Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 4
TtMIJVIV. laiigardaglnn 17» jnni 1944 61. blað an til að byggja upp frambúðar atvinnu- og fjármál lýðveldis- ins, og það bíður væntanlega ekki lengi, að menn vitkist svo almennt, að það verði unnt, mun óhjákvæmilegt að þrengja að sérhagsmunum margra manna, og þeir munu, oft af misskiln- ingi, telja það valda sér óþæg- indum. En þjóðfélagið má ekki valda þegnum sínum óþæginda, nema almanna nauðsyn krefj- ist þess. Þess vegna þarf, eins og ég hefi áður sagt, til að vinna þetta verk, staðgóða þekkingu, velvilja og einbeitni. Þar sem þessir eig- inleikar eru tii staðar, mun allt annað koma af sjálfu sér. Og ef við miðaldra menn og eldri yrðum þeir ógæfumenn, að geta ekki lagt fram þessa eiginleika til endurreisnarstarfsins, sem ég vona að ekki hendi okkur, þá mun það bezta úr yngri kynslóð- innl koma til og leggja fram það, sem til þess þarf, og vinna verklð. — VIII. Hér á íslandi þarf nýja vakn- ingu, ný vinnubrögð á mörgum sviðum. — Það hefir verið rætt öll ósköp um það, og sumpart ekki að ástæðulausu, að íslenzk- ur landbúnaður notaði úreltar vinnuaðferðir. Þeir, sem mest um þetta tala í ádeilutón, tóku því þó æði þunglega, þegar fram var borið á Alþingi frumvarp til gerbreytinga á þessum vinnuaðferðum, — og þegar að var gáð, kom í ljós að vinnu- aðferðir sjálfs ríkisins við vega- gerð voru ennþá úreltari. Nú hefir verið hafin sókn með bylt- -mgarhraða til þess að koma þeim úr miðalda ástandi í nú- tímahorf. Sjávarútvegurinn er kominn einna lengst. En margt er þar úrelt, er umb^ta þarf. — Við höfum undanfarin ár verið að vakna til skilnings á því, hvað tækni og vísindi þýða fyrir atvinnulífið. Nýungarnar skerpa sjónina og sjóndeildarhringur- inn verður stöðugt víðari. Það er eitt af hinum ánægjulegu lögmálum allra framfara, — og litum nú yfir landið, sem oss drottinn gaf. Sjáið næturmyrkrið grúfa yf- ir byggðum landsins í bæ og sveit. — Hins vegar fossar og fallvötn óþrjótandi og ónotuð. Skoðið hinar krepptu, vinnulúnu hendur eftir undirristuspaðann. skófluna, orfið, hrifuna og árina. Lítið hins vegar á hin vélknúnu skip, sjáið vinnuaðferðir vega- gerðarvélanna, jarðræktarvél- anna og heyvinnuvélanna á egg- sléttu landl. Finnið vetrarkuld- ann í hýbýlum manna. Sjáið árangurinn, hitann og ljósið, þar sem hverir og fallvötn hafa verið beizluð. Virðið fyrir ykkur hin auðugu fiskimið — og hafn- lausar strandlengjur, — hins vegar árangur, þar sem öruggar hafnir hafa verið byggðar. — Sjáið bezta og stærsta gróður- land íslands ónotað að miklu leyti, — fjölmennan höfuðstað í landsveltu vegna þess að skort- ir öruggar og ódýrar samgöngur til gróðurlandsins. Lítið svo á þá staði, þar sem sjósókn og land- rækt helzt í hendur á ákjósan- legan hátt. — Hugsið til hinna tæmdu veiðivatna. Lítið á hin, sem voru tæmd, en nú eru full af laxi og öðrum nytjafiski. — Þessi upptalning verður ekki lengri að sinni. En þótt mikið hafi verið unnið, er af henni auðsætt,, að hvar sem litið er blasa við augum stórfelldir möguleikar, verk, sem aðeins eru hafin, hálfnuð eða með öllu ó- unnin. — Á þessum stóru tímum mik- illa möguleifca endurreisum við lýðveldið. Mikla gleði og bar- áttuvilja ætti það að vekja í br^sti hvers manns með íslend- ingsblóð í æðum. Og nú í fyrsta sinn í sögu þessarar þjóðar hef- ir hún nokkurt fjármagn, afl þeirra hluta, sem gera skal. Og nú er það okkar að leggja til stórhuginn og þekkinguna, en jafnframt forsjálni og hyggindi I framkvæmdum og meðferð fjármuna. — En hvernig er svo háttað með annan dýran fjársjóð — æsk- una — þá, sem við eiga að taka, þar sem við hverfum frá? Það er oft um það rætt, að við eigum mikið af æsku, sem hafi allzt þannig upp, að hún sé áhuga- laus um annað en skemmtan- ir, það að þurfa sem minnst tekjur. Þetta er víst sorglega satt. En margur hefir þurft góð- an tíma til að hlaupa af . sér hornin og þó orðið að nýtum manni. Og hinu skulum við ekki gleyma, og yíir því getum við glaðst, þegar lýðveldið er endur- reist, að verulegur hluti æsk- unnar á íslandi er stórhugaðri, þróttmeiri, kröfuharðari við sjáifa sig og sér meiri og stærri möguleika í framtíð íslands en nokkur önnur æska, sem hér hefir áður slitið bernskuskónum. Við eigum nú stærri. hóp af dugmiklum ungum mönnum við verklegt nám erlendis en við höfum nokkurntíma áður átt. Mjög margt af þessu unga fólki hefir sýnt frábæra hæfileika og dugnað við námið. Sumir eru komnir heim, aðrir eru að ljúka námi, enn aðrir, sem hafa lokið því, bíða óþreyjufullir, komast ekki vegna lokaðra leiða til og frá meginlandi Evrópu. Ég veit af viðkynningu, af- spurn og bréfaviðskiptum, að margt af þessu fólki ætlar sér stór verkefni fyrir ísland. Nátt- úrlega verður það ekki alltaf gætið. Það er óeðlilegt, að æsk- an sé það ætíð svo mjög. En það er eldri mannanna að sýna stórhug æskunnar þann skiln- ing, að það er hún, sem fremur en nokkurntíma fyrr, er fulltrúi hins nýja tíma og á að erfa land- ið. — Það þarf stundum, máske oft, meðan hún er á gelgjuskeiði, að halda í hönd hennar og miðla henni af eldri reynslu. En það má umfram allt ekki halda aft- ur af henni um of, heldur gefa henni tækifæri til að^sýna, hvað í henni býr. — Ef brú skilnings og samúðar verður þannig byggð milli þess gamla og hins nýja, ef það helzt í hendur ífram- kvæmd, veit ég að á íslandi verður með endurreisn lýðveld- isins byggt upp glæstara endur- reisnartímabil en nokkumtíma fyrr. Svo skal það verða. IX. Það er mikið um það talað, að ekkert stjórnmálaátak sé unnt að gera í þessu landi, vegna þess að hver höndin sé upp á móti annari. Hér sé ekki hægt að mynda stjórn vegna ósamkomu- lags. Stefnuleysið sé nú ríkjandi einkenni í íslenzku þjóðlífi. Þetta tal er ekki ástæðulaust. Það er að verulegu leyti rétt. Það er á takmörkum, að þjóðar- skútunni sé stýrt. — Alþingi er um þetta kennt. Þær ásakanir eru að minnsta kosti að verulegu leyti rangar. Alþingi, eins og það er skipað, er í höfuðatriðum rétt mynd af vilja þjóðarinnar. Hitt má lík- lega með sanni segja, að stjórn- málamenn og ekki síður blöð ýmsra flokka hafi hagað mál- flutningi þannig, að það hafi skapað og fest með þjóðinni of þröngsýn flokksleg og sérhags- munaleg sjónarmið. — Forvígis- menn verkamannaflokkanna múnu telja sig bundna af vilja flokksmanna, að lækka ekki kaup á móts við lækkun á land- búnaðarvörum, en sá „almanna- vilji" virðist að verulegu leyti hafa orðið til vegna áróðurs. Þó virðist víst flestum augljóst, að þessi togstreita endi I stöðv- un og atvinnuleysi. Þingmenn verkamannaflokkanna halda fast við það, sem þeir telja vilja verkamanna, að taka ekki upp ákvæðisvinnu almennt. Þó virð- ist þetta mundi auka afköst, vinnugleði og velmegun verka- manna. Sá flokkur, sem fyrst og fremst er fulltrúi stríðsgróða- manna, er mótfallinn stríðs- gróðaskatti og auðjöfnun, sjálf- sagt I samræmi við vilja ríkra manna. Þó sýnist fyrirsjáanlegt, að auðjöfnun verður fram- kvæmd, ef til vill eftir óheppi- leg og skaðleg átök. Fulltrúar atvinnurekenda á Alþingi vilja nú yfirleitt ekki hlutdeild verka- manna í arði fyrirtækjanna, vegna þess að nú græðist fyrir- tækjunum fé. Þó er fyrirsjáan- legt, að þetta er eina leiðin til þess að koma á réttlátu skipu- lagi, er lægi deilur úm arðskipt- ingu og skapi vinnufrið. — Ágreiningurinn á Alþingi, er því veldur, að ekki næst sam- komulag um ákveðna stjórn- málastefnu, stafar af ólíkum Ufsskoðunum og stjórnmála- stefnum flokkanna, og að veru- legu leyti af því, að þingmenn eru þar umboðsmenn andstæðra á sig að leggja fyrir sem mestar' hagsmuna kjósenda -sinna, þeirra, sem ráða meginstefn- unni. — Að sumu leyti eru hags- munir kjósendanna andstæðir, skoðað út frá sérhagsmunasjón- armiði. Að verulegu leyti er það þó ekki svo í raun og sannleika, eins og bent var á hér að f raman. En skoðanir kjósendanna á mál- um, ef til vill til orðnar fyrir áróður foringjanna, eru stað- reyndir þrátt fyrir það, og að það er pólitísk áhætta að breyta andstætt þeim í vinnubrögðum á Alþingi. Með þessum hætti eru þingmenn í samræmi við vilja kjósenda sinna. Út frá þessu má vissulega draga þá ályktun, að forvígis- mennina skorti einlægni og djörfung, — ef til vill suma vilj-a — til að sníða burt úr stefnu flokka sinna atriði, sem valda ósamkomulagi við aðra flokka. í annan stað ættu þeir með mál- flutningi blaðanna að sýna kjósendum fram á, að sumt af þeim sérhagsmunum, sem haldið er í, eru lítils virði eða geta ekki orðið varanlegir og því hyggi- legt að afsala þeim fyrir al- mannaheill. En þótt þetta væri gert, eru þó eftir þau atriði öll, er að því stefna að vernda hags- muni hlutaðeigenda kjósenda, sérhagsmuni, sem þeir telja sér nauðsyn og mögulegt að halda í með flokkslegri baráttu, fyrst um sinn að minnsta kosti. — Margir þessir sérhagsmunir eru þannig, að kjósendur (og þingmenn) annarra flokka telja það grundvallaratriði stefnu sinnar að afnema þá. Mætti nefna mörg dæmi, en er óþarft og skal ógert látið. Á þessu strandar samkomulag um sam- eiginlega stefnu, og vegna þessa hefir samstarf rofnað, þegar til þess hefir verið stofnað. — En hvar endar þá allt þetta ósamkomulag — og sérhags- munastreita? Það endar í sam- komulagi. Yfirgnæfandi meiri- hluta stjórnmálamanna og landsmanna yfirleitt mun skilj- ast það, að þjóðfélagið er sam- eiginleg fleyta, en ekki styrjald- arvettvangur þegnanna. Þeim er að verða ljóst, að margt af því, sem kallaðir eru sérhagsmunir, er dýpra skoðað lítils eða einskis vert, og að heildarhagur er mönnum að minnsta kosti meira virði, ef þeir hafa vinnufrið og gnægð fyrir sig og sína innan þessarar heildar. — Og nú, þegar við tökum við fullu sjálfstæði og endurreisum lýðveldi, er íslenzkt þjóðlíf í deiglunni fremur en nokkurn- tíma áður. Það er að vísu ósýnt að*ýmsu leyti hvernig steypan verður. Það er okkar að sjá um þáð. — Það er að koma nýr tími, hér og annars staðar. Hann kemur sem eðlileg afleiðing þeirrar reynslu, sem við eins og aðrar þjóðir fengum á tímabili atvinnuerfiðleikanna fyrir stríð- ið — og sem menn sjá nú í nýju ljósi, vegna þeirra þjóðfélags- legu lærdóma, er styrjöldin er að kenna þjóðunum. En það er alveg eðlilegt,að menn eigi erfitt með að átta sig, þegar breytt viðhorf eru ^að skapast og að samstilla hugann um ákveðna stefnu. Það hefði t. d. þótt viðburður, ef aðalblað atvinnurekenda á fs- landi hefði sagt það, jafnvel fyr- ir einu ári síðan, að engu máli skipti hver ætti framleiðslutæk- in. Þetta hefir þó verið sagt í forystugrein þessa blaðs fyrir, fá- um dögum og virðist nú ekki vekja neina sérstaka athygli. En það er jafnvel hætt við, að ýmslr framsæknir menn telji sig þurfa nokkurn umhugsunarfrest áður en þeir undirrita svo róttæka kenningu. Þetta er greinilegt tákn þeirr- ar leitar, sem svo víða gerir vart við sig, jafnvel hjá þeim, sem staðið hafa gegn flestum breyt- ingum og þótt minni væru. Mönnum er að skiljast það, að hið gamla þarf að breytast. Én hvernig þær breytingar eiga að vera, er flestum óljóst enn- þá. Innan um þennan leitandi hóp telja að vísu margir, að séu- dulklæddír byltingamenn, er reyni að auka glundroðann og sitji um tækifæri. Einnig aðrir, sem bíði þess að geta kyrkt eðli- lega framþróun 1 greip aftur- haldsins. Látum það liggja milli hluta. Aðalatriðið er það, að yfirgnæf- andi meiri hluta þjóðarinnar og íslenzkra stjórnmálamanna er nú að skiljast það, að þörf er á hraðfara þróun og nýjum, skipu- legum vinnubrögðum í fjármála- og atvinnulífi þjóðarinnar. For- vígismenn þessa stóra hóps þurfa, ef svo má segj'a, að finna hver annan. Þeir þurfa að leggja í það mikinn tíma og mikla vinnu, þar sem hver og einn reynir að „hugsa rétt og vilja vel", að finna sameiginlega stefnu í höfuðmálum þjóðar- innar. Fullt samkomulag þarf að nást um: Framtíðar stjórnar- skrá lýðveldisins, utanríkismála- stefnu þess, uppeldis- og menn- ingarmál, auðskiptingu, arð- skiptingu, nýtingu vinnuaflsins, dreifingu nauðsynja til neyt- enda, rekstur atvinnutækjanna í höfuðatriðum, hvernig tækni, vísindi og skipulag verði tekið í þjónustu atvinnulífsins og ör- yggi og frelsi einstaklinganna í þessu landi tryggt. Þegar nægilegur meirihluti hefir fundið öruggt samkomulag og sameiginlega meginstefnu um þessi atriði og ýms önnur, þá og þá fyrst er hægt að hefja stórt starf og stefna hiklaust að markinu. Ég treysti því, að þetta samkomulag muni nást, ef þeir, sem þetta vilja í raun og veru, þótt enn séu nokkuð bundnir af eldri hleypidómum, ræðast við og vinna að þessu með viðsýni, velvilja og heilindum,. Það er sannarlega skylda okkar stjórn- málamanna að gera það. Mikla ánægja mundi slíkt samkomulag vekja hjá þjóðinni, mikla krafta mundi það vekja meðal hennar og kalla fram til starfs og dáða. Það mundi ekki á henni standa að styðja framkvæmd í verki. Hún hefir oft sýnt það, að það eru þessi vinnubrögð, sem hún krefst — það er heitasta ósk hennar. Ný afstaðin atkvæða- greiðsla sýnir þetta bezt.^Það stóð ekki á þjóðinni eftir að Al- þingi hafði markað stefnuna sameiginlega, þót't uggvænlega hefði horft vegna deilna og ó- samlyndis fram á siðustu stund. Hins vegar lít ég svo á, að á slíkum umrótstímum þýði engir hálfvolgir yfirborðssamningar, sem ekkert málefnasamkomulag er í raun og veru. — Fulltrúi hvers flokks í slíku samstarfi mundi reyna að skáka hinum og vinna og stefna að allt öðru marki, ef til vill andstæðu því, sem samstarfsmenn hans vinna að. — Slíkt yfirborðsstarf væri sjálfsblekking fyrir stjórn- málamennina og brögð við þjóðina. Við höfum þegar fengið nóg af þeim. Við skul- um hefja starfið 'í hinu nýja lýðveldi með því að hafa samn- ingana hreina og vita, hvað við viljum. Það er betra að það dragist að hefja samstarf, en að byrja það óhugsað og óundirbúið, eins dg ástatt er milli manna og flokka. Þessi biðtími getur enn kostað miklar deilur og átök. Það getur átt eftir að kosta þjóðina ugg og áhyggjur. Sú bölsýni mun þó reynast ástæðulaus áður en langt um líður. Menn mega ekki gleyma því, að þótt sjónarmiðin séu að nálgast, hafa ágreinings- atriðin verið mörg og stór. En þrátt fyrir það býr þessi þjóð yfir miklum hæfileikum. Það er mikið gott og heilbrigt í þessari fámennu þjóð. Þessir kraftar eru dreifðir og sundurleitir. En reynsla okkar sýnir það og sann- ar, að aukið frelsi hefir alla tíð vakið með þjóðinni nýja krafta.j þá beztu, sem hún á. Svo munj það enn verða — og aldrei frem- f ur en nú. Öll bölsýni um afdrif j okkar og örlög, þrátt fyrir| bráðabirgða ósamkomulag og | deilur, eru f ávíslegir hleypidóm- \ ar. Við erum þjóð, sem hefir íf margar aldir lifað mestu niður-- lægingu og hörmungar, semí nokkur hvítur kynstofn hefir' þolað, og þrátt fyrir það varð-l veitt tungu okkar, menningu og| sjálfstæða þjóðarmeðvitund. — Við erum sú þjóð, sem hefir vif hvern minnsta yl aukins frelsií fundið nýtt vor í bókmenntum listum og verklegum fram- kvæmdum. Við erum þjóð, serr þrátt fyrir allt þetta á óbrotinn ættstofn og yelgefna og djarfa æsku. Slík þjóð finnur nú það bezta í sjálfri sér. Hún mun sameina krafta sína og leggja þann grundvöll að hinu unga lýðveldi, að hér á fslandi megi verða „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár". Hver góður íslendingur færir fjallkonunni þau „hljóðu heit", að svo skuli verða. Hugsað vesjur Eitt brot af íslands bergi hörðu í bjarma Vesturs rís. Það berg er auðpekkt állri jörðu, þess efni menning kýs." , Ef einhver prekraun á að vinna á upphaf sitt og styrk pau berglög minna, svo íslenzk nöfn og œttin hraust í álfu nýrri vekja traust. í raun og örbirgð ísland mœndi á eftir mörgum hóp, sem vestrœn óbyggð að sér hændi og œttland nýtt peim skóp. En fregn um barna hreysti og hróður barst heim og gladdi ástartrygga móður. Nú veit hún bjart um vöggu og gröf og vor og sumur bak við höf. Á óskastund, sem upp er runnin um alfrjálst land og pjóð, skal minnst á barna afrek unnin og ást — á Vesturslóð, á tryggð við móðurmálið góða, á mátt, er skapar virðing dlíra pjóða. Heill, meiði peim, sem ísland á. í álfu Leifs hann vaxa má. . HÚLDAt í Vesturheimi vex nú upp fjöldi barna og unglinga a/ íslenzku bergi brotinn, sem vonandi halda áfram að auka hróður hins islenzka kynstofns og gœta arfsins Jrá gamla œttlandinu. — Hér á myndinni sjást þrír ungir Vestur- íslendingar, synir Dára Hjálmarssonar, liðsforingja. Böndin milli íslendinga austan og vestan hafsins hafa á. margan hátt styrkzt hin síðari ár. Árið 1941 var tekinn uþp sá góði siður, sem vcentanlega verður haldið áfram, að hafa sérstakan Vestmannadag á Þingvóllum til að minnast Vestur-íslendinga og hinna merkilegu afreka þefrra og þjóðrœknis- starfs. Þar var l fyrsta sinn á íslandi jylgt hinni fögru venju Vestur-íslend- inga að láta Fjallkonuna skipa öndvegissess við hlið Miss Bandaríkin og Miss Kanada, eins og myndin sýnir. — Á myndinni eru, talið frá vinstri: Miss Bandaríkin, (ungfrú Kristjana Pétursdóttír borgarstjóra Halldórssonar), Fjallkonan (frú Vigdís Steingrímsdóttir, kona Hermanns Jónassonar) og Hermann Jónasson. Miss Kanada (frú Gerður Jónasdóttir, kona Eggerts Steingrímssonar lœknis).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.