Tíminn - 28.07.1944, Blaðsíða 1
BITSTJÓBI:
ÞÓBARINN ÞÓBABINSSON.
ÚTGEPFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKUBINN.
PBENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
\
RITST JÓB ASKBIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Símar 2353 oK 4373.
AFGBEIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKBIFSTOFA:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9A.
Sími 2323.
28. árg.
Reykjavík, föstudagiim 28. júlí 1944
73. !»Ia«
Erlent yfirlit;
Leppstjórnin
í Póllandi
Jafnhliða og frelsisunnandi
menn hafa fagnað því, að rúss-
neski herinn heldur nú uppi
sigursælli sókn gegn Þjóðverj-
um á austurvígstöðvunum og
veldi nazismans virðist nálgast
fall sitt, hefir það skapað nýjan
óhug, að Rússar virðast ætla að
setja á fót leppstjórn í Póllandi,
líkt og Þjóðverjar hafa gert í
Noregi, Slóvakíu og víðar, en
hafa að engu hina löglegu stjórn
Póllands í London, sem er viður-
kennd af Bandamönnum og hef-
ir alltaf verið það síðan stríðið
hófst. Þykir mörgum að þessi
framkoma Rússa spái illu um
það, að takast muni að skapa
réttlátan og varanlegan frið að
stríðinu loknu.
Það, sem einkum virðist valda
því í seinni tíð, að Rússar vilja
ekki viðurkenna pólsku stjórn-
ina í London, er sú afstaða
hennar, að hún vill ekki viður-
kenna landamæri þau, sem Pól-
l'andi voru sett af Ribbentrop
og Molotoff haustið 1939. Hins
vegar hefir stjórnin ekki talið
sig því fráhverfa, að landamæri
Póllands og Rússlands verði
breytt frá því, sem þau voru fyr-
ir stríð, en hún hefir þó jafnan
gert tilkall til borganna Lwow
og Vilna, er samkv. Ribbentrops-
Molotoffssamningnum eiga að
heyra undir Rússland. Lwöw
og Vilna eru nær alpólskar borg-
ir og virðist álíka óréttmætt að
leggja þær undir Rússland og
t. d. Leningrad undir Finnland.
Rússar viðurkenndu pólsku
stjórnina í London nokkru eftir
að Þjóðverjar réðust inn í Rúss-
land, en þegar þeir sáu, að hún
myndi standa allfast á rétti Pól-
verja, gerðust þeir henni frá-
hverfir og íf fyrravor gripu þeir
tækifærið til að rjúfa samband-
ið við hana, þegar stjórnin kom
klaufalega fram í sambandi við
söguburð Þjóðverja um dráp
pólsku liðsforingjanna. Nokkru
siðar var sett á laggirnar pólsk
„frelsisnefnd", í Moskvu og sér-
stakur pólskur her undir stjórn
Berlings hershöfðingja. Þessari
frelsisnefnd veittu Rússar fulla
viðurkenningu fyrir fáum dög-
um síðan og hafa falið henni
alla borgaralega stjórn í þeim
héruðum Póllands, sem lutu
Þýzkalandi samkvæmt Ribben-
trops-Molotoffsamningnum 1939
Sjálfir hafa Rússar alla stjórn
í þeim héruðum Póllands, sem
þeir fengu samkvæmt samningi
þessum.
Rússar virðast ætla þessari
nýju leppstjórn sinni í Póllandi,
að staðfesta fyrir Pólverja hönd
ákvæði Ribbentrops-Molotoffs-
samningsins um landamæri Pól-
lands og Rússlands, en í stað-
inn eiga Pólverjar að fá Austur-
Prússland og nokku'r þýzk héruð.
Rússar virðast þannig ætla að
ráðstafa nokkrum hluta Þýzka-
lands, án samráðs við Banda-
menn.
Nýja pólska leppstjórnin reyn-
ir mjög að hampa því, að pólska
(Framh. á,4. slðu)
SeinHstu fréttir
Sókn Rússa er enn mjög hröð
víða á allri víglínunni milli Kar-
patafjalla og finnska flóans.
Þeir hafa tekið Narva, Dvinsk,
Bíalystok, Lublin og Joroslov,
og eru komnir að Vistulufljóti
á breiðu svæði. Þeir stefna
nú úr þrem áttum til Varsjá,
sem er mesta samgangnastöð
Póllands .
í Normandi geisa harðar or-
ustur. Bandamenn hafa gert
margar sóknartilraunir, en mót-
staða Þjóðverja er mjög' hörð.
Bandamenn hafa því aðeins
unnið lítilsháttar á.
Hækkar verðlag
á iðnadarvörum?
Lœtur Viðskíptaráðið
undan Iðju og atvinnu-
rekendum?
Iðja, félag verksmiðju-
fólks hér í bænum, hefir
boðað verkfall frá 1. ágúst
næstkomandi, ef eigi verð-
ur þá búið að ganga að
kröfum félagsins. Verkfall
þaff myndi ná til allra at-
vinnufyrirtækja, sem eru í
Félagi ísl. iðnrekenda, en í
því munu vera flest iðn-
fyrirtæki bæjarins. Þá hef-
ir félag verksmiðjufólks í
Hafnarfirði boðað verkfall
frá sama tíma og gert sömu
kröf ur.
Iðja hefir borið fram kröfur
um stórhækkað kaup og fleiri
fríðindi. Atvinnurekendur hafa
enn ekki viljað fallast á þessar
kröfur. Þó virðist svo, að vart
standi á atvinnurekendum að
ganga að þeim, enda myndi
sumir þeirra telja sér hag í því,
ef þeir fengju að verðleggja vör-
ur sínar eftir sömu reglum og
áður (þ\ e. leggja vissan hundr-
aðshluta á innkaupsverð hrá-
efnis og vinnulaun). En bæði
viðskiptaráðherra og viðskipta-
ráð hafa lýst yfir því, að eigi
verði leyfð frekari verðhækkun
þessara vara en orðin er, þótt
nýjar kauphækkanir gangi frarrl.
Meðan svo stendur, hafa at-
vinnurekendur ekki viljað fall-
ast á kaupkröfurnar. Eftir því,
sem fregnast hefir, mun nú sótt
fast á stjórnarvöldin um að leyfa
verðhækkanir í hlutfalli við
kauphækkanir þær, sem um
semdist, og kemur sum sú við-
leitni úr ólíklegustu áttum. Ef
ráðherrann og viðskiptaxáðið
létu undan, myndi það f)ýða
nýja stórfellda hækkun vísitöl-
unnar. '
Það er aðeins ósérlært verk-
smiðjufólk, sem á í þessari deilu,
en ekki sérlærðir verkamenn,
járnsmiðir, prentarar o. fl., þeir
hafa sérfélög og hafa sum þeirra
sagt upp samningum.
Viðtal við Pálma Loftsson framkvæmdasij.:
Skípaútgerð ríkísins þarf að
stórauka skipastól sínn
AUar strandferðiruar þurfa að vera á einni hendi
I öllum hinum afskekktari kauptúnum og byggðalögum, er
það mjög tilfinnanlegt, hve strandsiglingarnar eru strjálar og
óreglulegar. Hlýzt af þessu margvíslegur bagi fyrir fólkið og erf-
iðleikar fyrir atvinnureksturinn á þessum stöðum. Hér er um
mál að ræða, sem ekki aðeins varðar miklu fyrir þessa staði,
heldur þjóðina alla, og því þarf að koma sem fyrst í öruggt og
haganlegt horf.
Tíminn hefir í tilefni af þessu snúið sér til Pálma Loftssonar
framkvæmdastjóra Skipaútgerðar ríkisins, og rætt við hann um
þessi mál. Umsögn Pálma fer hér á eftir:
Starfsemí ráðníngar
skrifstoiu landbún-
aðaríns
Ráðningarskrifstofa landbún-
aðarins hætti störfum um síð-
ustu helgi. Hún tók til starfa 3.
maí síðastl. og veitti Metúsalem
Stefánsson henni forstöðu.
Alls bárust skrifstofunni um-
sóknir frá 318 bændum. Flestar
umsóknir voru úr Árnessýslu, 96,
Gullbringu- og Kjósarsýslu 43,
Rangárvallasýslu 38, Borgar-
fjarðarsýslu 32 og Mýrasýslu 30.
Umsóknir bárust úr öllurri sýsl-
um, hema Norður-Þingeyj ar-
sýslu og Suður-Múlasýslu.
í umsóknunum var beðið um:
124 kaupamenn, þar af 7 árs-
menn, 195 kaupakonur, þar af
7 til eins árs eða lengur, 77 ungl-
inga yngri en 18 ára og 15 stúlk-
ur einnig yngri en 18 ára.Einn
ungling var .skrifstofan beðin
að ráða til árs.
Skrifstofan gat ekki frekar en
undanfarin sumur fullnægt eft-
irspurnum. Alls leituð ,til skrif-
stofunnar um vinnu 64 karlar,
61 kona, 63 piltar, 19 stúlkur og
svo 20 Færeyingar, sem komu
hingað fyrir tilverknað skrif-
stofunnar. Skrifstofan skrifaði
Búnaðarfélagi Færeyinga og út-
vegaði það hingað um 30 menn
til sveitavinnu, en aðeins 20 gáfu
sig fram við skrifstofuna. Alls
réði skrifstofan til vinnu 45
kaupamenn, 55 kaupakonur, 46
pilta yngri en 18 ára og 13 stúlk-
ur yngri en 18 ára.
— Ég hygg, segir Pálmi, að
varla verði annað sagt en að
Skipaútgerðin hafi gert sitt ítr-
asta tll að bæta úr flutninga-
þörfinni, en við mikla örðugleika
er að etja. Á siðastl. ári varð
Súðin fyrir loftárás og stóð við-
gerðin mikinn hluta ársins.
Þetta gerði erfiðleikana enn
meiri þá, því að ekki var hægt að
fá nema óhentug og dýr skip til
strandsiglinga í staðinn. Hallinn
á strandferðunum var þvi mjög
mikill. Á þessu ári hefir ríkis-
stjórnin gefið fyrirmæli um, að
eigi megi verja meira fé til
strandferðanna en fjárlög heim-
ila, en sú fjárveiting er of knöpp
til þess að hægt sé að halda
uppi jafnmiklum strandsigling-
um og nauðsynlegt væri. Til þess
að þurfa þó ekki að draga stór-
lega úr strandsiglingunum, voru
því farmgjöldin hækkuð á síð-
astliðnum vetri, eins og kunnugt
er.
Síðan styrjöldin hófst, hafa
innanlandsflutningarnir færst
meira og meira til Skipaútgerð-
arinnar, en hún hefir haft allt of
lítinn eigin skipakost til að anna
þeim. Ég veit satt að segja ekki
hvernig farið hefði, ef við hefð-
um ekki verið svo lánsamir að
fá nýju Esju rétt fyrir stríðið.
Án herinar hefðum við lent í
fyllsta öngþveiti. Flutningarnir
hjá Skipaútgerðinni á síðastl.
ári námu 54 þús. smál. og um
20 þús. farþegar ferðuðust á veg-
um útgerðarinnar. Þar eru þó
ekki meðtaldir farþegar með
Akranesbátnum, sem' Skipaút-
gerðin haf;ði í förum. Árið 1938
námu flutningarnir hjá'Skipa-
útgerðinni 11 þús. smál. og far-
þegar, sem ferðuðust á vegum
hennar, voru þá 9.551. Vöru-
flutningarnir hafa því nær
fimmfaldazt síðan fyrir stríð og
fólksflutningarnir tvöfaldazt.
Varaforsetaefni
Það, sem stefna ber að í
strandferðamálúm, er að ferð-
irnar verði sem flestar og reglu-
legastar. Það er ekki aðeins
nauðsynlegt fyrir atvinnurekst-
urinn út um land, að ferðirnar
séu örar, heldur líka að þær séu
svo realulegar, að hægt sé að
vita nokkurnveginn upp á hár,
hvenær skipin koma og fara og
miða ýmsar ráðstafanir við það.
Til þess að ná þessu marki álít
ég tvennt sérstaklega nauðsyn-
legt:
Skipaútgerðin þarf að auka
eigin skipakost stórlega, svo
að hún þurfi ekki á óhentug-
um og dýrum leiguskipum að
halda. Þannig fengjust hent-
ugust skip til strandferðanna
og reksturinn yrði ódýrari.
AHir strandflutningarnir
þurfa að vera á einni hendi.
JÞað skapar fullkominn glund-
roða í þessum niálum og gerir
hallarekstur óumflýjanlegan,
ef sá aðili, sem á að annast
flutninga til allra hafna
landsins, þarf að keppa við
aðra aðila um flutninga milli
aðalhafnanna og verða þann-
ig af meiri og minni flutning-
um. Með því að hafa flutn-
t inga á einni hendi, verður
hægt að hafa þá skipuleg-
asta og ódýrasta.
Það má í þessu sambandi
minna á, hvernig ástandið var
fyrir stríðið, þegar bæði inn-
lendir og útlendir aðilar
kepptu við Skipaútgerðina. Þá
komu oft tvö eða fleifi skip til
sama staðarins sama daginn, og
svo leið langur tími á milli, að
ekkert skip kom. Öll þessi skip
höfðu sama eða svipaða farm-
taxta. Flutningarnir urðu því
hvorki ha^anlegri eða ódýrari,
þótt margir"* aðilar kepptu um
þá, en afleiðingin var léleg af-
(Framh. á 4. síSu)
Skipunt bjargail
Þetta er Truman, varaforsetaejni De-
mokrata í Bandaríkjunum. Hann varð
60 ára gamall fyrir skömmu. Hann var
upphaflega bóndi, varð síðan dómari
og vann sér kafteinsnafnbót í Frakk-
landi i seinustu heimsstyrjöld. Hann
hefir verið öldungadeildarmaður fyrir
Missouri síðan 1930. Síðan 1941 hefir
hann veitt forstóðu Trumansnefnd-
inni, sem hefir það markmið, að vinna
að sem beztri skipulagningu vinnuafls,
peninga og hráefna og hefir það starf
gert hannbjóðfrœgan.
Fjölsótt skemmtun
r
á Aliaskeiði
Hin árlega miðsumarskemmt-
un Ungmennafél. Hrunamanna-
hreþps að Álfaskeiði, varhaldin
síðastl. sunnudag. Þetta er venju
lega ein fjölsóttasta útiskemmt-
un á Suðurlandi, enda er sam-
komustaðurinn mjög fagur og
ákjósanlegur. Aðsóknin brást
ekki heldur að þessu sinni, þvi
að skemmtunina sóttu á annað
þúsund manns.
Samkoman hófst með guðs-
þjónustu kl. 1,30 e. h. Sr. Svein-
björn Sveinbjörnsson í Hruna
prédikaði.
Formaður Ungmennafélags-
ins, Eyþór Einarsson, Gröf setti
skemmtunina. Ræður fluttu dr.
Ricriard Beck, Daníel Ágústín-
usson, ritari U.M.F.Í., séra Jakob
Jónsson og Vilhjálmur Þ. Gísla-
so'n, skólastjóri. Hinn ágæti kór
(Framh. á 4. siðu)
A síðastliðnum vetri strönduðu þrír erlendir togarar á Fossfjóru i Skafta-
jellssýslu. Skipaútgerð ríkisins tók að sér bjórgun þeirra og tókst að ná
tveim þeirra út, öðrum eftir mikla vinnu og fyrirhófn, enda var hann bú-
inn að grafa sig djúpt í sandinn, eíns og bezt sést á meðfylgjandi mynd.
Sorglegt slys
Það sorglega slys varð á
barnaheimilinu- Suðurborg hér
í bænum síðastl. þriðjudag, að
.stúlkubarn á öðru ^ri varð undir
leikfangaskáp og meiddist svo
mikið, að það var örent, þegar
að var komið. Umsjónarkonan
hafði aðeins brugðið sér frá ör-
skamma sÉUnd, þegar slysið varð,
en fleiri börn á svipuðu reki voru
í stofunni. Talsvert átak þurfti
til að velta skápnum og er. því
næsta erfitt að. vita, hvernig
slysið hefir viljað til. Barnið,
sem .dó, hét Ágústa Kolbrún,
dóttir Guðbjargar Helgadóttur,
Hringbraut 33.
Á víðavangi
CLAESSEN SNIÐGENGUR
AÐALATRIÐIN.
Forráðamenn Eimskipafélags
íslands eru um þessar mundir
að birta í blöðunum svar til
viðskiptaráðs í tilefni af skýrslu
þess um flutningsgjöldin. Svar
þetta er mjög á Claessens vísu,
aukaatriði eru gerð að aðalat-
riðum og aðalatriðunum sleppt.
Það er til dæmis næstum alveg
sleppt að minnast á þá staðhæf-
ingu viðskiptaráðs, að Eimskipa-
félagið hafi neitað um að gefa
því skýrslu eftir að það fór að
græða á síðastl. ári og að það
hafi á annan hátt reynt að
standa gegn lækkun flutnings-
gjaldanna eftir að því var orð-
ið vel kunnugt um gróðann.
Þetta voru þó aðalatriðin í
skýrslu viðskiptaráðs. í stað
bess að ræða um þau, er lopinn
teygður um óviðkomandi atriði.
Claessenskan kemur þá ekki
síður fram, þegar vefið • er í
svarinu að reyna að leyna hin-
um mikla gróða félagsins á síð-
astliðnu ári. Hann er nú ekki
orðinn nerna 15 milj. kf., þótt
reikningarnir syni 18 milj. og
Mbl. sé búið að básúna það um
allar jarðir. Það kom sem sagt
upp eftir að búið var að ganga
frá reikningunum, að flokkun-
araðgerðir skipanna voru of lágt
áætlaðar um 3 milj. kr.! Áður
var þó búið að leggja fyrir ein-
ar -10 miljónir kr. í svipuðu
skyni, því að alls var raunveru-
legur gróði um 25 milj. kr. Vafa-
laust má þó telja, að enn eigi
félagið eftir að finna upp ein-
hverja nýja afskriftarliði og
reikningarnir sýni að seinustu,
að í raun og veru hafi félagið
tapað á árinu, sem leið!
25 MILJ. KR. GRÓÐINN
OG DÝRTÍÐIN.
Þá er í svari Eimskipafélags-
ins reynt að halda því fram,
að gróði félagsins hafi nær eng-
in áhrif haft á dýrtíðina. Þetta
er einkum rökstutt með því, að
visitalan hafi ekki lækkað neitt
að ráði, þótt flutningsgjöldin
hafi lækkað. Slík röksemd er
vitanlega alveg út í hött, þvi að
eins og allir vita', ej vísitalan
enginn fullnaðarmælikvarði á
dýrtíðina, enda ekki ætlað að
sýna nema takmarkaðan þátt
hennar, framfærslukostnaðinn.
Hún sýnir t. d. ekki aukning á
kostnaði framleiðslunnar, en
mikið af gróða Eimskipafélags-
ins er tekið af henni. Vegna
hinna háu flutningsgjalda Eim- .
skipafélagsins í fyrra voru t. d.
búvélar um þriðjungi dýrari þá
en í ár. Þannig hefir Eimskipa-
-félagið á einum innflutningslið
tekið hundruð þús. kr. af bænd-
rim. Þá hefir það $kki síður
grætt ríflega á áburðinum og
fóðurvörunum. Enn harðara
hafa þó hin háu flutningsgjöld
bess komið við sjávarútveginn.
Það getur líka hver og einn sagt
sér það sjálfur, að 25 milj. kr.
gróði Eimskipafélagslns hefir
átt meira en lítinn þátt í dýr-
tíðinni, þegar það er tekið til
samanburðar, að andvirði allrar
seldrar mjólkur og mjólkur-
vara í Reykjavík og Hafnarfirði
var nokkrum milj. kr. lægri á
þessum sama tíma.
KOMAST 13724 MENN
f KAUPÞINGSSALINN?
í svari Eimskipafélagsins er
því haldið fram, að hluthafarnir
í félaginu séu 13724. Þetta er að
því leyti merkileg upplýsing, aö
aðalfundir Eimskipafélagsins
eru altaf haldnir í Kaupþings-
salnum, sem rúmar í mesta lagi
100 manns. Það húsrúm hefir þó
alltaf reynzt meira en nóg, því
að venjulega hafa ekki fleiri en
40—50 menn sótt aðalfundina
og oftast hefir þó komið frani
meirihluti hlutabréfanna. Þessi
háa hluthafatala, sém nefnd er
í svari Eimskipafélagsins,
hnekkir því ekki að neinu leyti
(Framh. á 4. síðu)