Tíminn - 27.05.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.05.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PEENTSMIÐJAN EDDA h.í. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOFCR: EDDUITÚSI, Llndargötu 9 A. Síir.ar 2353 og 437" AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGÁSKT' ~7 . OFA: FDDUirjSI, ' indargötu 9A. Síml 2323. 28. árg. Reykjavík, laugardagluu 27. maí 1944 Úrslit þjódarat- kvædagreidsl- unnar T&lning atkvæða hefir farið fram í nokkrum kjördæmum síðustu tvo daga, en þó er enn ótalið í mörgum kjördæmum. Verður hér sagt frá úrslitum í þeim kjördæmum, sem ekki hefir áður verið greint frá: Gullbringu- og Kjósarsýsla: Sambandsslit: já 3226, nei 8, ófrétt um auða seðla og ógilda. Lýðveldisstofnunin: já 3171, nei 15, ófrétt um auða seðla og ógilda. Borgarf jarffarsýsla: Sambandsslit: já 1856, nei 6. Ófrétt um auða seðla og ógilda. Lýðveldisstofnunin: já 1826, nei 12, ófrétt um auða seðla og ógilda. Mýrasýsla: Sambandsslit: já 1101, nei 2, ófrétt um auða seðla og ógilda. Lýðveldisstofnunin: já 1087, nei 3, ófrétt um auða seðla og ógilda. Snæfellsness- og Hnappadalss.: Sambandsslit: já 1694, nei 9, auðir 14, ógildir 27. Lýðveldisstofnun: já 1651, nei 15, auðir 64, ógildir 18. • Dalasýsla: Sambandsslit: já 817, nei ekk- ert, auðir og ógildir 9. Lýðveldisstofnun: já 804, nei 4, auðir og ógildir 18. Barffastiandarsýsla: Sambandsslit: já 1592, nei 11, ógildir og auðir 35. Lýðveldisstofnun: já 1558, nei 14, ógildir og auðir 66. Vestur-ísaf jarffarsýsla: Sambandsslit: já 1144, nei 11, ógildir og auðir 14. Lýðveldisstofnun: já 1114, nei 16, ógildir og auðir 32. Vestur-Húnavatnssýsla: Sambandsslit: já 853, nei 5, ófrétt um auða seðla og ógilda. Lýðveldisstofnun: já 838, nei 5, ófrétt um auða seðla og ó- gilda. Austur-Húnavatnssýsla: Sambandsslit: já 1203, nei 8, ófrétt um ógilda seðla og auða. Lýðveldisstofnun: já 1172, nei 14, ófrétt um ógilda seðla og auða. Akureyri: Sambandsslit: já 3237, nei 20, ófrétt um ógilda seðla og auða. Llýðveldisstofnun: já 3044, nei 114, ófrétt um auða seðla og ó- gilda. Vestur- Skaf tafellssýsla: Sambandsslit: já 919, nei 4, ó- frétt um auða seðla og ógilda. Lýðveldisstofnun: já 916, nei 6, ófrétt um auða seðla og ó- gilda. Tölur þessar eiga eftir að breytast enn, því að óvíðast eru öll atkvæði framkomin. Hreindýrabú Nokkrir Nórðlendingar hafa ákveðið að koma upp hreindýra- tilraunabúi á Þverá í Eyjafirði. Hafa þeir nýlega fengið 5 hrein- dýrakálfa austan af Fljótsdals- öræfum, sem Friðrik Stefánsson á Hóli í Fljótsdal náði í þar inn á öræfum. Fyrir þessum tilraunum standa: Jón Geirsson, læknir, Árni oddviti á Þverá, Ari Jóns- son, Þverá, Rósa Jónsdóttir, Þverá og Helgl Stefánsson. Er ætlun þeirra að fá úr því skor- ið, hvort hreindýrarækt sé arð- vænleg fyrir bændur. 55. blað Endurgreiðir Eimskipaiélagið 12-15 miljónir ai gróða sínum á síðastl. ári? Verður félagið ,,ó s k a b a r n í d“ eða auðmannaklíka í framtíðinni? Fátt hefir vakiff meiri athygli en sú ákvörffun viffskiptaráffsins á dögunum aff lækka farm- gjöldin um 45%. Mönnum varð strax ljóst, að hér gat ekki allt veriff meff felldu, því aff ekkert þaff hafði nýlega gerzt, er réttlætti skyndilækkun farmgjaldanna. Þar hafffi flest veriff meff kyrrum kjörum um lengra skeið og farmgjaldalækkunin hefffi því átt aff vera löngu komin, ef hún var réttlætanleg nú. Sú skýring viffskiptaráffs, aff þaff hefffi tekiff þessa ákvörffun eftir aff kunnugt varff um rekstrarniðurstöffur Eimskipafélags íslands á síðastl. ári, ýtti líka undir grunsemdir manna. Það er nú komið á daginn, aff hinar tortr yggilegu grunsemdir hafa haft viff medra en litlar ástæður aff styffjast. Þaff er upplýst, aff raunverulegur gróði Eimskipafélags íslands á síff- astliðnu ári hefir numiff 24 milj. kr., þótt hann sé ekki bókfærffur nema 18 milj. kr. í reikn- ingum þess. Jafnframt er þaff kunnugt, enda segir þaff sig sjálft, að gróffi félagsins hefir þann tíma, sem af er þessu ári, numiff mörgum milj. kr. Þaff þarf því ekki aff undra, þótt viff- skiptaráðiff bryggðist hart viff, er þaff frétti um reikninga félagsins. Hinit' stórkostlegi gróði. Þótt kynlegt megi virðast, hef- ir ekkert dagblaðanna í Reykja- vík, nema Alþýðublaðið, gert þenna mikla gróða Eimskipafé- lagsins að umtalsefni. Sá áróður þessara blaða, að bændur ættu mesta sök á dýrtíðinni, hefir líka orðið hér fyrir alvarlegum hnekki. Það hefir sést eins glöggt og verða má, að orsakir dýrtíð- arinnar er að finna annars stað- ár. Á síðastl. ári seldi Mjólkur- samsalan mjólk og mjólkurvör- ur í Reykjavík og Hafnarfirðj fyrir alls 19.3 milj. króna. Hreinn gróði Eimskipafélagsins á sama ári er fimm milj. kr. hærri. Við hann hafa síðan bæzt tollar og álagning heildsala og smásala, svo að þannig hefir hann áreiðanlega verið orðinn tvöfaldur, þegar hann lagðist á vöruverðið. Þannig hefir gróði þessa eina félags orðið helmingi stærri þáttur í dýrtíðinni en allt söluverð annarar helztu framleiðsluvöru bænda, mjólkurinnar, þótt fullt tillit sé tekið til þeirrar sölu, er farið hefir fram utan Mjólkursamsöl- unnar. Þegar svo bætist við gróði annara hlutafélaga eða ein- staklinga, er fást við milliliða- starfsemi, mætti öllum verða ljóst, að hlutur bænda í dýrtíð- inni er harla lítill. Má bezt sjá á þessu, að dýrtíðarvísitalan gef- ur ramfalska hugmynd um or- sakir dýrtíðarinnar, enda er henni aðeins ætlað að sýna tak- markaðan þátt hennar, t. d. ekki þann, er veit að fram- leiðslunni. Fyrir þá, sem mest hafa hneykslast yfir verðuppbótum til landbúnaðarins, er þessi eins árs gróði Eimskipafélagsins um- hugsunarverð staðreynd. Hann er stórum hærri en sú fjárhæð, sem greidd hefir verið í upp- bætur á útflutningsvörur land- búnaðarins öll stríðsárin. Það sýnir samkvæmni bæjarblað- anna, að þau hafa fjargviðrast yfir uppbótum þessum, en þegja nú yfir gróða Eimskipafélagsins. Það er oft rætt margt um hina háu skatta, sem ríkið leggi á skattborgaranna. Á síðastl. ári námu allar tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti, stríðsgróðaskatti og eignarskatti, 28 milj. kr. eða tæpum 4 milj. kr. meira en gróði Eimskipafélagsins eins. Þegar þess er svo gætt, að af gróða Eimskipafélagsins hafa hlotizt auknir tollar og álagning, hefir hann raunverulega orðið miklu þyngri byrði á þegnana en skattarnir til ríkisins, auk þess, sem hann hefir' komið miklu ranglátar niður. Hann nemur einsamall 200 kr. á hvert manns- barn í landinu, en vafalaust tvöfaldast sú upphæð, þegar tollar og álagning eru talin með. í reikningum Eimskipafélags- ins, sem verið' hafa hluthöfum til sýnis undanfarið, er hreinum gróða ársins 1943 skipt þannig: Til ráðstöfunar á aðalfundi rúmar 18 milj. kr., í vátrygging- arsjóð 2 milj. kr., lagt fram til flokkunar á skipum 2.5 milj. kr. og til afskriftar á Fjallfossi 1.5 milj. kr. Alls er því gróðinn rúm- ar 24 milj. kr. Ekki verður beinlínis sagt, að þessi gróði geti réttlætzt með því að félagið hafi áður verið á flæðiskeri statt. Það átti í árs- byrjun 1943 17—18 milj. kr. í handbæru fé, fimm af skipum þess voru þá afskrifuð niður i 5 þús. kr. hvert og hinar miklu húseignir þess einnig afskrifað- ar að mestu. Nú eru eignir þess um 40 milj. kr. í handbæru fé, sex skip þess afskrifuð niður í 5 þús. kr. hvert og húseignirnar nær alveg afskrifaðar. Skuld- lausar eignir þess er nú vart of- metnar á 50 milj. kr. Þessar eignir félagsins hafa fyrst og fremst safnazt vegna opinberra hlunninda, skattfrels- is í mörg ár og leiguskipa, sem ríkisstjórnin hefir útvegað því. Allur gróði félagsins á síðastl. ári er t. d. fenginn af leiguskip- unum. Ríkið hefir þannig hjálp- að félaginu til að safna 50 milj. kr., en ræður svo engu um ráð- stöfun fjárins. Það er á valdi sárfárra þröngsýnna fjárafla- manna. Þeir geta ráðstafað því eftir eigin geðþótta og án þess, að það komi þjóðinni að nokkrum notum. Þeir geta byggt fyrir það lystiskútur og skemmtiferðaskip til Danmerk- ursiglinga, eins og ákveðið hafði verið fyrir stríðið. Hefir hér ver- ið hyggilega að farið? Vanraeltsla viðskipta- málaráðherra. Þegar hugleitt er um hinn mikla gróða Eimskipafélagsins á síðastl. ári, verður eigi komist hjá því að spyrja: Hvar hefir viðskiptamálaráðherrann verið með aðhald sitt og eftirlit? Hvernig samrímast orð þessa manns og athafnir? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að viðskiptamálaráð- herrann hefir verið allra manna fjálgmestur um nauðsyn þess að halda dýrtíðinni í skefjum. Hann hefir flutt margar fallegar og hjartnæmar ræður um það mál. í þessu augnamiði hefir hann látið greiða nokkrar mil- jónir úr rikissjóði. Allt þetta er gott og blessað, ef það kæmi svo ekki upp úr kafinu, að eftirlit hans og aðhald er ekki traustara en svo, að eitt einasta félag hef- ir grætt meira en helmingi hærri fjárhæð á einu ári en hann hefir á sama tíma varið úr ríkissjóði til dýrtíðarráðstaf- ana. Eimskipafélagið hefír raun- verulega dregið til sin allt ríkis- sjóðsframlagið og meira en helmingi betur! Og þó er ekki öll sagan þar með sögð, því að við þennan gróða félagsins bæt- ast tollar og álagning, svo að áreiðanlega hefir það hækkað dýrtíðina fjórfallt á við það, sem ráðherrann lækkaði hana með ríkissj óðsf ramlaginu! Slík ráðherramistök eru sem betur fer fátíð á íslandi. Einhverjir kunna að færa ráð- herranum það til afsökunar, að hann hafi treyst Eimskipafé- laginu til að gæta hófs við á- kvörðun farmgjaldanna. Því er til að svara, að ráðherra á að treysta sjálfum sér betur en öðr- um og það er skylda hans að fylgjast vel með öllu því, sem undir hann heyrir. Það bætir ekki heldur hlut ráðherrans, að hann vildi ekki styðja þá málaleitun S. í. S. og kaupmanna, að Eimskipafélagið endurgreiddi hluta flutnings- gjaldsins af þeim skömmtunar- vörum, sem voru óseldar í land- inu, er lækkun flutningsgjald- anna var ákveðin. Hann var beðinn um að hafa forgöngu í því máli og bar líka skylda til þess, þar sem hér var beinlínis um dýrtiðarráðstöfun eða verð- lækkun að ræða. Hann skorað- ist alveg undan slíkri milligöngu og sýndi með því, að hann hafi sízt minni áhuga fyrir stórgróða Eimskipafélagsins en- að halda dýrtíðinni í skefjum. Endurgrciðir Eimskipafclagið gróðann? Þegar menh hugsa um hinn mikla gróða Eimskipafélagsins, mun áreiðanlega mörgum verða á -að spyrja: Hvernig má það ske, að félagið, sem telur sig „óskabarn þjóðarinnar" skuli geta dregið um tugi miljóna króna úr vasa hennar á einu ári og átt þannig mikla hlutdeild í að auka þá mestu dýrtíð, sem hún hefir þurft að glíma við? Hvernig getur „óska- barnið“ fengið sig til að misnota þannig þann trúnað, sem þjóð- félagið hefir sýnt því, fyrst með langvarandi skattfrelsi og síð- ast með því að fela því stjórn leiguskipanna, og það þegar þjóðinni kom slík framkoma þess verst? Þannig hlýtur að verða spurt og það er ekki til nema eitt góðviljað svar við þeirri spurningu: Forráðamenn félagsins fylgdust ekki eða gátu ekki fylgzt betur en svo með rekstrinum, að þeim var ekki fullkunnugt um þennnan gróða fyrr en eftir dúk og disk. Þeim finnst það því vafalaust leiðin- legra en nokkrum öðrum, að „óskabarnið" skyldi þannig vinna þjóðinni stórt óhappa- verk, þegar verst gegndi. . Það er nokkur vottur þess, að stjórnendur Eimskipafélagsins finni til slíks samvizkubits, að þeir hafa nú ákveðið, — þó ekki fyrr en eftir ítrekaðar kröfur S. í. S. og kaupmanna, — að endurgreiða nokkurn hlutann af farmgjaldi þeirra skömmt- unarvara, sem komnar voru til landsins, þegar lækkunin var á- kveðin, og enn eru óseldar. Þessi endurgreiðsla nemur þó ekki hærri upphæð en 800—900 þús. kr. Stjórn Eimskipafélagsins má því vissulega gera betur, ef duga skal. Það minnsta, sem hægt væri að hugsa sér, væri, að fé- lagið endurgréiddi ríkinu 12—15 milj. kr. af gróða síðastl. árs, og væri vel, ef því fé yrði varið til sérstakra nauðsynlegra fram- kvæmda, t. d. endurnýjunar fiskiskipastólsins. Eimskipafé- lagið héldi samt eftir mjög sómasamlegum gróða og miklu fjármagni til að endurbyggja og auka skipakost sinn. Stjórn Eimskipafélagsins verð- ur að athuga, að hún hefir sið- ferðilega skyldu til slíkrar end- urgreiðslu. Erlendu leiguskiþin, sem ríkisstjórnin hefir útvegað, eru lögð undir félagið í því trausti, að það misnoti ekki' þann trúnað, sem því er þar með sýndur. Viðskiptaráð hefir einnig gengið vægilega eftir skýrslum frá félaginu, vafa- laust í trausti þess, að það mis- notaði ekki aðstöðu sína. Alþingi hefir veitt því skattfrelsi í trausjá þess, að það ynni eins og „óskabarni" sæmdi. Ef félagið bætir fyrir þau mistök, sem orð- ið hafa, og endurgreiðir það vel og umyrðalaust, sem er umfram eðlilegan gróða, sýnir það, að það hefir ekki ætlað að misnota þetta traust, er því var sýnt, heldur hafi það gert það óvilj- andi. Geri það þetta aftur á móti ekki, verður það tæpast skilið 'öðru vísi en að stjórn félagsins hafi brugðizt traustinu vitandi , vits og taki orðið meira en tak- markað tillit til þess, að rekst- ur félagsins samrýmist þjóðar- hag. Framtíði „óskabariisins(í. Fari svo, sem ótrúlegra verð- ur að teljast, að Eimskipafé- lagið endurgreiði ekki mikinn hluta af gróðanum, hlýtur þetta mál að koma til kasta ríkis- valdsins. Ríkisvaldið getur ekki lánað félaginu skip og veitt því skattfrelsi, ef það bregzt síðan algerlega þeim trúnaði, sem því er sýndur. Jafnvel þótt þetta mál leystist friðsamlega, verður eigi hjá því komizt, að framtíðarsambúð ríkisins og Eimskipafélagsins verði tekin til endurskoðunar. Fyrir hlunnindi þau, sem ríkið hefir veitt félaginu, skattfrelsið og leiguskipin, nema eignir þess orðið mörgum tugum milj. kr„ og yrðu alltaf milli 35—40 milj. kr„ þrátt fyrir áðurnefnda endurgreiðslu. Ríkisvaldið verð- ur að hafa íhlutunarrétt um ráðstöfun þessa fjár, svo að því verði ekki eytt 1 óþarfar og ó- viturlegar framkvæmdir, eins og „luxusskipið“, sem stjórn félags- ins vildi byggja fyrir stríðið. Ráðstöfun þessa mikla fjár er, eins og nú er háttað, í höndum örfárra manna. Eimskipafélagið hefir alltaf verið að breytast meira og meira í það horf að vera þröngur hringur harðsvír- aðra manna. Á aðalfundum þess mæta jafnan örfáir alþekktir fjáröflunarmenn, en þó kemur Síldarsaltendur stofna iélag Saltsíldarframleiðendur, er söltuðu 84% af saltsíldarfram- leiðslu síðasta árs, hafa nýlega stofnað félagsskap og vilja þeir láta hann fá einkasölu á salt- síld, en síldarútvegsnefnd hefir áður annazt hana. Formaður þessa nýja félagsskapar er Ing- var Vilhjálmsson útgerðarmað- ur, en Óskar Halldórsson mun hafa verið aðalhvatamaður hans. Áður en síldarútvegsnefnd hóf einkasölu á saltsíld, var hún í megnasta ólagi. Hinir mörgu seljendur áttu í harðri sam- keppni og undirbuðu hver ann- an. Stöfuðu hin miklu töp síld- arútgerðarinnar fyrr á árum oftast af þessu ólagi verzlunar- innar. Þetta gerbreyttist, þegar einkasalan kom til sögunnar. Hefir hún verið til stórkost- legra hagsbóta fyrir alla aðila. Það er á valdi síldútvegs- nefndar að veita hinu nýja fé- lagi leyfi til einkasölunnar. w Attrœdur Hallgrímur Níelsson bóndi á Grímsstöðum í Mýrasýslu varð áttræður í gær. Hans mun verða nánar getið í blaðinu innan skamms. Maður drukknar Það sorglega slys varð í Keflavík síðastl. fimmtudags- nótt, að ungur maður, Snorri Karlsson, ók í vörubifreið fram af hafnarbakkanum og drukkn- aði. Honum hafði þó tekizt að komast út úr bifreiðinni, því að lík hans fannst á floti, þegar m. b. „Guðmundur Þórðarson“ kom úr róðri um morguninn. Faðir Snorra var á bátnum og kom hann fyrstur auga á líkið og hjálpaði síðan til að ná því. Um orsök slyssins er ekki ríán- ara kunnugt, en Snorri var sein- ast með bróður sínum kl. 1 yz um nóttina. Móttaka síldar byrjar 8. julm Stjórh síldarverksmiðja ríkis- ins hefir ákveðið að láta verk- smiðjur þær, sem hún starf- rækir í sumar, byrja að taka á móti síld 8. júlí næstkomandi. þar fram megnið af atkvæða- magninu. Þetta sýnir, að aðeins fáir menn ráða félaginu, en hinna dreifðu smáhluthafa gæt- ir ekkert. Ráðstöfun þessara miklu eigna er raunverulega í örfárra manna höndum. Það er ekki minnsta trygging fyrir því, að þær verði notaðar til endur- nýjunar kaupskipastólsins. Er það hyggilegt, að svo losaralega sé frá þessum málum gengið? Meðan félagið var fátækara og barðist í bökkum og þurfti á að- stoð ríkisins að halda, var stjórn auðmanna þar háskaminni. Nú, þegar félagið er orðið fjársterkt og voldugt, gildir þetta öðru máli. Þá getur gróðabrallshug- urinn mátt sín meira innan vé- banda þess. Þá getur þess verið skammt að bíða, að þetta gamla „óskabarn“ þjóðarinnar reyn- ist henni ofjarl. Eru það ekkl að verða seinustu forvöðin að bjarga „óskabarninu" frá hrös- un? Er rétt að draga það lengur að fá úr því skorið, hvort þeir menn, sem nú ráða félaginu.vilja láta það vera áfram „óska- barnið“ eða ala orðið aðra drauma í sambandi við það? Þ. P.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.