Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 11
61. Mað TÍMINN, laugardaginn 17. júní 1944 ið við skipið. Grána reyndist far- sælt skip og færði mönnum oft björg í bú á vorin eins og að er . vikið í vísunni: „Spaugar lánið lands við menn. Að leiðum hafnar brýnum smaug hún Grána okkar enn inn hjá nafna sínum" (þ. e. ísnum). Síðar eignaðist félagið fleiri seglskip, og yfirleitt annaðist það sjálft vöruflutninga sína með sínum eigin skipum og leiguskipum (en það gerðu hin félögin ekki). Upphaf þess var við Eyjafjörð, eins og fyr var sagt, en fljótlega breiddist fé- lagsstarfsemin út um Norður- og Austurland, allt frá Skaga- firði til Hornafjarðar. Hafði fé- lagið þá marga fasta verzlunar- staði og lausaverzlun á skipum, en kaupstjóri þess, Tryggvi Gunnarsson, var um þær mund- ir næstum þjóöhetja talinn í þessum landshlutum. Félags- menn hafa sennilega verið um ellefu hundruð, þegar flest var, viðs vegar á félagssvæðinu. Fé- lag þetta beitti sér mjög fyrir umbótum í sjávarútvegi og þá sérstaklega saltfiskverkun á Norður- og Austurlandi. En yf- irráð yfir verzlun þess og eign- um lentu, er tímar liðu, í hönd- um útlendinga. Félagsverzlunin við Húnaflóa var einnig mjög viðamikill fé- lagsskapur. Félagssvæði hennar var Norðurland vestur frá Skagafirði, en auk þess voru i félaginu Strandamenn, Borg- firðingar og sennilega einhverj- ir í Dalasýslu. Flutti það vörur á Grafarós, Borðeyri og a. m. k. einu sinni á Akranes og átti hús á tveim fyrrnefndum stóðum. Pétur Eggerz frá Akureyjum veitti þessu félagi forstöðu, en það haíði verzlunarsamband sitt í Noregi. Á vegum þess og ann- arra, sem skiptu við Norðmenn um þær mundir, var gufuskipið „Jón Sigurðsson" frá Bergen. Bar skiþið nafn forsetans. Þetta félag flutti inn ýmislegt, er þá þótti nýstárlegt, svo sem girð- ingarefni og eldavélar. Eftir fá ár skiptist það í tvö félög með svipuðu sniði, en bæði lögðust þau niður fyrir' 1880. Verzlunarhlutafélagið í Rvík (sem oft var kallað veltufélagið eða „veltan", af því að hluta- féð var nefnt „veltufé") átti í öndverðu að ná yfir allt Suður- land. Gerðust margir bændur á suðurláglendinu, allt austur í Skaftafellssýslu, félagsmenn og lögðu fram félagshluti. Viðskipti þessa félags munu þó mest hafa verið í Reykjavík og nágrenni hennar. Félagið átti hús í Reykjavík og var starfandi til 1883. Einn aðalforgöngumaður •þess var Jón Guðmundsson rit- stjóri Þjóðólfs, og veitti hann því forstöðu til dauðadags 1875. Pöntunarfélög og kaupfélög eftir 1880. Þriðji þáttur verzlunarsam- takanna hefst með stofnun pöntunarfélaganna eftir 1830. Starfsemi þessara félaga, eink- um þeirra, sem enn eru til, er svo kunn, að um hana verður ekki farið mörgum orðum hér. Skipulag hinna elztu pöntunar- félaga er enn að nokkru leyti ráðandi í íslenzkum kaupfélög- um. Pöntunarfélögin söfnuðu ekki hlutafé að neinu ráði, sum þeirra þó lítilsháttar til að geta eignazt vörugeymslu og upp- skipunartæki, en það framlag mátti raunar skoða sem inn- tökugjald, enda atkvæðisréttur aldrei miðaður við fjárframlög. Félögin keyptu yfirleitt sjálf inn vörur sínar með aðstoð erlendra umboðsmanna og greiddu þeim föst umboðslaun. Öll úttekt fé- lagsmanna fór fram eftir pönt- un, er gerð var fyrirfram ár hvert, og þá jafnframt safnað gjaldeyrisloforðum. Þegar tímar liðu, stofnuðu sum félögin „söludeild" samhliða pöntuninni . (þ. e. seldu eitthvað' af vörum í búð). Félögin skiptust í deildir, venjulega eftir hreppum, og var deildarstjóri í hverri deild, sem að jafnaði var fulltrúi deildar- innar á félagsfundum. Félögin höfðu að jafnaði þriggja manna stjórn, en formaður félags- stjórnar var oftast aðalstarfs- maður og reikningshaldari fé- lagsins. Oft hafði þó félags- stjórn afgreiðslumann á hafn- arstað, en auk þess menn til að taka á móti aðalgjaldeyrisvör- unum (sauðum eða hrossum), heima í deildum. Þau pöntunar- félög, sem ekki lögðust niður, tóku smátt og smátt upp söfnun sjóða og búðarsölu erlendra vara, en þeir starfshættir urðu ekki almennir í félögunum fyr en nokkuð löngu eftir aldamót. Hér á eftir verða talin hin helztu pöntunarfélög, er stofnuð voru hér á landi til aldamóta 1900. Kaupfélag Þingeyinga er, eins og kunnugt er, elzt pöntunarfé- laganna og núlifandi samvinnu- félaga, stofnað 1882. Aðalfélags- svæði þess var og er Suður- Þingeyjarsýsla austan Ljósa- vatnsskarðs. K. Þ. og starfs- hættir þess urðu að mörgu leyti fyrirmynd annara félaga af sama tagi, en sumt var þar ef- laust byggt á reynslu hinna eldri verzlunarsamtaka í landinu. Þetta félag bar fyrst allra félaga nafnið kaupfélag. Vert er að Stokkseyrarfélagið var stofnað 1891. Það hafði verzlunarstað á Stokkseyri og nam þar land á svipaðan hátt«og K. N. Þ. á Kópaskeri, enda kenndi það sig við staðinn. Félag þetta náði mikilli útbreiðslu, en félags- svæðið var aðallega Rangár- vallasýsla og lágsveitir Árnes- sýslu. Einnig voru starfandi um skeið félagsdeildir í Vestur- Skaftafellssýslu allt austur fyr- ir Mýrdalssand. Félag þetta starfaði nokkuð fram á annan tug 20. aldar. Kaupfélag Rosmhvalanes- hrepps var á Suðurnesjum við Faxaflóa. Það mun hafa verið stofnað laust fyrir 1890, en um það eru því miður litlar heim- ildir fyrir hendi. Árið 1896 er það þó enn starfandi, svo að kunnugt sé. Kaupfélag Reykjavíkur var stofnað í höfuðstaðnum árið 1890 og starfaði þar um hríð. Það var pöntunarfélag, en 11 móta. Félagssvæðið voru sveitir og þorp við ísafjarðardjúp og ísafjarðarkaupstaður. Þetta fé- lag og Kaupfélag Rosmhvala- neshrepps voru að því leyti sér- stæð meðal pöntunarfélaganna gömlu, að sjávarafurðir voru að- algjaldeyrisvara þeirra. Vörupöntunarfélag Húnvetn- inga og Skagfirðinga var næst- elzta pöntunarfélagið, stofnað 1884. Félagssvæðið var Austur- Húnavatnssýsla og Skagafjörð- ur. Félag þetta lagðist niður í ársbyrj un 1889 um leið og Kaup- félag Skagfirðinga var stofnað. Það hafði öll viðskipti sín við brezka sauðakaupmanninn Cog- hill, og færði hann því vörur á sauða- og hrossaskipum sínum. Verzlunarstað hafði félagið á Sauðárkróki og átti þar hús. Kaupfélag Húnvetninga var stofnað 1895 og er enn starf- andi. Félagssvæði þess var Aust- ur-Húnavatnssýsla og aðalverzl- unarstaður Blönduós. BENEDIKT JÓNSSON . á Auðnum aflaöi sér, án skólagóngu,' PÉTUR JÖNSSON mikillar þekkin'gar i tungumálum og * Gautlóndum var fyrsti formaður þjóðfélagsfrœðum. Það var honum líf Sambands isl. samvinnufélaga og sá, og yndi að lesa erlendar bœkur og \ er len9st hefir oegnt því starfi. Hann tímarit, frœða aðra um það, sem hann ™r u™ tangan aldur öruggur talsmað- las, og gera þá að samvinnumönnum. I ur samvinnustefnunnar á Alþingi. geta þess, að sumum þótti þetta orð varla réttnefni um pöntun- arfélög, enda var það ekki al- staðar upp tekið. Um það verður naumast deilt, að hrein félags- hyggja hafi í öndverðu verið mest í þessu félagi, og kemur það fram í starfsemi þess á ýms- an hátt og þeim mennirígararfi, sem stofnendur þess hafa eftir sig látið. • Kaupfélag Norður-Þingeyinga var stofnað árið 1894, og er enn starfandi. Félagssvæðið var þeg- ar í öndverðu Norður-Þingeyj - arsýsla vestan Öxarfjarðarheið- ar. Félagið tók sér verzlunar- stað á Kópaskeri og nam þar land, en áður var engin föst verzlun á þeim stað. Pöntunarfélag Fljótsdalshér- aðs var stofnað 1886. Félags- svæði þess var Austurland sunnan Smjörvatnsheiðar, en verzlunarstað hafði það á Seyð- isfirði. Þetta félag hefir senni- lega verið einna framkvæmda- samast allra pörítunarfélaganna og átti miklar húseignir, enda var umsetning þess mikil. Fé- laginu var slitið 1910. Kaupfélag Árnesinga var stofnað 1888 og starfaði eitthvað fram yfir aldamót. Það hafði verzlunarstað í Reykjavík. Fé- lagssvæðið var efri hluti Árnes- sýslu. keypti vörur sinar hjá kaup- mönnum í Reykjavík og greiddi þær í peningum. Verzlunarfélag Dalasýslu var stofnað árið 1886 og var meðal stærstu pöntunarfélaga fyrir aldamót. Upphaf þess var í Dalasýslu, en smátt og smátt eignaðist það ítök í sex sýslum vestan lands og norðan, þ. e. auk Dalasýslu, í Snæfellsness- og Hnappadalssýslum, Austur- Barðastrandarsýslu, Stranda- sýslu og Húnavatnssýslu ve'stan- verðri. Hafði það uppskipunar- staði vara bæði við Breiðafjörð og Húnaflóa, en lítið átti það af vörugeymsluhúsum, enda aldrei nema pöntunarfélag. Þetta félag er m. a. eftirtektar- vert vegna þess, að það hóf, fyrst íslenzkra pöntunarfélaga, aukaálagningu á vörur til stofn- sjóðsmyndunar, að hætti enskra kaupfélaga. Um aldamót voru á félagssvæði V. D. stofnuð fjög- ur kaupfélög, sem enn eru starf- andi, Kaupfélag Saurbæinga og Kaupfélag Hvammsfjarðar í Dalasýslu og Verzlunarfélag Steingrímsfjarðar og Verzlun- arfélag Hrútfirðinga i Stranda- sýslu. Verzlunarfélag Dalasýslu hélt þó áfram starfsemi sinni sunnan fjalls til 1910. Kaupfélag ísfirðinga var stofnað 1888 og starfaði til alda- lendingar fengu innlenda stjórn, stofnuðu þingeysku kaupfélögin þrjú Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Síðan á heims- SIGVRÐVR JÓNSSON i Yztafelli var fyrsti ráðherra sam- vinnumanna. Hann var ritstjóri að tímariti kaupfélaganna, fór víða um land og flutti fyrirlestra-um samvinnu- félóg. Kaupfélag Skagfirðinga var stofnað 1889 og er enn starf- andi. Félagssvæði þess var Skagafjörður og verzlunarstað- ur Sauðárkrókur. Bændur í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húna- vatnssýslu gengu I þetta félag við stofnun þess og voru i því um hríð. Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað 1886, og er enn starf- andi. Félagssvæðið var í önd- verðu þrír hreppar í Eyjafirði innan Akureyrar, en verzlunar- staður Akureyri, og eignaðist félagið þar fyrsta hús sitt rétt fyrir aldamót. Félagið eignaðist fljótlega nokkur ítök í sveitum út með Eyjafirði að vestan, en mestur varð vöxtur þess eftir 1906, er starfsháttum þess var breytt í það horf, sem nú tíðk- ast í kaupfélögum. Kaupfélag Svalbarðseyrar var stofnað 1889 og er enn starfandi. Félagssvæðið var vesturhluti Suður-Þingeyjarsýslu, en verzl- unarstaður Svalbarðseyri við Eyjafjörð austanverðan. Nýir tímar — sama stefna. Úr íslenzkri samvinnusögu á tuttugustu öld verður hér fátt eitt nefnt. En minna má á það, að árið 1902, rétt áður en ís- Mynd þessi er tekin ofan af Geitlandsjökli, norðan til við Þórisdal. Sér suður Kalda- dal yfir Geitáraura; til hœgri er Okið og Langjökull til vinstri. Geitá kemur upp undan Langjökli og fellur þarna út á sandana. HALLGRÍMVR KRISTINSSON er almennt talinn mestur brautryðj- andi samvinnufélagsskaparins hér á landi á þessari óld. Hann var kaup- félagsstjóri Eyfirðinga, erindreki Sam- bandsins erlendis og síðar framkvstjóri þess, en lézt fyrir aldur fram, óvœnt og mórgum harmdauði. styrjaldarárunum fyrri hefir það haft á hendi vörukaup og vörusölu fyrir flest íslenzk kaup- félög og rekið mikilsverðan iðn- að. í sambandinu eru nú rúm- lega fimmtíu samvinnufélög og samtals um tuttugu þúsundir félagsmanna,' enda er nú tæp- ast til sá verzlunarstaður hér á landi, að ekki sé þar kaupfélag eða útibú frá kaupfélagi. Flest hin norðlenzku pöntunarfélög, sem stofnuð voru fyrir aldamót og sömuleiðis þau, sem stofnuð voru upp úr Verzlunarfélagi Dalasýslu, eru enn starfandi. En í þessum félögum og víðast annars staðar er nú búðarsala komin í stað pöntunarinnar, og álagning til veltufjársöfnunar svo sem kunnugt er. Hin almennu verzlunarsam- tök landsmanna, sem nú eru kölluð samvinnufélög, hafa á þessari öld eins og á öldinni, sem leið, verið snar þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Spyrjum þann íslending, sem nú er miðaldra eða meira, hver lagt hafi að velli hina erlendu kaupmannaverzlun í kaupstaðn- um eða kauptúninu, sem hann þekkti bezt, og svarið mun oft- ast verða hið sama: Kaupfé- lagið gerði það. Sú var líka skoðun Jóns Sigurðssonar árið 1872, að fram til þess tíma hefðu verzlunarfélög bænda átt mest- an þátt í því að gera verziunina innlenda. Þannig hafa sam- vinnufélögin haldið áfram bar- áttunni gegn hinu erlenda valdi, unz yfir lauk á hverjum stað. Svipaða sögu mætti segja um viðureign Sambands íslenzkra samvinnufélaga á erlendum vettvangi við suma þá, er þar höfðu fest hendur á íslenzkum viðskiptum. En sjálfstæðisbar- áttunni, sem fyrrum var háð gegn erlendu ofurvaldi, hafa samvinnufélögin nú á síðustu áratugum haldið áfram ¦ í inn- anlandsmálum íslendinga. Markmið .þeirra var og er að gera alþýðu landsins frjálsa.. ATHS. Ég vil nota tækifærið til að taka það fram, að hvers konar fróðleikur og heimildir, sem menn hér á landi og erlendis i kynnu að eiga í fórum sínum eðá geta vísað á, um það efni, sem I lauslega er drepið á í grein þess- 'ari, væri mér kærkomið. En jnauðsyn ber til að halda öllu ^slíku til haga, svo að það falli jekki í gleymsku. G. G. Nokkur kaupfélagshús frr?- ' '"..... '........"...... rr<m*r~>r.: Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði Kaupfélag Stykkishólms, Stykkishólmi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.