Tíminn - 17.06.1944, Side 7

Tíminn - 17.06.1944, Side 7
61. blað TÍm\\. langardagiim 17. jiíní 1944 7 Þorkell Jóhannesson: I. Margt hefir ritað verið um hrun þjóðveldisins forna og hverjar orsakir ha-fi til þéss dregið, að íslendingar gengu á hönd Noregskonungi. Bent hefir verið á það atriði Gamla sátt- mála, sem hermir um siglingar til landsins, sex hafskip á ári forfallalaust, og talið vottur þess, að landsmenn hafi óttast við- skipta- og siglingabann og úlfa- kreppu, er af því leiddi. En kon- ungar réðu þá þegar miklu um slík efni, og sjálfir voru íslend- ingan. lítils megnugir um sigl- ingar landa í milli, er hér var komið sögunni. Hér hneig að vísu margt að einu, en efalaust voru millilandaviðskiptin þung á metunum, er íslendingar voru til þess neyddir, að gera sátt- málann við Noregskonung 1262 —’64. Sannaðist hér, að stundum leiðir krókur til keldu, er þjóðin hugðist að tryggja siglingar sín- ar og utanlandsviðskipti með í- hlutun erlendrar konungsstjórn- ar, en sú íhlutun varð síðar slík svipa á þjóðina að nærri lá, að henni riði að fullu. Er það forn reynsla og ný einstaklingum og heilum þjóðum, að fjárhagslegt ósjálfstæði verður þeim eigi að- eins upphaf ófrelsisins, heldur og ófrelsið sjálft. Hefir þetta sann- azt fullkomlega á okkur íslend- ingum og svo hitt, að þróun efna- legs og stjórnarfarslegs sjálf- stæðis helzt í hendur og styður svo hvað ánnað, getur reyndar hvorugt án hins staðizt. Ættum við að vera langminnugir þess- arar staðreyndar nú, ný-sjálf- stæðir og ný-ríkir mennirnir, og gæta þess að stilla svo til, að ekki gangi af okkur hvort tveggja fyrr en flónskan varir. IL Það er sammæli fróðra manna um íslenzka menningu á þjóð- veldistímanum, að hún hafi ver- ið furðulega "mikil og glæsileg á margan hátt og skarað fram úr því, sem gerðist með frænd- þjóðum okkar á þeim tíma í mörgum greinum. Gullöld ís- lendinga, sem svo hefir kölluð verið, hefir reynzt torskilið fyr- irbrigði mörgum mönnum og slíkt hið sama hnignun sú, sem vart verður um og eftir lok þjóð- veldisins. Sumir hafa ætlað, að loftslag hafi hér hlýrra verið á gullöldinni, en spillzt síðar og hafi þetta valdið umskiptum til hins verra á þjóðhögum öllum. Eigi verða nein gögn til þessa fundin, enda er slíkt í sjálfu sér harla ósennilegt, og að engu er hugmynd þessi merk nema því, að í henni felst athugun, er leiðir til viðurkenningar á því, að lífsskilýrðum í landi okkar hafi hnignað á þessum tíma, en það er efalaus staðreynd. Og þessi hnignun um fjárefni þjóð- arinnar verður höfuðorsök þess, að þjóðveldið líður undir lok, og þar með er á enda runnið blómaskeið hinnar fornu þjóð- menningar íslendinga. Náttúru- auðlegð hins nýja íslands hafði lagt drýgstan skerfinn til þess að skapa þessa menningu upp úr umróti þjóðflutninga þeirra, er til landnámsins leiddu. í hennar skjóli uxu hér upp sterk- ar og frjálshuga kynkyíslir, er eigi kusu við aðra að deila kjör- um né kosti, þjóð, sem í verk- legri og andlegri menningu sinni átti rætur í fimm þjóðlöndum, en hvergi sinn líka. Svo ör og einstæð þróun ber þess vott, að hún var ekki knöppum kosti al- in. En þótt náttúra landsins væri frá upphafi harla auðug, gróðurlendið að minnsta kosti tvöfallt við það, sem nú gerist, og margfalt að kostum, og önn- ur náttúrugæði að sama hófi mikil og auðtæk, sannaðist hér, er stundir liðu, svo sem jafnan vill verða, að eyðist það, sem af er tekið. Rök verða til þess færð, að forfeður okkar á þjóð- veldisöld voru búmenn góðir á sinn hátt, gagnhyggnir og hirðusamir. Um það vitna m. a. hin fornu landbúnaðarlög. En þrátt fyrir allt byggðist megin- þátturinn í búnaði þeirra, kvik- fjárræktin, að mestum hlut á hreinni rányrkju. Meðan af nógu var að taka, gekk þessi búnaður ágætlega. Landkostirn- ir tóku broddinn af harðærun- um, þeirra gætti lítt eða ekki fyrst um sinn. En sú dýrð varð endaslepp. Gróðrinum hnignaði við þrotlausan ágang búfjárins og eyddist með öllu í sumum stöðum. Útigangur búpeningsins var ekki eins tryggur og áður fyrr. Hin mikla veiðignægð fór þverrandi. Hvað eftir annað gerir hörð ár. Kvikfé fellur og þrengir að högum bænda. En harðærið stafar ekki af því, að veðurfarið gerist ómildara en fyrrum, heldur er höfuðorsökin sú, að landið er farið að ganga úr sér. Þjóðin, sem áður var fullrík, er fátækari orðin, hagur alls almennings ótryggari, valt- ari. Á þessu ber nokkuð þegar á 12. öld, en á 13. öld eru hnign- unarmerkin á atvinnuhögum þjóðarinnar auðsæ, þótt hjp andlega menning hennar beri þá sína glæsilegustu ávexti — að liðnu sumri. Sjálft stjórnar- farið ber ljósan vott hinnar al- mennu efnalegu hnignunar. Sú röskun er verður á jafnvægi milli höfðingja landsins, er hið forna goðavald safnast í hend- ur fárra manna, sýnir okkur hversu mikil brögð eru þá að því orðin, að ýmsar hinar gömlu höfðingjaættir eru þrotnar að efnum og áhrifum, en öll alþýða ósjálfstæðari en fyrrum, skeyt- ingarminni um almenn mál, hlé- drægari og skjólsæknari, unz þróuninni lýkur með hruni þjóð- veldisins. III. Sjálfstæðisbarátta íslendinga er löng orðin. Tregir gengu þeir til þess að afsala sér frelsi sínu i hendur Noregskonungi. Sáttmáli sá, er þeir gerðu við Hákon gamla um þetta efni, ber það með sér, að þjóðin var þá að- þrengd orðin, þreytt á ófriði og uggandi um hag sinn. Þó skorti hana ekki dáð né atburði til þess að halda fast fram rétti sínum til þess að vera laus allra mála, ef konungur héldi ekki skilmála þá, er sáttmálinn hermdi, að beztu manna yfirsýn. Deilt hefir verið um merkingu þessarar orða og skal ekki rætt um það hér, en það er virðuleg reisn i þessu skilorði Gamla sátt- mála og svo þessum orðum: Jarl- inn viljum vér yfir oss hafa með- an hann heldur trúnað við yður og frið við oss! Þannig talar ekki sigruð þjóð eða kúguð, heldur frjálsborin þjóð, sem vön er því að skipa sjálf málum sínum, er sér meðvitandi um rétt sinn og einráðin í að gæta hans, þótt hún standi höllum fæti um sinn og sé til þess knúin að ganga á hönd erlendum höfðingja, er forvígismenn hennar sjálfrar hafa brugðist henni og leitt hana í ófæru. Og þótt íslenzku höfð- ingjarnir setti ofan, er þeir urðu nú að sækja völd og áhrif í landi sínu í hendur erlends konungs, eða þokast að öðrum kosti á bekk með sléttum bændum, skorti ekki forustuna, ef þess var freistað að þröngva að rétt- indum landsmanna. Þrátt fyrir svikin og niðurlæginguna 1262 —64 lifði nokkuð af kjarki og forsjá Einars Þveræings með þjóðinni. Sá andi var nær stadd- ur á Hegranesþingi«, 1305, er Skagfirðingar ráku Krók-Álf af höndum sér, og í Skálholti, er Árnesingaskrá var saman tekin. Hann studdi Norðlendinga í við- ureign þeirra við Orm biskup Ásláksson, Smið Andrésson og Jón biskup skalla. Á þessari öld var lagður grundvöllur nýrrar atvinnuskipunar í landinu, er þjóðinni var mest nauðsyn vegna hrörnandi haga landbúnaðarins. Uppfrá þessum tíma þokar sjáv- arútveginum svo mjög fram, að hann verður síðan meginstyrkur þjóðarbúsins í viðskiptum við útlönd, er nú fóru brátt mjög vaxandi og sköpuðu nýtt upp'- gangstímabil i landi voru fram um miðja 16. öld. — Mér þykir rétt að draga þetta fram hér, ekki sízt vegna þess, að svo hef- ir löngum verið talið, að 14. öld- in væri sögusnauð hrakfalla öld og ómerk um flesta hluti. En þeim mun annað sýnast, sem af alúð vilja leitast við að þekkjá hana og skilja örlög hennar. Úrslit siðskiptabaráttunnar tákna ekki eingöngu „klárari" trúarbrögð i landi voru. Þau tákna sigur konungsvaldsins og algerða yfirdrottnun þess, er hið andlega vald kirkjunnar er sveigt til fullrar hlýðni og þjón- ustu við það. í baráttu sinni gegn konungsvaldinu hafði Jón Arason haldið fram réttindum þjóðarinnar samkvæmt sáttmála þeirra við Noregskonung. Slíkt var nú að engu haft, og röskum hundrað árum síðar var fulltrú- um íslendinga þröngvað til rétt- indaafsalsins í Kópavogi, sem seint mun gleymast. En jafnvel þá, eftir langvarandi yfirtroðslur hins erlenda valds og verzlunar- áþján, er um sex áratugi hafði til sín sópað vandlega öllum at- vinnuarði þjóðarinnar, svo að hún var á hraðri leið til þess að verða örbjarga — jafnvel þá er ekki með öllu þögnuð hin forna rödd, er minnti á gámlan rétt og lög íslendinga. Mótmæli lítilmagnans þykja ekki mikilsverð, þar sem ófrík- ið sker úr málum. Þó mun oss enn um hríð endast til sæmdar og sjálfsvirðingar minningin um Árna lögmann Oddsson og Bryn- jólf biskup Sveinsson frá Kópa- vogsfundi 1662. IV. Undir miðja 18. öld var svo komið högum í landi okkar, að trauðlega gat verra orðið. At- vinna til lands og sjávar var á fallanda fæti. Fólksfjöldinn var nú um helmingur þess, sem ætla má að verið hafi á blómatíma þjóðveldisins forna, en fátækt svo mikil og almenn, að kalla má, að næsta lítið mætti út af bera, svo að eigi yrði almennt hallæri í landinu og mannfall af hungri og hungursóttum. Öll hin fornu ræktunarmannvirki voru löngu fallin til grunna. Bæirnir voru hvarvetna aumleg hreysi og víða urðu jarðirnar að liggja í auðn, er hreysin féllu niður með öllu og urðu ekki upp byggð vegna timburskorts. Kjarkur og kraftur landsmanna var mjög á þrotum en víl og vonleysi ríkti hvarvetna. Á þess- um tímamótum hóf Skúli Magn- ússon baráttu sína fyrir efna- legri viðreisn þjóðarinnar. Með tilstyrk hinnar dönsku einvalds- stjórnar tókst honum að þoka nokkru áleiðis um framfarir og nýjungar í einstöku starfsgrein- um, þótt flest ætti það skamman aldur. En hér var merki reist og undir það gengu síðan þjóð- hollir, gáfaðir og ötulir menn, hver af öðrum, svo að það féll aldrei niður síðan. Mesta afrek Skúla var þó það, að hann greiddi kaupþrælkuninni það högg, er henni vannst drjúgum til bana, og var þar með úr vegi rytt hindrun, er ein út af fyrir sig var þess megnug að gera að engu allt,'sem reynt var til viðréttingar högum íslendinga. Úr því var baráttan fyrir við- reisn íslands ekki vonlaust verk. Eggert Ólafsson hóf sóknina til þjóðernislegrar vakningar og varð að miklu, þótt hans nyti stutt við. Magnús Stephensen barðist harðri og langri baráttu fýrir fyllra verzlunarfrelsti og bættri menntun landsmanna. Hann hafði ungur heillast látið af hugsjón hins upplýsta ein- veldis, sem þá var kallað, og á grundvelli þeirrar hugsjónar vildi hann lyfta þjóð sinni til menningar og framfara í nýjum sið. En dagar hins upplýsta ein- veldis voru reyndar taldir. Of seint sá hann og skildi, að undir ofurgyllingu þess var sandur einn og eigi óbifanleg klöpp.Varð svo hið mikla starf þessa gáfaða og frjálshuga leiðtoga að miklu minna liði en vænta mátti. Baldvin Einarsson stýrði nær stefnu Eggerts Ólafssonar og átti þó meira sammerkt með Skúla Magnússyni Um það leyti, sem hann kom fram með Ár- mann á Alþingi, var högum í landi voru allmjög breytt' til batnaðai1. Rýmkun sú, er gerð hafði verið um hagi verzlunar- innar, var nú loks tekin að bera nokkurn sýnilegan árangur. Eftir 1820 gerði árferði allgott í landi. Hagur almennings fór batnandi, meiri bjartsýni gætti nú en löngum fyrr. Erlendis voru hin- ar römmu skorður einveldis- skipulagsins teknar að svigna fyrir áhrifum vel menntaðrar og efnaðrar borgarastéttar, er krafðist réttinda til hlutdeildar um skipun almennra mála og ríkisstjórnar á þjóðlegum grund- velli. Fjölnismenn taka við af Baldvin Einarssyni og gerast glæsilegir boðberar þjóðlegrar vakningar með íslendingum. En í kjölfar þeirra kom Jón Sigurðs- son, sem boðberi nýrra pólitískra hugsjóna og forvígismaður fornra réttinda íslenzku þjóðar- innar. Fyrsti áfanginn í þessari baráttu var endurreisn Alþingis, en það kom saman í Reykjavík í fyrsta ,sinn sumarið 1845. Hefst þá nýr kafli í sögu íslendinga. V. • Það var upphaf þessa máls, að þróun efpalegs og pólitísks sjálfstæðis fæfi bezt saman og gæti raunar hvorugt án hins verið. Saga okkar síðustu hundr- að árin er ljóst dæmi um þetta. Fyrsta afrek Alþingis var afnám verzlunarhaftanna 1854, er síð- ustu leifar kaupþrælkunarinnar voru niður brotnar. Stjórnlaga- baráttan, er hafin var samtímis, átti sér lengri slóða, en meðan enn stóð baráttan um fyrstu úr- slit þeirrar togstreitu þokaði ýmsu til vegar um atvinnuefni þjóðarinnar, þótt hægt færi. Þegar svo stjórnarskráin kom þjóðhátiðarárið 1874, var þjóðin að ýmsu leyti allvel við því bú- in að hagnýta sér þau réttindi, er henni hlotnuðust þá. Að vísu voru kostirnir ekki mjög ríf- legir: takmarkað löggjafarvald Alþingis og fjárveitingavald án teljandi tekjustofna. Átökin urðu því lin í fyrstu, svo mikils sem hér þurfti við. Vegir voru engir né brýr og samgöngur alls- kostar óviðunandi. Skipun heil- brigðismál aðeins á frumstigi. Skólakerfi ekkert að kalla. At- vinnulöggjöfin algerlega úrelt og að sinni ekki að ræða um neinn stuðning við atvinnuveg- ina frá Alþingis hálfu sem nokkru munaði. Engin pen- ingastofnun var til í landinu og ekkert fjármagn innlent, sem teljandi væri. Verzlunin var er- lend að langmestum hluta, þrátt fyrir verzlunarfrelsið, og víða lítil sem engin breyting frá því á einokunaröld. Sagan um framfarir þær, sem hér urðu fram um aldamót, er of löng til þess að hún verði rakin hér. Kannast og flestir nógu vel við höfuðdrætti hennar. Á þeim 30 árum, sem líða fram til þess er þjóðin fékk heimastjórn, er lengst af um hægfara þróun að ræða. í flestum greinum verður nokkur framför, en um.sum efni, eins og verzlun og sjávarútveg, verður furðulega miklu í verk komið. Líkast til varðar þó mestu um breytingu þá, sem verður á viðhorfi landsmanna sjálfra. Okkur, sem nú lifum, er gjarnt til þess að láta okkur sjást yfir það, hversu geysimikla þýðingu stjórnarbótabaráttan á síðasta fjórðungi 19. aldar hafði fyrir þjóðina. Þessi staglsama og að því er löngum mátti virðast, vonlausa barátta, stælti frelsis- hug þjóðarinnar, brýndi kappið, treysti viljann. Hitt, sem vannst á um fjárefni og umbætur í ýmsum greinum, var í sjálfu sér ágætt, dálagleg byrjun eða upp- haf byrjunar, en hið siðferði- lega gildi þessara vinninga hafði reyndar miklu meiri þýð- ingu fyrir þjóð, sem var að brjótast fram úr umkomuleysi til trúar á sjálfa sig, framtíð sína, rétt.sinn til stjórnfrelsis og sjálfræðis. Þá fyrst, er þjóðin hefði fengið framgengt kröfum sínum um aukið pólitískt frelsi, myndi kraftur hennar fá notið sín að hinu mikla viðreisnar- verki. Saga okkar síðan 1903 hefir á glæsilegan hátt staðfest þetta. Öld heimastjórnarinnar fram til 1918 sýndi ljóslega, að þjóðina brast hvorki þrek né kjark til þess að taka skörulega á málum sínum, er hún var sjálfráð orðin. Árangurinn varð líka furðulega mikill í öllum efnum. Samt verða greinileg þáttaskil 1918, og á engu tíma- bili i sögu okkar hefir glæsilegri árangur orðið af starfi þjóðar- innar en á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er síðan ísland varð fullvalda ríki. Dæmin eru nær- tæk, sem sanna þetta, þótt hér verði ekki tilfærð, enda kunnug flestum. Um hitt þarf enginn að efast, að gengi okkar í dag eig- um við því að þakka, að okkur tókst smátt og smátt og loks til fulls að endurheimta frelsi okk- ar og vera sjálfráðir um skipun allra okkar mála. VI. Oft er um það rætt, að land okkar sé auðugt. Það er að vísu rétt, en auðlegð þess er torsótt, krefur þrautseigrar atorku. Und- anfarna áratugi hefir þjóðin varið miklu fé og starfi til þess að efla atvinnuvegi sína, breyta, skapa af nýju. Og henni hefir orðið furðu vel ágengt. Sérhver þáttaskipti í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar um hundrað ára bil hafa orðið upphaf nýrrar framsóknar í atvinnu- og menn- ingarlífi hennar. Nú reynir á það, við þessi miklu tímamót, að tekið verði á þessum málum af meiri rögg og festu en nokkru sinni fyrr. Sagt hefir verið, að sjálfstæðisbarátta okkar væri eilíf. Það er rétt. Hvar sem bær er reistur, tún grætt úr órækt eða báti rennt á sjó, er unnið fyrir sjálfstæði íslands. Allt sem hér er starfað góðu heilli í hvaða starfsgrein sem er miðar að því að efla hag þjóðarinnar og tryggja frelsi hennar og sjálf- stæði. ' Þjóðin er fámenn, en hún á stórt land og lítt byggt við það sem verið gæti. Hér bíður mikið viðfangsefni og mikil framtíð hraustra handa. En framtíð okkar er eigi síður tengd hafinu. Tækni nútímans mun auðvelda okkur hið nýja land- nám. Hún gerir meira en bæta upp það, sem liðnar kynslóðir neyddust til að eyða í harðri bai£ttu sinni við fátækt og á- þján. Óll gæði hins nýja íslands, er mestan styrk veittu þjóðinni fyrstu aldirnar, mundu trauð- lega vega á móti henni. Þjóðin á margs að minnast við upphaf nýrrar aldar. En að sinni gefst ekki langur tími til endurlits. Minningar má rek.'a í góðu tómi, ljúfar og sárar. Engu verður gleymt. En að sinni er það framtíðin, áformin og vonirnar, sem taka hug okkar allan. Baráttan, sem framund- an er, mun fyrst um sinn krefja allrar þeirrar orku, sem við eig- um til. Sú barátta á að þrosl^a krafta okkar, svo sem öll bar- átta gerir, sem heilum huga er háð. Okkar stóra land og úthaf- ið mikla kalla á frjálsa, samhuga og vaxandi þjóð, sem á mikla framtíð fyrir höndum. Myndastytta af fyrsta landnámsmanninum á íslandi, Ingólfi Arnarsyni, á Arnarhóls- túni í Reykjavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.