Tíminn - 17.06.1944, Síða 3

Tíminn - 17.06.1944, Síða 3
61. blað TÍMIM, laagardagÍMM 17. júni 1944 r HERMANN JÓNASSON: Lýðveldið oé fra mtíðin i. Sá vilji okkar íslendinga, að slíta sambandinu við Danmörku og endurreisi lýðveldi á íslandi, er heiminum kunnur. Úrslit at- kvæðagreiðslunnar eru stærri sigur fyrir málstað sjálfstæðis- ins en flesta óraði fyrir. Þýð-^ ingarmiklum þætti í baráttu okkar fyrir fullu frelsi er lokið. Það er rík ástæða til að fagna því, hve eindreginn og samstillt- an vilja þjóðin sýndi í þessu máli. Slíkt hefir mikil áhrif út á við. Ekki verður nú um það deilt, hvað þjóðin vill. Árang- urinn liggur og þegar fyrir. Vissulega ber þó að minnast þess, að þáttur sjálfstæðisbar- áttunnar hefir verið fremur auðveldur okkur, sem nú lifum. Það voru hinir eldri brautryðj- endur, sem færðu fórnirnar. At- kvæðagreiðslan er virðulegt þakklæti þjóðarinnar til þeirra. Það var mikið lán að okkur tókst eftir illt útlit og uggvæn- legar deilur að leggja ágreining til hliðar, áður en til atkvæða var gengið. Allir eru víst sam- mála um það nú, að enginn geti um það sagt, hve illar afleið- ingar ófriður um þetta málefni hefði haft. Atkvæðagreiðslan og þær á- kvarðanir, sem samkvæmt henni verða teknar, eru þáttaskil. Við eigum landið einir, eigum fullt sjálfstæði, höfum við sjálfa okk- ur að eiga um þáð, hvernig okk- ur vegnar. — í stað baráttunnar fyrir því, að öðlast sjálfstæðið, hefst nú ný barátta því til varnar. Það er sá þáítur, sem nú er að hefjast. Það verður megin- hlutverk okkar,' er nú lifum, — að tryggja hinu fengna frelsi öruggan, efnalegan og menn- ingarlegan grundvöll og skila því síðan óskertu til óborinna kynslóða. Það hefir lengi og af ýmsum verið talið nálgast fjarstæðu, að þjóð, sem telur innan við 130 þúsundir í strjálbýlu landi, skuli telja sér það mögulegt að lifa sem sjálfstæð þjóð. Við íslend- ingar vitum af reynslu, að þess- ar mótbárur hafa ekki við rök að styðjast. Hitt er rétt að gera sér ljóst, að það er ekki vanda- laust svo fámennri þjóð að vernda sjálfstæði sitt og lifa menningarlífi sem sjálfstæð þjóð. Þessum vanda viljum við gera okkur grein fyrir þegar í upphafi. Hætturnar hverfa því aðeins, að menn sjái þær nógu snemma til að afstýra þeim. II. Það er gömul kenning, að til þess að þjóð geti verið sjálfstæð, þurfi hún að geta varið hlutleysi sitt og sjálfstæði með vopnum, ef með þarf. Þessi kenning má teljast úrelt orðin. Vopnavélin í hernaði nútímans er svo risa^ vaxin, kostar svo óhóflega fjár- muni og mannafla, að það eru svo að segja stórveldin ein, sem geta veitt sér slíkan vopnabún- að. Engin varnarvirki fá staðizt fyrir vopnavél nútímans. Þótt smáþjóð notaði allan mannafla sinn, allt fjármagn og getu til að byggja varnarvirki, kaupa hergögn og koma upp her, mundi slíkt ekki fá staðizt nema svipstund gegn hernaðarvél stórveldis. Allar smáþjóðir eru því varnarlausar fyrir árásum hinna sterku. Minnsta smáríkið hefir þvi viðlíka öryggi eða ör- yggisleysi og hin stærri smáríki. Ýmsir telja líklegt, að eftir þessa styrjöld verði stofnað til ríkjasambanda til verndar friði og öryggi þjóðanna. — Fyrir smáríkin kann þessi samtrygg- ing að kosta einhverjar tak- markanir á sjálfstæði út á við. En hvort sem slík ríkjasambönd, sem hafi það sameiginlegt að íryggja frið og frelsi, komast á eða ekki, stendur það þó óhagg- að, eins og reynslan sýnir í þess- ari styrjöld, að öryggi okkar er engu minna en annara stærri smáríkja, — ekkert smáríki get- ur varið sig af sjálfdáðum. Við íslendingar munum miða utanríkisstefnu okkar fyrst og fremst við það, að við fáum að lifa i þessu landi án erlendrar íhlutunar sem sjálfstæð þjóð. Frumskilyrði þess er að við ljáum engu ríki fangs á sér- aðstöðu í þessu landi eða höfn- um þess. Við viljum einatt, svo sem verið hefir, eiga óskipta til- trú og fulla vináttu sem flestra þjóða, og ekki sízt þeirra, sem ráða á Atlantshafinu. — Ef við breytum þannig, eigum við að minnsta kosti siðferðilega kröfu til þess, vegna fortíðar okkar, vegna framkomu okkar fyrir þessa styrjöld og i þessu stríði, að við fáum að lifa í þessu landi sem sjálfstæð þjóð. III. Fyrir sjálfstæði okkar íslend- inga er fámennið þó nokkur veila. Við íslendingar erum all- kröfuharðir og að sumu leyti fer vel á því. Við viljum hafa alla opinbera þjónustu, svo sem dóm- og löggæzlu, heilbrigðisþjónustu, skólamál, framlög til lista, bók- mennta, íþrótta, utanríkismála o. s. frv. á borð við það, sem tíðkast hjá öðrum menningar- þjóðum. Vissulega hljótum við að setja okkur það mark að svo sé. En fyrir svo fámenna þjóð í strjálbýlu landi verður þessi þjónusta eðlilega alveg óvenju- lega dýr að tiltölu, samanborið við stærri þjóðir. Hún verður því sérlega þung fjárhagsleg byrði fyrir skattþegnana, fyri'r at- vinnulíf landsmanna og þjóðina í heild. Til að vernda fjárhágs- legt sjálfstæði og heilbrigt at- vinnulíf, verðum við að gefa þessari hættu sérstakan gaum. Hjá þessari hættu fámennisins virðist ekki unnt að stýra nema með því móti að fullnægja fyrst og fremst tvennu: Að hin opin- bera þjónusta verði svo óbrotin og ódýr sem verða má, og að ís- lenzka þjóðin afli hlutfallslega svo mikils, að húji hafi efni á því, þótt fámenn sé, að njóta þeirra menningarverðmæta, sem fjölmennið veitir öðrum þjóðum. í þessu sambandi er vert að minna á, að hin fámenna þjóð verður ætíð að hafa það hugfast, að sérhver þegn er henni alveg sérstaklega dýrmætur. Við meg- um engum íslendingi glata að ó- þörfu. Það má ekki mistakast að gera nýtan borgara úr nein- um, sem mögulega er að manna. IV. Fyrir fáum dögum veittum við móttöku árnaðaróskum frá sendiherrum þriggja stórvelda í tilefni af atkvæðagreiðslunni og stofnun lýðveldis. í kveðju brezka sendiherrans er að því vikið, að tímarnir séu órólegir og hættulegir, þegar íslenzka lýðveldið er endurreist. Sendi- herrann ber fram þá ósk, að þeir erfiðleikar, sem þetta kann að valda hinu unga íýðveldi, verði aðeins til þess að styrkja það í framtíðinni. Þessi orð eru vissulega þess verð að gefa þeim gaum. Hættur geta riðið mönnum að fullu, en þær geta einnig styrkt og eflt þá, sem við þær fást, ef þeir gera sér grein fyrir þeim, mæta þeim rétt og sigra þær. Tímarnir eru hættulegir okk- ur sem öðrum þjóðum. — Við höfum lifað í friði þrátt fyrir styrjöld og blóðfórnum flestra þjóða veraldar. — Áhrif stríðs- ins-<fíafa þó ekki farið framhjá okkur. Við, sem í landi störfum, höfum aðallega verið áhorfend- ur. Unga kynslóðin er alin upp við óm stríðsfréttanna, styrjald- arkvikmyndir, auðteknar tekj - ur stríðsgróðans, óeðlilega mikla fjármuni og eyðslusemi, við sterk áhrif fjölmenns setuliðs, við það los og ólgu, sem hvar- vetna og eðlilega er fylgifiskur styrjalda og hers. Þetta er ekk- ert sérstakt fyrir okkur, en við höfum fengið okkar skerf ekki síður en aðrir. Áhrifanna gætir hvarvetna — og sum þeirra geta orðið til bóta. Breytingar á við- horfum manna hafa orðið stór- felldari en allflesta óraði fyrir. Og þótt margir af góðum sonum þessa lands hafi í þessari styrj- öld látið lífið í greipum Ægis, og það tjón sé mikið og sárt, mun hið óbeina „mannfall“ okk- ar á stríðsárunum verða eigi síð- ur tilfinnanlegt. Það „mannfall“ hefir orðið með mörgu móti. — Eigi skal það hér nánar rakið, en það eitt er víst, að þess er þörf, að við gerum okkur það Ijósara en við höfum gert til þessa, hvaða áhrif stríðið hefir haft á hina íslenzku þjóð. Ég efast ekki um, að við gerum það, þegar stríðsgróðavíman rennur af okkur. — Með þessu vil ég þó ekki segja, að við eigum að mikla þetta allt fyrir okkur, eins og sumum hættir til. Hér er yf- irleitt um að ræða alveg eðli- legar afleiðingar þeirra óeðli- legu tíma, sem við höfum lifað í þessari styrjöld. Það gefur þvi enga ástæðu til bölsýni eða van- trausts á hinni íslenzku þjóð. Það er að sumu leyti þakkarvert, hvað þessi fámenna þjóð hefir staðizt. Hitt er annað mál, að ef ís- lenzka lýðveldið geldur ekki varhuga við þeim styrjaldar- sjúka hugsunarhætti og skap- gerðarbrestum, sem hér hafa eðlilega þróazt, getur slíkt haft hihar alvarlegustu afleiðingar Ljóst verður það að vera okk- ur, að við þurfum eins og aðrar þjóðir að gera okkar gagnráð- stafanir eftir þessa styrjöld vegna áhrifa hennar. — Það fer vel á því, að íslenzk skóla- og uppeldismál eru nú í gagn- gerðri endurskoðun. Þeir menn, sem það verk vinna, hafa með hönc’f.im þýðingarmikið starf. Það getur orðið eitt af hinu af- drifaríkasta fyrir Islenzka lýð- veldið,hvernig okkur lánast upp- eldis- og skólamálin — eins og nú er ástatt. Þeim málum öllum þarf nú að gefa gaum. Við eig- um gamla menningu, sem þjóðin er að byrja að gleyma. En „rót- arslitinn visnar vísir, þótt vökv- ist hlýrri morgundögg". Það eru sannindi, sem aldrei mega gleymast framar í uppeldismál- um okkar. Þeim „sálargróðri, sem að vex í skauti móður“, þarf I að hlynna að. Hann einn hefir til þessa verið þess megnugur að vernda þessa þjóð, — hann einn muw geta gert það um alla fram- tíð. í uppeldismálum verður okkar gamla menning að vera uppistaðan, en heilbrigð ný- menning ívafið. Unga íslenzka lýðveldið þarf að eignast mikið af fólki með „hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða“. — Það er Öruggasta líf- trygging þess, — og sú eina, sem að haldi kemur. V. En „það er svo margt, ef að er gáð, sem um er þörf að ræða,“ og eitt af því er íslenzk blaða- mennska. Ætli okkur sé ekki full þörf á því að staldra við og at- huga hana? Nútíminn hefir einatt verið nokkuð blindur á það, sem er honum næst. Það er hættan. En hvernig verða dómar seinni tímans, sem ger mun sjá og skilja, um íslenzka blaðamennsku nútímans? Og hvaða áhrif hefir það á öryggi lýðveldisins, ef fram fer sem horft hefir verið um skeið? — Eitt er víst. Blaðakostur á ís- landi er tiltölulega sterkur. Hann mótar móðurmálið okkar, sem er aðalsmerki þjóðarinnar og grundvallarréttur hennar til sjálfstæðis. Það eru og blöðin, sem ráða langmestu um góSvilja milli manna og flokka. Blöðin ráða miklu um það, hvaða stefnu áhugamál almennings taka. Þau hafa, eins og nú er komið, mikil áhrif á hugsanir alls almenn- ings, móta þær eða setja á þær sinn blæ viðkomandi mönnum og málefnum. Þau eru skóli og uppeldisstofnun þjóðar — góður eða vondur. Blöðin geta framar öllu öðru gert andlegt andrúms- loft þjóðar hreint, heilnæmt og hressandi. Þau geta gert það að pestarlofti. Allt eru þetta stað- reyndir. — Af þessu mætti það vera aug- ljóst, hvaða þýðingu það hefir, að þeir, sem blöðunum ráða „hugsi rétt og vilji vel,“ því að þeir hugsa rétt eða rangt, vilja vel eða illa, tala fagurt mál eða ljótt fyrir stóran hóp þjóðar- innar. En undir þessu kunna örlög hennar að vera komin. — Þrátt fyrir þessa miklu ábyrgð eiga^þeir, sem hafa af því nautn og innri svölun, að búa til í kring um sig hið andlega pestarloft, sem þeir lifa og hrærast í eins og fiskar í söltum sjó, engu síður aðgang að blöðum en hinir, sem vilja vel. — Einn gikkur í veiðistöð getur miklu spillt. Menn grípa á öllum sviðum gjarna sams konar vopn til varnar og þeir eru sóttir með, einkum ef þau eru talin sigur- sæl. Það er nú einu sinni svo undarlegt, að „allt hið versta einatt hefir vængi bezta.“ — Freistingarnar eru því miklar. Sá, sem ritar í blöð þarf því meira af góðvild og heilbrigðri skapfestu en flestir aðrir, ef hann á að gera þjóð sinni gagn. — Undir því er gæfa þjóðanna komin oft og einatt, að eiga slíka menn, því að ef hið versta fær vængi í blaðakosti þjóðar til lengdar, er voðinn vís. Saga margra þjóða sýnir, að það er þetta, það er sýking skapgerð- arinnar meðal þjóðmálamanna, sem ætíð er undanfari tortím- ingarinnar. Sturlungaöldin er óljúgfrótt vitni fyrir okkur ís- lendinga. Ég rek af eðlilegum ástæðum í þessari grein engin dæmi máli mínu til skýringar og stuðnings. Ég ætla og að þess sé engin þörf fyrir lesendur. En af tugum dæma er að taka og af mörgum gllra seinustu dagana, og það sérstaklega í einu máli, sem skiptir þjóðina mjög miklu. Það er ekki auðvelt að koma með ráð, sem duga til úrbóta. Vissulega verður hið frjálsa orð, frjáls blaðamennska, að vera grundvöllur hins íslenzka lýð- veldis. íhlutun þess opinbera kemur þá ækki til greina, nema til að refsa þeim, er fara út fyrir ákveðin takmörk í riti, ef þeir, sem hlut eiga að máli, krefjast þess. Þeim ákvæðum mætti fylgja betur fram en hingað til, og mundi hafa mikil áhrif. — En hið eina, sem getur ráðið hér bót á, er heilbrigð hugsun og skapgerð blaðamannanna og þeirra, sem blöðunum ráða eða hafa aðgang að þeim — og e. t. v. samtök um lágmarkskröfur til málflutnings á þessum vett- vangi. En vilja nú þessir aðilar ekki hugsa sig um 17. júní? Gætu þeir ekki oft hafa unnið þjóð- inni þarfara verk til þessa — en raun hefir á orðið? Ég efast reyndar ekki um, að ritstjórar blaða og ráðamenn vilja þjóð sinni vel. En það vill svo ákaf- lega oft henda, ekki sízt í landi tillitanna og kunningss'kapar- ins, að „hið góða, sem ég vil, geri ég ekki, hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég.“ Vilja nú ekki þeir, sem íslenzk blöð rita, vinna ættjörð sinni það heit, að gefa unga lýðveld- inu það í vöggugjöf, að láta þetta sem sjaldnast henda hér í störfum framvegis? — Með þvl móti ynnu þeir það verk, sem einna brýnast er að vinna — og aðrir munu ella gera — það er að endurreisa islenzka blaða- mennsku með endurreisn lýð- veldisins. — % VI. En rætur stjórnmálaskrifanna í blöðum liggja vissulega ekki á yfirborðinu. Til er nokkuð, er heitir auðskipting og auður, sem menn löngum togast um og „ýtast á, unz þeir falla í val- inn.“ Svo var það á þeim dögum, og þannig er það enn. Nú eru þessar ýtingar og þetta tog háð á stjórmálavettvangi meir en áður var. Það hefir löngum ver- ið beitt viðsjárverðum vopnum til varnar auði, — og til að sækja hann í greipar þeirra, sem eiga. Þess vegna er hin nýja auð- skipting á íslandi, er ófriðar- tímar hafa skapa, alvarlegt um- hugsunarefni. — Það er oft á- nægjulegt, hvernig starfsgTóði stækkar þann, er auðsins aflar. Æði oft er niðurstaðan þó gagn- stæð, og stríðsgróði er ekki sama og starfsgróði. Hann er auðtek- inn — og ætíð án verðleika þeirra, sem hann höndla. Slíkur gróði spillir oft eiganda sínum. Hann er oftast illa notaður og í hófleysi. Þess vegna er óhófs- eyðsla orðin áberandi í íslenzku þjóðlífi og í hættulegu ósam- ræmi við það, sem við getum veitt okkur á eðlilegum tímum. Allt hefir þetta illar afleið- ingar. Hinum fátækari er bent á óverðskuldaða auðsöfnun og hóflausa meðferð fjármuna, sem einatt verður áberandi og hættu- legri í fámennu og litlu þjóðfé- lagi. — Þegar að kreppir og erf- iðir tímar ganga í garð hjá mörgum manninum, er hætt við að svona auðsöfnun geti orðið sú arfasáta, sem auðvelt er að nota til að kveikja í íslenzkum þjóð- félagsmálum. Við ættum því ekki að gera stríðsgróðann að neinum Fáfnis- auði í íslenzku þjóðfélagi. Skyn- samleg auðjöfnun er eitt af því fyrsta, sem þing hins unga lýð- veldis mun framkvæma. Megnið af þe^sum fjármunum er reki og óumdeilanleg eign þjóðar- innar sem heildar. Sá friður í þjóðfélaginu, sem lýðveldið þarfnast, getur ekki komizt á fyrr en eðlilegur hluti stríðs- gróðans er í höndum hins rétta eiganda. Þess vegna þarf þetta að gerast sem fyrst. — • VII., Ég hefi dvalið nokkuð við ýmsar þær hættur, sem við munum fjarlægja til þess að tryggja lýðveldið. Eitt af því, sem okkur þarf umfram allt að skiljast, er, að þjóðarbú okkar verður ekki rekið til langframa án fjárhagslegra slysa, nema gerðar séu vel undirbúnar hag- fræðilegar áætlanir um rekstur þess, bæði opinberan og einka- rekstur. — Þegar við fslendingar nú tök- um við æðstu stjórn landsins, utanríkisþjónustu allri og land- helgisgæzlu, en gerum jafnframt. eðlilegar og sívaxandi kröfur til margháttaðrar opinberrar þjón- ustu og margvíslegra og fjár- frekra framkvæmda, má það hverjum manni auðsætt vera, að það verður sérstaklega dýrt á hvern íslenzkan þegn, saman- borið við það, sem er hjá fjöl- mennum þjóðum, að fullnægja þessum þörfum okkar og óskum. •— Til þess að við getum veitt okkur margar framfarir og op- inbera þiónustu á borð við aðrar menningarþjóðir. en þó byggt upp og varðveitt fjárhagslegt sjálfstæði, verða vinnuafköst hvers einstaklings í þessu þjóð- félagi að vera sem fullkomnust, vinnukrafturinn að vera nýttur, arðskipting þannig, að eigi valdi ófriði og stöðvun, atvinnulífið að taka í þjónustu sína nútíma vísindi, tækni og skipulag. Auð- lindir landsins þarf þannig að fullnýta og dreifing nauðsynja til neytenda þarf að gera sem ódýrasta. — Til þess að endurreisa fjármál og atvinnulíf lýðveldisins með þessum hætti, þarf mikla þekk- ingu og hyggindi, en umfram allt góðvilja, einlægni og ein- beitni í starfi þeirra, sem rikj- um ráða. — Reynslan mun halda áfram að staðfesta það, að „miklu fá orkað í mannvina- höndum, samlynd tryggðatök og hreinsaður vilji af vana fornum, heimsku og hindurvitnum." Það er þessi „hreinsaði vilji af vana“ síðustu ára, sem endurfæðast skal með lýðveldinu. Það er hann, sem hefir skort undan- farið — og það tilfinnanlega. Ef ekki hefði skort einlægni og einbeitni, væri dýrtíðinni og at- vinnumálum íslenzku þjóðar- innar ekki komið þar sem nú er. Vegna þess,- að okkur skorti hin „samlyndu tryggðatök", var kjósendum ekki sagður sá sann- leikur, sem nauðsyn bar til. en þeim var óþægilegur i svipinn, heldur talað við þá eins og þeir vildu þá heyra. Afleiðingar slíks verða einatt á þann vég, sem sjá má. — Þegar við tökum okkur. sam-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.