Tíminn - 16.05.1944, Blaðsíða 4
204
TÍMITVIV, þriðjndaginn 16. maf 1944
51. blað
Fimmtugur.
Ásgeir Ásgeirsson, alþingismður átti
fimmtugsafmæli s. 1, laugardag. Fjöldi
vina hans og samherja hylltu hann
og sýndu honum margs konar vináttu-
merki í tilefni af afmælinu. Ásgeir er
fyrir löngu síðan þjóðkunnur maður og
hefir gegnt fjölda trúnaðarstarfa í
þágu þjóðarinnar, og þar á meðal
ýmsum mestu og virðulegustu trúnað-
arstöðum, sem þjóðfélagið ræður yfir.
Ásgeir er vinmargur og þótt f immtugs-
aímælið sé liðið hjá, munu þeir vera
margir, sem senda honum vinarkveðju
í tilefni af þessum tímamótum i lífi
hans.
Æskulýðsfundur.
Ýms æskulýðsfélög héldu sameigin-
legan útif und um lýöveldismáliS. á
Austurvelli s. 1. sunnudag. Töluðu þar
11 ungir menn af svölum Alþingis-
hússins, en Lúðrasveitin Svanur lék
öðru hvoru. Ræðumenn voru: Kristín
Jónsdóttir, Helgi Sæmundsson, Magnús
Jónsson, Gunnar Vagnsson, Rannveig
' Kristjánsdóttir, Guðmundur Vigfússon,
Ágúst H. Pétursson, Priðfinnur Ólafs-
son, Priðgeir Sveinsson, Jóhann Haf-
stein og Lúðvík Hjálmtýsson. Hinir
ungu menn komu myndarlega fram
og hvöttu allir mjög til þátttöku í
lýðveldiskosningunum. Fundurinn var
fjölsóttur og klöppuSu fundarmenn
ræðumönnum óspart lof í lófa.
Skíðafréttir.
S. 1. sunnudag fór fram brunkeppni
við Skálafell og varð Georg Lúðvíksson
úr K. R. hlutskarpastur. Skíðafæri var
ágætt og kvað vera nógur snjór enn-
þá uppi í fjöllunum, og var margt fól'k
á skíðum á sunnudaginn. En það slys
vildi til, að einn skíðamanna, Leifur
Kaldal, datt á skíðunum og fótbrotnaði.
Blaðafulltrúi.
Ráðinn hefir verið blaðafulltrúi við
utanríkisraðuneytið. Pyrir valinu varð
Bjarni Guðmundsson, blaðamaður.
Útburður.
Ýmislegt kemur fyrir í bænum dag-
lega, sem veldur miklu umtali og er
fært út á ýmsa vegu. Eitt af því er, að
s. 1. sunnudag fannst alveg nýtt konu-
fóstur vestur'Við Selsvör. Telur bæjar-
læknirinn, éftir rannsókn, að það hafi
verið orðið 4—5 mánaða gamalt í móð-
urlífi.
Lýðveldiskosningarnar.
Landsnefnd og Reykjavíkurnefnd
lýðveldiskosninganna auglýsa eftir láni
á bifreiðum við kosningarnar, hér é
öSrum stað í blaðinu. Er búist við, að
margir bifrelðaeigendur sýni drengskap
sinn og áhuga í mállnu með láni bif-
relða sinna.
Þjónaður. •
Jónas írá Grjótheimi býr á Frakka-
stíg 13. Frá honum hefir verið smá-
stolið öllu úr anddyrinu undanfarið,
sem hægt hefir verið að steia, svo sem:
Penlngabuddu með peningum 1, skinn-
húfu, kvenhatti, þvottabala, trefli,
vandaðri kvenkápu, hitamælí, karl-
mannsskinnjakka o. fl. Ekki hefir enn-
þá heyrst, að Jónas hafi kveðið grip-
ina úr höndum þjófsins.
Hvernig rækir
Viðskiptaráðið
störf sín?
(Framh. af 1. síSu)
skipafélaginu hallann, ef ein-
hver var, af dýrtíðarfé ríkis-
sjóðs. í þess 'stað virðast farm-
gjöldin hafa verið ákveðin allt
of há, ofan á þau hafa síðan
bætzt hlutfallslega hærri toll-
ar og meiri álagning og
þetta hefir samanlagt vafa-
laust stutt að því að hækka dýr-
tíðina miklu meira en hún hefir
verið lækkuð með framlögum úr
r-íkissjóði.
Það mun sjást á sínum tíma,
hversu stórfelldur gróði Eim-
skipafélagsins er. Enginn harm-
ar það, þótt Eimskipafélagið
hagnist sæmilega, ef það fé er
siðan notað í samráði við ríkis-
valdið til að efla nauðsynlegan
skipakost félagsins, en ekki til
að byggja skemmtiferðaskip til
Danmerkur siglinga í stað Ame-
rlkuskips, eins og félagsstjórnin
lét sig dreyma um fyrir stríð.
Reynist þessi gróði hins vegar
ör hófi fram og sýnt er að dýr-
tíðin hefir verið aukin mjög gíf-
urlega með þessum móti, þá
virðist sjálfsagt, að Eimskipa-
félagið skili ríkinu aftur nokkr-
um hluta gróðans, þar sem hann
er líka fenginn af leiguskipum,
sem ríkið hefir utvegað og
skipaútgerð þess hefði eins vel
getað rekið.
2094
hafa greitt atkvæði um sam-
bandsslitin og lýðveldisstjórnar-
skrána í Reykjavík.
Veitingar
á Þingvöllum 17. júní
Þeir, sem óska að annast veitingar á
Þingvöllum 17. jjúní, geri svo vel að rita
þjóðhátíðarnefnd (í Alþingishúsinu).
f yrir 20. maí, og geri grein fyrir aðstöðu
sinni.
TJARNARBÍÓ
Víkingar
vega um óttu
(Commandos Strike at
Dawn).
Mynd frá hernámi Noregs.
PAUL MUNI.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð yngri en, 16 ára.
JACARÉ
meinvættur frumskóganna
Fróðleg, falleg og spenn-
andi mynd af dýralífinu í
frumskógunum við Ama-
zonfljótið. Sýnd kl. 3.
Sala aðgm. hefst kl. 11.
¦GAMLA BÍÓ«
MAISIE
skerst í leikinn
(Miasie was á Lady)
MAUREEN O'SULLIVAN.
ANN SOTHERN
LEW AYRES
_________Sýnd kl. 7 og 9.
LÍFVÖRBURINN
(Lady Bodyguard)
ANNE SHIRLEY,
EDDIE ALBERT.
Sýnd kl. 3 og 5.
-NÝJA EÍÓ.
Heillastjörnur
(Thank Your Lucky Stars)
Dans og söngvamynd með
Eddie Cantor, Joan Leslie,
Bette Davis, Errol Flynn,
Oliva de. Haviland, Dinah
Shore, Dennis Morgan, Ann
Sheridan, og Spike Jones
_________Sýnd kl. 6V2 og 9.
DULARFULLU MORÐIN
(Time to Kill)
LLOYD NOLAN,
HEATHER ANGEL.
Sýnd kl. 5.
Vegavinnuverkfallið
(Framh. af 1. siðu)
um, gildir það öðru máli um
málamyndarfélög, sem stofnuð
eru í sveitum, þar sem fæstir
þeirra, sem vinnunnar eiga að
njóta, t. d. bændur, eiga
heima í slíkum félögum. Þetta
er bein tilraun kommúnista til
að neyða bændur í verklýðsfé-
lagsskapinn, svo að einnig sé
hægt að gefa þeim fyrirskipun
um að leggja niður vinnu, þegar
kommúnistaforsprökkunum svo
þóknast.
Það sést bezt á því, hve kom-
múnistar reyna að leyna þessari
kröfu sinni, að þeir eru farnir
að óttast frumhlaup sitt í vega-
vinnudeilunni, og sjá, að þeim
eru ekki eins allir vegir færir
og þeir bjuggust við.
Afstaða Sjjálfstæðis-
flokksins,
Það, sem veldur litlu minni at-
hygli en ofsi og ofbeldisaðfarir
kommúnista í þessu máli, er
framkoma Sjálfstæðisflokksins
og aðalmálgagns hans, Morgun-
blaðsins. Það hefir, síðan verk-
fallið hófst, varazt að segja eitt
styggðaryrði um aðfarir kom-
múnista og aldrei minnst einu
órði á frumorsök verkfallsins,
forgangskröfuna. Vérður varla
annað séð en að Sjalfstæðis-
flokkurinn sé með þessari af-
stöðu sinni að leggja óbeint
blessun sína yfir aðfarir kom-
múnista og eggja þá til djarf-
legri framgöngu.
Kunnugir menn segja, að for-
kólfum Sjálfstæðisflokksins
muní þáð ósár-t, þótt núv. ríkis-
stjórn yrði undir í átökunum
og hlyti vansæmd af því. Það
er sama gamla. sagan og þegar
Sjálfstæðisflokkurinn hjálpaði
kommúnistum til að skáða Al-
þýðuflokkinn i verkalýðssam-
tökunum og gerði síðar banda-
lag við þá til að reyna að eyði-
leggja Framsóknarflokkínn.
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins
virðast eigi skilja, að þessi
hefndarstefna þeirra ber fyrst
og fremst þann árangur að efla
kommúnista en veikja þjóðfé-
lagið.
A víðavangi.
(Framh. af 1. síðu)
svo hrapallega, að verkamenn
yrðu að sameinast til að frelsa
þessi dýrmætu samtök sín úr
klóm þeirra. Munu allir, nema
æstustu kommúnistar, geta við-
urkennt, að þessi ummæll bera
merki um órækan vinarhug til
verklýðshreyfingar.
Það er engin tilviljun, að
stjórn verkalýðssambandsins í
Svíþjóð hvetur meðlimi sína ár-
lega til þess að kjósa ekki
kommúnista í trúnaðarstöður og
verkamenn þar fylgja þessari
áminningu mjög rækilega. Þar
sem verkalýðssamtökin hafa
orðið mesta reynslu og þroska
eru þau búin að átta sig til fulls
á kommúnistum.
Erlent yfirlit.
(Framh. af 1. síðu)
unum rúmensku, og á sléttunum
norðan Karpatafjalla um borg-
ina Lwow og þaðan inn í hin
auðugu héruð Galizíu. Einnig
má búast við. sókn þeirra á
Eystrasaltsvígstöðvunum.
Bein og óbein aðstoð Banda-
manna við Rússa á vissulega
mikinn þátt í sigrum þeirra.
Hinu má samt ekki gleyma, að
Rússar hafa barizt hraustlega
og eru þannig vel að sigrinum
komnir.
Vegavinnudeílan
Athugasemd.
í tilefni af greininni „í spell-
virkjahöndum", sem birtist í 49.
blaði Tímans, 11. maí s. 1., óska
ég að mega taka fram eftirfar-
andi:
Alþýðusambandið gerði í höf-
uðatriðum sömu kröfur og í
fyrravor. Það óskaði eftir sömu
kaupsvæðaskiptingu, með lítils-
háttar leiðréttingum. Grund-
völlur kaupsvæðaskiptingarinn-
ar í fyrra var sá, að greitt væri
kaupgjald þess verkalýðsfélags,
sem 'talið var að næst væri
vinnusvæðinu. Þessu vildi rikis-
stjórnin nú breyta þannig, að á
þeim svæðum, sem kaupgjald
hafði hækkað nokkuð frá því'í
fyrra, vildi hún einangra hækk-
unina við hreppinn, sem við-
komandi félag á helma í. Svo að
tekið sé dæmi til skýringar, má
geta þess að í fyrra var kaup-
gjald félagsins á'Blönduósi á-
kveðið í meginhluta Austur-
Húnavatnssýslu. Nú hafði þetta
félag gert samning um 30 aura
hækkun á klst. Þessi hækkun
átti að ná út í sýsluna, sam-
kvæmt samkomulaginu í fyrra,
en ríkisstjórnin vildi ekki greiða.
hana nema í Blönduóshreppi
einum, annarsstaðar í sýslunni
vildi hún aðeins greiða sama
kaup og í fyrra. Nú er það vit-
að, að margir verkamenn í kaup-
túnum verða að sækja vinnu út
úr heimahreppnum og liggja við
fjarri heimilum sínuní. Ef nokk-
ur munur væri, ættu þeir menn
að fá hærra kaup.
Ég býst við að bændur teldu
það ekki sanngjarnt, ef þeir
ættu að selja þann kartöflupoka,
sem þeir þyrftu að flytja til
kaupandans, 15% ódýrari en
hinn, sem sóttur væri heim í
hlað til þeirra.
Krafan um forgahgsrétt til
vinnunnar var miðuð við félags-
svæði og sett fram eftir sérstök-
um óskum þeirfa verkalýðsfé-
laga, sem heima eiga í sveitum.
Það, sem sagt er um þessa kröfu,
í nefndri grein, er því byggt á
megnum misskilningi, nema það
eitt, sem sagt er til stuðnings
þessari sanngirniskröfu.
Óskln um að mega ljúka 48
klst. vinnu á 5 dögum er komin
frá verkamönnunum sjálfum,
sérstaklega þeim, sem hafa lít-
ilsháttar grasnyt eða kartöflu-
rækt-. Þessi ósk ætti ekki að
þarfnast neinna skýringa.
Gagnósk ríkisstjórnarinar um
heimild til 60 klst. vinnuviku,
á tilteknum stöðum fjarri
byggðum, var einnig rædd, en
um hvorugt þessara atriða var
umræðum lokið, því að samn-
ingarnir strönduðu á því, að
ríkisstjórnin vildi breyta kaup-
svæðaskiptingunni frá því, sem
hún var í fyrra, til hlutfallslegr-
ar kauplækkunar hjá viðkom-
andi mönnum, hvort sem um var
að ræða verkamenn úr kaup-
túnum eða bændur úr sveitum.
Um starf mitt í Alþýðusam-
bandinu, starfsleysi eða „þægð"
óska'ég ekki að ræða hér. Köp-
uryrði þau, sem eru í fyrnefndri
grein, um okkur, sem nú í
augnablikinu skipum miðstjórn
Alþýðusambandsins tel ég ekki
heldur ástæðu til að ræða. Við,
sem einstaklingar, erum algert
aukaatriði og það er því engin
ástæða til að gera veður út úr
því, þó að svona orð, eða önnur
þeim lík, falli í okkar garð. Hins
vegar eru þau • ekki líkleg til
þess að greiða fyrir aukinni um-
bótasamvinnu milli bænda og
verkafólks. Ef til vill spilla þau
ekki heldur.
Með þökk fyrir birtinguna.
13. maí 1944.
Guðgeir Jónsson.
Þessarí athugasemd forseta
Árshátíð rVorðmanna
(Framh. af 1. slðu)
loknu munu aðrir leggja blóm á
einstakar grafir.
Klukkan 10 hefst hátíðaguðs-
þjónusta í dómkirkjunni. Séra
Bjarni Jónsson messar, en
sungnir verða norskir sálmar
og norsk ættjarðarlög. Verður
ríkisstjóri íslands viðstaddur
guðsþjónustu þessa. Fánavörður
mun standa við kirkjudyr.
Klukkan 11,45 safnast -norsk
og norsk-íslenzk börn saman í
norska sendiherrabústaðnum,
Fjólugötu 15,og ganga þaðan
fylktu liði um Sóleyjargötu, Frí-
kirkjuveg .og Kirkjustræti að
Listamannaskálanum kl. 1.
Hefst þar litlu síðar hátíðar-
fundur og verður þá opnuð
norsk myndasýning, er lýsir
Noregi á friðartímum og í styrj-
öld. Myndir þessar eru á annað
hundraðog hafa áður verið sýnd-
ar víða í Englandi. Formaður
hátíðanefndarinnar, S. A. Friid,
talar um konunginn og ætt-
jörðina, frú Gerd Grieg les „Ja,
vi elsker dette landet" og E.
M. Hopp liðsforingi minnist
Norðmanna, sem fallið hafa í
styrjöldinni. Þessu verður út-
varpað.
Klukkan 4—6 tekur norski
sendiherrann á móti gestum.*
Klukkan 8 hefst kvöldveizla
að Hótel Borg. T. Haardé byður
gesti velkomna, Esmarch sendi-
herra mælir fyrir minni kon-
ungs, Ólafur Thors talar fyrir
minni Noregs, Friid blaðafull-
trúi fyrir minni íslands og frú
Gerd Grieg fyrir minni sjó-
manna. Sigurður Nordal pró-
fessor mun svara ræðu Friids
og séfa Bjarni Jónsson þakka
veitingarnar.
Þá um kvöldið verða einnig
samkvæmi í húsi Hjálpræðis-
hersins og að Hverfisgötu 116.
Hefjast þau kl. 8,30.
Alþýðusambandsins þykir rétt
að láta fylgja eftirfarandi skýr-
ingar:
1. í athugasemdinni er reynt
að gera aukaatriði að aðalatrlði.
Aðalorsök þess^ að samkomu-
lag náðist ekki, er forgangs-
krafan fyrir meðlimi verkalýðs-
félaganna i vegavinnu, en ekki
kaupgreiðslan. Þar ber ekki svo
stórt á milli, að það ætti að
standa i vegi samkomulags.
2. Það er ekki rétt, að for-
gangskrafan hafi aðeins verið
miðuð við félagssvæðin. Um það
atriði vísast til greinar á 1. síðu.
3. Það er ekkiTétt, að Alþýðu-
sambandið vilji eigi breyta
kaupsvæðunum frá í fyrra. Ein-
mitt dæmi það, sem G. J. nefnir,
sannar þetta. f fyrra voru Mýra-
sýsla, Vestur-Húnavatnssýsla og
Austur-Húnavatnssýsla eitt
kaupsvæði. Þá var sama kaup
í þorRunum á þessu svæði. Síð-
an hefir Blönduósfélagið eitt
hækkað taxta sinn og þess vegna
vill Alþýðusambandið nú kljúfa
Austur-Húnavatnssýslu úr því
kaupsvæði, sem húh -tilheyrði
í fyrra, og gera hana að sérstöku
kaupsvæði.
4. G. J. minnist ekkert á það,
sem var einna mest gagnrýnt í
umræddri grein Tímans. Það
voru aðfarir Alþýðusambands-
stjórnarinnar í málinu. Það er
borin fram krafa, sem getur úti-
lokað bændur frá vegavinnu.
Henni er fylgt fram með svo
miklu offorsi, að efnt er til verk-
falls, sem virðist algerlega ólög-
legt, og áður en dómur er geng-
inn um lögmæti þess, er boðað
til margra samúðarverkfalla.
Þeir, sem þannig fara að, sýna
að þeir virða lögin einskis.
Þetta finnur hinn hófsami for-
seti Alþyðusambandsins, þótt
hann dansi með af misskilinni
stéttartilfinningu. Þess vegna
Tónlistarfélaqið og Leihfélay ReyUjjavíkur
„Pétsir Crautíir**
Leikstjóri: frú GERD GRIEG.
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 1 dag.
Tilkynning
Skrifstofur, afgreiðsla og tóbaks-
gerð vor verða lokaðar frá 10. til 24.
jjúlí næstkomandi vegna sumarleyfa.
Viðskiptamönnum vorum er hér með
bent á að birgja sig nægilega upp í
tæka tíð með vörur þær, sem tóbaks-
einkasalan selur, svo |>eir þurfi eigi
að verða fyrir óbægindum af lokun-
inni. *
Tóbakseinkasala ríkísins.
Koks
Fyrirliggjandi birgðir eru nú af
koksi, bæði í miðstöðvar, ofna og
AGA og SÓLO eldavélar.
* »
Gasstöð
Reykjavíkur
O p al
Rœstiduft
er tyrlí njkkru komið 6,
liiarkaðlnn og heflr þegar
tilotið hið mesta lofsorð, þvi
vel er til þess vandað á allan
hátt. Opal rœstlduft hefir
la þá kosti, er ræstiduft
þarf að hafa, — það hreinsar
án þess að' rispa, er mjög
drj'\gt, og er nothæft á allar
tegandir búsáhalda og eld-
húsahalda.
IVotið
O P A L rœstiduft
^^¦^¦^¦^¦^^¦^^¦^'¦^¦^¦^^¦^¦^^¦^¦s^^'si^^^^^i^h^^^-^
gengur hann fram hjá þessum
atriðum.
G. J. lýkur athugasemd sinni
með ummælum úm samvirinu
bænda og verkamanna. Því skal
þar aðeins bætt við, að slík sam-
vinna getur því aðeins fengizt,
að hinir hyggnari menn verk-
lýðsamtakanna reyni að koma
í veg fyrir að kommúnistar noti
þau til að vinna gegn bændum.
Ritstj.