Alþýðublaðið - 08.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1927, Blaðsíða 2
2 ALPYÐuBLaÐIÐ Mannskaðinn á Eyrarbakka 5. apríL Harmafregn minn buga grípur. Hetjur lít meö víkingsbrag inn á sundið báti beita; brimið virðist gefa lag. Horfi ég á bafsins ógnir, háan rísa öidufald. Sé ég Ægi æðisgenginn yfirstíga mannlegt vald. . SvipLegt er að sjá þá hverfa saman átta, — valið lið, — sem að eftir björg og blessun' brjótast fram á dýpstu mið- Sár og þungbær sorgarkjörin syrgjendanna bregða hag, eins og sveipi svartamyrkur sólina um miðjan dag. Ég. veit, að lífið, ótal þátturn þætt, er þyngsta gátan, sem að enginn skilur, og dauðans angist mörgum hefir mætt, er mararfangið ástvinina hylur. En gegn um alt vort fallvaltleikans fálm. er fögur minning trúarinnar styukur; hún friðar, eins og fagran heyri sálm, og fer sem ljós í gegn um dauðans myrkur. Vér skiljum þá, að lögmál lífsins er að lifa til að veita öðrum gleði, og finnum, að til fegra lífs oss ber sú föðurhönd, er lögum þessum réði. Og líf er starf; — í ljöma þessa rnenn ég Ut á fögrum, eilíflegúm degi að vernda’ og styrkja ástvLnina enn til undirbúnings nýjum þroskavegi. Maríus Ólafsson. ALÞÝBÐBLA9IB 3 kemur út á hverjum virkum degi. < ......... ► 5 Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu viö i | HverfisgÖtu 8 opin frá kl. 9 árd. • 5 til kl. 7 síðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. ■ i 9 Va —10 Va árd. og ki. 8 - 9 síðd. < Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 • ( (skrifstofan). I J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ■ | mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : J hver mm. eindáika. j Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan | J (í sama húsi, sömu símar). Blika á lo£ti. Hvað er í vændnm? Ekki verður annað séð en að stjórnarvöld Breta vinni að Jrví vlíjandi og vísvitandi að egna RúsSa til ófriðar og kveikja með því nýtt styrjaldarbál í Evrópu. Hver móðgunin og eggjunin rekur aðra. Fyrst kom hneykslið í Pek- ing, þegar sendiherrabústaður Rússa þar var umkringdur og alt rannsakað og jafnvel sumir með- limir sendisveitarinnar settir í fangelsi. Þaö var Chang-Tso-Lin, sem gaf fyrirskipun um það, og hermenn hans, sem frömdu þetta dæmafáa réttarbrot. En enginn þarf að efast um, að þetta hefir verið gert að undirlagi stórveld_ anna og þá fyrst og fremst Breta. Um árangur þessarar rannsóknar hafa litlar sögur farið, og má gera ráð fyrir, að hann hafi verið smávaxinn. Skömmu seinna kom fyrir sams konar atburður í Shanghai. Og nú síðast húsrannsóknin í Arcos- byggingunni í Lundúnum og slit stjórnmála- og verzlunar-sam- bands milli Breta og Rússa. Lítilfjörlegri móðganir en þess- ar hafa stundum leitt til ófriðar milli þjóða. Og verði ekki ófrið- ur af í þetta sinn, þá er það ein- göngu vitsmunum og stillingu ráðstjórnarinnar að þakka. Því hefir á síðustu árrjm verið haldið fram af vissum flokki manna, að Bretland reri að því öllum árum, að Rússland yrði sótt vopnum til þess að koma ráðstjórninni fyrir kattarnef, og að Bretar byggju sig undir þann ófrið á ýmsa lund. Er nú ekki annað sýnna en að þessir menn hafi fullkomlega rétt fyrir sér. Það var vinstri-stjórnin í Eng- landi, er á sínum tíma viðurkendi ráðstjórnina og knýtti viðskifta- böndin miLli Englands og Rúss- lands á ný. Það, sem knúði Breta.til að stíga þetta spor, var þörf brezlca iðnaðarins og verzL- unarinnar á markaði fyrir vörur isínar í Rússlandi. Á síðustu árum Ixafa lika átt sér stað allmikil verz Lunarvið skifti mil li, Landanna. Ihaldsmennirnir og kaupmenn- imir brezku voru ekki vinveittir Rússlandi; síður en svo. Þeir höfðu megnustu óbeit á öllu, sera þaðan kom. Þe.ir vlssu, að .rúss- néska gxillið var ránsfengur og drifið blóði. Samt sem áður töldu þeir það hvergi betur geymt en í sínum eigin vðsum. Þó var nokkur hluti íhaids- flokksins andvígur öllu sambandi við Rússa þegar frá byrjun. Og eftir að íhaldsstjóm með ömgg- um meiri hluta á bak við sig í þinginu komst til valda, hafa þeir færst í aukana og unnið að því leynt og ijóst, að sambandinu yrði slitið. Þeir menn innan nú- verancli st'órnaft', sem harðast liafa barist fyrir þessu, eru sagðir að vera þrír: Mr. Winston Churchrll, sá, er flestar kúfvendingar hefir gert í stjörnmálum af núlifandi Eniglendingum, — Birkenhead lá- varður, sem fyrir nokkrum ár- um hét Mr. Snxith og var þá einn af foringjum uppreistarinnar í Ulster og stimplaður sem föð- urlandssvikari, og loks innanrík- isráðherrann, Sir William Joyn- son-Hicks. Á þeim manni er sagt að hinn forni málsháttur, er seg- ir, að þeim, sem guð gefur emb- ætti, gefi hann einnig vitsmuni til að stjórna, hafi ósannast greinilegar en á flestum öðmm. Hann er þá líka sá, sem fyrst og fremst ber ábyrgðina á Arcos- rannsókninni og atburðum þeim, er henni fylgdu. Ýmsir atburðir bæði innán lands og utan hafa stuðlað að því að gefa þessum mönnum og stefnu þeirra vind í seglin. Kola- deilan í fyrra var hörð raun fyrir atvinnulífið. Að vísu hafa þess konar kaupdeilur komið fyrir áð- ur, en engix jafn-Iangvinn og seig. Og nýtt var allsherjarverkfallið, sem að vísu stóð ekki lengi, en var þó nóg til þess, að oddborg- ararnir og dindiar þeirra urðu hálfóðir af heiít og hatri tii vinnulýðsins. Svo er það ófriðurirxn í Kína. Hann hefir orðið mjög afdrifa- ríkur fyrir brezka þjóðfélagið. Iðnaður og verzlun hafa þar beð- ið geysilegt tjón. Og alls staðar þykjast Bretar sjá Rússland á bak við tjöldin. Ráðstjórnin er pbtt- urinn og paxman að örðugleikunx. Hatrið xim æsist stöðugt, og hið svart- asta íhald magnast með degi hverjum. Þetta erki-íhaid hefir svo teygt stjórnina á eyrunum frá einu asnastykkinu til annars. Það hef- ir knúð fram herleiðangurinn til Kína, sem sjáifsagt verður dýrt spaug fyrir brezku þjóðina áður en lýkur. Það hefir einnig knúð fram Arcos-hneykslið og komið því til leiðar, að nú er viðskifta- og stjórnmála-sambandi slitið milli tveggja stórvelda álfunnar. Svo er nú komið, að að eins eitt stutt skref er óstigið til nýrr- ar heimsstyrjaldar. Frammistaða brezku stjórnar- innar í ‘þessu máli er þannig vax- in, að hún gæti orðið öllum Aeiminum hlátursefni, ef ekki vær'x um svo örlagaríka atburði að ræða. Þegar eftir húsrannsóknina komu fram fyrirspurnir um mál- Rð í þinginu. En stjórninni varð svarafátt. Eintómar vífilengjur fyrst í stað. Skjöl þau, er tekin höfðu verið, þurfti að rannsaka og þar fram eftir götum. Nær því vika leið, þar til stjórnin reyndi að skýra málið fyrir þing- inu. Og þegar skýrslan loksins kom, hafði hún lítið inni að halda annað en að það, sem átti að finna, hefði ekki fundist. Og sannleikurinn — afklæddur öllu orðahjómi — er áreiðanlega sá, að ekkert verulegt hefir fund- ist, ekkert komið fram, sem menn þektu ekki áður. Nokkur skjöl hafa fxmdist, sem sýna, að ráðstjórnin ekki beinlínis elskar íhalclið brezka, en það vissu menn fyrr. Nokkrar skammbyssur hafa ef til vill líka fundist, en af þeim getur hexmsveldinu brezka varia stafað veruleg hætta. En svo kemur innanríkisráð- herrann, hinn hávelborni William Joynson-Hicks, og segir: Skjal eitt var horfið úr einni stjórnarskrif- stofunni; það var mjög þýðingar- mikið skjal, og við höfðum fulla ástæðu til að ætla, að Rússar hefðu stolið því. Þetta skjal höf- þeirra, skarfanna! En þeir hafa verið búnir að Roma því undan áður en leitin hófst. Rannsóknin var fyllilega rétt- mæt. Við vorum neyddir til að leita að skjalinu. Reyndar viss- um við ekki fyrir víst, að Rúss- ar hefðu stolið því. Þar að auki grunaði okkur, að það væri ekki í Arcos-byggingunni, þótt því hefði verið stolið. Og loks er það hér um bil vfst, að búið var að senda það til Moskva. Af öllu þessu leiðir, að sjálfsagt var að rannsaka • bygginguna, sprengja upp dyr og skápa, skoða menn innan klæða 0. s. frv. Rök- færslan minnir á söguna um svertingjann, sem fékk lánaðan pott og skilaði honum aftur með gati. Hann neitaði að greiða eig- andanum skaðabætur, og máls- vörn hans var á þessa Ieið: í fyrsta lagi var potturinn heill, þegar ég skilaði honum; í öðru lagi var gat á honum, þegar ég: fékk hann, og i þriðja lagi hefi ég alls engan pott fengið að láni. Atferli ensku stjórnarinnar er ekki ósvipað háttalagi svertingj- ans. í stað þess að borga pott- inn, sem vitanlega var skylda hans, hóf hann sína víðfrægu varnarræðu. 1 stað þess að biðja ráðstjórnina afsökunar og greiða skaðabætur fer enska stjórnin að- rausa um hermálanjósnir og póli- tiskan lundirróður af Rússa hálfu. Margan minnir, að sú vísa hafi verið kveðin fyrr. Það eru ekki aliir búnir að gleyma Sinovjev- bréfinu fræga, sem mestur gaura- gangurinn stóð um fyrir síðustu þingkosningar í Englandi. Og öll- um heiminum er nú kunnugt, að bréf þetta var blátt áfram falsað — „made in Eúgland“ í því augnamiði að nota það sem kosn- ingagrýlu. En sagan er ekki sögð öll enn. Stjórnin er í vandræðum með, þetta mál. Ekkert hefir komist upp, en eitthvað verður til bragðs að taka. Nú er mönnunum þannig farið flestum — og stjórnmála- menn og ráðherrar eiga þar ó- skilið mál —, að þegar þeir hafa öllxim |>eirra hum við ekki fundið, en það hefiT gegn Rúss- 1 áreiðanlega verjð í höndum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.