Tíminn - 16.05.1944, Síða 2

Tíminn - 16.05.1944, Síða 2
202 T] mh \N, liriðjndagiiin 16. mai 1944 51. blað ^ímtrm Þriðjudagur 16. maí Framtídin Áhyggjur margra vegna þess, hvernig horfir í fjárhagsmálum og stjórnmálum þjóðarinnar, fara vaxandi. Það er rætt um, að algert hrun sé fyrir dyrum. Það er talað um, að krónan muni falla og verða einskisvirði. Því er spáð, að meíra og minna at- vinnuleysi sé í vændum. Svart- sýni og trúleysi á framtíðina einkennir skoðanir margra manna um þessar mundir. Hér skal síður en svo reynt að andmæla því, að þessi skoð- un sé eigi* skiljanleg, eins og ástatt er í dag. Þegar litið er einhliða á ríkjandi öngþveiti fjármálalífsins og stjórnmál- anna, er ekkert undarlegt, þótt menn verði svartsýnir. Engum ungum manni skal heldur láð, þótt hann sé vantrúaður á ríkj- andi þjóðskipulagshætti, ef hann lítur einhliða á rangindin og misréttinn, er dafna í skjóli þess,' miljónagróða fárra ein- staklinga á aðra hönd, án nokk- urra sérstakra verðleika eða lofsverðrar framtakssemi, en á hinn bóginn öryggisleysi og fall- valtar framtíðarvonir bænda, verkamanna og annars vinn- andi fólks. Svartsýnin og trúleysið, sem ríkir í dag, getur þannig verið vel skiljanleg. Hitt er annað mál, hvort það er réttlætanlegt. Við nánari athugun, ættu menn að sjá, að það er rangt og óskyn- samlegt að dæma framtíðina eftir nútíðinni. Það væri sama fásinnan og ef þvl hefði verið haldið fram á tímum móðu- harðindanna, að ísland ætti sér ekki viðreisnarvon framar. Með- an þær náttúruógnir dundu á þjóðinni, ritaði einn af íhalds- samari embættismönnum henn- ar um framtíð kornyrkju á ís- landi. Hann lét ekki erfiðleikana svipta sig trú á land og þjóð. Trú hans átti líka eftir að rætast. Ef menn líta ekki aðeins á fjármálaörðugleikana og stjórn- málaöngþveitið í dag, heldur Jafnframt á þá miklu möguleika, sem þjóðin hefir til að skapa sér betri lífskjör og meiri menn- ingu, myndi svartsýnistrúin vissulega hafa færri áhangend- ur. Auðæfi moldarinnar, hafs- íns, fossanna og hveranna, sem ísland á í svo ríkum mæli, geta skapað margfalt fleira fólki en byggir það nú glæsilegt menn- ingarlíf. Hinir miklu fjármunir, sem íslendingar eiga nú í er- lendum gjaldeyri, ættu að geta flýtt miklu meira fyrir hinni verklegu þróun en menn gátu gert sér vonir um fyrir fáum ár- um síðan. Stjórnskipulag þjóð- arinnar gefur líka þeim öflum, sem vilja koma fram félagsleg- um, menningarlegum og verk- legum umbótum og framförum, sigurvænlega aðstöðu. Það, sem þarf, er dugnaður og framtak til að nota auðæfi landsins, ráð- deild til að láta hinar erlendu inneignir ekki fara í sukk og óþarfa, og síðast, en ekki sízt, sameining umbóta- og viðreisn- araflanna um raunhæfa og stór- stíga framfarastefnu. Hér á landi ætti framkvæmd slíkrar umbótastefnu að verða enn auðveldari en ella vegna þess, að meðal langflestra lýð- ræðisþjóða hefir skapast stór- felld vakning um aukið félags- legt réttlæti og framfarir í þágu almennings. Sú stefna, sem vill að framleiðslutækin, verzlunin og hin vaxandi tækni verði til auðgunar fáum mönnum, en fjöldinn búi við óbreytt kjör, er deyjandi stefna. Efnalegt rétt- læti og velmegun allra er boð- orð hins nýja tima. Á nýloknu flokksþingi Fram- sóknarmanna var tekin skýr og afdráttarlaus afstaða til þessara mála. Framsóknarmenn lýstu þar eindreginni trú sinni á hina miklu möguleika fyrir viðreisn atvinnuveganna í þágu hins starfandi fólks. Framsóknar- menn lýstu fylgi sínu við aukið efnalegt réttlæti," þeir vilja hvorki auðkonunga eða öreiga, heldur bjargálnamenn. Fram- sóknarmenn stigu á stokk og strengdu þess heit að vinna að sigrl umbótástefnunnar á grund- Landgræðslusjóður Á öðrum stað í bláðinu er birt ávarp til íslendinga um stofnun Landgræðslusjóðs. Er þessum sjóði ætlað að verða til styrkar trjárækt og skóg- græðslu, en jafnframt til varnar gróðurlendi og hjálpa til að klæða sem mest af landinu ein- hverjum nytjagróðri. Skógræktarfélag íslands beit- ist fyrir þessu máli, og er ætlazt til að menn um allt land, eigi kost á að gerast aðiljar að stofn un þessa merkilega sjóðs. Hefir félagið látið prenta greiðsluvið- urkenningar fyrir 5, 10, 50 og 100 krónum, sem afhentar verða þeim, sem fé leggja fram. Sér- stök áherzja verður lögð á þessa fjárssöfnun þá daga, sem þjóð- aratkvæðagreiðslan fer fram og hefir landsnefnd lýðveldiskosn- inganna látið gera merki, er hún afhendir, til að minna á þetta málefni. Skógræktarfélagið mun hafa fengið heimild til að hafa bæki- stöð sína í skrifstofum Búnað- arfélags íslands tvo fyrstu kosningadagana, til þess að.eiga sem hægast með að vinna að þessu máli. Leggi hver fulltíða maður fram nokkra fjárhæð til stofn- unar Landgræðslusjóðnum, verð- ur sjóðurinn verðug morgungjöf til þjóðarinnar, nú' þegar hún öðlast fullt frelsi og stofnar lýð- veldi. velli lýðfrelsisins og þingræðis- ins, vinna að sameiningu nógu sterkrar umbótafylkingar til að koma fram hinum stóru við- reisnar- og réttlætismálum. Það verður reynt að vinna gegn þessari stefnu, bæði af stórgróðakóngum, sem vilja auðgast meira af störfum vinn- andi manna, og af kommúnist- um, sem ekki trúa á neitt annað úrræði en byltinguna. En þessi andstaða er vonlaus, ef umbóta- menn landsins eru nógu ákveðn- ir og láta ekki smákrit og þröng- sýni, er áður hefir sundrað þeim, verða lengur vatn á myllu öfgalýðsins í þjóðfélaginu. Fyrir Framsóknarmenn gildir það nú að vinna vel og vasklega að útbreiðslu stefnu sinnar, eins og hún var ákveðin af flokks- þinginu. Þá mun skapast sú alda, sem hvorki stríðsgróða- menn eða kommúnistar geta stöðvað. Þá mun svartsýnin víkja og stórfelldar, verklegar framfarir og félagslegar um- bætur munu aftur gera bjart yfir íslandl. Þ. Þ. Ávarp til íslendinga Samtímis því, að þjóðin er kvödd til þess að taka ákvörðun um stofnun lýðveldis, kom fram sú hugmynd, að efnt yrði til einhverrar þeirrar fram- kvœmdar, er allir landsmenn gœti átt hlut að og gildi hefði fyrir alda og óborna. Hefir orðið að ráði, að stofnaður yrði LAND- GRÆÐSLUSJÓÐUR SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍS- LANDS. Þessum sjóði er eigi aðeins œtlað að verða til styrktar trjárœkt og skóggrœðslu, heldur einnig að verja gróðurlendi og klœða sem mest af land- inu einhverjum nytjagróðri. Sagan leiðir í Ijós, hversu náið samband er milli gróðurfars landa og farnaðar þjóða. Menningar- skeið þjóða eru samfara því, að skógar og hvers konar nytjagróður stendur með blóma, en þegar gróðurfari hnignar fylgir fátœkt og afturför í kjölfarið. Þannig hefir þessu verið varið einnig um okkar land. Og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum, að hér er hafin sókn í rœktun og grœðslu eyddra landa. Þessa rœktunarsókn þarf mjög að herða. Verjast þarf landspjöllum svo sem verða má. En jafnframt þarf að hjálpa nytjagróðri til þess að nema landið að nýju. 'r' . Hvort tveggja er stórum auðunnara nú en áð- ur, sakir þeirrar reynslu og þekkingar, sem fengin er, og verktœkni og úrrœða, sem upp hafa verið fundin, aðeins ef eigi skortir fjármuni til fram- kvœmda. Gerðist sérhver fulltíða íslendingur aðili að stofnun Landgrœðslusjóðs Skógrœktarfélags ís- lands, yrði sjóðurinn frá upphafi vegleg minn- ingargjöf um endurheimt þjóðfrelsi, sem þá að sjálfsögðu yrði aukin og efld í framtíð, svo að svara mœtti til þeirra vona, er allir stofnendur sjóðsins bera í brjósti um farnað þjóðar og lands. Stjórn Skógrœktarfélags íslands gengst fyrir fjársöfnuninni. . Landgrœðslusjóðurinn verður sjálfseignarstofnun. Sjóðnum verður sett skipu- lagsskrá á nœsta aðalfundi Skógrœktarfélagsins. Góðir íslendingar! Gerizt aðilar að stofnun Landgrœðslusjóðs Skóg- rœktarfélags íslands. Svíar og kommúnistar Fyrir skömmu birtist í blöðum landsins og útvarpi útdráttur úr ummælum nokkurra sænskra blaða um sjálfstæðismál vort í tilefni af skeyti því, er Dana- konungur sendi ríkisstjórninni varðandi lýðveldisstofnun á ís- landi. Afstaða konungs er ofur skiljanleg og ekki önnur heldur en við mátti búast. Það er erfitt fyrir konung, sem af „Guðs náð“ er konungur Vinda, Gauta, ís- lendinga og annarra þjóða, að afsala sér konungdómi fyrir sig og sína ætt. Það er ákvörðun, sem konungar taka yfirleitt ekki, hvort sem er á stríðs- eða friðartímum. Svo það er í raun- inni barnalegt að láta sér detta það í hug, að konungur breyti nokkuð um skoöun í þvi efni, þótt fríður komizt á í heimin- um. Sá leiðinlegi misskilningur, sem fram kemur hjá nokkrum sænskum blaðamönnum, um rétt okkar íslendinga til þess að ráða sjálfir stjórnskipulagi okk- ar, byggigt að allverulegu leyti á því, að þeir eru uppaldir við það að líta á konung frá sama sjónarmiði og hann sjálfur lítur á sig, þ. e. a. s. sem nokkurskon- ar æðri veru, með öðrum og meiri rétti en venjulegt dauð- legt fólk. Þessi skoðun á rétti konungsins, samfara þekkingar- skorti þeirra á lagalegum og sið- ferðilegum rétti okkar íslend- inga til þess að ráða okkur sjálfir, veldur þeim leiðinlega misskilningi, sem fram kemur í ummælum hinna sænsku blaða. Munu því ummæli þeirra frekar vera sprottin af ókunnugleika en illum hug í garð okkar ís- lendinga. Enda er vanþekking hjá erlendum blaðamönnum á högum ' okkar íslendinga ekk- ert nýtt fyrirbrigði. Verulegs misskilnings gætir einnig í öðru efni hjá þessum sömu blaðamönnum, þegar þeir halda að slit hins pólitíska sam- bands íslands við Danmörku tor- veldi hina norrænu Samvinnu í framtíðinni. Þvert á móti teljum vér íslendingar okkur meiri gleði og gagn að því að taka þátt í samvinnu við hinar Norður- landaþjóðirnar sem frjáls og jafnrétthár aðili, heldur en sem undirþjóð einnar þessara þjóða. Ótrúlegt væri það, að Norður- landaþjóðirnar, og gagnstætt þeirri framkomu, sem þær hafa sýnt oss undangengin ár, færu að torvelda okkur samvinnu við sig í framtíðinni, sem nokkurs konar hefnd fyrir það að við viljum vera frjáls og full- valda þjóð. Slík skoðun er fjar- stæða. En þessi sænsku blaðaummæli voru vel þegin af þeim, sem skapa vilja hér andúð á Svíum og ala á törtryggni í þeirra garð, svo sem Vísisliðinu. En einkum kemur þetta fram hjá kommún- istum á einstaklega ruddalegan hátt í Þjóðviljanum 11. maí. Þjóðviljinn stingur sem sagt upp á því, að við íslendingar aurum saman í pils fyrir Svía og gefum þeim og þá muni þeir þagna. Meiningin er auðvitað sú, að Svíar séu svo siðferðislaus þjóð, að þeir segi og geri hvað sem er fyrir peninga. Á annan hátt verður þessi heimskulegu og al- veg eindæma dónalegu orð ekki skilin. Halldór Kiljan segir í sama blaði í lok greinargóðrar ritgerðar um afstöðu konungs, „að vér íslendingar þekkjum þá þjóð (Svía) ekki neitt, og kær- um okkur ekki mikið um að kynnast henni“. Þetta eru dólgs- leg orð, svo hans eigin orð séu notuð, í garð erlendrar vin- veittrar þjóðar, og þarna talar Kiljan áreiðanlega ekki fýrir munn íslendinga. Hvaða ástæðu hefir Kiljan til þess að segja slíkt, þótt hann reiðist orðum nokkurra blaðamanna? Reiði kommúnista í garð Svía er skiljanleg. Hún stafar ekki fyrst og fremst af þessum um- mælum sænsku blaðamannanna heldur af því að þeir hafa andúð á Svíum, sem 1 augum kommún- ista hafa unnið sér margt til óhelgis. Svíar eru engir sérlegir aðdáeridur Rússa, þótt þeir láti þá jafnan njóta sannmælis. En þeir hafa hjálpað nágrönnum sínum, Finnum, margvíslega í þrengingum þeirra. og slíkt er höfuðsynd. í Svíþjóð ráða social- demókratar mestu um alla stjórn landsins og framkvæmdir. Loks er almennum velferðar- málum þjóðarinnar svo vel fyrir komið í Svíþjóð, að öðrum þjóð- um hefir verið til fyrirmyndar og þetta skipulag er ekki kom- munistiskt, heldur blátt áfram borgaralegt, og svona gott borg- aralegt skipulag er hættulegt í samkeppni við kommúnism- ann. f þessu er raunverulega að finna ástæðuna fyrir því hatri í garð Svía, sem fram kemur hjá kommúnistum. Gl. R. Munfó að greiða atkvæði nógu snemma við lýðveldiskosning- arnar, svo að atkvæðin komist á ákvörðunarstað í tæka tíð! Útbreiðið Tímairn! Erlendir þættirt Jorge IJbico Flest ríki Mið-Ameríku og Suður-Ameríku hafa einræðis- herra. Mörg þeirra hafa reynt að koma á lýðræði og þing- ræði, en það hefir jafnan misheppnazt. Ófyrirleitið gróða- brall og valdabrask auðkónga annars vegar, en menningar- skortur og samtakaleysi almennings hins vegar hafa hald- izt í hendur um að granda lýðfrelsinu. Endirinn hefir orðið einræði og hefir vitanlega oltið á ýmsu um það, hvernig það hefir reynzt. Sá núlifandi einræðisherra Ameríku, sem talinn er merki- legastur, en hins vegar er lítt þekktur utan lánds síns, er Jorge Ubico í Guatemala, stærsta ríki Mið-Ameríku. Hann hefir farið þar með völd síðan 1931 og hefir þótt stjórn- samari og framtaksmeiri en flestir einræðisherrar í sögu Ameríku, er oftast hafa verið lítið meira en þý vissra auð- mannaklíkna eða erlendra auðhringa. Guatemala er 45 þús. fermílur að flatarmáli og hefir um 3.3 milj. íbúa. Um helmingur þeirra eru Indíánar. Mikið af landinu er hálent. Sjálf höfuðborgin, sem hefir um v180 þús. íbúa, er í 4800 feta hæð. Jarðskjálftar eru tíðir og hrundu mestöll hús höf- uðborgarinnar í jarðskjálfta 1917. Landbúnaður er aðalat- vinnuvegurinn, og eru helztu útflutningsvörurnar kaffi, ban- anar og sykur. Námugröftur fer vaxandi og eru margskonar málmar, t. d. silfur, gull, kopar og járn, unnir þar úr jörðu. Landið er talið auðugt og eiga mikla framtíð fyrir höndum. Fram til ársins 1931 hafði ver- ið tiltölulega lítið um opinberar framkvæmdlr í Guatemala. — Stjórnin hafði lenstum verið í höndum manna, er hugsuðu um hag fárra einstaklinga, en ekki almennings. Árið 1930 urðu for- setaskipti í Guatemala, en Bandaríkjastjórn vildi eigi við- urkenna hinn nýja forseta, þar sem hún mun hafa talið kjör hans ólöglegt. Stóð þannig i nokkuru þófi, unz Ubico var val- in forseti 1931. Vafasamt er að kjör hans hafi verið löglegt, en honum tókst þó að ná viður- kenningu annara ríkja. Síðan hefir hann verið einræðisherra. Ubico var 52 ára, þegar hann varð forseti, fæddur 1879. Hann var sonur velmetins embættis- manns, komst fljótt í opinbera þjónustu og varð um hríð fylkis- stjóri. Hann hafði verið her- málaráðherra um skeið, er hann varð forseti. Ubico tók við landinu í fyllstu niðurníðslu. Kjör Indíána, sem aðallega stunduðu landbúnað, voru hin verstu. Ýmsir auðkýf- ingar keyptu jarðir þeirra og leigðu þeim þær aftur með ok- urkjörum. Samgöngur voru lé- legar, sími óvíða, útvarp ekkert. Ástandið í heilbrigðismálum var hið ömurlegasta, því að margir hitasjúkdómar, t. d. maleria og kólera, voru landlægir í stórum landshlutum, og yfirleitt átti al- menningur lítinn aðgang að læknishjálp. í höfuðborginni var tæpast nokkur gata, sem gat nefnst því nafni, og byggingar hinar lélegustu. Skólamálin voru í mestu niðurníðslu, eink- um meðal Indíána. Allur emb- ættisrekstur var í mesta ólagi og mútur næsta algengar. Loks var ríkið stórskuldugt og árleg- ur tekjuhalli á ríkisbúskapnum. Ubico tók strax til óspilltra mála. Hann setti lög, sem bönn- uðu auðmönnum að kaupa jarð- eignir Indíána og tryggði þeim Jsanngjarnan leigumála. Hafizt 'var handa um stórfelldar verk- legar framfarir, vegir lagðir og járnbrautir byggðar í margfallt stærri stíl en áður hafði þekkst. Sími var lagður um landið þvert og endilangt og margar útvarps- stöðvar reistar. í höfuðborginni var hafizt handa um stórfelldar byggingar og götulagningar, og er hún nú talin ein hreinleg- asta borg í heimi. Fjöldi skóla var reistur, einkum í Indíána- héruðunum. í heilbrigðismál- unum hafa framfarirnar þó orð- ið einna stórstigastar. Mörgum verstu sjúkdómunum hefir ver- j ið útrýmt, allir eiga nú kost ó- J dýrrar læknishjálpaí og marigií spítalar hafa verið byggðir. Hafa sérfræðingar frá Banda- ríkjunum verið fengnir til að standa fyrir þes§um fram- kvæmdum. Skuldir landsins hafa verið greiddar að mestu og ríkisbúskapurinn skilar nú ár- lega góðum tekjuafgangi. Ef til vill hefir þó Ubico unn- ið mesta stórvirkið á því sviði að bæta embættisreksturinn. Hann hefir gengið mjög strangt eftir því, að embættisfærsla op- inberra starfsmanna væri í góðu lagi, og refsað mjög 'stranglega fyrir öll afbrot. í Guatemala eru allar refsingar mjög strang- ar, jafnvel smáþjófnaðir hafa verið látnir varða lífláti. Ubico telur, að strangar refsingar tryggi bezt skyldurækni og hlýðni. Allir opinberir starfs- menn verða að gera grein fyrir eignum sínum, er þeir taka emb- ætti, og árlega síðan. Ef þeir byggja sér hús eða kaupa ein- hverja eign, verða þeir að gera grein fyrir, hvernig féð er feng- ið. Strangleiki Ubico sézt m. a. á framkomu lögregluliðsins 1 höfuðborginni. Þar er talin meiri regla en í annari amerískri borg. Það má t. d. heita óþekkt, að menn kasti þar sígarettu- stubb á götuna. Ubico hefir heimtað, að borgin væri hrein- leg, og lögreglan fylgir þeim fyrirmælum hans vægðarlaust. Allir ráðherrar Ubico verða að skrá daglegan vinnutíma sinn á stjórnarskrifstoíunum, og þeir verða alltaf að standa í návist hans. Ubico fer oft i yfirlits- jferðir og ferðast þá venjulega á Jmótorhjóli. Hann krefst þess, að opinberir starfsmenn geri það einnig. Hann hefir stundum lát- ið fylkisstjóra selja einkabifreið, sem þeir höfðu keypt, og kaupa sér mótorhjól í staðinn. í eftir- litsferðum sínum hefir hann oft rekið margt manna úr embætt- um. Ubico á enga persónulega vini og hefir ekki myndað neinn flokk um sig. Hins vegar hefir hann öfluga og víðtæka leyni- lögreglu og fer því fátt fram hjá honum. Hann gætir þess vel, að herinn sé honum fylgispakur. Guatemala er eina ríkið í Latín-Ameríku, sem eigi hefir fengið lán í Bandaríkjunum á stríðsárunum til eflingar at- vinnulífi sínu, en Bandaríkja- menn eru nú ósparir á þessi lán. í stað þess hefir Guatemala keypt 2 milj. dollara af stríðs- skuldabréfum Bandaríkjanna. í öðrum Mið-Ameríkuríkj unum hafa Bandaríkjamenn annast sjálfir lagningu Pan-Ameríku- vegarins, sem á að ná eftir endi- langri Ameríku, og byggingu hernaðarlegra flugvalla. Ubico tók að sér að sjá um þessi verk í Guatemala, án afskipta Banda- ríkjanna. Hann vissi, að þeir myndu bjóða hærra kaup og hækka þannig kaupgjaldið í landinu, eins og reynslan hafði orðið annars staðar. Þessar framkvæmdir urðu líka tiltölu- lega stórum ódýrari þaf en ann- ars staðar. En Ubico hélt ekki að^ins niðri kaupgjaldinu. Þegar Bandaríkjamenn komu þangað með of fjár til að kaúpa vörur, fyrirskipaði hann há-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.