Tíminn - 23.06.1944, Side 4

Tíminn - 23.06.1944, Side 4
252 TÍMEVjTCy föstndagimi 23. júni 1944 63. blað Ræða Eysteins Jónssonar (Framh. af 1. síðu) „Með lögum skal land byggja“ sögðu forfeður vorir, er land námu hér fyrir meira en 1000 árum. Á meðan þeirri reglu var fylgt blómgaðist þjóðlíf og farsæld var í landi. En þegar landsmenn hættu að virða lög og allsherj- arrétt, hófst hnignun sú og ó- frelsi, sem þjóðin hlaut að búa við um aldir. Einn. af sagnariturum fyrri alda hafði þau tíðindi að segja af íslandi, að þar væri enginn konungur nema lögin. Það var á gullöld íslendinga. Síðar vildu margir verða konungar í landi, en lögin voru iítils metin. Það varð upphaf að tímum ófrelsis og umkomuleysis. Á sömu leið mun jafnan fara, þar sem hnefaréttur og ofríki er eigi útlægt gert af landi. Með lögum skal land byggja. í því felst ekki það, að aldrei megi verða ágreiningur um neitt í landinu. Eigi heldur hitt, að aldrei megi neitt aðhafast nema það, sem allir eru sammála um. En í því felst aftur & móti sú krafa til vor og niðja vorra, að vér kunnum þá list, svo að aldrei skeiki, að skera úr málum vorum eftir leiðum lýðræðis og réttar, og hlíta þeim úrslitum, sem þannig eru fengin. Vér verðum að kunna að setja ágreiningi eðlileg takmörk og standa saman þegar allsherjar nauðsyn krefur. Urh það hefir oss nú auðnast að gefa fordæmi, sem jafnan mun talinn glæsi- legur atburður í lífi þjóðarinnar. Sá atburður er vöggugjöf Al- þingis og þjóðarinnar til hins unga þjóðveldis. Mætti hann verða að tákni um farnað þess og framtíð. ísléndingar! Verum minnug reynslu þjóð- innar. Lítum á spjöld sögunnar. Virðum fyrir oss það, sem nú er að gerast umhverfis oss. Metum vítin til varnaðar, en fögur fordæmi til eftirbreytni. Kennum börnum vorum að gera slíkt hið sama, og þjóðinni mun vel farnast. Vér höldum nú fagnaðarhátíð til minningar um fengið frelsi. Vér höfum þó um nokkurt skeið ráðið málefnum vorum. Eigi að síður er það víst, að nú fyrst finnum vér hver og einn, að íslendingar eru frjáls og full- valda þjóð. Megi sú tilfinning i brjóstum vor allra auka oss dug og þegn- skap. Megi hún veita oss styrk og góðvild til þess að skipa þannig málum hins nýja lýðveldis, að hæfi tign og gæðum lands vors, sögu þjóðarinnar og hugsjónum fólksins, sem byggir landið. Fimm Ameríkuríki (Framh. af 1. slSu) herra fslands í Washington þann 17. júní. í veizlu, sem aðalræð- ismaðurinn í New York hélt þá um kvöldið, voru 270 manns.Víða i Ameriku komu íslenzkir náms- menn og Vestur-íslendingar saman. PrestskosnÍDgin í Skútustaðapresta- kalli Atkvæði, greidd við prests- kosningu í Skútustaðapresta- kalli í Suður-Þingeyjarpró- fastsdæmi, voru talin 22. þ. m. í skrifstofu biskúps — Kosið var þar 11. þ. m. Aðeins einn umsækjandi var um brauðið, sr. Magnús Már Lárusson, kennari 'við Mennta- skólann á Akureyri. — Af 230 á kjörskrá kusu 143. Hlaut um- sækjandi 138 atkv., 4 seðlar auð- ir og 1 ógildur. Var Magnús Már því löglega kosinn prestur. Speglar margar stærðir fyrírliggjandi. Erl. Blandon&Co.hf. Hamarshúsinu. Sími 2877. t R BÆNUM Hjónaefni. 17. júní opínberuðu trúlofun slna ungfrú Þóra Jónsdóttlr frá Þjórsár- holti 1 Árnessýslu og Friðrik Ó. Jóns- son, Öldugötu 52, Reykjavík. Hjónaband. Prófessor Ásmundur Guðmundsson gaf saman í hjónaband 17. júní í Þing- vallakirkju Ragnheiði M. Ólafsdóttur (Gíslasonar stórkaupm.) og Gunnar Gíslason prest að Glaumbæ í Skaga- firði. Hjúskapur. 16. júni voru geíin saman í hjóna- band af séra Bjarna Jónssyni, vígslu- biskupi, ungfrú Sigrún Jónsdóttir á Breiðabólsstað í Reykholtsdal og Guðni Þórðarson frá Hvítanesi við Akranes. Afmælisgreinin um Guðmund i Múla, er birtist i Tímanum í síðastliðinni viku, var eftir séra Ragnar Ófeigsson í Fellsmúla. Nafn hans féll niður af vangá, og er beðið velvirðingar á þeim mistökum. Sakadómar. * Sakadómari hefir nýlega fellt dóma yfir þremur mönnum fyrir þjófnaði, Var einn dæmdur i þriggja mánaða fangelsi, annar í 45 daga fangelsi og sá þriðji skilorðsbundið í þriggja mán- aða fangelsi. ,Allir voru þeir sviptir kosningarétti og kjörgengi. Þá hefir sakadómari fellt dóm yfir manni, sem réðist inn til fáklæddrar konu að næt- urlagi og veitti henni áverka. Var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða konunni 2000 kr. 1 skaða- bætur.. Sogslánið gert innlent. Bæjarráðið hefir ákveðið að breyta láni því, sem tekið var á sínum tíma í Svíþjóð vegna Sogsvirkjunarinnar í innlent lán. Lánið er nú um 7 milljónir íslenzkra króna. Hjónaband. Nýlega.voru géfin samán í hjóna- band af vígslubiskupi, sr. Bjarna Jóns- syni ungfrú Bára Sigurjónsdóttir (Ein- arssonar, skipstjóra) og Kjartan Sigur- jónsson (Kjartanssonar, kaupfélags- stjóra í Vík). Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn að Austurgötu 40, Hafnarfirðí. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Kletti í Gufudalssveit, A.-Barð., og Óli H. Ananíasson búfræðingur, Hamarlandl i Reykhólasveit, A.-Barð. Úrslit 2. fl. mótsins í knattspyrnu urðu þau, að Valur hlaut 4 stig, K.R. 2 stig og Fram ekk- ert stig. — Úrslit 3. fl. mótsins: Valur 5 stig, Fram 4 stig, K.R 3 stig og Í.R. ekkert stig. — Úrslit 4 fl. mótsins: K.R. 4 stig og Valur og Fram 1 stig. Hjónaefni. Nýlega hafa opinbrað trúlofun sína á Húsavík ungfrú Þorbjörg Þórhalls- dóttir, (Sigtryggssonar, kaupfélagsstj.) og stud. jur. Ari Kristinsson (Jóns- sonar, kaupmanns). Skákeinvígi milli Árna Snævarr og Ásmundar Ásgrímssonar er nýlokið. Vann Ásgeir 3% af 6 skákum. Með sigri þessum fékk Ásmundur rétt til að keppa vlð nú- verandi íslandsmeistara, Baldur Möll- er, um meistaratigninga á komandi hausti. Gardínutau á kr. 2,50 Silkisokkar .. 4,45 ísgarnssokkar . 5,60 Sumarkjólatau . 8,25 Nærfatasett ... 12,70 Brjósthaldarar . 7,70 Sokkabandabelti 20,50 Barnasokkar ... 3,40 Barnabuxur ... 7,50 Barnasloppar .. 19,50 Taft 7,20 D Y N G J A Laugaveg 25. ÍCaupi notuð, íslenzk frlmerki. Sendið mér frlmerkin í á- byrgðarbréfi, og fáið þér and- virðið um hæl, þegar búið er að athuga merkin. Umboðsmenn óskgst til að kaupa frímerki i öllum sveitum landsins. J. Agnars, FRÍMERKJAVERZLUN, Haliveigarstíg 0. Reykjavlk. Hvít kjólabeltí II. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Áskriftar£|aM Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. TJARNARBÍÓ DIXIE . Amerísk músikmynd í eðlilegum litum. BING CROSBY, DOROTHY LAMOUR, BILLY DE WOLFE, MARJORIE REYNOLDS. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tilkynníng írá þjóðhátíðarnefnd Verðlaunaljóð þjóðhátíðarinnar, ásamt verðíaunalagi og ætt- jarðarljóðum þeim, er sungin voru á Þingvöllum 17. júní, fást nú í bókaverzlunum. Þjóðhátíðarnefndin. Þ j óðhátíðarmy ndír 15 úrvals ljósmyndir frá þjóðhátíðinni á Þingvöllum og i Reykjavík. Myndirnar eru 9X12 cm. á stærð, og eru 10 frá Þing- völlum og 5 frá Reykjavík. Þær kosta kr. 20,00. Sendist í póstkröfu um land allt. Guðmundur Hannesson, ljósmyndari, Vífilsgötu 14. Reykjavík. Tilkynning Srá þjóðhátíðarnefnd Þeir, sem óska að kaupa tjöld, fána og fánastengur Þjóðhátlð- arnefndar, sendí beiðnir sínar til skrifstofu nefndarinnar í Al- þingishúsinu fyrír 28. júní. Þjóðkátíðarnefndin. I dag föstudaginn 33. júní, verður bankinn aðeins opinn til hádegis. Útvegsbanki íslands h.f. ð P A 1 R œstiduft — er íyrlr r.okkru komlð á markaSinn og heflr þegar hlotiö hlð mesta lofsorð, því vel er tU þess vandað & allan hátt. Opal ræstlduft heflr la þá kostl, er ræstlduít þarf að haía, — það hreinsar &n þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegandlr búsáhalda og eld- húsáhalda. IVotið O P A L rœstidutt OAMLA Bíó—í > Kaldrifjaður ævíntýramaður (Honky Tonk) / Metro Goldwyn Mayer- stórmynd. CLARK GABLE LANA TIJRNER. “Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekkl aðgang. NÝJA EÍÓ-o—. Ættjöfðin umfram allt. („This above All“) Stórmynd með TYRONE POWER og JOAN FONTAINE. Sýnd kl. 6,30 og 9. SRERLOCK HOLMES OG LEYNIVOPNIÐ. Spennandi leynilögreglu- mynd. Börn fá ekki að- gang. Sýnd kl. 6. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför konunnar minnar, lngibjargar Jónsdóttur Blöndudalshólum. SIGURJÓN JÓHANNSSON. Ég þakka ínnilega öllum þeim, sem glöddu mig á sextugsafmœli mínu með heimsóknum, gjöfum og heilla- óskum. Þið hafið gert mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. SIGRÍÐUR TEITSDÓTTIR, Hltárdal. ______________------------------ Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem skutu sam- an fyrir okkur á fjórða þúsund krónur, þegar við vorið 1943 misstum mikinn hluta fjárstofns okkar. Einnig þökk- um við þeim mörgu, sem hafa rétt okkur hjálparhönd áð- ur d ýmsan hátt. Við biðjum hann, sem öllu góðu stjórnar, að veita þeim hjálp eftir því sem þeim bezt hentar. Kleppustöðum, 4. júní 1944. ELÍN SIGURÐARDÓTTIR BJÖRN SIGURÐSSON H. f, Eimskipafélag tslands Aukafundur Aukafundur I Hlutafélaginu Eimskipafélagi Islands, verður haldinn í Kaupþingssalnum I húsi félagsins I Reykjavlk, laugardaginn 18. nóv. 1944, og hefst kl. 1 e. h. 1. Tillögur til lagabreytinga. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa að- göngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa I skrif- stofu félagsins I Reykjavík, dagana 15. og 16. nóv. næstkomandi. Menn geta fcngið eyðu- blöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn I aðalskrifstofu félagsins I Reykjavík. Reykjavlk, 9. jání 1944. Stjórnin. F arþegar sem hafa látið skrá sig til Ameríku og ætia að fara með næstu ferð eru beðnir að gefa sig fram í skrlf- stofu vorri eigi síðar en 1. júlí n. k. * H.f. Eimskipafélag Islands. Raftækjavinnustofan Selfossi framkvæmir allskonar rafvirkjastörf.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.