Tíminn - 09.06.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.06.1944, Blaðsíða 2
234 TtMIM, föstiidagiim 9. júní 1944 59. Mað gmimiii— hiiiiiihii——b ^ímtnn Föstudagur 9. júní Vidskspt aráðid og „óskabarnid4* Viðskiptaráð hefir birt skýrslu um farmgjaldamálið, sem er næsta fróðleg um núverandi starfshætti þess fyrirtækis, sem einu sinni var nefnt „óskabam" þjóðarinnar. í skýrslu þessari segir, að Eimskipafélagið hafi óskað þess í byrjun marzmánaðar 1943, að hækka farmgjöldin á matvörum, fóðurvörum og áburði um 85— 200%, en á timbri um 55%. Eftir talsverða athugun féllst viðskiptaráð á að leyfa nokkura farmgjaldahækkun, _en lagði jafnframt til, að ríkissjóður greiddi halla, er verða kynni vegna oflágra farmgjalda á brýnustu nauðsynjavörum,- Þeg- ar til kom, skoraðist ríkisstjórn- in undan slíkri ábyrgð og varð því niðurstaðan sú, að viðskipta- ráð leyfði 50% farmgjalda- hækkun á öllum öðrum vörum en skömmtunarvörum, fóður- bæti og. áburði. Var þetta tals- vert minni hækkun en félagið hafði farið fram á. Þessi hækk- un gekk í gildi 8. maí 1943. Þegar þessi hækkun var leyfð, voru horfurnar í flutningamál- unum á ýmsan hátt öglæsileg- ar. Þetta breyttist er leið á ár- ið, flutningarnir urðu meiri og greiðari og vátryggingargjöld lækkuðu. Viðskiptaráði þótti því líklegt, að breyta mætti farm- gjöldum og fór því þess á<lelt við Eimskipafélagið í bréfi, sem er dagsett 31. júlí f. á., að fá upp- lýsingar þar að lútandi. Þessu var svarað þannig, að erfitt væri að gefa slíkar upplýsingar, og var öllum ítrekuðum tilmæl- um verðlagsstjóra um þetta svarað á þann hátt. Seinast í bréfi frá félaginu, dagsettu 8. des. f. &., var viðskiptaráði svar- að á þá lund, að farmgjalda- hækkunin 8. maí „fullnægði alls ekki óskum vorum og gat ekki verið byggð á upplýsingum þeim, sem vér höfðum látið yður í té. Vér hlutum því að líta svo á, sepi þér hefðuð lítið mark tekið á upplýsingum vorum og því væri þýðingarlítið fyrir oss að veita yður upplýsingar um málefni fétags vors.“ Þrátt fyrir þennan stöðuga undandrátt félagsins og hið dólgslega og ókurteisa svar í áð- urnefndu bréfi, kveinkaði við- skiptaráðið sér við að nota vald sitt til að láta rannsaka bækur þess. Byggði viðskiptaráð þá á- kvörðun sína á því, að félagið væri hálfopinber stofnun, sem teldi sig hafa hag landsmanna fyrir augum, og myndi því tregða þess vart -stafa af óheilbrigðum né óheiðarlegum ástæðum. í desembermánuði síðastl. þótti viðskiptaráði sýnt, vegna ýmsra breytinga, sem orðið höfðu, að lækka bæri flutnings- gjöldin og var Eimskipafélaginu tilkynnt sú fyrirætlun þess. Þessari fyrirætlun var harðlega mótmælt bæði af framkvæmda- stjóra og stjórn félagsins og ýms rök færð gegn henni, aðallega samt þau, að vísa til afkomu fé- lagsins 1942. Viðskiptaráð ákvað eigi að síður nokkra lækkun um áramótin. Fyrst 8. maí síðastl. fékk við- skiptaráð ársreikning félagsins fyrir síðastl. ár, og var á niður- stöðum hans byggð sú mikla lækkun farmgjaldanna, sem á- kveðin var skömmu síðar og al- kunn er. Það verður ekki annað sagt en að þessi frásögn viðskiptaráðs sýni Eimskipafélagið í talsvert öðru gervi en „óskabarn". í árs- byrjun 1943 fer það fram á miklu stórfelldari farmgjalda- hækkun en það hefir nokkra þörf fyrir. Þegar líður á árið og afkoman fer síbatnandi, þrjózk- ast það við að veita viðskipta- ráði upplýsingar, sem því var skylt að gefa >ögum samkvæmt, og svarar að síðustu með slíkum dólgshætti.að helzt mætti halda, að það áliti sig hafið yfir lögin. Þegar viðskiptaráð loks ákveð- ur lítilfjörlega farmgjaldalækk- un i árslokin,' mótmælir það Greinargerð til blaðsins um afstöðuna „Bóndinn“ „Gleymdu ekki að skila kveðju minni til Esjunnar(< Viðtal við prólessor Richard Beck, fulltrúa Vestur-Islendinga við hátíðahöldin 17. fúni Frá Steingrímí Steínpórssyní, Bjarna Asgeírssyni og Sveinbirni Högnasyni Prófessor Richard Beck, dr. phil., forseti Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi, er kominn hingað til lands til þess að vera viðstaddur hátíðahöldin í sambandi við gildistöku hinnar nýju lýðveldisstjórnarskrár, í boði ís- í dánartilkynningu blaðsins „Bóndans" er okkar undirrit- aðra nokkuð minnzt af útgef- endum. Að því er virðist telja þeir okkur alla þrjá hafa verið æði lina í sókninni við að verja bændur eða hugsa um þeirra hag, og hafa brostið mjög skiln- ing á því sfarfi, sem „Bóndinn“ átti að vinna. Vegna ásakana þessara teljum við okkur til knúna að birta eftirfarandi greinargerð fyrir afstöðu okkar til blaðsins „Bóndinn“: Ástæðan til þess að hafizt var handa um útgáfu blaðsins síðastl. vetur, var sú, að mörg- um af forustumönnum í félags- málum bænda þótti nauðsyn til bera, að réttum upplýsingum yrði komið fyrir augu bæjar- manna, einkum í Reykjavík, um landbúnaðinn, félagsfyrir- tæki bænda, störf þeirra í þágu þjóðfélagsins og erfiðleika þá, sem þeir ættu við að stríða við framleiðslu sína. En eins og kunnugt er, hafði þá um hríð verið haldið uppi mjög illvígum árásum á bændastéttina og fé- lagsstofnanir hennar, bæði á Alþingi og í blöðum. Nú var það engan veginn svo, að árásum þessum hefði ekki verið svarað, bæði innan þings og utan. í síðasta andvarpi „Bóndans" segir að vísu, ,að Þær varnir hafi verið „litlar og lin- ar“. Samt var svo komið, þegar „Bóndinn\ hóf göngu sína, að árásir þessar höfðu snúizt úr sókn í vörn hjá þeim, sem hófu þær, og höfðu flestir, sem að „Bóndanum" stóðu og nú senda okkur kveðjur sínar, átt þar harla lítinn þátt í. Að einum undanskildum hafði enginn þeirra, sem þó höfðu aðstöðu til, sagt eitt orð til andsvara á Al- þingi, og erfitt mun einnig að finna varnir þeirra í blaðinu, er mest reið &., Þær voru hvorki „litlar né linar“. Sannleikurinn er sá, að þær voru engar. Ann- að hvort er því, að þeir hafa sof- ið, þessir „miklu vökumenn" bændanna, er mest reið á, — eða þeir hafa ekki treyzt til að taka þátt í átökunum, fyr en farið var að reka flóttann. Og þótt þeir, sem héldu áfram að rita í „Bóndann“, er svo var komið, telji sig nú hafa miklu afrekað á ritvellinum, og geta lagzt til hvíldar. með góðri samvizku, eftir stríðið, þá er það ætlan okkar, að frekari hefði verið þörfin, að beita atgeiri sínum til annarar handar í þessum átök- um en til okkar og blaðsins „Tímans“. Og óneitanlega er það raunaleg saga, að þeir, sem þykjast ætla að verja bændur í svæsnustu og hættulegustu á- rásum, sem á þá hafa verið gerð- ar, skuli 'helzt hafa ráðizt að henni, þrátt fyrir tugmiljóna- gróðann. Svona er þá komið málum þessa gamla „óskabarns", sem átti að tryggja þjóðinni betri og ócjýrari skipakost! Það notar skattfrelsi og einokunaraðstöðu, sem ríkið hefir veitt því, til að skattleggja lahdsmenn gífur- lega og skapa hina verstu dýr- tíð. Til þess að koma þessum á- formum sínum fram, skirrist það ekki við að villa fyrir og ó- hlýðnasl verðlagsyfirvöldum landsins! Það er vissulega kominn tími til þess fyrir þjóðina að fara að athuga betur uppeldi þessa „óskabarns”. Hefir það ekki fengið leiðsögumenn, sem hafa gert það að vandræðabarni? Hafa þeir og ekki hafið undir- búning þess, að hið mikla fé fé- lagsins verði notað til ýmislegs annars en skipakaupa, m. a. gistihússreksturs! Er ekki kom- inn tími til að grípa í taumana og gera Eimskipafélagið aftur að því „óskabarni“, sem þjóðina dreymdi um áður fyrr? Þ. Þ. þeim vörnum, sem fyrir voru hjá þeim, og talið jafnvel meira um vert, oft og tíðum, að varpa sprengjum sínum á þær en á skotgrafir árásarmannanna. — í þessu má segja, að blaðið þetta hafi þó „reynzt trútt allt til dauða“, eins og „hinzta kveðj- an“ til okkar ber vitni um. Sannleikurinn var sá, að bændur skorti ekki blöð til að berjast um ágreiningsmál sín innbyrðis, þar var meira en nóg fyrir. En líkur voru taldar til þess, að hægara væri að sam- eina þá um hagsmunamál sín, með útgáfu ópólitísks blaðs, þar sem þau mál ein væru rædd, og vegna þess að dagblöðin voru öll mjög fjandsamleg í garð bænda, og blaðið „Tíminn“, sem eitt hélt uppi vörnum fyrir málstað þeirra, er tiltölulega lítið lesin í bæjunum, — meðfram vegna hinnar sömu óvildar í garð bændastéttarinnar. Þá var blað- ið „Bóndinn" stofnaður upphaf- lega utan við hina pólitísku flokka, þótt að honum stæðu menn úr tveim stærstu stjórn- málaflokkum landsins. Tilætl- unin var svo, eða þannig var um það talað við okkur, sem vorum með í upphafi, að hann sneri aðallega máli sínu til neytenda í bæjunum og flytti í þeim til- gangi faglegar greinar um mál þau, sem mestum deilum höfðu valdið, gæfi réttar og hlutlausar upplýsingar, birti skýrslur og greinargerðir, en forðaðist á- deilur eftir þvi, sem kostur væri. Svo viðkvæmir voru menn fyrir þessu hlutleysi í upphafi, að sumir úr flokki Sjálfstsíðis- mánna, sem lofað höfðu að vera með, drógu sig alveg I hlé frá þátttöku fyrst um sinn, af því að í fyrsta blaðið hafði læðzt smáklausa, sem sveigði lítils- háttar að einu bæjarblaði flokks þeirra. _ * Það verður þá einnig að segja eins og var, að hinn upphaflegi ásetningur um hlutleysi og til- gangur um réttar upplýsingar og staðreyndir til neytenda fór fljótt út um þúfur. — Þeir, sem fyrirferðarmestir voru í blaðinu og mestu réðu því um stefnu þess, gerðu það næstum frá upp- hafi að pólitísku áróðursriti meðal bænda sjálfra. Blaðið var ekki skrifað þannig, að neytend- ur bæjanna fyndu, að það ætti neitt erindi til sín, enda lítil áherzla á það lögð, er frá leið, að dreifa því meðal þeirra. Hitt var gert að aðalatriði að dreifa því meðal bænda, er það hóf göngu sína upp úr áramótunum aftur, — og kynda þar að nýrri sundrungu meðal þeirra. Mun leitun á grein í „Bóndanum“ eftir' það, sem ætluð væri neyt- endum bæjanna sérstaklegá. Þá var það talið nauðsynlegast að ráðast á þá menn, það blað og þann flokk, sem fastast höfðu haldið á málstað bænda, er hin raunvprulega hætta var mest á hauáíþinginu sæla. Hámarki náði þessi áróður, er áskorun kom fram í blaðinu, athuga- semdalaust, til Framsóknar- manna um að yfirgefa flokk sinn og leggja hann niður. — Eftir það skorti ekki áhugann hjá'ýmsum Sjálfstæðismönnum fyrir starfsemi þessari. Nú fóru þeir að fá mál, sem áður höfðu þagað bæði á þingi og í blaðinu, er að bændum var ráðizt. Einn slíkra nýrra áhugamanna hélt því meira að segja fram, að bændum væri hollast að hafa engan flokk, heldur vera deild eða deildir í öðrum flokkum. Ekkert hafði ritstj. við þetta að athuga. — Hámarkið um sameiningu og metnað bænd- anna var þannig sett. Þegar hér var komið, mátti það því ðllum vera ljóst, að blað- ið hafði gersamlega yfirgefið þann grundvöll, er því var í upp- hafi markaður, — og þeir, sem að slíkri þróun blaðsins stóðu, höfðu framið jiið mesta trúnað- arbrot gagnvart þeim Fram- sóknarmönnum, er undirhyggju- laust höfðu gengið að' starfi með þeim um að styðja blaðið á ó- pólitískum grundvelli. Það var því ekki nema eðlilegt, að þeir drægju sig í hlé, þar sem þeir töldu áður nóg unnið að því að sundra bændastéttinni, þótt þær varnir, sem hún hefir haft í Framsóknarflokknum og blöð- um hans, væru ekki veiktar eða tortryggðar. Og að okkar dómi er fátt hættulegra þjóðinni og bændastéttinni alveg sérstak- lega en það að fjölga flokkum og stefnum og skapa enn meiri ringulreið í landsmálum en fyrir er. Þeir tala mikið um það, rit- höfundar „Bóndans“ sáluga, að þörf sé á að sameina íslenzka bændur um hagsmuni sína og framfaramál, og er það vissu- lega orð að sönnu. En þá er að okkar dómi ekki fyrsta skrefið að eyða þvi, sem unnizt hefir í þeim efnum, heldur að efla það og styrkja.. Teljum við, að vafasamt sé að meiri árangur hafi náðst í þessum efnum annars staðar en í þeim stofnunum bænda, sem við störfum við, og virðist okkur því, sem eitthvað annað hljóti að búa að baki ónotum rithöf- unda „Bóndans" í okkar garð en einlægur áhugi um að auka slíkt starf sem þar hefir verið unnið eða að halda því áfram, fyrst og fremst. Það mun vera með bændur, í þessum efnum, svipað moldinni, sem þeir eru samstarfi við: Það er hægt að sameina hana á tvennan hátt, — með klaka og gróðri. Önnur sameiningin kemur ut- an að og varir, sem betur fer, sjaldan lengi. Hin kemur innan frá, af sköpunar- og vaxtarafli moldarinnar sjálfrar. Og hún er varanleg og til frambúðar. Upp- blástursöflin ein eru þar hættu- leg. Þau öfl hafa hingað til ver- ið nægilega liðsterk í flokkum og blaðaútgáfum hér á landi, hvað samtök og samheldni bænda snertir, þótt sóknarmátt- ur þeirra sé ekki aukinn. Mun það ekki vera svo um bændastéttina, að ef ekki tekst að sameina hana um sameigin- leg verkefni, sameiginlega ást á viðfangsefnum sínum, sameigin- lega starfsemi og hagsmuni, — og sameiginlegar lífsskoðanir og félagshugsjónir, þá verði það frámunalega tilgangslítið að ætla að „hraðfrysta“ alla bænd- ur i eina kippu, með hræðslu, við önnur öfl og aðrar stéttir í þjóðfélaginu — og kuldann til þeirra. Að lokum þetta eitt til hinna áhugasömu „Bónda“-útgefenda: Þið hvetjið forustumenn Bún- aðarfélags íslands og annara bændasamtaka til að vera á verði fyrir bændur og rækja skyldur sínar við framleiðslu- stétt landsins, og er það vel. Gefur það góða von um að ykk- ar hlutur muni ekki.eftir liggja; en eins og vitað er, fara sumir ykkar með trúnaðar- og hags- munamál fyrir bændur, sem mikið liggur við að vel ráðist. Erum við mjög fúsir til sam- starfs við ykkur, og mundum taka með þökkum góðum ráðum og aðstoð frá ykkar hendi, í þeim málum, sem okkur er fal- in framkvæmd á. Ekki mundum við heldur telja eftir okkur að leggja ykkur lið, í ykkar málum, ef aðstoð okkar væri talin eip- hvers virði. Steingr. Steinþórsson. Bjarnl Ásgeirsson. Sveinbjörn Högnason. Vinnitf ötulleqa fyrir Tímann. Ienzku ríkisstjórnarinnar, sem fulltrúi íslenzkra manna vestan hafs. Höfðu blaðamenn tal af honum síðdegis á miðvikudag, skömmu eftir komu hans til Reykjavíkur, hjá blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar. — Munu landsmenn fagna innilega komu þessa góða gests. — Ég get ekki með orðum lýst tilfinningum mínum, er ég eygði Snæfellsjökul fyrstan hinna frónsku fjalla eftir margra klukkustunda flug yfir óravíddir úthafsins, sagði pró- fessorinn. En ég vil samt láta í ljós fögnuð minn yfir því að vera kominn heim — heim, eins og við segjum ævinlega íslend- ingarnir vestra. Það er eins og fallegur draumur. Þann draum dreymir alla heimaalda ís- lendinga og marga af hinni ungu kynslóð, sem borin er og barnfædd vestan hafsins. Alla hefði þá langað innilega til þess að geta tekið þátt í hinni sögu- ríku og miklu hátíð, sem nú fer í hönd í lifi íslenzku þjóð- arinnar, ef þess hefði verið nokkur kostur. Ef ástandið í heiminum hefði eigi hamlað því, myndu þeir áreiðanlega hafa fjölmennt heim, ekki síður en sumarið 1930. Hvar sem ég hitti landa, kom fram sama óskin: Ó, að ég gæti farið með þér. Þær kveðjur, sem ég var beðinn fyrir, eru ótaldar, og hinar heitu, djúpstæðu tilfinningar, er bak við þær liggja, verða þó enn síður vegnar á nokkra vog eða mældar á kvarða. „Gleymdu ekki að skila kveðju minni til Esjunnar,“ voru síðustu orð Magnúsar Péturssonar bóksala í Winnipeg, er ég kvaddi hann á járnbrautarstöðinni. í slíkum orðum er fólgin' áratugalöng þrá. Öllum íslendingum vestra var það óblandið gleðiefni, hve ein- huga heimaþjóðin var við at'- kvæðagreiðsluna, sem nú er ný- afstaðin. Svo sterk bönd sem nú tengja saman íslendinga beggja megin hafsins, þá vona ég, að þau tengsl séu fremur að eflast en rofna og er margt, sem ætti að stuðla að því. Þjóðræknisfélögin áorka miklu með starfi sínu, og kynni heimaþjóðarinnar af mörgum ágætum Vestur-íslend- ingum, sem hér hafá verið, og dvöl mikils fjölda íslenzkra námsmanna vestra og önnur stóraukin samskipti tengja marga nýja og trausta þræði. Þá hafa heimsóknir og ferðalög margra merkra heima-íslend- inga um byggðir íslenzkra manna vestra verið ákaflega þýðingarmikill liður í því starfi að treysta böndin sem bezt. Er þar skemmst að minnast vestur- ferðar biskupsins, herra Sigur- geirs Sigurðssonar, er hann sat hið fjölmenna 25 ára afmælis* þing Þjóðræknisfélagsins í boði þess. Var hann íslandi og ís- lendingum hinn bezti fulltrúi og vann hvers manns hug með Ijúf- mannlegri framkomu sinni. Það er trú mín, að gagnkvæm- ar heimsóknir fari í vöxt að stríðinu loknu, með nýjum og bættum samgöngum, og það veit ég með vissu, að margir ungir íslendingar bíða þess með óþreyju að komast heim og sjá ættlandið. Um Þjóðræknisfélagið get ég sagt það, að það heldur vel í horfinu og færir jafnvel út kví- arnar. Þannig hafa nýjar deildir verið stofnaðar í tveimur fjöl- mennum íslendingabyggðum, Gimli í Nýja-íslandi og Argyle- byggð í Manitóba. Veigamikill þáttur þeirrar starfsemi, sem félagið og deildir þess hafa með höndum, er ís- lenzkukennslan. Eru í því skyni víða starfræktir skólar, sem oftast eru nefndir laugardags- skólar, og draga nafn af starfs- háttum sínum. * Eru þeir víða fjölsóttir. í laugardagsskóla hinnar nýju þjóðræknisdeildar .1 Gimli stunda til dæmis á ann- að hundrað börn íslenzkunám, PRÓFESSOR RICHARD BECK, forseti Þjóðrœknisfélagsins. og mjög víða eru nemendur 30—50: Annar þáttur í starfi félagsins er útgáfa tímaritsins, og er Gísli Jónsson, prentsmiðjustjóri, ritstjóri þess. Stjórn Þjóðræknisfélagsins er skipuð níu mönnum. Eru nú í stjórninni, auk mín, þeir séra Valdemar J. Eylands í Winnipeg varaforseti, séra Sigurður Ólafs- son í Selkirk skrifari, frú Ingi- björg Jónsson (kona Einars Páls ritstjóra Lögbergs) varaskrifari, Ásmundur P. Jóhannsson fast- eignasali í Winnipeg féhirðir, Sveinn Thorvaldson kaupmaður í Riverton varaféhirðir, Guð- mann Levy kaupsýsLumaður í Winnipeg fjármálaritari, dr. S. E. Björnson læknir í Árborg varafjármálaritari og Ólafur Pétursson fasteignasali í Winni- peg (bróðir dr. Rögnvaldar heitins) skjalavörður. Af þeim mönnum, sem helgað hafa Þjóðræknisfélaginu mikið starf, ber auðvitað sérstaklega að geta dr. Rögnvaldar Péturs- sonar, sem lengi var forseti þess og forustumaður. En margir aðrir hafa einnig lagt mikið að mörkum, svo sem J. J. Bíldfell, er var ritari þess síðast- liðið ár og forseti fyrr á árum, og Árni Eggertsson fasteigna- sali, er lengi var gjaldkeri þess. Það er óhætt að segja, að ís- lendingum vestra vegnar yfir- leitt vel. þótt styrjöldin hafi auðvitað bitnað þunglega á þeim eins og öðrum, enda leggja þeir sinn fulla skerf til stríðsrekst- ursins, bæði um menn og fjár- muni. Af því leiðir náttúrlega, að þeir hafa marga þunga fórn fært, og meðal annars hafa margir ungir og efnilegir ís- lendingar fallið. Hollustu þeirra og þegnskap er líka við brugð- ið, þrátt fyrir þá tryggð, sem þeim er í brjóst lagin við ætt- landið og gamlar erfðir', Þannig var það sagt, að í fyrra stríðinu hefðu íslendingar í Kanaða fórnað tiltölulega meiru en nokkurt annað þjóðbrot. íslendingar hafa einnig sýnt mikla atorku á mörgum öðrum sviðum, og er íslendingsnafnið orðið heiðurstitill í Vesturheimi. í heimaríki mínu skipa til dæmis margir íslendingar ábyrgðar- mikil embætti, þar á meðal Guð*- mundur Grímsson héraðsdóm- ari, mikilsmetinn maður. Þrír íslendingar, Paul Bardal, Skúli Sigfússon og G. S. Thorvaldson (sonur Sveins kaupmanns í Riverton), eiga nú sæti í fylkis- þinginu í Manitóba. Einn, Victor Anderson, á sæti í bæjarstjórn Winnipegborgar, og nýlega var séra Philip M. Pétursso», prestur við Sambandskirkjuna (bróður- sonur dr. Rögnvaldar heitins Péturssonar), endurkosinn í (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.