Tíminn - 27.06.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.06.1944, Blaðsíða 2
354 TÍMIrVrV, þrigjndaginn 27. jimí 1944 64. blað Priðjudagur 27. jjání Þjóðmínjasafníð Á þingi því, sem nýlega var frestað, var samþykkt að verja 3 milj. kr. til þjóðminjasafns. Þingsályktunartillagan um fjár- veitingu þessa var flutt af for- mönnum allra þingflokkanna og samþykkt einróma af þing- mönnum. Af ræðumönnum þeim, sem til máls tóku, var svo að orði komizt, að fjárveiting þessi ætti að vera einskonar morgun- gjöf til lýðveldisins. Það munu ^víst flestir sam- mála um, að öllu fegurri og verðugri gjöf var ekki hægt að færa lýðveldinu en þessa fjár- veitingu til að koma upp full- komnu þjóðminjasafni. Ræktar- semi hverrar þjóðar við sjálfa sig má mjög marka af því, hvernig hún virðir fortíð sína og forfeður. Sú þjóð, sem er slitin úr lífrænu sambandi við fortíð sína og sögu, er eins og rótar- slitið blóm. Hún fær ekki þá næringu, sem reynsla forfeðr- anna, sigrar og afreksverk, ósigrar og mistök geta veitt henni. Hún nýtur ekki þess styrks, sem fólginn er í sérstæðri sögu hennar og menningu á liðnum tíma. Það hefir líka verið segin saga, að áhuginn fyrir verndun sögu- legra minja vex eða sljófg- ast að sama skapihg sjálfstæð- isvitund og frelsisþrá þjóðanna. Saga fslendinga sýnir þetta glöggt. Á mestu kúgunartímun- um voru söguhandrit og aðrir þjóðlegir dýrgripir gefnir. eða seldir úr landi fyrir sárlítið verð og þótt sorglegt sé að viður- kenna það, hefir það sennilega bjargað þeim frá glötun. Strax eftir að endurvakningin hófst á 19. öld, skapaðist ekki aðeins nýr áhugi fyrir sögu þjóðarinnar, heldur einnig fyrir verndun þjóðlegra minja, athugun og varðveizlu fornleifa o. s. frv. Fornminjasafnið og Fornleifa- félagið voru sett á fót nokkru áður en þingið fékk fjárveitinga vald og voru því borin upp af áhugamönnum. Þótt margt hafi síðan verið vel gert í þeim mál- um, virðist þó sem áhuginn hafi farið smádvínandi seinustu ára- tugina og þjóðminjasafnið hef- ir orðið að notast við algerlega ófullnægjandi húsakynni. Sú rögg, sem Alþingi hefir nú tekið á sig í þessu máli, virðist gleði- legur vottur þess, að lýðveldis- stofnunin sé meira en formið eitt, eins og stundum hefir verið talið, heídur sé hún í réttu hlut- falli við vaxandi þjóðræknis- kennd og frelsishug núlifandi kynsslóðar. . Hið nýja þjóðminjasafn, sem Alþingi hefir nú lagt grundvöll- inn undir, þarf að vera meira en geymsla þeirra þjóðlegu forn- gripa eða vinnutækja, sem til eru og rétt þykir að vernda frá glötun til að sýna menningu og verkbrögð liðinna kynslóða. Þar eiga einnig að vera myndir af helztu forvígismönnum íslend- inga frá fyrstu tíð og ætti það að vera verkefni beztu og vand- virkustu málara okkar að gera þær. Þar sem ekki er hægt að styðjast við eldri málverk eða ljósmyndir, verður að fara eftir lýsingum. Þeir, sem hafa komið á slík mannamyndasöfn erlend- is, vita hvilík áhrif það hefir að komast þannig í kynni við for- vígismenn liðinna tíma. Þá ættu og þar að verða stórar myndir af merkustu atburðum íslands- sögunnar. Málverk þeirra Gunn- laugs Blöndals og Tryggva Magnússonar á sögusýningu þjóðhátíðarnefndar sýna Ijós- lega, að við eigum málara, sem eru færir um að gera þetta. Nokkur ^hluti þjóðminjasafns- ins ætti éinmitt a,ð vera einskon- ar stöðug sögusýning, er rifjaði upp og glöggvaði starf og bar- áttu þjóðarinnar á liðnum'ár- um. Þá virtist það vel til fallið, að listaverkasafn ríkisins og hæfi- legur sýningasalur fyrir bráða- birgðasýningar listamanna, væri í sambandi við þjóðminjasafnið. Náskylt þessu máli eru hér- aðasöfnin, sem víða er hafizt handa um, og verndun frægra sögustaða. Það ætti að vera B|8rn H a r a 1 d s s o n, Austurgörðum: Fjárskíptín í Þíngcyjarsýslu Þingeyska mæðiveikin svo- nefnda hefir nú lifað á svæðinu milli Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljóts allt að tíu ára bil. Sýkin hefir farið svo hægt yfir, að nú fyrst á síðastl. vetri er hægt að telja hana komna á næstum alla bæi. Lengi vel von- uðu bændur að sýkin yrði „él eitt", og að fé á sumum heimil- um stæðist hana að mestu, en þessar vonir hafa brugðist. Reynslan hefir' gefið sinn úr- skurð í þeim hreppi, sem lengst hefir búið við sýkina. Og reynsla Aðaldæla gefur auga leið um hversu fara muni í hinum hreppunum, enda sækir sýkin nú öllu fastar á þar en hún gerði í Aðaldal lengi framanaf. Fénu hefir hraðfækkað á svæðinu á síðari árum þrátt fyrir a. m. k. helmingi meira viðhald en á venjulegum tímum. í ársbyrjun 1940 voru þar 23.800 kindur.*) Fjórum árum sjðar er fjártalan orðið 14.400.*) Fækkun ánna er þó hlutfallslega miklu meiri en ráða má af þessum tölum, vegna þess hve mikið er nú látið lifa af gimbrum til viðhalds. Þegar auk þess er á það litið, að sjúkt fé gefur langtum rýrari afurðir. en heilbrigt, má vafa- laust telja vel í lagt að áætla sauðfjárafurðir bænda á svæð- inu, að fráskilinni árlegri bú- stofnsskerðingu, helmingi minni en áður. Þegar.þess er líka gætt að kostnaður við fððrun og hirð- ing fjárins vex í öfugu hlutfalli við fækkunina, má öllum vera ljóst hvílíkt tjón sýkin hefir unnið bændum í þessu héraði. Óvíða á landinu og líklega hvergi mun sauðfé vera betur ræktað en í þessu héraði, sama má vafa- laust segja um fóðrun og alla hirðing fjárins, enda voru af- urðir miklar í hlutfalli við fjár- fjölda. Bændur höfðu yfirleitt fátt fé, en vegna þess og hins að aðrar atvinnugreinir eru víð- ast hvar ekki tiltækilegar, verk- ar fækkun fjárins og tjónið sem hrein rýrnun á tekjum búanna, sem á venjulegum tímum gerðu þó yfirleitt ekki betur en veita viðunandi afkomu með því þó að hófs væri hvarvetna gætt. Og helmingsrýrnun á tekjum ásamt vissu um meiri og meiri rýrnun, eftir því -sem lengra líð- ur, fá Þingeyingar ekki staðizt. Slíku mundi engin stétt manna í þessu landi fá rönd við reist til lengdar. Það er þessi blá- kaldi veruleiki, sem öffru fremur hefir sameinað héraðbúa um að krefjast róttækra tilrauna tlil úrbóta. Síðla vetrar 1943 sendu hér- aðsbúar fulltrúa á fund sauð- fjársjúkdómanefndar, sem er hinn faglegi ráðunautur ríkis- valdsins í fjársýkimálum. Full- trúarnir tjáðu nefndinni vand- ræði héraðsbúa og óskuðu með- mæla hennar til fjárskipta. Nefndin lagði á móti fjárskipta- tillögu þeirra, en kvað sig hins vegar hlynnta einhverjum öðr- um ráðstöfunum til hjálpar. Það reyndust góð orð en svo ekki meir. í marz s. 1., eða ári síðar, samþ. atkvæðisbærir fjáreig- endur fjárskipti á áðurnefndu svæði að Reykdælahreppi und- anskildum, en þar fóru fram fjárskipti haustið 1941. Rúmlega *) Geitur eru hér taldar með. kappsmál hvers héraðs að vinna sem ötullegast að þeim málum, og stundum gætu fleiri héruð sameinast um slíkt verkefni. Það ætti t. d. að vera verkefni fyrir alla Breiðfirðinga að. sýna frægasta sögustaðnum þar vestra, Helgafeíli, meiri sóma en nú er gert. Sú vakning fyrir verndun og varðveizlu þjóðlegra og sögu- legra verðmæta, sem nú er haf- inn, verður að reynast meira en stundarfyrirbrigði. Allir góðir menn þurfa að sameinast um að hún verði það, sem hún á hæglega að geta orðið, eða einn helzti aflvakinn, sem skil- ar þjóðinni lengra fram á leið til betra lífs og meiri menningar. Þ. Þ. Hver er steína ríkísvaldsins í raálínu? Eins og skýrt var frá í seinasta blaði, hafa nú verið ákveðin fjárskipti í fimm hreppum Þingeyjarsýslu eða samkvæmt þeim tillögum sauðfjársjúkdómanefndar og ríkisstjórnar, sem greint er frá í eftirfarandi grein. Er í greininni rakin forsaga málsins og ókostir þeir, sem höf. telur á því að láta ekki fjárskipti ná einn- ig til Bárðardals og Mývatnssveitar. Greinin er rituff, eins og dagsetningin ber með sér, áður en at- kvæðagreiðsla fjáreigénda um framangreind fjárskipti fór fram og endanleg ákvörðun var tekin um þau. sjö af hverjum átta greiddra at- kvæða voru með fjárskiptum, óskað var að þau færu fram á næsta hausti. Fulltrúar héraðs- búa gerðu nú ítarlegar tillögur um framkvæmd fjárskiptanna. Eftir þeim skyldi einangrun svæðisins vera á þessa leið: Vatnsföllin Jökulsá og Skjálf- andafljót skulu vera aðalvarn- arlínur. Jökulsá er góð varnar- lína, enda engin mæðiveiki tal- in vera austan árinnar.. Skjálf- andafljót er lakari vörn. Þó hef ir það verið látið duga sem varn- arlína fyrir fjárskiptasvæði Reykjadals síðan 1941 og ekki komið að sök, er þó sýkt svæði hinu megin fljótsins. Girðingu skal leggja meðfram fljótinu frá sjó suður að Reykdælahreppi. Sunnan Reykdælahrepps skortir girðingarstæði meðfram fljót- inu, en þar skal mynda varnar- belti meðfram því að austan, er nái suður fyrir byggð í Bárðar- dal á þann hátt að leggja girð- ingu austan byggðarinnar frá norðri til suðurs, er liggja skal úr Reykdælagirðingu. Á afgirtu landBtemunni meðfram fljótinu verða tólf bæir, sem hafa mundu innan girðingar nægilegt land fyrir fé sitt allt árið. Girðingin austan varnarbeltisins liggi að sunnan í þvergirðingu, er sett verði úr fljótinu sunnan byggð- ar austur í Bláfellsfjallgarð. Varnarbeltinu er skipt með þver girðingum í fjögur hólf, eru þær girðingar þegar fyrir hendi eins og girðingin austan beltisins að nokkru leyti. Varnarbeltið á að veita meginhluta fjárskipta- svæðisins fullkomnara öryggi en Skjálfandafljót hefir að bjóða, sem hefir þó verið látið nægja fyrir Reykjadal. Hólfun beltis- ins á sömuleiðis að draga úr tjóni, ef slys skyldi henda. Kindaferðir yfir fljótið á þessum slóðum eru nú taldar fátíðar og raunar niður fallnar síðan farg- að var báðu megin því fé, sem flutt hafði verið yfir fljótið í seinni tíð. Til þess samt sem áð- ur að koma í veg fyrir þennan möguleika skal gera smágirð- ingar við fljótið að vestan, þar sem hætta virðist á að fé leggi í það. Auk þess verður eftir- lit frá bæjunum við fljótið. Af- réttinn sunnan byggðar í Bárð- ardal austan fljóts skal hafa fjárlausa og eftirlit með því fé, sem kann að koma austur yfir( fljótið.Afréttur þessi er að norð- an afmörkuð með áðurnefndri Bláfellsgirðingu, að austan ein- angraður af brunahraunbelti, er liggur úr Ódáðahrauni norður að Bláfellsfjallgarði. Það hraun er talið ófært. Eftir að fulltrúar Þingeyinga höfðu lagt fjárskiptafrumvarpið fyrir sauðfjársjúkdómanefnd og rökstutt það og ennfremur framanskráðar tillögur um ein- angrun svæðisins, sendi nefnd- in 2. apríl s. 1. fjárskiptafrum- varpið til landbúnaðarráðherra ásamt umsögn sinni. Þar segir meðal annars: „--------• — Aðilar hafa bent á leið til einangrun^r svæðisins, sem virðist nokkurnveginn fær, þótt ekki geti hún talist f ullkom- lega örugg, með því að girða gunnan við byggð í Bárðardal austur í Bláfellsfjallgarð, og telja fulltrúar Þingeyinga að litla vörzlu muni þurfa með þeirri girðingu. Meðfram Skjálf- andaflj-óti, sunnan fjárskipta- hólfsins í Reykjadaí telja þeir að ábúendur viðkomandi jarða muni annast vörzlu án sérstaks tilkostnaðar. Fullkomið öryggi um það, að þessi fjárskipti takizt, er þó ekki hægt að benda á, hvorki með til- liti til vörzlu svæðisins, né held- ur til þess að fá fé, sem vissa er fyrir að ósýkt sé. Þetta munu þeir, sem fjárskipta óska, gera sér grein fyrir og vilja þeir taka áhættuna. Sauðfé hefir enn fækkað til muna á svæðinu. Hvort sem þetta er eingöngu af völdum veikinnar eða meðfram að ein- hverju leyti af vondu árferði og af trúleysi manna á það, að til nokkurs sé að ala upp fé af heimastofni, verður afleiðingin hin sama, að ekki er líft við þann litla fjárstofn, sem eftir er og fer enn fækkandi. Það er fullvíst, að þingeysk mæðiveiki er víða, ef ékki víðast, á því svæði, sem borgfirzka mæðiveikin hefir gengið, yfir. Það má einnig telja fullvíst, að mjög dregur ur borgfirzku mæðiveikinni, er hún hefir ver- ið nokkur ár í fénu. Og reynslan þar hefir sýnt að þeir bændur, sem alltaf haifa sétt lömb á eftir föngum, þrátt fyrir veikina, hafa staðið bezt að vígi, er frá leið. En ekki verður séð hvort sama gildir um þingeysku veikina, en líklegt má þó tela að minna næmir fjárstofnar gegn henni finnist. Má þó vera að erfitt sé fyrir bændur á umræddu svæði að bíða þess, þar sem ekki er um að ræða, að þeir geti breytt bú- skaparháttum sínum á meðan. Hugsast gæti, enda þótt fjár- skipti misheppnuðust og sýking kæmi upp á svæðina eftir nokk- ur ár, að einhver ráð yrðu fund- in á þeim tima, sem að gagni mættu koma til þess að sigrast á veikinni og mætti þá skoða fjárskiptin sem tilraun til þess að hjálpa. fjáreigendum yfir þann erfiða tíma, sem hlýtur að verða, þar til haldkvæm ráð finast gegn veiklnni. Með tilliti til alls þessa, svo og þess eindregna .vilja aðila sjálfra, er hér sýnist koma fram, vill nefndin ekki mæla gegn framgangi fjárskipta á þeim grundvelli, sem fyrirliggjandi frumvarp til fjárskipta gerir ráð fyrir." — ' Fjárskiptamálið var nú um skeið athugað af ríkisstjórn, en 20 dögum slðar sendir sauðfjár- sjúkdómanefnd landbúnaðar- ráðherra aðra umsögn sína á þessa leið: „Samkvæmt samtali við yður, hæstvirti landbúnaðarráðherra, vill sauðfjársjúkdómanefnd senda þessa umsögn varðandi fjárskiptin I Þingeyjarsýslu: Nefndin hefir enn ekki séð sér fært að mæla með fjárskipt- um í stórum stíl neinstaðar á landinu, enda þótt hún hins vegar hafi ekki viljað mæla gegn fjárskiptum á svæðinu milli Jökulsár og Skjálfanda- fljóts, sem hún hefir fyrir skömmu látið uppi álít sitt um. Þegar nefndin nú er spurð um álit sitt á þeim möguleika, að taka aðeins norðurhluta þessa svæðis, eða suður að svonefndri Gæsafjallagirðingu, vill nefndin svara þessu: 1. Að öllu samanlögðu álítur nefndin heldur ráðlegra að taka fyrir þennan hluta heldur en allt svæðið. 2. Nefndin álítur að einangrun verði öllu öruggar fyrir komið með því að taka norðurhlutann einann. 3. í norðurhluta héraðsins er veikin búin að vera lengur og fjárfækkunin orðin meiri en sunnan girðingar, og er- því þörf bænda þar fyrir fjárskipti meiri. 4. Eftir því sem svæðið er minna, er auðveldara að fá heilbrigt fé aftur inn á svæðið. •5. Nefndin tekur fram, að hún vill ekki að svo stöddu líta svo á, að þessi fjárskipti ættu aðvera byrjun á stærri aðgerð- um í sömu átt. 6. Skipting svæðisins veldur aukakostnaði móts við að taka svæðið allt í einu. Er það tvö- földun á Gæsafjallagirðingu, en hún er ca. 45 km. löng og myndi kosta 90—100 þús. kronur. 7. Að öðru leyti vísar nefndin til fyrri bréfa sinna um afstöðu til málsins í heild." Eins. og þessi síðari umsögn nefndarinnar ber með sér, er hún fram komin sem svar við þeirri spurningu landbúhaðar- ráðherra, hvernig horfi við að hafa fjárskipti aðeins á norður- hluta svæðisins. Fulltrúar héraðsbúa and- mæltu þessari hugmynd og færðu fram sem mótmæli aðal- lega það tvennt,- að Gæsafjalls- girðing, þó tvöfölduð yrði, væri mjög ótrygg varnarlína, og að Mývetningar og Bárðdælir væru meðal þeirra, sem allra sízt gætu lifað á öðru en sauðfjárrækt. Þrátt fyrjr það varð afgreiðsla málsins sú, að landbúnaðarráð- herra I krafti hinna faglegu leiðbeininga nefndarinnar, neitaði umbeðnum fjárskiptum, en gaf kost á fjárskiptum á norðurhluta svæðisins eða tæp- lega % hlutum þess. Hinn 20. þ. m. greiða hlutaðeigendur enn á ný atkvæði um fjárskipti samkvæmt tilboði landbúnaðar- ráðherra. Vafalaust munu -þeir játa tilboðinu, þó öllum þyki það næsta óaðgengilegt. En bændur eru orðnir svo aðþrengdir, að þeir munu ekki sjá sér fært að neita þessu boði. Gæsafjallagirðingin liggur þvert yfir hálendið miðja vega milli Mývatnssveitar og Keldu- hverfis. ÞaY er mjög snjóþungt. Síðastliðið vor var girðing þessi enn undir snjó á löngum köfl- um, er komið var að henni seint I júní, þá hafði fé gengið frjálst á 'afréttinum beggja megin svo vikum skipti, enda fór fé yfir þessa girðingu á síðastliðnu vori eða sumri í tugatali. Dæmi eru til þess, og sum ekki langt und- an, að stórfenni var á þessum slóðum fram undir miðjan júlí. Á slíkum snjóavorum yrði hvoru- tveggja jafn ómögulegt, að moka snjónum frá girðingu þessari eða hafa verði við hana, svo nokkuð væri annað en kák. Og það þarf ekki slík vor til, meira að segja í venjulegum vorum yrði það næsta torvelt og aldrei öruggt. Tvöföldun þess- arar girðingar er engin vörn gegn snjónum. Þannig er nú Gæsafjallagirðingin sem varn- arlína. Aftur á móti telja kunn- ugustu menn girðingarnar á hinum varnarstöðvunum allar komnar úr snjó áður en fé er sleppt frá húsum í Bárðardal. Auk þess er hlutverk þeirra girðinga — austan og sunnan byggðar í Bárðardal — að vera aðeins varalínur til frekara ör- yggis aðallínunni. Lagning Gæsafjallagirðingar var á sínum tíma yfirsjón. Að fara nú að tvöfalda hana og treysta henni sem þýðingarmikilli varnarlínu, er vægast sagt vafasöm, ráð- stöfun. Það kemur að vísu ljóst fram í umsögn nefndarinnar að hún gerir ekki ráð fyrir að girð- ing þessi verði notuð sem vörn nema um stundarsakir, og að bráðlega fari fram fjárskipti á suðurhluta svæðisins, þar sem hún talar um aukakostnað við skiptingu svæðisins móts við að taka það allt í einu, en þrátt fyrir það er hér teflt djarft og treyst á strákalukku. Eins og sýnt hefir verið fram á hér að framan er meginmunur á þessum tveim einangrunar- möguleikum, Skjálfandafljóti ásamt varagirðingarlínu austan Bárðardals og Gæsafjallagirð- ingunni, og sá munur er öfugur við það,sem nefndin í síðari um- sögn sinni 2. lið heldur fram að sé. Kunnugum mönnum er það næsta torskilið,-að nefndin skuli telja þessa háfjallagirðingu álit- lega varnarlínu. Nefndarmenn skortir sjálfa og sömuleiðis rík- isstjórn persónulegan kunnug- leika á þessum málum. Þó sum- ir þeirra hafi farið um þjóðvegi sýslunnar að sumri til, munu þeir allir ókunnugir snjókomu og snjölagi á þeim slóðum. í lögum um fjárpestirnar er gert ráð £yrir því að sauðfjársjúkdóma- nefnd hafi kunnuga menn í ráð- um um fjárpestarmál þeirra héraða, þar sem nefndarmenn eru ókunnugir málavöxtum. Hér er farið öfugt að. Umsögn kunn ugra manna er virt að vettugi og" ákvaraðir gerðar gagnstætt þeirra* ráðum. Sauðfjársjúkdómanefnd færir þau rök fyrir skiptingu svæðis- ins, að auðveldara, sé að fá ó- sýkt fé til innflutnings á hluta af svæðinu heldur en á allt svæðið. Þetta lítur ekki ólíklega út, en er þó #kki svo í raun og veru. Það mun vera ráðgert að fá þetta fé austan Jökulsár á Fjöllum. Vegna ótta við garna- veiki í Vopnafirði mu'n ráðgert að taka féð aðeins í næstu hreppum austan árinnar, en þar er ekki fáanlegt nægilega margt fé fyrir allt svæðið. En eftir um- §ögn dr. Halldórs Pálssonar og Sigurbjörns Snjólfssonar, sem munu vera öðrum fróðari um útbreiðslu þessa Vopnafjarðar- fjárkvilla, er allt svæðið milli Jökulsár á Brú og Lagarfljóts engu óálitlegra til þess að láta fé til fjárskiptanna hvað þetta atriðl snertir, heldur en næsta byggðin austan Jökulsár á Fjöllum. Af þessum báðum svæðum er auðvelt að fá fé sem nægja mundi öllu fjárskipta- svæðinu. Viðhorfin til málsins, nefnd- arinnar annars vegar og héraðs- búa hins vegar, eru gerólík. Hér- aðsbúar eru ráðnir í því að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að fjárskiptin megi tak- ast vel, nefndin virðist aftur á móti ganga út frá því að þau hljóti að mistakast. Héraðsbúar treysta á fjárskiptin sem bjarg- ráð,' en nefndin vantreystir þeim. Þrátt fyrir þessi ólíku sjónarmið er okkur Þingeying-. um . afstaða ríkisvaldsins hrein ráðgáta. Fjármálahlið fjárskiptanna er að sjálfsögðu stórt atriði, en hvernig lítur hún út? Skipting svæðisins veldur ríkissjóði auka- kostnaði vegna tvöf öldunar Gæsafjallagirðingar 90—100 þús. kr. eftir áætlun nefndarinnar. Þar við má bæta ca. 60 þús. kr. vegna girðingar, -sem fyrirhugað er að byggja í sumar meðfram Jökulsá á Fjöllum, en sem falla , mætti niður, ef fjárskipti yrðu gerð í Mývatnssveit á næsta hausti. Hætta á því, að fé fari austur yfir ána frá Mývatns- sveit er lang helzt fyrri hluta vetrar, enda kæmist þessi girð- ing ekki upp fyrr en einhvern- tíma í sumar. En hvað er það þá, sem vinnst fyrir þennan 150— 160 þús. kr. aukakostnað ríkis- sjóðs; fyrir tuga eða hurídruð þús. kr. tjón Mývetninga og Bárðdælinga vegna þess að þeir eru látnir bíða; fyrir að setja í bráða hættu fjárskiptin á norð- ursvæðinu? Vinningurinn er stuttur frestur, kannske aðeins ársfrestur fyrir ríkissjóð, á því að greiða kostnað við fjársklpti í Mývatnssveit og austurhluta Bárðardals. Fjármálastjórn rík- isins fer hér líkt og manni, sem greiðir 10 kr. í dag tií þess að þurfa ekki að láta af hendi 20 kr. fyrr en á morgun. Eitt atriði er þó ótalið, sem gerir þessa mynd enn átakan- legri fyrir ríkissjóð, það er upp- eldisstyrkurinn, sem ríkissjóður þarf að greiða á suðurhluta svæðisins meðan dregst með / fjárskipti þar. Sá styrkur, mið- að við síðastliðið ár, verð- og vísitöluhækkun o. fl., mun eta upp kostnaðinn við fjárskiptin á ca. 8 árum. Það er alltaf drjúgt sem drýpur. Fjárskipti á norðurhluta svæðisins koma nú til atkvæða í héraði eftir ,fáa daga. Vafa- laust verða þau samþykkt af á- stæðum, sem greindar eru hér að framan. Þar með mun mega telja fjárskiptin ákveðin. Ef til vill væri ofsagt að telja þessu merkilega máli í óefni stefnt með þeirri ákvörðun, en því er teflt á tvísýnu meiri en þörf er á og hyggilegt er. Enn er ekki of seint að kippa þessu í lag. Ríkisstjórnin hefir (Framh. & 3. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.