Tíminn - 30.06.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1944, Blaðsíða 3
65. Mað TÍ>ai\X. íöstndagSnn 30. j.iiií 1944 259 S j ö t n g ti r : Hávarður Jónsson Knúts saga Rasmussens FRAMHAIjD Króki, Meðallandi Hávarður Jónsson, bóndi í Króki í Meðallandi, varð sjötíu ára í fyrradag. Hann er fæddur að Efri-Steinsmýri, en fluttist þaðan kornungur að Syðri- Steinsmýri með foreldrum sín- um, Jóni Hávarðssyni, Bjarna- sonar og Halldóru Magnúsdóttur frá Orustustöðum. Föður. sinn missti Bávarður á bernskuskeiði og tók strax unglingur við bús- forráðum með móður sinni eftir að-hún missti seinni mann sinn. Kjör hennar voru þá mjög kröpp er hún stóð uppi með hóp ungra barna. En úr rættist vonum framar og fyrr en efni stóðu til. Silungur, fugl og selur var auð- fengið á Steinsmýri, þeim er aflamenn voru, og áhöld höfðu til þeirra fanga. Hávarður gerð- ist fljótt veiðimaður mikill og góð skytta-. Bróðir hans, Magnús, nú látinn, hafði meira á hendi búsýsluna og fór svo vel á þeirri verkskiptingu að heimilið varð brátt efnað og veitandi þeim, er minna máttu. Árið 1907 keypti Hávarður jörðina Efri-Fljóta, sem í dag- legu tali nefnist Krókur. Um það leyti giftist Hávarður Guðlaugu Ólafsdóttur frá Mörtungu, mjög glæsilegri myndarkonu. En heilsa hennar var ekki sterk og af þeim sökum urðu brátt heim- ilishagir Hávarðar mjög erf- iðir. En á Hávarði hefir sannast hið fornkveðna: „Gull reynist í eldi, geðprýði í mótlæti." Stillt- ari og dagfarsprúðari mann á heimili sem annars staðar hygg ég ekki auðfundinn. Smíðar hefir Hávarður jafnan lagt fyrir sig samhliða búskapn- um og sjómennsku fram eftir er svo bar undir. Eitt sinn er hann ætlaði í útver réðist hann vetrarmaður til Helga heitins Þórarinssonar í Þykkvabæ. Var Helgi þá að undirbúa byggingu íbúðarhúss úr timbri tveggja hæða 16X14 álnir að stærð. Há- varður kom i vetrarvistina með jólaföstu og var þá byrjað að draga viði að til byggingarinnar. Samúel Jónsson í Reykjavík, faðir Guðjóns húsameistara, tók að sér byggingu hússins og skyldi allt efni vera tilbúið er hann kæmi með sveina sína um vorið. Mikið verk og erfitt var fyrir höndum og þarf ekki að efa að Helgi hefir ekki rasað að því ráði hugsunarlaust, er hann valdi sér Hávarð að samverkamanni þennan vetur er svo mikið þurfti við. Næsti verzlunarstaður var - Vík og ár allar óbrúaðar og eng- inn vegur fyrir kerrur. Spara varð úlla aðdrætti þaðan eins og unnt var. Þess vegna var timbur sótt á fjörur hingað og þangað. Veturinn var óslitinn önn. Alla daga lengi vel, er ís kom á vötn og veður leyfði, var farið á fjör- ur eftir trjám, oft svo langa leið, að fara varð fyrir dögun á stað svo birta hefðist með æk- ið. Þess á milli saga úti er veður leyfði og trén smækkuð og færð inn í stóran hjall og þar var síð- an sagað og heflað alla daga, þegar ekki var vinnuveður úti.. Allt varð að saga niður með handafli í hæfilegar stærðir, meira að segja allan fjalvið, klæðningu á allt húsið að utan og mikið í skilrúm og öll gólfin á báðar hæðir hússins og kantar heflaðir, þar sem með þurfti, á alla viðina. En svo vel var að timbrinu unnið að Samúel kvaðst aldrei hafa smíðað úr jafn aðgengilegu efni og ekki stóð á neinu heldur en um hafði verið samið, allt var tilbúið er hánn kom og byrjaði verkið, en áfram réðist Hávarður eftir lok- in og varð til sláttar. Líkt mun hafa gengið hvern dag og ekki skýrsla haldin yfir afköstin, en eitt sinn mældi Hávarður hvað sagað var mikið yfir daginn og voru það 140 fet í 8 þuml. breiðu. En aldrei verður unnt fyrir ó- kunnuga að gera sér fyllilega ljóst hvert afrek var unnið af tveimur mönnum þennan vetur er Hávarður var í Þykkvabæ. Efalaust hefir það verið skóli nokkur fyrir Hávarð að kynnast Samúel, hinum fljóthuga snill- ingi, er eftirlét honum nokkuð af verkfærum sínum er smíðinni var lokið í Þykkvabæ. Eftir þetta tók Hávarður meir en áður að gefa sig að trésmíðum og var um skeið aðalhúsasmiðurinn í nærliggjandi sveitum. Ýmsa aðra smíði lagði Hávarður hönd á. Ekki lætur Hávarður mikið yf- ir framkvæmdum sínum í Króki, en sem vænta má af jafn dug- legum og, hagsýnum manni, hef- ir hann bætt jörð sína mjög að áveitum, enda þannig háttað jarðlagi, að sú ræktun jarðar- innar var aðgengilegust og jafn- framt arðvænlegust. Nýbýli hefir Hávarður reist handa elzta syni syni sínum á landi jarðarinnar. Reist þar íbúðar- og peningshús úr steinsteypu. Ennfremur byggt þar rafstöð, sem nægir til ljósa, suðu og hitunar. Munu ná- grannar Hávarðar að nokkru njóta góðs af framtakssemi hans og fá raforku til ljósa. Þá hefir Hávarður hlaðið grjótgarð einn mikinn tilÝörzlu búfjár, og mun hann vera 2600 metrar og fer eigi yfir hann nema fuglinn fljúgandi, þar sem hann tekur meðalmanni í axlarhæð. Þó er þetta enginn Kín^múr hjá Há- varði, því hann er gestrisinn mjög, og margir sem notið hafa risnu hans, enda er hann þannig í sveit settur, að hann er í þjóð- braut, þó að breyzt hafi það nokkuð við seinni tíma sam- göngubætur. Sandfok hefir löngum herjað á Steinsmýrarjarðir, og hefir Hávarður staðið fremstur í fylk- ingu gegn þeim meinvætti og hvorki sparað krafta eða ár- vekni. Hávarður hefir hlotið heiðurslaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. Hávarður er rtiikill maður að vexti og til átaka og fylgir eftir með góðri hagsýni því er hann hefir með höndum. Hávarður ber aldurinn vel, er enn fríður og föngulegur og að flestu leyti sem ungur væri. Margir munu hugsa hlýtt til hans á þessum tímamótum á ævi hans og árna honum allra heilla. Þ. H. Húsmædraskóli Suðurlands Húsmæðraskóli Suðurlands að Laugarvatni lauk störfum 8. júní s. 1. eftir 7 mánaða námstíma. Námsmeyjar voru 12 og fara nöfn þeirra hér á eftir: Erla Haraldsdóttir, Reykjavík, Guðný Sigurðardóttir, Möðruvöllum, Kjós., Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Rifshalakoti, Rang., Ingunn Halldórsdóttir, Skaftholti, Árn., Jóhanna Guðmundsdóttir, Þór- arinsst., Árn., Jóhanna Sigurð- ardóttir, Reykjavík, Jónína Tómasdóttir, Auðsholti, Árm, Katrín Sigúrðardóttir, Hvammi, V.-Skaft., Katrín Theódórsdótt- ir, Vorsabæ, Árn., Margrét Jóns- dóttir, Arnarstapa, Snæf., Rósa Sveinbjörnsdóttir, Snæfoksstöð- um, Árn., Unnur Ólafsdóttir, Helgust. S.-Múl., — og voru þess- ar stúlkur allar allan tímann. Forstöðukona var Sigurlaug Björnsdóttir frá Veðramóti. Hún kenndi -matreiðslu. Kristín Sig- fúsdóttir frá Seyðisfirði kenndi fatasaum, hannyrðir og vefnað, Ólafur Briem cand. mag. kenndi íslenzku, Þórir Þorgeirsson íþróttakennari kenndi leikfimi og sund, Þórður Kristleifsson söngkennari kenndi söng og Bjarni Bjarnason skólastjóri kenndi uppeldisfræði og reikn- ing. (Frh. á 4. síðu). Það kom á daginn, að hann var í mikilli geðshræringu, enda ekki að ástæðulausu. Sleðmn nafði oltið um í brattri fjallshlíð og báðir fótleggir Tatterats brotnað. Þeir, sem fyrir voru, spurðu, hvort honum liði illa. „0-nei,“ svaraði hann. „Mér er svo sem sama um þessa fætur, því að ég hefi ekki nein not af þeim. Fæturnir á mér eru orðnir að iimbri, og timbur er tilfinningarlaust. En ég er reiður yfir því, að þessi náungi þarna skuli ekki einu sinni geta stjórnað hundasleða, svo að lag sé á. Þegar ég var ungur, lék ég mér að því að aka á fleygiferð um svona brekkur, og það þótt brattari væru.“ Hann bauð Knúti að dvelja hjá sér. Það boð þekktist hann. Litlu síðar fór móðir Tatterats í ferðalag til næsta fjarðar og skildi son sinn eftir í umsjá Knúts. Þá vissi hún, að hann var í góðum höndum. Hið fyrsta, sem Knútur gerði, var að búa honum heitt bað. Slíku hafði Tatterat aldrei kynnzt þau 45 ár, sem hann átti að baki, enda var vatnið orðið að leðju, þegar búið var að skrubba hann og vaska. Seirina kreppti ennþá meira að þessum vesalings.manni. Kjálk- arnir stirðnuðu einnig, svo að það varð að tyggja handa honum matinn og glenna hvoftinn sundur með tréfleyg í hvert skipti til þess að koma matnum ofan í hann. Það olli honum auðvitað hinum verstu kvölum. Þá fann Knútur upp það ráð að brjóta úr honum framtennurnar með hamri, og eftir það gat hann neytt matar síns þjáningalaust. Þá gat hann líka tottað pípu sína að vild. En þrátt fyrir allt þetta var hann alltaf glaður og glettinn. Hann fylgdist nákvæmlega með öllu, sem gerðist, vissi út í æsar um öll hneykslismál og mundi allt, sem hann heyrði og sá. Gömul kona, sem hét Semigak, hafði bætzt í hópinn. Hún var mikil vinkona Knúts og sagði honum margar sögur og sagnir. Hún var ættuð langt norðan að úr byggð, sem hét Nekré. Þeir Knútur og Pétur Freuchen komu þangað eitt sinn í stórhríð og var vel fagnað að vanda. Knútur saknaði kunningjakonu sinnar. „Hvar er Semigak?" spurði hann. „Já, aumingja kerlingin,“ svaraði fólkið, „hún fór að vitja um dýrabogana sína. En svo skall hríðin á, og hún er orðin elli- lirum og á enga ættinga hér í grennd, svo að hún er sannarlega brjóstumkennanleg.“ Knútur stóð upp og kallaði á Pétur. Þeir spenntu hundana fyrir sleða sinn og óku af stað út í hríðina að leita hennar. Loks íundu þeir hana í hellisskúta, þar sem hún hafði leitað skjóls. Hún var búin að éta upp til agna þrjá refi, sem höfðu fest sig í dýrabogum hennar, og sársvöng, en að öðru leyti sæmilega haidin. „Ert þú komin hingað?“ sagði hún. Samt kenndi engrar furðu í röddinni. Hún hafði heyrt raddir svo margra anda, sagði hún, að hún hafði alltaf búizt við þeim. . Þeir fóru nú með hana til mannabyggða. Og þar laumaði Semi- gak gamla þeim lífgjöfina. Hundar þeirra voru veikir, og enginn vissi, hvað að þeim gekk. Semigak gerði seið og særði anda sina og komst að þeirri niðurstöðu, að krankleiki hundanna stafaði frá aktýgjunum. Aktýgin, sem notuð væru, hefðu ekki verið búin til handa þeim sérstaklega. Nú var þetta rétt hjá gömlu konunni. Aktýgin höfðu verið keypt af kaupmanni suður i dönsku nýlendunum, og þess vegna alls ekki búin til handa hundunum þeirra. En svo kom framhaldið: Pestin í hundunum var næm, og þess vegna reið á að lækna hana, áður en hún breiddist út. Það var aðeins eitt læknisráð til: búa til ný aktýgi. Menn vildu allt til vinna að kveða niður veikina, og nú settust allir karl- menn byggðarinnar niður og bjuggu til ný aktýgi. En sigur Semigak varð fullkomnaður,. því að svo brá við, að hundunum batnaði strax og farið var að nota nýju aktýgin. Nokkru síðar tilkynnti gamla konan, að hún hefði hugsað sér að slást í fylgd oieð þeim Knúti. „Þið eruð eins og nýfædd börn í þessu landi,“ sagði hún. „Það spillti engu, þótt þið nytuð verndar lífsreyndrar konu.“ Þegar þeir voru búnir til heimferðar, koma hún skálmandi með lítinn böggul, sem í voru öll jarðnesk auðæfi hennar, og settist á sleða Knúts. Hún var síðan hjá þeim í mörg ár. í skammdeginu safnaði hún jafnan öllum pappírspokum, öskjum og stokkum, sem hún gat komizt yfir. „Ég safna myrkri og skuggum,“ sagði hún. „Ég loka allt slíkt inni í þessum stokkum, svo að það megi vérða bjart í heimin- um.“ Og viti menn: Á hverju vori byrjaði sólin að skína á ný. Það var aðeins eitt, sem varð þeim Knúti til sundurþykkju. Hún var grá af lús, og Knútur krafðist þess, að gerð yrði gang- skör að því að útrýma þeim ófögnuði. Hún skildi ekki, hvaða nauðsyn bar til þess, því að hún hafði lifað lifað góðu lífi langa ævi, þótt lúsug væri. Sérstaklega var erfitt að ráða niðurlögum lúsarinnar i höfði hennar. Hárið hafði aldrei verið greitt síðan hún ól síðasta barn sitt — og sú dóttir hennar var. nú gift og sjálf orðin móðir —, svo að það var..ógerlegt að kemba það. lokaráðið varð að krúnuraka hana. Haddurinn var bókstaflega kvikur. Síðan var hún þvegin úr sápuvatni hátt og lágt á hverjum degi í heila viku. Frestur ^ til að kæra til yfirskattanefndar út af úrskurðum skattstjóra og niðurjöfnunarnefndar á skatt- og út- svarskærum, rennur út 10. júlí n. k. Kærur skulu komnar í bréfakassa skattstofunnar í Alþýðuhúsinu fyrir kl. 24. þann dag. Yfirskattanefnd Reykjavíkur. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Dragiff ekki að brunatryggja innbú yffar. Biffjiff kaupfélag yffar aff annast vátryggingu. \otið O P A L rœstiduft et íyrlr r.jkkru komlð á íuarkaðinn og h°ílr þegar hlotið hlð mesta lofsorð, þvl vel er til þess vandað & allan hátt. Opal rsestiduft hefir la þá kosti, er ræstidufl þarf að hafa, — það kreinsar án þess að rispa, er mjög drj-igt, og er nothæft á allar tegandir búsáhalda og eld- hús&halda. Opai Rœstiduft — Leiðbeíningar til sumargesta á Þíngvöllum Ákveðið hefir verið, að tjaldstæði á Þingvöllum verði endur- gjaldslaus sumarjð 1944. Takmörk tjaldsvæðisins eru: Að vestan: Kaldadalsvegur (veg- urinn inn á Leirur). Að austan: Næsta gjá við veginn. Að sunn- an: Vegamót Þingvallavegar og Kaldadalsvegar. Einnig má tjalda í Hvannagjá. Tjöld, sem finnast utan þessa svæðis, verða tekin upp fyrir- varalaust. Þingvallagestir eru áminntir um að gæta ítrasta hreinlætis hvar sem er í Þjóðgarðinum, og ítrustu varfærni með eld, sérstak- lega í sambandi við reykingar. Þeir, sem óska nánari upplýsinga, snúi sér til umsjónarmanns- ins á Þingvöllum. Þingvallaiiefiid. Tilkynnmg Srá Menniugar- og iræðslu- sambandi alþýðu Athygli félagsmanna M. F. A. skal vakin á því, að bækur félagsins fyrir árið 1943, eru komnar út. Þær eru þessar: BABITT, skáldsaga í tveim bindum eftir ame- ríska stórskáldið Sinclair Lewis, í þýðingu séra Sig- urðar Einarssonar. Þetta er ein stórfelldasta skáld- saga í bókmenntum seinni tíma, enda hlaut höfund- urinn Nobelsverðlaunin fyrir hana. En auk hins mikla skáldskapargildis, er saga þessi óviffjafnanlega skemmtileg. TRAUSTIR HORNSTEINAR eftir Sir William Be- veridge í þýðingu Benedikts Tómassonar skólastjóra. Jóhann Sæmundsson yfirlæknir skrifar formála fyrir bókinni. Félagsmenn eru beðnir að vitja bókanna í Bókabúð Braga Brynjólfssonar Hafnarstræti 22 . Sími 3223. M. F. A. T I M I \ \ er víðlesnasta anglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.