Tíminn - 18.07.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.07.1944, Blaðsíða 1
j RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. J PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, þriðjudagiiui 18. júlí 1944 70. blað Erlent yfirlit: Alvarlégar horfur í Kína Styrjaldaratburðirnir í Ev- rópu draga athygli manna frá styrjöldinni í Asíu, en þó getur það, sem er að gerast þar um þessar mundir, orðið sízt þýð- ingarminna fyrir þróun heims- málanna á komandi árum. Bandamenn geta hrósað sér af verulegum ávinningi i Asíu- styrjöldinni seinustu mánuðina, bæði--í Norður-Burma og á Kyrrahafseyjasvæðinu. Þeir hafa náð nokkrum þýðingar- miklum stöðvum i Norður- Burma, sem ættu að tryggja flutninga milli Kína og Ind- lands, eftir hinum svonefnda Lidovegi. Þeir hafa jafnframt náð nokkrum þýðingarmiklum eyjum í Kyrrahafinu, seinast Saipaney, sem ætti að gera þeim auðvelt innan tíðar að ná bæki- stöðvunum^" er sköpuðu þeim möguleika til stórfelldra loft- árása á borgir í Japan. Það er þó enganveginn þannig, að Japanir hafi eingöngu frá ó- sigrum að segja síðustu mánuð- ina. Þótt þeir hafi heldur tapað á áðurgreindum stöðvum, hafa þeir annars staðar unnið meira á Það 'er í Kína. Þar hafa þeir unnið hvern sigurinn á fætur öðrum, enda skortir Kínverja mjög vopn til að geta veitt nægi- lega mótspyrnu. Það, sem Jap- anir hafa unnið á í Kína í vor og sumar, er í aðalatriðum þetta: Þeir hafa að mestu einángrað her Chungking-stjórnarinnar í Norður-Kína og ógna honum með tortímingu. Þeir eru að ná járnbrautinni milli Hankow og Kanton alveg á sitt vald, en áður höfðu skæruliðar hana víða á valdi sínu. Með því að ná Han- kow-Kanton-járnbrautinni ein- angra Japanir suðurfylkin og ná þeim á vald sitt, og það, sem kannske' er enn meira um vert, tryggja sér örugga landflutn- inga um Indo-Kína og Kína á hráefnum frá Malakkaskaga og Indlandseyjum. Getur það orðið Japönum mikilsvert, ef Banda- irænn fá möguleika til að hindra sjóflutninga þeirra þaðan. Hingað til hefir það verið svo, að Japanir hafa aðallega haft helztu hafnarborgir og járn- brautarbæi Kína á valdi sínu, en kínverska stjórnin hefir iðu- ^lega ráðið yfir nærliggjandi hér- uðum og getað haft þar skæru- herlið, sem hefir verið henni til mikils stuðnings. Fastmörkuð víglína hefir eigi verið til í Kína. Með sókn sinni undanfarið hafa Japanir unnið að því að uppræta skæruhernaðinn og þrengja um- ráðasvið Chungkingstjórnarinn- ar bæði að sunnan og norðan. Kínverki herinn hefir beðið (Framh. á 4. síðu) Seinustu fréttir Rússar hafa tekið borgirnar Vilna og Grodno og sunnar á vígstöðvunum hafa þeir tekið borgina Volkowysk og Pinsk. Þeir nálgast óðum Kaunas, höfuð- borg Lithauen, ogyfir Njemen- fljót hafa þeir farið á nokkrum stöðum. Þykir orðið vafasamt, að Þjóðverjar geti hindrað sókn þeirra inn í Austur-Prússland. Áttundi brezki herinn hefir tekið borgina Arezzo á mfðvíg- stöðvunúm á ítalíu. Arezzo hefir mikla hernaðarlega þýðingu. í Normandí gengur í þófi. Bandamenn vinna aðeins á. Mandel, einn kunnasti stjórn- málamaður Frakka, sem var í haldi Vichystjórnarinnar, hefir verið myrtur. Hann átti sæti í frönsku stjórninni, þegar Þjóð- verjar brutust inn í Frakkland, og vildi ekki semja við ÞJóðverja. Efníd fengið í Keilavíkurlínuna Kef Ivíkingar ættu að iá Sogsrafmagnið í haust Seinasta Alþingi veitti rík- isstjórninni heimild til að kaupa efni í rafmagnslínu frá Hafnarfirði til Keflavíkur og hefir atvinnumáláráðherra nú lokið að festa kaup á efn- inu. Er efnið ýmist komið eða kemur næstu mánuði og er vonast til að línan komist upp fyrir haustið, ef ekki gerast ófyrirsjáanlegar hindranir. Ríkið mun kosta framkvæmd verksins. Allt efnið er keypt í Ameríku, nema stólpar í um það bil % hluta línunnar, en ráðgert er að nota í þennan hluta stein- steypustólpa, sem framleiddir eru af h.f. Steinstólpar. Stólp- ar þessir eru úr svonefndri þeytisteypu, og er hér um nýja framleiðslu að ræða. Stólpar þessir hafa ekki verið notaðir í stórum stíl fyrr en nú í Kefla- víkurlínunni. Keflavíkurlínan mun verða 30 þús. volta, en verður fyrst um sinn aðeins rekin sem 20 þús. volta lína'. Verður hún tengd við línu þá, sem liggur til Hafnar- fjarðar, en sú lína liggur aftur frá Elliðaánm. Við Keflavík mun verða retet 2000 kílówatta spennistöð; lækkar hún spenn- una niður í 6000 volt. Með þeirri spennu verður orkunríi dreift um Keflavíkur- og Njarðvíkur- hreppa. Notendaspennan á þess- um stöðum verður 220 volt, eins og í Reykjavík og Hafnarfirði og víðar. Línan er gerð með það fyrir augum, að hún geti flutt orku til allra Reykjanessbúa, þegar byggðirnar á skaganum komast í samband við línuna. Mun ríkisstjórnin þegar hafa falið fulltrúa sínum í Ameríku að leitast við að fá útflutnings- leyfi fyrir efni í línur þessar. Línan fær orku frá Sogstöð- inni. Hún mun liggja skemmstu leiðfrá Hafnarfirði um hraun og kletta víðast hvar. Er línustæðið mjög erfitt yfirferðar mest af leiðinni. Aðrar raforkulínur. Seinasta Alþingi veitti ríkis- stjórninni einnig heimild til að kaupa efni í fleiri rafmagnslín- ur. Hefir verið unnið að því að fá keypt efni í línu til Eyrar- bakka og Stokkseyrar frá Sogs- virkjuninni og í línu til Húsa- víkur frá Laxárvirkjuninni. Efni í þessar línur hefir enn eigi fengizt. Getur framleíðsla heymjðls orðið arðvænleg hérlendís? Dómbærir menn gera sér góðar vonir um pað Til þess að byggðin geti eflzt og aukizt í sveitunum, þarf framleiðsla landbúnaðarins að verða. stórum fjölbreyttari en nú. Þótt kvikfjárræktin, einkum nautgriparæktin, þurfi stórum að aukast, mun það ekki reynast einhlítt til aukningar byggðinni, því að nýjar vélar munu áorka því, að fólkinu þarf ekki að fjölga að sama skapi. Til þess að fólkinu geti fjölgað í sveitinni að ráði, þurfa nýjir atvinnuvegir að koma þar til sögunnar. Hér á eftir verður minnst á eina atvinnugrein, sem enn er óreynd hér á landi, en margir gera sér vonir um, en það er framleiðsla á heymjöli. Ólafur Jónsson, framkvæmdarstjori Rækt- unarfélags Norðurlands, hefir gert hana að umtalsefni í nýkomnu ársriti félagsins, og ýmsir búfróðir menn, sem blaðið hefir átt tal við, m. a. Unnsteinn Ólafsson skólastjóri Garðyrkjuskól- ans, taka mjög í sama streng um það og Ólafur í umræddri grein, að heymjölsframleiðsla geti átt álitlega framtíð hér á landi. Sundlaugín í Keila- vík endurbætt fyrír 100 þús, kr. 12. júlí síðastl. var sundlaugin í Keflavík opnuð til afnota, og enda þótt hún hafi verið starf- rækt síðan 1939, 3 til 4 mánuði á hverju sumri, er það talið til tíðinda í Keflavík, er laugin er opnuð að þessu sinni. • Bygging laugarinnar var haf- in 1937 með forgöngu Ung- mennafélags Keflavíkur og ann- ara áhugamanna í byggðarlag- inu. Er laugin sjálf 6,83 m. breið og 16,33 m. löng. Dælt er íhana sjó, sem hitaður er með koxi og kolum. Hún er óyfir- byggð. Síðastliðið haust hófust ráða- gerðir um stórfelldar endurbæt- ur á baðklefum*: og búningsher- bergjum, og undirbúningur und- ir það. Var hafin almenn fjár- söfnun í byggðarlaginu, og bar hún mjög góðan árangur. Fé það, sem safnaðist, "auk styrkja (Framh. á 4. síðu) Hér fara á eftir kaflar úr grein Ólafs Jónssonar í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands, þar sem hann minnist á hey- m j ölsf ramleiðsluna: „Þá skal svo drepið á eina framleiðslugrein, sem sumstaðar hér ætti að geta orðið undir- staða að myndun nýbýlahverfa, en það er framleiðsla á belg- jurtaríku grasi fyrir þurrkstöðv- ar, er framleiddu heymjöl. Fyrir stríðið var heymjöl í þann veg- inn að verða heimsverzlunar- vara og var orðinn nauðsynlegur liður í fóðurblöndun handa flestum búpeningi, og þó sér- staklega handa hænsnum o,g loðdýrum. Var það flutt í stórum stíl frá Ameríku til Evrópu, og framleiðsla þess hafin víða hér í nágrannalöndunum. Það er tvennt, sem mest á ríður við framleiðslu heymjöls: 1) Að völ sé á nægilega miklu og góðu hráefni í nágrenni þurrkstöðv- arinnar. 2) Að völ sé á ódýrri hitaorku til þurrkunarinnar. Þetta hvorutveggja á að vera kleift að sameina hér. Tilraunir hafa sýnt, að ræktunarlönd okkar geta gefið mjög góða upp- skeru af ú'rvalsgrasi og að við getum, með mjög góðum árangri ræktað vissar tegundir belg-. jurta með grastegundunum og á jarðhitasvæðunum og í sam- bandi við hinar stærri rafveit- ur, sem hér er búið að reisa, ætti um hásumarið að vera auð- velt að fá mjög ódýra hitaorku til slíkra stöðva, sem stæði þeirri hitaorku, er fæst við brennslu venjulegs eldsneytis, langtum framar. Slíkar stöðvar ætti að reisa í sambandi við ný- býlahverfi, er legðu höfuðá- herzlu á framleiðslu kjarngresis til heymjölsvinnslu". Enn segir Ólafur: „Reynsla og tilraunir verða vitanlega að skera úr um það, hvort slík framleiðsla sem þessi geti svarað kostnaði, en nokkuð má dæma eftir líkum. Skal þá fyrst á það bent, að talsverð þörf er fyrir slíka framleiðslu innanlands, fyrst og fremst handa hænsnum og loðdýrum.en sennilega líka handa öðrum bú- fénaði, og þá einkum mjólkur- j kúm. Margt bendir til þess, að, það sé sjaldan, sem heppnast að fá heyið það vel verkað, að ekki fari meira eða minna af bæti- efnum forgörðum, jafnvel þótt heyið sé almennt talið óhrakið. | Af þessu leiðir, að vetrarmjólkin verður bætiefnasnauð eða miklu lakari en sumarmjólkin. Úr þessu mætti sennilega bæta nokkuð með heymjölsgjöf. Þá er liklegt, að með heilbrigðu innanlandsverðlagi mætti tak- ast að gera heymjöl að útflutn- ingsvörd. Fyrir stríð 1939, var verð á heymjöli í Noregi 20 kr., en í Danmörku um 16 kr. pr. 100 kg. Með hliðsjón af gengi svarar þetta til 20—24 kr. hér. Árið 1939 mun framleiðslu- kostnaður á töðuhesti hafa, ver- ið innan við sex krónur, sam- kvæmt -búreikningum, og þótt við reiknuðum 10 kr. fyrir töðu- hestinn, virðist allvel séð .fyrir þurkunar- og sölukostnaði. Þeg- ar þess er svo jafnframt gætt, að megin hlutinn af framléiðslu- verði töðunnar er þurkunin, þá virðast mér sterkarlíkur benda til þess, að heymjöMramleiðsla til útflutnings ætti, þar sem völ er á ódýrri orku, að geta verið arðvænleg hér. Gæti ég stutt þetta fleiri rökum, þótt það verði ekki gert að sinni." Lýkur hér frásögn Ólafs. Þegar hinar stórfelldu raf- orkuvirkjanir,xsem nú eru í und- irbúningi, komast í framkvæmd, ætti að vera auðið að fá næga orku til heymjölsvinnslustöðva víða um landið. Rafvirkjanirnar myndu þanníg gera framkvæmd þessa máls stórum a'uðveldari en ella. Eins og Ólafur minnist á í grein sinni, bendir margt til þess, að æskilegt væri að hafa heymjölsframleiðsluna í sam- 'bandi við nýbýlahverfi. Nýbýla- hverfin yrðu þá reist á stöðum, þar sem væru góðir möguleikar til stórfelldrar "grasræktar, sem hentaði' heymíqlsframleiðslunni. Það mætti vel hugsa sér það fyrirkomulag, að hverfisbændur ættu stóran sameiginlegan gras- akur og hirtu hann í samein- (Framh. á 4. síðu) Forsetaírú Kíná Mynd þessi er af konu Chiang Kai Chek, forseta og yfirherstjórnanda Kinverja. Hún tekur mikinn þátt í störfum manns síns og þykir vel hygg- in.og lagin í því að koma ár sinni vel fyrir horð. Hún hlaut menntun sína í Ameriku. Hún fór til Ameríku í fyrra- vetur og vakti þar mikla athygli. M. a. fékk hún að ávarpa Bandaríkjaþing- ið, en sá sómi hefir aðeins örfáum út- lendingum veizt. Hún er ein hinna frœgu Soongsystra, er sagt var frá í Timanum í vetur. Forustumenn brezka samveldisins Rangur fréttaburður írá Sígluilrði Ýms dagblöðin hafa öðruhvoru verið að birta fréttir frá Fram- sóknarmönnum' á Siglufirði í því skyni að skaða flokkinn. Voru tilhæfulausar fréttir', sen\ birtst í Alþyðublaðinu, kveðnar niður hér í blaðinu af formanni Framsóknarfélagsins á Siglufirði fyrir-tiokkru síðan. Nýlega flutti Vísir innramm- aða frétt um það, að Þormóði Eyjólfssyni hefði verið vikið úr Framsóknarfélaginu. Er þetta með öllu tilhæfulaust, eins og aðrar fréttir, sem um þessi mál hafa birzt' í andstæðingablöð- unum. Hins vegar hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um endurbyggingu síldarverksmiðj - unnar Rauðku,' sem Siglufjarð- arbær á, og er það mál ekki nýtt, eins og kunnugt er. Forsœtisráðherrar brezku samveldislandanna héldu ráðstefnu í London í vor, þar sem rœtt var um framtíð brezka samveldisins, og rikti þar sátt og samlyndi að sögn. Hér á myndinni sjást (talið frá vinstri): Mackensie King, forsœtisráðherra Kanada, Churchill og Curtin, forsœtisráðh. Ástralíu. Áttræður Séra Hallgrímur Thorlacius, fyrrum prestur í Glaumbæ í Skagafirði, verður áttræður i dag. Gegndi séra Hallgrímur prestsskap í Glaumbæ í nær 50 ár og var í röð merkustu presta. Á víðavangi ALVARLEG ÁMINNING. Alþýðublaðið víkur að því í forustugrein á föstudaginn, að það sé varhugaverð stefna að veita útgerðarfél'ögunum skatt- fríðindi til að tryggja rekstur sinn og efla skipastólinn, þegar . þau svo geta dregið þetta fé úr útgerðinni eins og þeim sýnist. Meðan eigi sé tryggilegar úm þetta búið, farizt Mbl. og öðrum aðilum illa að heimta aukin skatthlunnindi fyrir útgerðina. Alþýðublaðið segir síðan: „í þessu sambandi hefir það vakið töluverða athygli, að stærsta útgerðarfyrirtæki lands- ins, togarafélagið Kveldúlfur, hefir nýlega selthvorki meira né minna en þrjá af hinum sjö togurum sínum. Ekki verða þeir því gerðir út af því fyrirtæki á næstunni, og vantar þó ekki að það hafi fengið að safna á- litlegum hluta af stríðsgróða sínum í sjóði og notið skatt- frelsis fyrir þá að verulegu leyti til tryggingar áframhald- . andi rekstri útgerðaiánnar og endurnýj un skipastólsins eins og Morgunblaðið hefir orðað það! Að sjálfsögðu getur Kveld- úlfur síðar meir notað andvirði hinna seldu togara til þess, að kaupa aðra nýja og þannig endurnýjað skipastól sinn. En hvaða trygging er fyrir þvi? Hafa þeir menn, sem að því fyr- irtæki standa, ekki svo oft áður lagt stórfé í önnur fyrirtæki, útgerðinni alveg óskyld, eða í hreinan og beinan munað? Og hver getur svarið fyrir,, að svo verði einnig gert nú? Sala Kveldúlfstogaranna er bjóðinni því alvarleg áminning. t bili að minnsta kosti hef- ir þetta stórútgerðarfyrirtæki dregið stórfé út úr útgerðinni, og enginn veit, hvað við það verður gert. Þannig er um- hyggjan fyrir atvinnuvegunum og atvinnunni í landinu, þegar á reynir! Væri það, eftir slíka aðvörun, ófyrirsynju, þó að eitthvað yrði hert á eftirliti hins opinbera með stríðsgróðanum, einhverjar tryggilegri ráðstaf-. anir gerðar til þess en hingað til, að hann yrði virkilega not- aður til eflingar atvinnuvegun- um, en ekki fluttur úr landi eða sóað í óhóf og munað?" Undir þessi ummæli Alþýðu- blaðsins munu áreiðanlega allir hugsandi menn taka. FRIÐARGRUNDVÖLLUR MBL. Morgunblaðið er alltaf að predíka að draga eigi úr rig og krit og leggja gömul ágreinings- mál til hliðar. Tæpast líður þó sá dagur, að blaðið rifji ekki upp deilurnar í sjálfstæðismál- inu á síðastl. ári og uppnefni Alþýðuflokksmenn fyrir af- stöðu þeirra þá. Einnig bryddir blaðið upp á ýmsum eldgömlum deilumálum við Framsóknar- menn, t. d. veitingu sýslumanns- embættisins í Árnessýslu fyrir mörgum árum. Friðargrundvöllur Mbl. virðist þannig fólginn í því, að and- stæðingar þess eigi að hætta öllum ádeilum á stefnu og starf- semi Sjálfstæðismanna, en Sjálfstæðismenn eigi eftir sem áður að hafa óbundnar hendúr til að deila á andstæðingana. Það er sá þýzki friður, sem Mbl. virðist þannig hafa í huga, þótt liðin séu nú fjögur ár síðan það hætti að tilbiðja Hitler opinber- lega. MBL. VER KOMMÚNISTA. Morgunblaðrð er ákaflega reitt út af skrifum Tímans um Korpúlfsstaðabúskap Bjarna og Sigfúsar og segir, að þau muni spilla friðnum! Jafnframt segir. blaðið, að það sé ekki aðeins rangt, að forkólfar Sjálfstæðis- flokksins láti ófriðlega í garð landbúnaðarins, heldur sé það líka rangt um forkólfa Sósíal- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.