Tíminn - 07.07.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.07.1944, Blaðsíða 1
BITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. i RITSTJÓRASKRIPSTOPtrB: 5 EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Simar 3948 og 3730. ( AFGRETDRTiA, INNHEIMTA \ OG AUGIiÝSTNGASKKTPSTOPA: $ EDDUHÚSI, Idndargötu 9A. Slmi 2323. 28. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. jiílí 1944 67. MaSS Erlent yfirlit: Sókn Rússa Þeir styrjaldaratburðir, sem vakið hafa mesta athygli und- anfarið og þokað hafa sjálfri innrásinni í skuggann, eru sókn Rússa í Hvíta-Rússlandi og hin- ar miklu ófarir Þjóðverja þar. Má óhætt segja, að Þjóðverjar hafi ekki goldið meira afhroð í þessari styrjöld síðan þeir misstu Stalingrad. Þeim hefir allajafnan síðan tekizt að halda uppi skipulegu undanhaldi og sjaldan orðið fyrir verulega miklu manntjóni í einu. Að þessu sinni virðast varnir þeirra hafa bilað áður en þeir gátu komið við skipulegu undanhaldi. Mikið af herliði þeirra hefir stráfallið, því að enn berjast Þjóðverjar meðan undankomu- vonar er auðið, en nokkrir tuglr þúsunda þýzkra hermanna hafa þó verið teknir til fanga. Hefir manntjón og hergagnatjón Þjóðverja orðið gífurlegt, en fullnaðartölur um það eru enn ekki fyrir hendi. Rússar hófu sóknina í Hvíta- Rússlandi fyrir hálfum mánuði og sóttu þá þegar fram á breiðri víglínu með ógrynni liðs og her- gagna. Á örfáum dögum tókst þeim að vinna öll fremstu varn- arvirki Þjóðverja, borgirnar Vitebsk, Orsha, Mohilev og Bo- bruisk. Minsk féll skömmu síð- ar og rétt á eftir Polotsk. Hafa Rússar víða sótt fram um 300 vkm. síðan þeir hófu sóknina. Vígstaðan virðist nú sú, að. fjölmennir rússheskir herir sæki fram á þremur stöðum. Sá syðsti stefnir til Baranovicze í Póllandi og á skammt þangað. Þaðan liggur góð járnbraut um Brest-Litovsk til Varsjá. Norð- ar sækir her frá Minsk til Vilna í Póllandi og er hann kominn alllangt inn yfir pólsku landa- mærin. Nyrst sækir fram her frá Polotsk og er takmark hans borgirnar Dvinsk og Riga í Let- landi. Ekki er ótrúlegt, að Þjóðverj- um standi einna mest ógn af sókn Rússa til Vilna, því að það- an er beztlað sækja inn í Aust- ur-Prússland og er sú vegalengd tæpir 200 km. Fyrir Þjóðverja væri það ekki aðeins hernaðar- legur hnekkir, heldur öllu meira . siðferðilegur, ef rússneskur her kæmist á þýzka grund. Eins og nú stendur, virðast varnir Þjóðverja á þessum slóð- um í upplausn og allur Eystra- saltsher þeirra í beinni hættu. Reynir nú mjög á snarræði þeirra og skipulagssnilli og er eigi ósennilegt, að þeir sýni það enn, að þar standa þeir manna fremstir. Seinustu fréttir Bandaríkjamenn hafa hafið sókn suður eftir Cherbourg- skaga með nokkurum árangri. Bardagar hafa verið grimmileg- ir. Á Caenvígstöðvunum hafa orðið litlar breytingar, en þar hafa Þjóðverjar gert hörð gagn- áhlaup. Bandamenn tilkynna, að 65 þús. þýzkir hermenn hafi verið teknir til fanga. Danska frelsisráðið hefir af- lýst allsherjarverkfallinu í Kaupmannahöfn. Áður höfðu Þjóðverjar fallizt á að gera ýms- ar tilslakanir. Níu norskir stúdentar hafa nýlega verið teknir af lífi í Nor- egi í hefndarskyni fyrir það, að háttsettur norskur nazisti hafði verið drepinn. Churchill tilkynnti í gær, að Þjóðverjar væru búnir að senda 2754 flugsprengjur yfir Ermar- sund. Um 2752 manns hefðu farizt af völdum þeirra, en 8000 særst. Hann sagði, að Banda- (Framh. á 4. síðu) Sýslufélög stofna raforkusjódi , Kjósarsýsla bg Gull- bríngusýsla ríðu á vaðíð Á sýslufundum Kjósarsýslu og Gullbringusýslu, sem ný- lega voru haldnir, var sam- þykkt það merkilega nýmæli að stofna nýjan sjóð, raforku- sjóð, og leggja í hann nokk- urn hluta af tekjum sýslu- félagsins. Er þetta mjög glöggt dæmi þess, hve ríkan áhuga menn hafa fyrir raf- magnsmálunum út um land. Á sýslufundi Kjósarsýslu, sem fyrr var haldinn, var ákveðið að leggja 30 þús. kr. í slíkan sjóð. Sýslufundur Gullbringusýslu, er síðar var haldinn, ákvað einnig að stofna slíkan sjóð og leggja í hanh 60 þús. kr. Ráðgert er að bæta við sjóðina árlega. Eng- ar ákvarðanir eru enn teknar um það, hvernig sjóðunum verður ráðstafað, enda mun það fara mjög eftir því, hvert framtíðarskipulag þessara mála verður. Meðal hreppanna í þessum sýslum er einnig áhugi fyrir því að stofna' slíka sjóði og hefir einn þeirra, Kjalarneshreppur, þegar gert það. Hér er vissulega um lofsvert fordæmi að ræða, sem getur komið að nokkrum notum, ef því verður fylgt almennt. Raforku- framkvæmdirnar 'þurfa mikið fé til að byrja með og gæti það orðið þeim til verulegrar styrkt- ar, ef sýslu- og sveitarfélög reyndu að safna nokkura fé í þágu þeirra. Jafnvel þótt hvert einstakt sýslu- eða sveitarfélag geti ekki safnað stórum sjóð- um, þá getur þetta orðið mikið fé samanlagt. Utanfarír í þágti landbúnaðarins Runólfur Sveinsson skólastjóri á Hvanneyri er á förum til Am- eríku. Mun hann dvelja þar ár- langt, aðallega í Bandarikjun- um, til að kynna sér ýmsar nýj- ungar og framfarir í búnaðar- málum, einkum þó varðandi kynbætur. Halldór Pálsson sauðfjár- ræktarráðunautur er farinn fyr- ir nokkru síðan til Bretlands og Bandaríkjanna til að kynnast ýmsum nýjungum viðkomandi starfi sínu, bæði við sauðfjár- ræktina og rannsóknarstofn- un landbúnaðarins. Þá mun hann og reyna að kynna sér ýmsa markaðsmöguleika fyrir íslenzkar landbúnaðarafurðir. Jóhannes Bjarnason vélaverk- fræðingur er nýkominn til Bandaríkjanna í erindum ís- lenzkra stjórnarvalda til þess að reyna að greiða fyrir innflutn- ingi á landbúnaðarvélum. Til vinstrv á myndinni sést íbúðarhúsið, hin frœga Bessastaðastofa. Við stafn hennar er nýja viðbyggingin, sem hátíðasalurinn er í. í krikanum milli hennar og hússins sést blómaskálinn. Nœst viðbyggingunni sést stafn gamla fjóssins á Bessastbðúm, s,em nú er búið að breyta og notað verður til ýmissa parfa forsetabústaðarins. Lengst til hœgri sést starfsmannabústaðurinn. — Ljósmynd Þorsteinn Jósefsson. Forsetabústaðurinn á Bessastöðum stækkaður og fullkomnaður Forsetasetrið er þjóðínoi ttl mikils sóma Miklar framkvæmdir hafa verið gerðar á forsetasetrinu á Bessastöðum að undanförnu. Við suðurenda gamla hússins, sem er bústaður forsetans, hefir verið reist allstór hliðarbygging, sem er tengd húsinu með snotrum blómaskála. í hliðarbygging- unni er hátíða- og móttökusalur forsetans. Þá hefir bakhúsunum verið breytt mikið og öll búpeningsgeymsla flutt þaðan. Nokk- urn spöl frá starfsmannahúsinu, sem byggt var fyrir fáum árum, hefir verið reist hlaða og f jós fyrir 30 nautgripi. Verkföll Verkfall hófst hjá vörubif- reiðastjórum í Reykjavík 1. þ. m. Samningaumleitanir, sem síðan hafa farið fram milli fé- lags þeirra og vinnuveitenda- félagsins, hafa enn ekki borið árangur. Verkfallið nær að- eins til bílstjóra, sem vinna á vörubifreiðastöðinni Þróttur. Bílstjórar, sem eru fastráðnir hjá atvinnufyrirtækjum, halda áfram vinnu sinni. Verkfall þetta torveldar mjög uppskipun alla og hætt er við því, að togararnir stöðvist, ef það stendur lengi. Orsök verkfallsins er sú, að Pélag vörubifreiðar- stjóra hefir auglýst allmikla (Framh. á 4. siðu) Allar þessar byggingarfram-' kvæmdir hafa verið gerðar af mikilli smekkvísi. Hliðarbygg- ingin og bakhúsin eru í hinu bezta samræmi við gamla húsið. Hátíðasalurinn og blómaskálinn eru að innan hvort tveggja í senn fagrir en látlasir. — Hefir Gunnlaugur Halldórsson húsameistari annazt alla upp- drætti og haft eftirlit með framkvæmdum og má óhætt segja, að verkið lofi meistar'ann. Gunnlaugur vill þó ekki eiga einn heiðurinn, heldur rómar hann mjög, hve forsetinn sé glöggur og dómbær bæði um list- ræn og hagræn atriði í bygging- um. Með þeim framkvæmdum, sem nú hafa verið gerðar á Bessa- stöðum, má óhætt segja, að þjóðin hafi eignazt forsetasetur, er sé henni til sóma. Frá sögu- legu sjónarmiði verður það aldrei fullmetið, að forsetasetr- inu skyldi valinn staður á Bessastöðum, þar sem eigi að- eins hið erlenda vald varð sterk- ast, heldur voru á fyrstu ára- tugum 19. aldar gróðursett þau fræ, sem ríkasta ávexti báru í sjálfstæðisbaráttunni, verndun og eflingu íslenzkrar tungu. Blaðamönnum var boðið rtil Bessastaða síðastl. þriðjudag til að skoða framkvæmdir þær, sem lýst er hér á undan. En þegar forsetinn hafði boðið þá vel- komna, gaf hann svohljóðandi skýrslu um framkvæmdirnar: „Fyrir rúmum tveim árum höfðum við hjónin þá ánægju að taka á móti blaðamönnum hér á Bessastöðum, sem þá hafði verið gert að ríkisstjórasetri, og gamla Bessastaðastofan ¦ hafði fengið þær aðgerðir, sem til þess þurfti. Ég hygg að flestum blaða- mönnum muni hafa litist sæmi- lega á staðinn. En mér er það minnisstætt, að er ég spurði einn smiðanna hér að loknum aðgerðum, hvort honum þætti þetta ekki í góðu lagi, þá svar- aði hann: „Jú, en það er bara of lítið". Ég mun hafa svarað, að vel hæfði að fara hægt af stað. Eftir að húsið var tekið í notkun, virtist koma í ljós, að smiðurinn hafði á réttu að standa. Fyrir tæpu ári síðan þótti sennilegt, að lýðveldi mundi stofnað á íslandi 17. júní þ. á. Fór ég þá að íhugá hvernig bæta mætti húsið 'svo hér væri sæmilegt forsetasetur nú 17. júní. Komst ég að þeirri niður- stöðu, að ef aukið væri hátíða- og móttökusal m. m. við húsið, mundi svo verða. Síðastliðið haust tjáði ég húsameistara þeim, sem séð hafði um aðrar umbætur á húsinu hér á Bessa- stöðum, hr. Gunnlaugi Halldórs- syni, hugmyndir mínar og beiddi hann að íhuga málið og gera um það tillögur. Tók hann það að sér. Hér var um erfiða þraut að ræða. Viðbyggingu þurfti við húsið; en henni þurfti að koma svo fyrir, að jafnframt því, sem hún kæmi að tilætluðum not- um, skemmdi hún ekki ytra út- lit þessa fallega gamla húss. Húsameistarinn tók þrautina fangbrögðum og skilaði tillögu sinni laust fyrif jól. Mér féll lausnin svo vel í geð, að ég gerði á Þorláksmessu 1943 tillögu til ráðuneytisins um að viðbótin yrði byggð samkvæmt teikning- um Gunnlaugs. Hér þurfti að hafa hraðann á. Er Alþingi kom saman í miðjum janúar þ. á. gerði ráðuneytið til- lögu til þess um bygginguna. Málið mun hafa átt nokkuð örð- ugt uppdráttar í byrjun; sum- um þingmönnum hafa þótt kom- ið fullmikið fé í umbætur hér á Bessastöðum; einnig ótti við að kostnaður færi fram úr áætiun o. s. frv., enda almenn kaup- hækkun þá sennilega framund- an. Þá kom Almenna byggingarfé- lagið til skjalanna, bauðst til að taka bygginguna á kvæðisvinnu fyrir upphæð, sem eftir atvik- um gat ekki talizt há, og skila (Framh. á 4. siðu) Á myndinni sést nokkur hluti hins^nýja hátíðasalar á Bessastöðum. Á stafni hangir hin stóra Heklumynd Ásgríms Jónssonar, sem^r eina mal- verkið í salnum. Til hœgri sjást tveir af gluggum salarins, en þeir eru allir á suðurvegg, háir, en ná þó niður að gólfi og nýtur sólar hið bezta. Veggir og loft eru olíumáluð með bláum lit, og er loftið, sem skipt er nið- ur í reiti, nokkru Ijósara. Á gólfi er eikarparkett, Ijósakrónur pg vegg- lampar eru úr krystal. Húsgógn öll eru mjög fögur. Salurinn er lZy.6 m. og lofthœð 4 m. Úr gamla húsinu er gengið gegnum blómaskálann, sem er mjóg fagur, inn í hátíðasalinn og tengir hann viðbygginguna og húsið mjög smekklega saman. — Ljósmynd: Þorsteinn Jósefsson. A viðavangi ER NÝR FLOKKUR f UPPSIGLINGU? Sú saga gengur um bæinn, að nokkrir helztu stórgróðamenn- irnir, sem fást við útgerð, séu í þann veginn að hefjast handa um blaðaútgáfu og hafi þeir lagt fyrir allríflega fúlgu til þeirrar starfsemi, sumir segja nokkur hundruð þúsund kr. Meðal 'for- göngumanna þessa fyrirtækis eru nefndir Skúli Thorarensen, Loftur Bjarnason í Hafnarfirði og Ólafur Jónsson í Sandgerði. Mælt er að Arnaldur Jónsson sé ráðinn bráðabirgðaritstjóri, en ætlunin séx að fá hagfræðing, sem nú dvelur í Bandaríkjun^ um, til þess að verða aðalrit- ritstjóra í framtíðinni. Svo er sagt, að það sé ætlun þessa fyrirtækis að fara hægt og gætilega af stað, finna hvernig landið liggur, en hefjast síðan handa um flokksstofnun, ef það þykir tiltækilegt. Björn Ólafsson viðskiptamálaráðherra er sagður standa í nánu sambandi við fyr- irtæki þetta og muni hann ætla sér og helztu heildsölunum að slást í hópinn, ef til flokksstofn- unar kemur. Mjög fer tvennum sögum af því,hvað valdi stofnun þessa fyr- irtækis. Ýmsir telja, að það stafi af óánægju þessara manna með hina hringlandalegu stefnu Sjálfstæðisflokksins og vilji þeir annaðhvort fá hann til að taka upp ákveðna viðreisnarstefnu eða efna til nýs flokks. Aðrir telja, að þetta sé aðeins aukinn undirbúhingur stórgróðamanna til að standa sem mest á verði um hagsmuni sína í náinni framtíð Enn aðrir álita, að þetta sé aðeins ein afleiðing þess öng- þveitis, sem ríkjandi er í stjórn- málunum um þessar mundir og meðal annars leiðir til þess, að ýmsir telja að nú sé tækifæri til að slá sig til stjórnmálaridd- ara, þótt hæfni og möguleika hafi skort til þess áður. Allt þetta mun skýrast, ef al- vara verður úr fyrirætlunum þessa fyrirtækis. Er rétt að láta allar spár bíða, unz verkin sjálf hafa talað. NAÐANIRNAR. Hinar stórfelldu náðanir, sem ríkisstjórnin veitti nýlega, mælast illa fyrir. Náðanir eru úrelt venja, sem því aðeins get- ur átt rétt á sér, að ástæður sak- borningsins séu með alveg sér- stökum hætti. Hér er engu slíku til að dreifa. Náðanir eru veittar mörgum tugum manna alveg út í loftið. Með þessu atferli er skapað fyllsta óréttlæti. Menn eru gerðir misréttháir fyrir lög- unum, einn sleppur fyrir refsi- vert áfbrot, sem öðrum er refsað fyrir. Jafnrétti laganna er raun- verulega afnumið. Með slíku framhaldi hyrfi réttarríkið fljót- lega úr sögunni. Hið unga lýð- veldi hefði heldur átt að byrja, göngu sína með því að vinna að því enn betur en áður, að lögin næðu jafnt til allra, en með því að skapa misrétti milli manna. KOSTNAÐUR VH) ALÞJÓDA- RÁÐSTEFNUR. Nokkra athygli hefir það vak- ið, að ísland var látið senda þrjá fulltrúa á gjaldeyrisráðstefn- una. Búast má við allmörgum alþjóðaráðstefnum á næstu ár- um, þar sem ísland þarf að vera þátttakandi. Þarf vel að gæta þess, að þátttakan geti orðið sem kostnaðarminnst, énda er mjög vafasamt, að nokkuð verði ver haldið á hlut íslands af ein- um manni en þremur eða fleir- um. Núverandi forseti íslands hefir oft mætt einn fyrir ís- lands hönd og farizt það vel úr hendi. Oft ætti að mega fela slíkt fulltrúastarf sendimanni íslands í hlutaðeigandi landi. Lýðveldisstofnunin þyrfti að marka tímamót í því eins og mörgu fleiru, að reynt "yrði að gera allan opinberan tilkostnað sem ódýrastan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.