Tíminn - 27.05.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1944, Blaðsíða 2
218 TÍMIM, laiigardaginm 27. maí 1944 55. blað ^tmmn Laugardayur 27. maí 270 stig Þannig er nú komið, þrátt fyr- ir þær dýrtíðarráðstafanir, sem gerðar hafa verið að undan- förnu, að dýrtiðarvísitalan er aftur komin í 270 stig. Væri hætt að halda niðri verðlagi ýmsra vara með beinum framlögum úr ríkissjóði myndi vísitalan senni- lega verða nálægt 290 stigum. Fullar horfur eru á því, að tekjur ríkissjóðs muni fara rýrn- andi á þessu ári. Á seinas'ta fjár- laga-þingi fékkst enginn flokk- ur, nema Framsóknarflokkur- inn, til að styðja sérstaka tekju- öflun, svo að tryggt væri, að ríkissjóður gæti haldið dýrtíðar- greiðslunum áfram, meðan ekki næðist samkomulag um örugg- ari lausn. Þar sem engra slíkra tekna var því aflað og hinar föstu tekjur ríkissjóðs fara rýrn- andi, hlýtur að því að draga, að þessum greiðslum verði hætt. Dýrtíðin kemst þá í 290 stig. Farmgjaldalækkunin, sem ný- lega var ákveðin, mun hafa sáralítil áhrif á vísitöluna, vegna þess, hvernig hún er reiknuð. Það er alkunna, að mörgum nauðsynlegum atvinnugreinum var ofvaxið að rísa undir rekstr- arkostnaðinum meðan vísitalan var talsvert innan við 270 stig. Síldarsöltunin, sem verður eng- in í sumar, er þar talandi dæmi. Skipasmíðarnar eru annað dæmi. Frystihúsin hafa barizt í bökkum. Sérhver vísitöluhækk- un þrengir kost smáútgerðar- manna og sjómanna. Frægt er það dæmi, að sjómenn og út- gerðarmenn í Vestmannaeyjum fengu y2 milj. króna minna fyr- ir lýsið 1943 en 1942, þótt lýsis- magnið væri heldur meira seinna árið og verðið sama bæði árin. Hálfa miljónin fór í auk- inn vinnslukostnað, vegna dýr- tíðarinnar. Hvað verður þá, þegar vísitalan er komin í 290— 300 stig? Það mætti þannig vera öllum ljóst, að hækkun vísitölunnar í 290—300 stig mun hafa stór- fellda atvinnustöðvun í för með sér. Jafnhliða kemur svo stór- um minni atvinna hjá setulið- inu, bæði beint og óbeint. Nokkru lengra, en þó ekki langt framundan, er almenn lækkun fiskverðsins, þegar styrjöldinni í Evrópu er lokið. Þrátt fyrir þessar uggvænlegu horfur, hefir enginn stjórnmála- flokkanna, nema Framsóknar- flokkurinn, markað ákveðna stefnu um lausn dýrtíðarmálsins og annarra framtíðarmála, sem eru tengd því. Hinir flokkarnir hafa að vísu lýst háska dýrtíðar- innar mjög réttilega, en þeir hafa varast að benda á nokkura ákveðna leið til úrlausnar. Þetta þarf ekki heldur að koma neinum á óvart. Fram- sóknarflokkurinn hefir jafnan haft forgöngu um flest allt það, sem reynt hefir verið til að halda dýrtíðinni í skefjum. Vegna brigðmæla og ístöðuleysis ann- ara flokka hafa þessar tilraunir hins vegar orðið árangurslitlar og dýrtíðin hefir því haldið á- fram að vaxa. Eigi að síður er það trú Framsóknarmanna, að enn sé mögulegt að stöðva hrunið og nota stríðsgróðann til stórfelldra umbóta í landinu í stað þess að láta hann glatast í eyðsluhít dýrtíðarinnar. Til þess að slíkt geti tekizt, verður að taka dýrtíðarmálið. til úr- lausnar á breiðari grundvelli en t. d. hlutfallsleg niðurfærsla verðlags og kaupgjalds væri. Lausnin yrði að ná til allra fjár- hags- og atvinnumála yfir höf- uð og stefna að sameiginlegri notkun náttúrugæðanna og stríðsgróðans í þágu lands- manna allra, en ekki nokkurra auðkónga eða einnar stéttar. Viðreiánin þarf að vera réttlát og alhliða; ná jafnt til dýrtíð- armálsins og annarra aðkall- andi viðfangsefna. Þessi stefna Framsóknar- flokksins var mjög skýrt og greinilega mörkuð á nýloknu flokksþingi Framsóknarmanna. Allir þeir, sem kjósa held- ur að vinna að viðreisn en hruni. Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli: Pétur Gautur „Pétur Gautur“ eftir Henrik Ibsen er eitt af nafntoguð- ustu ritum hinna norsku stórskálda á síðari hluta 19. ald- ar, samið í Ítalíu sumarið 1867. Röskum þrem áratugum síðar innti Einar Benediktsson af höndum það ágætisverk að þýða „Pétur Gaut“ á íslenzku. Nú síðari hluta vetrar hafa Leikfélag Reykjavíkur og Tónlistarfélagið sýnt „Pétur Gaut“ í Iðnó við mikla aðsókn og góðan orðstír. — Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkju- bóli í Önundarfirði, hefir sent „Tímanum“ þessa grein um leikinn og leikritið. Pétur Gautur er rit, sem ég hefi haft sérstakar mætur á frá því að ég las hann fyrst. Ég hefi verið svo heppinn, að hafa hann mér við hönd árum saman og þá lesið kafla og kafla, þegar tóm var til og hugurinn leitaði hvíld- ar. Ég var því efnislega kunn- ugur Pétri Gaut þegar ég kom í Iðnó núna um daginn og sá þrjá fyrstu þætti hans leikna. Ég bjóst við góðri kvöldstund. Ég vissi það, að Pétur Gautur er listaverk, þar sem saman fer auður spakmæla og snilliyrða og leiftrandi andríki, markviss ádeila og miskunnarlaus gagn- rýni, nærfærin túlkun og tján- ing göfugra kennda. Hitt vissi ég og, að það hlaut að vera bundið miklum erfiðleikum að sýna svo umfangsmikinn leik í jafn þröngum og kotungsíegum húsakynnum. Undraðist ég hversu það tókst, og finnst mér það út af fyrir sig vera ærið afrek. Ég bjóst við góðri og upp- byggilegri skemmtun, og ég var ættu að kynna sér samþykktir þingsins. Þær hafa verið þirtar í Tímanum og Degi og síðar verið gefnar út sérprentaðar og fást í flestum bókabúðum. Vísi- talan 270 ætti að minna menn á, að það er ekki lengur tími til að horfa í gaupnir sér og láta gömul ágreiningsefni setja í fyrirrúmi. Það gildir jafnt heila flokka, flokksbrot eða einstakl- inga. Það er enn hægt að'af- stýra óhamingjunni, sem af hruninu myndi hljótast, ef þeir, sem að viðreisn vilja standa, láta það ekki dragast að samein- ast um ákveðna viðreisnar- stefnu. Hverjum þeim, sem kynnir sér vel jafnréttishugsjón komandi tíma og þá félagslegu þróun, sem er að gerast annars- staðar, mun verða ljóst, að hin- ar sanngjörnu, framsæknu sam- þykktir flokksþingsins marka þá stefnu í aðalatriðum. Þ. Þ. við sérstaklega áhrifamikla sýn- ingu, og fór það langt fram úr því, sem ég bjóst við. Ég hafði lesið það í eftirmála Einars Benediktssonar við þýðinguna, að ritið væri betur fallið til lest- urs en sýnis, og það væri mest af ræktarsemi, að það hefði ver- ið sýnt. Ef til vill hefir þetta mótað hugmyndir mínar fyrir- fram. En svo kom sýningin, há- tíðleg stund og voldug. Svo mikið er víst, að Pétur Gautur nær til hjartans eins og með hann var farið þarna, og auðvitað gengur hann ekki framhjá hugsun og viti. Pétur Gautur er saga um mikla baráttu og hugstríð, þar sem ístöðulítill en stórhuga maður reynir að kaupa sér ham- ingju og sátt við lífið með sjálfs- blekkingu, grobbi og undan- slætti. En þar er líka saga Ásu, móðurinnar, sem mæðist af áhyggju og sorg vegna sonarins, sem hún elskar og gengur á glapstigum. Hún álasar honum, en er þó jafnan í verjandi og verndandi afstöðu gagnvart að- kasti heimsins og ásakar sjálfa sig fyrir óheppilegt uppeldi. Og þarna er sagan um ást Sólveig- ar, stúlkunnar, sem elskar ó- gæfumanninn, yfirgefur allt hans vegna og gengur til hans þá leið, sem er ófær til baka. Hann bregzt henni og hún bíður ein og vanrækt, en glatar þó aldrei ást sinni og tryggð. Okk- ur myndi flestum, venjulegum mönnum, þykja slíkt vond lífs- kjör fyrir kvenfólk í heimi veru- leikans. En það var þessi blinda og barnslega ást og trú Sólveig- ar, sem varð til þess að Pétur Gautur iðraðist lífs síns í alvöru og stóð í leikslok frammi fyrir hnappasmiðnum með sannar, falslausar tilfinningar, brenn- andi iðrun og kappsfulla um- hyggju fyrir konunni, sem hafði beðið hans. Þetta er líka djúp lífsspeki. Ætli það .sé ekki stundum nauðsynlegt skilyrði til þess, að hugarfar mannsins verði Henrik Ibsen svo, að hann geti tekið framför og þroska, að hann finni til þess, að við hann er gert betur en hann á skilið og verðskuldar? Það eru fleiri sögubrot og drættir, sem þetta höfuðrit Ibsens sýnir okkur. Það er eins og leiksýningin láti fara fram nýtt mat mannlegra tilfinninga og verðmæta lífsins. Það er eins konar yfirmat lífsgildisins. Hé- gómi hversdagsleikans eyðist og áhorfandinn stendur andspænis kjarna lífsins. Trúin á lífið og fegurð þess glæðist, því að þarna birtist það í allri sinni dýrð 1 auðmýkt og fátækt, ást og fórn. Sennilega koma mörgum í hug helgustu stundir eigin lífs. Og er það ekki þetta, sem er ein- kenni þess að njóta mikillar listar? Mér skilst, að það sé æðsta takmark allrar skáldlegrar list- ar að láta menn sjá sjálfa sig í því, sem sýnt er og sky.nja í æðra valdi gildi hins góða og háska hins, svo að menn viti betur hvað þeim ber að gera, — hvern- ið þeir eiga að lifa. Fer þá bezt á því að talað sé bæði til hugs- unar og kennda. Brjóstið hitnar og tilfinningar rísa til andstöðu gegn því, sem brýtur niður, lamar og leiðir afvega, — til varnar og samúðar með því, sem byggir upp og grær. Hugsunin rekur þráðinn, metur og álykt- ar. Þannig nema ménn lögmál lífsins. Þannig vinnur skáld- skapurinn að daglegri framför og uppbyggingu lífsins. Sönn list lyftir þeim, sem njóta henn- ar, — gerir þá vitrari og betri. Ef til vill kæmir ekki að minn- ast á sýningu Péturs Gauts án þess að geta sérstaklega þeirra leikara, sem þar eiga mestan þátt. Vel má vera, að Gerd Grieg eigi þar mestan hlut og sóma, þó að hún komi hvergi fram. Á sviðinu er það Lárus Pálsson, sem ber leikinn uppi, enda er hlutverk hans miklu fyrirferð- armest. Lárus hefir skýran framburð og kann vel að láta heyra til sín, þó að hann tali ekki mjög hátt, og er það góður kostur. En annars er maðurinn meistari í raddbeitingu og lát- bragðslist. Hitt vekur þó e. t. v. meiii furðu leikhúsgesta hvað Gunn- þórunn Halldórsdóttir getur enn á áttræðisaldri, því að erfitt er að túlka Ásu, sem stundum er lengi á leiksviði samfellt, talar oft lengi í einu og tíðum í upp- námi. Raunar virðist stundum komið að takmörkum þess, sern raddstyrkur og brjóstþol leyfir. en þa_ð fellur svo vel við hlut- verk Ásu gömlu, hinnar mæddu konu, að menn viti ekki, hvort það er ósjálfrátt eða listbrögð leikkonunnar. Ég fagna því að hafa fengið að sjá Gunnþórunni Halldórsdóttur á leiksviði og það einmitt í þessu hlutverki. Hún hefir unnið hjörtu okkar út- kjálkabúa gegnum útvarpið eins og fleiri góðir leikendur og nafn hennar ‘mun geymast í leiksögu þjóðarinnar. Aðrir leikarar, sem einkum vöktu aðdáun mína voru Brynj- ólfur Jóhannesson, sem leikur Dofrann með sjálfbyrgingsleg- um virðuleik.og Alda Möller,sem fer af mikilli prýði með hlutverk þeirrar grænklæddu og ef til vill bezt við selkofann í síðasta at- riðinu. Þar er það sýnt ógleym- anlega, að lokur og lásar og plankar læsa ekki úti sjálfs þín þanka, og fylgjur fortíðarinnar geta komið, sótt að mönnum og rænt þá friði. En það fannst mér undur, hvernig Alda Möller gat sameinað ógnandi nornar- skap og kvenlega auðmýkt. Vitanlega er margt fleira í leiknum vel heppnað, þó að oft beri þar minna á einstökum leikurum, vegna þess að hlut- verkin eru smá. Þannig er t. d. bæði veizlan á Heggstað og hirð Dofrans með ágætum vegna þeirrar heildarmyndar, sem leikendurnir skapa. Og þá má ég ekki þegja um það atriði leiks- ins, er Sólveig kemur til Péturs upp í selið, því að það var vel sýnt. Hér verður staðar numið með þeirri ósk, að Leikfélagið geti bráðum flutt starfsemi sína í vegleg salarkynni þjóðleikhúss- ins og þar verði á komandi tím- um haldið uppi veglegu menn- ingarstarfi á borð við það, að sýna Pétur Gaut, svo að menn komi þar jafnan út nokkru bættari en þeir fara inn. Halldór Kristjánsson. D V 0 L Fyrsta hefti 12. árg. Dvalar er nýkomið út. — Þegar ég skildi við Dvöl fyrir fjórum árum síð- an gerði ég það í þeirri von, að ungu mennirnir myndu hefja hana til vaxandi gengis. Síðan hefir Samband ungra Fram- sóknarmanna gefið hana út og hafa tveir efnismenn verið rit- stjórar hennar, sín tvö árin hvor, þeir Þórir Baldvinsson og Jón Helgason. En nú hafa nýir eigendur tekið við útgáfunni. Ungur kennari, greindur og efni- legur Þingeyingur, Andrés Krist- jánsson, annast ritstjórnina. Fer Dvöl vel af stað undir rit- stjórn hans. Eins og frá fyrstu tíð ein- kennist þetta hefti af úrvals- smásögum, eftir ýmsa ágæta er- lenda höfunda, en auk þeirra er ferðasaga, kvæði, kímnisögur, ritdóma o. fl. Ugglaus hefir jafnan eitthvað mátt finna að Dvöl með réttu, þótt á meðan við vorum sam- ferða, yrði ég mjög var vinsælda hennar víða um land. En án alls skrums er áreiðanlega hægt að segja það, að í Dvöl er nú orðið að finna stærsta og merkasta safn af úrvals smásögum heims- bókmenntanna, sem til er á ís- lenzku. Ég held, að bókelskt fólk ætti að taka Dvöl vel hjá hinum nýju útgefendum, því að ég er viss um að þeim er alvara að gera hana vel úr garði. Og þó að hún hafi nú hækkað í verði að krónu- tali, þá verður hún samt mikið ódýrari, eftir lesmáli, heldur en flestar bækur, sem út koma nú á tímum. V. G. Uthlutun til leíkara Nefnd sú, sem leikarar kusu til að úthluta fé því, sem Menntamálaráð veitti til leikara á þessu ári, hefir fyrir nokkru lokið störfum og úthlutað fénu þannig: 1200 krónur fengu Gunnþór- unn Halldórsdóttir og Friðfinn- ur Guðjónsson, 1000 krónur frú Guðrún Indriðadóttir, 900 kr. fengu Arndís Björnsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Gestur Pálsson, Haraldur Björnsson, Indriði Waage, Lárus Pálsson, Soffía Guðlaugsdóttir, Valur Gíslason og Svava Jónsdóttir, Akureyri. 700 krónur fengu: Jón Norð- fjörð, Akureyri, Þóra Borg Ein- arsson, 650 kr. fengu: Alfred Andrésson, Alda Möller, Lárus Ingólfsson, 550 krónur: Emelía Borg, Jón Aðils, Sigrún Magnús- dóttir, og 500 krónur Edda Kvaran og Hildur Kalman. Stofán Jónsson, námstjjóri: Nýjung í skólamálum - skólabílar - Sú nýjung hefir verið upp tekin í tveim skólahverfum á landinu, Vatnsleysströnd og Ölfusi, að skólabörnin eru sótt að morgni hvers kennsludags í sérstakri bfreið og flutt heim á kvöldin, þegar kennslu er lokið. Bjarni M. Jónsson námstjóri skrifaði nýlega grein í „Menntamál“, tímarit kennara, um þetta nýmæli. Hefir sú grein verið gefin út sérprentuð, og ættu þeir, sem áhuga hafa á þessum málum, að verða sér úti um hana. Ýmsir hafa spurzt fyrir um þetta nýmæli, enda er hér um að ræða tilraun til lausnar á vandamáli. Er því sýnt, að það hefir vakið athygli. — í þessari grein ræðir Stefán Jónsson námstjóri stuttlega um skólabílana og hvar líklegt sé, að þeir geti örugglega komið að notum. í „Menntamálum", 3. hefti 1944, birtist grein eftir Bjarna M. Jónsson, námsstjóra, þar sem hann ræðir um þá nýung í skólamálum, að sérstakir bílar flytji börnin að og frá skóla- stað, og skýrir hann þar einnig frá fenginni reynslu tveggja skólahéraða, en skólahverfi Ölfusinga og. skólahverfi Vatnsleysustrandar hafa notað skólabíla tvo síðastliðna vetur. Vil ég benda þeim á, sem vilja kynna sér þetta mál, að lesa fyr- nefnda ritgerð í „Menntamál- um“, en hún fæst líka sérprent- uð- í skrifstofu fræðslumála- stjóra.-------- Þetta mál hefir vakið nokkra athygli og vakið vonir manna um það, áð ef til vill fengist þarna lausn á einu stærsta vandamáli strjálbýlisins. Ég vil ekki í þessari grein, endurtaka rök Bjarna M. Jónssonar, þar sem hverjum einum er auðvelt að afla sér greinar hans til lest- urs, en ég vil ræða hér sérstak- lega, á hvaða stöðum ég tel, að skólabílar gætu komið að not- um, og hvaða munur er á því fyrir uppeldi og fræðslu barns- ins, að þvi sé ekið kvölds og morgna áð og frá skóla eða það dvelji í heimavist. Á öllu svæðinu suðaustur um land frá Mýrdalssandi og norður um Langanes eru samgöngu- leiðir þannig eða snjóþyngsli svo mikil, að skólabílum verður ekki við komið. - Um Skaftafellssýslu skal það þó tekið fram, að þegar fyrirhugaðar brýr hafa verið byggðar og vegakerfi héraðsins fullgert, mætti ef til vill nota skólabíla á sumum stöðum, en vegalengdir eru þar svo miklar, að ferðirnar yrðu ákaflega dýr- ar daglega. Um Austurland allt frá Hornafirði að Langanesi er snjóþungi svo mikill, að bílvegir lokast oft um langan tíma, enda allt vegakerfi mjög sundurslitið af heiðum og fjörðum, nema á Fljótsdalshéraði, en þar geta snjólög lokað öllum leiðum svo vikum og mánuðum skiptir. Á Norðurlandi öllu, frá Langa- nesi að Hrútafirði, tel ég að ekki sé hægt að byggja á dag- legum bílferðum um sveitir og dali, því að þótt bílvegir á lang- leiðum norðanlands hafi oft verið færir á vetrum að undan- förnu, þá hafa þeir vetur verið svo óvenjulega snjóléttir, að ekki er hægt að byggja á þeirri reynslu. Um Vestfirði er ekki að tala í þessu efni, og um Snæfells- nes og Dali er vegakerfi ekki enn komið í það horf, að bílfært sé í námunda við flesta bæi, nema þá helzt austan til á sunnanverðu Snæfellsnesi, enda snjóþungt sums staðar, þótt í meðalvetrum sé. — Um Borgarfjörð og Mýrar er öðru máli að gegna, og sérstak- lega tel ég, að skólabíll gæti komið að notum á Hvalfjarðar- strönd og í Leirár- og Melasveit. í Borgarfjarðardölum myndu aftur skólar með heimavist sjálfsagðir, enda mun þar víð- ast hægt að velja skólastaði við heitar uppsprettur. Þá er það héraðið frá Hval- firði að Mýrdalssandi. Þar mun þessi nýjung eiga bezt við og styðjast við mest öryggi, þar sem vegakerfið er þar fullkomnast og venjulega snjóléffc á vetrum, enda hefir raun gefið vitni um það, eins og fyrr er sagt, bæði á Vatnsleysuströnd og í Ölfus- inu. Þá kem ég að hinu atriðinu, og það er samanburður á því fyrir börnin, að dvelja í heimavistar- skólum eða fara daglega að heiman í skóla og heim í skóla- bíl, og skal ég þá í stuttu máli skýra kosti hvors um sig. Það er viðurkennt, að gott heimili er skólum æðra og yfir- leitt á að stefna að því, að öll heimili landsins hafi aðstöðu til að vera góð heimili. — Það er því rétt að stuðla að því, að börnin eigi sem mest dvöl á sínu eigin heimili, en á það skal líka bent, að margir beztu skóla- menn okkar hafa byggt miklar vonir á uppeldisgildi heima- vistarskóla í höndum góðs manns, og ég tel að vonir þeirra manna hafi að nokkru leyti rætzt af reynslu þeirri, er þegar er fengin af þeim skólum, er nú hafa starfað um nokk- ur ár, — Ég tel því, að þau hér- uð, sem ekki geta á næstunni notið þeirra hlunninda, er skólabílar vissulega veita, þar sem þeim verður við komið, geti vel sætt sig við aðstöðu sína, ef þeim tekst að koma á stofn vönduðum heimavistarskóla og tryggja honum góða starfs- krafta. Ef ungarnir færu aldrei úr hreiðrinu, lærðu þeir ekki að beita vængjm sínum til flugs. — Það getur verið holl æfing í þegnskap og félagsdyggðum að fara 10 ára til dvalar að heiman og læra að umgangast vanda- lausa, hlýða settum reglum og sjá sjálfur um fatnað sinn og herbergi. Og ég tel það víst, að þroska barnsins sé það hollt að öðlast ofurlitla lífsreynslu 10—13 ára; þá yrði lífsbrautin ekki eins hál ungmennum strjálbýlisins, er þau fara að heiman 14—17 ára. Ég álít, að áhugamenn um skólamál í hverju héraði ættu að athuga þessi mál gaumgæfi- lega,- sérstaklega þar, sem fyrir liggur að reisa nýja skóla, því að val skólastaðar og stærð skóla- byggingar ætti að fara mjög eft- ir því, hvort ætlast er til að börn dvelji þar í heimavist, eða sé ekið daglega í skólann í skólabíl. Mistök í framkvæmd, á hvorn veginn sem er, eru of dýr, og með gætilegri athugun er hægt að sneiða hjá þeim. Ei ráða brotnar hjá yður, þurflð þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerð- um og menn til að annast ísetningu. VERZL. BRYNJA Sími 4160. í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.