan undir slíkum kringum- stæðum? Er það efling atvinnu- veganna og að öllum sé tryggð atvinna? Þessu er Jón Kjartans- son beðinn að svara. VALTÝR OG EINMENNINGS- KJÖRDÆMIN. Það er ekki Jón Kjartansson einn, sem reynir að heimska menn í sunnudagsbl. Mbl. Valtýr kemur einnig fram á sjónarsviö- ið. Hann þarf að heimska les- endur sína viðkomandi ein- menningskjördæmunum. Þau hafa sýnt sig sterkasta form lýðræðisins. Helztu forvígis- menn lýðræðisins í heiminum hafa lýst fylgi sínu við þau. Reynslan hefir jafnframt sýnt, að hlutf’allskosningarnar hafa eigi náð tilætluðu marki, að tryggja jafnrétti flokka og kjósenda, eins og skipun bæjar- stjórnarinnar í Reykjavík er gleggst merki um. Allt þetta var rakið greinilega í Tímanum fyr- ir skemmstu. Valtýr þarf. að svara þessu. Það er ekki hægt með rökum. Þá er að reyna að heimska lesendurna með upþ- hrópunum, fullyrðingum og sleggjudómum. Til að sýna þessa baráttutegund „málgagns heimskunnar", þykir rétt að birta þetta svar Valtýs til Tím- ans í heilu lagi: „Ritstjóri Tímans, Þórarinn Þórar- insson, eyðir allmiklu rúmi í blaöi sínu í langhund um það, að lýðræði sé bezt borgið með því, að afnema hlutfalls- kosningar. Það hlýtur að vera ákaflega þreytandi fyrir hugsandi menn í Framsóknarflokknum, að horfa upp á slíkan málflutning. Og mikil óvirðing er flokksmönnum gerð, með því að ritstjóri blaðs þeirra skuli með þessu sýna, hve lítils hann metur dómgreind flokksmanna sinna. Síðan hlutfallskosningar voru teknar upp, og á það bent, í eitt skipti fyrir öll, að með því móti væri bezta trygg- ingin fengin fyrir rétti kjósenda til þátttöku í félags- og stjórnmálum, hefir þetta kosningafyrirkomulag feng- ið sífellt meiri og almennari viður- kenníngu. En afturhald ýmsra landa hefir staðið gegn þessu, eins og við er að búast. Ef það er eindreginn vilji útgefenda Tímans, að merkja flokk sinn sem ein- dreginn málsvara afturhaldff, þá er eðlilegt að ritstjórinn haldi áfram að skrifa greinar um skaðsemi hlutfalls- kosninganna. Hann má það fyrir mér. En ekki verður hjá því komizt að benda á það brennimark, sem hann óður og uppvægur vill láta skarta á flokki sínum.“ Hér hafa menn öll rök Valtýs gegn einmenningskjördæmun- um og um ágæti hlutfallskosn- inga. Hugsandi mönnum munu finnast þau hlægileg. En Valtýr veit hvað hann syngur. Meðal stórborgarlýðs, sem er hættur að nenna að hugsa, gagnar ein- mitt slíkur málflutningur einna bezt. Þar er fólgin lausn þess leyndardórits, að blaðið, sem gáf- aðir íhaldsmenn kalla „málgagn heimskunnar", er áhrifamesta blað höfuðstaðarins. Lýðræðinu og andlegu lífi þjóðarinnar stafar hætta úr ýmsum áttum. Sá háskinn er ekki minnstur, sem stafar af óvandaðri og heimskandi blaða- mennsku, eins og þeirri, sem Mbl. rekur. Blöðin geta unnið stórvirki, ef þau vinna að upp- fræðslu fólksins, rökræða málin og hjálpa mönnum til að hugsa. En þau geta líka gert hundruð og þúsundir manna heimskari, þegar þau vinna markvisst að því að blekkja þá og villa þeim sýn um staðreyndir. Það er því meira en umhugsunarverð stað- reynd, að greindir flokksbræð- ur fjöllesnasta blaðs landsins skuli nefna það „málgagn heimskunnar“. Útbreiðið Tímann! GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. MnniS . að greiða atkvæði nógu snemma við lýðveldiskosning- arnar, svo að atkvæðin komist á ákvörðunarstað í tæka tíð! Vinnið ötulleqa fyrir Títnann. TJARNARBÍÓ W A fætur (Reveille Woth Beverly) Bráðskemmtileg amerísk músikmynd ANN MILLER. Hljómsveitir Bob Crosbys. Freddie Stacks, Duke Ell- ingtons og Count Basies. FRANK SINATRA, MILLS BRÆÐUR. Sýnd kl. 5, 7 og 9. -GAMLA BÍÓ- Kína (CHINA) ALAN LADD, LORETTA YOUNG, WILLIAM BENDIX. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. -nýja l;ó. Hcfndin bíður hööiilsins („Hangmen also Die“) Aðalhlutverk: BRIAN DONLEVY, ANNA LEE. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýning kl. 5: Apamaðurinn („Dr. Renaults Secret“) JOHN SHEPPERD, LYNNE ROBERTS. Bönnu, yngri en 16 ára. Eldfait gler Skálar ojí ficiri EMELERAÐAK VÖRUR Kaffikönnur og fleira nýkomið. K. Einarsson & Björnsson Til húseigenda Samkvæmt ákvæðum Heilbrigðissamþykktar Reykjavíkur, skal hverju húsi fylgja nægjaniega mörg sorpílát úr járni með loki. Sömuleiðis er skylt að hreinsa af húslóðunum allt það, sem valdið getur óheilnæmi, óþrifnaði eða óprýði. Ber húseigendum þegar í stað að bæta úr því, sem ábótavant kann að vera um þetta. Reykjavík, 6. maí 1944. Löyreglustjórinn í ReyhjavíU. Tilkynning Það tilkynnist hérmeð að þann 13. þ. m. munu ný hámarks- ákvæði fyrir fisk ganga í gildi í Bretlandi og lækkar hámarks- verð á fiski frá íslandi frá og með þeim degi niður 1 það verð, sem gilti síðastliðið sumar. Reykjavík, 8. maí 1944. Samningancfnd utanríklsviðsklpta. Tónlistarfclagið og Leihfélag Reyhjavíkur „Pétnr Crautnr66 Leikstjóri: frú GERD GRIEG. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 I dag. Alúðarþakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð við andlát og jarðarför Elínar Magnúsdóttur frá Baugsstöðum. Vandamenn. Dvel Fyrsta hefti „Dvalar" 1944 er komið út. í því birtist m. a. fyrsti kaflinn úr Ármanni á Alþingi — tímariti Baldvins Einars- sonar —, og fyrsti hluti sögunnar Litli Rauður, eftir John Stein- beck. Verður hún framhaldssaga í þessum árgangi. Auk þessa er í heftinu margs konar efni, ljóð, sögur og greinar, og marpt mynda. Þessi árgangur Dvalar kemur í fjórum heftum og verður a. m. k. 300 lesmálssíður. Nýir áskrifendur, sem senda andvirði þessa árgangs — tutt- ugu krónur — í póstávísun með pöntun, fá síðasta árgang — tíu arka bók — í kaupbæti meðan upplag endist. Eignizt „Dvöl“. Áritun: D V ö L, pósthólf 1044, Reykjavík. Jörð til löln Jörðin Vatnagarðnr í Landmannahrcppi er til söln nú þegar. Leiga getur komið til greina. — Ágætis skilyrðL til raflýslngar. Nokkur bústofn getur fylgt. Kosningaskrífstofa lýðveldiskosninganna Hótel Hcklu cr opin frá kl. 9—22 daglega. Sími 1521. Semja ber við JÓN ÓFEIGSSON, Vatnagar'ói eða ÓSKAR JÓNSSON, Laugarvátmi. Hugleiðingar (Framh. af 3. síðu) leidd hefir verið, og þótt sveita- fólkið hafi sýnt undra úthald og þrautseigju til þessa, þá er nú svo hart gengið að mörgum, bæöi körlum og konum, að heilsan er í veði, ef ekkert lag- ast með vinnuafl eða bætt skil- yrði til heimilisverka, svo sem með rafvirkjun og vélanotkun- inni í því sambandi. Það ætti að vera mál mál- anna hjá öllum ráðandi mönn- um, sem sveitunum unna, að bæta úr þessu, því að þótt iðn- aður og sjávarútvegur séu nyt- samir, þá verður þó ræktun jarðarinnar og landbúnaðurinn alltaf traustasti hornsteinn þjóðfélagsins, þegar að kreppir. 6. apríl 1944. G. Á. Aðalfundur S. 1. B. S. (Framh. af 1. síðu) mánuði. í Vinnuhælissjóðinn eru nú kornnar um 800 þús. kr. í peningurn og talsvert af efnis- loforðum, svo að eign sjóðsins er farin :að nálgast miljón kr. Nýjustu gjafir til S. í. B. S. eru frá J óhanni Jósefssyni alþm. og konu. hans, 10 þús. kr„ Brynju h. f„ sf-m Jóhann er meðeigandi að, eirmig 10 þús. kr„ frá Raf- tækja verksm. Hafnarfjarðar 8 þús. kr„ skipverjum á b.v. Snorra goða kr. 2350,00, b. v. Geir kr. 1210,00 og skipverjum á v. s. Óðni kr. 850,00, starfs- mrjnnum Nýju blikksmiðjunnar kr. 850,00 o. s. frv. Stjðrn S. í. B. S. var öll end- urkosin. Þingið samþykkti ein- róma þai:klæti til Alþingis fyrir drengilegan stuðning við mál- efni S. í. B. S„ þegar það ákvað að gjafir til þess skyldu vera skattfrjáisar. Lagiæringar skemmda á ióðum vegna hitaveítulagna Að gefnn tilefni skul tekið fram, að bærinn er byrjaðnr að lagfæra skcmmdir, sem orsakast liafa á lóðum, vcg'na bitavcitulagna. Hlutaðcigendur eru góðfúslega beðnir, að senda bréflegar tilkynningar til skemmdir, sem orsakazt hafa á lóðum, þær lóðaskemmdir, sem ekki hafa ver- ið lagfærðar. Reykjavík, 6. maí 1944. RÆJARVERKFRÆÐINGLR.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.