Tíminn - 02.06.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.06.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA W. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRD7STOFUR: EDDTJHÚSI. Llndargötu 9 A. •Sírrar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTj ' OG AUGLÝSINGASKr.:-~:DFA: F-nDUllÚSI, Lindargötu 9A. Sfml 2323. 28. árg. Reykjavík, föstudaginn 2. júní 1944 57. blað Erlenit yfirlit; Sfefna stór- veldanna Sú skoðun virðist almennt ríkjandí, að styrjöldinni í Ev- rópu ljúki í ár og styrjöldinni í Asíu á næsta ári eða í síðasta lagi 1946. Áhugi manna fer því eðlilega sívaxandi fyrir því, hvernig takast muni að grund- valla hinn nýja frið og hindra nýja stórstyrjöld innan fárra áratuga. Mörg atriði, sem mestu skipta í því sambandi, eru enn óráðin, og má þar eigi sízt nefna afstöðu stórveldanna, er mestu munu ráða um friðargerðina, þótt smáþjóðunum vérði veitt nokkur hlutdeild í henni. Af þeim þremur stórveldum, sem nú ráða mestu, virðast Bret- ar líklegastir til að láta ekki blindast af óheilbrigðum stór- veldadraumum. Rússland og Bandaríkin eru hins vegar meiri ráðgátur í þeim efnum. Sú skoðun ryður sér nú til rúms, að Rússar muni fylgja friðsamlegri utanríkis- málastefnu fyrstu áratugina eftir stríðið, að því þó und- anskildu, að þeir munu reyna að tryggja sér sem sterkasta að- stöðu í nábúalöndum sínum. Að öðru leyti mætti vænta þess, að stefna Rúsáa mótaðist af því, að þeir þurfa frið í 2—3 áratugi til að endurreisa og efla at- vinnuvegi sína eftir styrjöldina og vilja fá til þess stuðning annara þjóða. Rússar munu því að öllum líkindum nota tæki- færið, sem þeim gefst nú, til að losna úr þeirri einangrun, sem þeir.bjuggu við fyrir stríðið og átti þátt sinn i því, að þeir ráku hinn kommúnistiska byltingar- áróður í óðrum löndum til að vinna sér samúð á þann hátt. Afnám Alþjóðasambands komm- únista, afnám alþjóðasöngs kommúnista sem þjóðsöngs Rússa, þáttaka kommúnista í þjóðstjórnunum á ítalíu og í Algier, niðurlagning i kommún- istaflokksins í Bandaríkjunum og margt fleira bendir til þess, að Rússar ætli að starfa á nýrri „línu" á komandi árum. Jafn- hliða þessu koma svo þær breyt- ingar, sem eru að verða á stjórn- arháttum heima 1 Rússlandi og ganga í þá átt að auka einstakl- ingsfrelsi og einkaeign innan vissra takmarka. Allt þetta glæðir þær vonir, að Rússar muni á komandi árum, reyna að hafa friðsamlegt samstarf við aðrar þjóðir og kommúnista- flokkarnir breyti- starfsháttum sínum í samræmi við það. Hitt er svo vafamálið, hvort Rússar gerist eigi kröfuharðari, þegar þeir hafa rétt við til fulls eftir stríðið. Stefna Bandaríkjanna á næstu árum virðist mestum vaf a undirorpin, eins og sakir standa, en úrslit forsetakosninganna í haust munu mjög skýra hana. Bandaríkin verða langvoldug- asta stórveldið fyrstu árin eftir þetta stríð, hafa mestan her og mesta hergagnaframleiðslu og þurfa ekki að. fást við neina endurreisn og endurbyggingu eftir stríðið, líkt og Rússar og Bretar. Meðal auðmanna og æstustu þjóðernissinna Banda- ríkjanna, sem virðast miklu ráð- andi í republikanaflokknum, vex þeirri skoðun fyígi, að Bandaríkin eigi að nota sér þessa sérstöðu í stríðslokin til að treysta heimsyfirráð sín sem mest. Ef republikanarnir vinna forsetakosningarnar, geta þessar skoðanir haft mikil áhrif á ut- anríkismálastefnu Bandaríkj- anna og jafnvel nokkur áhrif, þótt Roosevelt haldi stjórnar- taumunum áfram. Framtlð heimsfriðarins byggist mjög á því, hvort utanríkismálastefna (Framh, á 4. síðu) Glæsileg úrsllt 98.65% með sambands sliíimi og 96.35% me» lýoVelelisstofmm Aðaltalningu í þjóðar- atkvæðagreiðslunni er nú lok- ið í öllum kjördæmum lands- ins. Samkvæmt henni hafa 70.536 greitt atkvæði með sambandsslitum, en 365 á móti, og 68.862 með lýðveld- isstofnuninni, en 1064 á móti. Með sambandsslitum eru 98.65% gildra atkvæða, en með lýðveldisstofnuninni 96.35%. Eins og kunnugt er, eru þetta ekki fullnaðartölur, því að enn eru nokkur utankjörfundaat- kvæði ekki komin fram til taln- ingar. Talningu lýkur eigi fyrr en 17. júní. Hér fara á eftir úrslit í þeim kjördæmum, sem eigi hefir áður verið sagt frá: Norður-ísafjarðarsýsla: Sambandsslit: já 1329, nei 15, auðir 39, ógildir 18. Lýðveldisstofnun: já 1240, nei 44, auðir 104, ógildir 13. Norður-Þingeyjarsýsla: Sambandsslit: já 992, nei 8, auðir 26, ógildir 9. Lýðveldisstofnun: já 980, nei 12, auðir 34, ógildir 10. Norður-Múlasýsla: Sambandsslit: já 1505, nei 3, auður 1, ógildir 16. Lýðveldisstofnun: já 1490, nei 8, auðir 19, ógildir 18. Suður-Múlasýsla: Sambandsslit: já 2961, nei 23, auðir 25, ógildir 34. Lýðveldisstofnun: já 2909, nei 27, auðir 92, ógildir 15. Austur- Skaf taf ellssýsla: Sambandsslit: já 712, nei 5. Lýðveldisstofnun: já 687, nei 7, auðir 23, ógildir 14. Fvrsta starfstimabili Húsmæðra- kennaraskóla Islands lokið Fyrstii húsmæðrakennararnir útskrifuðust í gær Tíu fyrstu nemendur Húsmæðrakennaraskóla íslands Húsmæðrakennaraskóla íslands, hafa lokið kennaraprófi, og var skólanum slitið í hátíða- sal háskólans klukkan eitt í gær að viðstöddum mörgum boðsgestum. Hefir stétt íslenzkra húsmæðrakennslukvenna þar með bætzt álitlegur hópur. Bifreið brennur Sá atburður gerðist síðastl. langardag, að eldur kom upp í stórum áætlunarbíl, fullum af farþegum, skammt frá Brenni- stöðum í Borgarfirði. Hafði bíll- inn stöðvast, sennil. af benzin- stýflu, en þegar bílstjórinn ælt- aði að koma honum af stað aft- ur, varð eldsins varfí aftursæti. Farþegarnir þustu strax út, en ekkert varð við eldinn ráðið. Brann allt það af bílnum, sem brunnið gat. Bíllinn "var eign Bifreiðastöðvár Stykkishólms og var á leið frá Akranesi til Stykk- ishólms. Hann var vátryggður fyrir 12 þús. krónur, en var 'margfalt meira virði, eins og verðlag er nú. Nýstofnað skógræktarfélag Fyrir nokkru var stofnað Skógræktarfélag Mýrdælinga með 170 félagsmönnum, þar af 28 ævifélögum. Félagið mun beita sér fyrir aukinni skógrækt í Mýrdal. Það hefir þegar geng- ið í Skógræktarfélag íslands. Stjórn félagsins skipa: Óskar Jónsson, Vík, Gunnar Magnússon, Reynisdal, Gunnar Stefánsson, Litla-Hvammi, Vig- fús Ólafsson, Brekkum og Er- lingur Sigurðsson, Sólheimakoti. Skólastýran, fröken Helga Sig- urðardóttir, rakti í ræðu sinni aðdragandann að stofnun skól- ans. Fyrstu tildrögin að stófnun hans komu frá nefnd, er Bún- aðarfélagið skipaði, að tilhlutan Sigurðar Sigurðssonar búnaðar- málastjóra, árið 1927, til þess að semja álitsgerð um skipulag húsmæðrafræðslunnar í landinu. Síðan tók „Kennarafélagið Hús- stjórn" málið upp 1941 og skip- aði nefnd til þess að vinna að framgangi þess. Sama ár var flutt á Alþingi, að tilhlutun Hermanns Jónassonar, þáver- andi forsætis- og kennslu- málaráðherra, frumvarp til laga um húsmæðrafræðslu í sveitum og kaupstöðum. Fjall- aði einn kafli þess um hús- mæðrakennaraskóla. Var það samþykkt,. og á grundvelli þeirra laga var Húsmæðrakennaraskóli íslands stofnaður með reglu- gerð, sem Hermann Jónasson gaf út þá samsumars. En til starfa tók skólinn árið eftir, 6. október 1942. Þá' lýsti fröken Helga því, hve mikilvægum áfanga væri nú náð, er lagður hafði verið grundvöllurinn að innlendri menntun húsmæðrakennara. Menntun sú, er fengizt hefði erléndis, hefði ekki nema að nokkru' leyti hentað íslenzkum staðháttum, og lét hún þess síðar getið í viðtali við blaða- mennina, að hún hefði því að- eins getáð kennt ýmislegt það, er kennt var á Laugarvatni í sumar, svo. sem skyr- og smjör- gerð, að hún hefði verið alin upp á sveitaheimili, Hólunv í Hjaltadal. Þá lýsti hún því, hvernig kennslunni hefði verið hagað og vék loks að hinu mikla starfi, er biði í húsmæðrakennslumál- unum, og hversu miklu varðaði fyrir þjóðina, að það tækist giftusamlega. „Þið," mælti hún til námsmeyja sinna, „eigið að leggja hornsteinana að heiðri skólans. Og þið megið ekki halda að námi ykkar sé lokið. Dug- legur kennari er alltaf að læra." Síðan bar hún fram þakkir sínar til allra þeirra, sem unnið hefðu að stofnun skólans, há- skólans er veitt hefir honum húsnæði, samkennara sinna og annarra, sem lagt hefðu honum lið á einn eða annan hátt. Afhenti hún síðah námsmeyj- um sínum prófskírteini sín, en þær höfðu allar staðizt prófið. Ein þeirra, Vigdís Jónsdóttir, Deildartungu, hafði hlotið ágæt- iseinkun, 9,2 í bæði verklegum og bóklegum greinum, en hinar flestar góða fyrstu einkun (7—9 í aðaleinkun). Vigdís hefir þegar verið ráðin kennslukona við Húsmæðraskólann á Hallorms- stað. Að lokinni afhendingu próf- skírteina sagði fröken Helga skólanum slitið í fyrsta skipti. Mælti þá kennslumálaráðherra nokkur orð, og var að því búnu leikið „Ó, guð vors lands." Síðan var setzt að kaffidrykkju í húsakynnum skólans í kjallara háskólabyggingarinnar. Var þar veitt af rausn og smekkvísi. Það var mjög álitlegur hópur, er bættist í flokk íslenzkra hús- mæðrakennslukvenna í gær, og og það var auðfundið, að áhugi þeirra var mikill. •. , Vigdís Jónsdóttir sagði meðal annars í stuttu viðtali: „Því er auðvitað ekki að leyna, að nám- ið hefir oft verið strangt, en það hefir líka átt í sér fólgna mikla ánægju. Og okkur er öllum ljóst, að það er aðeins inngang- ur að miklu erfiðara starfi, sem við vonum þ'ó, að verði jafnframt enn ánægjulegra." Þorgerður Þorvarðsdóttir mælti: „Ég er afskaplega fegin að vera búin í skólanum — og geta tekið til starfa. Hér er svo margt að vinna. Annars er það heit- asta ósk mín að komast út fyr- ir landsteinana, þegar fram líða stundir, víkka sjóndeildarhring- inn og kynnast menningarstofn- unum kvenna í öðrum löndum." Ása Guðmun'dsdóttir og Þór- unn Hafstein létu í ljós svip- aðar hugsanir, „Það er svo margt sem þarf að bæta og breyta," sagði Ása. * Tíminn óskar hinum tíu nýju húsmæðrakennslukonum, hin- um fyrstu, sem ljúka prófi í *a hamingju í starfi sínu. Þeirra bíða mikil og vegleg verkefni, sem verður sæmd þeirra og heill þjóðarinnar, að þær ræki sem bezt. , Karlakórínn Vísir kominn til R.víkur Söngfcrð í tilefni af 20 ára afmæli kórsins Karlakórinn „Vísir" frá Siglu- firði er kominn til Reykjavíkur og heldur samsöngva hér í bæn- um, hinn fyrri í kvöld. Er þessi söngför farin í tilefni þess, að kórinn átti nú nýlega 20 ára afmæli. Kórinn var stofnaður í janúar 1924, og var hinn fyrsti söng- stjóri Halldór Hávarðsson frá Bolungarvík. En hann lézt ári síðar. Tók þá Tryggvi Kristins- son við söngstjóminni og hafði hana á hendi í fjögur ár. Síð- astliðin fimmtán ár hefir Þor- móður Eyjólfsson, ræðismaður síðan haft á hendi stjórn hans. Formaður kórsins hefir Egill Stefánsson, kaupmaður, verið síðustu 15 árin, gjaldkeri Bjarni Kjartansson (óslitið síðan 1927) og ritari Sigurður Jónsspn. Síðustu fimmtán árin hefir „Vísir" farið seytján söhgferðir út úr bænum og sungið á 23 stöðum við stjórn Þormóðs. Hann söng á Þingvöllum á Alþingishátíðinni, og þrívegis hefir hann sungið í Reykjavík fyrr en nú. Er það árin 1930, 1934 og 1937. í síðustu söngför- inni var komið við á ísafirði og sungið þar. Hefir hann jafn- an hlotið mikla aðsókn og ágæta dóma, enda viðurkenndur einn af beztu kórum landsins. -f kórnum eru nú 36 menn. Nú- verandi einsöngvarar hans eru Daníel Þórhallsson, Halldór Kristinsson, héraðslæknir og Sigurjón Sæmundsson, prent- smiðjustjóri. Þess er að vænta, að Reyk- víkingar veiti „Vísi" góðar við- tökur nú, eigi síður en áður. Flugfélag íslands heldur aðaltund Hinar nýútskrifuðu húsmœðrakennslukonur. Efri röð frá vinstri: Hall- dóra Eggertsdóttir, Siglufirði, Ása Guðmundsdóttir, Harðbak, Sléttu, Vigdis Jónsdóttir, Deildartungu, Borgarfirði, Sigríður Jónsdóttir, Akureyri, Guðbjörg Bergs, Reykjavik, Guðný Frímannsdóttir, Grimsey, Neðri röð frá vinstri: Salóme Gísladóttir, Saurbœ Vatnsdal, Helga Kristjánsdóttir, Fremsta-Felli, Kaldakinn, skólastýran, Helga Sigurðardóttir, Þórunn Haf- stein, Húsavik, Þorgerður Þorvarðardóttir, Reykjavík. Aðalfundur Flugfélags íslands var haldinn 31. f. m. Voru þar birtar ítarlegar skýrslur um rekstur félags á síðastl. ári. Á árinu fluttu flugvélar félagsins 2073 farþega og er það 84% aukning frá árinu á undan. Flugvélarnar fluttu auk þess 6193 kg. af pósti. Flugdagar voru alls 187 á árinu og flugferðirnar 663, en flugstundir í lofti voru alls, 940. Vegalengdin, sem flug- vélarnar flugu, er 208.250 km. Tekjur félagsins námu alls 563 þús. kr. Félagið afskrifaði eignir sínar fyrir tæplega 106 þús. kr. Flugfélagið á nú tvær tveggja hreyfla landflugvélar. Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa: Bergur Gíslason, form., Örn Johnson, Aghar Kofoed-Hansen, Jakob Frímannsson og Kristján Krist- jánsson. Á víðavangi SITTHVAÐ A» VERA BÓNDI EÐA EGGERT CLAESSEN. Sunnlendingur skrifar: Mér er óhætt að fullyrða það, að ekkert mál hefir um langt skeið vakið slíka f urðu hér um slóðir og hinn gífurlegi gróði Eim- skipafélagsins á síðastl. ári. Okkur sveitakörlunum, sem höfðum hlustað á hinar skeleggu yfirlýsingar fjármálaráðherrans þess efnis, að allt yrði gert, sem hægt væri af hans hálfu og við- skiptaráðs til að halda dýrtíð- inni í skefjum, komu þessi tíð»- indi meira en lítið á óvart. Við héldum, að Björn tilheyrði skárri teguhdinni af íhalds- mönnum og meira mark mætti taka á orðum hans en síldar- mjölsyfirlýsingu Ólafs Thors. Nú sjáum við hvernig reyndin er. Eitt félag er látið græða 25 miljónir króna á einu ári og við þá uþphæð hafa síðan bæzt toll- ar og álagning kaupmannanna. Það hefir sannazt' ennþá einu sinni, að valt er að treysta þeim, sem hæst og fegúrst gala! Það hefði víst eitthvað heyrzt, ef við bændakarlarnir hefðum gert okkur seka um slíka okur- starfsemi. Það hefði verið ásjóna á Þjóðviljanum, Vísi og Morgunbl., ef við bændurnir hefðu stungið í vasa okkar ein- um 25 miljónum sem ofanálag á vísitöluverðið! En nú heyrist ekki hósti né stuna frá þessum blöðum. Ég sá nýlega, að Þjóðviljinn ætlaði alveg að ganga af göfl- unum út af því, að Mjólkursam- salan hefði getað lagt eina milj. kr. af tekjum síðastl. árs til að byggja fullk^mnari mjólkurstöð til sameiginlegra hagsbóta fyrir neytendur og framleiðendur. Nú þegir þetta blað alveg steinþegir, um gróða Eimskipafélagsins. Svona er nú barátta kommún- istaforingjanna gegn auðvald- inu. Á augum þeirra virðast bændurnir vera hinir slæmu auðkóngar og okrarar, en Egg- ert Claessen, Hallgrímur Bene- diktsson og Richard Thors hin- ir hvítu englar! Það er hættu- legra að trúa þeim fyrnefndu fyrir einni miljón, en þeim síð- arnefndu fyrir 25 miljónum kr. Já, það er sitthvað að vera bóndi eða Eggert Claessen í þessu þjóðféiagi. — GÍSLI VÉLSTJÓRI LÝSIR KJÓSENDUM SÍNUM, Gísli Jónsson þingmaður Barð- strendinga er nýlega kominn úr fundaférðalagi um kjördæmið og hefir í tilefni af því samið langt viðtal við sjálfan sig og birt það í Morgunblaðinu. Þar segir Gísli m. a., þegar hann lýsir áhugamálum Barðstrend- inga: „Þá er einnig afar mikill á- hugi fyrir dýrtíðarmálunum og þeirri stefnu, sem þar kann að verða ofan á í framtíðinni." Heldur verður þetta að telj- ast óburðug lýsing á fylgismönn- um Gísla þarna vestur frá. Þeir hafa ekki áhuga fyrir neinni sérstakri stefnu í dýrtíðarmál- unum, heldur aðeins „þeirri, sem kann að verða ofan á í fram- tíðinni." Þeim virðist vera al- veg sama hver hún er, þeir ætla samt að vera með henni og hafa áhuga fyrir henni! Prestskosning Prestskosning hefir nýlega farið fram í Hvammsprestakalli í Dalaprófastsdæmi, og voru at- kvæðin talin í skrifstofu bisk- ups í fyrradag. Umsækjandi var- einn, séra Pétur T. Oddsson að Djúpavogi. — Á kjörskrá voru 217 kjósendur, en 134 greiddu atkvæði. Fékk umsækjandi 126, en 8 seðlar voru auðir. Varð kosning þess vegna lögmæt. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.