Tíminn - 16.05.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.í.
Símar 3948 og 3720,
RITSTJÓRASKRIPSTOFOR:
EODUEÚSI, Lindargötu 9 A.
Sírr.ar 2353 og 4372
AFGREIÐSLA, INNHEIMT,
OG AUGLÝSINGASKT:-:-_ OFA:
FnDUliUSI, TJndargötu 9A.
Siml 2323.
28. árg.
Rcykjavík, þriðjudagimi 16. maí 1944
Erlent yfirlit;
Hjálp veítt
Rússum
Fyrir nokkru síðan var birt í
Bandaríkjunum skýrsla um þá
beinu hjálp, sem Bandaríkin
hefðu veitt Rússum í styrjöld-
inni. Samkvæmt henni voru
Bandaríkjamenn búnir að senda
Rússum 1. marz síðastliðinn
8.800 flugvélar, 5200 skriðdreka
og skriðdrekabana, 190 þús.
stóra vöruflutningsbíla, 36 þús.
smábíla (jeeps), 30 þús. önnur
farartæki, 7 milj. hermanna-
stígvéla, 275 þús. hersímatækja,
850 þús. mílna langan hersíma,
mikið af járnbrautarvögnum og
járnbrautarteinum, 1.450 þús.
smál. af stáli, 420 þús. smál. af
öðrum málmi, 200 þús. smál. af
skotfærum-og sprengjuefni og
2.600 þús. smál. af allskonar
matvörum. Samanlagt <¦ magn
hergagna og vara, sem Banda-
ríkjamenn höfðu sent Rússum,
samkvæmt láns- og leigulögun-
um, nam orðið þann 1. marz
síðastl. 9.500 þús. smál.
Þessi aðstoð, sem Bandaríkja-
menn hafa veitt Rússum, hefir
alltaf farið vaxandi og hefir
vafalaust styrkt þá stórum í
vetrarsókninni. í janúar' og
febrúar í vetur námu þessir
flutningar frá Bandaríkjunum
til Rússlands 1.000 þús. smál.,
en sömu mánuði 1942 200 þús.
smál.
Fyrir nokkru skýrði og Chur-
chill frá því í enska þinginu, að
Bretar væru búnir að senda
Rússum 6.700 flugvélar, 5000
skriðdreka, 4000 farartæki önn-
ur, 2400 vélbyssuvagna og mikið
af allskonar hergögnum öðrum
og matvörum. Hann gat þess
einnig, að þessi aðstoð við Rússa
færi vaxandi.
Vitanlega hefir þessi aðstoð
Bandamanna verið Rússum ó-
metanlegur styrkur. Mikilvæg-
ara er þó, að loftárásir og sókn-
arundirbúningur Bandamanna
að vestan og við Miðjarðarhaf
hafa dregið þýzk fluglið og her-
lið af austurvígstöðvunum. Þjóð-
verjar hafa ekki getað haft
hema 25% af flugher sínum á
austurvígstöðvunum lengi und-
anfarið í stað meginhlutans áð-
ur. Þeir hafa og haft þar ná-
lægt helmingi minni herafla en
í upphafi austursóknarinnar, því
að ekki aðeins hefir herfylkjum
þeirra fækkað þar, heldur hafa
þeir orðið minni mannafla í
hverju herfylki en áður.
Það er nú viðurkennt, að Þjóð-
verjar hafa að mestu haldið uppi
skipulegu undanhaldi á austur-
vígstöðvunum. Þeir hafa hætt
vlð að halda fyrirhuguðum
varnarlínum sínum til að spara
mannaflann. Allt er miðað við
að hafa sem mest lið að vestan
til að mæta innrásinni. En vit-
anlega hefðu Þjóðverjar þó
hörfað hægara og skemmra, ef
Rússar hefðu ekki fylgt þeim
fast eftir.
Fyrir Þjóðverja er nú erfitt að
hörfa lengra úr þessu. r Þeir
verða að halda Karpatafjöllum
og stytztu varnarlínu þaðan til
Dónárósa. Annars ná Rússar
rúmensku oííulindunum, sem er
á sléttunum sunnan Karpata-
fjalla. Þá mega þeir eigi hörfa
öllu lengra á víglínunni norðan
Karpatafjalla til Eystrasalts.
Margir telja, að vorsókn Rússa
muni verða á sléttunum sunnan
Karpatafjalla til að ná olíulind-
(Framh. á 4. síðu)
Semustu fréttir
A Italíu heldur sókn Banda-
manna áfram, en miðar þó hægt
vegna öflugrar mótspyrnu Þjó»-
verja. Bandamenn hafa tekið
Castelforte.
f Kína hófu Japanir stór-
Bandamenn hindra
ekki skílnaðínn
Ný blaðaummæli
Enska blaðið „The Scotsman",
sem er áhrifamesta blað Skota
og oft er jafnað við „The Tim-
es", birtir 9. þ. m. grein um orð-
sendingu Kristj áns konungs,
þar sem farið er mjög hlýlegm
orðum um afstöðu íslendinga.
Biaðið segir m. a.:
„Þótt konungur Danmerkur
hafi látið í Ijós vanþóknun sína,
er ekki líklegt að nokkur utan
Danmerkur leggi stein í götu
skilnaðarins.
Af tilfinninga ástæðum er
hægt að hafa samúð með af-
stöðu konungsins til þeirrar á-
kvörðunar, sem nú er í aðsigi,
en þeir viðburðir, sem gerzt
hafa í seinni tíð, hafa gert ís-
lendinga ennþá ákveðnaði í
kröfunni um fullkomið sjálf-
stæði. Síðan 1918 hefir sam-
bandið aðeins verið persónusam-
band, byggt á hinum sameigih-
lega þjóðhöfðingja.
Stjórn Bandaríkjanna lýsti
yfir því fyrir nokkru síffan, að
hún myndi ekki hindra það á
nokkurn hátt, að tengslin við
Danmörku yrðu rofin, og að öll-
um líkindum er afstaða brezku
Istjórnarinnar hin sama."
„Svenska Morgonbladet", sem
er frjálslynt blað, hefur nýlega
gert þessi mál að umtalsefni,
það segir, að seinustu fregnir
frá íslandi sýni glöggt, að ís-
lendingar vilji halda áfram sam-
bandinu við Norðurlönd. Síðan
segir blaðið:
„Okkur í Skandinavíu finnst
það miður, að breytingin á sér
stað á stríðstímum, en samt get-
ur framkoma fslendinga talizt
eðlileg. Öruggt er, að styrjöldin
hefir ekki flýtt fyrir ákvörðun
íslendinga. Þeir hefðu eigi að
síður skilið við Dani 1944, eins
og þeir ákváðu 1928."
Flest blöð í Bretlandi hafa
aðeins birt aðalefni boðskapar
konungs og svar ríkisstjórnar og
flokka,- án frekari umsagnar.
RússneskU blöðin Pravdá og
Izvestia birtu 11. þ. m. boðskap
konungs og svar ríkissstjómar
og flokka, samkvæmt skeyti frá
London, án frekari umsagna.
Flugvöllur í
Vestm.eyfum
Vestmannaeyingar hafa um
skeið haft mikinn hug á því að
gera flugvöll í Eyjunum, svo að
þeir gætu orðið fastra flugsam-
gangna aðnjótandi. Hefir þetta
mál verið undirbúið hin síð-
ustu misseri af ýmsum áhuga-
sömum niönnum, meðal annars
bæjarfulltrúa Framsóknar-
manna, Sveini Guðmundssyni.
Á bæjarstjórnarfundi snemma
í þessum mánuði var ákveðið að
bjóða verkið út, og var við það
miðað, að 'verkinu yrði lokið í
haust. Fé til flugvallargerðar-
innar verður lagt úr bæjarsjóði,
en auk þess er vænzt framlags
frá ríkinu til þessarar sam-
göngubótar.
Gert er ráð fyrir, að'flugvöll-
urinn verði krossbraut á.miðri
eynni, hvor braut 400 metra löng
og 35—40 rhetra breið. Nær vest-
urendi brautarinnar í túnfótinn
á Ofanleiti, en austurendinn að
veginum, er liggur suður í Stór-
höfða. Áætlað er að flytja þurfi
til um 57 þúsund smálestir í
flugvallarstæðinu.
fellda sókn fyrir nokkrum vik-
um síðan. Hefir þeim orðið svo
mikið ágengt, " að kínverska
stjórnin er talin hafa miklar'
áhyggjur af framsókn þelrra.
51. blad'
Hverníg rækir Viðskíptaráðíð störi sín?
Hvcrsvegna voru íarm-
gjöldín ekkí lækkuðJyrr?
Skíptir gróðí Eimskípaiélagsias tugum milj. kr. síðastliðíð ár?
Þau tíðindi, sem voru kunngerð síðastl. laugardag, að við-
skiptaráð hefði ákveðið 45% farmgjaldalækkun hjá Eimskipa-
félagi íslands, hljóta að hafa vakið mikla athygli. Engar þær
breytingar hafa gerzt alveg nýlega, sem virðast réttlæta slíka
lækkun. Það ástand, sem nú er, — lægri vátrygging, fleiri ferðir
og meiri flutningar en áður, — hefir varað um langt skeið. Allt
mælir þannig með því, að sé þessi lækkun réttlætanleg nú, þá
hefði hún átt að vera komin miklu fyrr.
Tilkynning viðskiptaráðsins um lækkunina, virðist líka bera
með sér^ að það hafi ekki rankað við sér fyrr en kunnugt varð
umí iffkomu. .Eimskipafélagsins á síðastl. ári. Morgunblaðið, sem
er En^tskipafélagnu mjög handgengið, segir að orsök lækkunar-
irinar sé „mjög mikill hagnaður Eimskipafélagsins á árinu" og
munu þá flestir renna grun í, að eigi sé um smáa upphæð að
ræða. '-' : -V .,?• 1-i'Jt 9;
h 'l,
Sú farmgjaldalækkun, sem hér um ræðir, nemur vafa-
laust tugum miljóna króna á ári. Það hetfir því meira en
lítið aukið dýrtíðina, ef farmgjöldin hafa verið of há sem þessu
nemur um langt skeið, því að ofan á þau bætast svo hlutfalls-
Iega hæi-ri tollar og meiri álágning. Er vafalaust óhætt að full-
yrða, að aukning dýrtíðarinnar af þessum ástæðum nemi mörgum
milj. kr. meira en lækkun sú, sem fengizt hefir með framlögum
úr ríkissjóði. \
I tilkynningu frá viðskipta-
ráði, sem blöðunum hefir verið
send, segir svó:
„Um síðustu áramót lækkaði
Viðskiptaráðið flutningsgjöld í
Ameríkusiglingum um 13% á
öllum vörum öðrum en smjör-
líkisolium, kornvörum, kaffi,
sykri, fóðurbæti og áburði, og
var það aðallega gert vegna pess,
að vitað var að vátryggingar-
gjöld höfðu lækkað, ferðir orðið
tíðari og meira flutt til landsins
en gert hafði verið ráð fyrir, en
um áramótin voru þó að sjálf-
sögðu ekki fyrir hendi endan-
legar upplýsingar' um rekstur-
inn og afkomuna á síðasta ári.
Nú eru slíkar upplýsingar hins
vegar fyrir hendi, og hefir með
tilliti til þeirra þótt fært að
lækka farmgjöld á öllum vörum
um 45%, frá því sem nú ér."
Eins og rakið er hér að fram-
an, hlýtur þessi greinargerð við-
skiptaráðs að vekja ýmsar at-
hyglisyerðar spurningar. Hvers
vegna tók viðskiptaráð þessa
ákvörðun eigi fyrr? Hversvegna
þurfti það að bíða eftir árs-
reikningum Eimskipafélagsins?
Gat það ekki fylgzt svo vel með,
að það vissi hvernig málið stæði
á hverjum tíma? Lét Eimskipa-
félagið það ekki hafa stöðugar
upplýsingar?- En eins og áður
segir, eru allar þær ástæður,
sem sagðar eru réttlæta lækk-
unina,' búnar að haldast um
langt skeið, eins og t. d. fleiri
ferðir, meiri flutningur og
lægri vátrygging en áður.
Það virðist lika ófyrirgefan-
legt af viðskiptamálaráðherra,
sem var að basla við að halda
dýrtíðinni niðri, að hafa ekki
fullkomið yfirlit með þessum
þætti dýrtíðarmálsins. Lang-
réttast hefði verið að hafa farm-
gjöldin eins lág og frekast var
talið mögulegt og bæta þá Eim-
(Framh. á 4. síðu)
VEGAVircNirVERKFAIAIÐ
Kommúnisf ar reyna að leyna
aðaíkröfu sinni
Fiirðnleg afstaða Sjálfstæðisflokksins
Ráðamenn Alþýðusambandsins
hafa reynt allt til þess að leyna
þeirri aðalkröfu srnni, sem er
höfuðorsök vegavinnuverkfalls-
ins, að meðlimir verkalýðsfélag-
annahafi forgangsrétt í vega-
vinnu hvar sem er á landinu.
Þeir vita, sem er, að þessi ofbeld-
iskrafa þeirra á litlum vinsæld-
um að fagna.
Það er fyrst síðastl. sunnudag,
sem Þjóðviljinn minnist á þessa
aðalkröfu Alþýðusambandsins.
Hann skýrir þó ranglega^frá
henni og segir að hún hafi hljóð-
að á þessa leið:
„Meðlimir félaga innan Al-
þýðusambands íslands skulu
hafa forgangsrétt til þeirrar
vinnu, er samningur þessi nær
yfir og unnin er á félagssvæð-
inu."
Sannleikur málsins er sá, að
Alþyðusambandið setti þessa
kröfu þannig fram á frumstigi
samningaviðræðnanna, en síð-
ar breytti það henni og orðaði
hana á þessa leið:
„Meðlimir félaga innan Al-
þýðusambandsins skulu hafa
iorgangsrétt til þeirrar vinnu,
sem samningur þessi nær yfir
og vegagerð ríkisins lætur fram-
kvæma."
Hér er farið fram á skýlausan
forgangsrátt, jafnt utan sem
innan félagssvæðanna. Að slík-
um afarkostum gat ríkisstjórn-
in eigi gengið. Þess vegna tók-
ust eigi samningar og kommún-
istar efndu til hins ólöglega
verkfalls.
Jafnvel þótt Alþýðusamband-
ið héldi við frumkröfuna, væri
hún óaðgengileg fyrir ríkis-
stjórnina. Þótt réttmætt sé, að
verklýðsfélög í kaupstöðum og
kauptúnum hafi forgangsrétt
til vinnu á félagssvæðum sín-
(Framh. á 4. slöu)
Raiveitu komið upp
í Ólafsvík
Jónas Þorvaldsson, skóla-
stjóri og oddviti í Ólafsvík,
hefir verið á ferð hér í bæn-
um. Hefir hann verið að vinna
að því að fá lán vegna bygg-
ingar rafveitu í Ólafsvík. Lán
þetta hefir nú fengizt hjá
Búnaðarbankanum gegn vænt-
anlegri ábyrgð ríkisins Qg veði
í mannvirkjum.
Verður innánbæjarkerfið byggt
1 sumar, og verður það þannig
byggt, að það verður fullnægj-
andi, hvað styrkleika snertir,
fyrir vatnsvirkjun, þegar hún
kemur í framkvæmd. En fyrst
um sinn verður 50 hestafla
dieselmótor með riðstraumsrafal
notaður sem aflgjafi. Er þetta
bráðabirgðaráðstöfun þar til
raforkumálin þar vestra verða
leyst samkvæmt tillögum raf-
orkumálanefndar, en sennilegt
má telja, að tillögur og niður-
stöður nefndarinnar verði þær,
að kauptúnin á Snæfellsnesi á-
samt sveitum þess, fái raforku
frá Andakílsfossum, en fallvötn
Snæfellsness verði síðarmeir og
eftir þörfum virkjuð og tengd
við aðalraforkukerfið sem und-
irstöðvar. En hvað þessarar
lausnar á málinu þarf lengi að
bíða mun tíminn leiða í ljós.
Ætlazt er til, að fyrrnefnd raf-
veita í Ólafsvík geti tekið til
starfa í haust. Eru húseigendur
þegar farnir að láta leggja raf-
lagnir i hús sín. Hefir Jónas
Magnússon rafvirkjameistari í
Reykjavík tekið það verk að sér.
Ennþá er eigi ráðið, hver leggur
sjálft innanbæjarkerfið, en
Höskuldur Baldvinsson skrif-
stofustjóri mun ráða mann til
þess verks jafnframt þyí, sem
hann hefir eftirlit með faglegri
framkvæmd verksins.
Er mikill og almennur áhugi
á máli þessu 1 Ólafsvík, enda
má hiklaust telja að framkvæmd
þessa verks sé hið mesta spor
til framfara og menningar, sem
nokkurn tíma hefir verið stigið
í sögu Ólafsvíkur.
Hátíðahöld Norð-
manna 17. maí
Norðménn efna nú í ár til há-
tíðahalda í Reykjavík á þjóðhá-
tíðardegi sínum, 17. maí, með
svipuðum hætti og síðastliðið ár.
Hefir nefnd manna, er S. A.
Priid ritstjóri, blaðafulltrúi
Norðmanna hér, Einar M. Hopp
liðsforingi, Ingolf Ingebrigtsen
stýrimaður, Tomas Haarde verk-
fræðingur, formaður Nord-
mannslagets — félags Norð-
manna hér — og P. E. Andresen,
ritari þess, skipa, undirbúið há-
tíðahöldin.
Hátíðahöldunum verður í að-
aldráttum hagað á þessa leið:
Laust fyrir klukkan 8,30 safn-
ast menn saman í kirkjugarð-
inum í Fossvogi og kl. 8,30 legg-
ur T. Haarde sveig á legstað
norskra flugmanna og sjó-
manna, sem þar hvíla. Að því
(Framh. á 4. síöu)
Á víðavangi
FARI ÞAÐ f HOPPANDI!
í Degi 4. þ. m. er I~ förustu-
grein rætt um þær vonir and-
stæðinga Framsóknarflokksins,
að svo mikill ágreiningur væri
innan flokksins, að hljótast
myndu af fullkomfn friðslit á
flokksþinginu. Segir Dagur m.
a.:
„Bæði Sjálfstæðismenn og
kommúnistar óskuðu sárt eftir
svona löguðum klofningi. Hina
ímynduðu fylkingu til „hægri"
kenndu Sjálfstæðismenn við
Jónas Jónsson, en fylkinguna til
„vinstri" við þá Hermann Jón-
asson og Eystein Jónsson.
Sjálfstæðismenn óskuðu, að
„sjónarmið Jónasar", er þeir svo
kölluðu, yrði í meiri hluta á
flokksþinginu, og eftir þingið
kemur það í ljós, að þeir eru
stúrnir yfir því, að þetta hafi
brugðizt og að J. J. sé ekki leng-
ur í formannssæti í flokki sín-
um. Einhvern tíma hefði það
þótt saga til næsta bæjar, að
íhaldið harmaði pblitískan ósig-
ur J. J. En það voru ekki Sjálf-
stæðismenn einir, sem ætluðu
að fagna yfir sigri J. J., komm-
únistar voru við sama hey-
garðshornið, en af öðrum ástæð-
um. Þeir hafa að undanförnu
reynt að sverta J. J. með þyí að
bendla hann við afturhaldsöflin
í landinu, af því að hann hefir
allra manna mest barizt á móti
niðurrifsstefnu kommúnista. —
Kommúnistar litu svq. á, ef
hlutur J. J. yrði ofan á, þá yrði
hægara fyrir þá að stimpla
Framsóknarflokkinn sem aftur-
haldsflokk."
Dagur sýnir siðan fram á,
hversu þessar vonir andstæð-
inganna hafi hrunið til grunna
á flókksþinginu. Stjórnmálayf-
irlýsingin var samþykkt ein-
róma, þar sem ákveðið er,
að Framsóknarflokkurinn skyldi
eins og hingað til vera
frjálslyndur miðflokkur, sem
er reiðubúinn til samstarfs
við aðra flokka eða menn úr
öðrum flokkum, er vilja vinna
að alhliða umbótum á grund-
velli lýðræðisins. Þetta er ekki
ákvörðun neinnar fámennrar
kliku í Reykjavík, eins og and-
stæðingarnir vilja vera láta,
heldur sameiginlegur vilji allt
að 300 kjörinna fulltrúa Fram-
sóknarfélaganna um allt land.
Flokkurinn stendur óskiptur
saman eins og áður og engin
merki um klofning sjáanleg.
Andstæðingarnir eru því alveg
gáttaðir og muldra í vandræð-
um sínum: Fari það í hopp-
andi!
SÉRRÉTTINDASTEFNA
ÍHALDSINS.
Dagblöðin í Reykjavík skýra
frá því, að borgarstjórinn hafi
nýlega lagt til á bæjarráðsfundi,
að veita öllum þeim leyfi til
kvikmyndareksturs, sem um það
hafa beðið. Flestar beiðnirnar
munu gamlar og er það alveg
eftir höfði íhaldsins að veita
þessi leyfi fyrst nú. Það hefir
synjað um slík leyfi allan gróða-
tíma stríðsins til þess að fáir
máttarstólpar þess, eigendur
Gamla Bíós og Nýja Bíós, gætu
setið að gróðanum. Nú þegar
þessi tími er að verða búinn og
erfitt er að koma upp kvik-
myndahúsum, .vefða fleirum
veitt sýningarleyfi. Þarna er
stjórnarstefnu íhaldsins vel lýst,
einokun og sérréttlndi fyrir
helztu forkólfa þess.
REYNSLA VERKAMANNA
í SVÍÞJÓÐ.
Kommúnistablaðið segir, að
Tíminn hafi farið illum orðum
um verklýðsfélögin. Þetta er
ósatt, eins og margt annað, sem
umrætt blað segir. Hins vegar
sagði Tíminn, að verklýðssam-
tökin hefði orðið fyrir því ó-
happi, að kommúnistiskir spell-
virkjar hefðu komizt þar til
valda og misnotuðu aðstöðu sína
(Framh. á 4. síðu)