Tíminn - 25.07.1944, Page 1

Tíminn - 25.07.1944, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Sími 2323. 28. árg. Reykjavík, þriðjudagmit 25. jiilf 1944 72. blað Viðtal við Árna G. Eylands framkvæmdastj.s HeliiigiiairitlilrspDri nm liiéln Ei iil tr iD lillnili Verdlag á búvélum miklu lægra en í lyrra Árni G. Eylands framkvæmdastjóri búnaffardeildar S. í. S. er nýkominn til bæjarins úr ferðalagi norffanlands. Hann flutti er- indi um notkun búvéla á búvélasýningunni, er haldin var aff Þingeyrum, en affalerindi hans norffur var aff koma af staff vinnu meff jarffýtu vélasjóffs að Hólum í Hjaltadal. Tíminn átti vifftal viff Árna, þegar hann kom úr ferðalaginu, bæði um starf hans nyrffra og um verzlun meff búvélar, en Árni hefir tvímælalaust mesta reynzlu allra hérlendra manna í þeim málum. Fer hér á eftir vifftaliff viff Árna: Erlent yfirlit: Uppreisnín gegn Hitler Fregnir eru enn mjög óljósar um banatilræðið við Hitler síð- astl. fimmtudag, en ljóst virð- ist samt á öllu, að um allvíð- tæka uppreisn hershöfðingjanna hafi verið að ræða. Markmið þeirra virðist hafa verið að ,ráða Hitler af dögum og ná síðan völdunum í sínar hendur. Bana- tilræðið misheppnaðist og Hitler og félagar hans urðu fyrri til í þeirri viðureign, sem á eftir fór, a. m. k. í fyrstu lotu. Eitt fyrsta verk þeirra var að koma á svo ströngu fréttaeftirliti, að ekkert hefir vitnazt með vissu um til- drög og gang uppreisnarinnar eða hvernig nú er raunverulega högum háttað í Þýzkalandi. Sprengjunni, sem átti að ráða Hitler af dögum, hafði verið kómið fyrií í lesstofu hans í Berchtesgaden, en þar var hann staddur, ásamt herráði sínu og beið komu Mussolinis. Sprengj- unni mun sennilega hafa verið ætlað að tortíma þeim báðum. En það varð þeim til lífs, að sprengjan sprakk fyrr en til var ætlazt eða rétt áður en Musso- lini kom. Hitler fékk aðeins nokkrar skeinur og örlítinn snert af heilahristing, en var samt nógu hress til að taka á móti Mussolini, er hann kom skömmu seinna, og síðar um daginn flutti hann fimm mínútna ávarp til þýzku þjóðarinnar. Hann sagði þar, að lítil herforingjaklíka hefði.ætlað að ráða sig af dögum og lofaði hann.henni heldur en ekki tortímingu. Nokkrir af hershöfðingjunum, sem með Hitler voru, særðust alvarlega, er sprengjan sprakk, m. a. Jodl, helzti herráðunautur hans. Næstu klst. háðu hershöfð- ingjarnir og nazistaforingjarnir keppni upp á líf og (dauða um völdin í Þýzkalandi. í þeirri keppni hafa nazistarnir nú unnið, a. m. k. fyrst um sinn. Tilræðismaðurinn, hershöfðing- inn Stauffenberg greifi, náðist fljótlega og var tafarlaust skot- inn. Hann hafði átt sæti í her- ráði Hitlers um skeið og verið handgenginn formanni herráðs- (Framh. á 4. síðu) Seímistu fréttir Sókn Rússa nær nú til allrar víglínunnar frá Peipusvatni til Karpatafjalla. Þeir hafa tekið borgirnar Pskov og Ostrov nyrst á þessum vígstöðvum, sækja þaðan inn í Lettland og eru komnir þar að landamærum Eistlands. Sunnar sækja þeir inn í Lettland meðfram járn- brautinni frá Dvinsk, en þá borg hafa þeir umkringt og eru komnir alllangt framhjá henni. í Lithauen eru þeir í þann veg- inn að umkringja Kaunas. Þá hafa þeir tekið Augustow, 12 km. frá landamærum Austur-Prúss- lands. Sunnar á vígstöðvunum er þess talið skammt að bíða, að þeir taki Bialystok og Brest- Litovsk. Enn sunnar hafa þeir tekið Chelm og eru komnir inn í Lublin. Syðst á þessari víglínu hafa þeir farið fram hjá Lwow, sem er nú umkringd, í áttina til Jaraslav. í Normandí hafa stórrigningar dregið úr bardögum. Banda- menn hafa þó heldur bætt að- stöðu sína. Á Ítalíu heldur sókn Banda- manna áfram. Þe'ir hafa tekið Pisa og nálgast óðum Florenz, sem Þjóðverjar hafa lýst óvíg- girta borg. Orustan um gotnesku línuna svokölluðu er í þann veg- inn að hefjast. Þýzkaland hefir aldrei orðið fyrir meiri loftárásum í 1 vlku , (Framh. á 4. síðu) Fyrsta íslenzka söngdrápan BJÖRGVIN GUÐMVNDSSON tónskáld í þessari viku mun koma út á vegum Bókaútgáfunnar Norðri á Akureyri fyrsta söngdrápa (óratóríó), sem íslenzkt tón- skáld hefir samið. Það er Björg- vin Guðmundsson tónskáld á Akureyri, sem hefir samið söng- drápuna. Hún er samin við ljóðaflokk Guðmundar Guð- mundssonar skálds „Friður á jörðu“. Söngdrápan er útsett fyrir blandaðar raddir með pianó- undirleik. Hún er í fjórum þátt- um og er mikið verk eins og marka má á því, að þókin er 176 bls. í stóru broti. Mynda- mótin af nótunum eru gerð í Bretlandi og bókin er prentuð þar. Hún kemur út samtímis á íslandi og í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Arthur Gook á Akur- eyri hefir þýtt textann, ljóð Guðmndar, á ensku. Óratóriuformið, sem Björgvin hefir hér valið sér fyrstur ís- lenzkra tónskálda, er af mörgum talið stórfenglegast allrar tón- rænnar framsetningar. Óratór- ían er svipuð óperunni á dálítið svipaðan hátt og saga er hlið- stæð leikriti. Þar sem óperan hefir hlotið nafnið söngleikur gæti óratorían hlotið nafnið söngsaga og þó öllu heldur söng- drápa. Þessa samlíkingu má þó ekki taka of bókstaflega. Það ætti eigi að þurfa að efa, að söngelska menn mun yfirleitt fýsa að sjá og heyra, hvernig Björgvini hefir tekizt þetta sér- stæða og merkilega byrjaflda- verk í íslenzkri tónmennt. Ellefu nýjír íþrótta- kennarar íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni Iauk 30. f. m. Ell- efu íþróttakennarar luku prófi, en auk þeirra voru í skólanum tveir óreglulegir nemendur hluta úr árinu. Um skólavist næsta vetur hafa sótt rúmlega 30 nemendur, en affeins verffur hægt að veita 10—12 móttöku. Sézt á þessu, aff þaff er orffin brýn þörf að bæta úr húsnæffi skólans, enda er vöntun í- þróttakennara víða tilfinnan- leg. íþróttakennararnir, sem út- skrifuðust að þessu sinni, eru: Björn Magnússon, Norður-Múla- sýslu, Botild Juul, ísafirði, Guð- jón Sigurjónsson, Hafnar- firði, Halldór Jóhannsson, Eyja- firði, Haraldur Sigurðsson, Eyja- firði, Joakim Pálsson, Reykja- vík, Karl Guðmundsson, Reykja- vík, Kristján Kristjánsson, Dalasýslu, Ólöf Jónsdóttir, Norður-Þingeyjarsýslu, Sverrir Magnússon, Akureyri og Þor- gerður Jónsdóttir, Hafnarfirði. Skólastjóri og aðalkennari var Björn Jakobsson, en aðrir kennarar voru Ólafur Briem (íslenzku), Bjarni Bjarnason (Framh. á 4. síðu) — Jarðýta vélasjóðs var flutt norður að Hólum í þeim tilgangi, segir Árni, að lagfæra farveg Hjaltadalsár, en hún hefir á seinni árum breytt sér svo, að eigi er anúað sýnna en að hún eyðileggi mestallar Hólaengjar og mikið af nýræktartúnum staðarins, ef ekki verður að gert. Alþingi hefir veitt fé til að hlaða fyrir ána, en það má heita ó- framkvæmanlegt verk nú, nema með vélavinnu, vegna kostnaðar. Þess vegna er gripið til þess ráð$ að nota jarðýtuna til að grafa upp farveg árinnar og lagfæra hann með það fyrir augum, að varizt verði ágangi hennar. Enn- fremur mun jarðýtan verða not- uð til að gera íþróttavöll. Þessi jarðýta, sem nú er notuð á Hólum, er eina jarðýtan, sem vélasjóður á, og er ein þeirra þriggja, sem vélasjóður flutti inn í fyrra. Einstakir menn keyptu hinar tvær og auk þess hefir vegagerð ríkisins fengið sér nokkrar jarðýtur. — Hvað margar skurðgröfur hefir vélasjóður nú í þjónustu sinni? — Vélasjóður á nú sex skurð- gröfur, tvær þeirra vinna í Öl- fusi, ein í Borgarnesi, ein í Innra-Akraneshreppi, ein í Svarfaðardal og ein í Staðar- byggðarmýrum í Eyjafirði. Ný- lega hefir tekizt að fá útflutn- ingsleyfi frá Englandi fyrir fimm skurðgröfum í viðbót og eru þær væntanlegar til landsins fyrir haustið. Ein þeirra mun fara til ísafjarðar, önnur til Norðfjarðar, þriðja verður not- uð í Hrunamannahreppi og hin fjórða i Þinginu í Húnavatns- sýslu. Fimmtu skurðgröfunni er enn óráðstafað. Eftirspurnin eftir skurðgröf- unum er svo mikil, að margir aðilar, sem beðið hafa um skurð- gröfur, verða að bíða eftir þeim i mörg ár enn, þótt fluttar verði inn 5—6 skurðgröfur árlega. Á öllum þeim stöðum, þar sem skurðgröfurnar eru nú að verki, er um fleiri kra vinnu að ræða, enda er það svo, að þar sem slík- vél er byrjuð að vinna, hafa bændur fullan hug á ‘að sleppa henni ekki úr byggðarlaginu aft- ur, heldur láta hana vinna að nýjum verkefnum, sem bíða úr- lausnar. — Hvernig gengur að full- nægja eftirspurn bænda um bú- vélar?^ — Fyrir stríðið var eftirspurn- inni eftir búvélum jafnan full- nægt, en hún var þá minni en skyldi og mun efnahagur bænda hafa ráðið þar mestu um. Fyrstu stríðsárin óx eftirspurnin ekki, og erfiðleikar við innflutning búvéla voru þá verulegir, vegna truflana á viðskiptum. Siðustu tvö árin hefir eftirspurnin auk- izt stórlega og verið langtum meiri en nokkuru sinni fyrr. Þar veldur vafalaust mestu um fólksskortur og hækkað kaup- gjald, auk bætts efnahags bænda. Þvi miður hefir ekki tekizt að fullnægja þessari eftir- spurn, sem betra en flest ann- að skýrir viðhorf bændanna til þeirra vandamála, er leysa þarf á sviði landbúnaðarins. Sumar vélar, sem bændur óska að (Framh. á 4. síðu) Hallar undan fæti Adolf Hitler var sýnt hanatilrœði síð- astliðinn fimmtudag og er auðsýnt, að um víðtœkt samsæri helztu hershöfð- ingjanna haji verið að rœða. Hitler slapp og hann hefir tryggt sér völdin áfram, a. m. k. fyrst um sinn. Þessi upprgisn hersh'fðingjanna og stöðugir ósigrar Þjóðverja á öllum vígstöðvun- um, ýtir mjög undir þá spádóma, að nú sé tekið að halla undan fœti hins þýzka einvalda. Margrét Pétursdóttír á Egílsstöðum látín Frú Margrét Pétursdóttir á Egilsstöðum, kona Jóns heitins Bergssonar bónda þar og móð- ir Þorsteins kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði og þeirra systkina, andaðist 1 sjúkrahúsi Hvíta- bandsins hér í bænum 16. þ. m. Lík hennar var flutt austur með Esju. Margrét var mikil merkiskona. Hennar mun nánar getið hér í blaðinu síðar. Heyskapurinn Heyskapurinn hefir gengið á- gætlega það, sem af er, og hafa bændur náð inn ágætlega vel verkuðum heyjum um allt land seinasta hálfan mánuðinn. Veðráttan hefir mátt heita hin sama um land allt. Grassprett- an hefir víðast verið nálægt meðallagi, nema helzt á Norð- austurlándi og í Skaftafellssýsl- um. Þar byrjaði sláttur yfirleitt nokkru seinna en annars staðar á landinu. Vélbátur sekkur Það slys varð skammt undan Horni siðastl. lagardagsmorgun, að linuveiðarinn Jökull frá Hafnarfirði sigldi á vélbátinn Kolbrúnu frá Akureyri og sökk Kolbrún um hálftíma eftir á- reksturinn. Mannbjörg varð og gátu skipverjar bjargað ein- hverju af dóti sínu. Skyggni var slæmt, þegar slys- ið varð, og sáust skipin ekki fyrr en syo seint, að tilraunir til að arfstýra slysinu mistókust. Vb. Kolbrún var 57 smál. brúttó, byggð 1912, endurbyggð 1928, eign Leós Sigurðssonar útgerðar- manns á Akureyri. A víðavangi HVER ERU UMBÓTAMÁL KOMMÚNISTA? „ í alllöngu bréfi til Tímans frá Norðlendingi segir m. a.: „Ég get játað það, að ég var einn þeirra, sem fylgdi Sósíalista- flokknum í seinustu kosningum. Ég var þá óánægður með hina flokkana. Mér fannst, að þeir væru ekki nógu stórhuga og framsæknir. Mér fannst þörf á 3ví, að það kæmi nýr umbóta- kraftur inn í þingið. Sósíalista- flokkurinn lofaði að beitast fyr- ir margvíslegum framfaramál- um á Alþingi og að stríðsgróð- inn yrði tekinn í opinbera vörzlu til að kosta framfarirnar. Hann hét því líka að vinna að bættri sambúð verkamanna og bænda og koma á stjórnarsamvinnu Dessara stétta, en það hefir allt- af verið skoðun mín, að þessar stéttir ættu að vinna saman. Af þessum og fleiri ástæðum fanst mér rétt að Sósíalista- flokkurinn fengi að reyna sig. En- hver hefir svo reynslan orðið? Hvar eru stóru fram- faramálin, sem Sósíalistaflokk- urinn hefir barizt fyrir á þing- inu? Hefir hann barizt fyrir efl- ingu og endurnýjun skipastóls- ins? Jú, hann bar fram tillögu um fjárveitingu í þessu skyni á seinasta þingi, en teknanna skyldi aflað með því að hækka tollaupphæð fjárlaganna, og jafnhliða þóttist hann svo berj- ast fyrir afnámi tollanna. Hefir hann barizt fyrir auknum fram- lögum til stórfelldrar ræktunar, þótt hann sé alltaf að tala um úreltar vinnuaðferðir bænda? Jú, hann hefir látið Kristinn Andrésson lýsa yfir því, að nú- gildandi jarðræktarlög séu „nægileg 10 ára áætlun“ fyrir landbúnaðinn. Hefir hann bar- izt fyrir stórfelldum rafvirkjun- um? Jú, hann hefir látið 'Áka Jakobsson lýsa yfir því, að „drpfbýlið íslenzka ög almenn rafmagnsnotkun séu ósamrým- anlegar andstæður". Og hefir hann svo barizt fyrir því að stríðsgróðinn yrði þjóðareign? Jú, hann hjálpaði íhaldinu til að feila úr dýrtíðarlögunum 1943 ákvæðið um afnám skatt- fríðinda hjá stórgróðafélögum og svo hefir hann verið að káka með eignaaukaskattsfrv, sem ekki aflaði ríkissjóði meira en um 10—15 milj. kr. tekna! Svona gæti ég talið lengi til að lýsa vonbrigðum mínum. Þó hefir mér fallið það einna verst, að sjá hvernig þessi flokkur reynir að rægja bændur og verkamenn sundur með ósvífn- um og tilefnislausum árásum á bændur og samtök þeirra. Ef þessi orð mín skyldu koma á prenti og Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson hefðu við þau að athuga, þá skora ég fyrst og fremst á þá að nefna umbótamálin, sem þeir hafa barizt fyrir á þinginu, því að sjaldan sýnist mér hafa örlað minna á umbótaviðleitni í þing- inu en síðan kommúnistar fóru að setja svipmót á það“. TJTSVÖRIN OG STJÓRNIN Á BÆNUM. Morgunblaðið er alltaf að tönnlast á því, að Framsóknar- menn hafi komið hér á hærri sköttum en dæmi þekkist til annars staðar. Vitanlega er það staðhæfing alveg út í bláinn, að hér séu hærri ríkisskattar en annars staðar, enda vafalaust fjarri öllum sanni. En hitt er jafnframt vafalaust, að hér eru hærri útsvör en dæmi þekkjast til annars staðar. Útsvörin á lág- tekju- og miðlungstekjumönn- um eru hér líka margfallt hærri en ríkisskattarnir og langsam- lega tilfinnanlegasta skatta- byrðin. Og hvers vegna eru útsvörin há? Eingöngu vegna illrar stjórnar á Reykjavíkurbæ. Ef hér væri jafnað niður hlutfalls- (Framh. á 4. síðu) Forsetaejni í íjórða sinn Roosevelt hefir verið kjörinn forsetaefni demokrata á flokksþingi þeirra, sem-haldið var í Chigaco í seinustu viku. Varaforsetaefni var kjörinn Tru- man öldungadeildarmaður frá Missouri. Wallace, núverandi varaforseta, mistóskt að ná endurkosningu. Truman er um sextugt, hefir verið öldunga- deildarmaður síðan 1930 og nýtur mikils álits meðaL þingmanna. Hér á myndíjini sést Roosevelt, sem verður nú í kjöri í fjórða sinn, og Ernest J. King, sem er yfirstjórnandi alls Bandaríkjaflotans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.