Tíminn - 20.05.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.05.1944, Blaðsíða 2
Ankablað TÍMINW, laugaruaginn 20. maí 1944 Björn Pálsson, Ytri-Iöngumýri; Jarðasala og fylgifé Margt hefir verið rætt og ritað um 17. grein jarðræktarlag- búnaðarafurðir anna, enda hafa forkólfar Sjálfstæðisflokksins haldið uppi hinni verð fyrir skaplegt furðulegustu baráttu gegn henni. Hafa þeir jafnan túlkað grein- ina á þann veg, að hún ætti að koma jörðunum í ríkiseign, enda þótt hún veiti ríkinu hvorki neina hlutdeild í jarðarverðinu eða íhlutunarrétt um söluna. í verki hafa Sjálfstæðismenn líka sýnt, að þeir álíta greinina ekki eins þjóðhættulega og þeir vilja vera láta, því að þeir hafa sjálfir samþykkt n&kvæmlega sömu ákvæðin varðandi styrk til nýbýla og endurbyggingar sveitabæja. Fylgifé jarða, sem byggist á þeim lagaákvæðum, er miklu hærra en fylgi- féð samkvæmt 17. grein jarðræktarlaganna. Jafnhliða því, að reynslan hefir leitt í ljós, að gífuryrði Sjálf- stæðismanna um „jarðaránið" og skaðsemi 17. greinarinnar að öðru leyti, voru blekkingar einar, hefir það einnig sýnt sig, að hún hefir eigi náð tilætlun sinni að vera hemill á jarðaverðið. Bæði á Alþingi og á Búnaðarþingi hafa því þeir flokkar, er að lög- festingu greinarinnar stóðu, samþykkt að fella hana niður og setja önnur ákvæði, er betur ná umræddum tilgangi og eigi þurfa að valda óþörfum innbyrðisdeilum bænda. Milliþinganefnd frá Búnaðarþingi vinnur nú að því máli. í eftirfarandi grein er mál þetta rætt frá sjónarmiði þeirra, sem hafa verið andstæðir 17. greininni, en viðurkenna hins veg- ar, að nauðsynlegt sé að hafa hömlur á jarðaverðinu og hindra jarðabrask. Jafnframt er borin fram tillaga um lausn málsins, sem verð er fullrar athugunar. Árið 1923 voru jarðræktar- lög samþykkt á löggjafarþingi þjóðarinnar. Tún voru þá óvíða véltæk og tiltölulega lítið var að því gert að auka ræktaða land- ið. íslendingar höfðu verið fá- tæk og einangruð þjóð. Bænd- urnir höfðu ekki haft nægilega góða aðstöðu til þess að fylgjast með framförum annara þjóða. Þá vantaði jarðræktarverkfæri og vélar til /að gera stórfelldar umbætur á íslenzkum landbún- aði. Forráðamönnum þjóðarinn- ar var ljóst, hve mikil nauðsyn var að auka ræktaða landið og gera gömlu túnin þannig, að hægt væri að nota vélar til hey- öflunar. Til þess að vinna að þessu voru jarðræktarlögin sett. í þeim var ákveðið að greiða bændum kr. 1,50 fyrir hvert unnið dagsverk í jarðræktar- framkvæmdum. Flestir munu hafa litið svo á, að hér væri um einskonar verðlaun að ræða fyr- ir framkvæmdir, sem væru að varanlegu gagni fyrir þjóðar- heildina í nútíð og framtíð. Hér var ekki um að ræða stór- feldan fjárhagslegan styrk.Samt sem áður hefir þessi styrkur orð- íð til að auka jarðræktarfram- kvæmdir stórlega. Ýmsir efna- litlir jarðeigendur réðust í til- tölulega miklar umbætur, sem þeir hefðu tæplega gert, ef þeir hefðu eigi notið þessa fjárhags- lega stuðnings. Það væri óréttmætt að þakka jarðræktarlögunum allar þær framfarir í jarðrækt, sem orðið hafa síðan 1923. Ýmis önnur lagaákvæði samfara vaxandi þekkingu. í jarðræktarmálum og aukinni tækni, hafa átt mikinn þátt í því að hvetja bændur til dáða í ræktunarmálum. Það mun þó eigi ofmælt að segja, að jarðræktarlögin hafi átt meiri þátt í þvi að hvetja bændur til ræktunarframkvæmda en nokk- ur önnur lög og þau hafa verið vinsælli meðal þeirra en flest önnur lög. Árið 1936 voru nokkrar breyt- ingar gerðar á jarðræktarlögun- um. Meðal annars var styrknum breytt í vaxtalaust fylgifé, sem hvorki má veðsetja eða selja. Með þessu átti að koma í veg fyrir að styrkurinn yrði til að hækka söluverð jarðanna. Ákvæði um þetta er í 17. gr. jarðræktarlaganna. Aðalatriði hennar eru: Við fasteignamat skal meta, hve mikið býli hefir aukizt að verðmæti við styrk greiddan býlinu. Telst fylgiféð sem vaxta- laust framlag ríkissjóðs til býl- isins og er óheimilt að selja eða veðsetja þann hluta fasteignar- innar, sem matsverði styrksins nemur. Við sölu jarða skal selj- andi leggja fram yfirlýsingu frá Búnaðarfélagi íslands ufn hve mikils styrks býlið hefir notið frá því lög- þessi öðluðust gildi og skal sú verðaukning, er af styrknum leiðir, tilgreind sér- staklega á kaupsamningj. Seljist býli yfir fasteignamats- verð jarðeiganda að viðbættu virðingarverði þeirra mann- Aukablað virkja, sem unnin hafa verið á jörðinni frá því síðasta fast- eignamat fór fram, skal verð- hækkuninni skipt hlutfallslega eftir verðhæð þeirri, sem selj- andi á í eigninni og því verð- mæti samanlögðu, sem metið er að stafi af styrk samkv. lögum þessum. Ber seljanda að greiða þann hluta verðhækkunarinnar er af styrknum leiðir til hlut- aðeigandi bæjar- eða sveita- sjóðs. Sé fylgifé jarðar t. d. eitt þús- und krónur en heildarmatsverð hennar tíu þúsund kr., ber eig- anda jarðarinnar aðeins að fá 9Ao hluta af andvirði hennar þegar hún er seld. Seljist jörðin yfir matsverð ber sveitarsjóði að fá Vio hluta þess verðs, sem þar er fram yfir. Þetta verður samt tæplega framkvæmt þann- ig. Þegar jörð er seld ákveður kaupandinn hve mikið hann vill greiða fyrir hana og tekur ekkert tillit til fylgifjárins, því það þarf hann ekki að greiða .Sé hann t. d. fús til að greiða 15 þús. kr. fyrir áðurgreinda jörð, getur jarðeigandinn gert samn- ing við kaupanda, þar sem jarð- arverðið er ákveðið 10 þús. kr. Af því þarf kaupandi ekki að greiða kr. 1 þús., sem er fylgifé jarðarinnar. Til þess svo að fá jörðina, greiðir kaupandi selj- anda kr. 6 þús. Sú greiðsla er hvergi skráð. Hvorugur aðilinn vinnur við að láta viðkomandi sveitarfélag fá kr. 500 af þeirri upphæð og hvorgur^ aðilinn kærir sig því um það. Á þennan hátt er hægt að fara í kringum ákvæði 17. gr. jarðræktarlag- anna og það verður gert, ef á- kvæði hennar gilda áfram. Hlið- stæð dæmi hafa gerzt í húsa- leigu og kaupgjaldsmálum hér á landi og því skyldi slíkt þá eigi geta gerzt í jarðasölumál- um? Bændur gera ekki umbætur á jörðum sínum í þeim tilgangi að ætla að hagnast á þeim fram- kvæmdum með því að selja jarð- írnar. Venjulega fær jarðeig- andinn ekki néma nokkurn hluta af kostnaðarverði umbót- anna greiddan, ef hann selur jörðina. Bóndinn gerir umbæt- urnar til þess að hægt sé að lifa viðunanlegu lífi á jörðinni og af því hann hefir ánægju af að gera þær. Jarðamatið virðist hafa verið framkvæmt þannig, að fylgi- fjárliðurinn er furðu hár, þegar þess er gætt, hve litlu jarð- ræktarstyrkurinn nemur, af því sem umbæturnar kosta. At- hafnamennirnir fá mestan styrk og hjá þeim verður fylgifjár- liðurinn hæstur. Ýmsir af mestu framfara- og manndómsmönn- um í bændastétt hafa af þess- um ástæðum ekki tekið á móti jarðræktarstyrk og getur þetta orðið til þess, að fylgifjárákvæði jarðræktarlaganna hafa dregið úr framkvæmdum í jarðrækt. Slíkt er illa farið, því aukin ræktun er óhjákvæmileg til þess að hægt sé að framleiða land- Það má vera, að óþarflega mikið hafi verið gert úr fylgi- fjárákvæðum jarðræktarlag- anna. Eigi ber þó að neita því, að fylgiféð skerðir eign jarð- eigendanna. Með einföldum lögum getur Alþingi skyldað á- búendur til þess að greiða vexti af þessu fylgifé. Vitanlega hefir ekkert slíkt vakað fyrir þeim þingmönnum, sem sömdu þessi lög, en engin trygging er fyrir því, að svipuð sjónarmið gildi á öllum þingum framtíðarinnar. Álíti löggjafarþing þjóðarinn- ar ekki ástæðu til að styrkja þá menn lítið eitt, sem vinna að því að breyta óræktarlandi í slétt og frjósöm tún, án þess að skerða eign þeirra í þeim jörðum, sem umbæturnar eru gerðar á, þá er ástæða til að bændur íhugi hvort þeir eiga að taka á móti þessum vaxtarlausu lánum, sem þeim eru boðin. Meiri hluti bænda mun eiga nokkra peninga, sem þeir fá litla vexti af. Þeir ættu því að geta gert ræktunarframkvæmdir án slíkra lána. Fáist 17. gr. jarð- ræktarlaganna ekki breytt, er líklegt, að margir jarðeigendur íhugi hvort ekki sé ástæða til að endurgreiða það fylgifé, sem þfegar hvílir á jörðum þeirra. Það mundi tæplega skerða efnahag þeirra að mun, en hins vegar ánægjulegra fyrir þá að eiga jarðirnar kvaðalausar. Fylgifjárákvæði jarðræktar- laganna hafa valdið meiri deil- um en flest önnur lög. Þeir, sem íhuga þessi lög rækilega, hljóta að gera sér það ljóst, að þau lækka aldrei verðlag á jörð- um. Enginn hefir fært rök að því, að fylgiféð hafi lækkað verð einnar einustu jarðar og fáir eða engir reyna að halda því fram, að þau muni nokkru sinni gera það. Því á þá að vera að halda í lög, sem valda óánægju en eru gagnslaus? Það skal eigi dregið í efa, að þeir sem unnu að fylgifjárlögunum, vildu bændum vel með þessari lagasetningu. Það getur allt af komið fyrir, að lög nái ekki þeim tilgangi, sem til var ætlazt. Þegar reynslan sýnir að svo er, reynir á einurð og drengskap þeirra, sem að slikri lagasetningu stóðu, að viðurkenna gagnsleysi þeirra með því að afnema þau. Nokkr- ar líkur eru einnig til að svo verði. Hins vegar hefir verið látið í það skína, að ógerlegt væri að afnema 17. gr. jarðrækt- arlaganna án þess að önnur lagafyrirmæli kæmu í staðinn, sem miðuðu að því að hindra hátt jarðaverð. í því sambandi hefir helzt verið rætt um sölu- skatt á jörðum. Söluverð jarða hér á landi er oftast mjög lágt. Þegar efnahágur bænda er þröngur, er það yfirleitt af því að afurðaverðið er óhagstætt en ekki af því, að þeir hafi keypt á- býlisjarðirnar of háu verði. Illa hýstar jarðir eru lítt seljanleg- ar, en vel hýstar jarðir seljast oft ekki fyrir það verð, sem um- bæturnar á þeim mundu kosta á þeim tíma, er sala fer fram. Sé atvinnulífið í landinu eðlilegt taka börnin venjulega við jörð- um eftir foreldra. Oft er því um arf að ræða, en ekki sölu. Kaupi barn jörð af foreldrum eða systkinum, er kaupverðinu vanalega stillt í hóf, svo auðvelt er um greiðslur fyrir kaupand- ann. Ég veit a. m. k. þess eigi dæmi, að bændur hafi komizt í fjárþrot af því að þeir hafi keypt jarðir of dýru verði af vandamönnum sínum. Hér á landi eru bújarðir seld- ar fyrir lægra verð en á flestum öðrum löndum. Jarðir eru hér yfirleitt ver hýstar og lakar ræktaðar en víðast annars stað- ar. íslenzkur landbúnaður þarf því á umbótamönnum að halda. Til þess að gera nauðsynlegar umbætur á vansetinni jörð, þarf ungt fólk að eyða beztu árum ævi sinnar og miklum fjármun- um. Þeir, sem vilja miða lífsstarf sitt við að safna sem mestum auði, 'munu því frekar kjósa að fást við heildsölu eða stofna sæl- gætisverksmiðju. Fólki þykir auðveldara að leita undan brekkunni en að sækja á bratt- ann. Það er þvi aðeins tápmesta fólkið, sem kýs að ryðja sér sín- ar eigin götur í lífinu og vinna að umbótum og framförum til sjávar og sveita, án tillits til þess hvort það gefur mesta fjár- muni í aðra hönd eða ekki. ís- lendingar þurfa að afla sér lífs- viðurværis úr skauti hafs og moldar. Að þeim atvinnuveg- um þarf að. búa það vel, að unga fólkið hverfi eigi frá þeim. Það mundi aldrei verða til þess að hvetja unga menn til að leggja mikla fjármuni í umbæt- ur á jörðum, ef fyrir því væri séð með löggjöf, að þeir fengju lítið sem ekkert fyrir þær um- bætur, sem þeir gerðu, ef þeir, einhverra orsaka vegna verða að selja jarðirnar. Bændur, sem gera miklar um- bætur á jrðum sínum, vita það vel, að þeir fá ekki nema lítinn hluta af kostnaðarverði umbót- anna greiddan, ef þeir selja jarðirnar. Ríkisvaldið hefir hins vegar ekki meiri ástæðu til þess að hindra það, að bóndi geti fengið hæfilega hátt verð fyrir jörð, sem hann selur, en að maður, sem á hús í kaupstað, fái svipað verð fyrir húsið og kosta mundi að byggja það. Eigi að setja söluskatt á jarðir, ber því að setja hliðstæðan skatt á all- ar aðrar eignir, sem seldar eru í þjóðfélaginu. Leiga eftir jörð leggst á afurðaverðið, rentan eftir andvirði íbúðarhúss verður að greiðast með húsaleigunni og rentan af andvirði fiskiskips- ins leggst á afla skipshafnar- innar. Hér er því um hliðstæð dæmi að ræða og það er rugl eitt og herfileg rangindi, að ætla frekar að setja söluskatt á jarðir en aðrar eignir, sem seldar eru. Söluskattur á jörðum getur verið tvennskonar. Annaðhvort viss hundraðshluti af heildar- verði jarðarinnar eða viss hluti af söluverðinu, eftir að komið er upp fyrir ákveðið hámark. Hvorug aðferðin er réttlát og hvorug aðferðin nær tilgangi sínum. Séu seljendur jarða skyldaðir til þess að greiða viss- an hluta af söluverðinu, lækk- ar það ekki heildarverð jarð- anna. Hins vegar væru þá önnur lög látin gilda um sölu á þeirra eignum en á eignum annarra þegna þjóðfélagsins. Verði viss hluti tekinn af söluverði jarða, eftir að það fer t. d. upp fyrir fasteignamatsverð, þá mundi það aðeins verða til' þess að hið raunverulega verð jarðanna yrði ekki gefið upp. Söluskattur á jarðeignum bænda er þvi bæði ranglátur og gagnslaus til að lækka raunverulegt söluverð jarðanna. Öðru hvoru eru jarðir seldar þeim, sem hæst býður. Ætli kaupandinn sér að lifa á því að stunda búskap á jörðinni, er kaupverðið venjulega hóflegt. Kaupi hins vegar einhverjir auð- menn, sem hafa sitt lífsviður- væri af öðr.u en að stunda bú- skap, getur kaupverðið orðið óeðlilega hátt. Slíkt þarf lög- gjafarþingið að hindra með skynsamlegri löggjöf. Einstakir menn hafa nú meiri fjárráð en dæmi eru til í sögu þjóðarinnar. Peningar eru vafa- söm eign á stríðstímum, og ýmsir vilja því koma þeim fyrir í fasteignum. Þetta getur með- al annars orðið til þess, að þeir sem peningana eiga, kaupi jarð- eignir fyrir óeðlilega hátt verð. Slíkt er óhagkvæmt fyrir sveit- irnar og með slíkum aðgerðum mundi leiguliðum fjölga. Þetta mætti fyrirbyggja með því að heimila hreppsfélögum að kaupa jarðir, sem seldar eru í viðkom- andi sveitarfélagi, fyrir það verð, sem þær væru metnar á af þar til kjórnum matsmönnum. Sveitarfélögin eiga þá að hafa forkaupsrétt á undan ábúenda til þess að hægt væri að koma í veg fyrir alla leppmennsku. Rétt væri þó að vandamenn hefðu forkaupsrétt á undan hreppsfé- lögum. Hins vegar mætti ekki leyfa, að- jarðir væru gefnar vandalausum mönnum. Slíkt gæti verið dulbúin sala og á þann hátt gætu peningamenn- irnir eignast miklar jarðeignir. Sveitarfélögin gætu skipt jörð- um, sem þau keyptu, á þennan hátt á fleiri en eitt býli, ef þeim þætti ástæða til. Þeír, sem fengju jarðirnar leigðar hjá Bjarni Guðmundsson, Hörgsholtí: Vinnum frjáls í iriði i Oft minnast menn eitthvað á orku, og beztu vélar, sem völ er þjóðmálin, ef tveir eða fleiri (á, við vegagerðir, jarðrækt og hittast og dæma misjafnt um störf þeirra manna, sem mestu ráða í þjóðfélaginu. Þó að flest- 'ir hafi nú óvanalega mikið af peningum og geti veitt sér fleira en lifsnauðsyn krefur, er al- menn óánægja með margt. Þó getur enginn, sem hefir sæmi legt vinnuþrek og heilsu, kvart- að undan sulti og klæðleysi. En margir kvarta yfir því, að þeir hafi minni tekjur en ýmsir aðr- ir menn. Sumir menn ásaka þá, sem .græða. Þá segja gróðamennirnir: „Þeim ber happ, sem hlýtur," og hinir ættú að una glaðir við sitt á meðan þeir hafa nóg handa" sér og sín- um. — Flestir framleiðendur, sem hafa grætt þessi ár, hafa lagt óvenjulega mikið erfiði á sig og sína, jafnhliða góðu starfsfólki. Þessir duglegu heiðursmenn eiga sízt öfund og illvilja skilið. Þeir halda uppi heilbrigðu starf- andi lífi, — vinna mikil verð- mæti Ur mold og mar. Svo eru aðrir gróðamenn, sem hafa grætt á verzlun og sumir af til- viljun. Mér sýnist óþarflega alla framleiðslu, bæði til sjós og sveita. Hvernig má þetta verða? Ef allir verða samtaka, gengur þetta vel. Það getur heppnast með þjóðlegu samstarfi án bylt- ingar, ef eignir og vinnuafl þjóð- arinnar er notað skynsamlega. Til þess að það heppnist, þarf góða og duglega stjórn, sem hef- ir sterkan meirihluta þjóðar- innar bak við sig, — stjórn, sem hefir vald dg fær vinnu- frið á framfaraleið. Við þurfum eki að horfa ein- göngu til annaraþjóða á fall- valtar og ljótar fyrirmyndir í stjórnarháttum. Grundvöllur okkar og fyrirmynd skal vera lýðveldið eða þjóðveldið, sem stofnað var á Þingvöllum við Öxará árið 930, og friðarsamn- ingurinn, sem gerður var á sama stað árið 1000. Skiptum land- inu í 30 til 40 einmenningskjör- dæmi. Undirbúum öll mál vel heima í héruðum og kaupstöð- um. Þá mun ekki þurfa marga menn eða langan tíma til að af- greiða flest þjóðþrifamál. Þjóð- in má ekki hlýða ráðum þeirra, sem vilja jafnvel ráðast á eign- mörg hús í Reykjavík úttroðin ir annara og éta upp það, sem af misjafnlega þörfum vörum fyrir þjóð okkar. Mér finnst at- vinna margra kaupmanna óþörf. Þeir ættu heldur að rækta land og fara að framleiða smjör, þótt ekki væri nema rúmlega handa sér og sínu starfsfólki. Verkamennirnir, sem ekkert hafa til að selja nema vinnu sína stundina, sem er að líða, verða vitanlega að fá gott kaup í hlutfalli við verð á almennum nauðsynjavörum. Flestir verka- menn eru trúir og góðir starfs- menn. Þeir eiga heiður og þökk skilið fyrir sín verk, eins og aðr- ir vinnandi menn: En háa krónutalið reynist ódrjúgt. Ný- lega heyrði ég verkamenn I Reykjavík tala um það, að því miður hefði gerðardómurinn ekki fengið að standa. Menn eru farnir að finna, að fátækara fólkið græðir ekki á liækkandi dýrtíð. — Verkamenn þurfa að eiga bústaði sína, og blett til matjurtaræktar. Sjómenn þurfa að eiga skip og veiðarfæri. Bændur þurfa að eiga jörð og bU. Allir þurfa að eiga sínar samvinnuverzlanir á heppileg- um stöðum, eftir því sem bezt hentar, í samræmi við hafnir, siglingaleiðir, flugleiðir og vegi. Rikið þarf að eiga rafstöðvar, sem láta rafmagn með jöfnu verði til allra, sem landið byggja. Þjóðin þarf að eignast ýmsar verksmiðjur, reknar með raf- til er, áður en byrjað verður að byggja meira upp. Ég vona, að þjóðin vilji borga ríkisskuldirn- ar við fyrsta tækifæri. Við töl- um mikið um áhuga okkar fyrir fullu frelsi og sjálfstæði þjóðar- innar, en óneitanlega finnst mér frelsisroðinn daufur og sorta- blandinn, ef ekki fæst samhug- ur og samstarf til þess að borga allar ríkisskuldirnar og safna miklu fé í framkvæmdasjóði á þessu ári. Ég er viss um, að bjóðin okkar á marga heiðurs- menn, sem hafa aflað vel og auðgast talsvert seinustu árin og ekki munu skorast undan því að bórga eignaaukaskatt, til þess að þjóðin geti sýnt í verki, að hún sé einhuga um að verða andlega og efnalega sjálfstæð og dugandi framfaraþjóð, sem not- ar bæði auð og afl. Miðflokkur sannrar menningar verður stærsti og bézti stjórnmála- flokkur landsins. Enginn má verða of ríkur, enginn of snauður, hollastur er hæfilegur auður. Lifum frjáls í friði. Fagra landið bætum. Liggjum ekki á liði. Lífsins þrótti mætum. Vinnum verk til þarfa. Verum sannir drengir. Gott og göfugt starfa, gæfutímann lengir. Bjarni Guðmundsson. sveitarfélögunum, yrðu svo að hafa kröfurétt til þess að fá jarðirnar keyptar eftir 2—3 ára ábúð, með sömu kjörum og sveitarfélögin keyptu þær, að viðbættum þeim kostnaði, sem syeitarfélögin kunna að hafa haft af jarðakaupunum. Hrepps- félögin mundu að sjálfsögðu ekki skipta sér af jarðakaupun- um nema þeim þætti ástæða til. Þau hefðu getað eignazt miklar jarðeignir, ef þau hefðu álitið það hagkvæmt. Reynslan hefir sýnt, að forráðamenn hreppsfé- laganna álíta hagkvæmara að bændurnir eigi jarðirnar. Hreppsfélögin geta verið þýð- ingarmikill milliliður í því að efla sjálfsábúðina og hindra það að fjárplógsmenn kaupstaðanna kaupi jarðeignir bændanna. Löggjafarþingið þarf að gera sveitarfélögunum það kleift að inna þetta hlutverk af hendi. Af eyðijörðum er víða mikið. Vera má að flestar þeirra séu í eyði, af því engan fýsi að reka þar búskap. Dæmi munu þó til þess, að sæmilega góðar jarðir hafa verið sameinaðar öðrum jörðum. í flestum tilfellum hafa viðkomandi býli verið nægilega stór hvert fyrir sig til þess að meðal fjólskylda gæti á þeim lifað. Þess munu einnig dæmi, að jarðir hafi farið í auðn af því eigendur þeirra héldu þeim í of háu verði. Með þvi að heimila sveitarfélögum að kaupa eyði- býli.eftir mati þar til kjörinna manna, mætti ef til vill fækka eitthvað þeim eyðibýlum, sem nú eru víðs vegar um landið. Því betri, sem kjör leigulið- anna eru gerð, þeim mun óarð- vænlegra er fyrir einstaka menn að sækjast eftir aðeiga jarðir, sem aðrir reka búskap á. Það virðist ennfremur geta komið til mála að skylda eigendur leigu- garða til þess að selja ábúend- unum jarðirnar fyrir hæfilegt verð. Skynsamleg löggjöf um jarðeignamálið er nauðsynleg og getur átt drjúgan þátt í að au.ka velmegun og menningu ís- lenzra bænda. Það þarf að vinna að því að efla sjálfsábúð, en ekki að skerða eignarétt jarðeigend- anna með gagnslausum fylgi- fjárákvæðum eða þýðingarlaus- um og ranglátum söluskatti. Það þarf ennfremur að vinna að því að fjölga býlum, en vinna á móti því að einstakir efnamenn geti keypt eignir, sem aðrir þurfa að nota. Slíkt skapar aldrei annað en kúgun og ófrelsi. Kjósendur! Munið að greiða atkvæðl í lýðveldiskosningunum. Gætið að því að draga ekki of lengi að kjósa, ef senda þarf atkvæði ykkar langa vegu, því ferðir eru strjálar á ýmsa staði landsins. Hvaða íslendingur er það, sem ekki vill gera skyldu sína til þess að landið hans verði frjálst og fullvalda? Dragið ekki lengi það, sem þið getið gert í dag!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.