Tíminn - 11.07.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.07.1944, Blaðsíða 4
272 TÍM1IV3V, þriðjjudagiim II. jálí 1944 68. blafS Kennar apingí ð Áttunda fulltrúaþingi Sam- bands íslenzkra barnakennara er nýlokið. Ræddi þing þetta meðal fræðslumála almennt, launamál kennara, menntunar- og starfsskilyrði og ýms félags- mál stéttarinnar. Alls sátu þingið 47 fulltrúar af 19 kjörsvæðum. En auk full- trúanna mættu og á þinginu fjórir menn, sem átt hafa sæti í milliþinganefnd í skólamálum: ÁrmannHalldórsson skólastj.,Ás- mundur Guðmundsson prófess- or, Helgi Elíasson skrifstofustjóri og Kristinn Ármannss. mennta- skólakennari. Aðalforseti þings- ins var Karl Finnbogason skóla- stjóri, en aðalritarar Eyþór Þórð- arson skólastjóri og Hermann Hjartarson kennari. Þingið féllst á tillögur milli- þinganefndar um tilhögun skólamála og lengingu skóla- skyldunnar í landinu og taldi þær líklegar til bóta. Þá lagði þingið til, að fræðslu- málastjórninni yrði veitt vald til þess að skipuleggja skóla- hverfi sveitanna og ákveða skólahúsum stað. Sé byggingu skólahúsa í sveitum hraðað sem mest, svo að öll byggðarlög landsins hafi sín skólahús inn- an skamms tíma. Þingið lagði einnig ríka á- herzlu á, að komið yrði hið bráð- asta upp deild við háskólann, sem annist rannsóknir í upp- eldis- og sálarfræði og leiðbein- ingar í þágu íslenzkra skólamála. Verði ráðnir til þess þrír eða fjórir sérfræðingar og fengnir útlendir menn, ef nauðsyn þykir. Deild uppeldisvísinda hafi með höndum lokastig undirbúnings- menntunar kennara, að loknu almennu kennaranámi. Samþykkt var svohljóðandi ávarp til Jakobs Kristinssonar f ræðslumálast j ór a: „Áttunda fulltrúaþing Sam- bands ísl. barnakennara vottar Jakobi Kristinssyni, sem sagt hefir lausu fræðslumálastjóra- embættinu sakir vanheilsu, inni- lega samúð og hugheilar þakkir fyrir margþætt og gifturík störf í þágu barnaskóla vorra og menningar, jafnframt því, sem það óskar honum batnandi heilsu og allra heilla á komandi timum og að þjóð vorri megi enn um langt skeið njóta frá- bærra hæfileika hans og mann- kosta til eflingar menningu vorri. — Þingið lætur einnig í ljós ánægju sína yfir því, að Helga Elíassyni hefir verið veitt fræðslumálastjóraembættið og árnar honum allra heilla og giftu við hin veglegu og ábyrgð- armiklu embættisstörf." Loks gerði þingið þá kröfu, að laun kennara yrðu verulega bætt frá því, sem nú er, svo að þeír njóti eitthvað sambærilegra kjara við aðrar stéttir þjóðfé- íagsins. Fyrri stjórn Sambands ís- lenzkra barnakennara var öll endurkosin. Skipa hana Ingi- mar Jóhannesson, Sigurður Thorlacius, Pálmi Jósefss., Arn- grímur'Kristjánsson, Gunnar M. Magnúss, Guðmundur T. Guð- jónsson og Jónas B. Jónsson. Verkfollum aflétt Verkfalli vörubifreiðastjóra í Reykjavík er lokið. Náðist sam- komulag síðastl. fimmtudag. Vinnuveitendafélagið gekk að nær öllum kröfum bifreiðastjór- anna. Verkfalli sjómanna og vél- stjóra á síldveiðiskipunum í Vestmannaeyjum lauk á sunnu- daginn var. Samkomulag náð- ist milli útgerðarmanna og sjó- manna, án sérstakrar milli- göngu. Hins vegar náðist sam- komulag í sjómannadeilunni fyrlr milligöngu umboðsmanns sáttasemjarans, Sveins Guð- mundssonar. Gerði hann miðl- unartillögur, sem báðir aðilar féllust á. Flugvélakawp Flugfélagið Loftleiðir hefir nýlega fest kaup á flugbát og flugvél í Ameríku til viðbótar flugvél þeirri, sem það á nú. Tekur flugbáturinn 8 farþega, en flugvélin 4. Hefir Sigurður Ólafsson flugmaður annast kaup þessi fyrir félagið. Flugvél félagsins mun annast síldarleit i sumar. Cr bænum Sundhöllin. Fyrri helming þessa árs hafa 130374 menn sótt Sundhöll Reykjavíkur. Þessi aðsókn skiptist þannig: 54.280 karlar, 13.349 konur, 24.990 drengir, 25.760 stúlkur, 10.579 skólaböð, 109 kerlaugar, 1185 karlar úr sundfélögun og 104 kon- ur úr sundfélögum. Skemmtun Hringsins í Hijómskálagarðinum síðastl. laug- ardag og sunnudag tókst mjög vel. Fjöldi fólks var þar báða dagana. Höfðu menn hina mestu ánægju af ýmsum skemmtunum, sem þar voru á boðstólum. Leikfélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn síðastl. laugar- dagskvöld. Á fundinum fór fram stjórnarkosning og skipa nú stjórnina: Brynjólfur Jóhannesson formaður, Ævar R. Kvaran ritari og Þóra Borg Einarsson gjaldkerl. Til að aðstoða stjórnina við val leikrita voru kosnir Gestur Pálsson og Jón Aðiis. Reykjavíkurkvikmynd Lofts. Loftur Guðmundsson ljósmyndari vinnur nú að því að gera kvikmynd af Reykjavíkurbæ, þar sem sýndar eru helztu stofnanir bæjarins, atvinnu- greinar, bæjarbragur o. s. frv. Mun myndin vera langt komin. Aðalsafnaðarfundur Hallgrímsprestakalls var haldinn sunnudaginn 2. þ. m. Á fundinum var samþykkt að hefjast handa úm kirkju- byggingu og byrja á nokkrum hluta kirkjunnar, eins og byggingarnefnd bæjarins bæjarins var búin að sam- þykkja, en bæjarstjórnin hindraði síðar. Var skorað á bæjarstjórnina að hætta þessari mótstöðu. í sóknarnefnd voru endurkosnir Ingimar Jónsson skólastjóri og Gísli Jónsson yfirkenn- ari. Fimmtugsafmæli. Guðmundur Njáisson, Böðmóðsstöð- um í Laugardal, átti fimmtugsafmæli 10. þ. m. Hjónaband. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Jakob Jónssyni, ungfrú MSría Björgvinsdóttir, Freyju- götu 6 og Sigurbjörn Árnason lögreglu- þjónn frá Vestmannaeyjum. Erindasafnið. Þriðja hefti þess er nýlega komið út. Flytur það að þessu sinni erindaflokk Sverris Kristjánssonar: Frá Vínarborg til Versala, er hann flutti í útvarpið veturinn 1940—41. Áttræðisafmæli átti I gær séra Einar Thorlacius fyrr- um prestur að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Magnús hefir dvalið hér í bæn- um síðan hann lét af prestsskap fyrir 12 árum síðan. Hann er vel ern og hefir undanfarið unnið að þvi að und- irbúa nýja útgáfu á hinni vinsælu kvæðabók Snót, er lengi hefir verið ófáanleg. Prentvilla. í blaðinu 4. júli var prentvilla í áætlun raforkumálanefndar á fyrrí síðu aukablaðsins. Þar stóð að ný Andakílsvirkjun væri áætluð 780 kw., en átti að vera 7800 KW. eins og raun- ar kom fram síðar á sömu síðu. Þrjú daudaslys Síðastl. föstudag varð það slys í Ljósafossstöðinni, að Bjarni Ingólfsson frá Stokkseyri varð fyrir rafmagnsstraum, er hann var að gera við bilaða leiðslu, og beið bana af. Reynd- ust allar lífgunartilraunir ár- angurslausar. Bjarni var 19 ára. Síðastl. laugardagskvöld féll maður á Akureyri af hestbaki, skammt frá Gróðrarstöðinni, og meiddist svo mikið á höfði, að hann andaðist í sjúkrahúsi skömmu síðar. Maður þessi var Guðmundur Halldórsson, Hafn- arstræti 2, Akureyri. Hann mun hafa lent á vírstreng á síma- staur og þvi dottið af baki. Hann var kvæntur maður á fimmtugs- aldri. Síð>stl. laugardag varð það slys hjá Grþf í Lundarreykjadal, að lítil fólksbifreið valt út af veginum. Eini farþeginn í bif- reiðinni, Guðmundur Veturliði Bjarnason, ætlaði að komast út, þegar bifreiðin var að velta, en lenti með höfuðið milli stafs og hurðar, þegar bifreiðin kom nið- ur á hliðina. Brotnaði hauskúp- an og andaðist hann skömmu síðar. Guðmundur var búsettur á Akranesi. * Auk dauðaslysa þeirra, sem hér hefir verið greint frá, varð óvenjumargt minni slysa um seinustu helgi, aðallega bif- reiðaslysa. Síðastl. föstudags- kvöld meiddist 12^ ára gamall drengur á Akureyri, sem bifreið Emíl Thoroddsen látínn Emil Thoroddsen tónskáld lézt í Landakotsspítalanum að- faranótt föstudagsins síðastl. Hann hafði legið þar sjúkur skamma hríð. Emil var sonur hinna kunnu hjóna, Þórðar læknis Thorodd- sen og Önnu Pétursdóttur Guð- johnsen. Hann var 46 ára að aldri, er hann lézt, og var löngu þjóðkunnur maður fyrir tónlist- arstörf sín. Doktorsvörn Sigurð- ar Þórarinssonar Föstudaginn 26. maí s. 1. varði M. Sigurður Þórarinsson fil. lic. doktorsritgerð um Þjórsárdal og eyðingu hans við Stokkhólms- háskóla. Viðstaddir doktorsvörn- ina var herra Vilhjálmur Fin- sen sendifulltrúi íslands og nærri allir íslendingar í Stokk- hólmi, auk fjölda annarra. And- mælendur voru próf. Lennart von Post, Svan Janson, sem áð- ur var sendikennari í Reykjavík og norski rithöfundurinn Sigurd Hoel. Bók dr. Sigurðar heitir á sænsku „Thjorsárdalur och dess förödelse“ og fjallar um fann- sóknir norrænna fornfræðinga og náttúrufræðinga í Þjórsárdal sumarið 1939. Framkvæmdastjóri í. S. I. Þorgeir Sveinbjarnarson í- þróttakennari á Laugum hefir verið ráðinn framkvæmdastjóri íþróttasambands íslands. Þorgeir Sveinbjarnarson er frá Efstabæ í Borgarfirði. Stundaði hann eittí ár nám í leikfimi í lýðháskólanum á Tárna í Sví- þjóð, síðar var hann nemandi við Statens Gymnastikinstitut í Kaupmannahöfn og lauk prófi þaðan. Er Þorgeir kom heim var hann ráðinn íþróttakennari við al- þýðuskólann að Laugum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og hefir gegnt því starfi í 12 ár. Kennarapróf Kennaraprófi í ísleiizkum fræðum við Háskóla íslands hafa lokið nýlega: Eiríkur Krist- insson með 1. einkunn (102y3 stig) og Snæbjörn Jóhannsson með 1. eink. (90y3 stig). Erlent yfirltt. (Framh. af 1. síðu) höfðingja. Má telja víst, að mannaskipti þessi stafi meira af ágreiningi um varnaraðferðir en veikindum von Rundstedt. Er það kunnugt, að þeim von Rund- stedt og Rommel hefir ekki sam- ið sem bezt. Hitler hefir þó eigi treyst sér til að fela Rommel yf- irherstjórnina, en hann er yfir- leitt illa séður af þýzku hers- höfðingjunum, er telja hann hálfgert aðskotadýr. Von Kluge hefir því verið falin forustan. Hann nýtur álits hershöfðingj- anna, en hefir líka reynzt naz- istum þægur. Von Kluge er einn þeirra þýzku hershöfðingja, sem Rússar hafa ákært fyrir stríðs- glæpi og munu þeir heimta höfuð hans í stríðslokin. Þessi mannaskipti sýna það ennfremur, að grunnt er á því góða milli nazistaforingjanna og hershöfðingjanna, þótt allt virð- ist slétt á yfirborðinu. Rund- stedt er mesta átrúnaðargoð hershöfðingjanna,' enda vann hann einna frækilegustu sigr- ana í Póllandi, Frakklandi og Rússlandi fyrstu ár styrjaldar- innar. Mun Hitler hafa þótt nóg um herfrægð hans og flutti hann því til Frakklands. Rundstedt hefir gert sér lítið far um að ók á, og á laugardaginn varð kona í Hafnarfirði fyrir bíl og meiddist talsvert. Á sunnudag- inn varð og bílslys í Kjós og annað í Hvalfirði síðastl. þriðju- dag og meiddust farþegar tals- vert í báðum þeirra, en nánari fregnir af þeim hefir blaðið eigi fengið. TSARITSYN Aðalhlutverk: M. Gelovani (Stalin) N. Bogulyobov (Vorishilov) Sýnd kl. 5—7—9. Bönnuð börnum innan 12 ára. h—i-o-OAMIA BÍÓ-o—o—o— Bill sjóari (Barnacle Bill) WALLACE BEERY, LEO CARRILLO. Sýnd kl. 7 og 9. o. • GLATT Á HJALLA (The More The Merrier) Amerískur gamanleikur. CHARLES COBURN, JOEL McCREA, JEAN ARTHUR. Sýnd kl. 3 og 5. > • OLÍUFUNDURINN (Remedy for Riches EDGAR KENNEDY. JEAN HERSHOLT, Sýnd kl. 3 og 5. .-o—o—o—<—>—o—o—o- > ► nýja e!5. ,Píttsburgh‘ Spennandi og viðburðarík stórmynd. Aðalhlutv. leika: MARLENE DIETRICH, RANDOLPH SCOTT, JOHN WAYNE. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Á víðavangi. (Framh. af 1. siðu) menn bezt lýðræðinu með þvi að skila auðu í kosningum! Það færi víst ekki illa fyrir lýðræð- inu, ef allir tækju upp á því að skila auðu eins og kommún- istaþþigmennirnir við forseta- kjörið? Hitt er annað mál og að því leyti er þetta rétt hjá Þjóð- viljanum, að það væri lýðræðinu síður en svo nokkur skaði, held- ur þvert á móti styrkti það í sessi, ef kommúnistaforsprakk- arnir og nánasta fylgilið þeirra héldu því áfram að skila auðu í kosningum. MÁLFLUTNINGUR MBL. Það er gott dæmi um mál- flutning Morgunblaðsins, að í forustugrein þess síðastl. laug- ardag er því haldið fram, að Tíminn hafi sagt, að stéttamun- urinn hafi auk'izt hér seinustu árin á þann hátt, að kjör al- mennings hafi farið versnandi. Allir, sem hafa lesið Tímann, vita að hér er sagt rangt frá. Hitt vita þeir líka, að er rétt, að stéttamunurinn hefir aukizt, þótt kjör almennings hafi held- ur batnað, því að auðsöfnun nokkurra manna hefir marg- faldast í samanburði við bætt kjör almennings. Þessi fölsun Mbl. til að leiða athyglina frá staðreyndunum, sýnir bezt hinn vonda málstað þess. vingast við nazista og ýmsir á- líta, að hann líti alltaf niður á Hitler. Hann hefir oft verið sagður líklegastur til að verða Badoglio Þýzkalands, þ. e. verða aðalmaður hershöfðingjastjórn- ar, ef nazistum yrði steypt úr stóli. Nánasti samverkamaður hans, Blaskowitz, sem enn ann- ast. herstjórn á innrásarvíg- stöðvunum, er sagður eini hers- höfðinginn, sem hafi andmælt Hitler í viðurvist hans, enda missti hann alla herstjórn um skeið, unz Rundstedt fékk hann fluttan til Frakklands. Talið er, að nazistar óttist það alltaf meira og meira, að hershöfð- ingjarnir reyni að grípa völdin í sínar hendur í þeirri von, að bjarga sér á kostnað nazista. Kunna mannaskiptin í Frakk- landi að vera í einhverju sam- bandi við þennan ótta nazista. Auk bardaganna um Caen, hafa einnig geisað harðar or- ustu á Cherbourgskaga, þar sem Bandaríkjamenn sækja fram suður eftir skaganum. Hefir þar oft komið til ægilegra bardaga. Bandaríkjamenn vinna þó alltaf heldur á. Þeir hafa nú tekið La Haye og sækja fram til St. Lo, Lessay og Sainteny. Yfirburðir flughers Bapda- manna á mjög mikinn þátt í sigrum þeirra í Normandí. Auk árásanna á sjálfar varnarstöðv- ar Þjóðverja, hefir hann tor- veldað alla aðflutninga þeirra og má segja, að allar helztu samgöngustöðvar í nánd inn- rásarsvæðisins séu í rústum. Þrátt fyrir þessar miklu árásir, dregur lítið úr loftárásum á þýzkar borgir, einkum hefir undanfarið verið ráðizt á olíu- vinnslustöðvar Þjóðverja. Bandamenn láta mjög lítið af því, að Þjóðverjar hafi unnið tjón á innrásarskipum þeirra. Hafa þeir nýlega tilkynnt, að engu innrásarskipi þeirra hafi verið sökkt af völdum kafbáta, nema e.t.v. einu, en mörgum kaf- bátum hefir verið sökkt. Þá segir í sömu tilkynningu, að Þjóðverj- ar hafi undanfarið misst marg- fallt fleiri kafbáta, en Banda- mann kaupskip, þótt miðað sé við að allt kaupskipatjón Banda- manna. Þeir gera og lítið úr hraðbátum Þjóðverja. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem hjálpuðu við leit litlu dóttur okkar, Kristbjargar Róseliu________________ og fyrir auðsýnda samúð og liluttekníngu við jarðarför hennar. Klúku í Bjarnarfirði, 30. júní 1944. FRÍÐA INGIMUNDARDÓTTIR. SIGURÐUR ARNGRÍMSSON. Maðurinn minn, JÓ\ JÓ\SS«\ bóndi á Vestrl-Loftsstöðum, lézt aðfaranótt þess 6. þ. m. RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR. r——- ~~------------------------------------------*---*1 Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auösýndu okkur vinarhug, með gjöfum, blómum og skeytum á 25 ára giftingarafmœli okkar þ. 28. júni. Guð blessi ykkur öll. ÞORBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR. LÁRUS KJARTANSSON. Kœrum vandamönnum, Austur-Landeyingum og öðrum, er sendu mér gjafir, heillaskeyti og á einn eða annan hátt sýndu mér vinahót á 70 ára afmœli mínu, fœri ég hér með mínar innilegustu þakkir. Guð veri með ykkur. KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Bakka. - --------—-----—------------— —.— ------j LJÓSMYND AF W Fyrsta forseta Islands ætti að vera á hverju heimili á landinu. VEGNA FJÖLDA FYRIRSPURNA skal það tekið fram, að HERRA FORSETI ÍSLANDS, SVEINN BJÖRNSSON, hefir veitt mér leyfi til útgáfu af mynd þeirri, sem ég hefi tekið af honum á ljósmynda- stofu minni. Myndirnar verða í 18X24 cm. stærð (og eftir sam- komulagi stærri). VERÐ: Olíumyndir 50 krónur og á venjulegum ljósmyndapappír 20 krónur. — EKKI VERÐUR TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM í SÍMA. MYNDIRNAR TIL SÝNIS Á LJÓSMYNDASTOFUNNI. Loftnr Konunglegur sænskur hirðljjósinyndasiniður. \ÝJA RÍÓ. Brunatryggingariðgjöld af húseignuni í lögsagnarumdæmi Rey k jj a ví kur. Það tilkynnist húseigendum i Reykjarvík hérmeð, að gjaldseðlar fyrir brunatfýggingariðgjöld 1944, verða settir í póst nú næstu daga. Gjalddagi er 15/júlí 1944, og ber að greiða iðgjaldið í skrifstofu félagsins, Aust- urstræti 10 (3. hæð). ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. TÍMIW er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.