Tíminn - 14.07.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.07.1944, Blaðsíða 1
| RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. < ÚTGEFFANDI: 1 J FRAMSÓKNARFLOKKURINN. | ) PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ( | Símar 3948 og 3720. \ < S RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, föstudagiim 14. júlí 1944 69. blað Heyskapuriiin þarf að vera rekinn með vélum Lýsing heyvinnuvéla hjá einyrkjum í Bandaríkjunum Heyskapur er nú hafinn um land allt. Víðasthvar eru bændur mjög fáliðaðir og það verkafólk, sem fengizt hefir, svo dýrt, að tæpast svarar kostnaði. Hefir það aldrei sést betur, hve mikilsvert það er að koma öllum heyskap á véltækt land og nota vélar við hann eins mikið og auðið er. Hafa bændur líka stefnt markvisst í þessa átt seinustu árin og má það heita kraftaverk, hve vel þeim hefir skilað áleiðis, fólksfáum og félitlum, enda hafa þeir neitað sér um mörg þægindi, er aðrir hafa veitt sér. Má hiklaust fullyrða, að í samanburði við erlenda atvinnuvegi stendur landbúnaður hér framar, hvað snertir tækni og vinnubrögð, en bæði iðnaður og sjávarútvegur, þótt þeir atvinnu- vegir séu fengsælli um stund. Þrátt fyrir það eiga bændur þó víða alllangt að framangreindu marki og verður nú að stefna að því af meira kappi en nokkuru sinni fyrr. Bændur sjálfir hafa allra manna gleggstan skilning á þessu, eins og bezt sést á fyrirætlunum þeirra um ræktun og vélakaup. Er langt frá því, að hægt hafi verið að fullnægja vélaeftirspurn bænda undanfarin ár, vegna skorts á vélum erlendis. Er auðséð á öllu, að bændur munu ekki láta sinn hlut eftir liggja við nýsköpun atvinnuveganna, sem nú er fyrir höndum, en þess verður þá einnig að vænta, að þeir fái þá aðstoð ríkisv aldsins, sem þeim ber. Hér á eftir fer sá kafli úr útvarpserindi Jóhannesar Bjarnasonar vélaverkfræðings, sem fjallaði um heyvinnuvélar. Má af honum fá nokkra hugmynd um það, hvernig heyskapurinn þarf að vera rekinn. Flest þau tæki, sem minnst er á, eru tiltölulega ódýr, a. m. k. miðað við núverandi kapgjald, og eru notuð af einyrkja bændum í Bandaríkjunum, sem ekki hafa stærri eða betri jarðir en bændur hér, þegar þær eru komnar í fulia rækt. Af þeim nýjungum, sem Jóhannes minn- ist á, er þó súgþurrkunin athýglisverðust, því að heyþurrkunin er langerfiðasti og tafsamasti þáttur heyskaparins og væri því mikilsvert að gera hana auðveldari og öruggari. Erlent yfirlit: St j órnmál Svía í haust fara fram kosningar í Svíþjóð til neðri málstofu þings- ins. Er þegar hafinn þar mik- ill kosningaundirbúningur og eru ýmsar spár um það, hvern- ig þeim muni lykta. Þótt nú sé þjóðstjórn í Svi- þjóð, hefir Alþýðuflokkurinn haft hreinan meirihluta í báð- um deildum þingsins seinustu árin, og gæti því stjórnað einn, ef hann vildi. Flokkurinn hefir þó ekki æskt þess að njóta einn valdaaðstöðunnar eða hinir flokkarnir vilja færa sér stjórn- arandstöðu í nyt á erfiðum tím- um. Vegna hinna örðugu og ó- vissu kringumstæðna, hefir það verið talið fai-sælast, að þjóð- stjórn hefði völd á stríðsárunum. Taka þátt í henni allir flokkar þingsins nema kommúnistar, þ. e. Alþýðuflokkurinn, bænda- flokkurinn, íhaldsflokkurinn og frjálslyndi flokkurinn. Það virðist álit margra sænskra stjórnmálamanna í öll- m flokkum, aö þótt þjóðstjórn sé heppileg nú, muni hún ekki reynast það til frambúðar, þeg- ar s.tríðinu er lokið. Lýðræðið þarfnist ekki aðeins stjórnar, heldur líka stjórnarandstöðu, og ef núverandi samstjórn flokkanna héldist áfram, myndu bráðlega rísa upp nýir flokkar í andstöðu við hana. Þá telja þeir einnig, að sjónarmið Al- þýðuflokksins og íhaldsflokk- anna séu það ólík, að þau geti eigi samrýmst, þegar hægt er að sinna ýmsum skipulagsmálum meira en nú. Af hálfu íhaldsflokkanna tveggja, ‘ íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins, hefir mjög verið rætt um kosningabanda- lag borgaralegu flokkanna gegn Alþýðuflokknum, þ. e. að bænda- flokkurinn gangi til samstarfs við þessa flokka. Bændaflokkur- inn var upphaflega einskonar afspringi íhaldsflokksins, en hefir orðið framsæknari og um- bótasinnaðri með aldrinum og var í stjórnarsamvinnu við Al- þýðuflokkinn seinustu árin fyrir stríðið'. Tókst honum að ná miklu betri samningum fyrir bændur við Alþýðuflokkinn en íhaldsflokkana, og mun hann því ekkert fýsa til samvinnu við þá. Mikill vafi er líka talinn leika á því, að Alþýðuflokkurinn haldi meirihluta sínum í kosningun- um, þótt eigi komi til banda- (Framh. ú 4. síðu) Seintisiu fréttir Rússar halda áfram sókn sinni til Eystrasalts. Þeir stefna fram hjá Dvinsk inn í Lettland. Sunnar hafa þeir sótt all- langt inn í Lithauen. Þá hafa herir þeirra farið fram hjá Vilna, þar sem þýzkt setulið er enn. Þá sækja þeir frá Lida til Grodno. Á einum stað eiga þeir 55 km. ófarna til Austur-Prúss- lands. Þjóðverjar gera nú geysihörð áhlaup í Normandí, en samt hafa Bandamenn heldur unnið á. Bardagar eru mjög harðir. Við Livorno á Ítalíu geysa nú miklir bardagar. Hafa Þjóðverj- ar þar traustar varnir. Bandaríkjastjórn hefir viður- kennt bráðabirgðastjórn De Gaulle sem stjórn Frakklands í þeim héruðum Frakklands, sem Bandamenn hafa tekið. De Gaulle er nú farinn frá Banda- ríkjunum. Múnchen hefir nú orðið fyrir miklum loftárásum þrjá sólar- hringa í röð. Roosevelt hefir sagt, að hann muni gefa kost á sér í forseta- kosningunum í haust. Hátíð Framsóknar- manna austanlands Um 1000 manns sóttu hátíð Framsóknarmanna að Hall- ormsstað, sem haldin var síð- astliðinn sunnudag. Veður var þó frekar óhagstætt fram eftir deginum, en batnaði, þegar á leið. Mun veðrið sennilega hafa dregið nokkuð úr aðsókninni, en það spillti samt ekki hátíðinni, er fór mjög vel fram og var hin ánægjulegasta í alla staði. Páll Hermannsson alþm. setti hátíðina, en ræður fluttu Bernharð Stefánsson alþm., Ey- steinn Jónsson alþm., Gunnar Gunnarsson skáld, Hermann Jónasson alþm. og próf. Richard Beck. Þórarinn Þórarinsson skólastjóri stjórnaði söng og lúðrasveit lék nokkur lög. Síð- degis hófst dans og var hann stiginn fram á nótt. Skemmtanir Framsóknar - manna að Hallormsstað hafa alltaf verið mjög rómaðar og mun sú einnig vera reyndin um þessa skemmtun. Fólk hefir sótt Hallormsstaðaskemmtanir langa vegu, og tíðkast það stöðugt meira og meira, aö menn komi þangað daginn áður og dvelji þar í tjöldum um nóttina. Sam- komustaðurinn, Atlavíkin, er einhver sá bezti á landi hér, og á hann sinn þátt í að gera skemmtanirnar ánægjulegar. í undirbúningi er nú að bæta á ýmsan hátt skilyrði fyrir skemmtanir í Atlavik, m. a. með því áð koma þar upp myndar- legum skála, en hingað til hefir orðið að notast við tjöld að öllu leyti. Sláttur hafinn Sláttur- mun yfirleitt hafa byrjað um allt land upp úr sein- ustu helgi. Sumsstaðar var hann þó byrjaður nokkru fyrr, en varla mun það þó hafa getað talizt almennt í neinu byggðar- lagi. Þar sem bændur hafa get- að byrjað fyrr, hefir það meira verið að þakka góðri ræktun en veðurlagi, og því eigi náð til heilla héraða. Spretta á túnum mun yfirleitt hafa verið lakari en í meðallagi, þegar sláttur hófst, þótt all- margar undantekningar séu í þeim efnum. Einna lökust mun sprettan hafa verið norðaustau- lands, enda hefir veðráttan ver- ið köldust þar. Hér sunnanlands hefir sprettan tekið miklum framförum síðustu dagana. Á þurlendum jörðum er sprettan lökust og á nokkrum stöðum hefir nýrækt kalið. Fólksfæð við landbúnaöinn er nú meiri en dæmi mun til áður og er þá mikið sagt. Hefst þá þátturinn úr erindi Jóhannesar: „Eins og nú standa sakir, er heyið lang umsvifamesta upp- skeran okkar. Skal því fyrst far- ið nokkrum orðum um heyskap og heyvinnslu, og vélar þær, sem til þess eru notaðar. Ekkert starf er eins tímafrekt og seinunnið og heyskapur, þar sem engar eða ónógar vélar eru viðhafðar.Við heyvinnslu er mik ið undir hraðanum komið, er ná á inn góðu, óhröktu heyi. Sem dæmi um, hve mikið má gera, þar sem fullkomnastar hey- vinnsluvélar eru notaðar, má nefna það, að vinnan, sem eytt er í að slá, þurrka og hirða 100 hesta, samsvarar 10 tíma vinnu eins manns. Eða ef við gerum ráð fyrir að meðalheyskapur íslenzkra bænda sé 600 hestar, ætti einn maður, með slíkum vinnubrögð- um, ekki að þurfa að eyða nema því sem svarar viku tíma í allan heyskapinn, þegar allur tíminn, sem í það fer, er lagður saman. Vitanlega mun það taka nokkur ár að koma heyvinnunni í svipað horf hér, og við munum, ef til vill aldrei, ná þessum hraða, vegna veðráttunnar, en þetta sýnir vel hvað komast má. Þegar svo er komið, hefði bóndinn aflögu mikinn tíma, til að sinna öðrum nýjum störfum við' jarðyrkju, garðrækt og akur- yrkju. Vélar þær, sem notaðar eru til heyvinnu í Bandaríkjunum eru mjög margvíslegar, og höfum við þar mörgu úr að velja. Heyvinna þar hefir tekið vél- arnar algerlega í sína þjónustu. Orf, ljár og handhrífa, hafa fyr- ir löngu horfið úr sögunni. Hestdregnar sláttuvélar eru nokkuð notaðar þar, og eru þær eins og þær, sem vi'ð þekkjum hér, nema ljárinn er lengri, og oft hafa þær gúmmí hjólbarða, sem gerir dráttinn léttari. Annars er algengt að nota sláttuvélar, sem eru í sambandi við dráttárvélar, og hafa um brisvar til fjórum sinnum lengri ljá en þær, sem hér eru notaðar. Þegar slegið er í vothey, eru stundum notaðar vélar, sem slá og láta heyið í vagn um leið. Þegar minnst er á vagna, skal þess getlð, að eingöngu eru not- aðir fiórhjólaðir vagnar þar, til allra hluta. Það eru til hentugir fjórhjólaðir V3,gnar með stál- hjólum, sem endast áratugum saman. Hægt er að smíða á þá létta heygrind eða kassa, þegar flutt er annað en hey. Vagnar þessir eru ekki mjög | dýrir, en sérlega hentugir við búskap hér. Hér ætti eingöngu að nota fjórhjólaða vagna. Flestir bændur eiga fleiri en einn hest, en margir hafa ekki einu sinni einn vinnumann. Með því að nota tveggja hesta fjór- hjólaðan vagn, getur einn mað- ur flutt nærri jafn mikið og tveir flytja, ef tveir eins hests vagnar eru notaðir. Þannig sparast nærri einn maður. Einnig eru heyhleðslu- vélar þær, sem mikið eru notað- ar og síðar skal á minnst, að- eins bygg'ðar fyrir fjórhjólaða vagna. Sný ég mér nú aftur að hey- inu. Eftir að það er slegið, er því snúið þar sem þess þarf við, me'ð snúningsvélum, sem til eru af ýmsar gerðir, eins og kunnugt er. Þegar það er þurrt orðið, eru ýmsar aðferðir við hafðar, Al- gengt er að hlaða því á fjór- hjólaða vagna, með heyhleðslu- vél, beint úr flekkum eða görð- um, eða því er blásið upp í vagnana, og saxað um leið, með þar til gerðri vél, því stundum þykir heyið of stórgert. Önnur %aðferð hefir rutt sér mikið til rúms upp á síðkastið, en það er að binda heyið í mjög þétta bagga með bindingarvél, sem tekur heyið úr flekk eða görðum, og skilar því bundnu. Þessar aðferðir eru mest notað- ar þar, sem veðrátta er heldur þurr. Þær heyvinnuvélar, sem ég á- lít að bezt henti hér, auk sláttu- vélanna, eru snúningsvélar, (Framh. á 4. síðu) CORDELL HULL Cordell Hull hefir verið utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna jafnlengi og Roosevelt hefir verið forseti eða í 12 ár. Þykir hann gœtinn og farsœll stjórnmálamaður. Hann átti lengi sœti í fulltrúadeild Bandaríkjaþingsins áð- ur en liann var ráðherra. Hull er nú 73 ára. Hann er vel ern. Héraðssýning að Þingeyrum Síffastl. sunnudag var hald-’ in héraffssýning aff Þingeyr- um í Húnavatnssýslu á hross- um og landbúnaffarvélum. Sýning þessi var haldin af búnaffarsamböndum beggja Húnavatnssýslna. Aff sýning- um loknum fóru fram kapp- reiffar. Margt manna sótti sýninguna. Á hrossasýningunni voru alls 40 hfoss, úr flestum hreppum sýslnanna. — Fyrstu verðlaun hlaut aðeins einn hestur, Sokki, eigandi hans er Sig. Erlendsson, Stóru-Giljá í A.-Húnavatns- sýslu. Hins vegar hlutu 10 hestar og 4 hryssur önnur verðlaun. Þriðju verðlaun hlutu 17 hestar og 8 hryssur. — í dómnefnd hrossasýningarinnar voru: Gunnar Bjarnason, ráðunautur, Magnús Vigfússon á Refsteins- stöðum og Jón Jónsson, Stóradal. Þegar hrossasýningunni var lokið, fór fram sýning á land- búnaðarvélum. Flutti Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri fyrst ræðu og Árni G. Eylands framkvæmdastjóri flutti erindi um landbúnaðar- vélar. Þá voru vélarnar sýndar við vinnu, t. d. vél til þess að binda þurrt hey, en hún þjapp- (Frarnh. á 4. síðu) A víðavangi ORSÖK ÓFARNABARINS OG FRIÐARSKRAF MBL. Forustugrein Mbl. á þriðju- daginn var fjallaði um dýrtíðar- málin og var ástandinu þar lýst með dökkum litum. í niðurlagi hennar sagði,: „Augljóst er, að ríkisstjórnin hefir alveg gefist upp á barátt- ■ unni gegn dýrtíðinni. En eru ráðamenn stjórnmálaflokkanna svo blindir, að þeir sjái ekki, að nú er markvíst stefnt að því, að gera að engu þá miklu og glæsi- legu möguleika, sem fyrir hendi voru, ef þjóðin hefði borið gæfu tiFa'ð notfæra sér það’fjármsgn, sem undangengin góðæri hafa fært henni? Nú var vissulega tækifærið að byggja upp nýtt land og tryggja fólkinu almenna velsæld. En í þess stað á skefja- laus og blind hagsmuna- og stéttatogstreita að leggja allt í auðn. Myndi ekki hyggilegra fyrir stjórnmálaleiðtogana að leita úrræða, sem tryggja framtíð fólksins, í stað þess að horfa að- gerðalausir á tortíminguna?“ Satt er þetta hjá Mbl. og betur hefði farið, ef forráðamenn þess hefðu séð þetta fyrir tveimur árum og því haldið það sam- komulag, er þá var fengið, í stað iess að hefja mögnuðustu ill- deilur um ótímabært mál og tvö- falda dýrtiðina með aðstoð kommúnista á fáum mánuðum. Þangað má rekja þann ófarnað, sem Mbl. lýsir hér að framan. Er það vel, að þeir, sem að þeim illdeilum stóðu, skulu nú farnir að sjá afleiðingarnar, en samt er það ekki nóg. Þeir verða að gera meira en að tala og skrifa um það, að nú þurfi sátt og sam- lyndi, heldur einnig sýna vilja sinn í verki. En vissulega er full ástæða til að efast um friðar- viljann, meðan þeir rjúka upp eins og reiðir rakkar í hvert skipti, sem minnst er á stór- gróða einstaklinga og fordæmi það, sem Bretar hafa gefið fyr- ir sannri þjóðareiningu. Það er ekki nóg að koma á málamynd- arfriði í skjóli lýðveldistofnunar, heldur verður friðurinn að hafa markmið og miðast við það að tjaldað sé lengur en til einnar nætur. BLÖÐIN OG SAMVINNA FLOKKANNA. Mbl. ræðir um það i forustu- grein síðastl. miðvikudag, að blöðin geti ráðið miklu um það, hvort samstarf tekst milli flokk- anna á komandi hausti. Blaðið segir: „Blöðin geta áreiðanlega ráðið miklu um, hvað ofan á verður hjá leiðtogum flokkanna, er þeir fara að ræðast við á ný. Ef að það er sannfæring þeirra, sem' rita stjórnmálagreinar blað- anna, að þjóðinni sé fyrir beztu að flokkarnir taki höndum sam- an og vinni sameiginlega og í bróðerni að lausn vandamál- anna, eiga þeir að undirbúa jarðveginn svo rækilega, að stjórnmálaforingjunum verði ekki stætt á öðru en að stíga þetta skref.“ Þetta er sannarlega vel og réttilega sagt. En heldur Mbl. þá, að það sé rétta aðferðin til „að undirbúa jarðveginn“ að hamra á því si og æ, eins og það gerir, að ekki megi snerta við stórgróða einstaklinga og fórnir þær, sem færa verður, þurfi því að leggjast eingöngu á bændur og verkamenn? Heldur Mbl. að slík skrif geri foringjum Sjálf- stæðisflokksins auðveldara að taka réttmætt tillit til sjónar- miða annarra flokka, þegar sezt er að samningaborðinu? Myndi það aftur á móti ekki gera þeim samningagerðina auðveldari, ef Mbl. leiddi stórgróðamönnunum fyrir sjónir,. að þeir yrðu að draga úr kröfum sínum, eins og aðrir, og drægju því úr mót- spyrnu sinni gegn réttlátri lausn málanna? Fædingarstadur Jóns Sígurðssonar Mtjnd þessi er af málverki Guðmundar Einarssonar frá Miðdal af prests- setrinu Hrafnseyri við Arnarfjörð, fœðingarstað Jóns Sigurðssoriar. Þar héldu Vestfirðingar mikla hátíð 17. júní síðastl. og flutti þá Guðmundur Ingi kvœði það, sem birt er á öðrum stað í þessu blaði. ^ Málverk Guð- mundar var á hátíðarsýningu listamanna, er haldin var í síðastl. mánuði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.