Tíminn - 14.07.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.07.1944, Blaðsíða 3
63. MaSS TtMIXX, föstndagmn 14. jiílí 1944 275 S j ö t n g n r ; Hákon Finnsson bóndi £ Borgum „Sjálfur leiö þú sjálfan þig“. I. í dag, 11. júlí, er sjötugur einn hinn merkasti maður í bænda- stétt hér á landi, Hákon Pinns- son í Borgum. Hann er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður, í fyrstu e. t. v. ekki fyrst og fremst fyrir það, sem merkilegp,st er um manninn og mestrar virðingar og verð- skuldunar er vert í fari hans, heldur fyrir þau smáatriði ýmis í háttum hans og athöfnum, sem greina hann frá öðrum mönnum. Það fer löngum svo um menn, sem ekki binda bagga sína eins og fólk flest, að marg- ir kannast við þá af orðspori, og þeir verða á þá vísu þjóðkunnir, og að nokkru leyti af þessum sökum hefir farið um landið orð af Hákoni Finnssyni. En það gefur bæði mjög villandi og ó- fullkomna mynd af þessum ó- venjulega manni. Réttati mynd og fyllri hafa þeir, er ekki þekktu hann áður persónulega, fengið af honum, sem lesið hafa bók hans: Saga smábýlis 1920—1940, sem Bún- aðarfélag íslands gaf út í fyrra. í þeirri bók rekur hann og ræðir búskaparsögu sína í 20 ár, þ. e. frá því hann hóf búskap í Borgum 1 Hornafirði og til 1940 — með þeirri nákvæmni og hreinskilni, sem honum er svo ríkulega í blóð borin og telja má með eindæmum. Og þó er það ekki nema svipur hjá sjón, að kynnast Hákoni af bókinni, móts við það að þekkja hann per- sónulega, því að það er ekki nema nokkur hluti af „innvið- um“ mannsins, elcki nema brot af persónuleika hans, sem ókunnugir kynnast þar, enda þótt glöggir menn geti lesið þar margt á milli línanna — en kunnugir miklu fleira. Þrátt fyrir hina rólegu og ger- samlega yfirlætislausu frásögn af búskapnum á Borgum, hefir þó bókin — jafnvel á þessum öfga- og umbrotatímum vakið almenna athygli um land allt, hjá allra stétta fólki, um hana hefir verið skrifað líklega meira og lofsamlegar — minnsta kosti af hóflegu lofi — en nokkra aðra bók ársins. Hún seldist upp á skömmum tíma og er það skaði að upplagið skyldi ekki vera stærra, því að bókin væri á margan hátt tilvalin „katek- ismus“ fyrir hvern ungan bónda ’ — og enda gamlan líka, því af henni má læra marga góða bú- mannsreglu. Og hún sýnir að ekki þurfa íslenzkir bændur endilega að sækja sér „áætlan- ir“ langt í austurveg. II. Hákon er Rangvellingur að ætt og uppruna, fæddur að Brekkum á Rangárvöllum, en þar bjuggu þá foreldrar hans Finnur Gíslason og Kolfinna Einarsdóttir, fátæk hjón. Sand- fok eyddi jörð þeirra um 1880 og var hún í eyði síðan og ör- foka, þar til Gunnlaugur Krist- insson sandgræðslustjóri fór um hana græðandi höndum um hálfri öld síðar. í sama mund, sem jörðina eyddi, missti Finn- ur lieilsuna, heimilið leystist upp og „sveitin“ tók við börnunum. Það þótti ekki vera dekrað við sveitarómagana á þeirri tíð, enda var þá hart í ári og al- menn fátækt. En börnin frá Brekkum höfðu þá heiman- fylgju, að þau urðu öll hinir nýt- ustu borgarar í þjóðfélaginu, þ.ótt Hákon hafi orðið þeirra nafnkenndastur. \ III. Um fertugsaldur fór Hákon í Möðrvallaskóla, fátæklega að öllu búinn, nema manntaki sínu, og lauk þar góðu prófi, enda skorti hvorki gáfur né efni. Síð- an leitaði hann austur á Fljóts- dalshérað, með aleiguna í poka- slcjatta. Varð honum þar vel til vistar, enda var hann verkmaður ágæt ur, iðjusamur og verklaginn, en í tómstundum aflaði hann sér menntunar með lestri bóka, söng og orgelspil, enda var hann raddmaður góður og söngelskur, og það þykist ég vita, að lengst- um hafi hann daglega leitað sér hvíldar og hressingar við hljóð- færi sitt. Árið 1904 hafði Hákon sparað svo saman af kaupi sínu, að hann réðist þá til utanfarar sér til náms og frama, eftir því sem efnin leyfðu. Var hann um 2 ár í þeirri för og dvaldist þá í Danmörku og Skotlandi. Kom að því búnu aftur til Austur- lands og kvæntist skömmu síð- ar Ingigerði Guðmundsdóttur, ættaðri úr Vestur-Skaftafells- sýslu, en reyndist honum upp frá því trúr og góður förunautur um hartnær 40 ára skeið, eða þar til hún andaðist á s. 1. ári. Þau hófu búskap, fyrst á Fljótsdalshéraði, en að Borgum fluttu þau 1920, svo sem segir í Sögu smábýlis, og vísast til þess, sem þár segir um búskaparhagi þeirra á Borgum. Áður en þau fluttu þangað bilaði heilsa Hákonar og hefir hann aldrei gengið heill til skóg- ar upp frá því. Hefði margur gefist upp við það, en Hákon hafði sett sér markmið og fann sínar leiðir að þeim og hvikaði hvergi af leið, þrátt fyrir heilsu- brestinn og ýmiskonar bú- mannsraunir eins og gengur og gerist. Þetta hefir vitanlega taf- ið sóknina, en sigurinn hefir hann unnið og náð takmarkinu, með alveg eínstakri elju og ástundun. Öðrum hefir hann ætíð verið mildur og góður, af sterkum og hreinum mannúðarhvötum, en sjálfum sér svo harður húsbóndi, að hann hefir haft „svipuna" reidda yfir sér, alla sína búskap- ártíð (sbr. Sögu smábýlis), þ. e. a. s. þann hefir sett sér fyrir hvern einasta dag, viku eða mánuð stærri dagsverk en henta mundi meðalmanni og langt yfir það. Og gæti hann ekki lokið verkinu á tilsettum tíma, þá skrifaði hann sig í skuld við skyldu sína og gekk hart að því að vinna „skuldina“ af sér, án þeirra undanbragða að setja sér þá minna fyrir en áður. Og þessar „skuldir" fyrntust ekki eða féllu, meðan heilsa entist — þó lömuð væri. Nú kynnu menn að halda, að Hákon hefði hneppt sjálfan sig í blinda vinnuþrælkun, og engu öðru sinnt, en því fór fjarri að sjónarmið hans væru af þeim toga. Vinnan var honum að vísu skylda, en jafnframt íþrótt og nautn og jafnrík skylda og nautn va;' honum lestur góðra bóka, söngur og hljóðfæraslátt ur og annað það, sem auðgar anda mannsins, og í því efni setti hann sér líka fyrir, og hélt áætlun. Þessi störf, eins og sjálf bú- skaparstörfin, skyldu líka bera sýnilega ávexti, og þá er að finna í manninum sjálfum, handritasafni hans, sem er í 65 bindum, þótt eigi muni þau öll vera stór, og í því, sem frá hon- um hefir komið í ræðum og rit um. Af því síðastnefnda skal hér aðeins minna á hugmynd hans um Fórnarsjóð íslendinga, er hann setti fyrst fram í Eimreið- inni 1939 og síðar í útvarpser indi sumarið 1941. Þar lýsti hann yfir því, að hann legði fram 1000 krónur í Fórnarsjóð inn og féð afhenti hann ritstjóra Eimreiðarinnar (sbr. Eimr. 1942, bls. 126). Þegar þetta gerðist var heilsu Hákonar þannig farið, að hann komst varla frá því að flytja erindi sitt, endá fékk hann slag rétt á eftir, hægri (Framh. á 4. síðu) Sjóorusta á Húnaflóa fyrir 700 árum NIÐURLAG. Þegar hér var komið, virðist lið Kolbeins hafa verið farið að átta sig eftir grjótkastið og hina fyrstu höggorustu. Neytti Kol- beinn nú liðsmunar og tókst að manna á ný þau skip sín, er verst voru leikin. í sama mund urðu vestanmenn enn að yfirgefa tvö f skipum sínum. Urðu menn þá að hlaupa milli skipa, og mis- hlóðust skipin. Varð nú vestanmönnum allt örðugra. Þar kom, að þrír teinæringar flýðu af liði þeirra. Þórður Sighvatsson var þá á Ógnarbrandinum og eggjaði fast menn sína, enda var hann sjálfur vopndjarfur. Voru þar þá með honum flestir hinna vösk- ustu manna. En leki kom að skipinu, og varð þá eigi bardaga á- fram haldið. En er vestanmenn á öðrum skipum sáu, að foringinn varð frá að hverfa, hjuggu þeir skipin úr tengslum og hættu við- ureigninni. Þannig lauk Flóabardaga og reru vestanmenn skip- um sínum í áttina til Stranda, þeim, er eigi voru á Kolbeins valdi. Kolbeimi veitti vestanmönnum ekki eftirför að sinni. Er á- stæðan talin sú, að skip hans hafi verið þung i róðri. En hann hafði raunar nógu að sinna, svo sem siðar verður sagt. Þrjú skip Þórðar lágu eftir yfirgefiii á flóanum. í einu þeirra fundu þeir Kolbeinn fjóra særða menn. Aðeins einum þeirra var gefið líf. En það var ekkert einsdæmi í þá daga, að stríðsfangar væru drepnir á íslandi, þótt eigi gengi dómur í máli þeirra. Talið var, að sól hefði verið „nær miðju landsuðri“, er bardag- anum var lokið, þ. e. í suðaustri. Ætti þetta þá að hafa verið um klukkan níu um morguninn. Er líklegt, að barizt hafi verið eigi skemur en þrjár klukkustundir. Skip Vestfirðinga komu að landi á Ströndum á nóni (þ. e. um kl. 3 e. h.). Létu þeir þar eftir skip- in, og leituðu nokkrir kirkjugriða í Árnesi, en flestir lögðu af stað til fjalla þegar um kvöldið, og var skotið hestum undir þá, er eigi voru gangfærir. Þótti Þórði eigi til setu boðið mönnum sínum, þótt hvíldar væri þörf, enda varð sú raunin á, því að skip Kolbeins komu að landi á sunnudagsnótt. Dreifði Þórður liði sínu, og varð þá ekki öðrum liðssafnaði upp komið á Vest- fjörðum að sinni, er fær væri til atlögu við Kolbein. Koma norðanmanna til Vestfjarða eftir Flóabardaga mun hafa orðið mörgum minnisstæð. Af skipum Vestfirðinga, er þeir höfðu skilið eftir í Trékyllisvík, en þau voru tólf talsins, tók Kolbeinn öll þau, er hann hirti að hafa með sér norður, en lét eyðileggja hin. Má því nærri geta, að lítill hafi verið skipakostur Vestfirð- inga fyrst á eftir. Þá lét og Kolbeinn ræna um „allar Strandir" og eflaust slátra eftir þörfum af fé bænda, liði sínu til matar. Hvalreki var þá á Ströndum. „í þessari ferð var það gert“, segir Sturlunga, „sem aldrei hafði fyr verið á íslandi. Hann (þ. e. Kolbeinn) lét taka hvalina suma, en í suma lét hann eld leggja og brenna upp, sagði að eigi skyldi Þórður ala sig á þeim eða menn sína til ófriðar honum“. Eftir þetta sigldi Kolbeinn vestur íyrir Horn, svo sem ætlað hafði verið, og lét þá svo um mælt, að hann myndi eyða alla Vestfirði, svo að Þórður mætti þaðan engan styrk hafa. Virðist þar raunar hafa orðið minna af en um var mælt, en þó sigldi Kolbeinn inn á ísafjarðardjúp og tók þar trúnaðareiða af mönnum, en sumir flýðu með fénað sinn og annað verðmæti til fjalla. Af þvi, er nú hefir verið sagt, munu margir álykta, að Kol- beinn og Norðlendingar hafi unnið sigur i Flóabardaga. Því verð- ur ekki neitað, að Vestflrðingar flýðu úr bardaganum. Þeir misstu öll skip sin, 15 að tölu, og gátu ekkert viðnám veitt, er Norðlendingar fóru með hernaði um Vestfjörðu. En þeir, sem lifðu Flóabardaga, virðast hafa litið öðruvísi á þetta mál. Sturl- unga greinir frá ummælum þeirra beggja, Kolbeins og Þórðar, um niðurstöðu bardagans. Eftir Kolbeini eru þessi ummæli höfð: „Segir mér svo hugur um, að eigi sé ráðið, að mér verði auðið að standa yfir höfuðsvörðum Þórðar, svo sem hann rak nú úr færi að sinni. Og nær er það mínu hugboði, að á þessum fundi muni hamingjuskipti orðið hafa með okkur Þórði“. En eftir Þórði er þetta haft, er lið hans var á land komið: „Væntir mig, að nú í dag muni yður þykja hafa um turnað hamingjan með okkur Kolbeini, þann tíma, er vér spyrjum hinn mikla mannskaða, er ég hygg, að þeir skulu fengið hafa, hjá því sem vér“. Þórður Sighvatsson vissi vel, hvað hann fór, er hann ræddi um hinn mikla mannskaða í liði Kolbeins, því að manntjón Norðlendinga var ógurlegt og eitt hið mesta, sem um getur í styrjöldum 13. aldar hér á landi. Þegar Kolbeinn lét kanna skip sín, kom það í ljós, að þar voru 70—80 menn fallnir (eða drukkn aðir). Nálega sjötti hver‘maður af öllu liðinu hafði því látið líf sitt í bardaganum, en margir særðir og sumir óvígir. Voru tvö af skipunum látin snúa aftur, hlaðin særðum mönnum og líkum hinna föllnu. Um það er ekkert sagt í Sturlungu, en geta má nærri, að til tíðinda hafi verið talið og mörgum orðið þungt fyrir brjósti, er slíkur farmur kom í höfn við Skagafjörð, og það svo fljótt. Sturlunga getur þess hins vegar, er Þórður kannaði lið sitt á Ströndum, að hann hafi þá aðeins saknað „fárra“ manna, og engir eru til nefndir nema þeir fjórir, er eftir urðu óvígir á skipi Þórðar og Kolbeinn náði á vald sitt.sem fyr segir. Má geta sér þess til, að þeir, sem felldir voru af liði Kolbeins, hafi einkum verið úr hópi hinna ósjóvönu manna og hafi þeir verið höggnir niður sem hráviði í hinni fyrstu hríð eftir grjótkastið. Þá er og á það að líta, að þetta var hinn fyrsti fundur þeirra Kolbeins og Þórðar, svo að til bardaga kæmi, og mátti aðstaðan heita ólík. Hefir það sennilega verið í margra manna hug, að Þórður mundi ekki komast lifandi af slíkum fundi. En það, að hann skyldi ekki aðeins halda lífi sínu og flestra manna sinna en þar á ofan reynast fær um að vinna Kolbeini slíkan geig, sem raun varð á, hlaut að auka álit hans og traust, og skapa þá trú, sem engum var lítils virði í þá daga, að „hamingjuskipti" hefðu orðið. Árið, sem Flóabardagi stóð, mun Þórður Sighvatsson hafa verið 34 ára gamall, en Kolbeinn einu eða tveim árum eldri. Þeir voru systkinasynir, og var afi beggja Tumi hinn gamli Kolbeins son Skagfirðingahöfðingi á 12. öld. En í karllegginn var Þórður af Sturlungum kominn, og skyldi þar milli vinar og óvinar. Eins og áður er sagt, var Kolbeinn eigi heill maður í Flóabardaga. Hann hafði árum saman gengið með sjúkleika nokkurn, er Sturlunga segir að orðið hafi af byltu norður í Hörgárdal vorið 1239. „Varð honum meint við og mest í brlngunni. Þar sló í þrota og opnaðist. Hafði hann það mein meðan hann lifði, og það ieiddi hann til grafar“. Kolbeinn lifði Aðeins eitt ár eftir Flóa bardaga. Hann andaðist 'sumarið 1245 og „var mjög harmdauði sínum mönnum og kunningjum og svo allri alþýðu 1 Skagafirði“ Hann var grafinn fyrir kirkjudyrum á Hólum. Skömmu fyrir Samband ísl. samvinnufélutia. SAMVINNUMENN! v Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. — • A L Rœstiduft — fyrir r^kkru komið & rkaðinn og hefir þegar tið hið mesta lofsorð, því er til þess vandað & allan »ut. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er rœstidnft arf að hafa, — það hreinsar a þess að rispa, er mjög rj'igt, og er nothæft á allar igondir búsáhalda og eld- A L rœstiduft Sumarbækur í sveit og við sjó veitir skemmtileg bók hvíld og ánægju að loknu erfiði dagsins. SUMARSKÁLDSÖGUR okkar fást nú í bóka- verzlunum um land allt. ,,Leyndardómar Snæfellsjiikuls‘% eftir Jules Verne í þýðingu Bjarna Guðmunds- sonar er einhver furðulegasta skáldsaga, sem út hefir komið á íslandi. Þar er lýst lífinu í Reykja- vík fyrir 100 árum og ævintýralegu ferðalagi ofan um Snæfellsjökul og í gegnum jörðina. í bók þessari eru 20 heilsíðu teikningar. Verð kr. 23,00. ,,\júsnariim4‘, eftir J. F. Cooper í'þýðingu Ólafs Einarssonar er í senn viðburðarrík njósnarsaga frá frelsis- stríði Bandaríkjanna og spennandi ástarróman. Verð kr. 20,00. Bókfellsútgáian \ÝKOMIÐ Gott úrval af Þ ái cb te húsáhalda \otið 9 1 iiinarfataefnum Ennfremur drengja- og sportfataefni. Verksmiðjuútsalan GEFJUN - IÐUNN Hafnarstræti 4. — Sírni 2838. Niels Ebbeien leikrit efitir Kaf Munk - FÆST í BÓKABÚÐUM - dauða sinn gerði hann rnenn á fund Þórðar Sighvatssonar, frænda síns og fjandmanns, og fékk honum í hendur héraðs- völd í Eyjafirði og vestanlands, þau er Sturlungar höfðu áður haft. Því miður dugði sú ráðstöfun eigi til þess, að friður yrði í landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.