Tíminn - 27.06.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.06.1944, Blaðsíða 4
256 r 64. blað Nýr soguprófessor og lacdsbókavorður Dr. Þorkell Jóhannesson landsbókavörður hefir nú verið skipaður prófessor í sögu við Háskóla íslands frá 1. sept. n. k. að telja. Frá sama tíma hefir Finnur Sigmundsson magister, 1. bókavörður við Landsbóka- safnið, verið skipaður lands- bókavörður. Dr. Þorkell Jóhannesson lauk stúdentsprófi árið 1922 og meist- araprófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands árið 1927. Dokt- orsritgerð hans, sem fjallaði um frjálst verkafólk á íslandi frá öndverðu og fram um miðja 16. öld, kom út á þýzku árið 1933. Dr. Þorkell hefir verið 1. bóka- vörður við Landsbókasafn ís- lands síðan 1932 og landsbóka- vörður síðan 1. júní 1943. Finnur Sigmundsson lauk magisterprófi í íslenzkum fræð- um við Háskóla íslands árið 1928. Hann hefir verið starfsmaður við Landsbókasafnið síðan 1929, og 1. bókavörður síðan 1. júnf 1943. Smíði 184smál.skips lokið í Hafnarfirði Stærsta skipi, sem smíðað hef- ir verið á íslandi, var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni „Dröfn“ 1 Hafnarflrði 23. þ. m. Skip þetta, sem gefið hefir verið nafnið Edda og er eign Einars Þorgilssonar & Co., er 184 smál. bruttó með 378 hestafla dieselvél. Byrðingur og hvalbak- ur er úr eik og yfirbygging úr stáli. Það er útbúið flestum ný- tízku siglingatækjum. Yfirmað- ur við bygginguna var Sigurjón Einarsson, en Hafliði Hafliðason gerði teikninguna. Á skipinu verður 20 manna áhöfn, en skipstjóri er Sigurð- ur Andrésson. Fer skipið á síld- veiðar nú eftir mánaðamótin. Brezki sendiherrann varð fyrstur Þann 23. þ. m. gekk brezki sendiherrann, Gerald Shephard, á fund forseta íslands, afhenti honum embættisskilríki sín. Varð Shepherd því fyrsti sendi- herrann, sem afhenti forseta embættisskilríki eítir að ísland varð lýðveldi. Vegleg gjöi til Alpingís Þann 16. júní síðastl. gekk stjórn í. S. í. á fund forseta Al- þingis og afhenti þeim fagran og vandaðan fundarhamar að gjöf frá í. S. í. til Alþingis. Hamarinn er gerður af Ríkarði Jónssyni. Hann, var notaður í fyrsta sinn á Lögbergshátíðinni 17. júní. 112 stiídentar út- skrifaðir í vor (Framh. af 1. si8u) Við árspróf hlaut Magnús ust voru fleiri en nokkru sinni áður, 67. Voru 42 úr máladeild, þar af þrír utan skóla. 27 fengu fyrstu einkunn, 14 aðra og 1 þriðju einkunn. Þrjár stúlkur urðu efstar í máladeild: Sigríð- ur Magnúsdóttir, fékk ein ágæt- iseinkunn, 9,19, Sigríður Helga- dóttir 8,70 og Sigfríður Bjarna- "dóttir 8,59. Úr stærðfræðideild útskrifuð- ust 23 skólanemendur og tveir utanskóla. 17 fengu fyrstu eink- ynn og 8 aðra. Hæstur varð Tryggvi Þorsteinsson með 8,55. annar Andrés Andrésson 8,39 og þriðji Haraldur Sveinsson 8,38. 113 gengu undir inntökupróf í menntaskólann, en af þeim féllu 11. 28 hlutu 8,00 eða hærri einkunn og verða teknir í skól- ann. TÍMM, þriðjMdaginn 27. jnní 1944 (ÍR BÆIVUM Sögusýningin, sem þjóðhátíðarnefnd hefir undirbú- ið, var opnuö 20 þ. m. Er hún til húsa í Menntaskólanum. Sýningunni er ætl- að að sýna frelsis- og menningarbar- áttu íslendinga, og margir þekktustu málararnir tóku sér fyrir hendur að gera myndir af merkustu atburðum íslandssögunnar, Hefir sú tilraun tek- izt misjafnlega. 'Sýningin er í 7 deild- um og er á margan hátt hin fróðleg- asta. Hfir aðsókn að henni verið sæmi- leg og verðskuldar hún það lika full- komlega. Þjóðhátíðarsýning myndlistarmanna var opnuð i Llst- sýningarskálanum föstudaginn 10. þ. m. Eru þar til sýnis verk eftir 28 mynd- llstarmenn, málverk, höggmyndir, vatnslitarmyndir og teikningar. Matstofa Náttúrulækningafélags íslands tók tíl starfa síðastl. fimmtudag á Skál- holtsstíg 7. Mikil aðsókn hefir verið að matstofunni, en vegna takmarkaðra húsakynna, verður aðeins hægt að selja félagsmönnum N.L.P.Í. fæði og ekki nema tvær máltíðir á dag. Siðar verður reynt að selja lausar máltíðir. Til hádegisverðar verða aðallega græn- metis- og ávaxtasúpur og grautar og síðan einhver grænmetisréttur með kartöflum, en stundum kjöt eða fiskur. Til kvöldverðar verður krúska (úr muldum höfrum, hveitiklíð, rúsínum og vatni) með mjólk, alls konar græn- meti, salöt, síld, harðfiskur, söl, lýsi og grasamjólk. Matstofan á að verða eins konar prófsteinn á kenningar Náttúrulækningafélagsins. — Fram- kvæmdastjóri hennar er Björn Guð- mundsson, en forstöðukona, Dagbjört Jónsdóttir, fyrrum húsmæðrakennari. Gjafir. Þann 17. júní bárust barnaspítala- sjóði „Hringsins" eftirtaldar stórgjafir: Frá Othar Ellingsen fyrir hönd O. Ellingsen h.f. 25 þúsund krónur. Hið íslenzka steinoliufélag gaf 5000 krónur og P. L. Mogensen lyfsali gaf 1000 kr. Stjórn „Hringsins" færir gefndum hin- ar beztu þakkir íyrlr þessa miklu rausn. Siiltusykur. Veitt eru 3 kg. af sultusykri út á stofnauka nr. 4 af núgildandi matvæla- seðlum. Stofnauki þessi er genginn í gildi og gildir til 1. ágúst næstkomandi. Dregið hefir verið hjá sýslumanni Rangæ- inga í happdrætti Byggingarsjóðs U. M. F. Njáls 1 Vestur-Landeyjum. Vinn- ingurinn, 7 vetra gæðingur, kom á nr. 1272. Skal hans vitjað til Valdimars á Álfhólum. Samkoma F. U. F. vestan Rangár Félag ungra Framsóknar- manna vestan Rangár í Rang- árvallasýslu heldur skemmti- samkomu að Þjórsártúni sunnu- daginn 16. júlí næstkomandi. Þar verða ræðuhöld, dans og ýms fleiri skemmtiatriði. Dagskráin verður auglýstx síðar. Magnússon í 5 bekk B fullnaðar- einkunina 9,55. Á vorprófi fékk hann 9,74. Er þetta hið ágætasta námsafrek. Menntaskólanum á Akureyri var sagt upp 14. júní. Alls gengu 429 nemendur undir próf. Gagn- fræðapróf tóku 92, og hlaut hæsta einkunn Sigrún Árna- dóttir frá Vopnafirði, 7,10 (hæsta einkunn, sem gefin er, er 8). 45 stúdentar útskrifuðust 30 úr máladeild, 15 úr stærðfræði- deild. Af máladeildarstúdentum hlutu 25 fyrstu einkum og varð hæstur með 7,40 Páll Árdal frá Siglufirði. Af stærðfræðideildar- stúdentum náðu 9 fyrstu eink- unn og varð hæstur Guttormur Þormar frá Laufásl við Eyja- fjörð með 7,21. Erlent yfírlft. /(Framh. af 1. síðu) Þjóðverjar eru að yfirgefa Liv- erno. Bandaríkjamenn hafa tekið Saipaney, sem er skammt frá Marianaeyjum. Stórum japönsk- um flota var stökkt þaðan eftir að hann hafði orðið fyrir miklu tjóni. Dregið hefir úr svifsprengju- árásum Þjóðverja á London seinustu daga. Bandamenn hafa gert harðar loftárásir á þýzkar borgir, m. a. Berlín, jafnhliða flugsókn sinni á innrásarsvæð- inu. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) kosningunni, og þessi blettur verður að skrifast að miklu leyti á reikning forseta sameinaðs þings, ef hann lætur framan- greindri frásögn ómótmælt. Hvernig hefði t. d. farið, ef kjósendur hefðu gert mikið að því í þjóðaratkvæðagreiðslunni að skila auðum seðlum. Værum við þá orðin lýðveldi eða værum við þá búnir að fá viðurkenn- ingu annárra þjóða? Þetta mætti forseti sameinaðs þings og aðrir þeir hugleiða, sem gengust fyrir auðu seðlunum á Lögbergi. RÆKTUNINNI MÁ EKKI GLEYMA. Aðkomumaður í bænum skrif- ar: Forustugrein Morgunblaðs- ins síðastl. föstudag ber yfir- skriftina: Raforka og skip eru öfl framtíðarinnar. í greininni er síðan rakið, að þetta tvennt sé undirstaðan að velgengni ís- lendinga á komandi árum. Skal því síður en svo andmælt, sem þar er sagt raforku og nýjum skipum til hróss, en hins vegar verður ekki hjá því komizt að minna á eitt afliff enn, sem ekki er þýðingarminna en þessi tvö, og það er aukin og bætt ræktun landsins. Því aflinu má ekki gleyma né vanrækja það. Þessi þrenning, raforkan, skipastóll- inn og ræktunin, eiga að haldast í hendur og verða sameiginleg lyftistöng þjóðarinnar á kom- andi árum. Skyldu ritstjórar Mbl. hafa gleymt að minnast á ræktunina af þekkingarleysi eða greindar- skorti eða birtist hér enn óvilj- inn til landbúnaðarins, sem löngum hefir verið höfuðein- kennið á blaði þeirra? Mtimmgarorð (Framh. af 3. síðu) leggja á móti einni vökunótt móðurinnar yfir deyjandi barni sínu. Stundum ná engin orð yfir það, hvað gerir það að verkum, að einn samferðamannanna skilur meira eftir í minningun- um heldur en annar. Svo er það einnig hér. Sumt verður að les- ast milli línanna. Þannig mun saga Stelnunnar hafa ritazt í minningum kunningja hennar, vina og ættingja,- Þó- er það víst, að hennar prýðilegu gáfur og skilningur hennar á kjörum og tilfininngum annarra munu án efa hafa aflað henni svo margra vina. En sér í lagi var eitthvað það við hana, sem gerði kynningu og návist hennar svo þægilega, aðlaðandi og' minnis- stæða. Það er einmitt það, sem ekki er hægt að tjá með orðum. Framrétt hjálparhönd hennar, sem ekki gat vitað lítið barn ó- stutt milli húsa né hjálparvana konu án aðstoðar, hefir ásamt mörgu öðru svipaðs eðlis, skil- ið eftir sig þau spor, er seint mást. Leifur Eiríksson. Nýtt veitingahús (Framh. af 1. síðu) setið þar að borðum i einu, og dansgólf er þar mjög rúmgott, ef svo ber undir. Úti fyrir hefir enn lítt verið lagað til, en það er 1 ráði að gera fallegan skrúðgarð um- hverfis húsið, og verður þá mjög hlýlegt heim að líta. Bifreiðatorg verður nokkrum metrum neðar, við sjálf vegamótin. Skammt utan við Ferstiklu er skógivaxin Saurbæjarhlíðin og góð tjaldstæði víða. En þaðan er aftur stutt 1 Vatnaskóg. Er þarna fagurt og skemmtilegt umhverfi. í hinu nýja veitingahúsi verð- ur seldur matur og allar aðrar venjulegar veitingar. Er af- greiðsla hin liprasta, að sögn allra þeirra, sem þangað hafa komið. Starfsstúlkur eru fimm, en forstöðukona er Rannveig Líndal húsmæðrakennslukona. Það er ánægjulegt, að gott veitingahús skuli hafa verið reist við þessa fjölförnu leið. Vel upphituð, þrifaleg og þægi- leg vejltingahús, þar sem vegfar- endur geta fengið góðan beina við hóflegu verði, eru þjóðþrifa- fyrirtæki, og fullkomín nauðsyn í nútímaþjóðfélagi. -o—o—o TJARNARBÍÓ o—>—o. Á TÆPASTA VAÐI. (Background to Danger) GEORGE RAFT, BRENDA MARSHALL, SIDNEY GREENSTREET PETER LORRE. Sýnd kl. 5—7—9. Bönnuff yngri en 12 ára. Fréttamynd. Innrásin í Frakkland. Inn- reiff Bandamanna í Róm, Páfi ávarpar mannfjöld- Kaupum háu verði taglhár og faxhár, samanbundið eftir lit- um. Sendum greiðslu strax eftir móttöku. Burstagerðin Laugaveg 96, Reykjavík. PYRINATE Nýtt amerískt meðal sem eyðir lúsum og nitum þeirra á 15 mín- útum, og er þó hættulaust, líka fyrir börn. 30 gramma Glas kr. 5.00 Fílabeinskambar — 4.50 Sendum um land allt. SEYÐISFJARÐAR APÓTEK. Notuð frímerki Kaupi notuð, íslenzk frímerki. Sendið mér frímerkin 1 A- byrgðarbréfi, og fáið þér and- virðið um hæl, þegar búið er að athuga merkin. Umboðsmenn óskast til að kaupa frímerki í öllum sveitum landsins. J. Agnars, FRÍMERKJAVERZLUN, Hallveigarstíg 9. Reykjavík. Spegflar margar stærffir fyrirliggjandi. Erl. Blandon&Co.hf. Hamarshúsinu. Sími 2877. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Ávarp kanadiska forsætisráðherrans (Framh. af 1. síðu) þetta tækifæri: Grettir Jóhann- esson, ræðismaður íslands í Winnipeg, og W. J. Líndal dóm- ari. Blómsveigur var lagður að minnisvarða Jóns Sigurðssonar við þinghúsið i Winnipeg og 50 manna kór söng íslenzk lög við það tækifæri. Þá hefir dr. Richard BeckÆf- hent forseta íslands kveðjur rík- isstjórans í Norður-Dakota, fylk- isstjórans í Manitoba og þriggja íslendinga, sem sæti eiga á þingi Manitobafylkis. Eru það S. Sig- fússon, Paul Bardal og G. S. Thorvaldsson. Kveðja frá íslendingum í Kaupmannahöfn. Heillaóskir halda enn áfram að berast frá íslendingum og fs- landsvinum erlendis í tilefni af lýðveldisstofnuninni. M. a. hef- ir borizt heillaósk frá fundi fs- lendinga í Kaupmannahöfn, sem haldinn var 17. júní. Þá hafa borizt heillaóska- skeyti frá Christmas Möller og frú hans. .>.——0—0— nýja rió——. i Rómantísk ást Dans- og söngvamynd. . Aðalhlutverk: FRED ASTAIRE, RITA HAYWORTH, ADOLPHE MENJOUí XAVIER CUGAT og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. heimskuim skáldsaga eftir Anthouy Hope, er komiu út. Bókin er afar spcnn- andi og skenuntileg. »—— GAMLA BÍÓ—>—o— | Pétur mfkli Rússnesk stórmynd. SIMONOV. TARASSOVA. Sýnd kl. 7 og 9. Gullæði. CHARLIE RUGGLES. ELLEN DREW. JOSEPH SCHILDCRAUT. Sýnd kl. 3 og 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. . O — O —0 — — 0 — . — 0 —. — . — Vátryggíng Þeir, sem óska að bjóða í vátryggingu á vörum, sem við kom- um til með að flytja inn frá Ameríku, sendi tllboð sín fyrir 15. júlí n. k. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði, sem er, eða hafna öllum. Samband veínaðarvöruinnHytjenda Póstliólf 48S. vor verða lokaðar frá 10. tll 24. júlí næst- komandi vegna sumarleyfa. — Viðskipta- mönnum vorum er hérmeð bent á að birgja sig nægilega upp í tæka tíð með vörur þær, sem tóbakscinkasalan selur, svo jseir hurfi eigi að verða fyrir ó|»æg- indum af lokuninni. T óbakseinkasala ríkisins. Raítækjavinnustoían Selíossi framkvæmir allskonar rafvlrkjastörf. Vfnir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Fylgízt med Allir, sem íylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Timann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Simi 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.