Tíminn - 30.06.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.06.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Símar 3948 og 3720. AFGREEÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRrFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Síml 2323. 28. árg, Erlení yfirlit: Forsetakjör Það er nú kunnugt orðið hverjir keppa um forsetavöldin í Bandaríkjunum í kosningun- um á komandi hausti. Á kjör- þingi republikana, sem haldið var i Chicago í fyrrihluta þess- arar viku, var Th. Dewey lands- stjóri í 'New-York-ríki nær ein- um rómi kjörinn forsetaefni flokksins, en Bricker landsstjóri í Ohioríki var kjörinn varafor- setaefni. Telja, má víst, , að Roosevelt forseti verði kjörinn ^orsetaefni demókrata á kjör- þingi þeirra, sem haldið verður síðara hluta næsta mánaðar, og Wallace varaforseti verði aftur varaforsetaefni þeirra. Hér í blaðinu var fyrir skömmu síðan greiht frá ævi- ferli Dewey forsetaefnis, en mesta frægð hefir hann hlotið fyrir framgöngu sína gegn ýmsri svindlstarfsemi meðan hann var saksóknari í New York. Telja má víst, að republikarnir muní leggja mikla stund á að víðfrægja þessi verk hans og segja jafnframt, að nú sé þörf mikillar og , margvíslegrar „hreinsunar“ eftir 12 ára valda- tíð Roosevelts og þá verði Dewey sem forseti réttur maður á rétt- um stað. Demokratar munu hins vegar segja, að Dewey sé enn óreyndur sem stjórnmála- maður og það sé of áhættusamt að fela óreyndum og ungum manni stjórnarvöldin"' á þeim viðsjártímum, sem framundan eru. Demokratar munu í áróðri sínum leggja aðaláherzluna á utanríkismálin, en republikarn- ir á innanrikismálin. Líklegt er, eins og sakir standa, að utan- ríkismálin verði aðalmál kosn- ingabaráttunnar. Spár manna vestra um kosn- ingaúrslitin eru mjög mismun- andi, eins og venja er, en sann- leikurinn mun sá, að erfitt er að spá nokkru enn sem komið er því að margt á eftir að gerast til haustsins, er áhrif getur haft á úrslitin. Kosningabarátt- an er ekki heldur byrjuð til fullrar hlítar og hún getur ráð- ið talsverðu um úrslitin. Hið nýja forsetaefni republikana hef ir ekki enn gert verulega grein fyrir stefnu sinni, því aö bar- áttuaðferð hans til þessa hefir einkum verið fólgin í því að tala sem minnst. Það tekst honum vart hér eftir og það getur skipt miklu, hvernig hann leggur mál- in fyrir kjósendurna. Senni- legt er það líka, þótt menn finni stjórn Roosevelts margt til for- áttu, að þeir hiki við að skipta um yfirstjórn ríkisins á þessum fcímum, þegar til alvörunnar kemur, og Roosevelt verði enn (Framh. á 4. síðu) Semustu fréttír Cherbourg er nú algerlega á valdi Bandamanna, en þýzkir smáflokkar verjast enn á nokkr- um stöðum á Cherbourgskaga. Mælt er að manntjón Þjóðverja í Cherbourg hafi verið nálægt 30 þús., en alls hafi manntjóm þeirra í Normandí (fallnir, særðir, handteknir) verið orðið um 70 þús. manns 27. þ. m. Þann 20 þ. m. var manntjón innrásar- hers Bandamanna orðið um 40 þús. manns. Síðastl. mánudag hófu Bretar stórsókn á Caen- vígstöðvunum, sem enn heldur áfram, og hefir þeim orðið tals- vert ágengt, þrátt fyrir öfluga mótspyrnu Þjóðverja. Rússar sækja stöðugt fram á Finnlandsvígstöðvunum, eink- um milli Ladoga og Onega. Þeir, er reyndu að knýja fram stjórn- arskipti í Finnlandi, hafa orðið í minnahluta, og setur stjórnin áfram. Hefur Ribbentrop verið á ferð í Helsingfors og "heitið stjórninni hernaðarlegri aðstoð. Sagt er, að þýzkur her sé þeg- ar kominn til Helsingfors. Guðmundur á Sandi látinn Guðmundur Friðjónsson, skáld að Sandi, lézt í sjúkrahúsinu í Húsavík 26. þ. m. Guðmundur hafði verið lengi vanheill og leg- ið í sjúkrahúsinu í Húsavík á annað ár. Guðmundur var tæplega 75 ára, fæddur 24? okt. 1869. Þessa 'sérstæða og merkilega stór- skálds mun verða nánar getið hér í blaðinu síðar. Héraðsmót ung- m e n naf élaganna Þau verða flest um tvær næstu helgar Nú er sá tími kominn, er ung- mennasambönd landsins halda héraðsmót sín og íþróttamót sín. Eru þrjú þegar afstaðin, en flest hin verða um tvær næstu helgar. Það 'eru héraðamót Skagfirð- inga, Suður-Þingeyinga og Norður-Breiðfirðinga, sem bú- ið er að halda. Var hið fyrst- nefnda háð á Sauðárkróki 17. júní, héraðsmót Suður-Þing- eyinga að Laugum í Reykjadal 18. júní og Norður-Breiðfirð- inga í Berufirði 25. júní. Sunnudaginn 2. júlí verða hér- aðsmót Sunnlendinga, er hér- aðssambandið Skarphéðinn stendur fyrir, að Þjórsárbrú, Borgfirðinga undir Þjóðólfsholti við Hvítá og Austur-Húnvetn- inga að Blönduósi. 9. júlí verða héraðsmót Snæ- fellinga að Skildi í Helgafells- sveit, Norður-Þingeyinga í Ás- byrgi og Vestfirðinga á Núpi í Dýrafirði. 16. júlí verður íþróttamót U. M. S. Kjalarnessþings háð hjá Reykjum í Mosfellssveit, og hér- aðsmót Dalamanna verður að Laugum í Sælingsdal einhvern- tíma eftir miðjan júlímánuð. íþróttamót Austurlands verð- ur í Egilsstaðaskógi 6. ágúst. Loks munu Eyfirðingar halda iþróttamót sitt í Svarfaðardal snemma í september. ""Héraðs- og íþróttamót- ung- mennasambanda eru undan- tekningarlaust fjölsóttar sam- komur, og víða eru þau megin- samkomur viðkomandi héraða. Þau eru því veigamikill þáttur í skemmtana- og menningarlífi fólksins og mikils um vert, að þau séu sem myndarlegust og fari sem bezt fram, enda mun ungmennafélögunum, sem að þeim standa, mjög mikið kapps- mál, að svo sé. Víða fara mót þessf fram á sama stað ár eftir ár. Þar sem svo er, ættu ungmennafélögin að kosta kapps um að bæta og fegra samkomusvæðin og koma þar upp nauðsynlegum mann- virkjum. Það veitti íþrótta- mönnum og áhorfendum þægi- legri aðstöðu, setti hátíðlegri og eftirsóknarverðari blæ á sam- komurnar, stuðlaði að því að fólk gæti unað sér og skemmt betur en ella og gerði kleift, að allt færi fram með skipulegri hætti en annars vill verða. Rcykjavík, föstudagiim 30. júní 1944 65. blað % > Frá aðalfiinjdi Sambandsins: Víðskíptavelta kaupfélaga í S.I.S. 139,6 mílj. kr. á sl. ári I árslok 1943 námu stofnsjóðír féiagfanna 7,2 milj. kr. en sameignasjóðir þeirra 12,8 milj. kr. I síðasta blaði var greint nokkuð frá aðalfundi S. í. S., sem haldinn var á Akureyri 22.-24. þ. m. Var þar sagt frá viðskipta- veltu S. í. S. á síðastl. ári, sem varð 97.8 milj. kr., tölu félaga í S. í. S. á síðastl. ári, sem voru 50 með tæpl. 22 þús. félagsmönnum, og ýmsum störfum aðalfundarins. Hér á eftir verður nokkuð nán- ara greint frá störfum S. í. S. og sambandsfélaga, jafnframt og greint er frá ályktunum aðalfundarins. Sambandssjóður var í árslok 1943 kr. 4.330.000,00, en sam- eignarsjóður, eða skuldlaus eign Sambandsins, kr. 3.458.000,00. Innieignir Sambandsfélaganna hjá S. í. S. námu 30,8 miljón- um króna, en þar af eru yfir 10 miljónir kr. greiðsla frá Sam- bandinu til félaganna upp í inn- lendar vörur, sem óseldar voru um áramót. Skuldir félaganna. við S. í. S. voru 866.000 kr. og höfðu lækkað um 720.000 kr. á árinu. Tekj uaf gangur Sambandsins á síðastl. ári var kr. 1.839.924,03, og var samþykkt á aðalfundi að ráðstafa honum þannig: 1. Til stofnsjóðs 1.368.993,15 2. Til verksmiðju- stofnsffcðs 138.730,62 3. Til varasjóðs 316.012,84 4. Til næsta árs yfirfærist 16.187,42 Kr. 1.839.924,03 Stofnsjóðir félagsmanna í Sambandsfélögunum námu 7,2 milj. kr. í lok ársins, en sam- eignarsjóðir 12,8 miljónum kr. Sambandsfélögin seldu að- keyptar vörur og iðna'^arvörur, sem þau framleiddu sjálf, fyrir kr. 83.101.269,48 og innlendar af- urðir fyrir kr. 56.494.310,31. Öll vörusala Sambandsfélag- anna nam því árið sem leið kr. 139.595.579,79, og er það kr. 26.495.686,12 meira en árið 1942. Starfsmenn Sambandsins voru 399 í árslok. Starfsmenn allra Sambandsfélaganna voru 913 í árslok 1943. Hér á eftir verður getið til- lagna þeirra, sem samþykktar voru á aðalfundi S. í. S.: liiiiflutitiiigsregluii- iiin mótmælt. Svohljóðandi tillaga frá Ey- steini Jónssyni var samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur S. í. S. 1944 mót- mælir eindregið þeim starfs- reglum, er Viðskiptaráði hafa verið settar um skiptingu vöru- innflutnings. Leggur aðalfundur áherzlu á, að þeirri reglu verði fylgt við úthlutun innflutnings- leyfa, að kaupfélögin fái inn- flutningsleyfi í hlutfalli við tölu félagsmanna og hpimilisfólks þeirra, níiðað við leyfðan inn- flutning til landsins og þarfir landsmanna fyrir einstakar vörutegundir. Ennfremur fái félögin inn- flutnipg vegna viðskipta sinna við utanfélagsmenn í hlutfalli við þau viðskipti við þá, er fé- lögin hafa haft. Felur fundur- inm Sambandsstjórninni að fylgja þessu máli fast fram fyrir hönd samvinnuhreyfingarinn- ar.“ Vcrðlag landbún- aðarafurða Samþykkt var tillaga frá Jóni Árnasyni framkv.stjóra um kosningu 7 manna nefndar til þess að athuga og gera tillögur . um verðlag landbúnaðarafurða. | í nefndina voru kosnir: Valdi- mar Pálsson á Möðruvöllum, Þórhallur Sigtryggsson á Húsa- vík, Gunnar Gunnarsson á Skriðuklaustri, Gísli Jónsson á Stóru-Reykjum, Sverrir Gísla- son í Hvammi, Guðbrandur Jónsson á Spákelsstöðum og Tobías Sigurjónsson i Geldinga- holti. GistiMs í Rcykjavík. Samþykkt var svohljóðandi tillaga frá Hannesi Pálssyni á Undirfelli: „Aðalfurídur Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn á Ak- ureyri 22.—24. júní 1944, ákveð- ur að skora á stjórn Sambands- ins að athuga, hvort eigi væri tiltækilegt að reisa gistihús í Reykjavík og leita að leiðum til framkvæpida málsins. Skýrslu um undirbúning málsins skal leggja fyrir næsta aðalfund." Rciðurslaun til Giinnars Gunnarssonar Svohljóðandi tillaga frá Páli Hermannssyni var samþykkt með allsherjar lófataki fundar- manna: „Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn á Ak- ureyri dagana 22.—24. júní 1944, lýsir því yfir, að það er eindreg- in ósk , og vilji fundarins, að öndvegisskáld þjóðarinnar, Gunnar Gunnarsson, bóndi á Skriðuklaustri, njóti heiðurs- launa úr ríkissjóði. Fyrir því skorar ,fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja nú tafar- laust Gunnari Gunnarssyni sér- stök heiðurslaun úr ríkissjóði, er vari ævilangt. Telur fundurinn að nú, á þessum merkilegustu tímamót- um í sögu þjóðarinnar, sé ákjós- anlegur tími til slíkrar ákvörð- unar, fyrst hún er ótekin enn.“ Árásir koiiiiniiiilsta. Svohljóðandi tillaga undir- skrifuð af 26 fundarmönnm lögð fram á fundinum og saámþykkt með 50:8 atkv.: Fundurinn telur ástæðu til að vekja athygli samvinnufélag- anna á því, að Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósíalista- (Framh. á 4. síðu) Aðalfundur Kaupfélags Stykkishólms Viðskiptaveltan nam* 4,6 milj. kr. síðastl. ár Aðalfundur Kaupfélags Stykk- ishólms var haldinn í Stykkis- hólmi 14. júní s. 1. Fundinn sátu 18 fulltrúar frá 10 félagsdeildum, auk stjórnar- nefndarmanna og framkvæmda- stjóra. í byrjun fundarins minntist varaformaður félagsins, Stefán Jónsson, hins látna formanns félagsins, Halls Kristjánssonar bónda á Gríshóli, er andaðist hinn 1. jan. þ. át og skýrði jafn- framt frá því, að stjórn félags- ins hefði á fundi sínum 26. jan. s. 1. ákveðið að láta gera vand- aðan silfurskjöld með áletrun, er afhendast skyldi ekkju hins látna formanns, frú Sigríði 111- ugadóttur. Á sama fundi sam- þykkti stjórnin að fá Ríkarð Jónsson til að gera brjóstmynd eftir ljósmynd af Halli Krist- jánssyni fyrir Kaupfélag Stykk-_ ishólms og afhenda aðstandend- um afsteypu af þeirri mynd. — Var þetta hvorttveggja fullgert og fulltrúum til sýnis á fund- inum. Framkvæmdastjórinn lagði fram reikninga kaupfélagsins og fyrirtækja þess, en kaupfé- lagið rekur nú útibúi í Grafar- nesi í Grundarfirði — og var lok- ið við byggingu verzlunarhússins á liðnu ári, hraðfrystihús í Stykkishólmi, dúnhreinsunar- stöð og saumastofu. Ennfremur hefir kaupfélagið þrjár bifreiðar og vélbátinn Baldur aðallega til flutninga um félagssvæðið. Á árinu 1943 var lokið við bygg- ingu á vinnusal við hraðfrysti húsið og byggðir tveir vöruaf- hendingaskúrar; annar í Hnúksnesi en hinn í Hoftúnum. Vöruvelta félagsins í aðkeypt- um og innlendum vörum hafði aukizt á árinu um 1 miljón og 300 þúsund krónur, eru þar í taldar uppbætur frá árinu 1942, en að þeim frádregnum varð aukningin um 600 þúsund krón- ur. Vöruvelta varð því alls að frádregnum uppbótum 4 milj- ónir og 600 þúsund krónur. Hagur viðskiptamanna á fé- lagssvæðinu hafði batnað gagn- vart félaginu um 690 þúsund krónur. Sjóðeignir félagsins höfðu hækkað um 165 þúsund krónur og hagur þess út á við batnað um rúmlega 73 þúsund krónur. Af arðinum var úthlutað til félagsmanna 4% af ágóðaskyld- um vörum og lagt 1 stofnsjóð. Sr. Jósef Jónsson Setbergi var endurkosinn í stjórn félagsins, en í stað Halls heitins Krist- jánssonar var kosinn Jóhannes Guðjónsson bóndi á Saurum. Aðrir stjórnarnefndarmenn eru: Jón V. Hjaltalín bóndi í Bræðra- borg, Óskar Kristjánsson bóndi í Hóli og Stefán Jónsson skóla- stjóri. Á stjórnarfundi 15. þ. m., að afloknum aðalfundi, var Stef- án Jónsson kosinn formaður fé- lagsins en varaformaður Jó- hannes Guðjónsson Saurum. Á víðavangi KRÖFUR VERKAMANNA OG ÞINGMENN KOMMÚNISTA. -v Þjóðviljinn skýrir frá því í gær, að fundur í Verkam.fél. Dags- brún, haldinn 27. þ. m., hafi m. a. krafizt þess að afnumin verði varasjóðshlunnindi stórgróðafé- laga. Tekur blaðið mjög ákveðið undir þá kröfu. Hins vegar sleppir það að geta þess, að á- kvæði um afnám þessara vara- sjóðshlunninda voru felld úr dýrtíðarlögunum á þingi vetur- inn 1943 með atkvæðum allra þingmanna kommúnista í efri deild, þeirra Brynjólfs Bjarna- sonar, Kristins Andréssonar og Steingríms Aðalsteinssonar. Það sést hér sem oftar, að verkamenn hafa aðra og heil- brigðari afstöðu til stríðsgróða- valdsins en núverandi for- sprakkar þeirra. Hitt eiga þeir hins vegar eftir að gera sér ljóst, að til þess að koma fram þessum kröfum sínum þurfa þeir að velja sér aðra forustumenn en Brynj- ólf, Kristinn og Steingrím, sem gerzt hafa auðsveipir aðstoðar- menn stríðsgróðavaldsins, eins og framangreint dæmi og mörg hliðstæð sýna. COCA-COLAMENN OG KOMMÚNISTAR ÓÁNÆGÐIR MEÐ AÐALFUND S. Í. S. Tvö blöð hafa látið í ljós óánægju yfir nýloknum aðal- fundi S. í. S. Eru það Vísir og Þjóðvlijinn, enda er samvinnu- hreyfingin vönust að fá óvina- kveðjur frá þessum blöðum ,og hefði það mátt undarlegt heita, ef þau hefðu nú brugðið af þeim vana sínum. Vísir gerir sér sérstaklega tíðrætt um kosningu Eysteins Jónssonar í stjórn S. í. S. og tel- ur hann hafa notið stuðnings kommúnista. Það er alkunnugt, að kommúnistar hafa ekki reynt meira til að bola nokkrum manni frá trúnaðarstörfum innan samvinnufélaganna en E. J., þótt þeir kysu hann nú, þeg- ar þeir vissu, að ekkert þurfti á stuðningi þeirra að halda. Mun Vísir hvorki með þessu eða öðru fleipri sínu takast að vekja óánægju út af kosningu E. J. í sambandsstjórnina, því að sam- vinnumenn bera hið fyllsta traust til hans fyrir margvísleg störf hans í 4>águ samvinnu- hreyfingarinnar og ekki munu árásir heilsalablaðsins Vísis draga úr því trausti. í sambandi við kommúnistafleiprið mætti minna Vísir á það, að lítil stoð var samvinnuhreyfingunnl að Birni Ólafssyni og öðrum dátum Sjálfstæðisflokksins á seinasta þingi, þegar kommúnistar gerðu harðastar árásir á samvinnu- félög bænda. Hefði þá ekki notið við Eysteins Jónssonar og Svein- bjarnar Högnasonar myndu samvinnufélögin hafa orðið ber- skjölduð í þeirri viðureign. Þjóðviljinn er að vonum arg- ur út af því, að samvinnuhreyf- ingin hefir sýnt, að hún ætlar að mæta árásum kommúnista og apnara á hana með fullum þrótti. Finnur blaðið það að von- um, að flokksmenn þess standa þar höllum fæti, en ekki bætir það afstöðu þeirra, þegar þeir láta blaðið bæta gráu ofan á svart með nýjum álygum á sam- vinnuhreyfinguna. Seinast i gær er það látið halda þvi fram, að núgildandi innflutningsreglur séu eins konar einokunarsam- særi S. í. S. og Coca-colamanna. Hefir það þó komið næsta skýrt fram og síðast á aðalfundi S. í. S. nú, að núgildandi innflutn- ingsreghir eru settar í fullri and- stöðu við samvinnuhreyfinguna, enda beinlínis settar með það fyrir augum að stöðva vöxt hennar og annara heilbrigðra verzlunarfyrirtækja til hags- muna aumasta Coca-colalýðn- um í heildsalastéttinni. Það er vissulega ósk sam- (Framh. á 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.