Tíminn - 06.06.1944, Blaðsíða 4
232
TÍMEVX, þriðjudaginn 6. júní 1944
58. blað
tTR BÆNIJM
Hátiðahöld sjómanna
á sunnudaginn fóru mjög veglega
fram. Þau fóru að mestu fram við
nýja Sjómannaskólann, en hornsteinn
hans var lagður við þetta tækifæri af
Sveini Björnssyni ríkisstjóra, sem síð-
an flutti stutt ávarp. Auk hans fluttu
ræður biskupinn Sigurgeir Sigurðsson,
sem minntist látinna sjómanna, Vil-
hjálmur Þór, Sigurjón A. Ólafsson,
Kíartan Thors og Ásgeir Sigurðsson.
Hreinn Pálsson söng nokkur lög. Þá
voru Þorsteini Jóhannssyní afhent
björgunarverðlaun ársim, en hann
er skipstjóri í vélb. Jóni Finnssyni, er
bjargaði bátverjum af vélbátnum Ægi
síðastl. vetur. Þá voru afhént verð
laun sjómannadagsins fyrir íþrótta
keppni og hafði skipshöfnin á Helga
íelli unnið alla vinningana, þ. e. í
reipdrætti, kappróðri, björgunarsundi,
stakkasundi og aðferðum 1 hag
nýtum vinnubrögðum. Um kvöldið voru
veizlufagnaðir á Hótel Borg og í Odd
fellowhöllinni. Víða úti á, landi var
sjómannadagurinn haldinn hátíð'
:PgUT.
Karlakórinn Vfsir
frá Siglufirði hefir sungið tvisvar í
Gamla Bíó fyrir troðfullu húsi og við
mikinn fögnuð áheyrenda. í gærkvöldi
söng kórinn í Hafnarfirði. Á sunnu
daginn fór hann í boði borgarstjóra
og kóranna hér til Þingvalla, en um
kvöldið söng hann á hátíð sjómanna
að Hótel Borg.'Þá hefir kórinn sungið
inn á hljómplötur hjá ríkisútvarpinu.
í kvöld kl. 11,30 heldur kórinn kveðju-
hljómleika sína í Gamla Bíó.
Góðar gjafir.
Forstöðukona upplýsingastof u Banda-
ríkjanna hér, ungfrú Frances Barry,
hefir nýlega afhent Landsbókasafninu
og Háskólabókasafninu veglegar
bókagjafir eða um 60 bækur til hvers
safnsins fyrir sig Eru þetta allt merkis-
bækur. Þá hefir ungfrú Barry afhent
útvarpinu merkilegt hljómplötusafn að
gjöf. Ungfrú Barry tók við forstöðu
upplýsingaskrifstofunnar hér, þegar
Perter MácKeewer lét af því starfi.
Kvikmyndasýning.
Síðastl. föstudag sendi brezki sendi-
herrann aílmörgum boðsgestum í Nýja
Bíó kvikmyndina „1 nisian Victory"
(Sigurinn í Tunis). I myndin ágæt-
lega tekin, enda ö. -íuðust margir
beztu kvikmyndatökumenn Bretlands
og Bandaríkjanna töku hennar. Mynd-
in gefur ljósa hugmynd um hið mikla
átak Bandamanna, sem sigurinn í Af-
ríkunýlendum Frakka var. Margir
helztu forvígismenn Bandamanna sjást
á myndinni. Myndin er nú sýnd í Nýja
Bló. . *
100 íbúðir.
Á seinasta bæjarstjórnarfundi var
samþykkt að hefjast handa um bygg-
ingu 100 eins og tveggja herbergja
íbúða. íbúðirnar eiga að vera í stein-
steyptum, samfeldum byggingum. Leit-
að verður eftir stuðnlngi ríkissjóðs.
Tónlistarskólanum "
var slitið síðastl. miðvikudag. Nem-
endur í skólanum voru 85 i vetur.
Skólinn hefir nú fengið tryggt hús-
næði í Þjóðleikhúsinu og mun starfa
þar næsta vetur við mun betri skilyrði
en áður.
Afmælismót K. B.
1 frjálsum iþróttum fór fram síðastl.
laugardag. Þar náðust margir góðir
íþróttaárangrar, en beztur hjá Skúla
Guðmundssyni, er setti nýtt met í há-
stökki án atrennu. Hann stökk 1.51 m.
en gamla metið var 1,42 m., sett af
Sveini Ingvarssyni 1939.
Fjársöfnunin
til landflótta Dana nemur nú orðið
rúmum 200 þús kr.
Snæfellsnesfór.
Mjög er rómuð Snæfellsnesför Ferða-
félags íslands um hvítasunnuhelgina.
Var f arið héðan á laugardag vestur að
Hamraendum i Breiðuvík og dvalið þar
til á mánudag, er haldið var heimleiðis.
Á hvítasunnudag var gengið á Snæ-
fellsnesjökul í hinu dásamlegasta veðri.
Þátttakendur voru um 80. Ferðastjóri
var Kíistján Skagfjörð
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
Dagný Magnúsdóttir frá Vattarnesi og
Grlmur Víkingur, Ljósvallagötu 8,
Reykjavík.
íþróttafélag Reykjavíkur
hélt aðalfund sinn síðastl. miðviku-
dagskvöld. Félagið stendur nú með
miklum blóma, félagsmenn þess erú
um 1250 og hefir þeim fjölgað um 450
síðustu tvö árin. Stjórn þess skipa nú:
Þorsteinn Bernharðsson, formaður,
Einar Ingvarsson, Elisabet Jóhanns-
*dóttir, Friðjón. Ástráðsson, Ötmn^r
Andrew, Helgi Eiriksson og Sigurður
Steinsson.
Félag Vestur-fslendinga
í Reykjavík hélt aðalfund sinn fyrir
skömmu. Stjórn félagsins skipa nú-
Hálfdán Eiríksson, formaður, Árni
Eyjólfsson, Guðni Sigðurðsson, Guðrún
Pálsdóttir, Carl Brand og ^Behjamín
Eiríksson. í félaginu voru menn og
konur, sem dvalið haf a um langt skeið
vestanhafs.
Gróður «>*> sandfok.
(Framh. af 3. síðu)
komu hins hamingjuveitandi
framtíðarríkis og sé að opna
augu alls almennings fyrir hin-
um sanna veruleika, enda lof-
aður af sínum bölmóðsbræðrum
sem hinn eini, er sé fær um að
„skapa listaverkin, sem fela
sannleikann í sér" — hann ~er
leiksoppur sinnar eigin þján-
ingar, trúður síns einstæð-
ingsskapar í veröldinni og
hefnandi eigin -lánleysis, og sá
sannleikur, sem hann flytur
okkur, er keyrður í spennitreyju
hans sjálfshyggju, skrum-
skældur af hans linnulausu
þjáningu og emjandi herfilega
og hlálega í senn, öskrandi í
ólæknandi brjálsemi á annan og
betri heim, svo sem hver annar
vesall útburður á öræfufn mann-
lífsins.
Það eru svo einmitt skáldrit
slíkra höfunda, ásamt hrein-
pólitískum, kommúnistiskum á-
róðursskáldskap, sem eru að
dómi hinna íslenzku bók-
menntalegu *kommúnistapáfa,
hin einu skáldrit,sem eiga erindi
til fólksins og í rauninni er vert
að skrifa. Öll önnur skáldrit
bera vott um skort á þróunar-
sögulegum skilningi, vöntun á
lífrænum viðfangsefnum og
endurfrjóvgaðri list — og eru
lyginni þjónandi, en ekki þeim
veruleika, sem felur sannleik-
ann í sér."
í lokakafla bókarinnar segir
loks:
„Ég hefi á það drepið, sem
raunar er hverjum og einum
Ijóst, að öll hin stjórnmálalega
starfsemi íslenzkra kommúnista
hefir á sér einkenni æsingar og
ofstopa. Ég hefi fært ljós rök að
því, að afstaða þeirra til ís-
lenzkra mála hefir ævinlega
verið mótuð í höfuðdráttum af
trú þeirra á óskeikulleika e,r-
lends valds, en ekki mörkuð með
tilliti til íslenzkra þjóðfélags-
legra og menningarlegra að-
stæðna. Ég hefi einnig sýnt og
sa'nnað, að afstaða þeirra til er-
lendra þjóða og heimsviðburða
hefir aftur og aftur tekið breyt-
ingum, sem hafa átt rætur sínar
að rekja til átrúnaðar á erlent
vald — og óskeikult að þeirra
dómi. Þ'á hefi ég leitt þá sjálfa
sem vitni um það, að þeir líta
svo á, að enginn, sem ekki er
kommúnisti, geti skrifað skáld-
verk, semN hafi sannleiksgildi,
og að jafnvel þau rit, sem eru
snilldarverk að máli og stíl og
hafa að flytja áhrifamiklar og
heillándi lýsingar, geti verið
merkilegust fyrir það, hve ó-
merkileg þau eru, ef í þau vant-
ar hin kommúnistisku sjónar-
mið, en hins vegar þurfi síður
en svo að vera um snilld og feg-
urð að ræða til þess að kvæði
eða^saga — samin í samræmi
við hinn „þróunarsögulega"
skilning kommúnista' og þeirra
viðhorf við lífinu og manneði-
inu, geti talizt góðar og gildar
bókmenntir." ¦
*
Hér hefir verið farið fljótt
yfir sögu, og aðeins á fátt eitt
drepið, og það mjög lauslega.
Öll er bókin hið markvissasta og
rökstuddasta rit, sem birzt hefir
á íslenzku um hina pólitísku of-
stækismenn, og þó einkum
kommúnista. Hvert orð og hver
setningin vegin, hvert atriði
rökstutt til hlítar. Þar að auki
er hún skemmtileg, því að
þekking höfundarins er geysi-
mikil og ritsnilldin og kraftur-
inn hrífandi. J. H.
Innlog í bonkum
Samkvæmt nýkomnum Hag-
tíðindum námu innlög í bönk-
unum í marzlok 559 milj. kr., og
er þaðvl84 milj. kr. meira en I
marzmánuði í fyrra. Alls voru
lagðar 19.7 milj. kr. inn í bank-
ana í s. 1. marzmánuði.
Útlán í marzmánuði námu 5.4
milj. kr., en samanlagt námu
bankaútlánin 197 mílj. kr. í
marzmánaðarlok.
Seðlaveltan nam í marzlok
134.4 milj. kr., sem er um 28
mllj. kr. meira en á sama tíma í
fyrra.
Inneignir í erlendum bönkum
námu í marz 468.2 milj. kr., en
það er um 174 milj. kr. meira
en á sama tíma í fyrra.
tJtbreiðið Tímann!
Skagfirðíngar!
Úti á Skaga verða seld pen-
ingshús til niðurrifs.
Einnig verður seldur rekavið-
ur á sama stað.
Þeir sem vildu sinna þessu,
snúi sér til Ólafs Ólafssonar,
bónda á Kleif í Skefilsstaða-
hreppi sem fyrst.
Fylgízt med
Allir, sem fylgjast vilja með
almennum málum, verða að lesa
Tímann.
TJARNARBÍÓ
Fjórar mæður
(Fpur Mothers)
Framhald myndarinnar
FJÓRAR DÆTUR.
LANE-SYSTUR,
GALE PAGE,
CLAUDE RAINS,
JEFFREY LYNN.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
•GAMLA :
„Bros gegnum tár"
(Smilin' Through)
JEANETTE MACDONALD
BRIAN AHERNE
GENE RAYMOND.
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn innan 12 ára fá ekki
aðgang.
TÝNDA GULLNÁMAN.
(Secret of the Wastelands)
Vowboy-mynd með
William Boyd.
Sýnd kl. 3 og 5.
Bönnuð yngri en 12 ára.
.j~
? NÝJA EÍÓ.
Sigu
rinn í
Tunis
(Tunisian Victory).
Hernaðarmynd, tekin af
ljósmyndurum brezka og
ameríska hersins, á víg-
völlunum í Tunis og víðar.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð yngri en 12 ára.
Tíðindí írá 7. flokksþingi
Framsóknarmanna
ásamt greinargerð eftir Hermann Jónasson
formann Frammsóknarflokksins
og myndum frá flokksþinginu, fást í bókaverzlunum í Reykjavík
og bókaverzluninni Eddu á Akureyri. Einnig send um land allt
gegn eftirkröfu frá skrifstofu Framsóknarflokksins í Edduhús-
inu, Reykjavík. Verð kr. 5,00.
Allir, sem um stjórnmál hugsa, verða að eignast þetta rit.
Tilkynning
Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á
brauðum:
Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr............. kr. 1.70
Rúgbrauð, seydd, 1500 gr............. — 1.80
Normalbrauð, 1250 gr............... — 1.70
Franskbrauð, 500 gr.....'............ — 1.20
Heilh'veitibrauð, 500 gr............... — 1.20
Súrbrauð, 500 gr..................... — 0.95
Wienarbrauð, pr. stk................. — 0.35
Kringlur, pr. kg..................... — 2.75
Tvíbökur, pr. kg, .................)., — 6.55
Séu nefnd brauð bökuð með annari þyngd en að ofan greinir,
skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð.
Á þeim stöðum, þar sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má
bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið.
Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og
með 1. júní 1944.
Reykjavík, 31. maí 1944.
Verðlagsstjórinn.
Skrifstofur eftirtalinna starfsmanna Reykja-
víkurbæjar eru í Austurstræti 10 (4. hæð).
Viðtalstímar þeirra eru sem hér segir:
Fræðslufulltrúi: Jónas B. Jónsson, kl. 10—12 f. h.
Ræktunarráðunautur: Jóhann Jónasson kl. 1—3 e. h.
Garðyrkjuráðunautur: Sig. Sveinsson, kr. 3—4% e. h.
íþróttaráðunautur: Bened. Jakobsson: kl. 3—5 e. h.
Hinir 3 síðasttöldu ekki við á laugardögum.
RORGARSTJÓRIrm
Tilkynning
til innflytjenda á amerískum vefnaðarvörum.
Öll verzlunarfyrirtæki, hvort heldur þau eru með-
limir í Sambandi vefnaðarvöruinnflytjenda, eða ekki,
sem gert hafa innkaup á vefnaðarvörum í Ameríku
og greitt þær.að einhverju eða öllu leyti og hafa ekki
ennþá gefið Sambandi vefnaðarvöruinnflytjenda
skýrslu um kaupin, eru góðfúslega beðin að tilkynna
skrifstofu vorri nú þegar skriflega, eða með símskeyti,
ella má búast við að Samband vefnaðarvöruirinflytj-
enda geti ekki greitt fyrir útflutningsleyfi á vörunum.
^
Samband vefnaðarvöruinnflytjenda,
Hafnarstræti 5, herbergi nr. 39.
TÍMINIV er víolesnasta auglýsingablaðið!
r~*~*-~*
Alúðarfyllstu þakkir fœri éa öllum ibúum Hofshrepps
fyrir rausnarlegar gjafir til min vegna sjúkdóms þess,
sem ég hefi orðið fyrir. Sérstaklega þakka ég stjórn sjúkra-
sjóðs Hofshrepps, sem oeítti sér fyrir söfnun þessari.
Guð launi ykkur vinsemd ykkar og hlýhug í garð mínn
og fjölskyldu minnar..
ÞORGRÍMUR ÞORLEIFSSON,
Hjarðarholti.
Innilega þókkum við öllum þeim, sem hafa sýnt okkur
samúð í erfiðleikum okkar og veikindum fyrr og nú með
fégjöfum og öðrum drengskap. Guð launi ykkur öllum.
Guðleif Gunnarsdóttir, Guömundur Guðmundsson
Skipagerði.
Þakka öllum þeim mörgu, sem minntust mín á áttatíu
ára afmœli mínu, með heimsóknum, gjbfum, kveðjum og
skeytum.
HALLGRÍMUR NÍELSSON.
Hjartans þakkir til allra þéirra, fjœr og nœr, sem sýndu
mér vinarhug á sjötugsafmœlí minu með gjöfum, blóm-
um og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
HANSÍNA BENEDIKTSDÓTTIR.
i
Hugheilar þakkir fœri ég sveitungum mínum og bðrum
vínum, er. minntust mín og konu minnar með hlýjum
hug, höfðinglegum gjbfum, skeytum og heimsóknum á
65 ára afmœli mínu, 3. þ. m.
Múla. 4. júní 1944.
GUÐMUNDUR ÁRNASON.
Karlakórinn Yísir, Siglufirffi.
Söngstjóri: Þormóður Eyjólfsson. • •
Kveðjusamsöngur
í Gamla Bíó þriðjudaginn 6. júní, kl. 23,30.
Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
Tilkynning
Viðskiptaráðið hefir ákveðið, með tilliti til hækkaðrar vísitölu,
að frá og með 1. júní 1944 megi saumalaun ekki vera hærri en
hér segir:
f
I. Klalðskeraverkstæoi:
Fyrir klæðskerasaumuð karlmannaföt mega saumalaun eigi
vera hærri en kr. 329.00 fyrir einhneppt föt, en kr. 339.00
fyrir tvíftneppt föt. Fyrir klæðskerasaumaðar kvenkápur
mega saumalaun vera hæst kr. 188.50, en fyrir dragtir kr.
207.50. Fyrir aígenga, skinnavinnu má reikna hæst kr. 20.00
auk hinna ákveðnu'saumalauna.
II. Hraðsaumastofur:
Fyrir hraðsaumuð karlmannaföt mega saumalaun vera hæst
kr. 282.00. Hjá klæðskeraverkstæðum og hraðsaumastofum
skulu saumalaun fyrir aðrar tegundir fatnaðar vera í sam-
ræmi við ofangreint verð.
III. Kjólasaumastofur:
Saumalaun á kápum mega vera kr. 154.50, nema ef um
algenga skinnavinnu er að ræða, þá hæst kr. 174.50. Fyrir
saum á drögtum má hæst taka kr. 170.00.
¦ Reykjavík, 1. júní 1944.
i Verðlagsstjórinn.