Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 9
61. blað TÍMEViy, langardaglim 17. jnni 1944 9 r ■f Kolbeinn Högnason írá Kollafirði: 1. Gakk, íslands þjóð, í huga hrœrð í helgidóms þíns lund og drag, er þráð þú frelsið fœrð, , af fótum skó um stund. Nú höfði lút, en lyftu sál og lofa drottinn þinn, sem ganga lét til giftu mál og gaf því sigurinn. Á bak við áþján, eymd og smœð loks óskafylling bjó. Hvert hjarta, tunga, taug og æð nú tigni Guð í ró. Öll þjóð á lífs síns stœrstu stund nú strengi heit um dáð og biðji hann með barnsins lund sitt blessa frelsið þráð. II. Nú loksins — loksins Ijómar þessi dagur, sem lengi og mikið fólkið hefir þráð. Nú skín á tinda frelsisröðull fagur, af fullum hug að marki sótt — og náð. Þótt hafi ei staðið blóði sleginn slagur og slungin engin verið búin ráð, þá er nú réttur þjáðrar þjóðar hagur, hið þráða frélsi sótt í trausti og dáð. Vér blessum menn, er lengi þetta þráðu, — sem þorðu slíkt, þótt gœtu ei annað neitt. Vér blessum þá, sem þessu fyrir spáðu, þó þeirra máli yrði ei tilheyrn veitt. Vér blessum þá, er þunga stríðið háðu — er þoldu pústra, smán og spottið eitt. Vér blessum þá, er þessu marki náðu — er þetta mál til sigurs gátu leitt. III. Sundurlyndi sálna og handa sorgum olli, er varð að borga þjóð með löngu, þungu stríði, þjáð og smáð — og orðin að háði. Sundurlyndi sálna og handa settu hana úr allri réttu, drógu hana og véltu af vegi valdið undir harða, kalda. Hvað var, sem olli helzt þeim voða? Höfðingjar, sem erlendir vöfðu valdamenn um fingur — og felldu frelsi lands, — en gáfu því helsi. Yfirstéttir okkar hafa átt þá sök, er þjóð var lökust: Valdið erlent œðra töldu órum rétti í málinu stóra. Yfirmenn! Hér yður er gefin œrin sök, ef rétt ei vœri. Þér eigið verðir þjóðar að vera, þékkja rétt — og síður að blekkjast. Ber ei yður einkum að vera ungu frelsi á leiðinni þungu vitar þeir, sem vökulir geta varið land — og þjóð frá strandi? 7. IV. Það ætti naumast illa við, er örlög slík skal móta, að horfa um þjóðlífs helztu svið og hugsa ráð til bóta, að sjá þann feng, sem falinn er í frónskri mennt og seiglu, því þróun okkar þekkja ber, er þjóðin fer úr deiglu. — Hér ríkir-margt, sem rýma á, ef rísa á þjóðarmenning, og heimsku marga er hœgt að sjá í hálfra siða kenning. Ef byggja vill í framtíð Frón um frelsið öruggt vígi, má þjóð ei blinda sannleikssjón með siðafægðri lýgi. Hér greina þarf frá röngu rétt, að r'áði siðir lögum, fá œðra mat á yfirstétt og alþýðunnar högum. Hér rísi alda réttar sterk, er röngum málstað hafni og stöðvi okkar ólánsverk í apaspilsins nafni. ékki nein músanna mið, mótuð af ágirnd oq heift. Sameinizt sjálfir þið fyrst, þá sameinast þjóðin að bragði. Vekið upp menningarmál, miðuð við þroskaða heild. Strengið nú háleitust heit að hefja á þessari stundu fórnanna víðsýnu verk, vakin af samtaka ást. Dásemd er Þingvalla í dag dýrðlegri en nokkurri sinni. Framtíð og fortíðin glæst faðmast á heilagri stund. Flest meinin koma að ofan enn x okkar sundurgreining. Hvort vantar hér ei mest þá menn, sem mynda þjóðareining? Hvort sigldi ei hver hér stjórn í strand með sterkan gjóst í fangi, ef ósæmd dragi ei ýmsa í land á eiturlyfja prangi? Hér fremur vantar fórn en auð og fremur vilja gœði, ■ því oft er þjóð í ýmsri nauð, þótt einstaklingar grœði. Hér enginn byggi auðsins hring með okurkarla striti, hann alltaf verði afleiðing af iðju, göfgi, viti. Hér vantar trú og tiginn sið, er takmörk þjóðar hefji og henni stefni á hœrri svið, er hálfleik allan skefji. Þótt trú af samtíð sé ei hœlt og sjáist stefnur tvennar, mun þjóð ei lengi sigursælt neitt siðgœði — án hennar. Ef œtti kraftarmagn mitt mál, ég mundi á heilladegi nú þrýsta trú í þjóðarsál, sem þrautir hrœddist eigi, sem stóra bæri stefnu í sér, er styrkti ræktarbandið, það trú á guðlegt athvarf er og unga, frjálsa landið. V. Fjallkonan fögur er enn með feiknþrunginn útsœ í kringum, víðsýnin völdug og há, vöggu hins frjálsborna manns. Henni skín frelsið um fjöllin, sem framsœkni barnanna vékur, fyllir með fegurð hvern lit, fögnuðinn magnar hjá þjóð. Vaknað er fólkið til fórna og fagnar að mega nú vinna loksins í landinu frjálst, leiða til sigurs þess mál. Vaknið nú vitrustu menn til verka á frelsisins degi. Afneitið állir i dag ofríki hagsmuna-valds. Sýnið, að íslenzkur aðall sé eining og manndómur fórna, VI. Fagra landið frelsisbandið fái hnýtt, þess sé vanda af virðing hlýtt. Sterkir andar stórra sanda styrmt við haf og vítt, hefji hlutverk nýtt. Hrindið drunga, höfgum þunga, hvessið brá. Frélsið unga egoi þrá. Maani brunain móðurtungan manndóm kálli á, töfri takmörk há. Leiti áttar leyndur máttur, lönaun heit. Frelsi on sátt þann fríkki reit. Fjállið hátt og hafið blátt þar hjálpi til í leit, dáð að drýgja í sveit. Meiri en endur undir rendur eggjan gól. Grund og strendúr avllir sól. Frjálsar hendur fœri út lendur, fegri œttarból, nyrzt við norðurpól. Blekkina hrapi, að borgir skapi bezt upp þjóð. Hœttum glapi hress í móð. í bœjum tapast táp — og apast, tœrist þióðarblóð. Deyja dáð — og Ijóð. Landið kálli ykkur alla út í stríð, upp um fjall og inn um hlíð. Stóruvalla vinir snjallir vakni á heillatíð, vinni löndin víð. VII. Fáni íslands frjálsu vona fjallalandsins dœtra, sona, frelsistáknið fríða! Tak hvern sannleik, hugsjón heiða hlýtt und vængi þína breiða, styrktu þjóð að stríða. Gnœf í blátt heiðið hátt, heill oss flyt og mátt. Beindu þjóð til hafs og heiða hreinn — í Ijóssins átt. Aldrei skal hann blóði blettast, borinn fyrir málið réttast. Vernd hann, Drottinn, vígum. Mætti hann göfga hvatir hinna, hans til verndar megum finna, unz að öllu við hnígum: Glœða trú, göfga lýð, grœða hrjóstur víð. Honum skulum verkin vinna vökul alla tíð. Fá og smá þótt fánann berum, fyrirmynd þeim stærri verum, hvergi af hólmi flýja. Vörnin Egils eins við tuginn örvi jafnan landans huginn heila dáð að drú"ia. Himinvöld hefji öld, hreinsi þjóðarskjöld, blessi fánann, frónska duginn fram á tímans kvöld. VIII. Við élskum þig, móðir! Þann eið vinnum nú, er örlög þig leysa úr dróma, að vinna þér samhent og vera þér trú og verða þér jafnan til sóma, að Guði næst heiiögum heiðruð sért þú í hlýindum bœna og dóma. — Þar breyting sé unnin til blessunar sú, er bregði á sœmd þína Ijóma. Við elskum þig, móðir! Það ekkert skal gert, er orsaki, að sundrungin dafni. Það allt, sem fær tálist til árangurs vert, skal unnið til lofs þínu nafni, og granda því öllu, sem gœti eitthvað skert þitt gildi — og ást þinni hafni, svo árið þér verði til ávinnings hvert og öryggi frelsið í stafni. Við elskum þig, móðir! Þinn heiður, þinn hag af heilindum barnanna góðum. Allt fálm okkar menningar fœrt verði í lag með fórnandi dyggðunum hljóðum. Að hefjist hér þjóðlíf með heilsteyptum brag við hendur til átáka bjóðum, svo fáir þú séð allrar framtíðar dag sem frjálsust og göfgust með þjóðum. Við elskum þig, móðir! Hver draumur, hver dáð skal dómur um rœkt okkar vera, að öll okkar viðleitni verði því háð þinn veg fram til sigurs að bera. Er dagsverki er lokið og lausnum er náð, þá leyfðu okkur það eitt að gera: að frjóvga í mold þinni falin þau sáð, sem framtíð má ávexti af skera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.