Tíminn - 27.06.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.06.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA hjt. Simar 3948 og 3720. 28. árg. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 3948 og 3720. AFGRFJÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRDT'STOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Sími 2323. Rcykjavík, þriojudagiiui 27. júní 1944 Erlent yfirlit: Orrustan um Cherbourg Fyrsta þætti innrásar Banda- manna í Normandí, orustunni um Cherbourg, er nú að verða lokið, með fullum sigri þeirra. Þjóðverjar halda eftir aðeins örfáum vígjum í borginni, sem vart geta staðizt lengi. Bardag- arnir um borgina, sem hófust síðastl. fimmtudag, Jiafa verið einhverjar hinar hörðustu í allri þessari styrjöld. Bandamenn hafa haft ofurefli liðs og her- gagnatækja, en samt hafa Þjóð- verjar varizt mjög harðfenglega. Flugher og floti nefir veitt land- her Bandamanna mikilvæga að- stoð. Oft hefir komið til blóð- ugra götubardaga. Það eru amerískar hersveitir, sem átt hafa meginþátt í orustu um Cherbourg, en meginþung- inn í mótspyrnu Þjóðverja hefir þó hvílt á brezkum og kana- diskum hersveitum, sem vörðu stöðvar Bandamanna norðan við Bajeux. Þjóðverjar hafa gert þar áköf áhlaup til þess að hrekja - Bandamenn þaðan í burtu og komast aftan að hersveitunum, er sóttu til Cherbourg. Þrátt fyr- ir hin miklu áhlaup Þjóðverja, hafa Bandamenn heldur sótt fram á þessum stöðvum. Hertaka Cherbourg er líkleg til þess að breyta vígstöðunni Bandamönnum stórlega í vil á næstu vikum. Hingað til hafa Bandamenn orðið að notast við hin ófullkomnustu hafnarskil- yrði, þar sem afferming hefir iðulega stöðvast, vegna veðurs. í Cherbourg eru tvær stórar hafnir, önnur fyrir kaupskip, en hin fyrir herskip. Er Cherbourg einn bezti hafnarstaður Frakk- lands. Þjóðverjar hafa að vísu unnið þar eins miklar skemmd- ir á hafnarmannvirkjum og þeir hafa getað, en amerískir verk- fræðingar eru manna líklegastir til að ryðja slíkum hindrunum fljótt úr vegi. Það hlaut alltaf að verða fyrsta takmark Bandamanna, er þeir hófu innrásina, að ná góðri hafnarborg á vald sitt, því að eftir það geta þeir komið flutn- ingunum á öruggari grundvöll. Þessu takmarki eru þeir nú að ná. Cherbourg var einn helztl kaupskipabær og herskipalægi Frakka fyrir stríðið og hafði þá um 40 þús. íbúa. Það var Napo- leon I.; sem kom fyrstur manna augun á mikilvægi Cherbourg sem hafnarbæjar og lét hefja þar byggingu mikilla hafnar- mannvirkja, sem eigi var full- lokið fyrr en í tlð Napoleons III- Borgin var ramlega víggirt af Frökkum og siðar af Þjóðverj- um, en varnirnar voru fyrst og fremst miðaðar við árás frá sjó. Bandamenn hafa hér lært af falli Singapore, en Þjóðverjar hafa ekki hagnýtt sér þá reynslu nægilega. Semustu fréttir llússar hafa hafið mikla sókn í Hvíta-Rússlandl og sækja fram á 300 km. breiðri víglfnu. Nyrzti sóknararmur þeirra er norðan við Vitebsk, en sá syðsti sunn- an við Bobruisk. Er sókninni beint gegn þessum borgum og Orsha og Mogllev. Varnir Þjóð- verja hafa víða verið rofnar og Rússum orðið mikið ágengt. — Á finnsku vigstöðvunum halda Rússar áfram sókninni bæði á Kyrjálaeiði og norðan Ladogavatns. Á vesturströnd ítalíu heldur sókn Bandamanna áfram og nálgast þeir Písa og Florens. (Framh. á 4. tíOu) Frá höldunum á Þíngvöllum 64. lílað Viðskiptavelta S. í S. var 97,9 mílj. kr. á síðastl, árí Próf. Ríehard Beck flytur ávarp Vestur-fslendinga. Agnar Kofoed-Hansen lögreglustjóri, sem stjórnaði lögregluliðinu á Þing- völlum, og Helgi Hjörvar, sem lýsti hátiðahöldunum i útvarpinu, rœðast við á iþróttapallinum á Völlunum. 112 stádentar útskrif- aðirí vor 112 stúdentar útskrifuðust úr menntaskólunum í Reykjavík og Akureyri í vor, 67 hér syðra, en 45 nyrðra. 158 luku gagnfræða- prófi, 92 á Akureyri, en 66 í menntaskólanum í Reykjavík. Menntaskólanum í Reykjavik var sagt upp 17. júní, eins og venja hefir verið lengi undan- farið. En vegna hátíðahaldanna 17. júní voru prófskírteini gagn- fræðinga afhent degi fyrr og Verðlaunum úthlutað til nem- enda, annarra en stúdenta. Eins og áður er sagt luku 66 gagnfræðingar prófi, en alls gerigu 69 undir próf, þar af 29 skólanemendur. Hlutu 23 þeirra fyrstu einkunn, en 6 aðra. Af 40 utanskólanemendum hlutu 9 fyrstu einkunn, 24 aðra, en 4 þriðju. Tveir gátu eigi lokið prófi sökum veikinda, en einn féll. Hæsta fullnaðareinkunn við gagnfræðapróf, 8,91 stig, fékk Örn Yngvason, en Steingrímur Hermannsson næsthæsta, 8,67. Steingrímur hlaut hæsta eink- unn á vorprófi, 9,19. Sigrún Frið- riksdóttir var hin þriðja i röð- inni, fékk 8,65 stig. Af utan- skólanemendum varð hæstur Magnús Sigurðsson frá Gils- bakka. Stúdentamlr, sem útskrifuð- (Framh. á 4. síSu) Nýtt veitangahús ad Ferstiklu Nú fyrir fáum dögum var opn- að nýtt veitingahús að Ferstiklu á Hvalf jarðarströnd. Er eigandi þess Búi Jónsson, bóndi að Fer- stiklu, en þau hj'ón og Margrét Jónsdóttir kona hans, hafa um tólf ára skeið haft með höndum veitingar á heimili sínu. • Hið nýja veitingahús stendur í grasigróinni brekku rétt utan við svonefnt Skroppugil (sem kennt er við seiðkonuna, er Hörður Grímkelsson drap þar forðum) og ber hátt. Er það vel sett, því að þarna skiptast leiðir i Svínadal og út Hvalfjarðar- strönd. Húsið sjálft er mjög myndar- legt, þótt eigi hafi enn verið gengið frá því til fullnustu. Er gengið inn um bogadyr fyrir miðju, og tekur þar við rúmgott fordyri. í vesturendanum, sem er tvílyftur, er eldhús, búr, geymsluherbergi, skrifstofuher- bergi og fatageymslur, auk snyrtiklefa og margra þokka- legra vatnssalerna. Er það ekki hvað sízt nauðsynlegt, að hið síðasttalda sé í góðu lagi í veit- ingahúsum við langleiðir. — Á efri hæð verða íbúðarherbergi starfsfólks. í austurenda hússins er stór yeitingasálur, 8XH mettrar að f latarmáli. Geta hundruð manna (Framh. á 4. síðu) Um scinustu áramót voru í S.LS. 50 félög með 21,457 félagsmönnum Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga var haldinn að Akureyri dagana 22.-24. júní síðastl. Fundinn sátu 77 full- trúar af 83, sem rétt áttu til fundarsetu, auk, stjórnar, for- stjóra og framkvæmdastjóra S. í. S. Að fundinum loknum var haldin minningarhátíð um 100 ára afmæli samvinnuhreyfing- arinnar, og fór hún fram að Hrafnagili í Eyjafirði. Gengust S. f. S. og K. E. A. fyrir henni í sameiningu. Hátíðina sóttu milli 2—3 þús. manns, þrátt fyrir mjög óhagstætt veður. Á aðalfundinum voru gefnar ítarlegar skýrslur um' starfsemi og afkomu S. í. S. á síðastl. ári af forstjóra og framkvæmda- stjórum S. í. S., og verður þeirra nánar getið síðar. Samkvæmt skýrslu forstjóra nam heildar- velta S. í. S. á síðastliðnu ári 97.9 milj. kr. eða 28.4 milj. kr. meira en árið áður. Sala er- lendra vara hafði aukizt um rúmar 10 milj. kr. og stafaði sú aukning mest af verðhækkun, sem orðið hafði á vörunum. Sala innlendra vara hafði aukizt um rúmlega 16 milj. kr. og stafaði mestur hluti aukningarinnar af því, að ullin frá 1941 og 1942 var seld á s.l. ári. f árslok voru 50 fé- lög í S. í. S. með samtals 21.457 félagsmönnum. Hafði félags- mannatala sambandsfélaganna aukizt um 1268 á árinu. Tvö félög gengu í S. í. S. á að- alfundinum, Kaupfélagið Dags- brún í Ólafsvík og Sláturfélagið Örlygur að Gjögrum við Pat- reksfjörð. Á fundinum voru ýms mál tekin til meðferðar og allmarg- ar tillögur samþykktar. M. a. var samþykt tillaga um mót- mæli gegn núgildandi ihnflutn- ingsreglum og tillaga um að skora á Alþingi að veita Gunn- ari Gunnarssyni skáldi í Skriðu- klaustri sérstök heiðurslaun. Þá var samþykkt að veita 20 þús. kr. til styrktar landflótta Dönum. Verður nánar sagt frá ályktun- um fundarins síðar. Á fundinum voru kosnir tveir menn í stjórn S. í. S. til þriggja ára og hlutu kosningu Björn Kristjánsson kaupfélagsstjóri á Kópaskeri (endurkosinn) og Eysteinn Jónsson alþingismað- ur. í varastjórn voru end- urkosnir til eins árs Bjarni Bjarnason skólastjóri, Skúli Guðmundsson kaupfélagsstjóri og Þórhallur Sigtryggsson kaup- félagsstjóri. Samvinnuhátíom að Hrafnagili. Hátíðin til minningar um 100 ára afmæli samvinnuhreyfing- arinnar var haldin að Hrafna- gili á laugardaginn var. í raun réttri er afmælið ekki fyrr en í desembermánuði næstk., því að Rochdalefélagið enska, sem al- mennt er talið elzta kaupfélagið í- heiminum, verður þá 100 ára gamalt. Hins vegar þótti heppi- legra hér að minnast • afmælis- ins aðallega í sumar meðan hægt er að halda útihátíðir. Allmörg kaupfélög hafa i undirbúningi að halda hátíðir síðar í sumar, þar sem þessa merkilega afmæl-r is verður minnst. Vegna veðurs var ekki hægt að halda hátíðina á Hrafnagili úti, en rúmgott húsaskjól var fyrir hendi pg fór hún fram í því. Veðrið hefir vafalaust dregið mjög úr aðsókn að hátíð- inni, en samt mættu þar 2—3 þús. manns. Hátíðin hófst um tvöleytið með því, að formaður S. í. S., Einar Árnason á Eyrarlandi, hélt setningarræðu. Síðan talaði Hermann Jónasson alþm. fyrir minni íslands, Jónas Jónsson alþm. fyrir minni samvinnunn- ar, Richard Beck próf. flutti kveðju frá Vestur-fslendingum, Vilhjálmur Þór atvinnumálaráð- herra flutti ávarp, Gunnar Gunnarsson skáld flutti erindi, Hólmgeir Þorsteinsson á Hrafna- gili talaði fyrir minnl Eyja- fjarðar og Ingimar Eydal rit- stjóri fyrir minni elzta kaupfé- lagsins, Kaupfélags Þingeyinga. Karlakórinn Geysir skemmti með söng milli ræðanna. Að ræðuhöldum loknum var stiginn dans. í einum skálanum voru sýndar kvikmyndir og stóð sýnángin látlaust allan daginn. Hátiðin fór hið bezta fram og var hin veglegasta. ,Kanadísk menníng síendur í þakkarskuld við Isíendinga' Ávarp kanadiska forsætisráðherrans. Forsætisráðherra Kanada, Mackenzie King, flutti svohljóð- andi ræðu í kanadiska útvarpið 17. Júní síðastl., í útvarpstíma, sem íslendingum var helgaður: „Endurreisn hins íslenzka lýð- veldis er mörgum heimilum hér í Kanada mikið gleðiefni. Nú eru liðin nær sjötíu ár síðan fyrstu íslendingarnir settust að í Kan- ada. Flestir þeirra settust að í Manitoba, en nokkrir stofnuðu heimili í Ontario. Þetta var hóp- ur hraustra Birkibeina. Þeir voru afbragðs borgarar og af- komendur þeirra hafa fetað í fótspor þeirra. íslenzka þjóðin hefir lagt mikinn skerf fram til þess að auka menningarlif í Kanada, á mörgum sviðum. Og sökum hins háleita lýðræðis- anda, sem íslendingum er í blóð borinn, stendur hin kana- diska menning í mikilli þakkar- skuld við þá. Vér minnumst nú þess, að kanadiskir hermenn dvöldust á íslandi í byrjun þessa ófriðar. Þeir dvöldust þar til þess að vernda frelsi hins fagra lands. Kanada gleðst innilega yfir því stjórnarfyrirkomulagi, er ísland hefir valið sér, og í nafni kana- disku þjóðarinnar sendi ég is- lenzku þjóðinni innilegar óskir um bjarta og farsæla framtíð". Auk forsætisráðherrans fluttu ræður I kanadiska útvarpið við (Framh. á 4. síOu) Á víðavangi ÓEININGIN VIÐ FORSETAKOSNINGUNA. Um fátt hefir verið meira rætt undanfarið en forsetakjörið á Lögbergi, og ljúka allir upp ein- um munni um það, að sú óein- ing, sem þar kom fram, hafi ver- ið þjóðarskömm á þessum stað og þessari stundu. Menn eru yf- irleitt sammála um, að bezt hefði farið á því, bæði út á við og inn á við, að þingmenn hefðu í þetta sinn sameinazt um kosn- ingu Sveins Björnssonar. Þetta átti ekki aðeins að vera unnt vegna hæfni Sveins og álits út á við, heldur auðvelt vegna þess, að hann var raunverulega búinn að gegna þessu starfi í þrjú ár, án þess að þingið sætti nokkurri gagnrýni fyrir það kjör sitt. Þar sem forsetakjörið á þingi nú var aðeins bráðabirgðaráðstöfun, og þjóðin sjálf átti að kjósa for- setann að ári, virtist í alla staði eðlilegt, að þingið skilaði þessu óbreyttu í hendur hennar og léti hana um það", hvort skipt væri um mann í forsetaembættinu eða ekki. Það er kunnugt, að tveir flokkar, Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, studdu eindregið kjör Sveins Björnsson- ar að þessu sinhi. Hinir flokk- arnir reyndu lengi vel að finna annað forsetaefni, en fundu engan mann, sem þeim þótti frambærilegur. Niðurstaðan varð þvi sú, að allir þingrrienn Sósíalistaflokksins skiluðu auðu, samkvæmt frásögn blaðs þeirra, en Sjálfstæðisflokkurinn þrí- klofnaði. Mun helmingur þing- manna hans hafa kosið Svein, fjórði partur þeirra hefir kosið Jón Sigurðsson skrifstofustjóra og annar fjórði partur þeirra hefir skilað auðu. Blöð þessara tveggja flokka hafa átt næsta erfitt með^ að verja hina óafsakanlegu fram- komu umræddra þingmanna sinna á Lögbergi. Vísir hefir á- talið kosninguna og hefir víst með því ætlað að láta líta þann- ið út, að flokksmenn hans hafi engan þátt átt í þessu leiðinda- verki. Er hræsni þessa blaðs allt- af söm við sig. Morgunblaðið hefir haft það eitt að segja, að bezt væri að tala sem fæst um betta mál og láta það gleymast. Auk þess hefir Gísli Sveinsson komið fram á ritvöllinn þar og hefur hann það helzt að segja, að iðulega skiptist atkvæði eða skilað sé auðum seðlum, þegar kosinn sé forseti sameinaðs bings! Mun víst enginn láta sér nægja þá afsökun nema Gísli. AUÐU SEÐLARNIR OG FOR- SETI SAMEINADS ÞINGS. Einna athyglisverðust er af- sökun Þjóðviljans fyrlr hinum auðu seðlum þingmanna Sósíal- istaflokksins. Hljóðar hún á þessa leið í blaðinu síðastl. föstudag: „En af hverju var auðum seðl- um skilað? Af því, að þegar það var á- kveðið, að Sveinn Björnsson yrði kosinn, þá óskaði forseti sam- einaðs þings eftir því, að þeir, sem ekki vildu kjósa Svein, skil- uðu helzt auðu, til þess að gera óeininguna sem minnsta." Þessari frásögn Þjóðviljans hefir ekki verið mótmælt af Gísla Sveinssyni. Verður eigi annað sagt en að hlutur hans sé harla bágur eftir þessa upp- ljóstrun, því að það, sem var hraklegast við forsetakjörið á Lögbergi, voru auðu seðlarnir. Það var sök sér, að þingmenn kysu annað forsetaefni en Svein, ef þeir vildu hann ekki. Auðu seðlarnir lýstu ekki fyrst og fremst andúð á Sveini, heldur á sjálfri athöfninni og því ábyrgð- armikla verki, sem Alþingi var hér að leysa af höndum. Það eru auðu seðlarnir, sem fyrst og fremst eru blettur á Lögbergs- (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.