Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 10
10 TfttlNN, laugardaginn 17. júní 1944 61. blað í Guðmimdsson: Samvínnustefnan og sjálfstæðísbaráttan Á tveimum víg- stöðvum. Samtök alþýðu manna hér á landi til að bæta verzlun sína eru a. m. k. jafngömul barátt- unni fyrir pólitískri sjálfstjórn þjóðarinnar. Þau eru líka fyrsti aimannafélagsskapur með þjóð- inni, og er vert að veita því at- hygli. Um þetta er að vísu fátt skráð í kennslubókum enn sem komið er, en satt er það eigi að síður. Það er nU flestum kunn- ugt, enda oft á orði haft, hve- nær og hvernig öndvegismenn vorir á sviði stjórnmálanna hóf- ust handa gegn útlendum 'stjórnarvöldum og embættis- mönnum hins forna einveldis og með hverjum árangri þar var sótt fram. En alveg jafnhliða stóð baráttan gegn hinu erlenda verzlunarvaldi, enda oft háð á sömu vígstóðvum og undir for- ystu sömu manna. Ef sú barátta hefð^i ekki verið háð, myndi hið stjórnarfarslega sjálfstæði seint hafa unnizt. í augum alþýðu manna á önd- verðri 19. öld voru embættis- menn*) og kaupmenn höfuð- tákn hins erlenda valds. Þessar tvær stéttir höfðu ráð alls al- mennings í hendi sér að meira eða minna leyti. Þegar hér var komið sögu, var þó vald emb- ættismanna engan veginn eins áberandi í daglegu lífi þjóðar- innar. Það var að vísu þeirra hlutverk að fylgja fram lögum einveldisins, og þau lög voru stundum hörð, þar sem þau komu niður. En hver einasti maður í landinu, sem hafði fyrir heimili að sjá, komst Ikynnl við kaupmanninn og þau kynni snertu beinlínis fjárhag og lífs- kjör heimilanna. Kaupmanna- valdið var það vald, sem lands- menn þekktu bezt, og höfðu aldrei ástæðu til að gleyma. Kaupmennirnir voru líka þeir menn í landinu, sem bezta að- stöðu höfðu til áhrifa. Eins og á stóð voru þeir styrkasta stoð hinnar erlendu drottnunar, því að sjálfir voru þeir flestir af annari þjóð. Ef íslendingar hefðu verið með í júlíbylting- unni 1830, hefði hin íslenzka bylting vafalaust beinst gegn kauDmönnum fyrst og fremst. En íslendingar báru gæfu til að komast hjá byltingu. í hennar stað komu hin almennu verzl- unarsamtök, sem áttu úpptök sin í bændastétt landsins og döfnuðu þau því meir sem á leið öldina og þjóðinni óx máttur og þor til áræðis. Fyrstu verzlunar- samtökin. Fyrstu verzlunarsamtök al- mennings, sem sögur fara af, áttu sér stað á Suðurlandi um 1830. Voru það aðallega bændur í Rangárvallasýslu (en þó einn- ig í Skaftafellssýslu), sem þar áttu hlut að máli. Jón Sigurðs- son segir frá þessum samtökum 40 árum síðar. Lýsir hann sam- tökunum á þessa leið: „Verzlun- ardugnaður þessara félaga var mestur í því fólginn, að tveir eða þrír forsprakkarnír, sem mestaf vörurnar áttu, gengu um kring meðal kaupmannanna í Reykja- vík og sömdu við þá um kaupin, þar til þeir komu sér saman um að verzla við einhvern þeirra, oftast nær einhvern af þeim stærstu. Samningurinn var ætíð svo, að verðið á ull og tólg var hér um bil tveim skildingum meira en aðrir fengu". Hann getur þess einnig, að félögin hafí öðrum fremur fengið pen- ingaborgun fyrir gjaldeyrisvöru sína. Það má ganga út frá því, að Jón Sigurðsson hafi þekkt þessa elztu félagsverzlun Sunnlend- inga af eigin raun, því að um 1830 átti hann sjálfur heima í Reykjavík og var skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyrii. „Þótti þá kaupmönnum í Reykjavík mikil tíðindi", segir hann, „þegar fréttist til Rang- velinga, og að Jón í Selsundi *) Hér er fyrst og fremst átt vtð hina æðstu embættismenn og þá, er umboðs- stjórn höfðu á hendi. JÓN SIGURÐSSON geymdi minninguna um hin fyrstu verzlunarsamtök og gleymdi þeim al- drei. Til œvíloka studdi hann verzlun- arfélög almennings með ráðum og dáð. lægi á Bolavöllum með lest sína, eða þá einkum, að hann væri búinn, að tjalda í Fossvogi". Þarna er vafalaust um endur- minningar J. S. sjálfs að ræða. Það er heldur enganveginn of djarflegt að álykta, að einmitt slíkir atburðir, er J. S. varð vott- ur að á unga aldri, hafi átt sinn þátt í því að vekja hann sjálfan til skilnings á sjálfstæðismætti íslendinga. Ef bændur austan af Rangárvöllum gátu boðið sjálfu kaupmannaauðvaldinu byrginn, þegar þeir komu margir saman í einni lest og héldu saman í kaupstaðnum, hverju gat þá ekki þjóðin öll komið til vegar, ef hún stóð saman gegn hinum erlendu stjórnarvöldum og hafði sæmilega forystu? Og í öðru lagi: Vár ekki einmitt örv- un og efling svona verzlunar- samtaka hjá fjölmennustu stétt landsins nærtækasta og örugg- asta ráðið til að vekja sjálfsvirð- ingu og baráttuþrótt með þjóð- inni. En hvað sem því líður, þá er það víst, að Jón Sigurðsson hafði þegar í öndverðu, er hann tók að vinna að landsmálum, brenn- andi áhuga fyrir því, að stofnað væri til almennra verzlunar- samtaka sem víðast á landinu. Sama árið sem endurreisn Al- þingis var ákveðin (1843) skrif- ar hann í Ný félagsrit grein um verzlunarmál og segir þar m. a.: „Meðal samtaka þeirra, sem vel mætti takast eins og nú stendur og heppnast hafa sumstaðar, er það, að heilar sveitir eða héruð taki sig -saman til verzl- unar og kjósi menn til að standa fyrri kaupum af allra hendi fyrir sanngjarnlega 'þóknun". Það er áreiðanlegt, að þessi um- mæli J. S. suður í Khöfn fóru ekki fram hjá samherjum hans hér á landi. lifósvetningafélagið 1844 ©g Revkjavík- urfélagið 1848. Þegar á fimmta tug aldarinn- ar voru stofnuð a. m. k. tvö sam- vinnu-verzlunarfélög, sem settu sér lög og kusu sér trúnaðar- menn að hætti félagssamtaka nú á tímum. Fyrra félagið var stofnað í Háls- og Ljósavatnshreppum í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1844. Gengu í það í öndverðu fjöru- tíu bændur í báðum hreppunum. Það er eftirtektarvert, að þessi samtök áttu sér stað einmitt sama árið sem vefararnir í Rochdale í Bretlandi stofnuðu hið fræga kaupfélag, sem venju- lega er talið upphaf samvinnu- félagsskaparins 1 heiminum, en hundrað ára afmælis þess mun nU í ár verða minnst víða um lönd eftir því sem tök eru á. Því fer þó vitanlega fjarri, að nokkurt beint samband hafi verið milli hinna tveggja félags- stofnana. Bændafélagið í Ljósa- vatnsskarði var stofnað af 'auk þess sendi það á eigin á- byrgð dálitið af saltfiski til Kaupmannahafnar og keypti • þar vörur fyrir andvirðið. Komu vörurnar til Reykjavíkur með póstskipinu. Félagið hafði um- boðsmann í Kauphannahöfn og greiddi honum 2% í umboðslaun. Ekki mun félagsskapur þessi JÓN GUÐMUNDSSON, ritstjóri Þjóðólfs, mun hafa verið einn af .stofnendum Reykjavíkurfélagsins 1848, og hann stóð síðar fyrir verzl- unarhlutafélagi . Sunnlendinga. Hann missti sýslumannsembœtti sitt vegna baráttu sinnar fyrir stjórnfrelsinu. brýnni þörf þeirra, sem þar áttu hlut. að máli, til að bæta „ásig- komulag verzlunarinnar í Húsa- vík og á Eyjafirði", eins og einn af forgöngumönnum félagsins komst að orði. Lög þessa félags eru mjög eftirtektarverð, ekki sízt að því leyti, að þar er beinlínis gert ráð fyrir, að hin- ir efnaðri bændur hjálpi hin- um máttarminni til að losna úr skuldum og fá nauðsynleg- ustu vöruUttekt, og mönnum jafnvel lagðar fjárhagslegar skyldur á herðar í því skyni. Áherzla var lögð á vöndun gjald- eyrisvöru, og mátti það heita mikið nýmæli á þeim tíma. Það var og ætlun félagsins að vinna gegn notkun óþarfra vara (áfengis, tóbaks o. fl.), en verzl- unarskýrslur um miðja 19. öld bera það með sér, að innflutn- ingur slíkra vara var þá óhæfi- lega mikill til landsins í heild miðað við gjaldeyrisgetu þjóðar- innar. Félagið samdi um við- skipti við kaupmenn á Akureyri, og lausakaupmaður einn gerði sér ferð alla leið frá Reykjavík norður um land til að eiga þar kaup við það. Félag þetta mun hafa starfað 2—3 ár, og þó e. t. v. lengur. Þegar á fyrsta ári lækkuðu skuldir bænda í Háls- hreppi um þriðjung, og hagnað- ur þeirra af félagsskapnum var talinn nokkuð á þriðja hundrað ríkisdala, en þess er getið, að í Ljósavatnshreppi muni hafa orðið svipaður árangur. Um fé- lagsmenn segir ennfremur á prenti árið 1847: „Þeir hafa fengið glöggvari hugmyndir um skaða og ábata sinn og kaup- manna, um nokkur einkenni liðnu áranna og fáeinar jar- teiknir hinna komandi". Síðara félagið var stofnað 1 Reykjavík árið 1848. Var það raunar þáttur í hinu almenna framfarafélagi Reykvíkinga og bænda á Seltjarnarnesi, sem stofnað var á sumardaginn fyrsta það ár. í félagsskap þess- um voru, auk Nesbænda, kenn- arar við latínuskólann, stúdent- ar, iðnaðarmenn og „hinir lík- legustu tómthúsmenn". Félag þetta nefndi sig Verzlunarfélag- ið i Reykjavík. Lög þess voru prentuð og eru enn til. í þessum lögum er það m. a. eftirtektar- vert, að'ákveðið var að leggja í sjóð nokkurn hluta af verzlun- arhagnaði félagsins. Eru þau á- kvæði raunar viðvaningsleg, enda var félagið að þessu leyti nálega Tiálfri öld á undan sam- tíð sinni. Félag þetta hafði við- skipti við lausakaupmenn, en TRYGGVI GUNNARSSON stjórnaði Gránufélaginu, en hann gat líka gert víð skíp félagsins og verzl- unarhús, ef svo bar undir. Hann var einn mesti framtaksmaður hér & landi á síðari hluta 19. aldar. I haf'a staðið lengi, en á næstu tveim áratugum er lítilsháttar getið um svipuð samtök í Reykjavík eða nágrenni hennar. Um skilyrði til félagsskapar í Reykjavík um þetta leyti (þ. e. fyrir 95 árum) segir Jón Sig- urðsson 1849: „Það verður jafn- an eitthvert hið öflugasta og einhlítasta meðal til að halda öllum f élagsskap saman, bæði til viðræðu og til funda, að þeir baki sér hvorki verkfall, tíma- spilli né kostnað með því að sækja fundi, og er engu slíku að kvíða í Reykjavík. Aftur eru fé- lagsmenn þar, einkum hinir fremur auðtrUa og einfaldari, helzt til of nærri kaupmönnum og of háðir þeim fyrir óloknar skuldir". Munu það ýmsir mæla, að bæði hafi gætt glöggskygni og framsýni í ummælum þess- um, því að svo að segja á hverj- um áratug síðan 1848 hefir ver- ið stofnað til almennra verzlun- arsamtaka í höfuðstaðnum, en máttur þeirra að jafnaði reynzt lítill þangað til nú á síðustu tím- um. Útbreiðsla verzlunar- f élagsskapar um miðja 19. öld. LaUst eftir 1850 voru verzlun- arsamtök meðal bænda orðin nokkuð almenn í þrem lands- fjórðungum, þ. e. á Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi. Félagsskapur sá, sem hér var um að ræða, var í þá daga nokkuð laus í sniðum. Að vísu er yfirleitt talað um „félög" í þessu sambandi. Virðist þá að jafnaði hafa verið gengið út frá því, að bændur í hverjum hreppi væru sérstakt félag, en tæplega um lagasetningu að ræða. Einn eða fleiri menn voru til kjörnir að hafa forystu í félagi hverju, og voru þeir nefndir „forstöðu- menn". Félög þessi höfðu ekki með höndum vörukaup eða vörusölu eins og síðar tíðkaðist. Þau voru einskonar hagsmuna- eða stéttarsamtök bænda gegn kaupmönnum, án þess þó að hætt yæri viðskiptum við þá. Að því leyti svipaði þeim til verka- lýðsfélaga nú á tímum. Starf- semin var i því fólgin, að félags- menn komu fram í einu lagi gagnvart kaupmönnum og sköp- uðu sér þannig samningsað- stöðu. Bar þetta oft góðan árangur einkum þar, sem kaup- menn voru margir og um sam- keppni gat verið að ræða, en þar sem ekki var nema ein verzlun á höfn, hefir sjáfsagt allt verið erfiðara, enda félaga þessara minna getið á slíkum stöðum. Þegar komið var að kauptíð, ræddu forstöðumenn félaganna við kaupmenn og leituðu tilboða. Var þá samið við þá, er bezt buðu, um verð á innlendri gjald- eyrisvöru og erlendum varningi fyrir alla félagsmenn, en síðan sá hver bóndi um sín viðskipti PÉTUR EGGERZ var einn þeirra, er gengust fyrir stofn- un Félagsverzlunarinnar við Húnaflóa og gerðist kaupstjóri hennar. Hann varð örkumlamaður á bezta aldri, en ferðaðist þó oft langar leiðir á landi vegna áhugamála sinna. samkvæmt því, er um hafði ver- ið samið. Víða virðist um þetta leyti hafa verið litið á verzlunarsam- tökin sem almenn héraðsmál og jafnframt einn meginþátt alls- herjar frelsisbaráttu lands- manna. Árið 1853 taka Austfirð- ingar t. d. þessi mál til meðferð- ar á þinghöfðafundi, en þing- höfðafundir voru ekki ósvipaðir því sem nú erú kallaðir „lands- og héraðsmálafundir" í fsa- fjarðarsýslum. Svo stórhuga voru þá sumir menn á Austur- landi, að til orða kom að stofna eitt allsherjar verzlunarfélag fyrir Austurland, og ætti það fé- lag vörugeymsluhús við sjó og hefði erindreka, er keypti nauð- synjar félagsmanna „af útlend- um í stórkaupum". Af því á- formi varð þó ekki, enda tæp- lega slíks framtaks að vænta á þeim tíma af alþýðu manna, en verzlunarfélög bænda létu hins vegar mjög að sér kveða á Aust- urlandi og settu kaupmönnum stólinn fyrir dyrnar. Er og talið, að verzlun á Austurlandi um 1850—70 hafi verið einhver hin hagstæðasta á landinu. Nefna mætti í þessu sambandi hrepp- stjórafund Suður-Þingeyingá 1854 og búnaðarfélagsfundi sýslunnar, en þessir fundir höfðu verzlunarmál til meðferðar og forgöngu um stofnun og viðreisn verzlunarfélaga í hreppum. Blaðið Þjóðólfur, málgagn baráttumanna fyrir sjálfsstjórn landsins, er stofnað var rétt fyrir miðja öldina, hélt ein- dregið fram málstað verzlunar- félaganna og talaði tií kaup- manna í nokkuð öðrum t ón en áður hafði tíðkast af alþýðu hálfu. Þar segir meðal annars 21. apríl 1855: „Munu i engum löndum sjást eins mikillátir og bólgnir smáverzlunarmenn (og hér) -----það er eins og maður væri viðstaddur auðmjúkan bænastað einhvers vesalings við konung eða jarl um uppgjöf á stórsektum eða aðra náðarveit- ingu, þegar landsmenn vorir ganga fram fyrir þessa herra og biðja í auðmýkt um að selja sér brennivínspott eða tóbakspund og spyrja, hvort hann muni ekki gera svo vel og taka af sér þenn- an ullarlagð eða tólgarmola fyr- ir". Hin nýja verzlunarlöggjöf, er gekk í gildi árið 1855, gaf og samtökum landsmanna byr und- ir vængi, því að samkvæmt þeirri löggjöf máttu annara þjóða menn, þótt eigi væru þegnar Danakonungs, slgla hingað til verzlunar við lands- menn, og bann það, er áður var við þvi að flytja vöru beint milli íslands og annara landa en Dan- merkur, var nú að fullu afnum- ið. Þetta hafði stfax þau áhrif, að Englendingar og Norðmenn, og þó einkum hinir fyrnefndu, tóku að sigla hingað og reka við- skipti, bæði laus og föst. Þetta JAKOB HÁLFDÁNARSON boðaði til stofnfundar K Þ. og var að- boðaði til stofnfundar K. Þ. og var að- alforustumaður þess fyrstu árin, og bóndi á Grimsstöðum við Mývatn. ¦ var landsmönnum til mikils gagns, eins og þá stóð á, þar sem þeir voru þess sjálfir lítt umkomnir að leggja fé í verzl- un, en fengu þarna nýja sam- keppni við hlna gömlu kaup- merln og möguleika fyrir verzl- unarfélög sín. Og sízt má þvi gleyma, að rýmkun verzlunar- löggjafarinnar leiddi af sér smátt og smátt, að landsmenn fengu alveg nýja möguleika til að afla sér gjaldeyris, er útflutn- ingur lifandi sauðfjár og hrossa' hófst héðan af landi til Bret- lands. Verzlunarhlutafélög in um 1870. Um 1870 hefst nýr þáttur í sögu hinna almennu verzlunar- samtaka hér á landi. Það voru hin svonefndu verzlunarhluta- félög. Félög þessi minna á Eim- skipafélag íslands eins og til þess var stofnað í öndverðú. Við stofnun slíkra félaga var safnað hlutafé eða félagshlut- um, sem svo voru nefndir. En allri alþýðu manna var gefinn kostur á að leggja féð fram. Raunar var það svo, að þeir eignuðust að jafnaði flesta fé- lagshluti, er efnaðastir voru, en þó má telja, að þátttaka væri mjög almenn, enda til þess ætl- ast. Atkvæðisréttur I félögum þessum var að nokkru leyti mið- aður við hlutafjáreign félags- manna, en þó þannig, að hann fór minnkandi tiltölulega eftir bví sem hlutafjáreignin óx: Hlutafénu vörðu félögin til að eignast verzlunarhús og. skip. Þau keyptu sjálf og seldu vörur sínar erlendis og var það mikið átak til framfara frá því, sem verið hafði á dögum hinna eldri verzlunarsamtaka. Tvö hin stærstu félög af þessu tagi tóku til starfa svo að segja samtímis, Gránufélagið og Fé- lagsverzlunin við Húnaflóa. Hið þriðja var stofnað nokkrum árum síðar, en það var Verzlun- arhlutafélagið í Reykjavík. Var bað raunar ekki eins öflugt og hin tvö. Við Breiðafjörð var einnig stofnað til félagsskapar með þessu sniði, en um hann eru fáar heimildir. Stærst þessara félaga var Gránufélagið. Tildrög þess voru þau, að nokkrir menn við Eyja- fjörð keyptu strandað seglskip og létu gera haffært. Meðan skipið var til viðgerðar I fjöru á Akureyri, hentu. kaupmenn gaman að og kölluðu skips- skrokkinn Gránu, en eftir að fér lagið var stofnað var ákveðið að festa þetta heiti og kenna félag-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.