Tíminn - 31.05.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.05.1944, Blaðsíða 2
222 TÓflMV. Hiiftvikuclagiitii 31. maí 1944 56. blað Miðv.dtiyinn 31. muí Skipun byggðarínn- ar í sveit og við sió í blöðum kommúnista hefir verið þrástagast á því, að skipu- lag byggðarinnar í sveitum landsins þurfi að gerbreytast. Það þurfi að leggja fleiri sveitir, jafnvel heil héruð, í auðn, en þétta í þess stað byggðina í nánd við stærstu kaupstaðina. Með þessu móti yrði auðveldazt að veita sveitafólkinu bezt þægindi og gera framleiðsluna arðmesta. Eins og flest það, sem frá hér- lendum kommúnistum kemur, er þetta byggt á meira en lítilli vamþekkingu. Sauðfjárrækt verður ekki stunduð, nema í dreifbýli. Nautgriparæktin þarf einnig verulegt landrými. Við marga kaupstaðina hagar líka þannig til, að ræktunarskilyrði eru mjög takmörkuð í nálægð beirra; t. d. við ísafjarðarkaup- stað. í nærsveitum Reykjavíkur verður og tæpast hafður meiri búpeningur en nú er. Á Suður- nesjum, þar sem vafalaust mun rísa upp stærsta verstöð lands- ins, eru ræktunarmöguleikar takmarkaðir. Síðast, en ekki sízt, kemur svo það, að land- búnaðarframleiðslan reynist alltaf dýrust í nálægð kaup- staðanna. Þetta er margreynt annarsstaðar. Þetta er líka reynt hér. Bændur í nágrenni Reykja- víkur þurfa að fá og fá líka talsvert hærra verð fyrir mjólk- ina en t. d. Árnesingar og Borg- firðingar. Þrátt fyrir þessa miklu van- þekkingu, sem umrædd kenning kommúnista byggist á, skal því ekki neitað, að þeir geti í ýms- um tilfellum haft nokkuð til síns máls. Til eru vitanlega afskekkt býli, sem ekki borgar sig að nytja, og eins er líka ástatt um nokkrar jarðir, þótt þær liggi vel að samgöngum. Þær jarðir, sem ekki geta með fullri rækt þolað meðalbú, eiga að leggjast í eyði. í ýmsum sveitum eru líka meiri og minni skilyrði til sam- felldrar byggðar, þar sem koma eiga byggðahverfi. Jafnhliða því, sem unnið er að stofnun byggða- hverfa, á einnig að fjölga riý- býlum í dreifbyggðari sveitum, þar sem afkomuskilyrði eru á- litleg. Með þessu tvennu ætti að vera hægt að ná því marki, að sveitirnar aukist svo, að þær geti alið önn fyrir flestu því fólki, sem þar vex upp. Þær breytingar, sem gera þarf á skipun sveitabyggðar- innar, þurfa þannig ekki að verða neitt stórfellt vandamál. Þar má að miklu leyti styðjast við það, sem er, með nokkrum leiðréttingum, og bæta svo við, þar sem það er álitlegast. Hins vegar gildir þetta öðru máli með s.kipulag byggðarinnar við sjóina. Þar er raunverulega fólgið eitt okkar allra stærsta vandamál. Við höfum orðið höf- uðborg upp á 40 þús. manns. Megnið af þessu fólki hefir sótt þangað vegna ýmsrar augna- bliksvinnu, seinast vegna þeirr- ar atvinnu, er skapazt hefir beint og óbeint í sambandi við setuliðið. Nokkur hluti þess byggir afkomu sína á milliliða- starfsemi, sem er algerlega óþörf og ætti að hverfa. Aðeins fá þús- und manna lifa á raunverulegri framleiðslustarfsemi, og mögu- leikarnir til að auka hana tak- markaðir. Þegar setuliðsvinnan hverfur og öll milliliðastarfsemi dregst saman, verður hér stór- fellt hrun. Það leynir sér ekki fyrir neinum, sem vill hugsa raunsætt um þessi mál. Því fer betur, að heildarmynd- in af byggðinni við sjávarsíð- una, er ekki svona óglæsileg. Hún er þvert á móti glæsileg víða annars staðar. Möguleikar til aukningar byggðarinnar þar eru hinir stórfelldustu. Á Suður- nesjum ætti að rísa upp stór út- vegsbær. Á Akranesi, Skaga- strönd og Húsavík haldast í hendur miklir útþenslumögu- leikar til sjós og lands. Á norð- anverðu Snæfellsnesi, í Rifi eða í Grundarfirði, ætti að byggjast mikil útgerðarstöð. Þannig mætti telja áfram. Víða í kring- um landið eru þorp, sem geta stækkað, eða risið upp ný af Hallgrímur Níelsson hrepp- stj. á Grímsstöðum í Mýra- sýslu varð 80 ára sl. föstu-> dag. í tilefni af afmæli hans rita hér um hann tveir sveit- ungar hans, annar núverandi og hinn fyrverandi, þeir Jó- hann Guðjónsson bóndi á Leirulæk og Bjarni Ásgeirsson alþingismaður frá Knarrar- nesi. Áttræður varð hinn 26. maí Hallgrímur Níelsson, hrepp- stjóri á Grímsstöðum. Hann er fæddur og uppalinn á Gríms- stöðum og hefir dvalið þar all- an sinn aldur. Hailgrímur byrj- aði búskap aðeins 21 árs, frem- ur efnalítill, en gerðist skjótt umsvifamikill * bóndi og komst brátt í góð efni. Hallgrímur er einn þeirra fáu bænda, sem síð- ustu tugi 19. aldar sáu roða fyrir nýjum degi í framförum á sviði landbúnaðarins, og urðu því mannsaldri á undan sinni sam- tíð með^umbætur á jörðum sín- um. Hallgrímur byrjatfi þegar á því að ræsa og slétta túnið og byggja vörzlugarða í kringum það. Þá byggði hann öll hús á jörðinni á mjög myndarlegan hátt, sem bar mjög af því, sem menn áttu þá að venjast al- mennt. íbúðarhúsið byggði hann tvisvar, því að hann varð fyrir því tjóni, að tvívegis brunnu íbúðarhús í hans búskapartíð. í síðara skiptið, sem var á fyrri heimsófriðarárunum, byggði hann stórt og vandað stéinhús. nálinni, því að aðstaðan er hin bezta, bæði til sjós og lands. Slík dreifing kaupstaðabyggð- afinnar myndi jafnframt verða lyfting fyrir sveitirnar, því að þær myndu þá geta notið al- mennara en áður þeirra hlunn- inda, er fylgja nábýlinu við kauptúnin. í þessu sambandi mætti t. d. minna. kommúnista á, að Stalin rökstuddi dreifingu iðnaðarframleiðslunnar til ýmsra nýrra staða með því m. a., að ræktunin færðist út sam- hliða, og markaðurinn fyrir landbúnaðarvörur deildist á hinn heppilegasta hátt. Hér er raunverulega á ferð- inni eitt allra mesta stórmál landsins. Reykjavík er orðin allt of stór. Reykvíkingar ættu að sjá þetta enn gleggra en aðr- ir. Þung er útsvarsbyrðin í ár, hvað verður hún þá, þegar at- Nú eru hundrað ár síðan vef- ararnir í Rochdale í Englandi stofnuðu fyrsta samvinnufélagið. Samvinnuhreyfingin var hædd í fyrstu, en hún hefir dafnað vel. Þegar ófriðurinn hófst, 1939, voru 100 miljónir manna í Al- þjóðasambandi samvinnufélaga, en sala samvinnufélaganna nam 15.000.000.000 dollara á ári. Fjórtán af hverju hundraði Ev- rópumanna keyptu nauðsynjar sínar í samvinnuverzlunum. Af- staða einstaklinganna hvers til annars í þessum heimi hefir löngum verið áhyggjuefni, en Hallgrímur hefir haft mikinn áhuga á fjárrækt, og meðferð þess. Rak um tíma sauðfjár- kynbótabú. Hann er með af- brigðum fjárglöggur maður. Það er fallegt að horfa heim að Grímsstöðum. Það var ekki síður þegar heim var komið, því að allt* útlit heimilisins bar keim af hinum virðulegu húsbænd- um, myndarskap þeirra og reglu- semi. Þar var allt á sínum stað. Ekki bar konan skarðan hlut frá borði í þeim sökum, hvað alla umgengni innanbæjar snerti. Kona Hallgríms er Sigríður Helgadóttir frá Vogi á Mýrum. Hún er hin mesta myndar- og ágætis kona. Á Grímsstöðum var mjög stórt vinnubótavinnan kemur aftur til sögunnár? En samtímis því, sem Reykjavík er orðin allt of stór, eru óhagnýtt hin ákjósan- legustu skilyrði til byggðamynd- unar víðs vegar við sjóinn. Hér þarf að koma á traustu og full- komnu skiplagi. Hér gildir það að skipuleggja byggðina. Hér er verkefni, sem þegar þarf að hefjast handa um. Það þarf eins fljótt og auðið er, að semjá á- ætlun um skipulagningu byggð- arinnar við sjóinn, sem miðar að því, að þeir staðir, sem nú eru yfirfylltir, geti dregizt sam- an með eðlilegum hætti, en aðr- ir staðir, sem hafa ákjósanleg skilyrði, eflist á sama hátt. Þetta er málefni, sem ekki má sýna neitt tómlæti, því að lausn þess er kannske frumskilyrði þess, að ekki verði hér óviðráðanlegt hrun eftir stríðslokin. Þ. Þ. þróttur samvinnuhreyfingarínn- ar bendir þar á eina leið til bóta. Nú er kominn tími til að framkvæma það, sem Abraham Lincoln nefndi „stjórn fólksins á fólkinu fyrir fólkið“. Nú getur fólkið notað hagfræði fólksins fyrir fólkið, um heim allan. Er þjóðfélagið byggt upp fyrir al- menning eða þá eina, sem reka verzlunarfyrirtæki? Stjórn Bandarikjanna er þegar farin að gera ráðstafanir til að hamla gegn alþjóðlegu hringunum, en þeir eru útfærsla hins gamla heimili, börnin 7 auk 3 fóst- urbarna og svo fjöldi vinnufólks. Heimilið var því æði umfangs- mikið, sem ekki kom síður við húsfreyjunni, því að Hallgrímur var oft fjarverandi vegna ýmsra útréttinga fyrir sjálfan sig og aðra. Hallgrímur hefir gegnt mörg- um opinberum trúnaðarstörf- um. Hann varð hreppstjóri í Álftaneshreppi árið 1916 og er það ennþá. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og sýslnefnd, og flestum nefndum og opinberum störfum, sem til féllu innan hreppsins. Hallgrímur var mjög áhugasamur m stjórnmál. Hann fylgdi þeim flokki, sem kröfu- harðastur var í sjálfstæðismál- um þjóðarinnar, og stóð með þeim fremstu í héraði í þeim flokki. Eftir að deilan um sjálf- stæðismálið féll niður, hefir hann fylgt Framsóknarflokkn- um að málum. Hallgrímur er góður ræðumaður, áhugasamu^ og kappsamur um þau mál, sem hann hefir tekið sér fyrir hend- ur. Hann er einarður og segir það, sem honum býr í brjósti, hver, Sem í hlut á, hvort sem það líkar betur eða ver. Hall- grímur hefir áreiðanlega búið yfir ágætum námsgáfum, því næmi og minni er svo prýðilegt, og minnið virðist ennþá óskeik- ult. Þótt hinn áttræði öldungur sé orðinn mjög hvítur á hár og skegg, þá er hann enn ungur í anda með óskerta sálarkrafta, teinréttur og hinn fyrirmann- legasti í sjón. J. G. ÉG hefi heyrt ferðamenn, sem fara um þjóðveginn vestur Mýr- fyrirkomulags að reka fyrirtæki með hag gróðamannsins fyrir augum. * Ég dvaldi í Svíþjóff í maí síð- astliðnum og átti þá oft tal við Albin Jóhannsson, forstjóra Ko- operativa Forbundet, en það er samband sænsku samvinnufé- laganna. Það er eftirtektarvert, að K. F. er arðvænlegt fyrirtæki og þrífst vel í samkeppni. Það stuðlar að velmegun meðlima sinna með því að leggja áherzlu á staðgreiðslu, lækka vöruverðið og skila meðlimunum aftur þeim ágóða, sem verður á verzluninni. Samvinnufélögin annast mikla dreifingu nauðsynja gegn vægu verði. Af starfsemi þeirra leiðir, að almenningur kynnist hvers virði almenn samvinna er, mið- að við þau takmörkuðu og eígin- gjörnu verzlunarsamtök, sem hringarnir eru sprottnir upp af. Alþjóðleg verzlun á samvinnu- grundvelli var nokkuð reynd fyrir stríð. Brezka samvinnu- heildsalan (The British Coopera- tive Wholesale Society) keypti 2 miljónir skeppa af hveiti af samvinnufélagi bænda i Enid í Oklahama árið 1938, og munu það vera kunnustu kaup slíkrar tegundar. Heildsalan annaðist sjálf alla meðferð hveitisins, malaði það í eigin myllum, dreifði mjölinu meðal eigin brauðgerðarhúsa, er bökuðu úr því brauðvörur, sem síðar voru seldar í búðum kaupfélaganna. Samvinnufélögin höfðu kostað flutning hveitisins yfir hafið, mölun, bökun og dreifingu, en samt voru brauðin úr heitinu arnar, tala um, að landið sé þar tilbreytingalítið. Þó mun flest- um bera saman um það, sem koma þar niður á ströndina, að óvíða sé fjallasýn fegurri en þar, — óslitinn fjallaboginn í fjarska um þrjá fjórðu hluta sjóndeild- arhringsins. Mitt í þessum boga er-Grímsstaðamúlinn. Þar er út- sýni mikið og fagurt um mestan hluta sýslunnar, suður um Borgarfjörðinn, vestur á Snæ- fellsnesið og út um Faxaflóann fram á Reykjanesið. Uppi undir Múlanum standa Grímsstaðir, og blasa við um langa vegu, með víðáttumiklu eggsléttu túni og miklum og reisulegum byggingum fyrir menn og fénað. Þarna hefir Hallgrímur un- að æfi sinnar daga um átta tugi ára, og unnið lengst og mest að því að gera garðinn frægan. Þennan tíma hafa búið á Grímsstöðum þrír ættliðir. Fyrst foreldrar Hallgríms, Níels Eyjólfsson, ættaður af Austur- landi og kona hans, Sigríður Sveinsdóttir, hálfsystir Hall- gríms Sveinssonar biskups. Komu þau að jörðinni íhinni mestu niðurníðslu, en hófu þeg- ar margvíslegar umbætur í jarðrækt og húsagerð langt fram yfir það, er þá þekktist al- mennt. Hallgrímur tók við búi af föður sínum rúmlega tvítug- ur, og rak það með miklum skör- ungsskap um hálfan fjórða tug ára, en síðan synir hans, fyrst Níels og síðan Tómás, er þar hef- ir nú búið um tuttugu ára skeið. Hefir þannig hver tekið við af öðrum að bæta og prýða þetta fagra býli.* En- Hallgrímur að sjálfsögðu á þeirra lengsta sögu þar og viðburðaríkasta. Þó að ánægjulegt sé að renna hugan- um yfir ævistarf þessa athafna- sama bónda, þá verður þó mað- urinn sjálfur hugstæðari þeim, sem vel hafa kynnzt honum. Hallgrímur er gæddur sterk- um og stórbrotnum persónuleika. Hann er „skapharður nokk- uð“, en á „viðkvæmt þel undir harðgerri skel“. Hann hefir og verið miklum hæfileikum búinn. Þó að hann hafi verið búþegn góður og umbótamaður mikill á býli sínu, mun athafnaþrá hans og hæfileikar vart hafa notið sín þar til fulls. Mundi honum án vafa hafa látið vel mikil manna- forráð og mikil umsvif. Hann var um marga áratugi gangna- foringi Álfthreppinga, eða „fjallkóngur“, eins og það var kallað. í því starfi er hann mér jafnvel minnisstæðastur, því að þar fannst mér ég skilja bezt hvað í honum bjó. Ég sé hann enn fyrir mér í flokki nokkurra tuga vaskra sveina á þeysireið um fjöll og firnindi, alltaf í far- arbroddi á fallegasta gæðingn- um. Ég minnist hinnar öruggu ódýrari í útsölu hjá því, en á markaðnum í Enid. Brezka samvinnuheildsalan og skozka samvinnuheildsalan (The Scottish Cooperative Wholesale Society) höfðu báð- ar skrifstofur í Bandaríkjunum og Kanada fyrir stríðið og önn- uðust þær kaup á vörum í Norð- ur-Ameríku, sem síðan voru unnar og seldar í Bretaveldi. Enska samvinnuheildsalan, skozka samvinnuheildsalan og samböndin í Svíþjóð, Danmörku og Noregi notuðu fyrir sex árum síðan 62 miljónir gallóna af par- affínolíu og benzíni, sem ýmist var flutt inn unnið eða óunnið. Skandínavíska samvinnuheild- salan, — sem hefir skrifstofu bæði í Kaupmannahöfn og London — og hin alþjóðlega um- boðsverzlun samvinnufélaga í London (International Coopera- tive Trading Agency) hafa ann- ast meginhlutann af millilanda- verzlun samvinnufélaganna. Það er algengt að samvinnufélögin kaupi af samkeppnisverzlunum á heimsmarkaðinum. Ein af hinum stóru verk- smiðjum í Glasgow er táknræn um það, hverju má áorka í .milli- ríkjaverzlun á samvinnugrund- velli, en það er verksmiðjan, sem framleiðir Luma-ljúsakúlurnar. K. F. í Svíþjóð og skozka sam- vinnuheildsalan eiga þessa verk- smiðju saman. Þá hafa sam- vinnufélögin sannað mátt sinn áþreifanlega í þessu strlði, sem nú stendur yfir, þar sem sam- vinnufélög landbúnaðarfram- leiðenda leggja til nær þriðjung þeirrar matvöru, sem flutt er út Græddur er geymdur Matvælaframleiðsla á íslandi er mjög misjöfn eftir árstíðum og hlýtur svo að vera vegna veð- urs og náttúrufars landsins. Þar, sem svo hagar til, er mikið kom- ið undir því, að geymsla matvæl- anna sé góð, svo að hægt sé að jafna neyzluna milli árstíða og sem minnst gangi í súginn. í því samband má vel minna á þýðingu þess, að heimilin geti og vilji safna sér nokkrum forða og geyma sjálf. Hitt er auðséð hversu fráleitt þaö er, að halda uppi sérstökum ráðstöfunum til að venja menn af slíku, eins og þegar kjöt er selt dýrast í slát- urtíð og garðávextir um upp- skerutímann. Þetta hefir þær afleiðingar, að meiri birgðir safnast til geymslu hjá þeim fyrirtækjum, sem söluna annast, og fylgja því stundum nokkur vanhöld eins og margt hefir verið rætt um undanfarið. Hef- ir það verið gert að æsingamáli og m. a. í blaði Einars Olgeirs- sonar og er það þó eins og að nefna snörú í hengds manns húsi, því að vel mætti hann muna hvernig fór um úrvalsmat hjá einkasölu þeSri, sem hann var fyrir. Hér átti að minnast lítilshátt- ar á eggin. Á vorin fyllist mark- aðurinn af eggjum, en á haust- in og fram eftir vetrum er lítið framboð af þeim móts við eftir- spurn. Það væri því mikill feng- ur, ef hægt væri að geyma egg- in svo, að tryggt væri nokkra mánuði. Vestur í Ameríku hefir verið framleiddur sérstakur lögur til að bera á egg, svo að þau þoli geymslu og hefir hann verið fluttur hingað til lands undan- farið. Ekki kann ég að dæma um gildi hans, en hitt veit ég, að glöggar húsmæður telja hann hafa reynzt vel og láta illa yfir því, að hánn fáist nú ekki, en heildsalar segja þeim, að synjað sé innflutningsleyfis. Nú finnst mér að í landi okkar, þar sem menningin er komin á það stig, að til er opinbert matvælaeftir- lit og rannsóknarstofur og stofn- anir, ætti að skoða svona hluti og reyna þá og birta almenningi niðurstöðurnar. Ef gagn er í þessum legi þá á að hlutast til um það að hann fáist jafnan. Það geta líka verið dýrtíðarráð- stafanir til gagns að kenna fólki að geyma óskemmdan þann mat, sem stundum fyllir markaðinn, en sést ekki annan tíma. H. stjórnar, sem vissi skil á -öllum hlutum, þar sem hver maður laut viljugur boði hans og banni. Ég minnist þess hve honum var þetta eðlilegt. Þar minnti hann (Framh. & 4. síðu) frá Bandaríkjunum samkvæmt láns- og leigulögunum. Alþjóðleg samtök samvinnu- félaganna hafa náð verulegum árangri. Samvinnufélögin í Sví- þjóð, Finnlandi, Noregi og Dan- mörku höfðu með sér samtök í þessu skyni, eins og áður er minnst á, og samband sam- vinnufélagá í Búlgaríu og Ju- go-Slavíu var allstórt fyr- irtæki, allt þar til Þjóðverjar réðust inn á Balkanskagann. Samvinnufélögin geta þó ekki blómgast til hlítar meðal illa upplýstra þjóða, sem eiga við harðstjórn að búa, líkt og var í Búlgaríu og Jugo-Slavíu. Þýzku nasistarnir hafa lagt samvinnu- félögin í herteknu löndunum undir sig og- eyðilagt starfsemi þeirra. * Samvinnan kemur fram í ýms- um myndum. Vefararnir í Roch- dale stofnuðu félag í þeim til- gangi að lækka verð aðkeyptra nauðsynja. Þar voru neytendur brautryðjendurnir. í Bandaríkj- unum eru bændurnir kjarni samvinnuhreyfingarinnar. Þeir stofnuðu samvinnufélög land- búnaðarframleiðenda, og með þeirri aðferð urðu þeir aðnjót- andi betri kjara en ella, bæði við sölu afurða og kaup nauð- synjavöru. Samvinnufélög bænda í Ohio, Indiana, Penn- silvania og fleiri ríkjum Banda- ríkjanna, byggðu til dæmis sínar eigin áburðarverksmiðjur, til þess að hnekkja hinu háa verði samkeppnisframleiðenda. Samvinnufélögin kaupa í heildsölu. Þau reka smásölur. BLAIR BOLLES: Samvínnan og hríngarnir Þegar auðmönnum varff það ljóst, eins og öffrum, aff ótakmörkuff samkeppnin skapaffi fullkomið öngþveiti í framleiffslu- og verzlunarmálum, mynduffu þeir hringana. Þótt hringarnir hafi oft komiff bættu skipulagi á fram- leiffslu og verzlun ýmsra vörutegunda, hafa þeir ekki þjón- aff hagsmunum neytenda, nema þá síffur væri, enda ekki til þess stofnaffir. í eftirfarandi grein er sýnt fram á, aff samvinnufélögin séu ekki aðeins heppilegust til að annast þaff skipulagningarstarf, sem hringarnir hafa annast, held- ur hafi þeir þegar sýnt það í reynd. Höfundur greinarinnar er þekktur amerískur blaffamað- ur. Hann hefur verið utanríkismálaritstjóri Washington Star um nokkurt skeiff og annast auk þess útgáfu sérstaks blaffs í Washington, Newsletter, sem er aðallega ætlaff mönnum, er starfa í utanríkismálaþjónustu. Hann ferð- affist um Svíþjóff í fyrra og vöktu kaupfélögin þar sérstaka hrifningu hans. Grein þessi hefir áður komiff í Free World, en aff því standa frjálsjyndir menn víffsvegar um heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.