Tíminn - 07.07.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1944, Blaðsíða 2
266 TÍMEW. íöstudaginn 7. julí 1944 67. blað Föstudagur 7. jjúlí Runóllur SveSnsson, skólastfóris ViU Mblbeífast íyrír nýju eignairamtali? Morgunblaðið hefir undanfar- ið hvatt allra blaða eindregn- ast til þess að komið verði á þjóðareiningu. Það hefir lýst nauðsyn hennar með gildum rökum og hvatt menn til að jafna deilumálin og færa þær fórnir, sem einingin krefðist. Hefir vissulega verið ánægju- legra að lesa þessar friðarhug- vekjur blaðsins en baráttu- greinar þess sumarið 1942, þegar það taldi allri samheldni fórn- andi til að koma kjördæmamál- inu í höfn, enda eru ritstjórar þess vafalaust farnir að sjá, hver óhöpp hafa af því hlotizt. Þeim, sem hafa fylgzt með þessum vaxandi friðaráhuga Morgunblaðsins með óblandinni ánægju og talið hann merki þess að nú væri að rofa til í íslenzk- um stjómmálum, mun hafa brugðið meira en lítið í brún, er þeir lásu forustugrein blaðsins síðastl. miðvikudag. Þessir menn hafa áreiðanlega vænzt þess, að Mbl. í góðu samræmi við ein- , ingarstefnu sína tæki tveim höndum frásögn Tímans um það, hvernig þióðareiningin hefði skapast í Bretlandi, ásamt þeirri hvatningu, að íslendingar tækju sér hana til fyrirmyndar. / , Þeir hafa því orðið fyrir meira en litlum vonbrigðum, þegár þeir sjá Mbl. bólgna og blána og telja það gert til að spilla ein- ingunni, að minnst sé á þetta fordæmi Breta eða nokkuð sé að því vikið, að risið hafi upp mikl- ir stórgróðamenn hér í landinu v seinustu árin. Mbl. segir, að það sé rangt, að mikill stórgróði hafi safnast hjá einstökum mönnum undanfarin ár. Skattalögin hafi séð fyrir því. f þessu sambandi skal Mbl. bent á dæmi, sem er nærtækt forráðamönnum þess. Fyrir stríðið mun h.f. Kveldúlfi hafa vantað nokkrar milj. kr. til að eiga fyrir skuldum. Nú hefir hann ekki aðeins borgað allar skuldirnar, heldur munu skuld- lausar -eignir hans og sjóðir skipta tugum milj. kr. Vafa- laust hefir Kveldúlfur þó hald- ið öll ákvæði skattalaganna. Mörg önnur hlutafélög mætti og nefna, sem reka ýmsa vafasama starfsemi (verzlunarbrask, iðn- aðarfúsk), sem einnig hafa safn- að stórgróða á þessum árum í fullu samræmi við skattalögin. Þetta liggur í því, að skattalögin veita öllum hlutafélögum miklar undanþágur og hlunnindi, sem einstakir skattborgarar njóta ekki. Skattalögin leyfa því söfn- un stórgróða. Auk þess hefir hið óheilbrigða fjármálaástand stríðsáranna veitt stóraukna möguleika til skattsvika, en skattaeftirlitið hefir ekki verið hert að sama skapi, enda er það opinbert leyndarmál að skatt- svik háfa viðgengist í stórum stíl. Til þess að Mbl. haldi því ekki fram, að það séu einungis ill- gjarnir og öfundsjúkir menn, sem álíta að þyngja megi skatta á stórgróðanum til muna enn, skal því bent á, að ekki ómerkilegri menn en Jakob Möller og Ólafur Thors hafa skjalfest það í Mbl. 8. des. 1942, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi boðist til þess í umræðunum um stjórnarmyndun þá um haustið, að samþykkja afnám skatt- hlunninda hjá hlutafélögum, hækka skatta á hátekjum, leggja á eignaraukaskatt og herða skattaeftirlitið, ef sam- komulag næðist um ríkisstjórn. Stendur þetta tilboð ekki enn? Annars er það óþarft fyrir Timann og Morgunblaðið að spilla einingunni með deilum um það, hvort mikill einkagróði hefir safnast hér eða ekki. Það er auðvelt að láta skera úr þessu. Þessi blöð skulu sameinasfr um að berjast fyrir því, að látið sé . fara fram nýtt, strangt eigna- framtal. Þá fæst úr því skorið, hvort blaðið hefir réttara fyrir sér. Þar sem- Mbl. segist líka fylgjandi auknum jöfnuði, ættu á hestnmí Skagaflrðí i. Eitt af svo nefndum „hrossa- héruðum" landsins er Skaga- fjörður. Þar munu nú nær 8000 hross. Flestir bændur þar eiga tvo og allt upp i 10 tugi hrossa. Margir Skagfirðingar telja sig vera mikla og góða hestamenn og telja skagfirzka hesta standa öðrum hestum framar hér á landi. Hefir oft kveðið all ramt að þessum áróðri Skagfirðinga og má meðal annars því til sönnunar færa, að fyrir fáum árum var útvarpað frá Skag- firðingamóti í Reykjavík ræðu fyrir minni skagfirzkra hesta! II. Sunnudaginn 2. júlí var hald- in héraðssýning á hrossum, að Reynistaö í Skagafirði. Undanfarna viku höfðu verið haldnar sveitasýningar í flest- um hreppum sýslunnar. Á öll- um sveitasýningunum voru að- eins sýnd til samans ca. 140 hross af ca. 3p00 sýningarhæf- um hrossum, og tiltölulega mjög fáir bændur sóttu þessar sýn- ingar. Á héraðssýningunni átti svo að sýna úrval þeirra hrossa, sem mætt var með á sveita- sýningarnar. Þennan dag, sunnudaginn 2. júlí, „skein Skagafjörður við sólu", mér liggur við að segja í allri sinni dýrð. Komið var að slætti. Engjar og tún stóðu í blóma. Veðrið var eins og það getur best verið á íslandi. Á Reynistað var fagurt þennan dag. Stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga og Gunnar Bjarna- son ráðunautúr höfðu undirbúið sýninguna af mikilli prýði. Sýn- ingarsvæðið var afgirt hring- svið„ skipulega stungið út í rað- ir, þar . seni hrossin skyldu standa eftir ákveðnum reglum og eftir verðlaunum. Yfir sýn- ingarsvæðinu blökkti íslenzkir fánar. Formaður búnaðarsambands- ins, Jón Konráðsson hreppstj., Bæ, opnaði sýninguna með stuttri en snjallri ræðu. Gunnar Bjarnason ráðunautur lýsti hrossunum, sem sýnd voru, kostum þeirra og göllum, verð- launum þeirra o. s. frv. Hann flutti og Skagfirðingum ekki óþarfa hugvekju í hrossarækt. Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellu- landi flutti athyglisvert og skemmtilegt erindi um búfjár- rækt íslendinga. Á eftir sýning- únni fóru fram veðreiðar og því næst dans. III. Hvernig mættu nú skagfirzkir bændur og aðrir Skagfirðingar á þessa héraðssýningu þeirra? Og hvað sýndu þeir mörg úrvals þessi blöö líka að geta sameinast um að berjast fyrir því, að kæmi það í Ijós við slíkt framtal, að einstakir menn hefðu safnað miklum gróða á stríðsárunum, t. d. yfir 100 þús. kr., þá skuli leggjast á hann sérstakur eigna- aukaskattur. Vonandi 'stendur ekki á Mbl. að taka þessu sam- komulagsboði. Morgunblaðið segir að það sé spillandi fyrir. þjóðareininguna, að talað sé um stórgróða og auð- kónga. Þetta sýnir, að Mbl. skilur það réttilega. að hið vinn- andi fólk lætur ekki bjóða sér það lengur, að mikill hluti af vinnuarði þess lendi í vasa nokk- urra stórgróðamanna. Morgun- blaðið þarf i á-framhaldi af þessu að gera sér ljóst, að það er hvork'i á valdi þess eða Tím- ans að þagga slíkt umtal niður, ef það er á rökum reist. Þess vegna er sú athugun, sem Mbl. er hér á undan boðið samkomu- lag um, mjög mikilsverð. Eða lætur Mbl. sig virkilega dreyma um það, að þjóðareiningin, sem það er að tala um, geti haft það höfuð markmið að skapa þögn og frið um verulegan stór- gróða einstakra manna? Heldur það virkilega að hægt sé að sam- eina þjóðina á þeim grundvelli? Morgunblaðið gerði sjálfu sér og vinum sínum mestan greiða með því að leggja þá drauma alveg á hilluna. Stefna hins nýja tíma er aukinn jöfnuður og minnk- andi stéttaskipting. Það væri kannske hægt með hreinum fas- isma að stjórna með hag stór- gróðamanna fyrir augum.en með engu móti öðru og aðeins um skamma hríð. Þess vegna gerði Mbl. hyggilegast að vinna að því, að flokkur þess yrði samstarfs- hæfur til að byggja upp þjóðfé- lag, þar sem fjármagnið og vinnuaflið er skipulagt til að tryggja almenna velmegun, en ekki til hagsbóta fyrir nokkra útvalda. Á þeim grundvelli ein- um verður þjóðareining sköpuð. Þ. Þ. hross þar? í stuttu máli sagt, hvorugt var Skagfirðingum til sóma. Sýningargestir munu hafa verið röskir 100 alls. Nokkru fleiri voru komnir, er kappreið- arnar hófust og mun e. t. v. hafa orðið allmargt manna um kvöldið á dansinum' og í kring um hann. Kappreiðarnar voru einnig fremur lélegar. Aðeins sex hest- as kepptu, sem ekki virtust þó miklir fyrir sér. Aðeins einn „knapinn" sat sæmilega hest á spretti. Búnaðarsambandið sýndi þá rausn að veita honum ver.ðlaun fyrir góða ásetu. Þau „úrvals-hross", sem sýnd voru á þessari sýningu úr öllum Skagafirði, voru aðeins 27 að tölu, 17 hryssur og 10 hestar. Meðal þessara sýningarhrossa var raunverulega aðeins einn úrvals gripur. Var það þriggja vetra stóðhestur, sem tilheyrir hrossakynbótabúinu á Hólum. Hann er og vel ættáður, er austan úr Mýrdal í Skaptafells- sýslu. Gunnar Bjarnason ráðu- nautur valdi hann á síðastliðnu ári og lét flytja hann til Hóla. Vegna aldurs fékk þessi hestur II. verðlaun, því þriggja vetra stóðhestum má ekki veita I. verðlaun. Af skagfirzku hrossuhum fengu aðeins einn stóðhestur. og ein iiryssa fyrstu verðlaun. Að ytra útliti mátti það heita rétt- látur dómur, þótt hryssan væri í minnsta lagi, til þess að eiga rétt á slíkri viðurkenningu. En miklu verra var að hryssan var ótamin, þó 17 vetra gömul! og hesturinn var „óskilgetinn", þ. e. faðir hans óþekktur. Bæði þessi hross hlutu og heiðursverðlaun sýningarinnar og mun slíkt éins- dæmi í sögu búfjársýninga, að veita gripum slíka viðurkenn- ingu, sem eru eins vafasamir að ætt og notagildi, eins og þessi tvö hross. Þess má ennfremur geta, að af þessum 17 hryssum vóru flestar með öllu ótamdar og varla nokkur svo, að hægt væri að leiða þær eftir sýning- arhringnum. IV. í hvaða tilgangi eru búfjár- sýningar haldnar? E. t. v. hafa íslenzkir bændur ekki hugleitt þetta veigamikla atriði búfjár- ræktarinnar. Um búfjársýning- ar hefir verið allmikið ritað áð- ur, en mætti þó bæta enn meiru við. Ég vil að þessu sinni svara ofangreindri spurningu með ör- fáum orðum. Búfjársýningar eru meðal annars haldnar til þess að framkvæma, af fag- mönnum og bændum, úrval, mat og flokkun á búfénu; Safna úr- valsdýrum saman „til sýnis", svo bændurnir geti séð og helzt lært að þekkja úrvalseinstakl- inga og úrvalsættir búfjárins. Á búfjársýningunum eru gefnar faglegar leiðbeiningar um verð- mæti dýranna. Þar geta bænd- urnir lært hver af öðrum, og áttað sig á því, hvar beztu ein- staklingarnir eru á hverjum tíma og reyna siðan að notfæra sér þá eftir mætti. Það er þó ekki nóg fyrir bændurna að sækja sýningar í sinni eigin sveit, eða innan síns eigin hér- aðs. Þeir verða einnig að sækja sýningar í önnur héruð. í því sambandi vil ég benda Skagfirð- ingum á, að þeir hefðu getað lært mikið 'í hrossarækt með því að sækja héraðssýningu að Þjórsártúni í Árnessýslu, sem haldin var þar síðastliðið sumar. Sú hrossasýning var sunnlenzk- um bændum til sóma. Á þá sýn- ingu var komið með hross alla leið austan úr Mýrdal. Þar voru sýnd yfir 100 hross, því nær öll tamin, og .meðal þeirra voru nokkrir sannir úrvalsgripir. Sýningargestir voru þar á þriðja þúsund. Ég hygg að Skagfirðingar þurfi að átta sig vel á því, til hvers þeir eiga öll þau hross, sem nú eru í Skagafirði. Þau hross, sem eyða allri æyi sinni ótamin (villt) í högum Skaga- fjarðar. Hvaða gagn búast þeir við að hafa af þeim? Og hvað með hagana fyrir anrian þarfa- pening, mjólkurkýr og sauðfé? Skagfirðingar eru þó ekki þeir einu hér á landi, sem undanfar- in ár og enn í dag láta hrossin dafna sem illgresi í búfjárrækt- inni. Runólfur Sveinsson. Knattspyr nuáhugí Bretar hafa ekki misst áhuga sinn fyrir knattspyrnu, þrátt fyrir styrjöldina. Þann 22. apríl síðastl. sótti 133 þús. manns kappleik milli landsliðs Breta og Skota í Hampden Parken við Glasgow. Fjórir aðrir mikilvæg- ir knattspyrnuleikir fóru fram þennan sama dag eða í Man- chester, þar sem áhorfendur voru 60 þús., í Sheffield, þar sem áhorfendur voru 45 þús., í Liverpool, þar sem áhorfendur voru 28 þús., og í Tottenham, þar sem áhorfendur voru 26 þús. Alls voru því nær 300 þús. á- horfendur á fimm helztu knatt- spyrnuleikjum, sem fóru fram í Bretlandi þennan dag. Kappleik Breta og Skota lauk Baðstofuhjal PRENTVILLUPÚKANUM er ekkert heilagt. Nú hefir hann afskræmt ættjarðarljóð Stefáns G. Stefánssonar í síðasta bað- stofuhjali. Eins og flestir vita, byrjar erindið svona: „Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót". Ég vil minnast á það um leið, að mér þótti vænt um, að út- varpsráði (eða þjóðhátíðar- nefndinni) skyldi detta : það sama í hug og mér, að láta flytja erindi um Þingvelli í útvarpið fyrir 17. júní. Þetta erindi fluttu þeir Pálmi Hannesson og Vil- hjálmur Þ. Gíslason. Var þar náttúrulýsing og saga ofin sam- an, svo að vel fór á og mun hafa orðið mörgum til ánægju. ALLIR, SEM KOMA Á ÞING- VELLI, þyrftu að vita einhver skil á staðnum og hinum sögu- legu minjum þar, áður en þeir koma þangað, eða að minns.ta kosti vera í fylgd með kunnug- um, þegar þangað kemur. Stund- um fer fólk til Þingvalla og veit ekki neitt, þegar það kemur aft- ur, hefir ekki haft hálf not af ferðinni og alls ekki séð sumt af því, sem merkilegast er, hvað þá, að það þekki fjöllin, sem Jónas Hallgrímsson lýsir. En þetta á ekki eingöngu við Þingvallaferð- ir, heldur yfirleitt um allar skyndiferðir til sögustaða og annara merkisstaða. Menn verða að vita eitthvað um staðinn eða njóta leiðsagnar til að hafa not' af ferðinni. Erlendis eru gefnar út handbækur til að leiðbeina ferðamönnum innlendum og út- lendum á slíkum stöðum, og þar eru margir menn, sem taka sér það starf fyrir hendur að vera fylgdarmenn ókunnugra og veita þeim skýringar á öllu, sem fyrir augun ber. Þessir menn leysa starf sitt oft svo vel af hendi, að unun er á að heyra, en þá þurfa þeir að vera vel að sér og hafa gleði af starfinu. Slíkur leiðsögumaður þyrfti að vera á Þingvöllum, og væri raunar æskilegt, að umsjónar- maður staðarins væri valinn með tilliti til þess. Auðvitað ætti feröafólk að borga fyrir slíka þjónustu. Heimamaður. þannig, að Bretar unnu með 3:2 mörkum. Þegar landsliðin þreyttu keppni fyrr í vetur í Wembley unnu Bretar með 6:2 mörkum. Enginn keppendanna hlaut mest lófaklapp að þessu sinni. Það hlaut Montgomery hers- höfðingi, sem var viðstaddur kappleikinn. Hermann Jónassons Minni lslands Ræða flutt á samvinnuhátídinni að Hrafnagili 24. f. m. Háttvirta samkoma! Ég var eitt sinn á ferð með einum gagnmerkasta og víðförl- asta útlendingi, sem gist hefir þetta land. Við ókum í bifreið austur með Eyjafjöllum. Veður var bjart og sem bezt verður kosið. Brátt blasti við okkur fjallasýnin og jöklarnir. Við stönsuðum og fórum út úr bif- reiðinni til að litast um. Þegar útlendingurinn hafði horft til jöklanna, tók hann ofan, stóð um stund sem höggdofa og sagði síðan viðkvæmri röddu: „Slíka náttúrufegurð — aðra eins tign hefi ég aldrei augum litið". Ég var öðru' sinni á ferð með ágætum sænskum manni, er víða hafði dvalið og er nú full- trúi þjóðar sinnar í höfuðborg íslands. Við komum ofan úr Kjós á leið til Reykjavíkur. Skarðsheiðin blasti við okkur. Snjór var nýfallinn á efstu tinda heiðarinnar-, neðar var hún dökkblá, en á himininn sló skarlat-rauðum lit hnígandi sól- ar. Ég hefi sjaldan séð fegurri sjón, jafhvel ekki uppi á háfjöll- um íslands seinni hluta vetrar, — enda ætlaði mér aldrei að ,lánast að fá hinn sæuska mann til að halda ferðinni áfram. Hvað eftir annað stanzaði hann og horfði lengi yfir til heiðar- innar, heillaður af þessari óum- ræðilegu náttúrufegurð. — Nú munuð þið segja: Það er óþarft að leiða útlendinga sem vitni um fegurð íslands. — Við sjáum hana sjálf og skiljum. Rétt er það. En gætum þess að tilfinningar okkar fyrir íslandi valda því, að við erum ekki og eigum ekki að vera hlutlausir dómarar um íslenzka náttúru- fegurð. En dómar margra víð- förlra, menntaðra og vandlátra útlendinga taka hér af allan efa, — ef annars væri um hann að ræða. ísland er eitt af fegurstu löndum veraldarinnar. — Þar sem ég get fátt eitt við ykkur sagt á svo stuttum tíma, vil ég aðeins vekja athygli ykk- ar á einu atriði. Hvernig stendur á því, að á ófrelsis- og niðurlægingartímum okkar íslendinga, var þjóðin sem slegin blindu fyrir fegurð lands- ins? í tign þessa lands, í f jöllun- um, í hinum fossandi elfum ís- lands, og í auðn öræfanna, sá þessi ófrjálsa og þjakaða þjóð aðeins ógn og dauða. — Hafið þið, tilheyrendur mínir, athugað það, að öldum saman sáum við íslendingar ekki .að Tign býr í tindum, traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en i fossum afl. Þessi blinda fylgdi ófrelsinu og niðurlægingunni eins og vofa. Hún var eymdinni svo samofin, að það er sem hún væri í senn afleiðing hennar og orsök. — Forfeður okkar, sem þetta land námu, höfðu þó vissulega glöggt auga fyrir íslenzkri náttúru. Örnefnin eru órækt vitni. Sag- an um landleit Ingimundar gamla er góð heimild. Sagan af Gunnari á Hlíðarenda tekur af allan efa. — Og aftur þegar fyrstu vonir glæðast í brjósti beztu sona þessarar langhrjáðu þjóðar um frelsi og betri tíma, er sem slæða sé dregin frá augum þjóðarinnar og hún sér nú að nýju fegurð þess lands.sem oss drottinn gaf. Og ef við lítum í söguna, virðist sem fræ frelsisins hefði ekki fest hér rætur og frelsið dafnað að nýju á þann hátt, sem raun varð, ef hin íslenzka þjóðarsál hefði ekki verið undirbúin af skáldum okkar, sem opnuðu henni nýjan skilning á fegurð landsins og innsýn í mikilleik þess. — Það voru þau, sem kenndu þjóðinni að nýju að „tign býr í tindum". Það voru þau, sem kenndu henni að syngja með hrærðu hjarta: „ísland ögrum skorið", .ísland farsælda Frón", „Fífilbrekka gróin grund", „Þú stóðst á tindi Heklu hám" — og svo margt og margt. — Og hvernig getum 'við hugsa? okkur það hú, að ísland væri alfrjálst, ef ættjarðarkvæðin hefðu ekki.verið ort og með þeim vakinn skilningur og tilbeiðsla á dásemdum þessa lands. — Þegar ég ók framhjá Hrauni í Öxnadal fyrir fáum dögum, varð mér að spyrja sjálfan mig: Væri ísland nú alfrjálst, ef þessi eini maður hefði aldrei fæðst — í hinum djúpa dal. — Ég fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa um hið rétta svar. — Mundu og íslendingar vestan hafs hafa stutt okkur svo sem sagan sann- ar, á öllum örlagaríkum stund- um sjálfstæðisbaráttunar, ef Klettafjallaskáldið úr Skaga- firði hefði ekki sungið ljóð sín inn í hjörtu þeirra? Það hefir heldur enginn sagt okkur íslendingum það betur, hvað því veldur að við stækkum eða smækkum, svo að aldahvörf- um ræður, í samræmi við til- finningu okkar fyrir landinu: „Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þins heimalands mót". Skáldið, sem dvaldi mikið af ævi sinni fjarri fósturjörðinni, skynjaði það skýrar en flestir aðrir, að ísland er hluti af sjálfum okkur. Það er „snar þáttur" í hverjum þeim, sem verðskuldar að heita íslendingur Eftir |»ví hve lítils eða mikils þú virðir þennan þátt, smækkar þú eða stækkar. — Þetta er og skýr- ingin á því, að hvert nafn í sögu Islands, sem er elskað og dáð, — sem er stórt, er um leið tengt órjúfandi böndum ástar á ís- landi. Leitið í huga ykkar, leit- ið vestur um haf, leitið suður um haf og minnist myndhöggv- arans úr Blönduhlíð, leitið aft- ur í fornöld. Víkingurinn á Hlíðarenda var tignarlegur og stór, þegar hann hóf atgeirinn eða skaut ör af boga sínum — en hann var þá á vissan hátt aldrei stærri en þegar hann leit við og- sagði: „Fögur er hlíðin" — og sneri hesti sínum heim. Svo voldugt er þetta land, svo máttug er náttúra þess, að sá íslendingur eirin, sem er i sam- ræmi við mikilleik þess og tign — sá einn, sem kappkostar vit- andi eða óvitandi að gera það að þætti sjálfs sín, getur orðið stór meðal sona þess. — En vegna þess, að við höfum átt marga menn, sem þannig hafa lifað og starfað, erum við nú alfrjáls þjóð — og þess vegna erum við svo lánssamir íslend- ingar, að við eigum ekki aðeins tign íslenzkrar náttúru til að staðnæmast frammi fyrir með lotningu eins og útlendingurinn, sem ég sagði ykkur frá í upp- hafi máls míns. — Við íslend- ingar eigum meira. Við eigum forfeður, sem voru það þrótt- miklir, að þeir gerðu það, sem þakkarvert er — og gengur kraftaverki næst — og það er að lifa af hinar ömurlegu aldir. — En þeir gerðu meira. Þeir sköpuðu þessari þjóð sögu með lífi sínu og starfi. Ég fór eitt sinn með ágætu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.