Tíminn - 11.05.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.05.1944, Blaðsíða 3
49. blað TÍMIM, fimmtndaglim 11. maí 1944 191 DANARMlMmGi Sígríður G. Jónsdóttír Knúts saga Rasmnssens FRAMHALD fyrrverandi húsfreyja að Skuíulsey og Fáskruðarbakka. Hinn 1. apríl síðastliðinn andaðist í Reykjavík merkis- konan Sigríður G. Jónsdóttir, ekkja Hallvarðar Einvarðssonar fyrrum bónda að Skutulsey í Mýrasýslu. Hún var fullra 66 ára að aldri, fædd í Fíflholtum á Mýrum, 22. nóvember 1877. Voru foreldrar hennar Jón Jóns- son bóndi þar og kona hans Guðbjörg Þorkelsdóttir. Fluttu þau síðan að Skiphyl á Mýrum og bjuggu þar lengi myndarbúi, og þar ólst Sigríður heitin upp ásamt mörgum systkinum. Jón á Skiphyl var prýðilega greind- ur, bókhneigður og fróðleiks- fús, og Guðbjörg kona hans rómuð fyrir búsýslu og skör- ungsskap. Hlaut Sigríður eigin- leika beggja foreldranna og sameinaði þá á mjög farsælan hátt. Var hún ágætlega gefin andlega og líkamlega, glæsileg að ytri sýn, og var gædd mann- dómi og mannkostum í óvenju ríkum mæli. Tuttugu og eins árs gömul giftist hún Hallvarði Einvarðssyni frá Hítarnesi, hinn 10. sept. 1898. Vorið eftir byrjuðu þau hjón- in búskap í Skutulsey í Hraun- hreppi, en þar höfðu áður búið foreldrar Hallvarðar og forfeð- ur hver fram af öðrum. Mér er það í barnsminni þegar hin ungu athafnasömu hjón reistu bú sitt í Skutulsey og fylgdist ég vel með hinum glæsi- lega starfsferli þeirra þar, sem því miður varð þó styttri en skyldi. Hallvarður heitinn var afburða atorkumaður og karl- menni, jafnvígur til verka á landi og sjó. Voru þau hjón því samvalin og samhent um bú- sýslu og athafnir, enda blómg- aðist bú þeirra og efnahagur svo hröðum og öruggum skrefum í Skutulsey að fágætt mátti kall- ast. Nytjuðu þau jörðina eins og kostur var, bæði til lands og sjávar, og sátu hana ágætlega. Þó að barnahópurinn færi svo að segja árvaxandi, mátti segja, að blessan fylgdi barni hverju, því að velmegun óx og afkoma öll batnaði að sama skapi. En svo var það árið 1912, að þau urðu að flytja af jörðinni. Áttu þau ekki nema nokkurn hluta hennar, en ábúð fékkst ekki lengur á hinum hlutanum. Varð nú ekki umflúið að leita annars jarðnæðis, því að Skut- ulsey var ekki til tvískipta, fyrir hið stóra bú, er þeim hjónum var nauðsyn að reka vegna hins barnmarga heimilis. Sama ár losnaði jörðin Fáskrúðarbakki í Miklaholtshreppi úr ábúð, og þótti þeim hjónum hún tiltæki- legust, þeirra er þá var völ á. Fluttu þau þangað búferlum um vorið. Var sveitungum þeirra og nágrönnum að þeim mikil eft- irsjá, og ekki hygg ég að Hall- varður hafi með glöðu geði yfir- gefið eyjuna sína, þar sem hon- um hafði svo vel farnazt, og sjó- mennska hans og aflasæld naut sín jöfnum höndum athöfnun- um við landstörfin. En Fáskrúð- arbakki er landjörð í miðri sveit. Ekki skal þó efast um það, að Hallvarður hefði fljótlega lagað sig eftir hinu nýja umhverfi og tekið búreksturinn þarna föst- um tökum, ef honum hefði orð- ið lengra lífs auðið. En nú var starfsdegi hans skyndilega lokið. Náði hann aðeins að flytja heimili sitt og búslóð til hinna nýju heimkynna. Lagðist hann síðan sjúkur og lézt þá um haustið hinn 29. nóv., fjörutíu og eins árs að aldri. Var það mannskaði mikill og óbætanlegt áfall ekkju hans með mörg börn í ómegð, sefn nú varð að hefja búskap að nýju, í áður ókunnu umhverfi, á jörð, þar sem allra umbóta var vant og húsakost- ur ónógur og ófullkominn. En hér sýndi Sigríður heitin hvað í henni bjó. Tók hún nú upp hið fallna merki manns síns, og rak búskapinn áfram með börnum sínum á Fáskrúð- arbakka með óbilandi atorku í nær tvo tugi ára. Og hún lét sér ekki nægja að afla börnum sínum fæðis og klæða, heldur lagði fram alla orku sína í að styðja þau til lærdóms og mennta. Þannig luku þrír synir hennar menntaskólanámi, þeir Jón, er síðar varð sýslumaður, Einvarður, er lengi var formað- ur gjaldeyrisnefndar, og Jóna- tan sakadómari í Rvík. Önnur börn sín studdi hún og til mennta við aðra skóla-. Átti hún níu börn, en missti eitt á unga aldri. Er það mjög rómað af öll- um, sem fylgdust með 20 ára baráttu ekkjunnar á Fáskrúð- arbakka, af hve miklum skör- ungsskap, þreki og umhyggju hún leysti af höndum þann þunga vanda, er örlögin lögðu fyrir hana, er hún var svipt ágætum eiginmanni í blóma lífs- ins frá stórum barnahóp. Það var hvort tveggja, að þeirri konu hafði verið mikið gefið, enda afrekaði hún mikið með lífi sínu og starfi, og hygg ég að fáum konum hefði verið ætlandi að inna af hendi slíka þrekraun. Bjarni Ásgeirsson. K V Æ Ð I Á aðalfundi Kaupfélags Borg- firðinga flutti Júlíus Jónsson á Hítarnesi eftirfarandi kvæði í sambandi við umræður um lýð- veldismálið: ísafrón í fjötrum lá, færðist tjón um ranna. Svo kom Jón og brandi brá, brýndi sjónir manna. Sundrung andann sýkir hér, sora-blandar framann. Þegar vandi vaxinn er verður að standa saman. Vinnutamir bregðum band, brjótum amastrengi. Tvinnum saman lýð og land, lyftum frama’ og gengi. Nú vill þjóðin frelsi fá, farga tjóðurbandi. Sýnum bróðursvipinn þá, sæmum góðu landi. Kyndum glóðir, drýgjum dug, dyggir góðu verki. Myndum óðum frárra flug, flöggum þjóðarmerki. Kjósendur! Munið að greiða atkvæði f lýðveldiskosningunum. Gætið að því að draga ekki of lengi að kjósa, ef senda þarf atkvæði ykkar langa vegu, því ferðir eru strjálar á ýmsa staði landsins. Hvaða íslendingur er það, sem ekki vill gera skyldu sína til þess að landið hans verði frjálst og fullvalda? Dragið ekki lengi það, sem þið getið gert í dag! Ei rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Hrifningunni, sem Knútur vakti, verður ekki með orðum lýst. Lófaklappinu og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna, er hann settist aftur í sæti sitt. Þvílíka ræðu vildu allir þakka. Á svip- stundu var Knútur orðinn kunnur maður, ekki aðeins í Stokk- hólmi, heldur og meðal blaðamanna frá mörgum löndum. Þegar borðræðunum lauk, hópuðust menn utan um Knút til þess að þakka honum frammistöðuna og reyna til þess að komast í kynni við hann. Meðal þeirra, sem Knútur sá í frysta skipti þetta kvöld, var hinn kunni sænski rithöfundur, Albert Engström, er siðar varð góðvinur hans. Hann bað Knút að skrifa grein í blað sitt, „Strix“, sem hann gerði auðvitað. Og það sem bezt var af öllu: ritlaunin voru ekki skorin við neglur. Knútur gat borgað skuldir sínar og var nú aftur frjáls maður. Nú bauð Knútur „Berlingske Tidende" í Kaupmannahöfn þjón- ustu sína. Það gat margt nýstárlegt borið fyrir augu í Lapp- landsferð. Ritstjórn blaðsins þekktist boð hans — vel skrifaðar greinar um Lappa og Lappland voru eftirsóknarvert lestrarefni — og sendi honum ferðapeninga. Þessi Lapplandsferð varð upphaf mikilla ævintýra og inngang- urinn að frægð hans. Norður í Lapplandi hitti hann fólk, er minnti hann mjög á Eskimóa, þótt högum þess væri að ýmsu leyti öðru vísi háttað en þeirra. Hann var fljótur til þess að skilja Lappana, tileinkaði sér siði þeirra og ferðaðist með þeim úr ein- um tjaldstað í annan. Heimili þeirra urðu þegar hans heimili. Þenna vetur voru ísalög mikil og hagleysur um allar Lappa- byggir. Um miðjan vetur hafði brugðið til þíðviðra og rigninga, en íyrr en varði létti í lofti og gekk að með grimmdarfrost. Klaka- brynja lagðist á allt. Þá var dapurt líf og þungt að þreyja í héruð- unum, þar sem landamæri hinna þriggja ríkja mætast. Hreindýrin stóðu í svelti og rásuðu brott frá hjarðmönnunum. Gríðarstórar hreindýrahjarðir frá Finnlandi voru komnar yfir á sænskt land. Þær voru teknar í gæzlu og fengust ekki látnar lausar, fyrr en blessuð tollyfirvöldin höfðu lengi legið á málinu. Klögumálin gengu á víxl, og öllu virtist í óefni stefnt. Þá gerðist Knútur Rasmussen, hinn óþekkti ferðalangur, sáttasemjari og dómari í deilumálunum þarna í landamærahér- uðunum. Það varð að ráða sem skjótast fram úr vandræðunum, því að hreindýrin féllu hundruðum saman á degi hverjum. Það ■var átakanleg sjón að sjá seyrt fólkið loks halda af stað með hreindýr sín, skinhoruð, kviðstrengd, máttfarin og skjögrandi. Á þessum slóðum komst Knútur í kynni við „Skúm“, voldugan Lappa, sem átti fimm þúsundir hreindýra. Skúmur var maður, sem sópaði að. Árlangt fylgdi hann hjörðum sínum og lifði að hætti annarra Lappa, en þegar honum bauð svo við að horfa, fyllti hann stóran poka af peningum og ók til næstu borgar. Þar settist hann að í bezta gistihúsinu, þar sem honum var tekið tveim höndum, þótt í hreindýrakufli væri, því að allir vissu, að hann borgaði ríflega fyrir sig. Peningapokann fékk hann gisti- hússtjóranum. „Kampavín“, hrópaði Skúmur, og þjónarnir flýttu sér að verða við óskum hans. „Hvað kostar það?“ Þjónarnir sögðu honum það. „Eigið þið ekki til dýrara ýín?“ Þá fóru þjónarnir aftur á stúfana og komu að vörmu spori með sömu flöskurnar. En verðið var orðið tvöfalt hærra. Þá fyrst hafði Skúmur lyst á því. Síðan skipaði hann þjónunum að veita öllum, sem þiggja vildu. Seint um kvöldið var Lappinn borinn til sængur. Að fáum dögum liðnum var honum gefið til kynna, að nú væru peningarnir gengnir til þurrðar. Þá bað hann menn að segja sér, hvað hann hefði aðhafzt í ölvímunni. Síðan snaraðist hann í ferðafötin, beitti hreindýrunum fyrir sleðann, ók til fjalla og tók upp fyrri hætti. Fáir voru jafn harðduglegir hjarðmenn sem hann. Þarna kynntist Knútur líka hinum nafntoguðu flækingum, sem hvergi áttu sér hæli, heldur ferðuðust frá einum stað til annars og unnu við járnbrautarlagningar, þegar þá þraut önnur ráð til þess að framfleyta lífinu. Þessir menn skeyttu hvorki um fortíð né framtíð. Þeir hugsuðu aðeins um líðandi stund. Flestir voru heljarmenni að burðum, ofsafengnir í skapi og skjótráðir og aðsópsmiklir, jafnt við vinnu, drykkju, kvennafar og slags- mál. Eitt sinn varð hann samferða nokkrum þessara manna í járnbrautarvagni. Þrengsli voru mikil og drepið í hvert sæti. Þeir tóku þar upp brennivínsflöskur og létu þær ganga frá manni til manns. Knútur afþakkaði kurteislega, er þeir buðu honum að súpa á. En þetta var hinum áhyggjulausu umrenningum ekki að skapi. Hlátrarnir hljóðnuðu. Þeir, sem aðfaramestir voru, þyrpt- ust að Knúti, er brátt sá sitt óvænna og varð að drekka til botns úr heilli flösku til þess að bjarga lífi og limum. Það sveif að vonum fljótt á hann, og vissi hann litið, hvað gerðist í vagn- inum eftir þetta. Margt fleira dreif á daga Knúts í hópi þessara manna. Á- fengissala var bönnuð í Lappabyggðunum. En það, sem ekki mátti koma fram í dagsljósið, var gert á nóttunni. Það bar því við, að skuggalegir menn komu um miðjar nætur og vöktu fólk. Það voru smyglarar og launsalar, sem höfðu meðferðis á- íengið, er nefnt var „dýnamít.“ Það var svo áhrifamikið, að 3afnvel hin mestu karlmenni ultu fljótlega út af, þegar þeir höfðu neytt þess. Eina eftirminnilegustu nótt lífs síns gisti Knútur í lítilli veit- ingakrá rétt innan við finnsku landamærin. Heldur var lítið um þægindi á þessum veitingastað, og það var takmarkaður hópur gesta, er þar gat átt náttstað í einu. Rúmið var aðeins eitt, en í því gátu líka tveir sofið. Knútur kom sárþreyttur eftir daglanga göngu í krána. Tveir gestir voru fyrir, svo að ekki var um annað að velja fyrir hann heldur en að sofa á gólfinu við rúmstokkinn. En það kom sér líka að sumu leyti vel fyrir hann að hljóta ekki náttstað í dýrindis rúmi, því að auraráð hafði hann lítil. Annar gestanna, sem fyrir voru, var Rússi, mjög drukkinn. Hann hvíldi við stokk. Knútur sofnaði fljótt. Dreymdi hann, að hann væri að baða sig í marmarakeri. Innan lítillar stundar fannst honum hann kominn undir háan foss og þyrlaðist úðinn um hann. Loks þótt- ist hann vera kominn út á sjó í litlum báti. En allt í einu tók báturinn að sökkva, og við það vaknaði hann. Varð hann þess þá var, að hann var rennvotur á bringunni. Stækan þef lagði að vitum hans. Hann rauk á fætur, og nú kom I ljós, að það var Rússinn, sem valdur var að þessu. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggöir innanstokks- munir, Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Saltkjðt Áltvcðið hcfir verið að selja innanlands nokkuð af störhöggnu dílkakjöti iyrir aðeins 462 krónur heiltunnuna Það af kjötinu, sem ekki selst fljótlega, verður flutt út, o«' verða |iví þeir, sem ætla að kaupa kjöt til sumarsins, að g’era pantanir sem fyrst hjá KAUPFÉ- LÖGUM eða SAMBATVDEVU, og verður kjötið l»á sent á hvaða höfn sem óskað er með fyrstu ferð er fellur. OpAL Hæstiduft — IVotið O P A L rœstiduft ' * er fyrir nukkru komið & n.arkaðiim og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstiduít þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegandir búsáhalda og eld- húsáhalda. T 1 M IIV IV er víðlesnasta auRlýsiug'ahlaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.