Tíminn - 25.07.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.07.1944, Blaðsíða 4
288 TÍMINN, þriðjiidaginn 25. júlí 1944 72. JíIafS Bókaútgáía Menn- ingarsjóðs og Þjóð- vinafélagsíns Ákveðið hefir verið, að Bóka- útgáfa Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins geíi út eftirfarandi bækur á þessu ári: Önnu Karenínu, IV. og sein- asta bindið, í þýðingu Karls ís- feld ritstjóra. í því mun verða ritgerð um höfundinn og skáld- söguna. Almanak fyrir árið 1945. Það mun meðal annars flytja rit-. gerðir um Kaj Munk og Nordahl Grieg, eftir Tómas Guðmunds- son skáld, og yfirlitsgrein um ís- lenzk heilbrigðismál. Andvara fyrir 1944. í honum birtist ævisaga Jóns biskups Helgasonar, yfirlitsgrein um listir og bókmenntir á árinu 1943 og greinar um framtíð ís- lenzks sjávarútvegs og landbún- aðar. Úrvalsljóð Hannesar Hafstein með formála eftir Vilhjálm Þ. Gíslason skólastjóra. Haldið verður áfram útgáfu íslendingasagna. í ár verður gef'ín út Egils saga, búin til prentunar af Guðna Jónssyni mag. art. Nýtt bindi mun verða gefið út af Sögu íslendinga. Fjallar það um siðaskiptin og er ritað af dr. Páli E. Ólasyni. Þetta bindi verður að sjálfsögðu selt gegn sérstöku gjaldi, eins og þau tvö bindin, sem þegar eru komin út. Á næsta ári er ætlunin að gefa út II. bindi af Sögu íslend- inga. Verður það um tímabilið frá 1100—1264, og ritað af Árna Pálssyni, fyrrv. prófessor. Á árinu 1945 verður m. a. gefin út skáldsagan „The Moon and Sixpence" eftir enska skáldið W. Somerset Maugham. Verður sú bók íslenzkuð af Boga Ólafssyni yfirkennara. Ferðalag1 biskups Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, er nýlega kominn heim úr 9 daga vísitas- íuför um Austur-Skaftafells- prófastsdæmi. Biskup vísiteraði allar 5 kirkj - ur prófastsdæmisins, og var prófasturinn, séra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi, við- staddur allar visitasíurnar Vísitasíurnar fóru þannig fram, að biskup prédikaði og flutti svo í messulok erindi til safnaðanna um nauðsyn kirkju- legrar starfsemi og hvernig ætti að auka hana og efla. Vísitasiurnar voru mjög vel sóttar og var fólk ánægúyfir komu biskups. Sögtasýnmgin Sögusýningunni í Mennta- skólanum lauk á sunnudaginn var. Um 1200 manns sáu hana þann dag. Alls sóttu sýninguna um 10.500 manns. Til athugunar er að hafa sýn- inguna- opna um næstu helgi, en næstu daga verður hún til sýnis fyrir hermenn. Bifreiðarslys Það slys varð á Vaðlaheiði síðastl. laugardagskvöld, að vörubifreiðin A-328 fór út af veginum nálægt neðstu bugð- unni vestan megin helðarinnar og fór hálfa aðra veltu. Fjórir menn sátu í kössum á vörupalli bifreiðarinnar. Köstuðust þeir af henni, þegar hún valt og varð einn þeirra undir henni og meiddist svo mikið, að hann beið þegar bana. Það var Bolli Eggertsson, framkvæmdarstjóri og meðeigandi Gosdrykkjagerð- ar Akureyrar. — Aðrir meiddust lítið eða ekki. Nýir íþróttakennarar (Framh. af 1. síðu) (uppeldis- og sálarfræði), Þórir Þorgeirsson (aðstoðarkennari í leikfimi og sundi), en nám- skeiðskennarar voru Baldur Krlstjónsson (handknattleik) og Ú R BÆNUM Ólafsvökuhátíð. Á laugardaginn kemur halda Fær- eyingar hér í bænum Ólafsvökuhátíð sína. Hátíðin hefst með guðsþjónustu í Austurbæjarskólanum, séra Jakob Jónss. messar. Síðan verður farið suð- ur í Fossvogskirkjugarð og blómsveigar lagöir á grafir tveggja færeyskra skips- hafna. Þá verður haldið til Vífilsstaða í boði ráðskonunnar þar, sem er fær- eysk. Verða færeyskii- þjóðdansar dans- aðir á túninu og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Um kvöldið verður há- tíð í Ingólfskaffi. Verða þar fluttar ræð ur, sungið og dansað fram á nótt. — Kvölddagskrá útvarpsins verður aö nokkru helguð hátíðinni. Peter Wiege- lund flytur erindi, frú Herborg á Heyg- jim syngur. Þá verður flutt ávarp til Færeyinga og að lokum sungið. Ritið Olavsökan kemur út í tilefni dagsins. Ritstjóri og útgefandi er Sámal David- sen blaðamaður. Ritið verður selt á götum bæjarins og í bókaverzlunum. Þingstúka Reykjavíkur fer í skemmtiferð með Esju til ísa- fjarðar um verzlunarmannahelgina. Lúðrasveit Reykjavíkur verður með í förinni,- Grasaferð. Náttúrulækningafélag íslands efndi til grasaferðar til Hveravalla laugar- daginn 15. júlí. í förinni tóku þátt 22 manns, þar af 15 konur. Lagt var af stað kl. 2 e. h. og komið til Hveravalla kl. tæplega 11 um kvöldið. Haldið var frá Hveravöllum snemma á mánudags- morgun. Grasatekjan varð frekar rýr, vegna þess hve veður var þurrt. Innanfélagsglíma K. R. Fyrra mánudagskvöld fór fram inn- anfélagsglíma K. R. Keppt var um glímuhorn, sm Benedíkt G Waage og Krístján L. Gestsson höfðu gefið til ár- legrar innanfélagskeppni í glímu og var þetta í fyrsta sinn, sem keppt var um glímuhornið. Að þessu sirihi bar sigur af hólmi Davíð Hálfdánarson og hlaut hann glímuhornið og sæmdar- heitið „glímukappi K. R.“ Aukinn kaffibætisskammtur. Viðskiptamálaráðuneytið hefir ákveð- ið, að frá og með 26. þ. m. sé heimilt að afhenda 2 stk. af kaffibæti gegn afhendingu stofnauka nr. 5 af núgild- andi matvælaseðli. Stofnauki nr. 3, sem gefið var gildi 16. maí s. 1. fyrir 1 stk. af kaffibæti, fellur úr gildi að kvöldi þess 31. þ. m. og er því óheim- ilt að afgreiða út á hann eftir þann tíma Fimmtugsafmæli. Þorlákur G. Ottesen, verkstjóri hjá Reykjavíkurhöfn varð fimmtugur 20. þ. m. Þorlákur G. Ottesen nýtur mikilla vinsælda meðal starfsbræðra sinna. Hann hefir. lengi verið mjög starfs- samur í alþýðuhreyfingunni hér i bæn- um og átti meðal annars lengi sæti í stjórn Dagsbrúnar Síðnsln frcgnir. (Framh. af 1. síðu) en vikunni, sem leiö. Árásirnar voru gerðar bæði frá Bretlandi og Ítalíu. Þetta sýnir hinn mikla styrk flughers Bandamanna, er einnig tók öflugan þátt í orust- unum í Normandí og Ítalíu. Bandaríkjamenn hafa gengið á land á Guam, eyvirkinu, sem Japanir tóku af þeim í byrjun stríðsins. Þeim hefir orðið jfer vel ágengt. Ný stjórn hefir verið mynduð í Japan. Tojostjórnin baðst lausnar með þeirri forsendu, að styrjöldin hefði eigi gengið Jap- önum eins vel og hún hefði ósk- að. Tojo á ekki sæti í nýju stjórninni. Hundrað og tveir Danir og átta Þjóðverjar féllu í verkfalls- óeirðunum í Danmörku 1 fyrra mánuði. ÞorsteinnHEinarsson (frjálsar í- þróttir og glíma). Seinni hluta vetrar naut s.kól- in hinnar nýju sundhallar hér- aðsskólans, sem að vísu er ekki ennþá fullgerð. Næsta vetur mun skólinn starfa í hinum nýja fimleikasal á Laugarvatni, sem verður stærsti fimleikasal- ur landsins, 12X24 m. Þegar fimleikasalurinn er kominn upp, vonast skólanefnd- in til að geta hafið byggingu á heimavistarhúsi og íbúð skóla- stjóra. Eins og stendur verður í- þróttakennaraskólinn að leita á náðir héraðsskólans með hús- næði, bæði kennslustofur og í- búðir, en héraðsskólinn hefir öll undanfarin ár verið fullskipað- ur og hefir því átt örðugt með að miðla af hinu takmarkaða húsrými^sfnu. Yiðtal við Arna G. Ey- lands (Framh. af 1. síöu) kaupa, eru ófáanlegar, því að þær eru ekki framleiddar í Ame- ríku. Þetta veldur þó ekki veru- legum vandræðum, en hitt er verra, að ekki hefir tekizt að fá nægilega mikíð frá Ameríku af ýmsum nauðsynlegustu vél- unum, vegna takmörkunar á framleiðslu þeirra þar, sem gengur yfir okkur eins og aðra. í Ameríku hefir verið tekin upp nokkurskonar skömmtun á bú- vélum, líkt og. mörgu öðru. Sem dæmi um það, hvernig á- statt er, má geta þess, að í ár getur búnaðardeild S. í. S. ekki afgreitt nema um helming þeirra heyvinnuvéla, sem pant- aðar hafa verið hjá S. í. S. í ár hafa verið fluttar til landsins 325 sláttuvélar og 250 rakstrar- vélar, en snúningsvélar af hent- ugri gerð fyrir okkur fást ekki í Anaeríku. Hins vegar hafa ver- ið fluttar inn þaðan nokkrar svokallaðar múgavélar, er nota má bæði sem snúningsvélar og til þess að raka heyi saman í garða. Þær hafa reynzt mjög vel, þar sem um mikið og vel slétt land er að ræða. — Hvernig er ástatt með jarð- vinnsluverkfæri? — Eftirspurnin eftir dráttar- vélum til jarðvinnslu er mjög mikil, bæði frá búnaðarsam- böndum eða búnaðarfélögum og einstaklingum. Fleiri tugir að- ilar (um 70) bíða eftir að fá þessar vélar, án vonar um úr- lausn á þessu ári. í vor hafa komið hingað eða eru alveg að koma, 38 dráttarvélar. Óútkljáð er enn, hvort við fáum 10 stór- ar beltisdráttarvélar með jarð- ýtum og tilheyrandi verkfærum, en slíkar vélar teljast nú til her- gagnaframleiðslu og því mikl- um erfiðleikum bundið að fá út- flutning á þeim. Slík vélasam- stæða kostar nú um 50—60 þús. kr. Nú liggja fyrir um 20 beiðnir um slíkar vélar, enda eru' þær notaðar jöfnum höndum við ný- ræktun, vegagerð og snjóruðn- ing. Af dráttarvélum, sem koma í ár, eru 13 litlar vélar með við- byggðum sláttuvélum og er ætl- unin að nota ■ þær fyrst og fremst við heyskap, en auk þess má nota þær við jarðrækt á auð- unnu landi. Allmiklir erfiðleikar eru á því að fá hentug jarðvinnsluverk- færi með dráttarvélum (plóga og herfi) og verður vart ráðin full bót á því fyr-r en að stríð- inu ioknu. — Hvernig er verðlag á búvél- um nú? — Verðlag á búvélum hefir lækkað mikið í ár frá því í fyrra og veldur því aðallega lækkun á flutningsgjöldum og vátrygg- ingargjöldum. Dráttarvél, sem kostaði í fyrra kr. 10.200,00, kost- ar nú ekki nema kr. 7.255,00, múgavél, sem kostaði í fyrra kr. 2.700,00, kostar nú kr. 1580,00, og rakstrarvélar hafa lækkað úr kr. 915,00 í kr. 565,00. Sláttu- vélar kosta nú ekki nema kr. 1077,00. Þess ber að gæta, að þetta verð er heildsöluverð til kaupfélaga og búnaðarfélaga. — Hvað er nú til -mikið af heyvinnuvélum á landinu? — Um það get ég ekki sagt með neinni vissu, því að engar skýrslur eru til um það. Hins vegar gæti ég trúað, að það léti nærri, að sláttuvél væri til á öðr- um hverjum bæ til jafnaðar, en vitanlega gengur þetta mjög misjafnt yfir. Sumir bændiir hafa fleiri en eina sláttuvél, í sumum sveitum eru þær á næst- um hverjum bæ, en í öðrum sveitum á aðeins fáum bæjum. Rakstrarvélarnar eru mun færri en sláttuvélarnar. — Lengra varð viðtalið ekki við Árna að sinni. En af því, sem hér hefir komið fram, ætti það að vera sýnt, að það er hin mesta uauðsyn, að stjórnarvöldin geri sitt ítrasta til að fá aukinn inn- flutning á búvélum og beiti öll- um áhrifum sínum að því marki. íbúð 2—3 lierbergi eld- hiís óskast nii Jiegar eða síðar. Upplýsingar í skrif- stofu prentsm. Eddu. *—o—o—o TJARNARBÍÓ o—o—C* Minnisstæð nótt (A Night to Remember) Bráðskemmtileg gaman- og lögreglumynd. LORETTA YOUNG, BRIAN AHERNE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Erlent yfirlit (Framh. af 1. síðu) ins, von Keitel hershöfðingja. í handtökum þeim, sem urðu strax á efVír, féll annar hers- höfðingi, von Beck, sem sagði af sér formennsku í herráðinu 1938, vegna andúðar á nazistum. Hvort aðrir hershöfðingjar hafa verið drepnir eða fallið í þessari baráttu, hefir- enn eigi frétzt, en lausafregnir herma, að ýms- ir þeirra hafi komizt undan. Samkvæmt seinustu trúverðug- um ^fréttum frá Þýzkalandi halda" handtökurnar enn áfram og skipta þeir hershöfðingjar og herforingjar, sem handteknir hafa-verið, orðið þúsundum. Það bjargaði Hitler í þessari viðureign, að Gestapoliðið fylgdi honum eindregið og eins yfirstjórn flughersins og flotans með þá Göring og Dönits flota- foringja í fararbroddi. Þeir lýstu strax fylgi sínu við hann. Hversu víðtækt samsæri hershöfðingj- anna hefir verið og lítið traust hefir verið borið til þeirra, sem eigi hafa verið beint við það riðnir, má marka á" því, að Himmler, en ekki hershöfðingja, var falin stjórn alls heimahers- ins í Þýzkalandi. Einn þeirra fáu hershöfðingja, sem eru naz- istar, Guderian, var falin for- mennska herráðsins í stað von Keitels, sem ekkert hefir frétzt um síðan og margir gruna um þátttöku í uppreisninni. Það þykir bezt sanna, að hér hefir verið um skipulagða upp- reisn hershöfðingjanna að ræða, að enginn hinna helztu hers- höfðingja, Brauchitsch, Halder, Bock, Keitei, Rundtstedt, Falk- enhausen eða Mannstein hafa fært „foringjanum“ heillaóskir eða verið að neinu getið í þýzk- um fréttum. Það vekur líka at- hygli, að aðeins hershöfðingj- arnir í Normandí, þar sem eru úrvalshersveitir Þjóðverja og til- tölulega mest af nazistiskum liðsforingjum, skuli hafa lýst yfir hlýðni og hollustu við „for- ingjann“ síðan atburður þessi varð. Engar slíkar hollustuyf- irlýsingar hafa borist frá herj- unum á austurvígstöðvunum eða á Ítalíu. Á þeim.stöðvum eru þó % hlutar þýzka hersins..Þetta m. a. styður þá grunsemd, að uppreisnarhreyfingin sé ' enn hvergi nærri bæld niður. Enn ganga margskonar sögusagnir um, að barist sé í Þýzkalandi, hershöfðingjarnir, sem sloppið hafa, séu að skipu- leggja her á austurvígstöðvun- um gegn Hitler o. s. frv. Öll- um slíkum fregnum er valt að treysta, en margt virðist benda til þess, að hlut Hitlers sé nú þannig komið, að veldi hans standi á brauðfótum. í Þýzkalandi reyna nazistar að nota tilræðið við Hitler sem sönnun þess, að guðleg forsjón haldi verndarhendi yfir honum og honum sé því ætlað að sigra. Hitt er þó líklegra, að tilræðið og uppreisnartilraun hershöfð- ingjanna veiki trúna á Hitler, því að þetta hvort tveggja er á- þreifanleg sönnun þess, að þeir, sem hafa bezta aðstöðu til að meta hernaðargetu Þýzkalands, hershöfðingjarnir, trúa ekki á sigur þess lengur og vilja því steypa Hitier í trausti þess að geta bjargað eigin skinni. GÆFAN fylgir trúlofunarhringunum • frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Askriftarfíiald Tírnans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. Leyndanuál Itommels (Five Graves to Cairo). FRANCHOT TONE, ANNE BAXTER, AKIM TAMIROFF, ERICH von STROHEIM sem Rommei. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð yngri en 14 ára. YNGISSVEINAR (Little Men) JACK OAKIE, Sýnd kl. 3 og 5. Tíðíndi irá 7. ílokksþingi / F ramsóknarmanna ásamt greinargerð eftir Hermann Jónasson formann Framsóknarflokksins og myndum frá flokksþinginu, fást í bókaverzlunum í Reykjavík og bókaverzluninni Eddu á Akureyri. Einnig send um land ailt gegn eftirkröfu frá skrifstofu Framsókna^hokksins í Edduhús- inu, Reykjavík. Verð kr. 5,00. Allir, sem um stjórnmál hugsa, verða að eignast þetta rit. ► NYJA e:o. Égf á pig einn (You Belong to Me). Rómantísk og fyndin hjú- skaparsaga. Aðalhiutverk: BARBARA STANWYCK, HENRY FONDA. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Tílkynning Að gefnn tilefni skal það tekið t'ram. að öll umferð óviðkomandi manna um sorp- hauga hæjarins á Eiðisgranda og allur brottflutningur þess, sem á haugana er kastað, er bannaður. Allir, sem flytja sorp á haugana, Sknlu snúa sér til varðmannsins áður en þeir losa það af bílunum. Reykjavík, 21. júlí 1944. HEILBRIGHISFELLTRÉL\X. A víðavangi. (Framh. af 1. síðu) lega svipaðri heildarupphæð út- svara og á Akureyri, ættu út- svörin hér að vera helmingi lægri en þau eru. Þetta geta bæjarbúar eingöngu rakið til þess, að þeir hafa falið íhalds- mönnum að stjórna bænum. Þeir ættu því ekki að láta skattavað- al Mbl. koma sér til að muna að- eins eftir smápinklunum, skött- unum, en gleyma aðalbyrðinni, útsvörunum, þegar þeir koma að kjörborðinu næst. BLAÐAMENNSKA VALTÝS. | Valtýr sýnir það í seinasta Reykjavíkurbréfi Mbl., að kenn- ingar hans um heiðarlega og friðelskandi blaðamennsku hafa enn litlu áorkað á innræti og málflutning hans sjálfs. Hann segir t. d., að ritstjóri Tímans hafi verið að predika, að íslendingar ættu að taka sér til fyrirmyndar hinn stórfellda stéttamun, sem hafi verið í Bret- iandi og Englendingar séu nú að leggja niður! Hann segir t. d. að Bretar ræði nú mjög um það, að legg^a niður einmenningskjördæmin og taka upp hlutfallskosningar, enda þótt fjölmenn þingnefnd, sem nýlega athugaði þessi mál, hafi eindregið mælt gegn hlutfalls- kosningum og báðir aðalflokkar þingsins hafi verið þar á einu máli. Hann segir t. d., að Tíminn hafi heimtað sérréttindi fyrir Jón ívarsson út af verðlagsbrots- kærunni. En það, sem Tíminn krafðist, var, að sömu lög gengu yfir Jón og aðra, og að hann væri ekki sérstaklega hundeltur með sérstökum setudómara og mál hans á allan hátt rekið eins og um stórglæpamál væri að ræða, á sama tíma og önnur stærri verðlagsmál voru rekin í kyrþey. Loks segir Valtýr, að Tíminn heimti sérréttindi fyrir kaup- félögin í innflutningsmálum. Tíminn hefir bókstaflega engar kröfur gert fyrir kaupfélögln í Takið þcssa bók með í suinarfríið. ORÐSENDING til kaupemla Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐÁk ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, í síma 2323, helzt kl. 10—12 f. hád. eða kl. 3—5 e. hád. Útbreiðið Tímann! þessum efnum, en hann hefir krafist þess, að neytendur fengju að ráða því, hvar þeir verzluðu Og innflutningsleyfum yrði hag- að.eftir því. Margt fleira af þessu tagi mætti tína úr Reykjavíkurbréfi Valtýs, er sýnir bezt hve illa honum ferst að leika siðameist- ara og að hann er enn sem áður ósannsöglastur og rætnastur islenzkra blaðamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.