Tíminn - 13.06.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEPFANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: ¦
EDDUHÚSI. Lindargötu 9A.
Símar 3948 og "?720.
AFGREIÐSLA, INNHELMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Sími 2323.
28. árg.
Reykjavík, þriðjudagiim 13. júuí 1944
60. Mað
Erlont yfirlit:
Fyrsta víká
ínnrásarínnar
Vika er nú liðin síðan innrás
Bandamanna í Normandi hófst.
Verður eigi sagt, að þessi vika
hafi orðið eins stórviðburðasöm
og margir munu hafa gert sér
vonir um, en við nánari athug-
un mun þeim skiljast, að tæp-
ast hafi mátt búast við stærri
tíðindum fyrstu vikuna. Það var
oftrú að vænta þess, að Banda-
menn gætu strax eftir land-
göngu brotið alla mótstöðu á bak
aftur og sótt langt inn í land.
Fyrstu' verkefni þeirra eftir
landgönguna varð vitanlega að
tryggja sér örugga fótfestu og
skipuleggja lið sitt til sóknar.
Það hlaut alltaf að taka nokk-
urn tíma. Við því mátti heldur
ekki búast, að Þjóðverjar gætu
varnað Bandamönnum- land-
**< göngu og hrakið þá strax af
höndum sér. Strandvarnarlið
Þjóðverja gat tæpast gert betur
en torveldað landgönguna. Það
var hlutverk varaliðs Þjóðverja
að reyna að hrekja landgöngu-
herinn til baka. Það hlaut vitan-
lega alltaf að taka nokkurn
tíma að koma því á vettvang.
Fyrsta vika innrásarinnar
hefir farið til undirbúnings
beggja aðila undir framhaldandi
hernaðaraðgerðir. Bandamenn
hafa styrkt aðstöðu sína eftir
megni og búið sig undir sókn inn
í landið. Liðflutningar þeirra
hafa stöðugt haldið áfram og
voru langmestir síðastliðinn
sunnudag. Þjóðverjar hafa
keppzt við að flytja varalið til
vígstöðvanna í þeim tilgangi að
geta hrakið Bandamenn til
baka. Það mun sjást næstu viku
eða næsta hálfan mánuð, hvern-
ig innrásinni reíðir af, hvort
Bandamönnum tekst að halda
sókninni áfram eða Þjóðverjum
tekst að reka þá í sjóinn.
Fram til þessa hefir hvergi
komið til stórkostlegra bardaga,
en víða hafá allmiklar orustur
átt sér stað. Báðir aðilar segja
mestu stórorusturnar fram-
undan.
Fyrstu dagana virtust orustu-
| svæðin aðallega tvö.
Annað- orustusvæðið er milli
fljótanna Orne og Vir. Þar hafa
Bandamenn tekið Bayeaux á
suðurhluta" vígstöðvanna og
berjast nú um Caen. Orusturnar
hafa verið langharðastar á þessu
svæði. Á norðurhluta þessara
vígstöðva hafa Bandamenn tek-
ið Isigny og Carentan.
Hitt orustusvæðið er norðar
é Cherbourgskaga við St. mer
Eglise og fa,v sagt á sunnudags-
kvöld, að Bandamenn ættu það-
an 27 km. ófarna til Cherbourg.
Lengst e»u Bandamenn
komnir inn í land 30 km.
ú-f
Seinustu fréttir:
Rússar heíja sókn
á Kyrjálaeiði
Rússar hafa enn ekki hafið
hina fyrirætluðu sumarsókn
sína gegn Þjóðverjum. Hins veg-
ar byrjuðu þeir fyrir nokkru
sókn gegn Finnum á Kyrjála-
eiði, og hefir orðið allvel ágengt.
Mörgum þykir einkennilegt, að
þeir skuli nú ekki frekar snúa
sér að Þjóðverjum en Finnum.
Sumir telja, að Rússar vilji taka
Finnland strax, ef innrásin
kynni að misheppnast, svo að
þeir gætu haldið því, ef þeir
tækju það ráð að semja við
Þjóðverja. Aðrir telja, að þeir
vilji taka Finnland meðan
Bandamenn eru uppteknir ann-
arsstaðar.
Sambhndsslitin og
stjórnarskráín rædd
á Alþíngi í dag
Alþingi kom saman til
framhaldsfundar sl. laugar-
dag. Verkefni þess er að ljúka
endanlega afgreiðslu sam-
bandsslitanna og lýffveldis-
stjórnarskrárinnar, en síðan
verður því sennilega aftur
frestað um nokkurt skeið, unz
fjárlagaafgreiðslan hefst.
I Á fundi þingsins á laugardag-
inn lagði forsætisráðherrann
fram tvær þingsályktunartillög-
ur, aðra um sambandsslitin, en>
hina um lýðveldisstjórnar-
skrána.
Tillagan um; niðurfelling
dansk-íslenzka sambandslaga-
samningsins er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að lýsa yfir
því, að niður sé fallinn dansk-
íslénzki sambandslagasamning-
urinn frá 1918".
í greinargerð segir: „Ályktun
Alþingis frá 25. febrúar síðastl.
um niðurfelling dansk-íslenzka
sambandslagasamningsins frá
1918 hefir verið borin undir at-
kvæði eins og í ályktuninni seg-
ir, með þeim úrslitum, að yfir
97% allra kosningabærra manna
í landinu hafa tekið þátt í at-
kvæðagreiðslu og af þeim hafa
yfir 97% goldið jákvæði við á-
lyktuninni. Er fyrri málsgrein
ályktunarinnar því borin fram
á Alþingi af nýju samkvæmt síð-
ari málsgrein sinni".
Tillagan um glldistöku stjórn-
arskrár lýðveldisins fslands er
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar, með tilvísun
til 81. gr. stjórnarskrár lýðveld-
isins íslands og þar sem skilyrð-
um sömu greinar um atkvæða-
greiðslu allra kosningabærra.
manna í landinu er fullnægt, að
stjórnarskráin skuli ganga í
gildi laugardaginn 17. jání 1944,
þegar forseti sameinaðs Alþingis
lýsir yfir því á fundi í Alþingi".
í greinargerð segir: „Atkvæða-
greiðsla sú, er í 81. gr. stjórnar-
skrár lýðveldisins íslands er
mælt fyrir um, hefir farið fram
með þeim úrslitum, að þátt hafa
tekið í atkvæðagreiðslu yfir^97%
allra kosningabærra manna og
yfir 95% hafa goldið jákvæði við
stjórnarskránni. Tillaga til
þingsályktunar um gildistöku
hennar er því hér með lögð
fram, sbr. áðurnefnda 81. gr.
stj órnarskrárinnar".
Tillögur þessar verða til um-
ræðu í sameinuðu þingi í dag.
Frnmvarp um
fánalög.
í gær var lagt fram á Alþingi
frumvarp til fánalaga, flutt af
ríkisstjórninni. Fjallar það að-
allega um ýms ákvæði, er miða
að því að auka virðingu fyrir
fánanum.
Þá var lagt fram frv. um
leigunám á sölunum í Hótel
Borg meðan hátíðin stendur yf-
ir. Frv. er f-lutt af fjórum þing-
mönnum, einum úr hverjum
flokki.
Dagskrá hátíðahaldanna 17.-18.
júní á Þingvöllum oíí i
Undirbúningsnefnd hátíðahaldanna, er haldin verða 17.—18. ]
júní næstkomandi í Reykjavík og á Þingvöllum í tilefni af lýð-
18. júní:
....... Kl. 1,30. Skrúðganga hefst
veldisstofnunmni, hefir nu lokið samningií dagskrar fyrir þau ! við Haskólann. Haldið verður
og sent hana blöðum og útvarpi til þjrtingar. Fer dagskráin hér um Hringbraut, Bjarkargötu,
Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Von-
arstræti, - Templarasund, fram-
Kl. 5.50. Flutningur kvæða. ' ^h Alþingishúsinu, Kirkju-
Brynjólfur Jóhannesson leikari stræti, Aðalstræti, Austurstræti
flytur hátíðarljóð Huldu. Jó- nff staðnæmst fyrir framan
á eftir, eins og nefndin hefir gengið frá henni:
17
í Reykjavík:
jiiní:
Dreyfus sendiherra
korahm til landsins
Hinn nýi sendiherra Banda-
ríkjanna á íslandi, Louis Goethe
Dreyfus, sem er sérstakur full-
trúi Roosevelts forseta og am-
bassador ad boc á lýðveldishá-
tíðinni, kom hingað til lands á-
samt konu sinni milli kl. 12 og
1 á laugardag. Utanríkismála-
ráðherra, Vilhjálmur Þór, og frú
hans voru viðstödd, þegar sendi-
herrahjónin lentu.
Ambassador ber, eins og kunn-
ugt er, sama virðing og þjóð-
höfðingjanum sjálfum myndi
sýnd, enda verður Dreyfus sér-
stakur fulltrúi forsetans við há-
tíðahöldin.
Kl. 9.00: Forseti sameinaðs Al-
þingis leggur blómsveig við
styttu Jóns Sigurðssonar á
Austurvelli og flytur' ræðu.
Lúðrasveit leikur: „Ó, guð vors
lands". — Stjór.nandi Albert
Klahn.
Á Þingvöllum (Lögbergi):
Kl. 1.15: Ríkisstjóri, ríkis-
stjórn og alþingismenn ganga til
þingfundar að Lögbergi, niður
Almannagjá. Um leið og gengið
er að Lögbergi leikur lúðrasvéit:
„Öxar við ána".
Kl. 1.30: Forsætisráðherra set-
ur ¦ hátíðina. Guðsþjónusta.
Sálmur:- „Þín miskunn, ó, guð".
Biskupinn yfir íslandi flytur á-
varp og bæn. Sálmur: „Faðir
andanna".-
Kl. 1.55: Þingfundur settur.
Forseti sameinaðs Alþingis lýs-
ir yfir gildistöku stjórnarskrár
lýðveldisins.
Kl. 2.00: Kirkjuklukkum
hringt um land allt í 2 mínútur.
Einnar mínútu þögn á eftir og
samtímis umferðarstöðvun um
land allt. Þjóðsöngurinn.
Kl. 2.10: Forseti sameinaðs
Alþingis flytur ræðu.
Kl. 2.15: -Kjör forseta fslands.
Forseti íslands vinnur eið að
stjórnarskránni. Forseti íslands
ávarpar þingheim. Þingfundi
slitið.
Sungið: „ísland ögrum skor-
ið". Kveðjur „fulltrúa erlendra
ríkja. tfanahylling: „Fjallkonan
á'varpar fánann. Sungið: „Rís
þú, unga íslands merki". Hlé.
Á Þingvöllum (Völlunum):
Kl. 4.30: Formaður þjóðhátíð-
arnefndar flytur ávarp. Fulltrúi
Vestur-íslendinga, próf. Richard
Beck, flytur kveðju. Lúðrasveit
leikur: „Þó þú langförull legðir
—". (Steph. G. Stephansson. —
Sigv. Kaldalóns).-
Þjóðhátíðarkór Sambands ís-
lenzkra karlakóra (Stjórnend-
u.r: Jón Halldórsson (aðalsöng-
stjóri), Sigurður Þórðarson,
Hallur Þorleifsson og R. Abra-
ham) syngur þessi ljóð:' Emil
Thoroddsen: „Hver á sér fegra
föðurland " (Hulda). „fsland
farsælda frón", íslenzkt tví-
söngslag, Sveinbj. Sveinbjörns-
son: „Móðurmálið" (GísliJóns-
son). Þórarinn Jónsson: „Ár vas
alda" (úr Völuspá). Sveinbjörn
Sveinbjörnsson: „Lýsti sól^
(Matth. Joch.). Sigfús Einars-
son: „Þú álfu vorrar" (Hannes
Hafstein).
Kl. 5.00: Benedikt Sveinsson,
fyrv. forseti neðri deildar Al-
þingis, flytur ræðu.
Kl. 5.15: Þjóðkórinn syngur
undir stjórn Páls ísólfssonar
tónskálds eftirfarandi ættjarð-
arljóð: „Jeg elska yður, þér fs-
lands fjöll". „Fjalladrottning,
móðir mín". „Þið þekkið fold
með blíðri brá". „Ég vil elska
mitt land".
Kl. 5.25: Hópsýning 170 fim-
leikamanna undir stjórn Vignis
Andréssonar fimleikakennara.
Kl. 5.40: Þjóðkórinn syngur
undir stjórn Páls ísólfssonar
tónskálds eftirfarandi ættjarð-
arljóð: „Nú vakna þú, ísland".
„Ó, fögur er vor fósturjörð".
„Lýsti sól stjörnustól".
hannes úr Kötlum flytur hátíð-
arljóð sitt.
Kl. 6.00. íslandsglíma. Stjórn-
andi Jón Þorsteinsson, fimleika-
kennari. Að nenni lokinni verð-
ur sigurvegaranum afhentur jarSarlög
formanna þingflokk-
Jón Laxdal: „Vorvísur" (Hann- Avörp
es Hafstein). Bjarni Þorsteins- anna.
son: „Ég vil elska mitt íand" I sjálfstæðisflokkurinn: Ólafur
(Guðm. Magnússon). Björgvin Thors alþm.
Guðmundsson: „Heyrið vella" Framsóknarf lokkurinn: Ey-
(Grímur Thomsen). Sigvaldi steinn Jónsson alþm. .
Kaldalóns: „Island ögrum skor-1 Sameiningarflokkur alþýðu
ið'' (Eggert Olafsson), einsöng sósíalistaflokkurinn: Einar Ol-
syngur Pétur A. Jónsson óperu-.; geirsson alþm.
og
st j órnarráðshúsið.
Á svölum Alþingishússins tek-
ur forseti íslands kveðju fylk-
ingarinnar. — Lúðrasveit geng-
ur í fararbroddi og leikur ætt-
verðlaunabikar ríkisstjórnarinn-
ar og glímubelti í. S. í.
Kl. 6,30. Þjóðhátíðarkór Sam
bands íslenzkra karlakóra syng
ur. Stjórnendur: Jón Halldórs
Kl. 2.00. Lúðrasveit- leikur
nokkur lög fyrir framan Stjórn-
arráðshúsið.
Kl. 2.15. Forseti íslands flyt-
ur ræðu til þjóðarinnar. Að
son, Sigurður Þórðarson, Hallur henni lokinni leikur lúðrasveit:
Þorleifsson og R. Abraham. - - .js\ana ögrum skorið".
songvan.
Kl. 6,45. Fimleikasýning, úr-
valsflokkur 16 kvenna. Stjórn-
andi: Jóri Þorsteinsson.
Kl. 7.00. Þjóðkórinn syngur
undir stjórn Páls ísólfssonar
tónskálds: „Þú naf nkunna land-
ið". „Drottinn, _-sem veittir".
„ísland ögrum skorið". Lúðra-
sveit og þjóðkórinn leika og
syngja: /(Ó, guð vors lands".
Kl. 9.00. Fimleikasýning 16
karla — úrvalsflokkur. Stjórn-
andi Davíð Sigurðsson, íþrótta-
kennari. Lúðrasveit leikur.
Alþýðuf lokkurinn: Haraldur
Guðmundsson alþm.
Að lokum leikur lúðrasveitin
þjóðsönginn.
Kl. 3.30—4.30. Þjóðhátiðar-
kór Sambands íslenzkra karla-
kóra syngur í Hljómskálagarð-
inum.
Kl. 10.00—11.00. Lúðrasveit
leikur í Hljómskálaagarðinum.
Kl. 4 verður opnuð í húsa-
kynnum Menntaskólans sögu-
sýning úr frelsis- og menning-
árbaráttu Tslendinga á liðnum
öldum.
Svíar
kenna
og Frakkar viður-
lýðveldisstofnunína
Ríkisstjórninni hefir enn borizt viðurkenning tveggja ríkis-
stjórna á lýðveldisstofnuninni, og muriu þær láta sérstaka full-
trúa mæta á hátíðinni. Eru það ríkisstjórn Svíþjóðar og bráða-
birgðastjórn Frakka í Algier.
Báðar þessar viðurkenningar munu verða íslenzku þjóðinni
mikið fagnaðarefni. 'Alveg sérstaklega mun viðurkenning hins
eina hlutlausa norræna ríkis, Svíþjóðar, verða henni til gleði,
jafnframt því sem hún er tákn þess, að hin góða sambúð nor-
rænu þjóðanna muni halda áfram að eflast og styrkjast.
Utanríkisráðherra kvaddi
blaðamenn til fundar við sig á
laugardagskvöld og lét þeim
þessa tilkynningu í té:
„Ríkisstjórnin hefir þá' á-
nægju að tilkynna, að sænski
sendifulltrúinn hefir i kvöld
tjáð utanríkisráðherra að sendi-
fulltrúanum, herra Otto Jo-
hansson, hafi verið falið að vera
sérstakur sendiherra Svíþjóðar
sem envoyé en mission spéciale
á lýðveldishátíðinni og að flytja
við þetta tækifæri íslenzku
þjóðinni kveðjur og árnaöar-
óskir. *
Sá vináttuvottur, sem sýndur
er af hálfu þessarar norrænu
frændþjóðar með þessum að-
gerðum, er mjög kærkominn.
Afstöðu Noregs og Svíþjóðar,
sem nú er í ljós komin, skoðar
ríkisstjórnin sem framrétta
bróðurhönd til áframhaldandi
norrænnar samvinnu".
Kvaðst ráðherra eigi vilja láta
það bíða að tilkynna almenningi
slíka gleðifrétt, enda þótt hann
vissi, að að sunnudagsblöðin
væru farin í prentun, því að sér
þætti mjög einsýnt, að almenn-
ingur myndi fagna mjög þess-
ari. fregn. •*
Á föstudagskvöld hafði ráð-
herránn einnig kvatt blaða-
menn á fund sinn og birt 'þeim
svohljóðandi tilkynningu:
„Ríkisstjórninni er ánægja að
tilkynna, að sendimaður frakk-
nesku þjóðfrelsisnefndarinnar
hefir í dag tilkynnt utanríkis-
ráðherra, að bráðabirgðastjórn
frakkneska lýðveldisins hafi út-
nefrit sendimanninn, herra
Henri Voillery fulltrúa sinn sem
délégué extraordinaire (sér-
legan sendimann) við lýðveldis-
hátíðina.
Jafnframt því að tilkynna
þetta, bar herra Voillery fram
beztu árnaðaróskir sínar og
bráðabirgðastjórnarinnar -. til
handa ríkisstjórn íslands og ís-
lenzku þjóðinni.
Ríkisstjórnin fagnar þessari
ráðstöfun og hinum góðu kveðj-
um og metur.mikils þann vin-
arhug, sem stofnun * hins ís-
lenzka lýðveldis er enn sýnd með
þessum aðgerðum."
Á víðavangi
ÞJÓÐHÁTÍÐ OG ÁFENGI.
Undirbúningsnefnd þjóðhá-
tiðarinnar byrjaði á laugardag-
inn var sölu á farmiðum, er
gilda^ milli Reykjavíkur og Þing-
valla þjóðhátíðardagana. Fór
salan fram í Iðnskólanum og var
þar mikil þröng allan daginn.
AIls munu farmiðar hafa verið
seldir þar fyrir rúmlega 100
þús. kr. þann dag.
Þetta ber þess ljóst merki, að
mikil þátttaka muni verða i
hátíðahöldunum og er vissulega
ánægjulegt til þess að vita.
Önnur meiri metsala en far-
miðasala Þjóðhátíðarnefndar
bregður hins vegar skugga á
þessa ánægju. Mælt er, að á-
fengisútsala ríkisins hér í bæn-
um hafi stundum undanfarið
selt áfengi fyrir 200 þús. kr. á
dag.
Þegar Alþingishátíðin var
haldin fyrir 14 árum síðan,
hafði ríkisstjórnin þá forsjá að
loka Áfengisverzluninni hæfi-
lega mörgum dögum áður en
hátíðin hófst. Vafalaust átti það
mikinn þátt í því, hve hátíðin
fór vel og virðulega fram. Nú
hefir verið vanrækt að loka Á-
fengisverzluninni með nægileg-
um fyrirvara, sem hefði þurft að
vera mun lengri en 1930. Þess
vegna hefir þessi metsala á á-
fengi átt sér stað.
Það færi betur, að þetta
seinlæti af hálfu ^ins opinbera
setti ekki leiðindasvip sinn á
hátíðahöldin. Vafalaust verður
nógu öflug lögregla til taks. En
skemmtilegra hefði verið, að
lögreglunnar hefði gætt sem
minnst og íslendingar hefðu
sýnt, að þeir gætu haldið þjóð-
hátíð, án voldugs lögregluliðs.
Hátíðlegast hefði það og verið,
ef þjóðin hefði haft manndóm
og sjálfsvirðingu til þess að láta
landið vera alveg „þurrt" þessa
merkilegu þjóðhátíðardaga.
Þjóðhátíðarnefndin hefði átt að
sinna því máli betur. Stjórnar-
völdin hefðu átt að vinna að
því eftir megni. Þá hefði al-
menningur ekki látið sitt eftir
liggja. Þjóðhátíðardagarnir eiga
að vera einkenndir af virðuleik
og hátíðaskapi, en ekki af
drykkjuskap, hófleysi og skríls-
látum. .
HREINLÆTI í HÖFUÐ-
BORGINNI.
Lögreglustjóri hafði fund með
blaðamönnum síðastl. laugardag
og skýrði þeim frá störfum heil-
brigðislögreglu bæjarins, en
hana skipa tveir karlmenn og
einkona. Hefir heilbrigðislög-
reglan eftirlit með búðum og
veitingahúsum, brauðgerðarhús-
um, verksmiðjum, og annast
auk * þess umsjón með sorp-
hreinsun. tíefir mikill árangur
orðið af störfum heilbrigðis-
nefndarinnar, þótt enn þurfi úr
mörgu að bæta, sem aflaga fer í
þessum efnuml
Lögreglustjóri gat þess, að
bæjarbúar gætu veitt heilbrigð-
islögreglunni mikla aðstoð með
því að þrífa og hreinsa til sem
bezt í kring-um hús sín, leggja
niður alidýrabú innan bæjar o.'
fl. Gat hann þess, að áhugi virt-
ist vaxandi í þessum efnum.
Sú hugmynd hefir komið fram,
að þau sögulegu tímamót í lífi
þjóðarinnar, sem nú fara í
hönd, ættu einnig að marka
tímamót í þessum efnum. Bæj-
arbúa'r ættu allir sem einn mað-
ur að leggja kapp á að hirða
bæinn sem bezt, hafa hann sem
hreinlegastan og heilnæmastan.
Það væri þeim sjálfum til auk-
innar höllustu og góð land-
kynning. Fátt*hrífur aðkomu-
menn meira en hreinlég og
snyrtileg umgengni. Hér lendir
því vonandi ekki við orðin tóm,
heldur haldast bæjaryfirvöldin
og almenningur enn betur 1
hendur um það hér eftir en
hingað til, að hafa bæinn sem
heilsusamlegastan og hreinleg-
astan.