Tíminn - 06.06.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.06.1944, Blaðsíða 2
230 TÍMIrVfV, þViðjudaginn G. jiiní 1944 58. blað ^ímmn Þriðjudagur 6. §úní Mísmunur, sem nem- ur 16 miljónum króna Nýlega er lokið niðurjöfnun útsvara í Réykjavík og á Akur- eyri. íbúatalan í Reykjavík mun vera allfað því sjö sinnum hærri en á Akureyri. Á Akureyri vaf jafnað niður tæpum 2 milj. kr. Ef sama hlutfall héldist milli fólksfjölda og heildarupphæðar útsvaranna hér og á Akureyri, ættu újtsvórin hér því að vera tæpar Í4 milj. kr. í stað þess eru þau 30 milj. kr. í hverju liggur þessi mikli mismunur — þessi 16 milj. kr. mismunur? Forráðamenn Reykjavikur hafa stundum afsakað útsvörin hér með þvífað ríkisvaldið hafi skyldað bæinn til að annast margs konar starfsemi, skóla- hald, lögreglu, heilbrigðisráð- stafanir o. s. frv. Bæjarstjórnin geti því eigi ráðið því, hve mik- il útgjöldin verða, en útsvörin verði að nægja til að mæta þeim. Þessi afsökun nægir enganveg- inn til að skýra framangreindan mismun. Ríkisvaldið leggur al- veg sömu kvaðir á Akureyr- arbæ og Reykjavíkurbæ. Þar munar engu. Það verður því að leita. ann- ara skýringa. Getur þessi mismunur stafað af því, að Reykjavíkurbær leggi hlutfallslega meira fé af mörk- um til nytsamra verklegra fram- kvæmda og viðreisnar atvinnu- veganna en Akureyrarbær? Við samanburð á fjárhagsáætlunum Reykjavíkurbæjar og Akureyr- arbæjar sjá menn, að slíku er ekki til að dreifa. Þvert á móti stendur Akureyrarbær straum af ýmsum nauðsynlegum fram- kvæmdum, sem Reykjavíkurbær vanrækir. Á Akureyri er verið að reisa vandaða byggingu fyrir gagnfræða- og iðnskóla bæjar- iris. Á Akureyri er verið að byggja fullkomið íþróttahús. Á Akureyri er verið að hefja bygg- ingu á kvennaskólahúsi. Allar þessar byggingar styður Akur- eyrarbær. Getur mismunuririn legið í því, að ódýrara sé að stjórna Akur- eyrarbæ en Reykjavíkurbæ? Samkvæmt heilbrigðum rekstr- arreglum ætti það ekki að vera. Skrifstofuhald og dagleg stjórn á að verða því ódýrari hlutfalls- lega sem fyrirtækið er stærra. Skrifstofuhald, innheimta' og annar daglegur rekstur Reykja- víkurbæjar ætti því að vera hlutfallslega mun ódýrari en hliðstæður kostnaður Akureyr- arbæjar. Þannig mætti rekja þetta mál áfram, og niðurst'aðan yrði jafnan hin sama: Það er ekki hægt að finna^neina heilbrigða skýringu á hinum mikla mismun útsvaranna í Reykjavík og á Akureyri — á 16 milj. kr. mis- muninum. En skýringin er eigi að síður til. Það eru íhaldsmenn, sem fara einsamlir með stjórn bæj- armálanna í Reykjavík. Á Akur- eyri er ekkert samningsbundið bandalag milli einstakra manna eða flokka um stjórn bæjarins, en niðurstaðan hefir samt orð- ið sú, að samvinnumenn ráða þar miklu um stjórn bæjarmál- anna. Það gerir gæfumuninn. Stjórn Reykjavíkurbæjar sýn- ir þajð átakanlega, að íhalds- menn kunna ekki að stjórna með almannahag fyrir augum. Margir þeirra eru duglegir að græða fyrir sjálfa sig, en þegar þeir eiga að fara að stjórna fyr- ir aðra, reynast þeir áhugalaus- ir og dugláusir. Þeir gera það, sem stundum er kallað að láta draslast. '"•Stjórnin draslast á- fram hjá þeim, starfsmönnum fjölgar, launhækka, kostnaður- inn þýtur upp og aðalstjórnend- urnir móka yfir þessu áhuga- lausir og aðgerðalausir. Sam- keppnisandinn og braskframtak- ið skapar þeim enga starfslöng- un, þegar unnið er fyrir aðra. Það má vissulega segja margt gott um Reykvíkinga, en enn sem komið er, verður það vart sagt um þá, að þeir séu fljótir að læra af reynslunni. Þeir eru Gróðut og sandfok Síðasta bók Guðmundar G. Hagalín heitir „Gróð- ur og sandfok". Hún kom, út í vetur á vegum Vík- ingsútgáfunnar og fjallar mestmegnis um komm- únismann sem andlegt fyrirbæri í íslenzku þjóðlífi. Skýrir höf. í upphafi meginkafla bókarinnar frá kynnum sínum af froðufellandi ofsatrúarmönnum í Noregi, á hinum fornu stöðvum Berðlu-Kára, sem neituðu því, að löndin hefðu orðið til við eldsum- brot, þar eð slíkt samrýmdist ekki biblíunni, og samþykktu að hafa ekki samneyti við fólk, sem iðkuðu jafn syndsamlegar athafnir og sund og íþróttir. Rekur hann síðan feril íslenzkra og er- lendra kommúnista á mörgum sviðum, fullkomna og skefjalausa afneitun þeirra á staðreyndum, sem fara í bág við pólitíska trú þeirra, og sannar með mörgum dæmum og tilvitnunum í beggja orð og athafnir andlegan skyldleika þeirra við trúar- ofstækismennina. — Er í grein þeirri, sem hér birtist, lauslega stiklað á nokkrum atriðum í hinni rökfóstu bók Hagalíns. Guðmundur G. Hagalín er í senn einn méðal hinna afkasta- mestu og snjöllustu rithöfunda íslendinga, og jafnvígur ár-fleiri en einum vettvangi. Sögur hans, langar og stuttar, eru margar kunnar svo til hverjum lesandi manni hér á landi, og söguper- sónur hans ýmsar á hvers manns vörum. Skáldleg dirfska hans og næmi, sérkennilegur stíll og frásagnarháttur, hressiT legar og hispurslausar lýsingar á hinu óbrotna og óspillta al- þýðufólki og miskunnarlaus fyrirlitning hans á skinhelgi, yf- irdrepsskap og kveifarhætti hefir aflað honum mikils fjölda nafnlausra vina, allt frá yztu annesjum til innstu dala. Hin sama hefir raunin orðið um hin- ar miklu ævisögur hans, sögu Sæmundar skipstjóra — Virka daga — og Sögu Eldeyjar-Hjalta, enda ekki til í íslenzkum bók- menntun nema tvær bækur svip- aðs eðlis, sem koma til greina til samanjafnaðar, nefnilega sjálfsævisaga' Theódórs Frið- rikssonar — í verum — og saga Jóns frá Högnastöðum eftir Elínborgu Lárusdóttur. Leikrit eitt hefir Guðmundur og skrifað, Kristrún í Hamravík, samið upp úr samnefndri sögu, og hlotið fyrir lofsamlega dóma gagnrýnenda og alþýðu. En jafnhliða' skáldsagnagerð og ævisagnaritun hefir Guð- mundur einnig haft umsvifa- mikil afskipti af félagsmálum og þjóðmálum og skrifað fjölda blaðagreina um margvísleg efni. Af þeim toga er síðasta bók hans, „Gróður og sandfok", sem kom út á síðastliðnum vetri á vegum Vikingsútgáfunnar. Er það allstórt rit, 235 blaðsíður. í stuttu máli sagt er þetta rökstuddasta og. glöggskyggn- asta skilgreiríingin, sem gerð hefir verið á íslenzku á eðli, geð- höfn og hugsanagangi hinna sönnu kommúnista og vinnu- brögðum þeirra í mörgum lönd- um, þótt einkanlega sé dvalið við hina íslenzku. Er ferill þeirra á mörgum sviðum rakinn lið fyrir lið með skírskotun til þeríra ,nú búnir að búa við þvíllka-í- haldsstjórn í áratugi 'og þó hafa þeir hana enn. Er þeir.líta í út- svarsskrána og svitna af gremju yfir háu útsvörunum, sem leggj- ast á lágtekju-og miðlungstekju- fólk og eru margfalt hærri en hinir margumtöluðu skattar til ríkisins, geta þeir engum um kennt, nema sjálfum sér. Þeir hafa alið þennan 'snák við brjóst sér. Þeir hafa látið íhaldsmenn stjórna bænum. Er nú mælirinn ekki fylltur? Er nú ekki nóg komið af slíkri stjórn? Ætla Reykvíkingar nú ekki loks að rumska? Eða ætla þeir að halda áfram að gjalda möglunarlaust og þolinmóð- ir- 'aukaútsvarið, sem hlýzt af óstjórn íhaldsins. Saman- burðurinh á heildarupphæð út- svaranna í-Reykjavík og á Akur- eyri, sýnir þeim hve hátt þetta aukaútsvar er. Fyrir þá, sem njóta þeirrar hamingju að vera lausir við stjórn ihaldsins í Reykjavík, er vert að minnast hins forn- kveðna: Dýr myndi Hafliði all- ur. Dýrt yrði það fyrir landið, ef það fengi hreina íhaldsstjórn. Það sýnir stjórnin á Reykjavík- urbæ bezt. Þ. Þ. eigin athafna og kenninga, við- bragða og kúvendinga, eftir því sem rödd foringjans hefir boð- ið á hverjum tíma. Er sú af- hjúpun öll grátbrosleg — bros- leg að því leytinu, að til skuli vera menn, sem með öðr- um eins hátíðleik geta með fárra vikna millibili varpað frá sér öllum fyrri kenningum sín- um, er bornar höfðu þó verið fram sem hinn eini heilagi sannleikur, og slag í slag stork- að allri heilbrigðri skynsemi af fullkomnu blygðunarleysi — grátleg vegna þess, að þarna eru að Verk;.íslendingar, sem á öðr- um sviðum virðast hafa til að bera venjulega dómgreind. Og höfundurinn leitar rak- anna, og finnur þau: Allt þetta óeðli á rót sína að rekja til eins og hins sama. Öll afstaða hinna íslenzku komm- únista er ævinlega mótuð af trú þeirra á óskeikult erlent vald og hvenær sem árekstur verður milli þess og íslenzkra sjónar- miða í þjóðfélag'slegum eða menningarlegum efnum eða skynsamlegra raka, hlýtur hin pólitíska trú að verða yfirsterk- ari. Eru mörg og glögg dæmi færð fram í bókinni, þessu til óhrekjandi sönnunar. M. a. dregur höfundur- inn mjög miskunharlaust fram í dagsljósið, hvernig afstaða kommúnistanna til annarra stjórnmálaflokka og féHagssam- taka* í landinu hafi jafnan frá fyrstu tíð mótazt gersamlega af þeim fyrirskipunum, sem gefnar voru út af Rússum og Alþjóðasambandi kommúnista í Moskvu. Lengi framan af var haldið mjög strangt við þá kenningu, að lýðræðissinnaðir umbótamenn væru „höfuðstoð og stytta burgeisastéttarinnar" í landinu, og öll samúð með framfarabaráttu manna í borg- aralegu þjóðfélagi væri „afneit- un á forustu hlutvefki komm- '•únistaflokksins." Var í samræmi við það rekinn heiftarlegur fjandskapur gegn öllum vinstri sinnuðum mönnum í þjóðfélag- inu. Þó fór svo, að ýmsir þeir, er eigi höfðu tileinkað sér nógu einlæglega trúna á óskeikulleik hins fyrirskipaða, tóku að efast Um réttmæti þessara kenninga, og þá var kallað saman flokks- þing kommúnista 1934. Rétt- línumennirnir báru sigurorð af hinum. Það var ályktað, að hér hefði skotið upp kollinum „hættuleg tækifærisstefna..... sem þyrfti miskunnarlaust að berjast á móti og slíkar skoð- anir yrði að uppræta úf flokkn- um". Einar Olgeirsson, sem gert hafði sig sekan um tækifæris- stefnu, varð að biðja afsökunar á fráhvarfi sínu í blöðum flokks- ins. — Margt fleira broslegt gerðist þá í flokki íslenzkra kommúnista, sem rakið er í bókinni. En ári síðar hélt Alþjóðasam- band kommúnista þing í Moskvu, og þar. var samþykkt að varpa hinni sjálfsbirgingslegu einangr- unarstefnu fyrir borð og krefj- ast myndunar samfylkingar af kommúnistuim Einangrunar- stefnan hefði aðeins tafið vöxt kommúnistaflokkanna og tor- veldað „framkvæmd virkilegrar fjöldapólitíkur.". Og nú stóð ekki heldur á því, að íslenzku komiriúnistarnir sneru við blað- inu. Venjuleg dómgreind hafði eigi getað komið hinum góðu kommúnistum í skilning um það, að allt, sem áunnizt hefir til hagsbóta íslenzku þjóðinni, hefir fengizt fyrir störf lýðræð- issinnaðra umbótamanna, en samþykkt, sem gerð var af er- lendum monnum austur í Moskvu, gat á svipstundu fengið þá til að breyta um baráttuað- ferð og starfshætti. Þannig hefir hver kúvending- in rekið aðra í íslenzkum innan- landsmálum, eftir því sem vind- urinn hefir blásið þarna austur frá. Og enn eitt dæmið um það, hvar hugur og hjarta kommún- istanna er, var svo það, þegar samningar um samfylkingu kommúnista og Alþýðuflokksins strönduðu á því, að kommúnist-, ar kröfðust þess, að lýst yrði yfir „skilyrðislausri afstöðu með Sóvétlýðveldunum." * En svo skrítinn sem ferill kommúnistanna hefir verið í innanlandsmálum, þá á það þó ekki síður við, að það sé eins og uö líta niður í furðuskrín, þar sem gnægð sé undarlegustu hluta, að skoða öll þeirra meist- arastykki i afstöðu til heims- málanna og einstakra þjóða og ríkja. Hér er ekki rúm til þess að rekja þá skopsögu, svo mörg hláleg spor sem íslenzku komm- únistarnir eiga á þessum vett- vangi. Verður það eitt að nægja að nefna aðeins hástemmdar frásagnir þeirra um „árás" Finna á Rússland og gífuryrtar staðhæfingar, ýmist hól eða for- dæmingar, um þjóðir þær, sem nú taka þátt í hinum mikla hildarleik, og forustumenn þeirra, er skipazt hafa á marga vegu með svo skjótum hætti, að flestir venjulegir menn standa orðlausir^ andspænis því fyrir- bæri, — allt eftir því hvaða af- stöðu ráðstjórn Rússlands hefir haft til heimsmálanna í þann og þann svipinn. Eitt af því hlægilegasta í þessari löngu sögu er þó ef til vill kúvending og skýringar Þjóðviljans og ann- arra kommúnistamálgagna á aðgerðum Rússa, þegar þeir gerðu vináttusamninginri við Þjóðverja skömmu áður en þeir réðust á Pólland og hófu þar með heimsstyrjöldina, er 'því var lýst yfir af þeim aðilum, að Rússar hefðu kveðið þýzka naz- ismann í kútinn og eftir væri aðeins „gamall og spakur seppi, sem enginn bolsiviki teldi fram- ar ómaksins vert að sparka í svo um munaði," eins og Halldór Kiljan komst að orði í Þjóðvilj- anum. Rússar höfðu „brotið með einum pennadrætti", eins og það var orðað, möndul fásistaríkj - anna! Áður höfðu sömu rithöf- undar lýst því fjálglega,*hvernig framtíð frjálsrar Evrópu og alls heimsins væri undir því komin, að „auðvaldsríkin í Vestur- Evrópu" þyrðu að standa fast á réttu máli, gegn, yfirgangi fas- istanna. Og sá hafði tónninn verið allt fram á þá stund, að fréttir bárust af samningi Rússa og Þjóðverja. Ýmsir hefðu því mátf ætla.að þetta væri helzt til stór biti að gleypa, en svo var ekki, eins og áður er sagt og alkunnugt er. En síðar kom vitaskuld dálít- ið annað hljóð 1 strokkinn, Békabálknr NOREGUR UNDIR OKI NAZISMANS. 17. maí, þjóðhátíðardag Norð- manna, kom í bókabúðir 1 Rvík bók, sem heitir „Noregur undir oki nazismans", eftir norska prófessorinn Jac. S. Worm-Múll- er, þýdd af Ragnari Jóhannes- syni, cand. mag., gefin út af Blaðamannafélagi íslands, en formála ritar Sigurður Nordal prófesfsor. Er þetta stór bók og búin mörgum myndum. Höfundur þessarar bókar, pro- fessor Worm-Miiller, er íslend- ingum að góðu kunnur, meðal annars af dvöl hans hér á landi árið 1942 og fyrirlestrum þeim, sem hann flutti þá. Eru þeir fyr- irlestrar einmitt að efni til aðal- uppistaða bókarinnar. Bók þessi er í stuttu máli sagt baráttusaga norsku þjóðarinnar frá því, að Þjóðverjar hófu inn- rásina 9. apríl 1941 til loka nóv- embermánaðar síðastliðins. Er þetta fyrsta samfellda lýsingin, sem birzt hefir á íslerizku um atburðina í Noregi hernámsár- in, og, eins og vænta má, mjög glögg. Og það, sem mest er um vert: hér er fengin áreiðanleg heimild um það, er gerzt hefir í Noregi allt fram undir síðustu áramót. Vjð lestur hennar öðl- ast maður nýjan og glöggari skilning á öllum þeim stórtíð- indum, er nú gerast með hinni nórsku bræðraþjóð. Eins og áður er að vikið, rit- ar Sigurður prófessor Nordal formála bókarinnar. Hann segir meöal annars: „Mig langar ekki til þess að berja Þjóðverja illyrðum fyrir aðfarir þeirra í Noregi. Hér tala verk þeirra, og um þau verður lesandinn að dæma eftir sið- ferðilegri greind sinni. Ég vil heldur brýna fyrir hverjum les- anda að hugsa ekki aðeins um Norðmenn og dæmi þeirra, held- ur spyrja sjálfan sig, hvort sú saga eigi ekkert erindi til vor ís- lendinga, þótt högum vorum sé ólíkt háttað. Mér finnst ástæða til að óska öllum íslendingum að lesa þessa bók. Um hvað hefir verið barizt í Noregi síðan vorið 1940? Ekki um fjármuni. Norðmenn hafa ekki getað afstýrt því, að þeir væru rændir og rúnir, Ekki um hið ytra sjálfstæði. Viðnám heimaþjóðarinnar hefir ef til vill ekki skipt mjög miklu máli um það, hvort Þjóðverjar verða sigraðir á.vígvöllunum eða ekki, þótt norski kaupskipaflotinn hafi tvímælalaust átt ómetan- legan þátt í að bjarga Bretlandi, þegar hættan var mest. En bar- áttan er háð um hið innra sjálf-" stæði. Örlítill hluti þjóðarinnar beygir sig fyrir valdinu og hugs- ar jafnvel um að koma ár sinni fyrir borð. Allir hinir spyrna við, Prófes$pr Jac. S. Worm-Miiller þola hættur, hungur og þrautir heldur en glata sál sinni, réttar- Jvitund, frelsisvilja, virðingunni fyrir sjálfum sér og þjóð sinni. I „Norska þjóðin hefir aldrei ver- ið jafn sterk í sjálfri sér sem nú" — segir höfundurinn. „Með- al hennar hefir nú orðið til sam- j félag allra stétta og einstakl- ^inga, frjálst af efnishyggju, sín- i girni og öfund, og ónotaðir hæfi- leikar hafa komið í ljós". Norð- menn vonast eftir endurheimt frelsis síns og betri ævi — að vísu. En mér er nær að halda, að jafnvel án slíkrar vonar mundu flestir þeirra heyja bar- áttuna fyrir sál sinni engu að síður. 9 Er þetta óhagsýni, óhyggilegt, hugarórar? Reynum að láta það verða oss til íhugunar þess, hvað oss sjálfum væri verðmæt- ast, ef í slikar nauðir ræki. Og er hið sama ekki jafnverðmætt í velgengninni, þótt það vilji þá gleymast? Einu getur engirin maður neitað: Hér hefír þjóð sýnt stórbrotinn hetjuhug og hetjulund, sumir óhlutdeilnustu friðmenn þjóðfélagsins, kennar- ar og klerkar, vísindamenn og rithöfundar, orðið djarfastir og þrautseigastir í baráttunni. Þetta verður frægðarmesta af- rekið í sögu Norðmanna, hvað sem við tekur. Og rísi Noregur aftur upp sem frjálst ríki, sem allir íslendingar óska og vona, hlýtur þjóðin eftir þessa eld- raun hugsýni sinnar og hugprýði að hefjast til nýs þroska og frama. Sorinn verður hreinsað- ur frá. Hinn. ósvikni m'álmur verður skírari en nokkru sinni fyrr." þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland og það kom í ljós að hinn „gamli seppi" var ekki al- veg dauður úr öllum æðum, þrátt fyrir „pennadráttinn" sem brotið hafði öxul fasista- ríkjanna, samkvæmt skýringum og túlkun Þjóðviljans. Þá er ekki síður fróðlegt, hvernig Hagalín rekur afstöðu kommúnista gagnvart landvinn- ingapólitík Rússa. Því hafði lengi verið haldið fram, að Sóvétríkin „fordæmdu alla landránapólitík" og „ásældust ekki fet af landi annarra". Nú rann sú stund upp, að það kom á daginn, að þessar fallegu full- yrðingar höfðu ekki að öllu leyti átt við rök að styðjast. Rússar fóru með her inn í Pólland og tóku mikinn hluta þess herskildi, þar næst réðust þeir á Finn- land, og síðar tóku þeir einnig sneið af Rúmeníu og Eystrasaltsríkin þrjú. Nú 'hefði legið nærri að halda, að íslenzk- ir kommúnistar hefðu fyllzt heilagri reiði og fordæmt þetta athæfi og hellt af skálum reiði sinnar yfir ráðstjórn Rússlands, ekki sízt þar sem ekkert gat ver- ið að óttast, eftir að þýzku naz- istarnir höfðu verið kveðnir jafn rækilega í kútinn og þessir menn virtust þá statt og stöð- ugt trúa, að gert hefði verið með vináttusamningnum sumarið 1939. En það var nú eitthvað annað. Blaðinu var sem sagt snúið algerlega við og það dá- samlega fyrirbæri prísað og lof- sungið, að nú hefðu miljónir manna „þegjandi og hljóða- laust", „árekstrarlítið og án verulegra blóðsúthellinga hopp- að inn í ráðstjórnarskipulagið." Um Eystrasaltslöndin var það meira að segja látið í veðri vaka að þau hefðu verið hertekin að eigin ósk. (Er ekki von, að sum ir spyrji: Og hvernig skyldu þeir hafa litið^ á málið, ef ísland hefði átt í hlut?) Þessa sögu mætti rekja miklu ýtarlegar, enda gerir Hagalín það. í.lok þessa kafla segir höf- undurinn svo, og er sá kafli tek- inn orðréttur upp: „___ Góðfús lesandi! Virtist þér svo, að komið geti til mála, að hinar skyndilegu og oft al- geru afstöðubreytingar íslenzkra kommúnistaleiðtoga til þess eða hins hafi átt rætur sínar að rekja til starfsemi skynseminn- ar — að þarna sé yfirléitt um að ræða í hvert og eitt skipti sjálfstæða, persónulega athug- un? Nei, þér mun sýnast eins og mér, að afstaða Rússa á þessu eða hinu augnablikinu og skip- anir frá Alþjóðasambandi kommúnista eða. öðruin rúss- neskum æðstu völdum hafi öllu ráðið um skoðanir kommúnista- leiðtoganna íslenzku, svo að skynsémi, ættjarðarást eða aðrir þeir hæfileikar og hneigðir, sem allur þorri manna lætur að miklu leyti stjórnast af í'afstöðu til opinberra mála, hafi þarna hreint ekki komið til greina. Samt sem áður væni ég alls ekki kommúnistaleiðtogana yfirleitt um það, að ástæðan til alls þeirra hopps, snúnings og víxls á hinum stjórnmálalega vett- vangi stafi af valdaspákaup- mennsku í venjulegum skilningi. (Framh. á 3. sl~u)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.