Tíminn - 30.06.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.06.1944, Blaðsíða 4
260 TlMlNN, föstnctagmm 30. j.iiií 1944 65. blað Dánardægnr. Magnás Sveínsson forstjóri Hinn 22. Júní s. 1. varð bráð- kvaddur að heimili sínu hér í bænum, Magnús Sveinsson for- stjóri, tæpiega fimmtugur að aldri, f. 31. júlí 1894. Var hann fæddur að Bergsholti í Staðar- sveit, en þó Árnesingur í báðar ættir. Æskuárin lifði hann á ísafirði, en þangað fluttust for- eldrar hans. Hann lauk gagn- fræðaprófi á Akureyri 1913. Vann í þjónustu Landsverzlun- ar á heimsstyrjaldarárunum. Fluttist síðan til Vestmanna- eyja, stundaði útgerð, en gegndi jafnframt gjaldkerastarfi fyrir bæjarfélagið. Er til þess tekið með hve mikilli samvizkusemi og skilningi hann rækti það starf, ekki sízt á kreppuárunum miklu, þegar saman fór örðug- ur fjárhagur bæjar og borgara fremur en nokkru sinni. Til Reykjavíkur fluttist Magn- ús 1934, og tók þá við forstöðu Nafta, en það var fyrsta félag- ið, sem réðist inn á einokunar- svið auðhringanna, og tók að verzla með benzín. Er hægt að fullyrða, að félag þetta hefir haft þjóðhagslega þýðingu svo miklu nemur, og þó von um að það verði það ekki síður hér eft- ir, þar eð út frá því er nú risið fjölmennt samvinnufélag at- vinnubílstjóra, sem vinnur í ná- ínni samvinnu við Nafta. Magnús var einn hinn ötulasti veiðimaður, einkum í afskekkt- um fjallavötnum. En með hon- um og fjölskyldu hans var mik- il og góð frændsemi. Er að Magnúsi mikill mann- skaði. Hann var traustur maður og góðviljaður, sem hvarvetna varð treyst. G. M. Fjögur slys Það slys varð síðastl. mánu- dagsmorgun á Siglufirði, rétt ut- an fjarðarins, að vélbáturinn Harpa frá ísafirði sigldi fær- eyskan trillubát, með fjórum mönnum, í kaf. Drukknuðu tveir mánnanna, sem voru bíæður, en tveir náðust og dó annar þeirra, sem var faðir bræðr- anna, í sjúkrahúsi bæjarins nokkru siðar. Hinn fjórði er á batavegi eftir volkið. Á Þingeyri vildi það slys til síðastl. mánudag, að ungur maður, Einar Sigurðsson til heimilis á Grjótagötu 9 í Rvík, drukknaði þar í firðinum. Hafði hann farið út á fjörðinn á smá- bát og hvolfdi honum skammt undan landi. Sáu menn úr landi, þegar bátnum hvolfdi og var strax farið á slysstaðinn, en Ein- ar var örendur þegar hann náð- N, ist. Einar var í sumarleyfi, ásamt konu sinni og tveim ungum börnum. Átti hann vandafólk á Þingeyri. Hann vann hér í vélsmiðju. Það slys varð síðastl. sunnu- dag, að Kristján , Kristjánsson frá Dunkárbakka, sem var vinnumaður í Varmadal á Kjal- arnesi, drukknaði í Leirvogsá. Var hann að baða sig í ánni, á- samt nokkrum börnum. Urðu börnin þess vör, að hann hætti allt í einu að hreyfa sig í vatn- inu og urðu þau þá svo óttasleg- in, að þau hlupu í burtu. Var Kristján örendur, er hann náðist þrem stundum síðar. Þykir líklegt, að hann hafi feng- ið kuldakrampa. Maður á ísafirði, Alf Simson, fór þaðan að kveldi hins 16. þ. m. og ætlaði að Hrafnseyri. Þar sem hann kom ekki heim á til- settum tíma, var farið að óttast um hann og leit hafin 21. þ. m. Lík hans fannst s.l. sunnu- dag neðan við svonefnt Gyltu- skarð í Seljalandsdal. ÚR B/ENIIM Manntal. Manntali í Reykjavík árið 1943 er nýlokið. íbúar reýndust vera 44.089 að tölu, konur voru 23.351 og karlar 20.378. Þar af áttu lögheimili utan Reykjavík- ur 1274 manns, konur 638 og karlar 636. Konur eru í miklum meiri hluta, eða 2.613 fleiri en karlar. Árið 1942 var íbúatala Reykjavíkur 42,295, og nemur fjölgunin 1794 manns. Prestafélag íslands hélt aðalfund sinn hér í bænum 26. þ. m. Á fundinum var skýrt frá því, að félagið ætlaði að gefa út barnasálma og prestahugvekjur og myndu þær koma út fyrir næstu jól. Þá hefir fé- lagið beitt sér fyrir útgáfu biblíusagna og eru komin út tvö hefti af þremur. Á fundinum gerði séra Jakob Jónsson grein fyrir námsbók í kristnum fræð- um, sem hann hefir samið og ætluð er til undirbúnings fermingar. Stjórn f élagsins var endurkosin, en Jiana skipa: Ásmundur Guðmundsson, prófessor, séra Árni Sigurðsson, séra Friðrik Hallgrímsson, séra Guðmundur Einars- son og séra Jakob Jónsson. Prestastefnan hófst hér í bænum síðastl. þriðjudag og er óvenjulega f jölsótt að þessu sinni. Mörg merkileg erindi hafa verið flutt þar og hefir sumum þeirra verið útvarp- að. Til umræðu hafa verið ýms af dagskrármálum kirkjunnar og voru gerðar ályktanir um nokkur þeirra. Prestastefnunni átti að ljúka í gær- kveldi. Áheit á Strandarkirkju. Patreksfirðingur kr. 20,00, kona .,á Patrksfirði kr. 50,00 og ónafngreindur Patreksfirðingur kr. 20,00. Vönduð hátíðaútgáfa af blaðinu „Akranes" kom út nú í júní. Er það í senn helgað lýðveldis- stofnuninni og 80 ára minningu þess. að Akranes var löggiltur verzlunarstað- ur. Því afmæli er meðal annars helguð. grein, sem heitir „Við skulum líta yfir farinn veg“ eftir ritstjórann, Ólaf B. Björnsson. Er þar rakin í stórum drátt- um saga Akranesbæjar. Fylgja henni rfiargar góðar myndir úr sögu kaup- staðarins. — „Akranes" er myndarlegt blað, sem leggur mikla rækt við að forða frá gleymsku sögu genginni kyn- slóða og vekja skilning á lífi þeirra og lífsbaráttu. Frá háskólanum. Kennaraprófi í íslenzkum fræðum'við Háskóla íslands hafa lokið: Eiríkur Kristinsson með I. einkunn (102% stig) og Snæbjörn Jóhannsson mð I. eink- unn (90% stig). Vinnan, rit Alþýðusambandsins, 6. tbl. 2. árg. er nýlega komin- út. Aðalefni þessa heftis er: Alþýðan verður að taka for- ustuna í sjálfstæðisbaráttunni (K. í.), Þættir úr baráttu ‘ellefu alda (Björn Sigfússon), Hvers væntum vér af ís- lenzku lýðveldi? (Guðjón'B. Baldvins- son) og Stéttardómm- (Jón Rafnsson). Auk þessa kvæði og þýðingar. — Rit- stjóri Vinnunnar er nú Karl ísfeld. Menntamál, rit Kennarasambandsins, 5. hefti 17. árgangs, eru komin út fyrir skömmu. Helztu greinar í því eru: Lýðveldi á íslandi (Ól. Þ. Kristjánsson), Sumar- gjöf 20 ára, Ásgeir Ásgeirsson fimmt- ugur, Málleysingjakennsla fyrr og síð- ar (Brandur Jónsson), Nýir hústnæðra- kennarar, Kvennaskólinn á Hvera- bökkum, Landsprófið (Ól. Þ. Kr.). — Ritstjóri Menntamála er Ól. Þ. Krist- jánsson, lcennari í Hafnarfirði. Landsfundur kveuna Sjötta landsfundi kvenna er nýlokið hér 1 bænum. Voru þar rædd ýms hagsmunamál kvenna, aðallega þó kaupstaðakvenna, enda voru þær í yfirgnæfandi meirahluta á fundinum. Mál- efnum kvenna í sveitum var lítt eða ekkert skeytt, og m. a. sam- þykkt að óska eftir að landið Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) vinnuhreyfingarinnar að þurfa ekki að eiga í pólitískum deil- um, því að í eðli sínu er hún hlutlaus umbóta- og viðreisnar- hreyfing. Eri jafnframt þvi, sem nú gætir þess að hefja ekki slík- ar deilur að fyrrabragði, mun hún eins einbeittlega mæta á- rásum, sem á hana eru gerðar, hvort heldur þær eru frá komm- únistum eða Coca-colafólki. yrði eitt kjördæmi, en slíkt myndi vafalaust rýra réttindi kvenna í sveitum og kauptúnum. Ef slíkir landsfundir kvenna eiga að verða að tilætluðum notum, þurfa þeir að vera sóttir af fleirum en kaupstaðakonum og fleiri mál að ræðast þar en þrengstu sérréttindamál kaup- staðakvenna. Þá ætti og að ræða hagsmuna- mál heimilanna meira en gert var á þessum fundi, því að þar verður alltaf merkilegasti starfs- vettvangur kvenna. Mættu kon- ur vel gæta þess, að þegar allt kemur til alls, er heimilið þýð- ingarmesta stofnun þjóðfélags- ins, og þá stofnun eiga konur að láta sér annara um en nokk- uð annað. ' K. Frá aðalítmdí Sambandsías (Framh. af 1. síðu) flokkurinn, sem þó telur sig vilja aðhyllast samvinnustefnuna í verzlun, hefir: 1. Samþykkt á flokksþingi sínu 1942 að efna til klofningsstarf- semi í samvinnufélögunum í þeim tilgangi að þrískipta þeim og Sambandinu. 2. Ritað og birt fjölmargar greinar í málgögnum sínum, þar sem fafið er lítilsvirðandi orð- um um bændastétt landsins, á- sakað bændur um að þeir séu byrði á þjóðfélaginu, deilt fast á atvinnuhætti þeirra og reynt að koma óorði á allar helztu framleiðsluvörur sveitanna og torvelda sölu þeirra. 3. Beitt öllu flokksafli sínu á Alþingi í vetur sem leið, til þess: a. Að fella. •tillögur um lög- skipaða dýrtíðaruppbót á framleiðsluvörur bænda. b. Að svifta samvinnufélögin eignar- og umráðarétti yfir mjólkuriðju og mjólkursölu sveitanna og jafnvel heim- ila að beita hreinu eignar- námi. c. Að skipuð yrði af Alþingi sérstök nefnd með valdi rannsóknardómara til þess að kalla fyrir sig sem sak- borninga marga af kaup- félagsstjórum landsins og nokkra af starfsmönnum Sambandsins í því skyni að koma fram ábyrgð á hend- ur þeim fyrir tilbúnar sakir í starfi þeirra. 4. Talið það mjög óviðeigandi, begar trúnaðármenn samvinnu- félaganna hafa í ræðu og riti varið kaupfélögin og Sambandið móti þessum órökstuddu og ósönnu árásum. Fyrir því lýsir aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga 1944 yfir megnri vanþóknun á framangreindri klofnings- og skemmdarstarfsemi og skorar fastlega á alla sanna samvinnu- menn að vera vel á verði gagn- vart hverskonar undirróðri og upplausnarstarfsemi frá hendi þess .stjórnmálaflokks, og ann- ara, sem tekið hafa upp illvíg- an áróður gegn samvinnufélög- unum.“ Samviiman. ísleifur Högnason, Þóroddur Guðmundsson, Sigfús Sigur- hjartarson og Otto Jörgensen báru fram svofellda tillögu: „Aðalfundur S. í. S. 1944 telur að ýmsar greinarr eftir Jónas Jónsson, er birzt hafa í tímarit- inu Samvinnan, séu til þess fallnar að rýra samheldni inn- an samvinnuhreyfingarinnar, bannig að hún hljóti tjón af, og beinir til Sambandsstjórnar að koma í veg fyrir, að tímaritið verði iramvegis notað til stjórn- málaáróðurs, en lögð megin- áherzla á sérmál samvinnu- manna.“ Tillögu þessari var vísað frá með svofelldri rökstuddri dag- skrá frá Einari Árnasyni, samþ. með 45:8 atkv. „Með því að greinar þær í Samvinnunni, sem bent er til í tillögunni, eru varnir gegri árás- um á S. í. S. og samvinnufélög- in, sér fundurinn ekki ástæðu til að gera um þær ályktun og tek- ur því fyrir næsta mál á dag- skrá.“ Síyrkur til danskra tlóttamanna. Svohljóðandi tillaga frá.Gunn- ari Gunnarssyni og Einari Árna- syni var samþykkt í einu hljóði: „Fundurinn heimilar stjórn S. f. S. að veita til stuðnings dönskum flóttamönnum og bág- stöddu fólki í Danmörku 20 þús. kr.“ Húsmæðraskóli Suðurlands (Framh. af 3. síöu) Námsmeyjar og kennslukonur héldu úti skrifuðu blaði, sem hét Hallveig. Skólameyjar sóttu fyr- irlestra, kvikmyndasýningar og skemmtanir til héraðsskólans, þegar þeim þóknaðist. Náms- meyjar stofnuðu vísi að bóka- safni. Skólanum hafa þegar borizt miklu fleiri umsóknir fyrir næsta vetur en hægt er að sinna. TJARNARBÍÓ Á TÆPASTA VAÐI. (Background to Danger) GEORGE RAFT, BRENDA MARSHALL, SIDNEY GREENSTREET PETER LORRE. Sýnd kl. 5—7—9. Bönnuð yngri en 12 ára. Fréttamynd. Innrásin í Frakkland. Inn- reið Bandamanna í Róm, Páfi ávarpar mannfjöld- ann. ■GAMLA BÍÓ- •> MDY HARDY KYMIST IÁFIAU (Life Begins for Andy Hardy). MICKEY ROONEY, JUDY GARLAND. Sýnd kl, 7 og 9. SÓKNÁRPRESTURINN í PANAMINT. CHARLIE RUGGLES, ELLEN DREW. ^ Sýnd kl. 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ► NÝJA EÍÓ. Rómantísk ást Dans- og söngvamynd. FRED ASTAIRE, RITA HAYWORTH, ADOLPHE MENJOUí XAVIER CUGAT og hljómsveit hans. Sýnd kl. 7 og 9. BJARGVÆTTUR LÍTILMAGNANS BILL ELLIOTT og TEX RITTER. Sýnd- kl. 5. Börn fá ekki aðgang. Kvíkmyndafélagíð Saga h.L Fyrir skömmu var stofnað í Reykjavík fyrsta íslenzija fé- lagið, sem hefir það verksvið að vinna að kvikmyndagerð. Nefn- ist það Kvikmyndafélagið Saga h.f. Skipa stjórn þess þeir Helgi Elíasson skrifstofustjóri, Har- aldur Á. Sigurðsson leikari, Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri, Jónas B. Jónsson fræðslufull- trúi og Sören Sörensen lyfsölu- stjóri, sem ráðinn er fram- kvæmdastjóri félagsins. Aðrir stofnendur félagsins eru Birgir Kjaran, Emil Thorodd- sen, Halldór Hansen, Indriði Waage, Magnús Kjaran og Þor- steinn Ejmarsson íþróttafull- trúi. Tilgangur félagsins er aðal- lega menningarlegur. Meðal annars er í ráðum, að það láti gera kvikmyndir af landinu og þjóðinni og atvinnu- og menn- ingarbaráttu hennar, er nota má til landkynningar heima og er- lendis. Þá hyggst það einnig að láta kvikmynda íslenzka leik- þætti til sýningar hér, og þegar fram líða stundir, er ætlunin að ráðast í stærri verkefni af þessu tagi, til dæmis að kvikmynda eitthvað af íslendingasögum. Ennfremur ætlar félagið að flytja inn erlendar fræðslu- og kennslukvikmyndir til notkun- ar í skólum landsins og á fræðslufundum og setja við þær íslenzka texta. Er hugmynd fé- lagsmanna að koma þannig upp fræðslumyndasafni, sem félög og einstaklingar geti fengið myndir úr til þess að sýna gegn hóflegu gjaldi. Meðal þessara mynda verða væntanlega ýmsar trúarsögulegar myndir, sem áð- ur eru fremur lítið kunnar hér. - Einnig er ráðgert, að félagið hafi meðalgöngu um útvegun sýningartækja og annars slíks handa þeim, er þess óska. Jafn- framt hefir verið rætt um, að félagið komi upp ferðabíóum til starfrækslu í áfskekktum lands- hlutum. Til þess að standast kostnað við þessa stárfsemi, sem vafa- samt er að geti borið sig fjár- hagslega, fyrst í stað að minnsta kosti, hyggst félagið að útvega sér leyfi til kvikmyndasýninga í Reykjavík, er væntarilega gæfu talsvert í aðra hönd. Félagið hefir þegar gert'ráð- stafanir til þess afe fá hin nauð- synlegustu tæki til starfsemi sinnar og svo og fyrstu kvik- myndirnar. Hæfa menn til þess að annast kvikmyndatöku og kvikmyndagerð og annað það, sem að þessum ný.ja .iðnaði lýt- ur, mun það einnig hafa í þjón- ustu sinni, svo að væntá má, að því farnist vel, þrátt fyrir þá byrj unarörðugleika, sem við verður að stríða, og eru ekki hvað sízt miklir nú, þegar marg- ar leiðir erú lokaðar og ýmsir hlútir illfáanlegir. Erlent yflrlit. (Framh. af 1. síðu) sem fyrr laginn að vinna sér fylgi í lokaþætti kosningabar- áttunnar. Utan Bandaríkjanna mun kosningabaráttu þessari verða veitt meiri athygli en nokkuru sinni.fyrr, enda getur hún ráðið mjög miklu um heimsmálin í framtíðinni. Meðal allra frjáls- lyndra manna mun samhugur- inn verða Roosevelts megin. Þótt mönnum sé enn ekki fullkunn- ugt um afstöðu Dewey sjálfs í utanríkismálum, vita menn hins vegar, að bak við hann standa öll yfirgangs- og heimsvalda- sinnuð öfl Bandaríkjanna og sigur þeirra yrði stórháskaleg heimsfriðnum í framtíðinni. w A Kleppsspítalann vantar SAUMAKOAU og-JV/ETURVAKT, vegssa sumarleyfa í júlí og’ ágúst. Meg’a sofa í bænum. Ujiplýsmg'ar í síma 2319. Tilkynning: Viðskiptaráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á græn- meti á eftirlitssvæði Reykjavíkur: í heildsölu: í smásölu: TOMATAR I. flokkur kr. 10.00 pr. kg. kr. 13.00 pr. kg. Do. II. flokkur — 8.00 pr. kg. — 10.50 pr. kg. AGÚRKUR I. flokkur — 2.50 pr. stk. — 3.50 pr. stk. Do. II. flokkur — 1.75 pr. stk. — 2.50 pr. stk. TOPPKÁL I. flokkur — 3.25 pr. stk. — 4.25 pr.-stk. Do. II. flokkur — 2.00 pr. stk. — 3.00 pr. stk. GULRÆTUR, extra — 3.00 pr. búnt — 4.25 pr. búnt Do. I. flokkur — 2.25 pr. búnt- — 3.25 pr. búnt Do. II. flokkur — 1.25 pr. búnt — 2.00 pr. búnt SALAT (minnst 18 stk. í kassá) — 13.00 pr. ks. — 1.00 pr. stk. Akvæði þessi ganga í gildi frá og með miðvikudeginum 28. júní 1944. , * Reykjavík, 26. júní 1944. Verðlagsstjóriim. UtsölnYerð á amerískum vimlliitgum má ekki vera liærra en hér seg’ir: Lucky Strike . ♦ 20 stk. pakkinn kr. 3.40 Old Gold 20 — — — 3.40 Raleigh 20 ■ — — — 3.40 Camel 20 — — — 3.40 Pall Mall 20 — — — 4.00 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 5% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseínkasala ríkisins og svo umfram allt að senda mér 1 stykkl SAVON DE- PARIS hún er svo IJómandi góð. — Já, með ánægju, kæra frö- ken, enda seljupi við langmest af þeirri handsápu. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.