Tíminn - 25.07.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.07.1944, Blaðsíða 2
286 þriðjttdagÍMm 25. jiili 1944 72. blað I»riðjjutlafiur 25. jjúlí Guðmundur Friðjónsson Ræða flutt við útjör Guðmundav að Nesi í Aðaldal 6. júlí Til frœnda míns Helga í Vogí Helgi pœndi! Nú skal ná i nœði þínum fundmn. Leita ég þín heima hjá Skraf kommúnísta um umbótastjórn Þjóðviljinn gerir Eimskipafé- ' lagsgróðann að umtalsefni í for- ustugrein síðastl. miðvikudag. Eins og vænta mátti, ræðir blað- ið málið á sinn sérstaka hátt. Það deilir ekki á forráðamenn Eimskipafélagsins, Eggert Clae- sen, Hallgrím Benediktsson eða Guðmund Ásbjörnsson fyrir það, hvernig komið er. Það er ekki látið svo lítið að minnast á þa. Það eru Framsóknarm., sem vald ir eru að ósómanum. Það er einn Framsóknarmaður í verðlagsráði og annar í stjórn Eimskipafé- lagsins. Þeir eiga að hafa ráðið þessu, þótt_þeir séu í algerum minnihluta á báðum stöðunum. Með sömu röksemdaleiðslu mætti segja, að kommúnistar hafi borið ábyrgð á störfum Al- þingis 1927—42 af því, að þeir áttu þá þrjá menn á þinginu! Þetta er þó ekki aðalefni um- ræddrar Þjóðviljagreinar. Hún er ekki eingöngu skrifuð í þeim tilgangi, eins og svo margar aðr- ar Þjóðviljagreinar um þessar mundir, að bera blak af Sjálf- stæðismönnum og ófrægja Framsóknar- eða Alþýðuflokks- menn, en þannig hyggjast kommúnistar að geta réttlætt samvinnu sína við íhaldið í bæj - arstjórn Reykjavíkur- og víðar. Tilgangur greinarinnar er einn- ig sá, að lesendur hennar fái þá hugmynd, að kommúnistar séu fúsif til að bæta úr Eim- skipafélagshneyksiinu og öðrum hneykslum. í niðurlagi greinar- innar segir því: „En það er vitanlegt mál, að til þess að nokkuð verði gert í þá átt (þ. e. að bæta úr Eimskipafélagshneykslinu) og aðra endurbótaátt, þá verður sú dulbúna Framsókn- arafturhaldsstjórn, sem nú situr, að víkja og frjálslynd, framsækin stjórn að taka við“. Það er reyndar ekkert nýtt, að kommúnistaforsprakkarnir haldi slíku fram. Þeir hafa sagt þetta sama ár eftir ár. Þeir bá- súnuðu nauðsyn frjálslyndrar og framsækinnar stjórnar, bæði í vorkosningunum og haustkosn- ingunum 1942. Þeir sögðu við kjósendur: Ef þið kjósið ðkkur, fáið þið slíka stjórn. Ef atkvæða- magn okkar eykst og þingmönn- um fjölgar, munu áhrif okkar aukast svo, að við munum geta knúð fram slíka stjórn. En hverjar urðu svo efndirn- ar? Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn létu ekki á sér standa, að slík stjórn væri mynduð. Þeir sátu á samninga- bekk með kommúnistum heilan vetur til þess að fá þá til að taka þátt í slíkri stjórn. En kommún- istar fóru stöðugt undan í flæm- ingi, beittu nýjum og nýjum undanbrögðum, gerðu nýjar ó- bilgirniskröfur, þegar búið var að jafna fyrri ágreiningsefni, og báru loks fram skriflegt plagg þess efnis, að samningarnir hefðu mistekizt, en þó skildu þeir samt aftur teknir upp að misseri liðnu! Þannig efndu forsprakkar kommúnista það kosningaloforð sitt að beitast fyrir frjálslyndri, framsækinni vinstri stjórn. Þeir sviku það eins fullkomlega .og framast var hægt að gera það. Vegna þessara svika kommún- ista er nú komið, eins og komið er. Þegar kommúnistar skamm- ast yfir hinum eða öðrum verkn- aði eða aðgerðaleysi núverandi ríkisstjórnar, geta þeir engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir hafa hindrað myndun framsækinnar stjórnar. Þegar þeir skammast yfir því, að stór- gróðinn skuli eigi hafa verið tek- inn í opinbera vörzlu og honum ráðstafað til stórframkvæmda eftir stríðið, geta þeir ekki held- ur kennt öðrum en sjálfum sér um það. Slíkt var og er ekki hægt, nema jafnhliða lagasetn- ingu um þetta komi róttæk og framtakssöm stjórn, er fylgi henn vel og fast eftir, en slíka stjórn hafa kommúnistar fyrir- Guðmundur Friðjónsson skáld lézt í sjúkrahúsinu í Húsa- vík 26. júní síðastl., eftir langa sjúkdómslegu. Með honum hneig til moldar eitt merkilegasta skáld þeirrar kynslóðar, er tók við starfi brauðryðjendanna í sjálfstæðisbaráttunni og leiddi hana til fulls sigurs. Guðmundur tók á sinn hátt ríkan þátt í því starfi, því að skáldskapur hans var þrung- in trú á ísland og íslenzkan kynstofn, og hann lagði fram góðan skerf til eflingar og auðgunar íslenzkrar tungu. Minning hans mun því vafalaust lifa jafnlengi því máli, sem hann samdi á ljóð sín og sögur, og eigi er ólíkleg tilgáta, að skáldskapur hans verði enn meira metinn, er lengra líður frá, og þagnaður er styr sá, sem staðið hefir um sérkenni- leik hans. Tíminn flytur hér á eftir hina snjöllu ræðu, sem Karl Kristjánsson oddviti í Húsavík flutti við útför Guðmundar 6. júlí síðastl., jafnframt stuttri frásögn um helztu æviat- riði skáldsins. Hefst þá ræða Karls: Guðviundur Friöjónsson Ég kynntist Guðmundi Frið- jónssyni sem skáldi og rithöf- undi strax og ég fór að lesa, og hann var fyrsti fyrirlesarinn, sem ég heyrði til. En ég kynnt- ist honum ekki persónulega, svo veruleg kynning væri, fyrri en í sjúkrahúsinu, eftir að hann hafði tekið banamein sitt. Ég tel þau persónulegu kynni mikinn ávinning fyrir mig. í langri sjúkdómsþraut sér í heimana báða. Þar reynir á heil- indin í upplagi manna. Þar hrynur ryð af stáli eða málm- urinn brestur. Kynni mín af Guðmundi Frið- jónssyni í þeim aðstæðum marg- földuðu virðingu mína fyrir hon- um sem andans manni. Þar fann ég glöggt, hve und- ursamlega margt hann bar fyrir brjósti, hve hann var mikill og sannur sonur norrænunnar. Hve lífsskoðun hans var í innsta eðli virðuleg, og íþrótt hans — skáldskapurinn — helgaður af sterkri köllun. Ég veit ekki með hvaða ljóði sínu hann myndi helzt hafa vilj- að ávarpa hér. Þau eru mjög mörg vel til þess hæf. En mér finnst eitt stakt erindi, sem hann kallar „Niðurstöðu“, vera sérstaklega til þess fallið. Þetta erindi er með hinu sáma yfirlætisleysi yfirburðamanns- ins, sem ég kynntist í sjúkra- húsinu: Fór ég í heiði, fékk ég eina tínu. Fór ég á engi, sló ég meðal brýnu. Út reri ég og einn ég fékk i hlut. Upp dreg ég bát i naust aði — til lands og sjávar — og í listum, yfirlætisleysi þess, sem skynjar því meira óunnið, því meira sem hann afrekar. Og svo trúna á lífið, — að öldurnar vaki og yrki áfram, lögmálum tryggð- ar og máttugar í sjálfum sér. Þó að Guðmundur Ériðjónsson gerði ekki meira úr afrekum sínum en hann gerir í þessu ljóði, þá er okkur engu síður vel Ijóst, að borið saman við aðra menn, varð honum framúrskar- andi vel til grasa í heiðinni, að teigurinn, sem hann sló á eng- inu, er ótrúlega margar dag- sláttur, og hluturinn, sem hann fékk í róðrinum, á borð hjinda heilli þjóð. - 'l' 'jí Guðmundur Friðjónsson var bóndi, sem ól úpp mörg börn, og sló þannig — þó eigi væri á annað litið — miklu meira en meðal brýnu: Hann hafði svo mikinn áhuga fyrir búskaparmálum, að ein- hverntíma sagði einhver, að |'„undarlegt væri að hann skyldi geta verið skáld Ííka“. — Það er að vísu ekki undarlegt að bóndi sé skáld. Mörg hin daglegu störf bóndans eru skáldiðja, draumgjafar «g yrkisefni. Hitt er merkilegt, að annríkur bóndi skuli verða jafn stórvirkur and- ans maður og Guðmundur var. Til þess þarf afar sterka köllun og mikið erfiði.. í því eiga þeir íslenzku metin Guðmundur og Stephan G. Stephánsson. Ekki er ólíklegt talið, að hann hafi verið mælskasti ræðumað- ur landsins, þegar hann var upp á sitt hið bezta: „Átti orðfimi á við tvo“ og „Eldbröndum skjóta þorði“. Var umdeildur. Bæði kviðið fyrir og hlakkað til þess, er hann kynni að segja, og þótti sjálf- sagður ræðumaður alls staðar í héraði, þegar mikið skyldi við hafa. Ég held að hans marg- viðurkennda málfar hafi allra bezt notið sín í ræðu — einkum tækifærisræðu. Hinn mikli mál- fákur hans neytti kostanna — skeiðsins — á ófyrirséðum ó- jöfnum efnis tækifærisræðunn- ar, eins og Grímur Thomsen segir í kvæðinu Skúlaskeið, að Sörli hafi gert á hrauni Kalda- dals. * * _ * Hver var hin virðulega lífs- skoðun Guðmundar Friðjóns- sonar í innsta eðli? Hvert stefndi köllun hans sem skálds? Svör við þessum spurningum í stutt máli má segja að komi fram í því, sem hann segir í einu kvæða sinna: Þúsund ára blys i Háva-höllu hafa skinið, lýst í norðui'-ætt. Betur skyldi um bjarma þennan frætt blindað pannkyn, það sé fyrii' öllu. Norrænu er kært og sæla og sómi sig að týgja í erindi svo brýnt. Heilum öldum hefir mannkyn týnt, hefna skyldi þess í góðu tó'mi. með léttan sk.ut. Stilltu þig, son minn, stillið grátinn,. dætur! strengharpa mín þó laskist. — Góðar nætur! Norræna lifir einn þó undan beri útskagamann, sem langan barning reri. Öldurnar vaka, — yrkja ljóð á skeri. Erindi þetta- sýnir margt í senn, ef gaumgæft er: Karl- mannlega ró, orðsnilli, líkinga- gnótt, áhugaefni skáldsins í bún- Eg var unglingur, þegar ég heyrði Guðmund Friðjónsson fyrst flytja fyrirlestur. Fyrirlest- urinn flutti hann blaðalaust. Ég fæ jafnan síðan hrifningar- straum niður hnakkann, þegar ég minnist mælsku hans eins og hún orkaði á mig þá. Hvílík kraftmælska og kjarnyrði! Aldr- ei seitl eða vætl, heldur stríðir strengir og hrynjandi fossar! byggt. Hver myndi t. d. telja Björn Ólafsson vel fallin til að framkvæma eignaaukaskattslög, þó þau hefðu verið samþykkt? Þegar kommúpistar skammast yfir skattasvikunum, sem allir vita, að gerð eru í ríkum mæli, geta þeir ekki heldur kennt öðr- um um þetta spillingarástand en sjálfum' sér. Þeir hindruðu myndun framsækinnar stjórnar, sem hefði tekið þetta mál föst- um tökum. Og þegar Einar Ol- geirsson froðufellir af hneyksl- un út af því, að ekki skuli vera búið að gera ráðstafanir til að fá 200 nýja vélbáta og 20 nýja togara eða útvega erlenda mark- aði, getur hann ekki beint hneykslun sinni annað en til sjálfs sin og stallbræðra sinna. Þeir hindruðu myndun stjórn- ar, sem hefði unnið að þessu. Kommúnistar hafa þó ekki aðeins látið sér nægja að hindra slíka stjórnarmyndun, heldur hafa þeir gert ósvífnustu árásir á atvinnuveg og félög bænda og hafa á þann og annan hátt reynt að kveikja sem mögnuð- ust illindi milli bænda og verka- lýðs. Á sama tíma hafa þeir tek- ið upp samvinnu við þau öfl Sjálfstæðisflokksins, sem eru líklegust til fjandskapar við bændur, Reykjavíkurdeild í- haldsins. Sú samvinna er nú svo innileg, að aldrei sést styggðar- yrði í Þjóðviljanum um forráða- menn Sjálfstæðisflokksins. Eft- ir skrifum Þjóðviljans að dæma er nú ekkert íhald til 1 landinu nema Vísisklíkan, a. m. k. ekki í Sjálfstæðisflokknum! Kveld- úlfur og Bjarni Ben. eru að verða brjóstvörn frjálslyndisins og framfaranna í landinu, ásamt vitanlega kommúnistaflokknum! Frá sjónarmiði hreinræktaðra kommúnista eru slík vinnubrögð næsta eðlileg. Takmark þeirra er að hafa samstarf við helztu stórgróðaöflin um að ekkert sé jjert til umbóta og allt lendi í sem mestu öngþveiti. Eftir því, sem öngþveitið verður meira, aukast vaxtarmöguleikar komm- únismans. Én hinir mörgu, ó- breyttu kjósendur, sem fylgja kommúnistum að málum, vilja ekki slíka rás atburðanna. Þess vegna reyna forkólfar kommún- ista að varpa ryki í augu þeirra, einkum þegar kosningar nálgast, og þá er jafnan flaggað með nauðsyn frjálslyndrar, framsæk- innar stjórnar. 'Forsprakkar kommúnista munu í þeim við- ræðum flokkanna, sem fyrir höndum eru, fá enn einu sinni tækifæri til að sýna það í verki, hver hin raunverulega afstaða þeirra er og eftir þá niðurstöðu ætti enginn að þujfa að villast á þeim í næsta sinn við kjör- borðið. Þ. Þ. Haga skyldi hefndum svo að veita húmsins veldi, þar sem ríkir nótt: Ijós úr noröri, vizlcu, viljaþrótt, von, er Gimlisala kýs að leita. Lífsskoðun lians og köllun voru aldrei ósamþykkar. Þess vegna kom hann svo miklu í verk. Öll hans beztu skáldverk í bundnu máli og óbundnu eru „ljós úr norðri“. Hann herjaði á „húmsins veldi“ með þessu ljósi í göfugri von og leit að Gimlisölum þeim, er Edda #tal- ar um sem fegursta allra sala, og segir að byggi „góðir menn og réttlátir of allar aldir“. Eng- inn getur sagt um það, hve miklu myrkri hann kann að hafa eytt í Þingeyjarþingi og landinu öllu. Áhrifin frá kyndlum þjóð- skáldanna verða naumast greind frá ljósi því, er með fólkinu býr, því að áhrifin verða ein- mitt að bírtu í blysum.fólksins. í samræmi við hinn norræna anda tignaði Guðmundur Frið- jónsson i skáldskap sínum „vizku, viljaþrótt" og hetjudug. Mörg' erfiljóð hans eru snildar- legir lofsöngvar þessara mann- kosta. Samúð hans með smæl- ingjum var líka sterk. Ef mað- ur skilur á fullkominn hátt gildi mikils máttar — eins og Guð- mundur gerði — þá finnur hann einnig til með þeim máttarlitla og gerist brjóstvörn hans. — Það er líka norrænt. Samúð Guð- mundar með dýrunum er á viss- an hátt af sama togá, — auk þess að þar kemur til greina til- finning bóndans, sem er góður fóstri húsdýranna — og fegurð- arskyn þess, sem lifir og hrærist með náttúrunni. Hver getur gleymt sögunni af Geira húsmanni? Hver man ekki ævilangt ásak- anir skáldsins fyrir eggjarán og dráp ungamóður? Hverjum finnst ekki til um glæsibraginn og fegurðina í lýs- ingunni á flugi helsingjans: Laus við svima flýgur frjáls fugl með hvimi skyggnu þó að brimi um brjóst og háls bláa himinlygnu. Náttúran var mikill áhrifa- valdur hans allar árstíðir. Fá íslenzk skáld standa hon- um jafnfætis, hvað þá framar, í því að lýsa veðraham hausts og vetrar, þegar: „Brimtónar háir- berast inn til sveita, brotsjór við öldu dansar kringum naust" eða í því að meta: „Sólmánaðar sunnangöngu sumardýrð og næturfriðinn“. Þingeyingar eiga margar myndir af héraði sínu í ritverk- um hans. Sérstæðar myndir, sem engir aðrir taka — eða sýna. Litir málsins í myndum þessum eru þannig, að enginn villist á hver höfundurinn er. Sumir menn eru ágætir af því að þeir líkjast öðrum. Meira er þó að vera ágætur og þurfa engum að líkjast. Þannig var Guðmundur Frið- jónsson. * * * „Norræna lifir einn þó undan beri útskagamann, sem langan barning reri. Öldurnar vaka, — yrkja ljóð á skeri.“ Víst mun norrænan lifa, þótt dauðinn beri undan hennar dygga son, Guðmund á Sandi. Dauðinn ber hann heldur ekki undan, nema að nokkru leyti. Andi þessa, að mestu sjálf- menntaða „útskagamanns", sem náði svo langt í sæför sinni að verða stórskáld, — hann lifir áfram með þjóðinni og þjónar norrænunni og eflir líf hennar. Málið, sem hann talaði og rit- aði, verður ,,hreystilind“ íslenzk- unnar á ókomnúm tímum. Mörg orð, sem hann skóp, lifa meðan íslenzk tunga er töluð, svo sem orðin: éilífðarmál og mátterni, sem hann er höf. að. Hann bar úr Háva-höllu norð- ursins inn í bókmenntir og hug- arheima þjóðarinnar blys, sem lengi munu lýsa. Með kvæðum sínum um „Ekkj- una við ána“ og „Bréf til vinar míns“ — svo tvö dæmi séu að- eins nefnd — mótaði hann við hitann og birtuna frá „ljósinu úr norðri“ gullmyntir, sem eng- inn mun reyna að umsteypa, en halda munu gildi sínu í andleg- um viðskiptum íslendinga um aldir — og teljast þeim til sannra auðæfa. * * * Guðmundur Friðjónsson var ljóss óg lífs vinur. Hann trúði á kosti íslands og bar skálda mest fyrir brjósti hagsæld lands og lýðs. Hann var hinn mesti áhugamaður um ævintýri gró- andans í lundu og á landi og sæ. Ég hugsa mér að á sumar- degi eins og þessum mundi hann vilja, um leið og hann er borinn til moldar, segja við ykkur, það, sem hann sagði í síðustu ljóða- bók sinni: Vorum landslýði Ijómar dalprýði: geisla gullsmíði á gras og víði. Ilm angandi elur gróandi. Syngur á sandi sævarguðs andi. Þessi þjóðkvæði og Þórólfs landgæði ókeypis enn geta öðlast menn. Opnið augu skýr.i lifið ævintýr, Ijóss og lífs-vinir! í sama anda vil ég mæla til hans: „Þingeyingur, langt og lengi ljómar af þínum skörungdómi." Þökk sé þér. Vertu sæll, ljóss og lífs-vinur. Karl Kristjánsson. Nokkur æviatriði Guðmundar. Guðmundur Friðjónsson var hinum bláu sundum. Þar sem látur, vík og ver vorið lífi gleður, — ásar, móar, eyjar, sker, — allt af söngvum kveður. Þar sem urta kjassar kóp kría af hreiðri flýgur, œður kallar ungahóp, áíla lambið sýgur. Þarna syngja sœr og lahd saman marga drápu. Efra fjalla^blámans band bryddir grœna kápu. Þarna minja-skartið skín skœrt frá liðnum árum. Þar fékk œttin þín og min þrótt úr mold og bárum. Þó oss örlög flesta frá feðra slóðum togi, hugann dregur hulin þrá heim að gamla Vogi. Þú mátt stiga á fák og fley, fljúga um víða geima, — hvert sem ferðu áttu ei annars staðar heima. Þar hófst kyn vort öld af öld og á sér helga dóma. Haltu fram á hinsta kvöld hreysti þess og sóma. BJARNI ÁSGEIRSSON. Til skýringar skal þess getið, að þeir Bjarni Ásgeirsson og Helgi Árnason eru systrasynir, en móðurætt þeirra hefir búið að Vogi á Mýrum óslitið í fullar tvær aldir og situr þar nú sjötti ættleggurinn. Fjórir fyrstu ábúend- ur ættarinnar hétu allir Helgi, og var Helgi sá, sem var þriðji í röðinni, fyrsti þingmaður Mýramanna eftir endurreisnina og þjóðfundarmaður 1851. — Vísur þessar sendi Bjarni Helga frænda sínum á sextugsafmæJi hans 6. júní síðastl/ fæddur að Sílalæk í Aðaldal 24. október 1869. Foreldrar hans voru: Friðjón Jónsson frá Hafralæk, Jónssonar bónda á Hólmavaði, Magnússonar; kona Friðjóns var Sigurbjörg Guð- mundsdóttir bónda á Sílalæk, Stefánssonar bónda s. st., Ind- riðasonar bónda s. st. Árið 1873 fluttust þau Friðjón og Sigur- björg að Sandi, en þar andaðist hún árið eftir. Haustið 1891 fór Guðmundur í Möðruvallaskóla; útskrifaðist vorið 1893. _ Alsystkini Guðmundar eru r Sigurjón skáld á Laugum og Hólmfríður s. st. Hálfsystkini: Erlingur kaupfélagssíjóri á Ak- ureyri, Halldór ritstjóri á Akur- eyri, Þórunn, dáin (kona Jóns Jónatanssonar járnsmiðs á Ak- ureyrij, Sigriður húsfrú á Síla- læk og Áslaug í Rvík. , Guðmundur kvæntist 1899 Guðrúnu Oddsdóttur, bróður- og fósturdóttur Baldvins Sig- urðssonar í Garði í Aðaldal. Börn þeirra: Bjartmar, hrepp- stjóri á Sandi, Þorgnýr, kennari í Aðaldal, Þóroddur, kennari á Eiðum, Völundur, dáinn 8. marz 1930, Baldur, bóndi á Sandi, Heiðrekur, verzlunarmaður á Akureyri, Valtýr, heima á Sandi,. Snær, dó á 1. ári, Hermóður, bóndi í Nesi, Aðaldal, Sigur- björg, gift kona á Sandi, Sólveig, ógift heima, Friðjón, heima. Árið 1898 kojn út fyrsta bók Guðmundar: „Einir“, smásögur; síðan 10 sögubækur, 9 smá- sagnasöfn og ein lengri saga, „Ólöf í Ási“; 5 ljóðasöfn og 4 smærri bækur (ritgerðir og er- indi). Guðmundur átti alla ævi, eftir að foreldrar hans fluttu frá Síla- læk, heima á Sandi. Ferðaðist aldrei til útlanda, en oft til Reykjavíkur og víða um land. Vinnið ötúllega. tyrir Ttntann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.