Tíminn - 23.06.1944, Blaðsíða 2
250
TÓfEVIV. föstndaginn 23. jiiní 1944
63. blað
pntnn
Föstudagur 23. fúní
Þíngræðissijórn
Alþingi var frestað síðastl.
þriðjudag. Næsti samkomudag-
ur þess verður 15. september
næstk., ef eigi kemur neitt sér-
stakt fyrir. Verður þá gengið
frá fjárlögum fyrir næsta ár og
afgreidd önnur þau mál, sem
eigi þola lengri bið.
Seinasti þingfundurinn, sem
haldinn var fyrir frestunina, var
á ýmsan hátt merkilegur. Tveir
flokkar höfðu sig þá mjög í
frammi til að auglýsa þá skoðun
sína, að þeir vildu fyrir hvern
mun koma þingræðisstjórn á
laggirnar. Sósíalistaflokkurinn
gekk þar fram fyrir skjöldu, eins
og hans er vandi, og vildi fram-
lengja þingi í tvo daga í trausti
þess, að sá tími nægði til „að
mynda athafnasama þingræðis-
stjórn", svo að notuð séu orð
Þjóðviljans. Sjálfstæðisflokkur-
inn vildi ekki heldur láta sinn
hlut eftir liggja, formaður hans
taldi „margt merkilegt hafa
komið fram" og „nokkrar vonir
standa til að auðnast mætti að
mynda þingræðisstjórn", en þó
myndi að líkindum þurfa til þess
lengri tíma en tvo daga og því
vart rétt að fresta þinginu af
þeim ástæðum.
Það væri vissulega mikið
fagnaðarefni, ef hinn mikli
áhugi þessara flokka fyrir
myndun þingræðisstjórnar, sem
þarna vi^tist koma fram, væri á
fullum heilindum byggður og
stafaði af einhverju öðru meira
en viðleitni til að þóknast þjóð-
inni meðan samhugurinn og
einingin, sem lokaþáttur sjálf-
stæðisbaráttunnar skapaði, eru
henni ríkust í huga. Það væri
meira en lítið gleðilegt, ef þess
mætti nú vænta, að þessir flokk-
ar legðu fram sinn skerf til að
koma á starfhæfri og athafna-
samri þingræðisstjórn. Það væri
mikil og merkileg stefnubreyt-
ing og ein hin bezta vöggugjöf,
sem hinu unga þjóðveldi gæði
hlotnast.
Hingað til hefir það verið svo,
að viss öfl í þessum tveimur
flokkum hafa verið höfuðþránd-
urinn í vegi þess, að unnt væri
að mynda starfshæfa þingræð-
lsstjórn. Sósíalistaflokkurinn
átti ekki aðeins þátt í því að
ekkert varð af myndun þjóð-
stjórnar haustið 1942, heldur
hindraði hann einnig veturinn
1943 myndun umbótastjórnar, er
nyti stúðnings bænda og verka-
manna. Forustumenn hans hafa
allt til seinustu stundar sýnt,
að þeir vilja ekki styðja starf-
hæfa umbótastjórn. Eina
stjórnin, sem þeir hafa veitt
stuðning, er hin fræga stjórn
Ólafs Thors 1942. Eftir alla þá
andúð, sem þeir hafa sýnt
myndun starfhæfrar stjórnar,
og alla þá ágalla, sem þeir hafa
lýst á öðrum flokkum, kemur
það mörgum spánskt fyrir
sjónir, er þeir nú þykjast hugsa
sér, að unnt sé að mynda at-
hafnasama þingræðisstjórn, er
þyrfti Itarlegan málefnasamn-
ing, á einum tveimur dögum!
Um Sjálfstæðisflokkinn er það
að segja, að hann hefir fram til
þessa ekki stungið upp á öðru
en að mynduð yrði þingræðis-
stjórn án málefnasamnings, og
mun vafalaust fæstum finnast
það bót frá því, sem nú er, þótt
eigi sé því hælandi. Meira hefir
þessi flokkur, sem hafa á for-
ustuna í þinginu, eigi treyst sér
til að bjóða upp á!
En þetta allt væri rétt að láta
gleymast.ef hugur fylgdi nú máli
hjá þessum flokkum um mynd-
un starfhæfrar þingræðis-
stjórnar. En illur forboði er það,
að þingmenn sósíalista skyldu
ekki vilja, ásamt öðrum þing-
mönnum, þakka hina vinsam-
legu kveðju Bandaríkjaþings,
heldur skyldu sýna því fyllstu
ókurteisi. Það gefur til kynna,
að þeir stjórnist ennþá meira af
erlendum en íslenzkum sjónar-
miðum, því að slík ókurteisi get-
ur ekkert gagn gert íslending-
um, en Rússum, sem hugsa til
stórveldakeppni við Bandaríkin,
getur hún veitt einhverja á-
nægju. Rússaþægðin virðist enn
efst hjá þessum mönnum. Ekki
spáir það heldur góðu, að Sjálf-
Guð befir falið oss mikið Mutverk
ai taka á móti dvrmætustu giöíinni
Ræða biskups á Lögbcrgi 17. júní 1944
„Hversu dýrmæt er miskunn
þín, ó, Guð,
mannanna börn leita hælis
í skugga vængja þinna.
Því að hjá þér er uppspretta
lífsins, í þínu ljósi sjáum
vér ljós." (Sálmur 36).
Hugfangin og hljóð erum vér
stödd í dag í helgasta musteri
vors hjartkæra föðurlands —
musteri, sem hönd drottins
sjálfs hefir gert. Fjarlægir land-
ar vorir dvelja hér einnig í anda,
í þessari dýrlegu hamrakirkju,
sem þjóðin sjálf hefir vígt og
valið sem þingstað Alþingis, sem
hér var háð um aldir.
Hér er undursamlegur heimur
fegurðar, litbrigðaljómi og töfr-
ar íslenzkrar náttúru. Hér er
söguríkasti staður landsins. Hér
yoru mörkuð spor í þjóðarsögu
íslendinga. Hér reis sól kristni
íslands og kirkju.
Vér komum hingað gagntekin
af þakklæti til forsjónarinnar,
til Guðs./Á þessum stað opnast
oss sýn inn í fortíð og framtíð.
Sagan líður fyrir sjónir. En það,
sem vér dýrlegast eygjum, er þó
handleiðsla Guðs á þessari þjóð
— hans eilífa miskunn og náð.
Og vér þurfum hennar sann-
arlega við. Þrengingar og margs
konar áþján þjökuðu þjóðina.
Vér undrumst þrek hennar i
þeirri miklu raun.
Vér lifum oft sem blaktandi
strá, en vér reyndum jafnframt
þann rannleika, að það varst þú,
Drottinn, sem lyftir oss duftinu
frá. Fyrir Guðs hjálp hélt fs-
lendingurinn velli. Miskunn
hans vakti yfir þjóðinni frá önd-
verðu. Og hún vakir enn í dag.
Stormarnir í þessu landi eru
tíðir og sterkviðrin mörg. Storm-
arnir í lífsstríði íslenzku þjóð-
arinnar hafa eigi síður verið
miklir og máttugir. En vér átt-
um skjól. Vér áttum öruggt at-
hvarf frá kyni til kyns. Ljós
fagnaðarboðskaparins logaði á
heimilunum. Sálmar Hallgríms
gáfu huggun, þrek og von. Við
þessi ljós vöknuðu hugsjónir i
brjóstum íslendinga. Hugsjónir
um frelsi og framför í þessu
landi. Hugsjónir um að standa
með Guði, sem kristin menn-
ingarþjóð við hlið annarra þjóða
— verða frjáls og fullvalda
Biskupinn jtytur rœðu sína að Lögbergi 17. júní.
stæðisflokkurinn skyldi ganga
þríklofinn til forsetakjörsins.
Þar innbyrðis virðist enn loga
sama óeiningin, sem hingað til
hefir valdið því, að flokkurinn
hefir ekki getað staðið saman í
neinum stórmálum, nema helzt
gegn álögum á stórgróðamönn-
um, og þess vegna aldrei getað
bent á neina aðra lausn en þing-
ræðisstjórn án málefnasamn-
ings.
Það verður nú vafalaust haf-
izt handa um að kanna sem
bezt samstarfsvilja flokkanna
um lausn þeirra stóru vanda-
mála, sem framundan bíða.
Framsóknarflokkurinn er þar
fús að leggja fram sinn skerf og
taka á sig þá ábyrgð, sem því
kann að fylgja. En hann vill
ekki aðeins koma á þingræðis-
stjórn eins og íyst var yfir af
flokksþinginu i vor, heldur Jafn-
framt slíku samkomulagi um
aðalmálin, að .framtíð lýðveldis-
ins sé tryggð á grundvelli þess,
að almenn velmegun og menn-
ing ríki í landinu, og almenn-
ingi sé ehgin hætta búin af
ofurvaldi stéttaforkólfa eða
auðkónga. Þjöðin vill áreiðan-
lega samhug og samheldni um
slíka lausn málanna, og því er
það hennar að fylgja nú vel
á eftir, er samningarnir hefjast,
og tryggja framhaldandi sigur-
sókn þeirrar einingar, sem bor-
ið hefir hinn glæsilega árangur
í lokaþætti sjálfstæðisbarátt-
unnar. P. Þ
frammi fyrir öllum heiminum.
Frelsishetjurnar komu fram
stórar, sterkar og fórnríkar.
Þær hófu kyndil hinna fögru
frelsishugsjóna og lýstu þjóð-
inni fram á veg. Guð stjórnaði
og leiddi. En um leið og vér minn
umst þeirra með verðskul-
aðri þökk, má ekki gleyma nafh-
lausu þúsundunum, sem lagt
hafa stein 1 musteri frelsisins í
þessu landi. Mæðrunum, sem
kenndu börnunum sínum móð-
urmálið, og vöktu í brjóstum
þeirra ást til íslands, trú og
dug, drengskap, og öllum þegn-
um þessa lands, sem í dyggilegu j
lífsstarfi unnu þjóð sinni gott
verk.
Hið stóra í þessum heimi
verður ekki unnið án þess að
einstaklingarnir, þúsundirnar
— komi til —.
Samstilling íslendinga varp-
ar miklum Ijóma á þennan hinn
mikla og langþráða dag, sem nú
er runninn upp. Óskastund
hinnar íslenzku þjóðar. Vér
fögnum af hjarta. Hlýtt er
handtak sérhvers manns í þessu
landi í dag. Vinarhugur, samúð
og kærleiki býr í brjóstum vor
allra. Fógur og háleit hugsjón
hefirrætzt. — ísland — landið
sem ól okkur — landið sem vér
elskum meira en nokkurt ann-
að land, er alfrjálst land — og
vér erum frjáls þjóð — í frjálsu
landi. Þetta er fagur dagur og
fagnaðarríkur.
Hamingja íslands er mikil.
Hugsum um þær þjóðir, sem nú
eru að fórna dýrmætustu eign
sinni í styrjöldinni miklu, til
þess að vernda frelsið. Þær láta
nú fulltrúa sína standa vinar-
vörð um okkur í dag — vörð um
frelsi okkar og sjálfsforræði.
Vér viljum bera bróðurhug
til allra manna og þjóða. Vér
hugsum með hlýhug og bæn til
Norðurlandaþjóðanna og sér-
staklega til þeirrar þjóðar, sem
nú um alllangt skeið hefir ver-
ið sambandsþjóð vor. Vér minn-
umst með þakklæti, bjartra
stunda 1' sambúðinni. Hinu er
gleymt, sem annan svip kann
að hafa borið.
Vér stöndum við dyr nýrrar
aldar, nýs tímabils lýðveldis á
íslandi. — Nú tekur vissulega
að reyna á. Aðrar þjóðir fórna
nú hjartablóði sínu fyrir frelsið.
Vér njótum þeirrar sérstöku
náðar Guðs, að mega láta okkar
fórnir í té í friðsælu starfi. Er
það ekki þakkar- og fagnaðar-
efni? Lýðveldishugsjóninni er
ekki náð fyrr en þjóðin er frjáls
hið innra jafnt sem hið ytra.
Fyrr en hún er göfug og and-
lega sterk þjóð. Fyrr en hún
hefir skrýðst skrúða þess frels-
is, sem skapar henni farsæld og
innri frið.
Vér vitum og skynjum, að
leiðin til hins fullkomna, sanna
frelsis er erfið og löng, framtíð-
in er ávallt hjúpuð móðu og
mistri óvissunnar. En í gegnum
þá þoku sjáum vér Ijós, ljós
kristindómsins — ljós Guðs.
Hjá honum er uppspretta
líf sins. Uppspretta alls þess, sem
er fegurst og bezt í þjóðlífi voru.
Þess vegna á Guð umfram allt
að verða leiðtogi þjóðarinnar
um alla tíð.
Hið sanna frelsi öðlast þjóðin
aðeins á Guðs vegum.
Skáldið bendir á hina réttu
leið:
„Lær sanna tign þin sjálfs,
ver sjálfur hreinn og frjáls,
þá skapast frelsið fyrst,
og fyrir Jesúm Krist
skal dauðans fjötur falla".
Vér fögnum því öll, að fá að
lifa þessi augnablik. Barnið,
æskumaðurinn, sem hér eru,
munu á efri árum blessa þennan
dag. Guð hefir falið oss mikið
hlutverk, að taka í dag á móti
stærstu og dýrmætustu gjöfinni,
sem unnt er að gefa þjóðunum.
Minnstu þess, þegar allar kirkju-
klukkur landsins hringja frels-
ið inn í dag, að þú varst kall-
aður til þessa veglega hlutverks.
Mundu eftir ábyrgðinni, sem því
er samfara.
Gott er þeim, er að frelsi ís-
lands studdi, að eiga þá með-
vitund, er að því dregur, að
hinzta sinn verði breitt yfir
hvílurúmið hans I þessum heimi,
að hafa lagt frelsismálunum lið,
og mjúklega mun móðurmoldin
umvefja frelsisvinina íslenzku
látna. —
Minningin um þá mun lifa,
meðan íslenzk tunga er töluð.
Og mætti svo ljós Guðs skína
yfir íslandi um alla framtíð,
Ljós hans verma, styrkja, hugga,
lífga og glæða allt hið fegursta
og bezta, sem getur gróið í
brjóstum íslenzkra manna og
kvenna.
Ljós Guðs Ijóma yfir Þing-
völlum og helgistöðum þjóðar-
innar öllum. Yfir kristni og
kirkju landsins. Guð blessi ís-
land. — Guð blessi landið og
sjóinn, bændabýlin og fiskimið-
in. — Guð blessi íslenzku þjóð-
ina . alla, íslendinga í Vestur-
heimi og víðs vegar um veröld-
ina, forsetann, sem nú verður
kjörinn, ríkisstjórnina, Alþingi,
starfsmenn þjóðarinnar, alla
sonu henrrar og dætur. — Guð
blessi og annist sjúka — og öll
sorgar- og olnbogabörn lífsins.
Guð blessi allar þjóðir heims-
ins — og gefi þeim að sjá frið-
ar- og frelsissól ljóma á himni
framtíðarinnar.
Guð blessi þennan dag, 17.
júní, og lýðveldi íslands."
Prestskosning
Prestskosning fór fram 4. júní
i Hrunaprestakalli.
Umsækjendur voru tveir,
Sveinbjörn Sveinbjörnsson cand.
theol. frá Yzta-Skála undir
Eyjafjöllum, og séra Valgeir
Helgason prestur Þykkvabæjar-
klaustursprestakalls.
Á kjörskrá voru 164 en 106
greiddu atkvæði. Sveinbjörn
Sveinbjörnsson hlaut 80 at-
kvæði, en séra Valgeir Helga-
son 26. Kosningin var lögmæt.
„Ber er hver að baki
nema sér bróður eígí"
Ræða Vilhjálms I»órs utanríkisráðlierra fyrir
minni útlendra gesta í hófi ríkisstjórnarinnar
18. júní 1944.
Herra forseti! •— Góðir gestir!
Hágöfugu erlendu gestir!
Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi. Allir, sem nokkra
lífsreynslu hafa, vita, að fátt er
betra í lífinu en að eiga góðan
bróður, góðan vin, sem vill
styrkja og styðja til góðra átaka.
Þjóðhöfðingjar og ríkisstjórn-
ir, sem útnefnt hafa yður, há-
göfugu herrar, sérstaka fulltrúa
við stofnun íslenzka lýðveldis-
ins og aðrar ríkisstjómir, sem
hafa vottað samhug sinn,- hafa
sýnt íslandi bróðurhug og vin-
arvott, sem vér munum alltaf
meta og aldrei gleyma.
Vér flytjum þakkir af heilum
huga þjóðhöfðingjum, ríkis-
stjórnum og þjóðum yðar og yð-
ur sjálfum, kæru frændur vorir
og vinir.
Vér fögnum yfir árnaðarósk-
um, sem oss bárust í gærkveldi
frá Hans Hátign Kristjáni X.,
og þökkum þær innilega. Og von
vor er, að áður en langt líður,
berist vinarkveðjur og heilla-
óskir frá fleiri frændum og vin-
um, þó atvikin valdi því, að þær
hafi eigi borizt enn.
Það er íslenzku þjóðinni auk-
ið gleðiefni, að um svipað leyti
sem endurstofnun lýðveldisins á
íslandi er undirbúin og fram-
kvæmd, er ný morgunblika á
lofti í veröldinni, þrátt fyrir
stríð og hörmungar. Fyrirboði
betra og bjartara lífs. Fyrirboði
þess, að þjóðirnar vilja ganga
til samstarfs og samhjálpar um
lausn viðfangsefna veraldarinn-
ar í stað sundrungar og kapp-
hláups.
Vér íslendingar erum glaðir
yfir að hafa þegar fengið að
vera með í byrjunarstörfum
þessa nýja tíma.
íslenzka þjóðin í hinu endur-
borna lýðveídisformi óskar að
skipa sér áfram til starfa með
þeim þjóðum öllum, sem unna
frelsi, réttlæti og samstarfi og
vilja vinna að því í friði og
samheldni að skapa betri heim
öllu mannkyni.
Um leið og ég ber fram þá
einlægu ósk, að komandi ár
flytji mannkyninu öllu betra og
bjartara líf og í þeirri vissu von,
að þjóðir þær, sem hér eiga full-
trúa í kvöld standi ætíð með
þeim fremstu í 'baráttu fyrir
frelsi og jafnrétti, lyfti ég glasi
mínu og óska yður hágöfugu
gestum allra heilla og drekk yð-
ar skál.
Frelsi, jafnrétti og samhugur
lengi lifi.
Heíllaóskír Banda-
ríkjaþíngs
Á seinasta fundi þingsins, áð-
ur en því var frestað, skýrði for-
seti, Gísli Sveinsson, frá því, að
svohljóðandi heillaóskaskeyti
hefði borizt frá þingi Banda-
ríkjanna:
„Með ])ví að íslenzka þjóðin
hefir með frjálsu þjóðaratkvæði
dagana 20. til 23. maí 1944 sam-
þykkt með yfirgnæfandi at-
kvæðamun stjórnarskrárfrumv.,
sem Alþingi hafði afgreitt og
gerir ráð fyrir stofnun lýðveldis-
stjórnarforms, og með því að
lýðveldið ísland verður formlega
stofnað 17. júní, ályktar öld-
ungaráðið, að fengnu samþykki
fulltrúadeildar, að Bandaríkja-
þing flytji hér með Alþingi ís-
lendinga, elzta þjóðþingi ver-
aldar, hamingjuóskir í tilefni af
stofnun lýðveldisins íslands og
bjóði velkomið lýðveldið ísland,
yngsta lýðveldið í flokki frjálsra
þjóða."
Forseti kvaðst myndi „í nafni
Alþingis leyfa sér að flytja á
tilhlíðilegan hátt kveðju Al-
þingis til Bandaríkjaþings, árn-
aðaróskir og sérstakt þakklæti.
Því til samþykkis óska ég eftir,
að alþingismenn rísi úr sætum."
Allir þingmenn risu úr sætum
sínum, nema þingmenn komm-
únista. Mun sú framkoma þeirra
þeim til lítils sóma.
Fjárskipti í fímm hreppum
Þíngeyjarsýslu
f samræmi við lög nr. 88, 9.
júlí 1941, hefir ráðuneytið ný-
lega staðfest „Samþykkt um
fjárskipti á svæðinu milli Jök-
ulsár á Fjöllum og Skjálfanda-
fljóts, norðan við Gæsafjalla-
girðingu og Reykdælahrepp".
Á svæði þessu eru 5 hreppar.
Af þeim er einn í Norður-Þing-
eyj arsýslu: Kelduneshr eppur,
en fjórir í Suður-Þingeyjar-
sýslu: Tjörneshreppur, Húsavík-
urhreppur, Reykjahreppur og
Aðaldælahreppur.
Eins og lög gera ráð fyrir
hafði farið fram leynileg at-
kvæðagreiðsla meðal fjáreig-
enda í þessum hreppum um
frumvarp til samþykktarinnar.
Á kjörskrá voru 195 fjáreigend-
ur. Af þeim greiddu 150 atkv.
með frumvarpinu en 24 á móti,
— 4 skiluðu auðum seðlum og
einn seðill var ógildur. Þátt í
atkvæðagreiðslunni tóku ekki
16, — af þeim mun meira en
helmingur hafa verið staddur
utan héraðs.
Fjárfjöldi á fjárskiptasvæð-
inu var um s. 1. áramót um 9000.
Er svo til ætlazt, að fjárskiptin
fari fram næsta haust. Talið er
líklegt, að fé til innflutnings á
svæðið verði tekið í Norður-
Þingeyjarsýslu, austan Jökuls-
ár; — annars er það á valdi
Sauðfjársjúkdómanefndar rík-
isins og ekki fastákveðið enn.
Fjárfækkun í þessum fimm
hreppum er orðin stórkostleg af
völdum mæðiveikinnar, og
engin linun á fjárdauðanum,
heldur þvert á móti, því að meiri
og meiri brögð eru að því, að
fé deyi á fyrsta og öðru aldurs-
ári. Margir bændur eru orðnir
nálega sauðlausir. Nautgripa-
ræktarskilyrði eru ekki svo góð
þarna, að af henni verði lifað
sem aðalatvinnugrein. Ef ekki
hefði fengizt samþykki yfirvalda
til fjárskipta, myndu margir
bændur hafa búizt til brott-
ferðar af jörðum sínum.
í Reykdælahreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu herjaði þing-
eyska mæðiveikin fyrst í stærst-
um stíl. Þar voru gerð fjárskipti
haustið 1941. Þau fjárskipti hafa
enn sem komið er verið áfalla-
laus og gefizt mjög vel. Sú
reynsla mælir ákveðið með fjár-
skiptum sem úrbót.
Framkvæmdanefnd fjárskipt-
anna í héraðinu skipa þessir
menn:
Karl Kristjánsson, oddviti,
Húsavík, (formaður), Þ rándur
Indriðason, bóndi, Aðalbóli,
Björn Haraldsson, bóndi, Aust-
urgörðum, Úlfur Indriðason,
bóndi, Héðinshöfða, Jón Þórar-
insson, bóndi, Skörðum.
Fálkaorðan
Þann 3. þ. m. sæmdi rikis-
stjóri um 50 manns heiðurs-
merkjum hinnar íslenzku Fálka-
orðu, samkvæmt tillögum orðu-_
nefndar. Einn maður, Einar
Jónsson myndhöggvari, var
sæmdur stórkrossi. Heiðurs-
merki stjörnu-stórriddara voru
sæmdir: Einar Árnason bóndi
á Eyrarlandi, Gísli Sveinsson
sýslumaður, Matthías Þórðarson
þjóðminjavörður og dr. Sigur-
geir Sigurðsson biskup.