Tíminn - 14.07.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.07.1944, Blaðsíða 2
274 TÓIIW. föstndaginn 14. jiilí 1944 69. blað Föstudagur 14. jjúlí Meon þurfa að eíga mestundírsjálfumsér Jón Sigurðsson forseti lét eitt sinn svo um mælt, að'eigi mætti búast við miklu framtaki hjá íslendingum meðan þeir „ættu allt undir öðrum, en ekkert und- ir sjálfum sér". Öll barátta Jóns beindist líka að því marki, að íslendingar ættu meira undir sjálfum sér, en minna undir öðrum. Hann trúði því, að aukin ábyrgð myndi skapa dug og dáð., Hann trúði því, að hagur þjóðarinnar myndi þá fljótt batna, er hún færi að treysta sjálfri sér en hætti að treysta öðrum. Árangurinn af baráttu Jóns hefir fullkomlega sýnt, að þessi trú hans var rétt. Það var í þessum tilgangi m. a., sem Jón hvatti bændur til samtaka um verzluninaogstuddi öll verzlunarsamtök þeirra með ráðum og dáð. Hann vissi, að samvinnan var bezti skólinn til að kenna mönnum að treysta á sjálfan sig, en trúa ekki á for- sjón annara og eiga allt undir öðrum. Ef í fám orðum ættl að lýsa stefnu Framsóknarflokksins, væri það tæpast betur gert en með því að segja, að hann vildi að menn ættu sem mest undir sjálfum sér og sem minnst undir öðrum. Hann vill, að menn myndi sem traustust samtök um verzlunina og framleiðsluna og séu sem beinastir þátttakendur í afkomu hvorutveggja, því að þannig finna þeir bezt til, að þeir eiga mest undir sjálfum sér. Hann vill koma á ákvæðis- vinnu og hlutaskiptum eins víða og það er hægt. Hann vill, að menn finni jafnan sem greinilegast til þess, að arðurinn af vinnu þeirra fer mest eftir á- huga og atorku þeirra sjálfra. Þessi arður má þó aldrei fara yfir það mark, að gengið sé á hlut annarra og þess vegna get- ur stórgróðasöfnun einstaklinga ekki átt rétt á sér. Enginn get- ur réttilega gert kröfu til þess að vera meira en vel bjargálna, en að því marki á líka hver og einn að stefna, og séu menn hvattir til þess og sköpuð að- staða til þess, munu fæstir láta sinn hlut eftir liggja. Vegna þessarar stefnu sinnar, er Framsóknarflokkurinn and- vigur beinum ríkisrekstri og stórrekstri einstaklinga, því að hvorttveggja leiðir til þess, að meginþorri manna á nær allt sitt undir öðrum, en lítið undir sjálfum ' sér. Fyrirtækin geta hætt starfrækslu, þegar minnst vonum varir, hagnaðurinn getur lent í óþarfa og eyðslu, sem er óskyldur fyrirtækjunum, starfs- mennirnir hafa ekkert um það að segja, hvernig rekstrinum er háttað. Eina hagnaðarvon þeirra er bundin við það, að kaupið sé sem hæst. Þetta er vit- anlega tilvalið til að skerða á- byrgðartilfinninguna og efla kröfugirnina. Allt heilbrigt framtak hverfur úr sögunni, en áhugaleysi og kaupkröfur koma í staðinn. Það má . kannske segja stór- einkarekstrinum til málsbóta, að alltaf finni þó nokkrir menn til þess, að þeir eigi mest undir sjálfum sér, dugnaði sínum og útsjónarsemi. Það eru atvinnu- rekendurnir. En markið er, að ekki aðeins nokkrir, heldur allir eða sem allra flestir hafi þessa tilfinningu. Þá fyrst er at- vinnureksturinn kominn á heil- brigðan grundvöll. Það er líka rétt, að vart sé önnur tilhögun heppilegri en að ríkið eigi ýms stærri atvinrru- fyrirtæki (síldarverksmiðjur, áburðarverksmiðju, lýsisherzlu- stöð o. s. frv.), en þá á rekstur- inn að byggjast á þeim grund- velli, að launin fari eftir af- komu fyrirtækjanna og sé t. d. um fiskiskip að ræða, sem riki eða bæjarfélög kunna að þurfa að eignast, eiga þau að vera rek- in af félögum sjómanna, er starfa á hlutaskiptagrundvelli. Ríkið þarf líka að annast jöfn- un milli mikilvægustu atvinnu- íslandsljéð flníl á þjóðhátföinni á Hrafnseyri 17. júní 1944. / dag eigum vér pað, sem dýrast er og dýrmœtast hverri pjóð. Hvers íslendings' mál af sjálfu sér er söngur og íslands Ijóð. ¦ Og aldrei var fáninn fegri en hér né fegurri bœr og slóð. Sjá! Ríkið er pitt, og allt pú átt, sem augað í Ijóma sér. Sjálft pokuloftið er hreint og hátt og hátíð um tún og ver. Nú heyrir pú íslands hjartaslátt frá hjartanu í sjálfum pér. Þótt hlíðin sé ber með horn og skörð og hrjóstur við garð og tún, pá elskar pú dal og fjall og fjörð og fjörur og klettabrún. Þitt óðal, pín höll er íslenzk jörð, og engin er pví sem hún. Og gull er í sandi og gull í mó, ef grœðir pín iðjuhönd. Og auður úr breiðum, bláum sjó er borinn að frjálsri strönd. Hér auðgast sú pjóð, sem prek á nóg og pekkir sín óskalönd. Og svið er hér fyrir sanna menn og samboðið vaskri pjóð. Hér fóstraðist táp og frelsi í senn við fornsögn og hetjuljóð. ' Hér lifði pað fólk og lifir enn, sem lífvörð um andann stóð. Nú finnst pér ei vandi að velja pér pinn veg eða sigurskeið; Nú sérðu, hvar nauðsyn íslands er, sem atorku pinnar beið. Og hvað, sem pitt land til heilla ber, er hamingja pín um leið. Er brýnir pú plóg og strengir stög og stendur í vinnuher, pá verði par jafnan lífs píns lög, sem land pitt og tunga er. Þá finnur pú íslands æðaslög hið innra með sjálfum pér. í hillingum bíður ísland enn^ með ögur og núp og sand. Það leggur með draum og sögn í senn á sál pína tryggðaband. Og nú er pað vort að vera menn og verðskulda petta land. GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON. veganna, þannig, að vegni ein- um þeirra mun ver en öðrum um skeið, fái hann hjálp frá þeim, sem betur gengur. Því miður verður það ekki sagt, að tveir aðrir helztu stjórn- málaflokkar landsins, Sjálf- stæðisflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn, vinni á þeim grund- velli, að menn eigi sem mest undir sjálfum sér og sem minnst undir óðrum. Sjálfstæðisflokk- urinn vill að atvinnureksturinn sé rekinn af nokkrum stóriðju- höldum, landbúnaðurinn í Korpúlfsstaðastíl, sjávarútveg- urinn í Kveldúlfsstíl *og verzlun- in í Björns Ólafssonar stíl. Þannig myndi meginþorri landsmanna eiga allt sitt undir öðrum. Sósíalistaflokkurinn vill að öll atvinnufyrirtæki séu rek- in af ríkinu og myndi það verða lítil önnur breyting frá fyrir- komulagi Sjálfstæðisflokksins en sú, að ríkisforstjórarnir kæmu í stað Korpúlfsstaðabónd- ans, Kveldúlfsforstjórans og Björns Ólafssonar. Allur al- menningur ætti eftir sem áður nær allt sitt undir öðrum, en lít- ið undir sjálfum sér. Þannig stefna tveir af áhrifa- mestu stjórnmálaflokkunum að því að gera allan meginþorra landsmanna að hjúalýð, á- byrgðarlausum og kröfuhörðum. Þannig vinna þeir að því, að all- ur f jöldinn eigi sem minnst und- ir sjálfum sér, en sem mest und- ir öðrum. í brjóstum hvers einasta manns blundar sú heilbrigða þrá að verða sjálfs síns ráðandi, þurfa að vera sem minst öðrum háður, hafa nóg fyrir sig og sína, vera sjálfstæður bjargálnamað- ur. Reynzlan hefir líka sannað það kynslóð fram af kynslóð, a'ð menn njóta sín bezt, þegar þeir búa við slík skilyrði. Alveg 5Íns og slíkt andlegt og efnalegt frelsi er nauðsynlegt þjóðunum, er það nauðsynlegt einstakl- ingnum. Ef hið endurreista ís- lenzka þjóðveldi vill blómgast og dafna, verður það að veita þegnum sínum slíkt frelsi. Þjóð, sem bindur meginþorra þegna sinna á klafa stóratvinnurek- enda eða kaupstreitufélaga, verður aldrei lengi sjálfstæð. Þjóð, sem skiptist í auðkónga eða ríkisforstjóra annars vegar og öreiga hins vegar, verður aldrei lengi frjáls. Þjéð, sem læt- ur meginhluta þegna sinna eiga mest undir öðrum, en lítið und- ir sjálfum sér, glatar frelsinu fyrr en síðar. Hamingja hverrnr þjóðar byggist á sjálfstæðurn bjargálnamönnum. Þeir þurfa að verða sem allra flestir og þeir verða það, ef þeirri stefnu verð- ur fylgt í vaxandi mæli, að menn eigi sem mest undir sjálfum sér, en sem minnst undir öðrum. Þ. Þ. Bókabálkur BRAZILIUFARARNIR. Vestur í einu miðfylki Kanada er lítill bær, sem heitir Elfros. Hann stendur við vötn, sem Quill Lakes nefnast.Þar býr einn af afkastamestu rithöfundum ís- lendinga, öldungurinn Jóhann Magnús Bjarnason. Fyrir tveim árum hóf bóka- dtgáfan Edda heildarútgáfu á ritum Jóhanns Magnúsar. Kom fyrst út önnur deild safnsins í tveim stórum bindum, sem var sagan í Rauðárdalnum. Síðan hefir nokkurt hlé prðið á útgáfu ritsafnsins, þar til nú fyrir skömmu, að þriðja bindið, Brazi- líufararnir, kom á markaðinn. Er það ein þekktasta og vinsæl- asta saga hans. Annað þekktasta verk hans, Eiríkur Hansson, er verður fjórða bindi ritsafnsins» á að koma út eftir nokkra mán- uði. Allar bækur Jóhanns Magnús- ar segja frá íslendingum á hinni miklu Vestmörk, lífi þeirra, bar- áttu og ævintýrum. Gerist oft margt á þeim leiðum, og munu ekki aðrar bækur hafa verið meir eftirsóttar til lesturs af ís- lenzkri alþýðu, ekki sízt ungling- um, en hinar beztu sögur Jó- hanns Magnúsar. Er margt sem því veldur. — Fr'ásögnin er létt og leikandi, viðburðirnir margir og áhrifamiklir, atburðarásin ör og söguhetjurnar sérkennilegt fólk, sem ekki gleymist. En undir slær hið heita hjarta íslendings- ins, sem í sjötíu ár hefir dvalizt fjarri ættjorð sinni, og hvergi er frásagnargleði h'ans jafnaugljós og þegar hann segir frá dáðum landans meðal stórþjóðanna. Jóhann Magnús Bjarnason er nú sjötíu og sjö ára gamall. En aldurinn hefir þó engan veginn myndað djúp milli skáldsins í Elfros og íslenzks æskulýðs. ítök hans í hugum unga fólksins á íslandi munu þvert á móti auk- ast drjúpum við þessa nýju út- gáfu. VIÐ BABYLONS FLJÓT. Gegnum háreysti fimm ára styrjaldar hafa raddir tveggja norrænna manna hljómað svo snjallt, að lengi verður munað. Þessir menn eru norska skáldið Nordahl Grieg og danski prest- urinn Kaj Munk. Báðir eru þeir fallnir í valinn, en báðir lifa í vitund þjóða sinna og allra frjálshuga manna á Norðurlönd- um. Kaj Munk er íslendingum nokkuð kunnur sem rithöfund- ur. Orðið hefir verið sýnt á veg- um Leikfélags Reykjavíkur, og Niels Ebbesén hefir oft sinnis verið leikinn í útvarp og er fyrir skömmu kominn út á vegum frjálsra Dana á íslandi í þýð- ingu Jóns Eyþórssonar. Nú í vik- unni kom svo út ný bók eftir Kaj Munk i íslenzkri þýðingu. Ér það predikanasafn, Við Babýlons fljót, gefið út af bóka- gerðinni Lilju í Reykjavík. Þýð- inguna hefir séra Sigurbjörn Einarsson leyst af hendi nema hvað ein predikunin er þýdd af Þorsteini Ö. Stephensen. For- mála að bókinni hefir séra Bjarni Jónsson skrifað. Predikanir þessar komu út í bókarformi í Danmörku árið 1941, en voru gerðar upptækar og endurprentaðar í Argentínu. Nefndist sú bók Ved Babylons Flodes og•er það hún, er hér liggur fyrir í íslenzkri þýðingu, að viðbættum þrem frægum ræðum Munks, er hann flutti síðar. Kaj Munk var áhrifamikill kennimaður og„ fyrirleit hik og hálfvelgju. Er honum vel lýst með þessum orðum úr einni predikun hans. „Hvað hefir hinn blauði og varkári að gera með sannleika? Látum hann fá hæg- indi til þess að hvílast á." Sjálf- ur kaus hann stríðið og barátt- una og féll á þeim vettvangi sem hin glæsilegasta hetja dönsku þjóðarinnar á tuttugustu öld. Þýðing séra Sigurbjarnar Ein- arssonar er vel af hendi leyst. Krafturinn í orðum Kaj Munks hefir furðu litið dofnað í þýð- ingunni, svo mikið vandaverk, sem hún hefir að sjálfsögðu verið. SORRELL OG SONUR. Warwick Deeping heitir kunn- ur og mjög afkastamikill brezk- ur rithöfundur. Hann fæddist árið 1877 í bænum Southend í héraðinu Essex á Englandi. Hann gekk menntaveginn, nam við háskólann að Gambridge og varð læknir ungur að aldri. Hann hóf rithöfundarferil sinn strax i æsku, og þess varð skammt að bíða, að hann hyrfi frá læknisstarfinu, en helgaði sig ' einvörðungu bókmennta- störfum. — Hann barðist á Gallipoli, í Égyptalandi og á Frakklandi í heimsstyrjöldinni fyrri. Bækur Deepings hafa verið þýddar á margar tungur, en til skamms tíma mun engin bóka hans hafa verið til á íslenzku. En nú er ein hin kunnasta bók hans, Sorrell og sonur, komin út á vegum Bókaútgáfu Guðjóns O. Guðjónssonar, þýdd af Helga Sæmundssyni blaðamanni. Önn- ur bók eftir Deeping mun og væntanleg í íslenzkri þýðingu. Þetta er saga tveggja feðga, Stefáns Sorrels og Kristófers sonar hans. Stefán er einn þeirra manna, sem heimsstyrj- öldin fyrri sleit frá sínum fyrri rótum. En með þrautseigju og dugn- aði auðnast honum eftir mikla baráttu og margar raunir að ná hinu þráða takmarki og gefa syni sínum kost á því að njóta góðrar menntunar og skapa honum glæsilega framtíð. Kristófer er orðinn frægur læknir í sögulok, og faðir hans lifir það, að kærustu draumar hans rætist. Þýðing Helga Sæmundssonar á þessari skáldsögu Deepings er liðlega af hendi leyst. J. H. „Fjallíð og draumurínnM Ný bók eftir Olai Jóhann Sigurðsson Rétt fyrir páskana í vor kom úr sjötta. bók Ólafs Jóh. Sigurðssonar rithöfundar, skáldsagan „Fjallið og draum- urinn". Eru í ár liðin 10 ár síðan fyrsta bók hans kom út, og er hann þó ekki nema hálfþrítugur að aldri. — Ól. Jóh. Sig. fékk í fyrra utanfararstyrk, og dvaldi hann um miss- eris skeið í New York. Stundaði hann bókmenntanám í Columbía-háskólanum og kynnti sér strauma og stefnur í nútímabókmenntum eftir föngum. — Búið er að þýða nokkrar smásögur Ólafs á ensku og munu þær birtast í tímaritum vestra innan skamms. Ólafur Jóhann Sigurðsson fann köllun sína óvenjulega ungur. Hann var aðeins rösk- lega 15 ára, þegar hann sendi fyrstu bók sina á markaðinn, og um það leyti, sem hann varð 18 ára, var hann orðinn höfundur þriggja bóka. Þessi bernskuverk hans vöktu góðar vonir um, að hér væri rithöfundarefni að vaxa úr grasi. Og hann hefir ekki látið þær vonir manna verða sér til skammar. — Að vísu var fjórða bók hans, skáld- sagan, „Liggur vegurinn þang- að?" (1940), allmiög misheppn- að skáldverk, og hlaut hinn ungi höfundur þunga dóma fyrir hana, enda var meira kapp lagt á að draga það fram í dagsljósið, sem verða mátti honum til á- fellis heldur en þau óræku merki aukins þroska og þekkingar, sem á sögunni.voru, þrátt fyrir hitt, sem miður var. — Næsta bók hans, smásagnasafnið „Kvistir í altarinu" (1942), þaggaði niður óánægjuraddirnar og hrak- spárnar, .sem hinn kaldi- gustur ómildra dóma hafði þyrlað upp fyrir tv'eimur árum. Mun það hafa verið einróma álit ritdóm- ara og annarra skynbærra manna, að sú bók hefði að geyma sögur, sem úrvalssafn is- lenzkra skáldsagna væri full- sæmt af. Og nú heldur Ólafur Jóhann hálfþrítugur upp á tíu ára rit- höfundarafmæli sitt með því að gefa íslenzkum bókmenntum nýja skáldsögu, mikla að vöxt- um og gæðum. ,Fjallið og draumurinn" er að uppistöðu lýsing á fólki í einni afskekktri sveit. Ekki er hér þó um sveitalífslýsingu að ræða í venjulegri merkingu þess orðs. Öllu fremur þroskasaga ungrar stúlku frá sjö ára aldri fram- undir tvítugt. Herdís Her- mannsdóttir, en svo heitir sögu- 'hetjan, elst upp hjá öldruðum, hjartagóðum en fátækum hjón- um. Kjarngott viðurværi og dag- leg störf sveitahe'imilins veita henni mikinn líkamlegan þroska og táp. En hún er draumlynd og fer einförum í hugarheimi sínum. Þegar sóknarpresturinn efnir til unglingaskóla á heim- ili sínu leggja fósturforeldrar hennar hart að sér til þess að gefa henni kost á þeirri mennt- un, er þau vita, að hún þráir. En þá líður ekki á löngu áður en ástin tekur i taumana, og bóknámið fer út um þúfur. Hún trúlofast einum piltinum, sem er að námi með henni, syni „sveitarskáldsins", fátæks bónda, og þau „segja sig úr skóla". Pilturinn er greindur og hagmæltur, sem faðir hans, en ístöðulítill draumóramaður. Lýkur svo bókinni,' þegar þau eru að hefja búskap á einu kot- inu í sveitinni. Margar fleiri persónur koma að sjálfsögðu við sögu heldur en þær, sem hér hefir verið aðeins minnzt á. Eru þær yfirleitt skýrt dregnar, og flestar eftirminni- legar. — Benda mætti þó á staði, sem efni eru í ásteytingarsteina og hneykslunarhellur siðavönd- um lesendum, og hefði sögunni jafnvel verið gróði að því, að þeim hefði verið kippt burt. En Ólafur Jáh. Sigurðsson ekki er vert áð gera ráð fyrir, að það verði til þess að loka aug- um fólks fyrir ágæti sögunnar í. hejld. ívaf sögunnar er heillahdi, náttúrulýsingar, veðurfars og hughrifa. Sú ljóðræna fegurð, sem birtist í þeim lýsingum, mun sumstaðar að sínu leyti ekki standa langt að baki því bezta í íslenzkum bókmenntum — svo að ekki sé sterkar kveðið að orði. En svo hugleikið virðist höfundi þetta viðfangsefni, að lesandanum getur jafnvel fund- izt það teygja um of úr sögunni með köflum. Ólafur Jóhann er búinn að heyja sér svo mikinn orðaforða, að undrum sætir. *En líkast er því sem fögnuður hans yfir þeim góða árangri iðju sinnar svífi svo á hann annað veifið, að hann gætir ekki nægilegs hófs í notkun fágætra orða. Gerir það stílinn, sem annars er líðandi ljóðrænn og skemmtilegur, nokkuð hrökkóttan. Það er raunar merkur þáttur í verka- hring rithöfundanna að halda við líði gömlum, góðum orðum, sem tekið er að fyrnast yfir, en svo rækja þeir bezt það hlutverk sitt, að þeir hafi þar á fulla hóf- semd. Hér hefir stuttlega verið drep- ið á nokkuratriði nýjustu skáld- sögu Ólafs Jóh. Sigurðssonar. Vitaskuld er margt ósagt bæði af kostum hennar og göllum og verður að láta lesendum eftir að leita að hvorutveggja í sögunni sjálfri. En hverjar skoðanir, sem hver lesandi um sig kann að hafa á einstökum atriðum sög- unnar, getur þó trauðla farið nema á einn veg um dóma manna á verkinu "í heild: Það skipar höfundi sínum á bekk (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.