Tíminn - 17.06.1944, Page 5

Tíminn - 17.06.1944, Page 5
61. blað TÍMIM, langardagiim 17. júní 1944 5 % Ólafur Lkrusson, prófessor: Ráð Eiriks i Goðdölum í Landnámubók er skráð göm- I ul sögn frá landnámsárum Skagafjarðar. Skip var á leið hingað til lands með fólk,* er hugðist að setjast þar að. Skip- inu réði maður að nafni Hreiðar ófeigsson, auknefndur Kráku- Hreiðar. Þegar skip hans kom í landsýn gekk hann til siglu og sagðist eigi mundu kasta önd- vegissúlum fyrir borð, kvaðst þykja það ómerkilegt, að gera ráð sitt eftir því. Kvaðst hann heldúr mundu heita á Þór, að hann vísaði honum til landa, og kvaðst þar mundu berjast til landa, ef áður væri numið.Hreið- ar kom í Skagafjörð og var þá svo háttað veðri, að hann neydd- ist til að sigla upp á Borgarsand til brots. Landnámsmaðurinn í Hegranesi, Hávarður hegri, tók við honum og var hann hjá hon- um um veturinn. En um vorið eftir minntist Hreiðar heits síns, og ákvað að berjast til landa við Sæmund í Sæmundarhlíð, elzta og fyrsta landnámsmann hér- aðsins. Hávarður latti hann þessa, og þegar fortölur hans stoðuðu ekki, bað hann Hreiðar að leita ráða hjá Eiríki í Goðdöl- um. Hreiðar gerði svo, og Ei- rikur latti hann einnig þessa ófriðar, „ok kvað þat óhent, at menn deildi, meðan svá væri mannfátt á landi.“ Fann Eirík- ur síðan ráð til þess, að Hreiðar fékk bardagalaust staðfestu, sem hann mátti vel við una. Vér vitum eigl, hvort sögn þessi er sönn eða eigi, né hvort orð Eiríks eru rétt hermd, en vel má vera að svo sé. En hvort sem hann beitti þessari röksemd eða eigi, þá eru orð hans næsta eftirtektarverð, og það er sem þau séu ekki töluð til Hreiðars eins, heldur til allra samtímis- manna hans hér á landi og raun- ar til hverrar þeirrar kynslöðar, sem síðan hefir byggt land vort. Þegar þessi/atburður gerðist. var landið enn að byggjast, hið víðáttumikla land, sem menn- irnir höfðu ekki snert frá alda öðli. Það beið þeirra með öllum þeim miklu mögulekum, sem það átti, til þess að veita þeim afkomu og lífsviðurværi. Fólk var enn að flytjast til landsins og setjast þar að. Það kom héð- an og handan að og var ekki bundið neinum tengslum sín á milli. Hver og einn laut sínum eigin lögum. Hér var „högg- frjálst og olnbogarými.“ Þess hugðist Hreiðar að neyta. En landnámsmaðurinn sem setzt hafði að í hinum fagra Vestur- dal og kennt landnám sitt við goðin sjálf, ef til vill vegna þess, að honum hefir virzt einhver heiðrík, heiðin helgi hvíla á þessum fögru dölum, er hann hafði numið, hann sá lengra. Hann sá það, að fólkið, sem dreift var um landið, var þjóð- félag þrátt fyrir það, hversu fátt það var og hversu tvístrað það var, þjóðfélag, sem átti sér sam- eiginlega hagsmuni og sameig- inlegt hlutverk, sem rækja þurfti til þess bæði að tryggja líf og heill þeirra, er þá lifðu, og að búa í haginn fyrir eftirkomend- urna. Eiríkur í Goðdölum sá það, að landnámsfólkið var hin fyrsta kynslóð nýrrar þjóðar. honum var það Ijóst, að kynslóð hans bar nokkra ábyrgð og nokkrar skyldur gagnvart kyn- slóðunum, sem síðar áttu að koma. Til þess að rækja þær þurfti frið og samtök, ekki sund- urlyndi og ófrið. Það var óhent, að menn deildi meðan svo var mannfátt á landinu. Þjóðin, sem var að skapast, þegar Eiríkur í Goðdölum taldi um fyrir Kráku-Hreiðari, er nú fyrir löngu fullsköpuð. Hún hef- ir búið meira en þúsund ár hér í landinu, og meira en þúsund ár eru liðin, síðan hún varð lög- bundið þjóðfélag. Samt er í rauninni eins ástatt fyrir henni enn eins og var, þegar Hreiðar kom 1 Skagafjörð. Enn er mann- fátt hér á landi og svo hefir vet- ið alla tíð síðan á dögum Eiríks í Goðdölum. Þjóðin er ennþá landnámsþjóð, hún á enn ólokið mörgum af verkefnum land- námsmannanna. Ég kom eitt sinn á bæ í einni af graslendissveitum landsins, sveit, sem er furðulega strjálbýl, þegar til landkosta hennar er litið. Fyrir n'eðan túnið var ný- plægt flag. Ég spurði bóndann, hvað heyfengurinn myndi auk- ast hjá honum við þessa nýrækt. Hann sagðist vonast til að fá full þrjú kýrfóður af landinu, þegar það væri komið í fulla rækt. Út frá túninu breiddist graslendið langar leiðir, móar og mýrar, jafngott land og það, sem brotið hafði verið, og flagið sýndist vera svo undur lítið við hliðina á öllu þessu ósnerta landi, sem beið plógsins, og mér varð hugsað til þess, hversu margar fjölskyldur myndu geta lifað á landi þessarar einu jarð- ar, ef það væri allt komið í rækt. Hversu víða er það ekki hér á landi, að hið ræktaða land er aðeins hverfandi hluti hins ræktanlega lands jarðarinnar? Líklega gæti hver einasta jörð á öllu landinu fætt fleira fólk en hún gerir nú, ef henni væri sýndur fullur sómi. Á þessu sviði býr land vort enn yfir miklum og ónotuðum afkomuskilyrðum fólkinu til handa, og það, að þessi auður enn liggur ónotaður stafar fyrst og fremst af því, hve enn er mannfátt í landinu. Hið sama gildir um aðra at- vinnuvegi vora. Þrátt fyrir þær miklu framfarir, sem orðið hafa í fiskveiðum og fiskiðnaði landsmanna á þessari öld, vant- ar enn mikið á, að vér höfum hagnýtt oss til fullnustu gull- námurnar, sem sjórinn við strendur landsins geymir, og hinar miklu orkulindir falivatna og jarðhita, er land vort hefir að geyma, höfum vér varla snert ennþá. Vér erum ennþá landnáms- þjóð, með verkefni landnáms- mannanna fyrir höndum, það verkefni, að skapa fleiri mönn- um lífsskilyrði í landi voru og það betri lífsskilyrði en áður þekktust. Þetta er mikið verk- efni og örðugt, en vér höfum' bæði nóg svigrúm og næga möguleika til þess, að geta leyst það, ef vel er á haldið^ og orð Eiríks í Goðdölum, að það sé ó- hent, að menn deili meðan enn er mannfátt á landinu, eiga við enn í dag, bókstaflega. Land- námsstarfi þjóðarinnar verður betur ágengt, ef menn eru sam- taka, en ef þjóðin eyðir orku sinni í tvídrægni og sundurlyndi. Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði og þjóðirnar ekki heldur. Engri þjóð nægir það eitt, að hafa til hnífs og s&eiðar, í sig Qg á; Henni er það lífsnauð- syn, að eiga sér einnig verðmæti, sem ekki verða látin í askana, andlega menningu. í því efni varðar mannfjöídinn að vísu ekki jafnmlkiu og þegar um hina ytri hagi er að ræða, en þó er hin andlega menning þjóðfé- lagsbundin í ýmsum efnum og sum vaxtarskilyrði hennar betri í fjölmennu en i fámennu þjóð- félagi. Fólkið, sem barst hingað á landnámsöldinni, úr ýmsum átt- um, austan eða vestan um haf, flutti hina andlegu arfleifð feðra sinna hingað til nýja landsins. Niðjar þeirra glötuðu sumu úr þeirri arfleifð. Annað geymdu þeir og ávöxtuðu og þeir juku ýmsu við, og það, sem þessi fámenna þjóð hefir afrekað á því sviði, þrátt fyrir örðug kjör, er svo mikið og mikilsvert, að vér höfum ástæðu til að vera stoltir af því, enda hefir það vakið aðdáun annarra þjóða manna, sem því hafa kynnst. Þau afrek bera vott um tvennt, hneigð kyns vors til slíkra starfa bæði hina sterku, meðfæddu og hæfileika þá, sem með þjóð- inni búa. Úr hvorutveggja þessu hefði þó mátt verða meira en varð. Hver veit nema vér höfum átt menn, sem orðið gátu jafn- ingjar Hallgríms Péturssonar eða Matthíasar Jochumssonar, Ein- ars Jónssonar eða Jóhannesar Kjarvals, ef þeir hefðu fengið að njóta sín. Þetta tvennt felur og í sér fyrirheit. Þann tíma, sem liðinn er af þessari öld hefir rýmkazt meira um hagi þjóðar- innar enn nokkru sinni fyrr. Því hefir fylgt gróandi í þjóðlíf- inu. Meðal annars hafa vaxið upp nýjar listir, sem varla varð sagt að til væru áður í þjóðlífi voru, myndlist, hljómlist og leik- list, og það er ,ekki ofmælt, að sá nýgræðingur sé a. m. k. líf- vænlegur vísir að stærri gróðri, er síðar getur sprottið, þroska- mikilli og fjölskrúðugri íslenzkri list. En ennþá er mannfátt á landinu líka á þessu sviði. Þar er rúm og þar er verkefni fyrir marga fleiri, og þjóðinni er það mikilsvert, að hlúa sem bezt að þessum gróðrl, sýna viðleitni landa sinna í þessum málum samúð og umhyggju. Orð Eiríks í Goðdölum eiga einnig við um þetta efni. Það er óhént, að menn deili meðan svo er mann- fátt á landinu. Æðsta takmark hverrar þjóðar er að vera sjálfstæð, ráða sjálf öllum málum sínum. Beztum þroska nær hún bæði í andleg- um og efnalegum málum, ef hún fær að ráða sér sjálf. Reynsla sjálfra vor sannar það bezt, að oss hefir vegnað þeim mun betur, sem vér höfum haft fyllri ráð yfir málum vorum. Allir vita, að fámennum þjóðum hefir veizt örðugra að varðveita sjálfstæði sitt en stórþjóðunum. Nú er svo komið, að flestar pjóð- ir heims mega heita að vera smáþjóðir, er enga von geta gert sér um að fá varið sig fyrir stór- þjóðunum, ef til ófriðar kemur. Vér erum i þeim hóp. Eina von smáþjóðanna er sú, að þrátt fyr- ir allt verði það ekki ofríkið eitt, sem ræður lögum og lofum í heiminum í framtíðinni, og á traustinu til þess byggist von vor. um sjálfstæði á komandi tím- um, traustinu til þess, að heim- urinn meti ekki tilverurétt þjóð- anna eftir hernaðarmætti þeirra einum, heldur eftir menningar- þroska þeirra hið innra og hið ytra. Þann tilverurétt teljum vér oss eiga nú, og hlutverk vort í framtíðinni verður öllu öðru fremur að varðveita þann rétt, efla hann og auka. Það er sjálf- stæðisbarátta framtíðarinnar. Sú barátta mun standa hvíldar- laust alla stund meðan til er ís- lenzkt þjóðerni. Oss er hollt að gera oss það ljóst, að sú viðleitni krefst allra krafta fámennis vors. Vér meg- um illa við því að eyða kröft- um vorum 1 sundrung og deilur. Þjóðinni mun reynazt það óhent. Því fer fjarri, að íslendingar hafi fylgt heilræði Eiríks í Goð- dölum vel. „Sundurlyndisfjand- inn,“ sem Matthías Jochumsson vildi „senda út á sextugt djúp,“ hefir löngum verið svo magn- aður í þjóðlífi ' voru, að ekkert kraftaskáldið hefir megnað að kveða hann niður, og ég hefi ekki trú á, að það takist nokk- urntíma. En það má e.t.v. marka honum nokkuð bás. Hann hefir gert oss margt illt, bæði fyrr og síðar, jafnvel í þeim efnum, sem mest vörðuðu. Vér höfum háð langa baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Sú barátta hefir að lokum leitt'til fullkomins sigurs, og vér erum stoltir af henni og það með réttu. En saga sjálfstæðisbaráttunnar sýnir, að því fór lengst af fjarri, að þjóðin gengi einhuga að því verki. Jafnvel á þjóðfundinum 1851 voru menn, sem vildu taka þeim kostum, er þá voru í boði, og gera ísland að amti í Dan- mörku. Jón Sigurðsson, mesti foringinn, sem þjóðin hefír eign- ast, átti alltaf við andstöðuflokk að etja, og honum veittist stund- um örðugt að halda fylgismönn- um sínum saman. Ég hygg, að sjálft Alþingi hafi^aldrei verið fyllilega einhuga I sjálfstæðis- málinu fyrr en nú I hinni síð- ustu lotu baráttunnar. Eining þess nú má vera oss mikið fagn- aðarefni, og þá eigl síður *sú mikla þjóðareining, sem lýsti sér við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það eru áreiðanlega margir, sem jafnan munu telja sér það ham- ingju, að hafa fengið að lifa dagana 20—23 maí 1944, og hafa fengið að taka þátt í hinum sameiginlegu átökum þjóðarinn- ar állrar, til þess að vinna sér fullkomið sjálfstæði. Vér skulum vona, að minningin um þann atburð megi verða til þess að skipa þjóðinni fastar saman til samtaka um lausn vandamál- anna, sem hennar bíða. Vér skulum vona, að þjóðin verði eftirleiðis minnugri á það en hingað til, að það er „óhent, at menn deili, meðan svá er mann- fátt á landi.“ Menntaskólahúsið í Reykjavík er ein sögufrœgasta bygging höfuðstað- arins, reist fyrir nœr réttri öld, urn langt skeið svipmesta hús í bœn- um. — Merkasta stofa skólahússins er hútiðasalurinn í norðurenda þess á efri hœð. Þar var Alþingi endurreist áríð 1845, og þar voru siðan öll þing háð, unz þinghúsið við Austurvöll var reist árið 1881. í þeim sal gerðist meðal annars öll þingsaga Jóns Sigurðssonar, og þar réðu ráðum sínum skörungar eins og Benedikt Sveinsson. Og þar var þjóð- fundurinn haldinn áríð 1851. — Myndin hér að ofan er af norð-austur- horni hátíðasalsins. Stœrsta myndin — sú, sem yzt er til vinstri handar t- er af Jóni Sigurðssyni. Hún hangir á miðjum norðurvegg. Þar við vegginn stóð stóll þingforsetans, og þar skipaði Páll amtmaður Melsted forsœti á þjóðfundinum. Nokkru lengra til vinstri sat Trampe greifi i rauðum klœðum. En fremst hœgra megin sat þá Jón Sigurðsson — „fs- lands sverð og skjöldur.“ — Úr því sœti rels hann og steig fram á gólf- ið og mœlti hin alkunnu orð, er Trampe hafði lýst fundinum slitið: „Og ég mótmœli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til aJ klaga til konungs vors yfir lögleysu, sem hér er höfð í frammi." Tóku flestir fundarmenn undir: „Vér mótmœlum allir." ------------------------------------------ r dslandsstef Vort œttland skiptir átt og veðri — oft á skammri stund, svo ísland það á eingöngu við íslendinga lund, því sumt, sem hugþekkt okkur er, býr ókunnugum hroll. En ótilneydd vor œttjörð fer ei umheimsins í soll, er svöl í br.agði og einlynd ögn, en eigin börnum holl. Og nú, er fer þú, fóstran mœta, að feta nýjan stig, þá láttu. ei tímans hlym né hraða heimska og villa þig; lát veittan oss að vísu byr og viðunanleg kjör, en vertú eins og oftast fyr á eyðslusilfrið spör; oss hentar naumast hófleysan í hamingjunnar för. En gef oss auðnugullið dýra og gleði þeirrar ym, er störfin vekja, en stöðva hvorki ^storm þinn eða brim, oss betra að hitna í barningi enn en blása þurfi í kaun, því stórviðrin þau stœla menn að standast lífsins raun, og ísland geldur atorkunni einni fyllstu laun. En fram skal nú með stálin stíga og stríðið frjóva háð — að sœkja fram gegn steini og storku stórhug með og dáð. Þú fagnar, gripin ungdóms yl, hin aldna fróða drótt. Vor fortíð leggur leiðsögn til og Ijœr oss reynsluþrótt. Og dormum ei, en dugum nú, því dagað hefur skjótt. Og vit það, ísland, — aldir líða, en yngjast samt þú skalt, þú fríkkar, glaðnar, fœr þinn blóma og faldaskartið allt; oss ber að sauma búning þann og baldýra ’ann af snilld, sjá, allt, sem grœr, skál greypa í hann og glita af hlýrri vild. — Eins séð skál um,að sannfróð verði Saga í þinni fylgd. Já, bezt vér munum einatt una á andstœðnanna fold, með stóru lyndi vasta og vinda, unz vœrðir býr oss mold. — Hér jafnar margt hvað myrkt og hart hin milda sumarnótt, þá allt á storð er ungt og bjart, í einu glatt qg hljótt. í heiði og kyrð, - í ólgu og eld er íslands skaphöfn sótt. JAKOB THORARENSEN. --------------------------------------------

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.