Tíminn - 06.06.1944, Side 1

Tíminn - 06.06.1944, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Lindargötu 9 A. Sírr.ar 2353 og 437C AFGREIÐSLA, INNHEIMT. OG AUGLÝSINGASKT.ir-.OFA: FDDUIIÚSI, Mndargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 6. júní 1944 58. hlað Bandaríkjaforsetí viður- kennir lýðveldisstofnunina Dreyius sendiherra verður sérstak- ur fulltrúi hans á Þingvaliahátíðinni Á fundi, sem utanríkismálaráðherra Vilhjálmur Þór hélt með blaðamönnum síðastl. sunnudag, skýrði hann frá því, að ríkis- stjórnin hefði þá ánægju að tilkynna, að sendiráð Bandaríkj- anna he.fir tjáð utanríkisráðherra, að forseti Bandaríkjanna hafi tilnefnt Dreyfus sendiherra sérstakan fulltrúa sinn sem ambassa- dor ad hoc við hátíðahöldin út af gildistöku lýðveldisins hér á landi, sem ráðgerð eru 17. júní n. k. Þetta hefir í dag verið til- kynnt samtímis almenningi í Bandaríkjunum. Erleut yflrlit: Viðbúnaður Þjóðverja Ossian Goulding, . fréttaritari Daily Telegraph í Stokkhólmi, hefir í viðtölum við menn, sem kom& frá Þýzkalandi, reynt að afla sér sem gleggstra upplýs- inga um viðbúnað Þjóðverja til að mæta innrás Bandamanna að vestan og sókn Rússa að austan. Fara hér á eftir nokkur atriði úr frásögn hans: Þjóðverjar hafa nú um 300 herfylki, er telja til jafnaðar 11 þús. manns hvert. Um 100 þeirra eða 1.1 milj. manns eiga að mæta sókn Bandamanna að vestan. Um 160 herfylki eða 1.750 þús. manns eru á austur- vígstöðvunum. Af þeim eru ein 9 í Finnlandi. Um 40 herfylki eru dreifð um Miðjarðarhafs- löndin, aðallega á Ítalíu og Balkanskaga. Liði* sínu í Vestur-Evrópu munu Þjóðverjar skipta þannig: 42 herfylki í Frakklandi, 16 her- fylki í Belgíu, 8 herfylki í Hol- landi, 6 herfylki í Danmörku og 8 herfylki í Noregi. Um 10 herfylki eru til taks heima í Þýzkalandi, aðallega á Bremen- Oldenburgsvæðinu. í Noregi treysta Þjóðverjar aðallega á strandvarnarvirkin. Tvö herfylki gæta þeirra, en hin sex eru á þeim stöðum, sem liggja bezt við samgöngum, ef skyndilega þarf að flytja þau til dreifðra vígstöðva. Sama og enginn þýzkur flugher er í Nor- egi, en Þjóðverjar telja sig geta flutt flugher þangað á skömm- um tíma, ef á þarf að halda. í Danmörku hafa Þjóðverjar komið upp margvíslegum skrið- drekahindrunum með ströndum fram, aðallega á vesturströnd Jótlands. Miklar ráðstafanir hafa einnig verið gerðar til að verjast fallhlífarliði. Þjóðverjar hafa eitt vélaherfylki í Dan- mörku. Þá hafa þeir þar eina kósakkahersveit, sem tilheyrir her, sem ukrainski kvislingur- inn, Vlassov hershöfðingi, reyndi að stofna. í Hollandi eru varnir Þjóð- verja byggðar. á því að veita vatni yfir landið í stórum stíl, ef innrás yrði gerð þar. í Belgíu og Frakklandi eru varnir Þjóðverja langsamlega fullkomnastar. Hernaðaráætlun Þjóðverja þar skiptist í þrjá þætti: 1. Baráttan ,við innrásarflot- ann. Auk strandvirkja ‘verða notaðar tundursprengjur, sem stjórnar er með radiotækjum, hinir hraðskreiðu E-bátar og litlir kafbátar verða látnir ráð- ast á innrásarflotann og loks verða sprengd upp rafmögnuð tundurduflabelti, sem liggja nær allsstaðar úti fyrir ströndinni. 2. Baráttan um virkjabeltið, sem Þjóðverjar hafa reist á breiðu svæði meðfram strönd- inni. Virkjabelti þetta mun út- búið með margvíslegum hætti og torsótt. Þjóðverjar munu kappkosta á þessu stigi að fórna sem minnstu af liði sínu, en þvælast sem lengst fyrir. 3. Gagnsókn gegn þeim her- sveitum Bandamanna, sem komizt hafa svo langt, að Þjóð- verjar telja sig orðið hafa skil- yrði til að hrekja þær til baka. í slíkri gagnsókn mun skrið- drekasveitum og flugher Þjóð- verja beitt til hins ítrasta og ekkert skeytt um mannfall. Það mun velta á þessum þætti í við- námi Þjóðverja, hvort innrás Bandamanna heppnast eða ekki. Ólíklegt er talið, að Þjóðverjar hafi nokkur sérstök leynivopn undir höndum, er bæti hernað- araðstöðu þeirra að ráði. Aðallundur Utvegs- bankaos F jármálaráðherr a hrekur Magnús Torfa- son úr hankaráðinu. Aðalfundur Útvegsbanka fslands var haldinn síðastl. laugardag. Varð þar sú breyt- ing á bankaráðinu, að fjár- málaráðherra skipaði í það Gunnar Einarsson prent- smiðjustjóra í stað Magnúsar Torfasonar fyrrv. sýslumanns. Sýnir það mæta vel smekkvísi ráðherrans að hrekja þannig einn þeirra núlifandi manna, sem skeleggast hafa barizt í sjálfstæðisbaráttunni, úr trúnaðarstarfi, sem hann hefir gegnt með sóma, í sama mund og lýðveldið er endur- reist. Þannig vill hann þakka sigurvegurunum baráttuna. Fyrir Magnús Torfason er þessi brottvikning úr bankaráði Útvegsbankans síður en svo hnekkir, heldur aðeins viður- kenning á því, að hann er hat- aður af hinu innlenda aftur- haldi engu síður en danska aft- urhaldinu í gamla daga. Það sannast hér sem oftar, að á inn- lendu og erlendu afturhaldi er lítill munur gerandi. Hin óhappasama smásál í fjármála- ráðherrasætinu beitir því valdi sínu gegn Magnúsi, þótt hún vanrækti alveg að nota vald sitt til að hindra tugmiljónagróða Eimskipafélasgsins á síðastl. ári, sem mestum ófarnaði hefir vald- ið í dýrtíðarmálunum um langt skeið. Eftir þessa breytingu á banka- ráðinu eru Sjálfstæðismenn þar í meira hluta. Bankaráðið skipa nú: Stefán Jóh. Stefánsson, al- þm., Gísli Guðmundsson alþm., Gunnar Einarsson prentsmiðju- stjóri, Guðmundur Ásbjörnsson kaupmaður og Lárus Fjeldsted hæstaréttarlögmaður. Stefán Jóh. Stefánsson, for- maður bankaráðsins, gaf ítar- lega skýrslu á fundinum um af- komu bankans á síðastl. ári. Innstæður í bankanum höfðu aukizt um 28.5 milj. kr. á árinu (í árslok var í sparisjóði 64.6 milj. og á hlaupareikningi 49.9 milj.). Útlán bankans höfðu hækkað á árinu um tæpar 10 milj. kr. (í árslok voru víxlar 63.3 milj. og hlaupareiknlngs- skuldir 14.8 milj.). Skuldir við erlenda banka höfðu lækkað á árinu um 2.3 milj. kr. og inn- stæður þar hækkað' um 6.8 milj. kr. Voru þær alls 27.9 milj. kr. í árslok. Reksturshagnaður varð 3.3 milj. kr. Sjóðir bankans eru nú um 5.5 milj. kr. v Seinustu fréttir: Róm íallht Hersveitir Bandamanna tóku Rómaborg síðastl. sunnudag. Höfðu Þjóðverjar þá hörfað úr borginni og vígstöðvum sunnan við hana. Heldur þýzki herinn áfram undanhaldinu norður á bóginn, en Bandamenn fylgja honm fast eftir og á hann erfitt undankomu, því að flugher Bandamanna hefir unnið mikl- ar skemmdir á samgönguleið- unum. Þýzkir fangar skipta orð- ið tugum þúsunda. Amerískur flugher hefir tekið bækistöðvar hjá Rússum í Rúmeníu og er byrjaður árásir þaðan. Þjóðverjar hafa byrjað sókn gegn Rússum við Jassy í Rúm- eníu og orðið nokkuð ágengt. De Valera hefir unnið sigur í þingkosningunum i írlandi. — Stjórn hans hafði farið frá, því að hún hafði orðið í minnihluta á þingi. Það er óþarft að taka það fram, að þessi virðulega viður- kenning forseta Bandaríkjanna á lýðveldisstofnuninni hefir vakið óskiptan fögnuð íslend- inga. íslendingar munu jafnan minnast þess, að forseti mesta lýðveldisins í Vesturheimi varð fyrstur þjóðhöfðinga til þess að viðurkenna hið endur- reista þjóðveldi þeirra. Þeir munu og vænta þess, að þessi framkoma Roosevelts forseta verði táknræn fyrir sambúð þessara tveggja ríkja í fram- tíðinni og minnsta lýðveldið í „gamla heiminum" eigi jafnan góðan hauk í horni, þar sem er voldugasta lýðveldi híns „nýja heims.“ Dreyfus sendiherra, sem um getur „í tilkynningu ríkisstjórn- arinnar, hefir fyrir nokkru verið skipaður sendiherra hér, en er enn ókominn til landsins. Er hans von einhvern næstu daga. Á blaðamannafundi, sem utan ríkismálaráðherra hélt seint í gærkveldi, skýrði hann frá því, að sendiherra Breta hefði þá um kvöldið tilkynnt sér að Hans Há tign Georg VI. Bretakonungur hafi ákveðið að skipa brezka sendiherrann í Reykjavík, herra Edvard Henry Gerald Shepherd, sérstakan fulltrúa sinn sem "special ambassador“ við hátíða næsta leiti. Þeir munu áreiðanlega flestir, sem hafa talið það eðlilegt, að félagið endurgreiddi mikið af gróða sfnum, þar sem hann er fenginn vegna ófullnægjandi og villandi upplýsinga, sem félagið gaf viðskiptaráði, og vegna reksturs- leiguskipa, sem ríkis- stjórnin útvegaði félaginu. í stað þess að minnast á slíka endurgreiðslu, reyndi stjórniri að réttlæta gróðann á allan hátt. Má af því draga þær ályktanir, að stjórnin hafi gert það vitandi vits að bregðast trúnaði og trausti ríkisvaldsins, þótt það skapaði hina mestu dýrtíð í landinu, til að afla félaginu mikils og óheilbrigðs gróða. Þótt slík viðurkenning hafi enn eigi borizt fráaþjóðhöfðingj- um eða ríkisstjórnum annara ríkja Bandamanna, verða heilla- óskir sendiherra Breta og Rússa hér í tilefni af þjóðaratkvæða- greiðslunni ekki skildar á aðra leið en þá, að aðeins sé eftir að ganga frá formsatriðum máls- ins. Utanríkismálaráðherra á þakk- ir skilið fyrir það, hve fljótt og vel hann hefir gert erlendum stjórnarvöldum grein fyrir nið- urstoðum þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar og gangi lokaþáttarins í sjálfstæðismálinu yfirleitt. Þótt skilningur og vinarhugur hinna erlendu ríkja ráði að vísu mestu um afstöðu þeirra, er það eigi að síður mikill styrkur, að þau séu látin fylgjast sem gleggst með því, sem í málinu hefir gerzt og gerist. Má á þessu og mörgu öðru marka, hve utan- ríkismálanna hefir verið vel gætt af núverandi utanríkis- málaráðherra. höldin út af gildistöku lýffveldis- ins hér á landi. Þetta er samtímis tilkynnt al- menningi og blöffum í Bretlandi, til birtingar aff morgni þ. 6. júní. Þaff þarf ekki aff taka fram, aff þessi viffurkenning mun vekja óskiptan fögnuff hér á landi. Bretar eru það stórveldi, sem fs- lendingar hafa átt lengst og bezt skipti viff og mun svo væntan- lega verffa á ókomnum árum. Verður því að teljast eðlilegt, að mál þetta verði tekið upp á öðrum áhrifameiri vettvangi. Þá upplýstist það, að félags- stjórnin hyggst að ráðstafa fé félagsins, ári nokkurs samráðs við ríkisvaldið. Sú hugmynd kom fram að verja eignum fé- lagsins til ýmsrar starfsemi, sem félagið hefir ekki áður haft með höndum, t. d. gistihússreksturs og flugsamgangna. Til þess að fá formlega heimild til slíkrar ráðstötunar, brast“Tþó atkvæða- magn á þessufh fundi, þar sem lög félagsins mæla svo fyrir, að eigi megi samþykkja slíkt, nema megnið af atkv.magninu kæmi fram. Má því gera ráð fyrir, að Heíllaóskir sendí- herranna hér Á fundi, sem utanríkismála- ráðherra hélt með blaðamönn- um síðastl. laugardag, skýrði hann frá því, að utanríkisráðu- neytið hefði~tekið saman grein- argerð um aðdraganda lýðveld- isstofunarinnar, uppsagnar- ákvæði sambandslaganna, álykt- un Alþingis 17. maí 1941 um af- nám sambandslaganna og stofn- un lýðveldis, samþykktir Alþing- is í vetur í þessum málum, svo og upplýsingar um þátttöku í {) j óðaratkvæðagreiðslunni. Þegar er bráðabirgðaúrslit þjóðaratkvæðisins voru kunn orðin úr öllum kjördæmum, lagði utanríkisráðherra fyrir sendiherra íslands í Bandaríkj- unum, Bretlandi, hjá Noregs- stjórn, í Sovétríkjunum og Sví- þjóð að tilkynna á formlegan hátt viðkomandi ríkisstjórnum framannefnda greinargerð. Um leið var sendiráðum þessara ríkja hér á landi tilkynnt hið sama, og bárust. utanríkisráð- herra 2. þ. m. kveðjur frá sendi- herrum Bretlands og Sovétríkj- anna og frá sendifulltrúa Bandaríkjanna. Óska þeir ís- lenzku ríkisstjórninni til ham- ingju með úrslitin og óska hinu væntanlega lýðveldi allra heilla. Bréfi brezka sendiherrans lýk- ur á þessa leið:. „í þessu tilefni leyfi ég mér að færa yður, herra ráðherra, ríkisstjórninni og íslenzku þjóð- inni einlægustu óskir mínar um áframþaldandi framfarir og far- sæld landi yðar til handa, og er það einlæg von mín, að erfiðar aðstæður og óróatímar, er ríkja, þegar lýðveldið á að endurfæð- ast, geri eigi annað en að þroska það og styrkja, svo að það megi blessast og blómgast á ókomn- um árum.“ í bréfi sendiherra ráðstjórn- arríkjanna segir svo: „Þetta ár, og þó einkum 17 júní, verður þýðingarmikill tími í sögu lands yðar. Ég leyfi mér, herra ráöherra, að færa hinni frelsisunnandi þjóö íslands beztu árnaðaróskir mínar og ósk um farsæla framtíð." Loks segir bréfi sendifulltrúa Bandaríkjanna: „í þessú tilefni leyfi ég mér að óska yðar hágöfgi til ham- ingju með árangur þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, sem greini- lega hefir sýnt þjóðarvilja fs- lendinga, og færa mínar beztu árnaðaróskir um framtíð hins íslenzka lýðveldis." bráðlega verði reynt að halda nýjan fund. Sézt gleggst. á þessu, að ekki er nein trygging fyrir, að fé félagsins verði notað til eflingar kaupskipastólnum, eins og stundum er haldið fram til að réttlæta gróða þess. Ætti þetta að vera aukin ástæða til þess, að ríkiðvaldið skapaði auk- ið aðhald um ráðstöfun fjífrins, þar sem það er fengið fyrir bein- an tilverknað þess, skattfrelsi og útvegun leiguskipa. Á fundinum voru mættir milli 30—40 manns, en samt komu þar fram 36%. alls at- kvæðamagnsins. Sézt bezt á því, að ráð félagsins eru raunveru- lega í höndum fárra manna, því að atkvæðaréttur hinna mörgu dreifðu hluthafa notazt aldrei að neinu ráði. Engin breyting varð á stjórn félagsins. ^ímirot Tíminn kemur út, eins og venjulega, affelns tvisvar í viku um sumarmánuðina, á þriðju- dögum og föstudögum. A víðavangi ER DÝRTÍÐIN „ÞJÓÐARGÆFA"? % Morgunblaðið birtir síðastl. sunnudag forustugrein um tug- miljónagróða Eimskipafélagsins. Blaðið kallar hann aðeins * „óvænt happ“ Eimskipafélags- ins og spyr síðan með mikilli vandlætingu, hvort hér hafi nokkur „þjóðarógæfa“ átt sér stað? Ef Morgunblaðið hefði orðað þessa spurningu rétt, ætti það að hafa spurt á þá leið, hvort dýrtíðin sé nokkur „þjóðar- ógæfa“, því að gróði Eimskipa- félagSlns er einn veigamikli þátturinn í henni. Til þess aö Mbl. verði ljóst, hve stór þessi dýrtíðarþáttur Eimskipafélagsins er, skal því bent á, að öll sala Mjólkursam- sölunnar á mjólk og mjólkur- vörum nam 19.3 milj. kr. á sið- astl. ári, en gróði Eimskipafé- lagsins varð a. m. k. 5 milj. kr. hærri. Við gróða Eimskipafé- lagsins bættust síðan tollar og álagning. Mbl. hefir jafnan tal- að um hinn mikla þátt mjólkur- verðsins í dýrtíðinni, svo að því mætti verða ljóst á þessu, hve mikil áhrif gróði Eimskipafé- íagsins hefir haft á dýrtíðina. Hingað til hefir oftast mátt skilja það á Morgnublaðinu, að dýrtíðin væri þjóðarógæfa og seinustu dagana hefir það meira að segja rætt um myndun þjóð- stjórnar, sem reyndi að finna ráð til að lækna þessa þjóðar- ógæfu. Á kannske að taka þenn- an lofsöng Mbl. um dýrtíðarút- þenslu Eimskipafélagsins sem merki þess, að blaðið hafi breytt um skoðun og telji dýrtíðina þjóðargæfu? SMÁÚTGERÐIN OG GRÓÐI EIMSKIPAFÉLAGSINS. Morgunblaðið birtir athyglis- verða grein eftir Óskar Halldórs- son á laugardaginn var. Óskar segir þar frá því, að tap hafi orðið á rekstri margra vélbáta í vetur, þrátt fyrir góðan afla. Þessu valda stórum hækkuð vinnulaun'í landi og verðhækk- un þeirra vara, sem til útgerð- arinnar þarf. Hversu mikla hlutdeild skyldi ekki gróði Eimskipafélagsins eiga í þessum hallarekstri smá- (itgerðarinnar? Gróði Eimskipafélagsins hefir stórhækkað verð flestra þeirra vara, sem smáútgerðin notar. Gróði félagsins hefir beint og ó- beint hækkað vísitöluna og þar með kaupið í landi. Það virðist því ekki úr vegi, sem nýlega hefir verið stungið upp á, að ríflegum hluta af gróða Eimskipafélagsins, t. d. 12—15 milj. kr., verði varið til eflingar og endurnýjunar fiskiskipaflot- anum. Það væri ekki nema skaðabætur fyrir það tjón, sem Eimskipafélagið hefir valdið út- gerðinni og ýmist hefir komið fram í beinum hallarekstri eða stórum minni tekjuafgangi en annars hefði orðið. HVER VAR HLUTUR BJÖRNS? Það er talið, að vegna gróða Eimskipafélagsins á síðastl. ári, hafi kaupmenn getað lagt 13—15 milj. kr. meira á vöruna en ella, án þess að brjóta gegn fyrir- mælum viðskiptaráðs um há- marksálagningu. Hvað skyldi fyrirtæki Björns Ólafssonar hafa hlotið mikið af þessum gróða? Bretakonungur viðurkennír lýðveldisstoínunina Eimskípaíélagsstjórnin vill ekki endurgreíða neítt Aðalfundur Eimskipafélags íslands var haldinn síðastl. laug- ardag. Á fundinum gerðist þaff merkilegast, aff augljóst virðist orðið, aff stjórn félagsins ætlar ekki aff endurgreiffa neitt til ríkisins af hinum óhemjumikla gróffa þess á síffastl. ári, né ráffstafa fé þess aff neinu leyti í samráffi við ríkisvaldiff. Virðist því fyrirsjáanlegt, aff árekstrar milli þessara tveggja affila séu á

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.