Tíminn - 23.06.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPPANDI: PR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 28. árg. Reykjavík, föslmlagiun 23. júní 1944 RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Símar 3948 og 3720. AFGREIÐSLA, INNHETMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 63. blatS Vér verðum að setja ágreiníngi eðli- leg takmörk og standa saman, þegar þjóðarnauðsyn kreíur Ræða Eysleins Jónssonar við stjórnarráðshúsið 18. júní Góðir íslendingar. Eysteinn Jónsson flytur rcaOu hjá stjórnarráSshúsinu 18. júni síöastl. (Ljósm. Alfred D. Jónsson). Erlent yffrlit: , Leynivopnið Þjóðverjar hafa nú tekið í þjónustu sína leynivopn það, sem þeir hafa ógnað Bretum með undanfarna mánuði. Reyndust þær spár réttar, að þeir myndu hefja notkun þess í sambandi við innrásina og að það væri einskonar svifsprengj- ur eða mannlausar flugvélar, eins og Þjóðverjar sjálfir kalla það. Þétta nýja vopn Þjóðverja . kom Bandamönnum enganveg- inn á óvart. Brezk og amerísk blöð hafa lengi rætt um, að Þjóðverjar myndu hafa slíkt vopn í fórum sínum. Snemma í vetur byrjuðu flugvélar Breta að gera árásir handan Ermar- sunds á stöðvar, þar sem talið var, að Þjóðverjar hefðu útbún- að til að senda þetta vopn frá sér. Þótt Bandamönnum væri kunn ugt um vopn þetta, hafa þeir ekki enn fundið fullkomnar varnir gegn því, Að vísu finna miðunarstöðvar þeirra svif- sprengjurnar, þegar þær nálg- ast, og orustuflúgvélum þeirra hefir tekizt að skjóta allmargar þeirra niður. En vörnum, eins og t. d. þeim að láta fólk fara í byrgi, verður illa við komið. Svifsprengjurnar koma látlaust og fara með miklum hraða. Ef til vill hjálpar það Bandamönn- um eitthvað í baráttunni við vopn þetta, að þeir hafa nú náð einni sendistöð Þjóðverja á Cherbourgskaga og telja sig hafa öðlazt mikilvægar upplýsingar í sambandl við það. Þessar svifsprengjur Þjóðverja eru á stærð við Spitfireflugvél. Þær munu geta komizt 250 km. vegalengd og fara með 550—600 km. hraða á klst. Þeim er skotið af stað með rakettu og eru knúnar áfram með þrýstilofti. Þjóta þær gegnum loftið með miklum gný og hávaða. Sprengi- kraftur þeirra er sagður svipað- ur og venjulegrar 1000 kg. þýzkr- ar sprengja. Bretar segja, að þær láti illa að stjórn og sé því erfitt að hitta ákveðið mark með þeim, en Þjóðverjar segja hið gagnstæða. Þjóðverjar hafa hingað til beint svifsprengjunum nær ein- göngu gegn London og næsta nágrenni hennar. Segja þeir tjónið mikið af völdum þeirra, en Bretar gera minna úr því, en telja það þó talsvert. Þeir viður- kenna, að Þjóðverjar sendi æ meira og meira af svifsprengj- unum og tjónið fari því vaxandi. Enn verður ekki sagt um það . til hlitar, hver áhrif vopn þetta kann að hafa. Það fer talsvert eftir því, hve mikið Þjóðverjar geta framleltt af því. Brezk blöð telja ekki líklegt, að framleiðsla Þjóðverja á því geti orðið I stór- um stíl. Mikið veltur og á því, hvort Þjóðverjum tekst að full- komna stýristækin og geti þannig hæft með sprengjunum hvaða mark, sem þeir vilja. Seinttstu iréttír Bandamenn hafa unnið mik- ið á á Cherbourgskaga og er bú- ist við að þeir taki Cherbourg fljótlega. Annars staðar hafa þeir ekki unnið verulega á í Normandí, en yfirleitt þó styrkt aðstöðu sína. Liðflutningar halda stöðugt áfram. Orustur hafa verið miklar. Á Ítalíu hafa Bandamenn unnið mikið á og eru komnir langt norður fyrir Rómaborg á vesturströndinni. Franskar her- sveitir hafa tekið Elbu. Rússar hafa tekið Viborg og allt Kyrjálaeiðið og stefna nú her sínum til Helsingfors. Bú- izt er við stjórnarskiptum 1 Hels- ingfors. Færeyingar sam- fagna ísl.þjóðinni í Færeyjum var hátíð mikil haldin hinn 17. júni til sam- fagnaðar íslenzku þjóðinni. Safnaðist fólk saman við lög- þingshúsið og gekk fylktu liði til hins forna þingstaðar Fær- eyinga. Voru færeyskir og ís- lenzkir fánar bornir fyrir fylk- ingunni. Fjórir kunnir menn, þeir Tor- stein Petersen, forseti lögþings- ins, Jóannes Patursson kongs- bóndi, Andreas Ziska og Richard Long lögþingsmaður fluttu snjallar ræður. Havnar Sang- felag söng á milli ræðanna, þar á meðal ljóð, sem þeir Hans A. Djurhuus, eitt fremsta skáld Færeyinga, og Jóannes Paturs- son höfðu ort af tilefni þessa dags, og ýms íslenzk ljóð og lög, svo sem „Eldgamla ísafold" og þjóðsönginn, „Ó, guð vors lands.“ Kveðjur og árnaðaróskir hafa íslenzku þjóðinni borizt frá lög- þinginu, undirrltuð af Torsteini Petersen forseta þess, fundi Færeyinga í Tórshavn, undirrit- uðu af Jóannesi Paturssyni, og færeyskum skilnaðarmönnum, undirrituð af Sverri Paturssyni. Sérhverjum íslendingi þykir innilega vænt um hlýhug fær- eysku frændþjóðarinnar. Það var og gleðiefni, að færeyskur blaðamaður, Knút Wang, rit- stjóri Dagblaðsins, var meðal fleiri góðra gesta á Þingvöllum 17. júní og við hátíðahöldin í Reykjavík daginn eftir. Níu prestar vígðír Síðastl. sunnudag vígði bisk- upinn, herra Sigurgeir Sigurðs- son, níu presta við mjög hátíð- lega guðsþjónustu. Mun það einsdæmi á síðari áratugum, að svo margir prestar vígist í einu. Hinir nývígðu prestar eru þessir: Sveinbjörn Sveinbjörns- son, skipaður prestur í Hruna, Sigmar Torfason, skipaður að Skeggjastöðum, Guðmundur Guðmundsson, settur að Brjáns- læk, Sigurður Guðmundsson settur að Grenjaðarstað, Jón Árni Sigurðsson settur að Stað á Reykjanesi, Robert Jack sett- ur að Eydölum, Stefán Eggerts- son settur að Staðarhrauni og Trausti Pétursson settur að Sauðlauksdal. Fyrir altari var sr. Bjarni Jóns- son vígslubiskup, sr. Sigurbjörn Einarsson lýsti vígslu, en sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson pré- dikaði og lagði út af texta dags- ins. Fimm Ameríkuríki víðurkenna íslenzka lýðveldíð íslenzka lýðveldinu hafa bor- izt heillaóskir og viðurkenning frá fimm lýðveldum í Ameríku. Eru það Brazilía, Guatemala, Nicaragua, Paraguay og Kúba. Þá hafa enn borizt mörg heillaskeyti frá íslendingum og íslandsvinum erlendis, m. a. frá Jóannesi P^turssyni, sjálfstæð- ishetju Færeyinga. Kunnugt er, að 300 fulltrúar erlendra ríkja heimsóttu sendi- (Framh. á 4. síöu) Margur er nú hniginn til moldar, sem þráð hefir að lifa endurreisn þjóðveldis á íslandi. Á þessum hátíðisdögum 1 lífi! þjóðarinnar minnumst vér þess- ara manna. Vér minnumst þeirra, sem staðið hafa vörð um landsrétt indi vor, þeirna, sem stóðu á réttinum, þótt þeir yrðu að lúta ofureflinu. Vér minnumst þeirra, sem trúðu á landið og sáu hvers af því mátti vænta, þegar við sjálft lá, að það yrði lagt í auðn. Vér minnumst þeirra afreks- manna, sem sköpuðu bókmennt- ir íslendihga og allra þeirra, sem varðveittu þær og tungu lands- manna. Vér eigum ef til vill erfitt með að skilja til fullrar hlítar, hví- líkt afrek þessir menn hafa unn- ið í vora þágu og allra þeirra, sem eiga eftir að byggja þetta land. En hafi oss gengið illa að meta þakkarskuld vora við þá, verðum vér einmitt nú að leggja oss fram um að skilja til fulls hvers virði verk þeirra voru. Nú eigum vér að sýna hvers vér metum verk þeirra og minningu. Þeir, sem á tímum áþjánar og harðréttis sáu gróanda og glæsta framtíð, þeir, sem á myrkustu dögum þjóðarinnar lögðu rækt við bókmenntir og tungu, hafa vafalaust að margra dómi verið fremur draumóra- en raunsæismenn. Mörgum mun þá hafa virzt hugsjónir þeirra fjarstæðu- kenndar og verk þeirra lítils virði, í samanburði við þá bar- áttu, sem menn daglega háðu fyrir lífi sínu. En í brjóstum þessara manna Forsetar Alþingis hafa í um- boði Alþingis sent Kristjáni X. Danakonungi svohljóðandi sím- skey ti: x „Nú þegar stofnað er lýðveldi á íslandi, hefir Alþinjfi ákvarð- að að fela forsetum sínum að flytja Hans Hátign Kristjáni X. konungi alúðarkveðjur með þökkum fyrir ágætt starf í þágu þjóðarinnar, meðan hann var konungur hennar. Jafnframt þakkar Alþingi hina hlýju kveðju konungs 17. júní, sem ber vott um skilning hans á fram- komnum vilja íslenzku þjóðar- innar og eykur enn hlýhug hennar til Hans Hátignar og dönsku þjóðarinnar. Vilja for- setar í nafni Alþingis árna kon- ungi, drottningu hans og fjöl- skyldu allri, giftu og farsældar á ókomnum árum, og donsku bræðraþjóðinni friðar og frelsis, í fullvissu um, að frændsemi- bönd þau og vinátta, er tengja saman öll Norðurlönd, megi haldast og styrkjast á ný fyrir alla framtíð.“ Skeyti það frá Kristjáni kon- ungi, er barst ríkisstjórninni til Þingvalla 17. júní og forsætis- bjó og dafnaði lifsvilji íslenzku þjóðarinnar. Lífsvilji þjóðar, sem undlr niðri fann að henni gat farnast vel í landi sínu, — þjóðar, sem fann, að hægt var að treysta á landið — þrátt fyrir allt, — þjóðar, sem var vanmáttug í svip, en fann &ð hún átti orku til betra lífs. Vér, sem nú lifum og sjáum hverju áorkað hefir verið um framfarir og stjórnfrelsl lands- ins, vér eigum að geta séð, að hugsjónir þessara beztu sona ís- lands voru ekki hugarórar held- ur upphaf að nýju glæsilegu tímabili í lífi þjóðarinnar. Vér eigum nú að gjalda þakk- arskuldina þeim, sem björguðu þjóðinni, bæði þeim, sem vér ráðherra skýrði þar frá, var í heild á þessa leið: „Þótt mér þyki leitt, að skiln- aðurinn milli mín og íslenzku þjóðarinnar hefir verið fram- kvæmdur á meðan svo stendur á sem nú er, vil ég láta í ljós beztu óskir mínar um framtíð íslenzku þjóðarinnar og von um að þau bönd, sem tengja ísland við hin norrænu lönd, megi styrkjast.“ Þessu skeyti svaraði forsætis- ráðherra fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar um símstöðina á Þing- völlum kvöldið 17. júní á þessa leið: „Ríkisstjórnin færir Hans Há- tign Kristjáni konungi X. alúð- arþakkir fyrir hamingjuóskir þær til íslenzku þjóðarinnar,sem henni bárust 17. júní. Forsætis- ráðherra las kveðjuna þegar á Þingvöllum fyrir mannfjölda miklum, sem tók tilkynningunni með miklu þakklæti. Þegar for- sætisráðherra bað blessunar konungi, drottningu og fjöl- skyldu konungs, tók mannfjöld- inni undir með miklum fögn- uði.“ vltum deiii á og öllum hinum, sem ekki fara sérstakar sögur af. Og vér vitum, að vér getum ekki minnst þessara manna manna nema á einn hátt, svo verðugt sé: Með því að starfa þannig að málum hins nýja þjóðveldis, að draumar þeirra rætist um framtíð íslands og ís- lendinga — með því að sýna í verki á glæsilegri hátt en nokkru sinni fyr, að þeir, sem trúðu á Iandið og kynstofninn, höfðu rétt fyrir sér. En nú kynni einhver að spyrja: Fáum vér starfsfrið og tæki- færi til þess að sýna hverju lítil frjáls þjóð fær áorkað? Getur 125 þús. manna þjóð stofnað raunverulega frjálst lýðveldi á þessum tímum, þegar margfalt stærri þjóðir hafa verlð lagðar undir okið og er haldið í áþján? Vér svörum þessu þannig: Stofnun þessa fámenna lýðveld- is verður prófsteinn á það, sem koma skal eftir þá heljaröld, sem nú er. Það er stofnað í traustl á sig- ur frelsisins. Það er fætt I von um ósigur ofbeldis og yfirgangs. Það er stofnað í trausti þess, að sambúð þjóða verði sett það markmið, að engin verði annari undirgefin, en allar vinni sam- an. Vér íslendingar munum kapp- kosta að koma þannig fram við aðrar þjóðir, að vér öðlumst vin- áttu þeirra og trau^t. Vér mun- um unna öðrum réttar og sann- mælis, en halda á réttl vorum. Slikar verða landvarnir þjóð- arinnar og aðrar eigi. Þess vegna er stofnun þessa lýðvp/dis prófsteinn, eigi aðeins á okkur sjálf, heldur einnig á hitt, hversu tekst að tryggja mannkyninu þann frið og það öryggi, sem menn þrá og fórna sér fyrir. En ég hlýt þá einnig að minna á það nú, þegar vér stofnum af nýju þjóðveldi á íslendi, að það er víðar en í samskiptum þjóða, sem ofriki og yfirgangur verður að víkja fyrir lögum og jafnrétti, ef menn eiga að fá notið frelsis og farsældar. (Framh. á 4. síöu) Á víðavangi STEFNA KOMMÚNISTA UTANRÍKISMÁLUM. Framkoma þingmanna Sósíal- istaflokksins seinasta þingfund- ardaginn, þegar þeir vildu eigi með öðrum þingmönnum fela forseta að svara hinu vinsam- lega ávarpi Bandaríkjaþingsins í tilefnl af lýðveldisstofnuninni, sætir að vonum þungum áfellis- dómi almennings. Hér var ekki um annað að ræða en að endurgjalda kurteisi og vinsemd, sem okkur hafði verið sýnd af þingi vinveittrar bjóðar. Ef ávarpinu hefði ekki verið svarað aftur, hefði það verið hrein ókurteisi og óvin- áttumerki af Alþingis hálfu. Með dví hefði ekki aðeins hlutaðeig- andi þjóð verið óvirt, heldur helgasta stofnun hennar, þingið. Markmið heilbrigðrar ís- lenzkrar utanríkismálastefnu verður að vera það að sýna öðr- um þjóðum kurteisi og vinsemd. Kommúnistar hafa sýnt með framangreindu framferli sínu, að þeir láta ekki slíka stefnu ráða gerðum sínum. Enginn ef- ar, að þeir hefðu orðið fyrstir manna til að vilja endurgjalda ávarpið, ef Rússar hefðu átt hlut að máli. En hér átti í hlut það stórveldið, sem er líklegast til að standa gegn yfirgangi Rússa á komandi árum, þótt sambúð þeirra nú sé sæmileg. Það réði framkomu kommúnista. Þeir hugsa meira um hina heimspólitísku aðstöðu yfirboð- ara sinna í framtíðinni en að þjóna þeirrl utanríkismála- stefnu, er íslendingum hentar bezt, sem er kurteisi og vinsemd í umgengninni við aðrar þjóðir. Þetta er staðreynd, sem þjóðin hefir fengið alvarlega áminn- ingu um í sambandi við lýð- veldisstofnunina. Hversu lengi mun lýðveldið standa frjálst og óháð, ef þeim mönnum fjölgaði á þingi, er þannig létu stjórn- ast meira af erlendum sjónar- miðum en islenzkum? KJÖTVERÐIÐ TIL BÆNDA OG VÍSITÖLUVERÐIÐ. Á nýloknum fundi Sláturfé- lags Suðurlands var það upplýst, að bændum, sem við það skipta, hefði verið reiknað lægra verð f?r?jr kjötið, er þeir létu félagið fá síðastl. haust, en landbúnað- arvísitalan segir til um. Kröfð- ust bændur skýringa á því, hvernig á þessu stæði og munu þær ekki hafa verið sem ljós- astar. Þó var þeim gefin von um að fá fullt vísitöluverð, en ef til vill ekki með öðrum hætti en þeim, að gengið yrði á sjóði fé- lagsins. Hvernig þessu háttar til ann- ars staðar á landinu, er blaðinu ekki kunnugt um. En vitanlega verða bændur að halda fast fram þeim rétti slnum að fá fullt vísitöluverð fyrir kjötið og krefjast fullra skýringa á því, ef það verð ekki fæst. Ef til vill kann það að gera aðstöðu bænda eitthvað erfiðari, að kjötverðlagsnefnd ákvað ekki neitt fast útsöluverð á kjöti á síðastl. hausti, eins og henni var þó vafalaust skylt að gera. Þá þurfti eigi um það að þrátta, að ríkissjóði bar að greiða mis- muninn á því verði, sem nefndin ákvað, og því verði, sem ríkis- stjórnin ákvað að kjötið skyldi seljast á til neytenda. Þannig fór mjólkurverðlagsnefnd að og því hafa mjólkurframleiðendur líka fengið fullt vísitöluverð. Vonandi lætur ríkisstjórnin þessa vanrækslu kjötverðlags- nefndar ekki koma að neinni sök, heldur borgar nægilega mlkið fé til þess, að bændur fái fullt vísitöluverð, enda eiga þeir tvímælalausa kröfu á þvi. Kveðja Alþingis og ríkis- stjórnarinnar til Kristjáns X.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.