Tíminn - 20.05.1944, Page 1

Tíminn - 20.05.1944, Page 1
Aukablað TÍMIM, laugardaginn 20. mai 1944 Aukablað Gunnlaugur Krisimundsson; Lýðveldið, birkilaufin þrjú og landgræðslusjóðurínn „Frjálst er í fjallasal, fagurt í skógardal, heilnæmt er heiðloftið tæra; hátt yfir hamrakór himinninn blár og stór lyftist með Ijóshvolfið skæra.“ Stgr. Th. Andi víðsýnis og frelsis vakir nú yfir landi og lýð og kallar þjóðina til starfa. Það á að greiða atkvæði um, hvort ísland skuli leysa úr kon- ungssambandi við Danmörku og hvort það sku^i gert að fulivalda og sjálfstæðu lýðræðisríki. Landsnefnd, sem um þau mál fjallar, hefir séð, að pólitískt frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar er ekki nóg, ef landið sjálft er blásin auðn og hrjóstrin ber. Því valdi þessi nefnd sér og öðr- um starfsmerki við kosningar, þrjú bjarkarlauf á hvítum grunni. — En að kosningunum loknum gefur hún merkið Skóg- ræktarfélagi íslands. Merkið er táknrænt hvatn- ingar- • og minningarmerki um sjálfstæði og lýðræði lands og þjóðar og gróanda í íslenzku þjóðlífi. — Það er meira: Það er "kröfumerki um að gróður landsins sé varinn og landið klætt í birkihjúp frá sjávar- strönd til hvítra jökla, og er það ærið starf. Skógræktarfélag íslands hefir þegið merkið og þakkað gjöfina og ætlar að nota það, að kosn- ingum loknum, til fjáröflunar. Stjórn Skógræktarfélags ís- lands hefir ákveðið að safna fé og stofna sjóð, sem heita skal „Landgræðslusjóður Skógrækt- arfélags íslands.“ Sjóðinn á að nota til þess að vernda gróður íslands og græða upp auðnir þess. Bjarkarlaufin þrjú eru merki þessarar stefnu og starf- semi. Starfið er hafið af þjóð- rækni og einlægri ættjarðarást, við þessi einstæðu og áhrifaríku tímamót, þegar þjóðin verður frjáls og landið sjálfstætt full- valda ríki, eftir að hafa verið í tengslum við erlend ríki og konunga í 680 löng og oft erfið ár. Skógræktarfélag íslands á- varpar allan landslýð og segir: „Komið gr.ænum skógi að skrýða skriður berar, sendna strönd.“ (G. G.). Starf Skógræktarfélags ís- lands er fagurt og það má segja, að þeir aurar séu lagðir í guðs- kistu og helgaðir háleitu starfi, sem varið er til þess að efla samstarf og einhug í því að verja og klæða landið. Fjallaloft íslands er heilnæmt, og heiðríkjan oft tær og blá. Stundum skyggir þó í bakkann yfir landinu. Hríðarbyljir og fannkyngi getur býrgt fyrir út- sýnið, en furðu ratvísir hafa synir landsins reynzt, til sjós og lands, og svo mun enn þá verða, í þeim þrautum. Oft hafa eldfjöll íslands gosið með svo miklu ösku- og vikur- falli, að myrkt hefir verið um bjartan dag sem um dimmustu nætur. Við hríðarbylji og ösku- fall geta menn ekki ráðið; því verður að taka, sem að höndum ber frá þeim öflum, sem þar að standa. Tvenns konar myrkur hefir þó ógnað landi og þjóð. sem menn geta þokað frá lífgeislum sólarinnar. Reykjavík, höfuðstaður lands- ins, er að létta af sér reykjar- svælu og sótþrungnu og sýkla- fullu borgarlofti. Heitar upp- sprettur og fossaafl er notað til þeirra umbóta. Við sólarbirtu og heilnæmt loft eykst hreystin og lengist lífið. Notkun rafmagns bjargar lynggróðri og birki- kjárri frá öxi og eldi. Vonandi tekst sem flestum byggðum landsins, við sjó og til sveita, að njóta jarðhitans og rafmagnsins, svo að bjart verði yfir býlum þar. Víða hefir hér á landi byrgt fyrir sólu og heiðskírt loft af sandfoki og moldroki, sem nefnt er „mistur“. Þá eru bújarðir að blása upp, og gróðrarmold landsins að fjúka út í veður og vind, þá eru skógar að eyðast og tún að hverfa, þá er byggð að falla og björg að þverra. Við þetta geta menn ráðið. Þeir, sem völdu birkiblöðin þrjú fyrir kosningamerki, hafa ef til vill ætlað þjóðinni að greiða at- kvæði um, hvort föðurlandið ætti að verða örfoka land, eða skógi vaxið.milli fjalls og fjöru, svo sem það var á landnámstíð. í blámóðu framtíðarinnar sjáum vér ísland föðurland vort með grænum gróðri og hvítum jöklum, sjálfstætt og fullvalda lýðræðisríki. Vér sjáum mennt- að fólk og ræktað land. Vér sjá- um reisulegar byggðir og falleg- an fénað. Vér heyrum raddir náttúrunna-r óma í einveru og fjallakyrrð. Vér finnum angan gróðursins og ilm moldarinnar. Vér sjáum tign fjallanna og heiðbláma loftsins. Vér fyllumst lotningu, hefjum rödd vora og syngjum ljóð Stgr. Th.: „Hér andar guðs blær og hér er ég svo frjáls, í hæðir ég berst til Ijóssins strauma, æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls, unz leiðist ég í sólu fegri drauma.“ 13. maí 1944. Samgönguleysi Selvogsmanna Síðan vegur var lagður frá Hveragerði og niður undir Hi-aun í Ölfusi hafa Selvogs- menn notað vegslóða þann, sem þeir höfðu rutt yfir Sel- vogsheiði, sem bilveg heim í hérað sitt. Þó vegur þessi væri enganveginn góður, kom hann þó að miklum notum' og mátti teljast fær í þurrkatímum. En á síðastliðnu ári tók hið ame- ríska setulið sér aðsetur í Sel- vogi og ók um þennan veik- byggða veg hinum stóru og þungu herbílum, með þeim af- leiðingum, að vegurinn tróðst allur út og varð ófær venjuleg- um bílum. í desember s. 1. yfir- gáf svo setuliðið Selvog og skyldi héraðið eftir vegalaust. Setuliðsmenn komu hið bezta fram í Selvogi og voru bænd- um oft hjálplegir með flutning og aðra fyrirgreiðslu, en dvöl þeirra hafði þó þau óheillavæn- legu áhrif sem að framan getur. Hið ameríska setulið mun þó í engu ámælisvert út af þessum vegaspjöllum, því að fast sam- komulag hafði verið gert við rikisstjórnina um hlutdeild hersins í viðhaldskostnaði vega á landinu í heild, án þess her- stjórnin skipti sér af einstökum vegum. Selvogsbúar hafa að mestu leyti lagtþennan veg sjálf- ir, og hvorki sparað við hann tíma eða fyrirhöfn eftir því sem þetta fámenna byggðarlag gat í té látið. En sú viðgerð, sem veg- urinn þarf nú til þess að hann verði aftur bílfær, er of mikil til þess að þeir geti lagt hana á sig bótalaust. Það er augljóst mál, að svo búið má ekki standa. Þessi vegur er hin eina lífæð héraðsins og henni verður að halda opinni. Ef íslenzka ríkis- stjórnin hefði ekki gert alls- herjarsamning við herstjórnina í vegamálum, mundi ameríska herstjórnin óðar verða við þeirri sanngirniskröfu að gera veginn aftur eins og hann var, en nú verður það að vera verk ríkisstjórnarinnar að rétta hér hlut Selvogsmanna. Þeir hafa tjáð sig fúsa til eins og áður, að vinna sjálfir að lagfæringu vegarins, gegn smávægilegum styrk, sem svarar spjöllum hinna utanaðkomandi áhrifa. Ríkisstjórnin hefir litið með skilningi á mál þetta og hefir það nú til athugunar, en óð- um líður á sumar og vænta Sel- vogsmenn, að fyrirgreiðsla stjórnarinnar geti komið hið allra fyrsta. Selvogsbúi. Vínfir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Einhver skemmtilegustu tíð- indi, sem mér hafa borizt, tel ég fregnina um, að Jón á Brúsa- stöðum hefði gefið mörg hundr- uð þúsund krónur til skógræktar og ánafnað henni mestu af dán- arfé sínu. Er það ábyggileg stærsta fúlgan, sem nokkur ís- lendingur hefir látið af hendi rakna til alþjóðarnytja og verð- ur því aldrei nógsamlega lofuð, og því fremur, sem skógræktin er undirstaða þess, að landbún- aður verði hér rekinn með álíka menningarsniði og í löndunum, sem næst oss standa. Á ég þar við, að korn-, jarðepla- og kál- rækt verði aldrei reknar hér svo í lagi sé, f3ur en skjólskógar skýla ökrunum fyrir frosti og ofviðrum. En til að færa því stað, þarf ekki annað en benda á, að í Fljótshlíðinni, veðursælustu sveit landsins, urðu stórskemmd- ir á kornökrum síðuStu sumur og það á því býlinu, .sem hefir mest tök á að stunda kornrækt af fullri kunnáttu. Mér er að vísu ekki ókunnugt um, a'ð raddir hafi heyrzt um, að það sé blábert kák að leggja áherzlu á, að nokkurum „hrísl- um verði stungið á víð og dreif um góðsveiti r landsins“, en samt hygg ég að allur obbinn af bændum séu nú ásáttir um, að gömlu búnaðarhættirnir, með þrautbeit hrossa og sauðfjár, hafa þegar lifað sitt fegursta. í því efni má benda á, annars vegar að stóð hinna „klepptæku merakónga“ eru að vaxa þeim yfir höfuð, svo að í sumum sveit- um er stofnað til lítt leysan- legra vandræða, en hins vegar, að fé í öðrum sveitum þrífst ekki sakir ónógrar sumarbeitar, þrátt fyrir það, að vetrarfóður þess er í mjög sæmilegu lagi. Að hér sé ekki farið með neitt fleip- ur má ráða af því, að í sumum mæðiveikisveitunum hefir frá- lag fjár batnað að stórum mun og því fremur sem fénu hefir fækkað. Þá leggur það sig sjálft, að aukinn heyafli með aukinni ræktun mundi tilfinnanlega rýra afrakstur sauðfjár, þangað til hver kindin æti upp aðra, eins og á tímabili átti sér stað í einni mestu góðsveit landsins. í þessu sambandi er vert að drepa á, að það virðist fyrir- munun næst, hve lítils afréttar- löndin eru metin. Til eru sveitir, þar sem hross eru látin éta upp alla afréttarhaga, svo að þeir eru eins og rökuð gæra á hausti, en skriðurogsandfok látið ganga á kjarr og graslendi ár af ári, en í öðrum sveitum eru hrein- dýrahjarðir látnar naga allan gróður svo stðrum sér á. Þá er sumstaðar látið sér á engu standa, þótt foksandur fletti góðum gróðri viðstöðulaust af afréttum, þótt ekki þurfi nema meðalmanntak til að sporna við því, ef samtök brysti ekki. Löggjafinn hefir þá líka fyrir löngu séð að við svo búið má eigi una og sett ákvæði um ítök býla og afrétta, en sá er galli á gjöf Njarðar, að hið upp- haflega frumvarp var rýrt svo í meðförunum, að lögin hafa ekki orðið að gagni. Það er því hendi næst að bæta þar um betur og veita hreppsnefndum og sýslu- nefndum óskorað vald til að taka þar í strenginn. En þar þarf meira til en fyrirmælin ein. Þeim verður að fylgja eftir og mun ekki af veita að Búnaðar- félagið ýti þar undir af fremsta megni og sendi lið sitt út um sveitir til hvatningar og leið- beiningar í samráði við sand- græðslustjóra og skógræktar- stjóra. í sambandi við þessi mál má ekki ganga fram hjá því, að þó nokkuð vottar fyrir því, að vest- urfararhugur sé að aukast meira en góðu hófi gegnir en nái hann að þróast, má búast við að með bættum samgöngum geti hann valdið stórum sköðum. Ráðið gegn því og aðstreyminu til kauptúnanna er vitanlega að bæta lífskjör sveitabænda og gera býlin sem þekkilegust, en að því mundi skógræktin styðja mest og bezt, því að ástin til átthaganna heldur bezt í fólkið, eins og dæmin sanna, fyr og síðar. í einu dagblaðinu var kvart- að undan því, hve tregir menn væru til að ánafna því opinbera fúlgur til nytjastarfa í heima- högum. Ef það er rétt, að ekki séu til fjársöfn einstaklinga, sem neinu nemi, annars staðar en í höfuðborginni, tekur sú brýning fyrst og fremst til Reykjavíkurbúa. En til þess eru góðar og gildar ástæður, því að það er almenn trú, rétt eða röng, að opinberu fé sé þar allt annað en vel stjórnað og því hika menn við að kasta eigum sínum í þá hít. í þá átt kann það að benda, að nýlega hefir verið tek- ið í lög, að fé, sem látið er rakna til vinnuhælis berklasjúkra, skuli vera skattfrjálst, og hefir árangurinn af því orðið merki- lega mikill, svo að líkur eru til, að það skarð verði fyllt innan stundar. Væri þá vel til fallið, ef áfram yrði haldið á þeirri braut, að skógræktinni yrði gerð sömu skil, því að víst er um það, að margir elska landið meira'en fólkið, sem byggir það, eins og nú horfir. Er mér t. d. nær að halda, að mörgum mundi ekki hafa verið óljúfara að einhverju af ofgnótt þeirra hefði verið varið til að fjölga birkibólum á Mýrunum, en þar liggur slík landbót prýðilega við með kjarri í hverju holti að heita má. M. F1 a u e 1 hárautt vínrautt millumblátt dökkbrúnt og svart. N Ý K O M I Ð II. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Fylgizt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Sími 2323. The World’s News Seen Through THE Christian Science Monitor An International Daily Newsþaþer it Truthful—Constructíve—Unbiascd—Free from Senaatíooal- ism — Editorials Are Timely and Instructíve and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Sectíon, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. ____________ SAMPLE COPY ON RBQUBST Tilkynniné Skrifstofur, afg'reiðsla oí* tóbaks- gerð vor verða lokaðar frá 10. til 24. jjúlí næstkomandi vcgna sumarleyfa. Viðskiptamönnuin vorurn er liér með bent á að birgja sig' nægilega upp í tæka tíð nieð vörur þær, sem tóbaks- einkasalan selur, svo þeir þurfi eigi að verða fyrir ójiæg'indum af lokun- inni. Tóbakseínkasala ríkísins. Bífreiðaeigendur Landsncfnd — og' Reykjavíkurnefnd Lýðveldiskosning'anna, fara þess vin- samlegast á leit við yður, að þér lánið bifreiðar yðar kjördagana til fyrir- greiðsln við kosningarnar. Ef R»íð viljið sinna Riessu g’erið svo vel að tilkynna það kosning'arskrif- stofunni í Hótel Hcklu. Norður dyr. — Sími 1453. Séð verður fyrir auka benzín- skammti vc^na þessara nota. Opai Rœstiftuft — er fyrir r.^kkru komið á i,.j.rkaðinn og hefir þegar nlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á alian hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rlspa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegondlr búsáhalda og eld- húsáhalda. P A L rœstiduft Stiilkur vantar á Kleppsspítalann. — IJpplýs- ing'ar i síma 2319. Kosningaskrifstofa lýðveldiskosninganna Hótel Ileklu cr opin frá kl. 9—22 daglega. Sími 1521. Ei rúða brotnar hjá yffur, þurfiff þér affeins aff hringja í sima 4160. Höfum rúðugler af öllum gerff- um og menn til aff annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. MuniJ aff greiffa atkvæffi nógu snemma viff lýffveldiskosning- arnar, svo aff atkvæffin komist á ákvörffunarstaff í tæka tíff! Vinnið ötullega tyrir Timann.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.