Tíminn - 16.05.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.05.1944, Blaðsíða 3
51. blað t: ttl V>. þriðjndaginn 16. mal 1944 203 ScxtugMfj JónasBjarnason verkstjórí, Húsavík Jónas Bjarnason, verkstjóri, Húsavík, fæddist í Hraunhöfða í Öxnadal í Eyjafjarðarsýslu 4. maí 1884, og er hann því sex- tugur nú í vor. Engum, sem sér hann, og elgi veit aldur hans, mun detta í hug, að hann eigi svo mörg ár að baki. Eða hvað finnst yður eftir myndinni að dæma? Ekki er hann samt ung- legur, af því að hann hafi legið á liði sínu. Hann fór að búa 22 ára gamall að Bakkaseli í Öxnadal. Þaðan an fluttist hann eftir tvö ár — árið 1908 — til Húsavíkur og hefir átt þar heima síðan. í Húsavík gerðist hann ökumað- ur, átti margt hesta og tók að sér flutninga fyrir kauptúnið og verzlunarsvæði þess í stórum stíl. Hélt hann áfram þeim starfa þar til bílar komu til sög- unnar. Jafnframt stundaði hann vegavinnu. Árið 1916 varð hann vegavinnuverkstjóri fyrir ríkið og hefir verið það síðan. Hefir hann staðið fyrir vegalagningu um ýmsar torveldar leiðir, svo sem: Reykjaheiði, Axarfjarðar- heiði og nú síðast nokkurn hluta Brekknaheiðar. Má fullyrða, að hann hefir verið einstakur af- reksmaður í því að gera í skyndi með ótrúlega litlum tilkostnaði slarkfært fyrir bifreiðar, þar sem aðrir hafa talið mikils við þurfa og langt til þvílíkrar úrlausnar. Hafa þau afrek Jónasar komið sér vel fyrir ýmsa staði, sem annars hefðu þurft lengi að bíða sambands við vegakerfi. Þá hefir Jónas unnið með hestum sínum allmikið að túna- sléttun fyrir granna sína. Árið 1926 plægði hann og herfaði t. d. um 100 dagsláttur. Vetrar- póstur hefir hann verið 12 s. 1. ár frá Húsavík að Skinnastað í Öxarfirði og 5 s. 1. ár einnig frá Húsavík að Einarsstöðum í Reykjavik. Hestamaður mikill er Jónas. Frá honum — og taminn af hon- um — fékk Daníel Daníelsson hinn kunna gæðing sinn Háfeta, sem prýðir forsíðu bókarinnar „í áföngum". Tekur hann árlega margt hrossa til tamningar, og ótrúlega oft góðan hest úr vafa- sömu efni, hvað þá úr hinum. Er hann svo vaskur tamninga- maður og ótrauður, að sjálfsagt þykir í umhverfi hans að fá honum hesta, sem hættulegir eru, vegna trylltra skapsmuna, fælni eða hrekkja, og bregst marksverð á þeim. Hann vissi, að þeir höfðu aukið dýrtíðina anars staðar með yfirboðum. Það vildi hann ekki, þótt ame- rískir dollarar væru í boði. Hann vissi, að aUkning dýrtíðarinnar myndi hækka kaupgjaldið. Gu- atemala er nú það ríki Ameríku, þar sem talin er minnst hætta á verðbólgu. Ubico er sagður svipaður Na- poleon í vexti og framgöngu. Hanij er harður og fráhrindandi í framgöngu. Hann er sagður geta sagt fljótar nei en nokkur annar maður í Ameríku. Hann er afkastamaður mikill. Hann segist svara öllum bréfum og skeytum, er hann fær, innan tveggja klukkustunda. Hann byrjar vinnu kl. 5 að morgni og vinnur til kl. 5 á daginn. Þá tek- ur hann sér fulla hvíld frá störf- upi. Hann tekur mjög há for- setalaun og á orðið miklar eign- ir, en gerir líka opinberlega grein fyrir þeim, eins og aðrir opinberir starfsmenn. Dómur ýmsra kunnra manna í Guate- mala um Ubico er oft þessl: Okkur líkar ekki allt, sem hann gerir, en hann gerir svo mikið rétt, að við viljum ekki skipta á honum og öðrum. Ubico hefir verið að jafnaði gætinn í utanríkispólitík sinni. Síðan stríðið hófst hefir hann stutt Bandamenn af ráðum og dáð, enda þótt hinir þýzku í- búar landsins séu áhrifamiklir. Milli Guatemala og Mexico hefir löngum verið grunnt á því góða, og er Ubico eigi talinn vinveittur Mexicomönnum. Eitt sinn hafði eitt blað í Bandaríkjunum það eftir honum, að her hans gæti hæglega gert innrás í Mexico og varla, að honum takist að gera þá auðsveipa og nothæfa. — Jónas hefir góða kvæða- mannsrödd og tekur stundum lagið, þegar klárinn leikur við tauminn. Einn kunningi hans sendi honum 4. maí þessa sléttu- bandavísu til þess að kveða: Hljóttu bezta gleði-gengi. Gleymdu ellidegi. Njóttu hesta. Lifðu lengi. Legðu marga vegi. Annar sendi honum þetta erindi: Sextugt djúp er dökkva hjúpað, drengurinn þó sem ungur gengur. Stígur í hnakk sem kátur krakki, — knapans líf er mest að skapi. Allir beztu heimsins hestar hneggi þér til lofs og eggi. Hlægi þig reið á hlemmiskeiði í hlaðið sunnan við dýpsta vaðið. Allar líkur benda til þess að Jónas eigi eftir að temja marga hesta og leggja marga vegi, áð- ur en hann að síðustu sviptir hesti sínum til skeiðs og hleypir „í hlaðið sunnan við dýpsta vaðið“. í vetur sem leið hafði hann átta hesta til þjálfunar, — suma ágæta. í sumar er svo ráð fyrir gert, að ríkið fái honum eitt hundrað þúsund krónur til þess að halda áfram vegargerð yfir Brekkna- heiði. Ætli það sé ekki eitth'vað þessum athöfnum líkt, sem gerir það að verkum, að stund- um eru sextugir menn ungir? K. Kristjánsson. lagt landið undir sig. Ubico vlldi þó eigi kannast við þessi um- mæli og hefir blað þetta verið bannað síðan í Guatemala. Það er talinn draumur Ubico, að öll ríki Mið-Ameríku sam- einist í öflugu ríkjabandalagi. Á þessu eru þó margir örðug- leikar, m. a. þeir, að öll Mið- Ameríkuríkin, að einu undan- skildu, hafa einræðisherra, er hver um sig vildi ráða mestu í þessu bandalagi. Vitanlega tel- ur Ubico sig sjálfkjörinn í þeim efnum, sem forseta stærsta rík- isins. Ubico átti samkvæmt stjórn- arskránni að leggja niður völd 1937, en hann hefir látið smám- saman lengja valdatíð sína, og nú fyrir skömmu til 1949. Þá segist hann vera orðinn sjötug- ur og of gamall til að stjórna lengur. Kjósendnr! Munið að greiða atkvæði í lýðveldiskosningunum. Gætið að því að draga ekki of lengi að kjósa, ef senda þarf atkvæði ykkar langa vegu, því ferðir eru strjálar á ýmsa staði landsins. Hvaða íslendingur er það, sem ekki vill gera skyldu sína til þess að landið hans verði frjálst og fullvalda? Dragið ekki lengi það, sem þið getið gert í dag! Vinfir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Hál! miljón Eins og áður hefir verið sagt frá, þá hefir Lifrarsamlag Vest- mannaeyja ákveðið endanlegt lifrarverð ársins 1943 kr. 1.47 fyrir hvert innvegið lifrarkíló. Heildar lifrarmagnið var um 1100 tonn og er það mun meira heldur en árið á undan, en þá varð útborgunarverð lifrarinnar kr. 1.90 hvert innvegið kíló. Út- flutningsverð lýsisins er svipað bæði árin, og að jöfnum aðstæð- um hefði lifrarverð ársins 1943 því átt að verða hærra heldur en árið á undan, þar sem vinnslukostnaðurinn skiptist á fleiri vinnslueiningar, en út- koman er sú, að lifrarinnleggj- endur, sjómenn og útgerðar- menn, fá hálfri miljón króna minna fyrir lifur sína, miðað við sama magn árið áður, en það svarar til, að sjómannahlutur lækki um kr. 500.00. Þetta er hár skattur,- sem kjarabætur land- verkafólks og aukin dýrtíð legg- ur á eina verstöð með innan við fjögur þúsund íbúa, á einu ári. Miðað við kjarabóta-aukn- ingu og dýrtíðarhækkun, sem síðan hefir orðið, getur vel svo farið, að endanlegt lifrarverð yfirstandandi árs verði ekki nema ein króna fyrir lifrarkíló- ið, þótt söluverð héldist óbreytt og yrði það þá meira en milj- ónarskattur. * Þeir, sem afhentu síld til vinnslu til Ríkisverksmiðjanna næstliðið sumar, hafa þegar þetta er ritað, ekki enn fengið greiddar nema kr. 17.00 fyrir málið, en fasta kaupverðið var kr. 18.00, og hafi vinnsluáætlun sú, sem á sínum tíma var lögð fyrir atvinnumálaráðherra, verið rétt, þá átti vinsluverðið að verða mun hærra, en hvað dregur uppgjörið? Afurðirnar voru allar seldar fyrirfram. Hafa máske kj arabæturnar orð- ið drýgri útgjaldaliður hjá verk- smiðjunum en áætlað var. Um síldarverð yfirstandandi árs er allt í óvíssu. Það eina, sem víst er, er að ekki verður hægt að salta síld til útflutnings vegna tilkostnaðar. Búizt er við, að út- flutningsverð síldarafurða verði svipað og í fyrra, en þá þýðir þáð aftur á móti nokkurra króna lækkun á hvert síldarmál, Vegna hækkaðra kjarabóta og dýrtíðar. * í Vestmannaeyjum er það nú svo, eftir sæmilega aflavertíð, að hlutarháir sjómenn bera lít- ið meira úr býtum heldur en kvenfólk, -sem unnið hefir í hraðfrystihúsum, og menn sem stundað hafa lausavinnu við fermingu skipa o. fl., bera miklu meira úr býtum. En eins og kunnugt er, þá er söluverð fiskj - arins bundið með milliríkja- samningi, og hefir ekki breyzt um skeið. En er mönnum ijóst hvað þeir koma til með að bera úr býtum, ef sjómennirnir á fiskiskipunum hætta að flytja afla í land, fyrir landvinnu- fólkið til þess að vinna úr? H. B. 260 umsóknir um sænsku sktpín Þann 8. janúar síðastliðinn gaf atvinnumálaráðuneytið út tilkynningu þess efnis, að leyfi sænskra stjórnarvalda hefði fengist til byggingar 45 tréskipa í Svíþjóð með því skilyrði, að samningar um skipasmíðina væru gerðir af íslenzka ríkinu. Jafnframt hefir íslenzka ríkis- stjórnin óskað eftir að leyfi fengizt til byggingar fleiri skipa, en að framan grelnir og er það mál í athugun hjá sænskum stjórnarvöldum. Ráðuneytinu hefir borizt 260 umsóknir um kaup á skipum frá Svíþjóð. Um miðjan marzmánuð voru sendiráði íslands f* Stokkhólmi sendir uppdrættir og útboðslýs- ingar yfir 3 stærðarflokka af skipum og óskað eftir tilboð- um frá sænskum skipasmíða- stöðvum og er búizt vlð tllboð- um frá þeim næstu daga. Kvenveskí og Seðlaveski nýkomið í mörgum litum og gerSum. H. Toft Skólavörðustíg 5. Síml 1035. Ef rúða brotnar hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Látið ekki tómlætið og gleymskuna aftra ykkur frá að greiða atkvæði í lýðveldiskosningunum! Samband ísl. samvinnufétafía. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna ná- lega í hvert sinn óvátryggðir innanstokks- munir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Símanúmer okkar er nú 5630 Sölumiðstö Klapparstíg 16. ðin Ntúlknr vantar á Kleppsspítalann. — Upplýs- ingar í síma 2319. HUS Tilbúin hús írá Svíþjóð Undirritaðir hafa tryggt sér sölu-umboð á íslandi á tilbúnum sænskum timburhúsum. Sölumagn er þó mjög takmarkað, vegna mikillar eftirspurnar og kaupa frá öðrum löndum, t. d. hafa Bretar fest kaup á 67 þúsund húsum frá Svíþjóð. Hús þau, er vér höfum til sölu, eru afgreidd í flekum (gólf, loft og þak þó í plönkum og borðum), ásamt öllu einangrunarefni, innréttingu í eldhúá, gluggum, hurðum, stiga, innbyggðum skáp- um o. s. frv. — Húsín hafa samþykki byggingarnefndar Stokk- hólmsborgar. Þau hús, er vér getum selt til íslands, eru að stærð um 70—80 fermetrar, 3 herbergi, eldhús, bað og gangur á hæð. Notað er fullþurkað, vandað timbur, fura, greni og eík. Afgreiðslutími húsanna er 8 vikur, frá því að pöntun er gerð. Vegna styrjaldarástandsins tekur seljandi að sér að geyma húsin kaupanda að kostnaðarlausu, þar til afskipun hefir farið fram, enda eru þau seld frítt um borð í Gautaborg. . Greiðsluskilmálar eru þeir, að kaupandi opnar bankatryggingu fyrir andvirði kaupverðsins f. o. b. Verð húsanna er um kr. 6000,00 sænskar. Sölusamningar allir, sem gerðir verða við félög og einstaklinga, eru með fyrlrvara um að nauðsynlegt gjaldeyris- og innfiutn- ingsleyfi fáist, en útflutningsleyfi í Svíþjóð hefir þegar verið ■ tryggt. Þeir, sem óska eftir nánari upplýsingum, sendi oss nafn sitt og heimilisfang í ábyrgðarpósti, ásamt kr. 15,00 til greiðslu kostnaðar á teikningum af mismunandi húsagerðum og stærð- um, efnislýsingu o. s. frv. (Utanáskrift: Byggingafélagið Svea, Reykjavík). Virðingarfyllst BYGGINGAFÉLAGIÐ SVEA REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.