Tíminn - 07.07.1944, Blaðsíða 3
67. blað
TÍMITVIV. föstndaginn 7. jnlí 1944
267
Prestastefnan
Prestastefnunni lauk fyrra
fimmtudag, eins og áður hefir
verið skýrt frá í blaðinu. Síðasta
fundardaginn fóru biskup og
prestarnir til Bessastaða í boði
forseta og var haldinn stuttur
fundur í Bessastaðakirkju. Alls
sóttu um 80 kennimenn presta-
stefnuna, og er hún ein sú fjöl-
mennasta, sem hér hefir verið
haldin.
Helzta málefni prestastefn-
uniiar var kirkjan og lýðveldið,
og var samþykkt um það svo-
hljóðandi tillaga frá biskupi:
„Prestastefnan fagnar af al-
hug endurreisn hins íslenzka
lýðveldis, þanrr17. júní 1944, og
árnar þjóðinni allra heilla og
blessunar í nUtíð og framtíð.
Jafnframt lýsir prestastefnan
yfir því, að hún telur að kristin
trú, siðgæði og siðmenning séu
þeir hornsteinar, er framtíðar-
gæfa þegnanna og hins unga
lýðveldis fyrst og fremst byggist
á. —
Að þessum mikilvæga þætti
vill íslenzka kirkjan stuðla eftir
mætti, nú sem fyrr, og er fús til
heilbrigðs samstarfs við skóla
landsins, félagsstofnanir og alla
þá, er þessum málum unna og
vilja gera þjóðina andlega
frjálsa, siðferðilega sterka, og
heila í trú á gæzku vors himn-
eska föður og gildi hugsjóna
Jesú Krists.
Jafnframt væntir prestastefn-
an þess, að forráðamenn hins
unga lýðveldis skilji' nauðsyn
þess og gildi, að efla trú og sið-
gæði þjóðarinnar, andlegt víð-
sýni hennar og frelsi, og styðji
kirkjuna og bæti starfsskilyrði
hennar svo, að hún verði enn
betur megnug þess að leysa af
hendi þau mikilvægu störf í
þágu þjóðarinnar, lýðveldisins,
sem hún af sjálfum Drottni er
kölluð til að vinna,"
Af öðrum ályktunum presta-
stefnunnar voru þessar helztar:
Þriggja manna nefnd, biskupi,
fulltrúa Prestafélags íslands og
fulltrúa frá kirkjumálaráðherra
verði falið að gera tillögur um
skipulagningu þjóðkirkjunnar
og hins kirkjulega starfs,
Bessastaðakirkja verði endur-
bætt og kirkjugarðurinn þar
lagfærður. Húsakynni á prests-
setrinu verði endurbætt. Kirkj-
an fái einkarétt til útgáfu
kirkjulegra bókmennta, sem
telja megi hennar eign. Biskupi
sé heimilt fyrir hönd íslenzku
kirkjunnar, að gerast aðili í er-
lendri kirkjusamvinnu til efl-
ingar kristninnar eftir styrjöld-
ina. Skipaður verði námstjóri í
kristnum fræðum.
samferðafólki framhjá Hrauni i
Öxnadal. Þegar við komum í dal-
inn tfóru tveir samferðamenn-
irnir með nokkur kvæði eftir
Jónas Hallgrímsson. Þeir komu
að einu kvæði Jónasar, sem þeir
töldu sig ekki vera vissa um að
muna rétt. Báðir sögðu þeir sam-
tímis: „Nei, við megum ekki eiga
það á hættu að fara rangt með
þetta kvæði og sízt í nálægð
við þennan stað." Ég fullvissa
ykkur um það tilheyrendur mín-
ir, að þeir eru margir staðirnir
í þessu landi, sem við, ekki sízt
nú, höfum ástæðu til að nálgast
með svipuðum tilfinningum, þar
sem við ættum að taka ofan og
drjúpa höfði í auðmýkt og þökk.
Það er ekki aðeins við tóftar-
brotin hjá Víðimýri eða við
Hraun í Öxnadal — staðirnir
eru sem betur fer svo margir,
að of langt mál yrði að telja þá.
Og auk þess er það nú svo að:
Hver einn bær á sina sögu o.
's. frv. Þar er einnig svo margt
að þakka.
Ég lýk þessu máli mínu með
þeirri ósk, að okkur íslending-
um megi auðnast að hefja starf-
ið — og starfa í hinu endur-
reista lýðveldi með þetta í huga,
— hvar sem við stöndum, hvort
sem saga okkar verður skráð eða
hún verður ein af þeim, sem
engin mannleg hönd ritar. —
Ég bið ykkur að staðfesta þá
ósk með mér og minnast íslands
með ferföldu húrrahrópi.
Lifi alfrjálst ísland!
Búandmenn
FORSPJALLSORÐ:
Verði býlið stœrra, stœrra,
stóra þýfið fœrra, fcerra.
Setjið markið hœrra, hcerra,
heima verði kœrra, kœrra.
Á klónni aldrei slakið, slakið,
sliðru orð sé hrakið, hrakið.
Stundin kemur vakið, vakið,
völdin sjálfir takið, iakið.
„Sérhver stétt á sína vini".
Satt er það hjá Högnasyni*
Við tökum þá, sem trausta hlyni,
— trúum engu yfirskyni.
Að aðrir geri ykkur ríka
enginn bóndi skyldi flika.
Bœndur eru ei komma klíka,
en kunna að meta sína líka.
Mörg er bitur búmannsraunin,
blása munu þeir í kaunin.
Seinna koma sigurlaunin;
sonur erfir tún fyrir hraunin.
Þeir hafa sceinn sótt og kannað
sundurleitum störfum annað.
Og bœndur hafa sýnt og sannað,
hve samvinnan oss getur mannað.
Enn er þor í sveitasonum,
sálarþrek i mannraunonum.
Ættlands bregða varla vonum
í verki, samkvcemt afköstonum.
Sögu hyrr frá alda arni
yljar þó að veður harni.
Það. er íslands þjóðarkjarni
þar í hverju sveitabarni.
Ennþá sama ber að brunni,
bcendur festi það í minni,
gefast sízt -úr múgmennskunni
máttarstoðir landsbyggðinni.
Bóndi, þjóðarstólpinn, stendur
storm og ís á báðar hendur.
Eldar brenndu yðar lendur,
eyddust þó ei landsins strendur.
Að vísu þjóðin ráðvillt reikar,
raunsœi í málum skeikar.
Enn á menning varnir veikar,
er vaxa timans örðugleikar.
Ýmist böl þó- okkar þvingi ¦
eða mótgangsbroddur styngi
þá elur sveitin kraft og kyngi
kennimörk á íslendingi.
EFTIRMÁLSORÐ:
Engin stétt vill fcera fórn
fast eru málin setín.
Þó má segja að þing og stjórn
þráfalt jafni metin..
Guði þakka maður má,
þó mis'jafnt ýmsum vegni.
Bóndinn veit, að allt hann á
undir sól og regni.
Því er bóndans þrek og ró
þrátt við störfin bundin.
Þolinn rcektar mel og mó
og mun síst grafa pundih.
KRISTJÁN H. BREIÐDAL.
* Samanber kvæði Kolbeins Hógna-
sonar í Tímanum í fyrrayor.
Fimmtngnr:
Skafti Guðmundsson
bóndi, Þúfnavöllum.
Þann 14. maí s. 1. varð Skafti
Guðmundsson bóndi á Þúfna-
völlum í Hörgárdal fimmtugur.
Hann er fæddur á Þúfnavöllum,
sonur Guðmundar Guðmunds-
sonar hfeppstjóra og Guðnýjar
Loftsdóttur, sem enn eru á lífi,
en háölduð. Börn þeirra eru
mörg og er Barði þjóðskjala-
vörður meðal þeirra.
Skafti nam búfræði og reisti
síðan bú að Þúfnavöllum. Hann
kvæntist Sigrúnu Sigurðardótt-
ur frá Leyningi í Eyjafirði og
hafa þau eignast þrjú börn.
Hann hefir gegnt mörgum trún-
aðarstörfum fyrir sveit sína,
verið hreppsnefndarmaður, for-
maður búnaðarfélags hreppsins
í mörg ár o. m. fl. Hann hefir
verið ótrauður liðsmaður Fram-
sóknarflokksins og samvinnu-
stefnunnar. Búskapur hans er
til fyrirmyndar. Hann hefir
byggt vandað íbúðarhús á jörð
sinni, bætt og aukið tún jarðar-
innar mikið, enda jafnan búið
góðu búi. Skafti er maður ágæt-
lega greindur og gjörhugull, en
hlédrægur um of. Hann nýtur
almennra vinsælda, enda hinn
mesti drengskaparmaður.
Sjóorusta á Húnaflóa
iyrir 700 árum
Af sérstökum ástæðum fellur þátturinn um Knud Ras-
mussen niður í blaðinu um hríð. í næstu blöðum verður í
þessum dálkum blaðsins sagt frá einu stóru sjóorustunni,
sem íslendingar hafa háð, Flóabardaga, en í síðasta mán-
uði voru liðnar réttar sjö aldir frá henni.
Á þessu sumri eru sjö aldir liðnar síðan þeir atburðir urðu, sem
Sturlunga saga nefnir Flóabardaga. Er því ekki úr vegi að rifja
þá upp stuttlega, þeim til fróðleiks og athugunar, sem ekki eru
kunnugir Sturlungu. En Flóabardagi var sjóorusta, líklega sú
eina við íslandsstrendur, sem kalla má því nafni. í orustu þessari
voru samtals 35 skip og hátt á sjöunda hundrað manna. Munu
þar hafa verið samankomin flest þau skip á Norðurlandi og
Vestfjörðum, er fær voru til siglingar utan fjarða, en þó eigi haf-
skip, enda var fátt af slíkum skipum eða engin í eigu íslendinga,
þegar hér var komið sögu. Þarna áttust við Norðlendingar annars
vegar, en Vestfirðingar hins vegar. Foringi Norðlendinga var
Kolbeinn ungi Arnórsson, héraðshöfðingi Skagfirðinga, en fyrir
Vestfirðingum var Þórður Sighvatsson, er nefndur var kakali.
Þá var enn þjóðveldi á íslandi, en borgarastyrjöld sú, sem
kennd er við Sturlunga, þegar búin að geisa nokkra tugi ára.
Stjórnarhættir landsins höfðu þá um langt skeið verið að fær-
ast í það horf, að fáir ættarhöfðingjar náðu í sínar hendur um-
ráðum hinna fornu goðorða og fengu þannig aðstöðu til að
craga saman heri stóra víðs vegar að og fara með hernaði um
iandið í stærri stíl en fyrhafði verið mögulegt. En bændur voru
til knúðir að standa upp frá búum sínum með heimamenn sína,
hesta og vopnabUnað þann, er til var, og jafnvel höggva niður
fénað sinn til viðurværis herflokkum, þegar höfðingjar þóttust
þurfa að verja ríki sitt eða ríða á önnur héruð með hernaði.
Ætt Sturlunga hafði um þessar mundir goldið mikið afhroð í
mannvígum. Af fyrirmönnum hennar, þeim er til stórræða voru
fallnir, var Þórður kakaii Sighvatsson einn eftir, og þótti enda
eigi háskalaust að veita honum liðsemd vegna ríkis Kolbeins
unga, er þá var mestur höfðingi í landinu. Þó studdu hann Sturl-
ungar allir og frændur þeirra og margir aðrir á Vesturlandi svo
sem þeir máttu. Hafði Sturlungaættin að vísu áður enganvegin
borið gæfu til samþykkis, en eftir fall Sighvats Sturlusonar og
Sturlu Sighvatssonar á Örlygsstöðum og dráp Snorra Sturlusonar
í Reykholti þóttust þeir nú allir eiga sameiginlega harma að
hefna, og þá fyrst og fremst á Kolbeini og bandamanni hans
Gissuri Þorvaldssyni, en sá síðarnefndi hafði þá verið utanlands
um hríð.
Svo segir í Sturlungu „að Þórður lét búa öll hin stærri skip í
Vestfjörðum, og þar til fékk hann manna, svo að þau voru öll
alskipuð". Urðu skipin samtals 15. Getið er í sögunni flestra skip-
anna, hvaðan þau voru, og hverjir þeim stýrðu. „Bárður á Söndum
hafði það skip, er Rauðsíðan hét. Það var mest af öllum skipum
Þórðar. Voru þar Arnfirðingar og Dýrfirðingar". Á einu skipi voru
Barðstrendingar og fleiri úr Breiðafirði. Þá voru Dýrfirðingar
á skipi því, er Trékyllir var kallað. Úr Önundarfirði voru tvö
skip, og var annað þeirra „staðarferja" Ur Holti. Úr ísafjarðar-
djúpi voru nokkur skip, og var eitt þeirra Ógnarbrandurinn. „Það
\ar mikil skúta". Um sum skipin er þess getið, að þau voru tein-
æringar (þ. e. 10 manna för). Einum þeirra „stýrði Sigurður vegg-
lágur, norrænn maður". Er áður getið um Austmann þennan í
íör með Þórði. „Þórður'kakali stýrði skútu einni mikilli. Þar voru
á heimamenn hans og mannval, er honum þótti knálegast. Á hvert
skip setti hann heimamenn sína, þá er hann trúði vel".
Þórður kakali hélt flota sínum norður fyrir Horn og inn með
Ströndum til Trékyllisvíkur. Voru veður óhagstæð, og varð að róa
skipunum lengst af, að því er virðist, en stundum hömluðu veð-
ur með öllu för þeirra. En á meðan flotinn lá í Trékyllisvík kom
sendimaður til Þórðar með tíðindi af Norðurlandi. Hafði það
spurzt að norðan, að Kolbeinn drægi lið saman til að ganga
milli bols og höfuðs á Þórði og fylgismönnum hans. Ætti nokk-
uð af liðinu að fara sjóleiðis til Vestfjarða, en sumt landveg.
Talið er, að þeir Þórður hafi ekki lagt fullan trúnað á sögu þes'sa
eða a. m. k. þótt ólíklegt, að um mikinn liðsafnað væri að ræða
til vesturfarar. En þó hefir þessi saga sennilega orðið til þess,
sem síðar reyndist mikilsvert, að þeir Þórður hlóðu öll skip sín
grjóti, og gat það varla verið til annars ætlað en viðureignar á
sjó, ef til kæmi. En ætlun Þórðar var sú fyrst og fremst að
stefn'a skipunum til Eyjafjarðar, ganga þar á land og freista
liðsafnaðar til viðbótar. Gerði hann sér góðar vonir um fylgi Ey-
firðinga, því að Sighvatur faðir hans hafði lengi haft þar héraðs-
stjórn og verið vinsæll af alþýðu manna, þótt siðar hefði hún
orðið að ganga til hlýðni við Kolbein. Mun Þórður hafa svo til
stofnað, að sameinuðu liði Vestfirðinga og Eyfirðinga yrði það-
an haldið vestur til Skagafjarðar til fundar við Kolbein. En
mjög fór þetta allt á annan veg. Er Þórður var búinn til brott-
farar, gerði hann liði sínu kunna fyrirætlan sína. Minnti hann
menn á frændalát og forna harma og bað þá nú vel duga, er
stund hefndarinnar væri upp runnin. Þórður var vitur maður og
kunni vel að haga orðum sínum, en skapið eigi lítið. Má geta
nærri, að mörgum hafi þá ylnað fyrir brjósti. Var skipunum síð-
an haldið austur á Húnaflóa. Var þá á hæg austangola og veður
gott. Þetta var á Jónsmessukvöld 1244, ög bar þá Jónsmessuna
upp á föstudag. Orustan á flóanum morguninn eftir var því 25.
júní.
Framhald.
Samband ísl. samvinnufélaga.
SAM.VINNUMENN!
Dragið ekki að bruuatryggja innbú yffar.
Biðjið kaupfélag- yðar að annast vátryggingu.
IJtsohiverð
á amerískum viutlliiiguni má ekki vera hærra
en hér segir:
Lucky Strike.................. 20 stk. pakkinn kr. 340
Old Gold..................... 20 — — — 340
Raleigh ...................... 20 — — — 340
Camel........................ 20 — — — 340
Pall Mall .................... 20 — — — 4.00
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 5%
hærra vegna flutningskostnaðar.
Tóbakseínkasala ríkisíns
f*é*+*IÞ*>\+>**<^4***>**t+*i**+*itWÍtW*^^ ¦"*
Opai
HatstMuft
er fyrlr í.^kkru komiS á
Uiarkaðlnn og hefir þegar
iilotið liið mesta lofsoKð, þvi
vel er til þess vandað & allau
hátt. Opal rsestlduít heíir
la þá kosti, er TORBttdufl
þarf að liafa, — það hreinsar
an þess að rispa, er máög
drj^t, og er notiiœft á aliar
tegandir búsáhalda og eld-
húsihalda.
Notiö
O P A L rœstiduft
**m*0»+'^iMm***>»k
Vintúð ötullega fyrlr
Timtmn*
Bændur og aðrir landsmenn
athugið
Tek að mér íbúðar-, kirkju-, skóla-, samkomuhúsa- og hvers
konar aðra málningarvinnu, hvar sem er á landinu.
Talið við mig sem fyrst. — Sanngjörn viðskipti.
Hringið í síma 4139, Reykjavík. .
Ferðamenn
og þeir, sem eru að leggja af stað í sumarleyfið —
ATHUGIÐ
Gístihús opnað í Reykj askóla við Hrútaijorð
Veitingar frá kl. 8 f. h. — kl. 11,30 á kvöldin. Gist-
ing. Vistleg eins og tveggja manna herbergi. Tekið
á móti dvalargestum. Sundlaug til afnota.
Sími um Borðeyri.
F. h. Reykjaskóla.
Guðm. Gíslason, skólastjóri.
TÍMÍBÍIV er víðlesnasta auglýsinj£ablaSlð! 1 Eftí frá EKHjasölusamlagi Reykjavfkur.
Rtybjavík. Sími 1249. v Simnefni: SláturfUag.
Reykkús. - Frystlhús.
IVUfursuðuverksmiðja. - Bjúgnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
aoðiö Jejöt og fiskmeti, fjólbreytt úrval. Bjúgu og alls-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gœði.
Froaið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihÚ3Í, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.